Heimskringla - 10.06.1942, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.06.1942, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNl 1942 BRÉF ÚR SKAGAFIRÐI Kæru Skagfirðingar vestan hafs: Ekki veit eg hvort þetta bréf kemur ykkur frekar í höndur en hin fyrri, því tvisvar hefi eg sent ’línu frá mér, sem vinur minn þar vestra segir að ekki hafi komið fram “en þá er reynt, ef þrisvar er” og því tek eg enn til. Undanfarin tvö ár hafa verið mjög góð hvað veðráttu snerti. Sumarið 1940 var reyndar úr- fel'lusamt og nýttust hey miður vel. En þá hjálpaði mörgum að þeir áttu eftir mikið af góð- um heyjum frá 1939, en það sumar var fádæma gott. Vet- urinn 1940-41 var ágætur, að- eins dálítill frostkafli, en snjó- Jaust altaf. Síðastl. sun^ar var dásamlegt. Grasspretta góð og nýting á heyjum eftir hendinni og ekki hefir þessi vetur verið verri að sínu leyti. Því segja má, að aldrei hafi snjór staðið við viku lengur. Þá hefir jafn- an komið sunnanþýða, en rosa- samt hefir verið með meira móti, svo skaðar hafa orðið á heyjum. Og liggur því við, að satt sé er kveðið var eftir eitt stórveðrið: Úr áramótum margur var með heldur súran svip, Því sífelt gengu hvassviðri með skúrum. Heyin tætti í sveitinni, við sjó- inn lestust skip, og seinast 'fuku tóur út úr búr- um. hefir á sjó, og hefir altaf aflast og stundum ágætlega. Hefir orðið að því stórmikið hagræði, með því verði sem nú er á fiski. Ekki er hægt annað að segja, en verzlun sé sæmileg og at- vinnuleysi er nú óþekt fyrir- brigði, síðan Bretavinnan kom til sögunnar. En auk þess hefir stjórnin lagt drjúgum til opin- berra framkvæmda, umfram það venjulega. 1 hverri sýslu á landinu er unnið að vegalagn- ingu og víða í mörgum stöðum. Hér er lögð aðaláhersla á það, að byggja veginn frá Reykjavík til Akureyrar og ganga þannig frá honum, að ihann verði fær, sem lengstan tíma á ári hverju. Verður unnið bæði á Vatns- skarðinu og á öxnadalsheiði í sumar, en það eru erfiðustu kafliarnir á fyrnefndri leið. — Nýja brautin er kornin langt austur á Vatnsskarðið, og með hjálp hennar, hefir verið haldið uppi ferðum í hverri einustu viku í allan vetur, frá Reykja- vík til Sauðárkróks. Er það mikil framför frá því, er Skag- firðingar þeir sem réru suður, — urðu að ganga þá vegalengd alla með pjönkur sínar, og voru svo dögum og stundum svo vik- um skifti á leiðinni, en nú er þessi sama leið farin á 1—IV2 degi. Innan héraðsins hefir vega- kerfið verið stórbætt nú á seinni árum, og er unnið að því ósleitilega, að gera sýsluveg- ina sem besta og koma þeim í sambönd við þjóðvegina; t. d. á að verja kr. 35 þús. til sýslu- auknum fóðurbætiskaupum; sem er orðinn allhár útgjalda- liður hjá mörgum, en mun þó áreiðanlega borga sig. Þó er annað, sem sverfur enn fastar að öllum búandlýð hér í Skagafirð, en það eru hinar skaðvænu fjárpestir, sem ná- lega vofa yfir hverju heimili. Er garnaveikin austan Vatna, en mæðiveikin að vestanverðu í héraðinu, og er varnargirðing utan frá sjó og fram fyrir Ábæ, og nú á að girða þaðan í vor og fram undir Jökul. Kostar þetta alt óhemju fé, því auk girðing- anna er svo fjöldi af varðmönn- um alt vorið og fram á haust J unz fé er komið á hús. En þrátt fyrir þennan tilkostnað, leggja þessar pestir altaf, með hverju ári, undir sig stærra og stærra svæði. Þessvegna eru ýrnsir orðnir vantrúaðir á þess- ar vanir og segja eins og einn kaldhæðinn náungi: “að með vörnunum ynnist það eitt, að allar kindur austan Vatna dræpist úr garnaveiki en hinar , úr mæðiveiki, en állar færu þær samt.” Því miður er nokk- uð hæft í þessu. 