Heimskringla - 14.10.1942, Side 4

Heimskringla - 14.10.1942, Side 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. OKT. 1942 peimskringla (StofnuB 1SS6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Ávenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Ver8 blaSsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. OU viðskiíta bréf blaðiau aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Ditanáskrift tll ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnlpeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 14. OKT. 1942 KVEÐJUSAMSÆTI Dr. M. B. Halldórsyni var haldið kveðju-samsæti í Sambandskirkjunni s. 1. laugardagskvöld. Var það fjölment og vissu þó margir ekki fyr en í samsætið kom, að læknirinn var að flytja burtu; þó tilkynning væri birt um þetta, ætluðu margir burtförina aðeins snöggva ferð vera. En svo er nú ekki. Læknirinn er að flytja héðan búferlum, eftir 25 ára dvöl, mikið og merkilegt starf bæði sem læknir og samverkamaður landa sinna í íslenzkum félagsmálum, virtur af öllum og unnað af stórum hópi vina. Hann fer til Bandaríkjanna, er borgari þess lands í anda og sannleika, og þar er ein ástæða fyrir burtför hans. Hann kýs sér að eyða nú skeiði æfi sinnar þar í vissum tilgangi og burtför hans á ekki við neitt annað skylt. Samsætið var honum haldið af Sam- bandssöfnuði; innan trúmálanna hefir verksvið hans þar verið. En þrátt fyrir það voru þarna menn úr öðrum kirkjum og öllum stéttum, að kveðja hann. Bergþór E. Johnson, forseti Sambands- safnaðar stýrði samkomunni /og tók fyrstur til máls. Aðrir sem ávörpuðu heiðursgestinn voru: séra Philip M. Pét- ursson, Jakob Kristjánsson, frú Guðrún Finnsdóttir Johnson, kapt. Joseph B. Skaptason, Gísli Jónsson, með kvæði, og Hannes Pétursson. Afhenti hinn síðast- nefndi heiðursgestinum gjöf frá vinum hans. En svo var orðið laust hverjum er óskaði og tóku þá til máls Soffonías Thorkelsson, Ásmundur P. Jóhannsson, og Roger Johnson. — Lýstu allar ræð- urnar hlýju, ást og virðingu til heiðurs- gestsins. Eru þær er skrifaðar voru birt- ar í þessu blaði. Ennfremur svarræða dr. M. B. Halldórsonar. Á milli ræðanna söng ungfrú Lóa Davidson einsöng og ennfremur voru vísur sungnar af öllum . En samsætinu sleit með því að sungið var Eldgamla Isafold og God Save the King. * * * Síðan fréttin barst fyrst út um burtför dr. M. B. Haldórssonar, hafa margir á hana minst við þann er þetta ritar. Hef- ir ummælum þeim undantekningarlaust lokið með orðunum: “Þar eigum við á bak góðum manni að sjá.” Þetta er hverju orði sannara. Þó við höfum naumast haft tíma til ennþá, að gera okkur grein fyrir afleiðingunum af burtför dr. Halldórsonar, eins og síðar mun i ljós komá, vitum við það, að hann er hér í tölu fremstu og áhrifamestu manna þjóðflokks vors. Hann er að eðlis- fari brautryðjandi. Hann getur ekki séð neitt standa í sfað, hvorki innan verka- hrings síns né ananra. Hann trúir á að batnandi mönnum sé bezt að lifa. 1 sam- bandi við hans eigið og aðallífsstarf, hefir hann rutt braut með nýrri aðferð við lækningar á lungnabólgu, sem viður- kend er bæði í Evrópu og í Bandaríkjun- um, en sem hann álítur ekki hafa orðið hér í eins víðtækum skilningi að notum og hann æskti; mætti þó ætla, að í lækningastarfinu væri hverju framfara- spori fagnað. En læknasamtök eru ríki innan ríkisins, sem mörg samtök eru í frjálsu landi, en sem því miður leiðir oft í ljós smásálarskap, sé ekki því betur áhaldið. En bæði þetta og eins hitt, að dr. Halldórson hefir haldið áfram að vera bandarískur borgari, gerir okkur auðveldara fyrir, að skilja nú burtför hans. Ást hans til Bandaríkjanna, þegn- ríkis síns, hefir og ekki dulist, hafi máð- ur átt tal við hann um það. Þeim er þetta ritar hafa andsvör dr. Halldórson- ar, þá oft mint á Italan og Bandaríkja- mannínn í New York. Þar lofaði hvor