Heimskringla - 14.10.1942, Side 3

Heimskringla - 14.10.1942, Side 3
WINNIPEG, 14. OKT. 1942 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA um og til hvers við getum not- að hann; eftir að hafa athugað málið fram og til baka, þá ann- aðhvort skipuleggja þeir ein- hverja herferð eða hætta við alt saman. Meðan á þessum bollaleggingum stendur, aug- lýsum við alt um þessar til- rauna hugmyndir, með þeim eina árangri að hefja innan skamms annan áróður, til að skýra fyrir okkur sjálfum og umheiminum, að alt hafi reynst skakkur útreikningur og fnistök. Innrásin í Dieppe — þar sem við mistum 67% af notuðum liðsafla — er nú auglýst og notuð til að réttlæta þá van- rækslu okkar að opna nýjan vígvöll; en sá áróður af okkar hendi, er ekki gegn óvinum okkar, Þjóðverjunum, heldur tvimælalaust gegn banda- mönnum okkar Rússum. Áhrif alls þessa á hugarfar þjóðanna er eyðileggjandi. Við trúum því ekki að England og Ameríka séu hernaðarlega þreklaus, en sé svo, þá eru öll þessi ófriðarmál illa meðhöndl- uð frá upphafi og til þessa dags. Þetta veldur hættulegu afturkasti i hugum manna og hjörtum. Frá sjónarmiði athugulla manna, virðist tíminn kominn til að byrja þetta stríð og byrja á upphafinu; byrja með ákveðið markmið á ákveðnum tíma; byrja með sameiginlegri yfirstjórn til að ná þessum settu markmiðum; byrja að af- nema meðhöndlun tveggja og þriggja nefnda á hverju máli; byrja að staðbinda stjórnfræði- legt ekki síður en hernaðarlegt markmið og halda þar fast við, i stað þess að neyðast til að útskýra hversvegna við höfum enga stefnu. Þýzkalandi og Japan mun aldrei takast að sigra hinn enska og ameríska heim, en það er þrátt fyrir það ekki úti- lokað að England og Ameríka taki það ómak af óvinunum — fari sömu leiðina og önnur lýð- veldisrikin og sigri sig sjálf. —(Lauslega úr Wpg. Tribune. Jónbjörn Gíslason SPURNINGAR (Svör eru birt á öðrum stað) 1. Er klukkan fljótari eða seinni í Winnipeg en á Islandi, og hvað er munurinn mikill? 2. Eru fleiri rif í hægri síðu karlmannsins en hinni vinstri? 3. Hvenær er uppskerutími í Ástralíu og Nýja-Sjálandi? 4. Heimastjórnar tímabil- inu á íslandi er segja má að byrjaði 1874, er skift í þrent: Landshöfðingja-, ráðherra- og ríkisstjóra-tímabil. Hver var: a. fyrsti landshöfðingi; b. fyrsti ráðherra; c. fyrsti ríkis- stjóri? 5. Hvaða íslenzkur iæknir hefir getið sér þann frama, að BANDALAGIÐ VIÐ RÚSSLAND Eftir Dorothy Thompson Eitt atriði er vakin var at- hygli á fyrir tveim vikum síð- an, i dálkum þessa blaðs, hafa nú komið svo berleg fram í dagsijósið, að hreinn óþarfi er að tala um þau tvírætt og hik- andi. Á þessu augnabliki eru Bandamenn á hættulegustu stundu og stað, þessa yfir- standandi ófriðar; stundu og stað er mun skera úr hvort þeir sigra eða tapa á hinum tveim vígvöllum. Þar sem þetta stríð er háð af sambands- aðilum, er mjög mikilsvert að vita hvort eining þeirra og samkomulag er eins og bezt má verða. Þetta atriði er svo fullkomlega viðurkent af óvin- inum, að þeir leggja allan sinn áróðursþunga á rógburðar- starfsemi meðal andstæðinga sinna. Það er ekkert leyndarmál lengur, að alvarlegir árekstrar eiga sér stað milli Englands og Amei’íku annarsvegar og Rúss- ands hinumegin. 1 öllum deilu- málum milli samherja, vaknar spurningin: hver er óánægður og gerir kröfur á hendur bandamanni sínum? Krefjumst við i þessu tilfelli nokkurs af hendi Rússa? Nei, en af þeirri einföldu ástæðu að þeir af- kasta freklega sínum hlut og afreka meira en nokkurn her- fróðann mann hafði nokkurn- tíma dreymt um. Á þessu augnabliki berjast þeir og verj- ast þumlung eftir þumlung og verður alt að vopni og verjum. Biður Rússland bandamenn sina nokkurs á þessum voða- legu timamótum? Já, þeir óska að Bretar og Ameríku- menn geri sitt til að draga 30— 40 herfylki frá austurvígstöðv- unum með landgöngu hers að vestan. Hefir þeim á undanförnum mánuðum verið gefin von um að slíku yrði komið í fram- kvæmd? Já, vissulega hefir það verið gert. Hér var á sín- um tima bent á tvídrægnina í þeim orðaleik, er faldi í sér aðalinntak úr samræðum for- setans og Mr. Molotoff, sem hér fylgir: “Mjög bráða nauðsyn ber til að skapa nýjan vígvöll á yfirstandandi ári.” Á slíkum loforðum sem þessum er ekki auðvelt að festa hendur. Að vísu var alheims áróðursstyrj- öld hafin á þeim grundvelli og nothæfð til hins ítrasta. En samtímis því er þessi aðferð jók trú og traust Rússa og annara í bili, þá formlagði hún afhjúp- un tálmyndarinnar ef efndirn- ar kynni að daga uppi. Eitt verður að segja hér með öllum mögulegum alvöru- þunga: Við verðum að hœtta að hafa trúnaðartraust og líf þjóðanna að leikfangi. Hér er ekki að ræða um ágreining milli óskyldra stjórnmála- flokka er nota kænskufullar krókaleiðir og óhreinan áróð- ur; nei, hér er um að ræða líf og dauða þjóða, ríkja og ein- staklinga. Meðferð allra þess- ara mála útheimtir skilmála- lausa einlægni, hreinskilni og ráðvendni í hvítvetna. Guð hjálpi okkur ef við höfum pretti við og drögum alþjóð á tálar. , Eru Rússar í raun og sann- leika of kröfuharðir í okkar garð? Er til of mikils mælst að við sjáum fyrir 30—40 her- deildum? Látum okkur í bili ganga framhjá aukaatriðum, þó þau séu þýðingarmikil, eins og t. d. flutningar og skipakost- Ur. Alþýða allra landa er ekki herfróð, það skal játað, en hún bara spyr: Eru Bretar og Ameríkumenn ekki nægilega sterkir til að draga þennan umrædda herdeildar fjölda frá rússnesku vígstöðvunum? Ef svo er ekki, hafa þeir þá yfir- ráð á hafinu, eða hafa þeir þau ekki? Þessar spurningar eru á hvers manns vörum í Moskva, Stalingrad, París, Rotterdam og Belgrade, einnig í Berlín, Tokyo og Rómaborg. Hér er lífsnauðsyn að átta sig á þeim mismun er á sér stað í með- höndlun og framkvæmd hern- aðaraðferða okkar og óvin- anna; þeir virðast hafa fastá- kveðinn tilgang í huga, er þeir setja sér að ná, hvað sem það kostar í hvert skifti; niðurröð- un og útreikningur er hér ann- að mest áríðandi atriði; aðal- atriðið er: hvað er mögulegt að framkvæma á vissri og ákveð- inni tímalengd. Bretar og Ameríkumenn höndla þessi mál á alt annan veg; stjórnmála forsprakkarnir spyrja sína herfræðilegu ráð- gjafa, hvaða liðstyrk við höf- borgið heimskringlu— því gleymd er goldin skuld finna upp nýja og áður óþekta aðferð til að lækna með lungna- bólgu? 6. Að hverju leyti er árið 1812 merkilegt í sögu Mani- toba-fylkis? 7. Hvaða verð var á fyrsta hveitinu, sem frá Manitoba var sent til Toronto árið 1876, tveim árum áður en járnbraut kom til Winnipeg? “Segið okkur hvað þið viljið við gerum. Við vitum að þetta stríð verður að vinnast. Hvers virði eru peningar þegar um lífið er að tefla? Hvað er að afneita sér eitthvað hjá sjálfsfórn vorra manna í Dieppe? Við erum albúin til sjálfsafneitunar. Við skulum herða að okkur beltin. Við skulum lána peninga. Við skulum gera alt sem við getum til að vinna sigurinn. Bara segið okkur hvað til þarf og látum oss gera gangskör að því.” Gott og vel, þið verðið að SPARA og kaupa Sigurláns Veðbréf fyrir spariféð. Hvað getur þú aðhafst til að spara og safna? Þar til er að svara að hver íbúi Can- ada verður að lána landsjóði $1 af hverjum $5 sem-honum áskotnaat, í viðbót við skatta og lögskipað sparifé. • Þetta er miðað við meðallag, en vel má vera að meðaltal eigi ekki við þig. Hver er sínum hnútum kunnugastur. Þú kant að geta lagt fram meir en meðallag, bæði af tekjum þínum og sparifé á banka—eða orkar kanske ekki að ná meðallagi. Þitt er að halda í hvern dollar sem þú með nokkru móti getur sparað. Fæst af okkur sem halda sig heima, hafa liðið mjög mikið hingað til. Við höfum ekki orðið að leggja mikið að okkur. Hitt er heldur, að flest af okkur höfum meiri tekjur og brákum meiri peninga. Samt er svo, að það sem við eyðum er borgað með blóði og sjálfsfórn annara. Við sem heima sitjum, megum til að beita sjálfsafneitun, annars getum við ekki gert tilkall til að taka þátt í stríðinu. Við megum til að spara og kaup Sigurláns Veðbréf, þangað til við kennum til undan kröfum stríðsins. Við megum til með að læra, að það verður að horga fyrir frelsi ekki síður en berjast fyrir því. VINNIÐ - SPARIÐ - LANIÐ FYRIR FRELSI National War Finance Committee IT LIKES YOU

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.