1 fyrrahaust | var t. d. skorið niður nálega | úr öllum Hólahreppi og í haust af mörgum bæjum í Viðvíkur- hreppi og yztu bæjum Akra- hrepps. Hefir víst átt að reyna uppræta veikinni með þessu, en altaf kemur hún upp á nýjum og nýjum stöðum. Sama er að segja méð mæðiveikina. Hún leggur undir sig fleiri bæi með hverju ári og eru nú margir orðnir nálega sauðlausir, sem áður höfðu stór fjárbú. TALSIMA Um páskana kom dálítið kuldakast, en nú er komin hláka og allur snjór horfinn, svo manni finst blessað vorið sé alveg komið. Meira að segja fyrstu farfuglarnir eru byrjaðir að láta til sín heyra. Annars má segja að hér í Skagafirði hafi ekki komið harður vetur síðan 1920; heldur hafi þeir verið hver öðrum betri þó líklega taki þessi, sem nú fer að kveðja, þeim öllum fram, að árgæsku, og má þá reyndar taka árið, sem eina heild. Segir eldra fólkið, að það sé öðruvísi en var í “þeirra ungdæmi” þeg- ar viku hríðar geysuðu, og skildu alt eftir i einu snjókafi. En það er víðar en á landi, sem að gætir þessarar gæsku nátt- úrunnar. Áður fyr fékst hér t. d. aldrei bein úr sjó að heitið gæti fyr en eftir sumarmál, en í vetur hefir verið róið hér við Skagafjörð, hvenær sem gefið veganna í ár, og svipuð var sú fjárveiting í fyrra. En ekki vetiir af, því margir þeirra eru viðhaldsfrekir, síðan daglegir mjólkurflutningar komu til sögunnar. Þrátt fyrir þessi veltiár, má þó segja, að bú- skapurinn sé þó að ýmsu leyti erfiður fyrir bændur, og veldur þar mestu um, skortur á vinnu- afli, og hefir þó aldrei verið verra en nú, er fólkið flykkist úr sveitinni til kauptúnanna, þar sem víða er bókstaflega hægt að ausa upp peningunum. Það er ekkert einsdæmi, að sléttir verkamenn taki 40—50 kr. á dag, mánuð eftir mánuð, og til eru fyrirtæki, sem boðið hafa verkamönnum sinum 1200 kr. á mánuði um lengri tíma. Við þetta getur landbúnaður- inn ekki kept, og því neyðast bændur, að draga saman búin, og mundu þó þurfa að gera það enn meir, ef þeir spöruðu þó ekki kaupafólkshalds, með A annatimum, er hve; mínúta dýrniœt — þat má enginn við, ct< vélar hans liggi leng' brotnar. Þegar hiö o v œ n t c skeður, er það TAL- SÍMINN sem skjótas' bœtir úr. Fyrir íáein cents c dag, getið þér bœtt úr hverju sem að hönd- um ber af þessu tee' og sparað bœði fé og tíma á því. Tryggið yður tima- sparnað með þvi að hafa Bændur hafa fengið fé aftur af ósýktum stofni, hvernig sem það reynist, en þeir, sem hafa sæmilegt vegasamband við Sahðárkrók hafa aftur á móti fjölgað kúnum og lagt stund á mjólkurframleiðslu sem gefur góðan arð eins og stendur. I Þá er einnig hugur í mörg- um, að auka hrossaræktina; kynbæta hrossin og bæta með- ferð þeirra, og gera þau á þann hátt verðmeiri. Var hrossa- sýning á 4 stöðum í héraðinu í vor. Fengu 10 hestar 1. verðl. en 14 II. verðl. Fengu 88 hryss- ur I. verðl. en 93 II. verðl. Einn af þessum hestum var síðan seldur í haust fyrir 2. þús. kr. | Hann var frá Svaðastöðum og j talinn bestur af 1 flokks hest- unum. | En það sem best mun lyfta ; undir hrossaræktina hér er það, að í ráði er að ríkið setji upp hrossakynbótabú að Hól- um í Hjaltadal, þar sé svo alt- af hægt að fá 1. flokks hross fyrir þá, sem þess óska. Á síðastliðnu vori setti bún- aðarsamband Skagfirðinga upp tamningastöð á Borgareynni. Voru þar tamdir 60 hestar og líkaði vel. Hefir það aldrei verið gert áður, því ekki hefir verið nein þurð á tamninga- mönnum í sveitinni fyr en nú. Sýnir það eitt með öðru, fólks- leysið hjá bændum. Aflabrögð hafa verið hin beztu hjá sjómönnum kringum Skagafjörð. Bætir það mikið að nú eru komin tvö hraðfrysti- hús á Sauðárkrók, en eitt í Hofsós. Hafa þau gefið 35—40 aura fyrir hvert kg. og er þá fiskurinn aðeins slægður. Síðan er hann flakaður og frystur og þannig fluttur út. Eru dæmi til í vetur að eftir 10 daga afia- hrotu hafa sjómenn fengið alt 1000 kr. hluti. Var það mikið lán, fyrir