land sitt og ítalinn skelti þeirri spurn- ingu fram, hvað Bandaríkin ættu stór- kostlegra að sýna, en hinn eldgjósandi Vesuvíus. Hvað er hann, sagði Banda- ríkjamaðurinn, hjá Niagara, sem á týr- unni í Vesuvíusi getur slökt á svip- stundu! Að dr. Halldórson hafi andlega talað ávalt þótt hærra til lofts og víðar til veggja í Bandaríkjunum en annar staðar, eins og okkur flestum þótti er báðum löndunum kyntumst á fyrri árum, er ekki að efa. Og með þá trú í huga, að hann fái þar enn komið meiru til vegar með aðalstarfi sínu, starfinu sem hann ann mest, mun hann nú vera að týja sig séðan, þó 73 ára sé. Vér þekkjum nokkra tvítuga drengi hér, sem sjá eftir að kom- ast ekki suður til Bandaríkjanna til þess að starfa þar með bjartari von um árang- ur að starfi sínu í sínum iðngreinum. En eg veit af engum 73 ára karli, nema dr. Halldórsyni, sem slíkum ungæðisskap er gæddur! En efnið, sem hér er um að ræða minnir á, hve illa hefir oft gengið að fá nýjar aðferðir teknar til notkunar við lækningar. Þegar Jenner fann upp lækn- ingu við kúabólu, með bólusetningu í Englandi, var þessu andæft jafnvel af vísindamönnum. Þá var sjúkdómur þessi skæður, þó honum hafi nú verið útrýmt með þessari nýju aðferð. Lister átti ekki í sömu brösum, er hann fann upp rotvarnarlyfið, en menn trúðu lítt á það. Að á móti notkun þess var ekki haft þegar í stað, var vegna þess að þar átti viðurkendur vísindamaður í hlut. Og greindur maður sagði einu sinni, að Finsen hefði aldrei komist áfram með ljóslækningar sínar, ef hann hefði verið í Englandi og heimurinn vissi ef til vill ekkert um þær. Þeir sem umsjón og stjórn þessara mála hafa, eru í sumum löndum mjög íhaldssamir, leggja meira upp úr þvi, að þektar aðferðir séu æfðar, en nýjum sé gaumur gefin. Þetta er allri framför hættulegt. Uppgötvanirnar gera einstaklingar oftast, kveði mikið að þeim. Enda eru samfara þeim sérsfak- ar gáfur, mikil athygli, sem aldrei verð- ur almenn. Jenner fann upp bólusetn- inguna af því að hann tók eftir að mjaltakonur með sár á höndum voru ómóttækilegar fyrir bólusýki; Finsen fann upp Ijóslækningar sínar vegna þess að hann sá kött sækja eftir því að liggja í sólargeislanum, pg færa sig til eftir honum. Dr. Halldórson hefir með sér- stakri athygli og reynslu fundið upp að- ferð sína, sem á hefir verið minst. Um leið og skýrslur þessa lands benda held- ur til að berklaveiki sé hér ekki í rénun, er það alvarlegra mál en við fáum gert oss glögga grein fyrir, að maðurinn sem nýja aðferð hefir fundð við lækningu hennar, og sem annar staðar er góð tal- in skuli verða að hverfa héðan til að fá hana notaða víðtækara, en kostur er á hér. Baaði með starfi dr. Halldórsonar í þarfir sambandssafnaðar og með því sem hann hefir fyrir Heimskringlu gert, hefir í hana skrifað, hefir starfssvið og stefna hans birst. Og það er engin til- dljun, að hann hefir þannig í félagsmál- unum valið. Hann fann sig eiga heima þar, sem víðsýni ríkti og hann gat beitt sínum hugsjónaáhrifum í áttina til frels- is-og framþróunar. Áhrifum hans í Sam- bandssafnaðarmálum er vel lýst í ræð- unum, sem í samsætinu voru fluttar, en fyrir hönd Heimskringlu get eg sagt það, að það rúm sem hann hefir þar skipað, hefir verið vel setið og hefði oft annars verið autt eða illa skipað. Og Heims- kringla vonar bæði sjálfs sín vegna og lesenda sinna, að hún megi þrátt fyrir burtför hans, eiga hann að. Persónuleg kynning mín og minna af dr. Halldórson, er og sú, að við söknum hans; maður finnur til þess, hvort sem hann á erindi við mann sem læknir eða kunningi, að í návist hans er maður sam- vistum í senn við afburða gáfumann og hinn einlægasta vin, sem fundinn verður. Til þessa sama munu flestir hafa fundið í samsætinu. Veganesti dr. Halldórsonar héðan er ekki auðæfi; en hann fer héðan auðugur af vinarhug frá samtíðarmönnunum. