Heimskringla - 14.10.1942, Side 2

Heimskringla - 14.10.1942, Side 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. OKT. 1942 Ferðahugleiðingar Eftir Sofíonias Thorkelsson ------ Framh. I þessari ferð var eg aðeins tvær nætur á Dalvík, hafði aðsetur hjá Þorsteini Jónssyni. Við vorum áður vel kunnugir, því að faðir hans átti sjö manna árabát, er eg hafði verið háseti á, en Þorsteinn í viðlögum formaður, þá varla meira en sextán ára gamall. Hefir Þorsteinn reynst mjög hygginn og framkvæmdasam- ur fjársýslumaður og gróðamaður mikill. Er sagt, að hann sé bezt efnum búinn af öllum í Svarfaðardal. Hefir hann sint mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitina og látið hvert velferð- armál sig miklu skifta. Þorsteinn er maður vel skýr, skemti- legur í viðræðu og fróður um margt. Hann er kvæntur dóttur Baldvins á Böggvisstöðum. önnur dóttir hans er gift Jóhanni Jóhannssyni á Ytra-Hvarfi. Bera þær systur ættarmót og væn- leik foreldra sinna, Baldvins og Þóru, og sama má segja um öll börn þeirra hjóna, sem voru fjórtán, að mig minnir, en mörg þeirra eru dáin, ásamt foreldrunum. Lengi verður samt mun- að eftir Böggvisstaðafólkinu í Svarfaðardal. Jóhann Jóhanns- son frá Hvarfi, en svo var hann ætíð kallaður, mun hafa verið fyrsti maður til að byggja myndarlegt heimili á Dalvík, er hann nefndi í Sogni. Hefir hann fengist við margt: dálítinn búskap, verzlun, sjávarútgerð, og lengi var hann forstjóri Pönt- unarfélagsins á Dalvík. Fórst honum alt vel úr hendi. Hann er nú hættur útstáelsi að mestu og hefir fremur hægt um sig. Við Jóhann erum jafnaldrar og fermingarbræður. Hann er stórvitur maður, eins og hann á ættina til og góðgjarn, fróður og skemtilegur, og hvergi er skemtilegra að koma en til þeirra hjóna. Eg kyntist einum syni þeirra, Baldvini. Er hann hinn mesti myndarmaður; forstjóri fyrir útbúi Kaupfélagsins (K. Eyfirðinga) á Vikinni. Það er umfangsmikið fyrirtæki, því að það lætur nærri, að þeir hafi svo gott sem alla verzlun í Svarf- aðardal og á Dalvík. Eg hefi verið að fjölyrða um þessa tvo menn, af því að þeir ráða mestu og setja svip sinn á flest þar, alt frá því er Víkin fór að byggjast, um aldamótin síðustu. Munu nú búa þar um fimm hundruð íbúar (ágizkun). Atvinnuvegur fólks þar er fyrst og fremst fiskiveiðin, sem er á flestum árum mikil, en hefir þó ekki alténd reynst vel arðberandi eftir að fiskurinn féll í verði. En í flestum tilfellum fór svo, að þeir gátu látið út- gjöld og inntektir mætast. En árið 1940, sem eg var heima, hlutu þeir stórgróða af fiskiútgerðinni. Einnig hefir verið stunduð þaðan nokkuð síldveiði, en þó enn meir nú, síðan að bryggja var gerð á staðnum. Á Dalvik er allmikil síldarsöltun, er gefur fólkinu, og sérstaklega stúlkunum, drjúgan skilding í lófann. Svo er annar kostur við síldarsöltunina, að mikill úr- gangur fellur til, sem bændur geta fengið fyrir gjafvirði. Marg- ir hafa þar grasnyt, sérstaklega kýr: það sýna túnin, sem eru alt í kringum Víkina. Má þeim vera mikill styrkur og matar- bót í þvi; ásamt garðræktinni, en garðana sá eg því miður ekki, þeir voru uppi undir fjallinu. Líðan fólks á Dalvík virtist mér fremur góð. Það var ekki annað að sjá en að allir hefðu nóg fyrir sig að leggja. Einnig er fjörugt og fjölbreytt skemtanalíf, því að Ungmennafélagið heftir altaf látið mikið til sín taka. Stuttu eftir aldamótin komu þeir upp prýðilegum sundskála frammi í sveitinni, og náðu þeir þar í heita uppsprettu til að hita með laugina, svo að hægt var að stunda sund jafnt vetur sem sumar. Mun þar hafa verið kent sund altaf síðan, og var mér sagt að Svarfdælingar mundu allir vera syndir, en eg efast nú um það. Því að ef svo væri, þá væru þeir alveg einstæðir í sinni röð. Þó þori eg ekki að aftaka neitt um það, því að mig rekur minni til þess að þeir voru mikið gefnir fyrir vatnið. í tvö vor var eg þar við sund- nám i opinni sundlaug, (annað vorið vorum við 54, en hitt vorið 73) er lak sem hrip hverjum dropa sem í hana var látið, og varð því að streyma í hana stóreflis lækur jafnt og þétt, og gat það vatn víst ekki orðið kaldara en það var; stundum voru klakamærur i henni, þegar við fórum ofan fyrstu ferðina á morgnana. Þar voru hvorki tjald né þurka höfð um hönd, og mittisskýla þektist alls ekki. Við hlupum berstripaðir um hólana og lautirnar, þangað til skrokkurinn var orðin þur, og svo glímdum við meðan skjálftinn var að fara úr. Finst mér nú, að þetta hafi verið talsvert harðneskjulegt, en það var enginn að fjasa um það. Ef einhver hefði kveinkað sér, mundi hann hafa verið kallaður kveita! Sundkennari okkar var Ólafur Jónsson frá Hallgeirsstöðum í Eyjafirði. Fanst okkur hann ekki vera mjög vorkunnlátur, en þó þótti okkur öllum vænt um Ólaf. Hann var ágætur sundkennari. Það er gott somkomuhús á Dalvík. Þar er leikið og dansað af þeim, sem hafa vel taminn fótaburð. Svarfdælingar lifa góðu og glöðu lífi, og umfram alt heilbrigðu og athafnaríku, og munu þeir bjargast flestum fremur, ef í harðbakka slær, þvi að þar er gott til bús, þótt vetrarríki sé þar nokkurt. Þar er líka gott til veiða á firðinum, þegar sjór er auður. Höfuðstaður Norðurlands er Akureyri. Dalvík er skamt þaðan, eða svo sem þingmannaleið (25 mílur enskar). Þangað má fara á stundarkorni í bíl eða vélbát, og eru stundum farnar á milli margar ferðir daglega. Áður var það talið strangt dags- verk, og var það líka, að róa eða ganga til Akureyrar. Voru mér leiðir þær vel kunnar, bæði landveg og sjóveg. Nú rann upp hinn mikli dagur, sólbjartur og fagur, er hin árlega sveitahátíð þeirra skyldi haldin á grundunum við sund- skálann, sunnan við Gullbringu. Er staður þessi hið bezta til hátiðarinnar fallinn, og vel í sveit komið til að sækja að fyrir alla: stendur hátt og veitir framúrskarandi gott útsýni um dalinn og út á fjörðinn. Samkoma þessi var hin skemtilegasta. Alt fór þar vel fram. Þar voru allir, að því er mér virtist, reifir af gleði. Þar var ekkert vín haft um hönd af nokkrum manni. Þar var mikill söngur og ræðuhöld. Minnist eg sérstaklega eins ræðu- mannanna, Þórarins bónda að Tjörn, sonar séra Kristjáns Eld- járns. Hann er maður vel máli farinn og flutti prýðisgóða ræðu. Það hafði verið auglýst i Útvarpinu, að mér væri boðið á skemtun þessa og mér væri boðið að flytja þar ræðu. En eg hafði ekki verið beðinn að halda neina ræðu, og ekki heldur undirbúið mig undir nein ræðuhöld, en hinsvegar fanst mér eg uundi geta treyst sjálfum mér til að segja þar nokkur orð, án /erulegs undirbúnings. En mér gekk það treglega, tilfinning- irnar urðu meyrar, er eg leit yfir dalinn af ræðustólnum og sá ainn prúðmannlega hóp yngra fólks og ungmenna, yfir þúsund ið tölu, og hafði flest af þessu fólki fæðst þar og alist upp eftir að eg fór úr dalnum. Eg þekti þar varla nokkra manneskju. Svona hafði eg þá verið lengi að heiman. Hafði eg verið í á- lögum? Hafði eg gengið í björg til álfa að spinna þar gull, hafði eg með öllu gleymt mér sjálfum? Eg var að berjast við sjálfan mig til að geta haldið tilfinningum mínum í skefjum. En hvað mér fanst það leitt að geta ekki lokið þessu erindi minu eins og mig langaði til. Eg heyrði fólk segja: “Honum er orðið stirt um íslenzkuna. Það er eins og hann væri að leita að orðunum.” Nei, eg er ekki vitund stirður í málinu, vinir góðir, eg verð það aldrei. Eg hef altaf átt ágætan félagsskap við íslenzkar bækur og fjölda mér kærra vina, er eg hef haft hugsanaskifti við og heimsótt iðulega með pennanum. Eg hef litla trú og lítinn skilning á því, að fullorðið fólk gleymi málinu sínu, er hefir lært það á barnsaldri við móður- barminn og tamið sér það til fullorðinsáranna. Mér dettur í hug sagan af Reykvíkingnum, sem ætlaði til útlanda með norska skipinu, en komst ekki nema út á flóann, en varð aftur- reka vegna vélbilunar. Mannhróið kunni varla nokkurt orð i málinu, þegar hann kom í land, eftir ferðalag sem tók aðeins þrjú dægur! Hér fyrir vestan þekkjum við einnig svona firru- fólk; það þykist sumt ekki geta talað málið sitt, hafi það verið með enskumælandi fólki i fáeina mánuði. Annars er það ekki óalgengt hér, að þeir sletti mestu af enskunni, sem kunna minst í henni. Samkoman á Dalvík var vel sótt, mikið betur en venju- lega, var mér sagt, að koma mín mundi eiga nokkurn þátt í því. Margir af þeim, sem komu, hafa gert sér það til erindis að sjá þennan veðurbitna útigangskarl frá Ameríku. Munu það helst hafa verið gamlir kunningjar mínir, og þá sifjafólk þeirra, er kom úr ýmsum áttum, utan sveitar og innan, til að hitta mig. Þakka eg þeim fyrir trygðina og komuna. En hafi einhver af þessu fólki komið til að hlusta á ræðuna, sem hafði verið aug- lýst í útvarpinu, get eg vel aumkað þá fyrir vonbrigðin. 9 Á samkomunni var farið með mig sem væri eg höfðingi og vinur, og mér sýnd merki vinsemdar og virðingar, er eg þakka Svafrdælingum og forstöðumanni samkomunnar, Krstni Jóns- syni sundkennara. En það sem veitti mér mestan unað á þessari samkomu var að sjá fólkið, gömlu kunningjana og einnig unga fólkið, er var óneitanlega mikið betur á sig komið og útlítandi að öllu leyti, mannborlegra og frjálmennlegra í framkomu og betur búið að fötum en eg og jafnaldrar mínir í sveitinni, þegar við Já, hvað það var nægjusamt, því að hvorki gat það né mátti gera neinar kröfur, aðrar en þær sem líkaminn heimtaði, til þess að hann gæti verið bústaður sálarinnar, verkfæri fyrir framrás lífsins. Eg þekti lífskjör þessa fólks, er þarna hafði búið, basl þess og bys; hafði sjálfur reynt sömu kjörin. En nú var þetta nægjusama fólk alt liðið í aldanna skaut, og varð mér oft á að hugsa: “Hver voru launin þín, vinur og vina, fyrir