útgerðina að þessi hús voru að mestu bygð, áður en stríðið skall á, því síðan hef- ir orðið lítið um byggingar. Á síðastliðnu hausti flutti Jósef J. Björnsson fyrv. alþing- ismaður og skólastjóri, frá Vatnsleysu, til Reykjavíkur. Hafði hann verið um langt skeið kennari á Hólum og fyrsti skólastjóri þar. Var það róm- að af nemendum hans hversu hann hefði verið góðúr kenn- ari. Mörg störf hafði hann með höndum, fyrir sveit og sýslu m. a. þingmensku og fórst það sem annað vel úr hendi, því hann er vitur maður. Er hann fór héðan, var það hans seinasta verk, að gefa sýslu- bókasafninu, alt hið ágæta bókasafn sitt, nær því 700 bindi í bezta ástandi, og sumt harla fágætar bækur. Er það sú dýr- mætasta gjöf, sem því hefir borist til þessa. Sendi sýslu- nefndin honum, nú á nýaf- stöðnum fundi sínum — þakk- arskeyti fyrir þessa ágætu gjöf, og öll störf hans, er hann hefir unnið í þarfir héraðsins. Jósef er nú á 84 árinu, fæddur 26. nóv. 1858, og er hinn ernasti. 31. marz Jauk sýslunefndin fundi sínum, og hafði hún fjölda mála meðferðis. Næsti fundur er hún heldur er sá 70. aðalfundur en hinn 100 ef auka- fundir eru taldir. Mun hún þá halda upp á þetta afmæli sitt, og ef til vill gefa út minningar- rit. Þó ykkur þyki það hljóma einkennilega, þá er einn af þeim sem sátu fyrstu fundina, enn lifandi á meðal ykkar. Er það Magnús Jónsson frá Fjalli í Sæmundarhlíð. Var hann sýslu- nefndarmaður frá 1880—1887 og lét þar margt til sín taka eftir því, sem sýslufundargerð- ir frá þeim tíma sýna. Var hann kosinn í ýmsar nefndir og sat meðal annars í stjórn bún- aðarskólans á Hólum, þegar verið var að komia honum á fót, og hann átti við mest fjár- hagsvandræði að stríða, þvi þá urðu Skagfirðingar einir að hafa a'llan veg og vanda af hon- um. Fyrsti sýslufundurinn kom saman á Reynistað 8. okt. 1874, og afgreiddi þá fjárhags- áætlun að upphæð kr. 125. En strax tók sýslunefndin að beita sér fyrir ýmsum umbótamál- um s. s. vegagerð, brúarsmíði, sýningum á búfé og handa- vinnu o. fl. og það með þeim árangri að búið var að brúa nálega allar ár í héraðinu, að undanteknum Héraðsvötnum, er aðrar sýslur hófust handa í þeim efnum. En um þetta lesið þið alt seinna í afmælisritinu. Hér á Sauðarkróki var held- ur fjölment um “sæluvikuna” svokölluðu, því veður var altaf hið bezta og samgöngur með bílum orðnar ágætar um hérað- ið. Af sjónleikum þeim er sýndir voru má nefna “Nýárs- nóttina” eftir Indriða Einars- son. Var hún leikin 9 sinnum og þótti takast ágæta vel. Leik- fimi og glímur voru einnig sýndar. Tvö kvöfld vikunnar voru málfundir og fluttu þar erindi Jón Björnsson sýslumað- ur á Bakka í Viðvikursveit og cand. júr. Magnús Jónsson frá Mel, töluðu þeir um sveita- menningu og kaupstaðarmenn- ingu. En seinna kvöldið voru þeir frummælendur, prestarnir sr. Halldór Kolbeins á Mæli- felli og sr. Björn Björnsson í Viðvík, og töluðu um “Hug- sjónir sæluvikunnar.” A'lt voru þetta snjöll erindi og vel flutt, og urðu um þau miklar umræður. í sumar sem leið, var góður gestur á ferð hér, sem kom vestan um haf. Var það Soff- onías Thorkelsson. Hann ferð- aðist allmikið um hér, enda á hann hér frændur og vini víða í Skagafirði. Var óneitanlega gaman að spjalla við þann fróða og greinda mann, og þó hefi eg enn meira gaman af að lesa pistla þá i Heimskringlu, sem hann skrifar um ferðina, því glögt er hjá honum gests- augað. Og altaf hefir maður gaman af að sjá sjálfan sig í spegli, ef það er ekki mjög mik- ill spéspegill! Væri óskandi að þeim færi fjölgandi, sem ieita hingað vestan yfir, er stríði þessu lýkur, og ferðir verða beinar og hættulausar milli ís- lands og Ameríku. Séra Jakob Jónsson, sem nú er prestur í Reykjavík hefir Verðmæt bréf geta ekki tapast eða eyðilagst í ÖRYGGISHÓLFI Staðurinn fyrir borgarabréf, eignabréf, vá- tryggingar skírteini og önnur verðmæt skjöl, er í yðar eigin öryggishólfi í bankanum. Þér getið leigt það fyrir minna en lc á dag í næsta útibúi Royal Bankans. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $950.000,000 flutt marga fróðlega og snjalla fyrirlestra, um líf og háttu ykkar Vestur-lslendinga, sem okkur hefir verið hin mesta unun að hlýða á, enda hafa þeir verð prýðilega fluttir. — Eins má segja að Þjóðræknis- félags íslendinga hér, hafi líka á ýmsan hátt aukið kynningu milli íslendinga hér og vestra, og er gott eitt um það að segja, og vonar maður að það fari ekki dvínandi. Eg óska ykkur öllum bless- unar á þessu ári og í allri fram- tíð. Ykkar einlægur, Stefán Vagnson ENGLISH SECTION Sponsored by The Icelandic Canadian Club NOT GUILTY His father was born on the banks of the Clyde. His Bengalese mother was darker of hide. For neither was he the causation. A comfortless hut was the home that he knew, And hunger and cold were his lot as he grew Like a weed in the wilds of creation. / With urchins and paupers he played in the street. He played in the storm and the rain and the heat; A target for taunts and abuses. A stranger to kindness, a cuff on the ear, And curses, inured him to hatred and fear. Let him give account that accuses. At sChool he was ordered to push and compete, To prey on the weaker and strive for a seat Where honor and ease were the prizes. In church he was told that the Christian goal Was to capture a berth for his own little soul And pray as the preacher advises. He -learned from his cronies to lie and deceive, To lurk in the darkness and by-ways, to thieve; A course that his conduct was shaping. No father oommanded, no mother implored; By most of the great he was shunned and ignored. What chance had his class of escaping? Ye judges, I ask, who is innocent here? Who offered a lead to a nobler career, That the best of his bents might awaken? Who showed him the path to his portion of earth, The plenty the toilers had left him at birth And the purse that the pirates had taken? His parents were wealthy and born to the blood. No beggar was he in the Slums and the mud. Not much was denied him that money coul buy. His mates in the play were the rich and the high. So when he in turn threw his hat in life’s ring, * Of hardship and troubles he knew not a thing. He graded all men as the good and the bad. The good were the smug and the idle who had. The poor were to him as the ass or the ox, Just an ancient need, like the goose to the fox. So when he developed a craving to kill His conscience felt but an innocent thrill. * He had, like the other, been often misled. He honestly thought he had paid for his bread. He thought that the buying of bands on the mart, And bleeding the toilers, was doing his part. So when you are tempted to censure his sin, Be sure that you probe where the errors begin. The game as designed has a system of rules, Where some may disport at the cost of the fools. The masses, we know, are but pawns in the play, Yet prelates and kings are as helpless as they. It is wrong and unwise for a brother to blame. ’Tis better to alter the rules of the game. —P. B. lavender, streaked with gold. Tree tops lay dark fingers against the soft color. Purple martins, robins, woodpeckers flot about, touches of color in the quiet sky. Slowly the sun rises above the horizon, its rays shedding lustre on all earthly IDYLLS By Shirley Ward An article written by a grade twelve student. Her mother is Icelandic. D A W N The eastern sky is a wash of pastel tints, rose shading into

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.