erfiði þitt og þrekraunir, mótgang og basl, er leiddi af óblíðu náttúrunnar og áhrifum gamallar undirokunar, er stóðu sem skuggi kringum ykkur? Þið vissuð ekki af því og vörnuðu sjálfum ykkur framfara, útsýnis og silnings á því, sem gera átti og gera mátti. Sýnilegu launin voru ekki önnur en þau að þið fenguð hvílurúm í vígðri mold eða votum sæ. En hver voru svo hin ósýnilegu laun ykkar? Voru þau svo mikil, að það væri þess vert að hafa lifað lifinu og stritt, eins og þið höfðu gert?” Sagnarandinn blés mér svarinu í brjóst: Já, vissulega borg- aði það sig fyrir þetta fólk að hafa lifað og strítt. Það fann krafta sína vaxa við stríðið og lærði æ betur og betur að nota þá í þágu lífsins. 1 framtíðinni verður þetta fólk herrar þess og hlýtur þá sigurkransinn. Eg fór þessa ferð frá Dalvík til Urða i einni lotu. Vildi ekki tefja fólkið í sveitinni við komu mína, því að þerrir var góður um daginn og mikið hey undir, en óþurkar höfðu gengið og sumarið í heild verið heldur votviðrasamt. Fanst mér því, að fólk yrði að nota þessa þerrisstund, er vel gaf, til að ná bjarg- ræði fyrir búfé sitt undir þak. Eg var ekki búinn að gleyma búskaparbaslinu á Hofsá hjá föður mínum, er varð blindur, þegar eg var fjórtán ára; eg var ekki búinn að gleyma því, hvað það gat verið mikið tjón að fá heyin sín hrakin í hlöðu og mikil hugraun að sjá þau skemmast í slægjunni. Næstu nótt kom stórrigning, er var byrjun á mjög löngum óþurkakafla, meira en mánaðartíma, ef eg man rétt. Eg mundi hafa haft ljótu samvizkuna um morguninn, ef eg hefði valdið sveitungum mínum tjóni á heyjum sinum með þessum flækingi. Að því leyti var eg þó mjög ánægður með sjálfan mig um morguninn að þetta var þá enn eftir hjá mér af íslenzku forstandi og búviti síðan að eg var strákur og sinti um búið fyrir föður minn. Eg dvaldi gestanæturnar hjá Ármanni á Urðum í bezta yfirlæti og tafði hann frá slættinum, því að ekki vantaði rekj- una. Mér kom til hugar að gott hefði verið að hafa svona veðurfar og rekju á þúfurnar í Hofsártúninu í gamla daga. Því að svo voru þær illseigar og bölvaðar viðfangs, að minna en sólarhrings stórrigning mýkti þær ekki vitund undir ljánum. Helst hefði þurft að sápubera þær, áður en lagt var í að ná af þeim hýjungnum. Næst var að líta inn hjá stórbóndanum í Dæli, Rögnvaldi V°™að.aí.aStí?L^ Þórðarsyni, góðkunningja mínum að fornu og nýju. Er sagt, að hann hafi blómiegasta búið i sveitinna, — og að hrepps- nefndin leggi á hann hæsta útsvarið. Sé honum úthlutað það í nafnfestu fyrir að vera kallaður bezti bóndinn í dalnum. Þá var að koma við hjá ættingjum mínum á Syðra-Hvarfi: smalamensku, sjómensku á árabátum og margt og margt, ólík þvi sem hún er nú á dögum, efnahagurinn líka betri, ólíkt betri. Sundið var einn liður í skemtiskrá dagsins. Kristinn Jóns- son sundkennari stjórnaði því, og fórst honum það verulega vel. Hann hlytur að vera agætur kennan. Svo leystu þe.r hlutverk Systursynir mínir bjuggu þar> Hjörtur og Áskell Höfðu þeir sitt vel af hendi í lauginm, að mer varunun að. Hef eg þo horft |eins og allflestir j dalnum gert miklar jarðabætur) plægt túnið a margt sundmotið um dagana og seð marga urvalssundmenn | og mikið af engjunum, sem hvorttveggja voru kargaþýfðir lr/tnnn T/viintinn /\n nnmivt Tnnn n Unn rvnnnl XAi i vv\ Un n rv\ n 00” ® tr keppa. Kristinn er sonur Jóns á Hrappsstöðum. Var Jón mað ur gæddur sérlega miklum gáfum og manna skemtilegastur í viðræðum. Á samkomunni var eg kyntur mjög mörgu yngra fólki, er eg kunni engin deili á áður. En þetta fólk var flest alt komið af sveitungum mínum og ættingjum, og varð eg í nokkrum vandræðum, er eg mætti því síðar, að muna nöfn þess og gera mér að öðru leyti grein fyrir því. Það barst svo margt nýtt að í senn, að minnið gat ekki rúmað það alt, enda hefir og einnig móar. Þeir höfðu þá um sumarið lokið við að byggja fallegt steinsteypuhús, og hef eg ekki séð smekklegri umgang h'já bændum en hjá þeim bræðrum. En sá var ljóður á ráði þeirra, að þeir voru báðir konulausir, og höfðu þó búið þar um margra ára skeið. Sögðust ekki hafa haft tíma til að líta sér eftir kven- manni fyrir bús önnum og jarðabóta. Eg reyndi að leggja -þeirn piltum holl ráð og benti þeim á, að einir væru þeir minna en hálfir, en með góðri konu meira en þeir sjálfir. En ekki veit. eg, hvort það ber nokkurn árangur. Á fyrri ferðum mínum athyglin, fBInaS med háralitnum, sem er orðið nærri því eins hafðí eg gjs, 4 ytra-Hvarfi hjá Tryggva Jóhannssyni.’ Þangað hvitt °g velrarhiur veaalings rjtumanna. sem eg olt. ems og r„ns, mér eg mega t|1 a# komMt um kvöldið atþakkaði öl, vitlaus maður í drápshug, þegar eg var strákur, en skammast mín fyrir það, síðan eg komst til vits og ára. Verður því ekki mótmælt, að það er ljótt og níðingslegt að granda þessum fögru boð hjá frændum mínum á Syðra-Hvarfi. Þegar eg var unglingur á Hofi, hafði eg átt marga góða komu að Ytra-Hvarfi. Þar voru ungiingar á mínu reki, er mér , börnum náttúrunnar, fuglunum, er engum vinna mein, en eru!fAn ,.„i ___. . I , ’ & ’ ■ ’ teJl veJ að vera með, og heimilið var aðlaðandi. Þar var sjálf- til prýði. Og svona er það með margt, að menn gera oft stórvægi- ! boða greiðastaður. Þangað áttu allir góða komu. Þar var ,. . . . , , ,,• / svöngum veitt næring, þyrstum svölun, og hryggum glaðning. jiega rang af vananum e.num og . hugsanaleys. en ekk. af Heimili það var fyrirmynd að þrifnaði háttprýði er hin mannvonsku. Mund. unglmgunum koma það betur, a8 fa ' merku hjón þjuggu þar Jóhann sólvei Hafa synir þeirra, , nokkra le.ðbe.n.ngu . hegðun a skolunum, en þa einhverju slept j Tryggvi bóndj „g Jóhann , Segni við Da]vik tek|ð f arf að iaf þvi, sem þar er kent. Nu hafa rjupurnar venð fnðaðar a , réttum guðanna i8 að iikjast þelm ^lslandi. Vonandi að þau lög verði aldrei nokkurntímann I numin úr gildi. Síðar um sumarið lagði eg leið mína fram í sveitina. Komst eg fram að Urðum til Ármanns vinar míns Sigurðssonar. Er Eg held eg segi það satt, að öllum i sveitinni hafi þótt vænt um Ytra-Hvarfs heimilið og fólkið þar, gömlu hjónin, tvo syni og þrjár dætur. En nú er alt dáið nema synirnir tveir. Af nafn- inu Ytra-.Hvarf hefir altaf stafað ljómi til mín. Slik heimili sem þar kirkjustaður. Ármann býr þar mesta myndarbúi með ; það eru gersemi í'hverju sveitarfélagi. Hjón eins og Jóhann og börnum sínum (er ekkja með), á ágætri jörð, sem hefir að sólveig pryði og blessun j mannfélaginu Þau höfðu goðviId. sjálfsögðu verið talin höfuðból til forna, því að göfugasti mað- ina> vitið og efnin og kunnu yeJ með þetta a]t að fara ögrum ur landsins bjó þar á 14. öldinni, Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri, til gagns og goðs en sér til soma þá umboðsmaður konungs fyrir öllu Islandi. Eg undi mér vel Mer þrá mjbg er eg kom að ytra-Hvarfi um kvöldið í hjá Ármanni bónda, enda er hann maður frábærlega vel gefinn myrkrinu og rak mig á geysistórt steinhús, kuldalegt og tyrfið og skemtilegur heim að sækja. að út]iti> eins og þau eru flest< En fallegi og virðulegi torf. Það eru ágætir bílavegir um sveitina, báðum megin í daln- bærinn horfinn> er Jóhann hafði bygt Mér finst ekki ta um, og munu Svarfdælingar hafa byrjað að leggja akveg fram hugsað mer ytra-Hvarf nema með þeim fyrirmyndarbæ úr dalinn stuttu eftir aldamót, því að þegar eg kom heim 1913, var torfi og þiljum> grænUm og grasgrónum, með mörgum stórum hann kominn langt fram i sveit, eða fram fyrir Tjörn. Munu og rauðmá]uðum burstum og hvítum vindskeiðum Bær er l Þeir hafa verið með allra fyrstu mönnum Norðurlands, er lögðu bauð mann eitthvað svo aiuðlega velkominn að það gleymist jakvegi um sveitir sínar, að undanteknum vegaspottanum frá|a]drei. Þott þessi torfbær væri bygðarpryði meðan hann var i Akureyri fram að Grund. Nutu þeir nokkurs styrks við þetta,' ný]egur, þá eru torfbæir það ekki yfirleitt sízt til lengdar þvi I bæði úr landssjóði og sýslusjóði, en þó mun vegurinn hafa verið | að það má segja> að þeir f£mi j hondunum á manni eða’fari jlagður að langmestu leyti fyrir framlög sveitarmanna sjálfra. | strax að funa á meðan er verið að byggja þá Eg kvaddi Ytra. i Hvert einasta heimili lagði þá fram mismunandi stórar upp-jHvarf næsta dag með hjartans þökk fyrir alt gott og með inni- hæðir, alt eftir efnum og ástæðum. j legri ósk um góða framtið þeim til handa, sem nú búa þar og Þa um vorið 1913, er eg kom heim, voru Svarfdælingar munu bua þar á komandi timum. Framh ósammála um flest, því að þar gekk ljósum logum heiftug ■ _____________________________________ ' hreppapólitík, en þótt svo væri, þá gátu þeir samt verið sam- mála um það, að þoka akveginum fram sveitina sína. Mér er enn minnisstæður dagurinn, er eg keyrði fram dalinn og fór framhjá hverju bóndabýlinu eftir annað, þar sem mér kunnugir menn og konur höfðu strítt og barist fyrir tilveru sinni og sinna með einstökum dugnaði. HaTði fólk þetta orðið að neita sér um öll þægindi eða glaðningu af lífinu, aðra en þá, sem daglegt erfiði veitti þeim fyrir vel unnið starf í þágu heim- ila þeirra og ástvina. Mér hefir oft komið þetta fólk til hugar Heimilisiðnaðarfélagið held- stuðningsmönnum sem komu á hið árlega “Silver Tea”, og gerðu þann dag að öllu leiti skemtilegan og happasælan. — Kaffidúkinn sem dregið var um hlaut Mrs. J. H. W. Price, 53 Evanson St. (nr. 374). ur næsta fund á miðvikudags- kvöldið 21. okt. að heimili Mrs. Hannes Lindal, 912 Jessie Ave. Fundurinn byrjar kl. 8. ★ ★ ★ Þakklœti Jón Sigurdson fél. þakkar síðan eg fór þaðan og dáð það fyrir þrekið og þrautseigjuna. öllum þeim fjölda af vinum og LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.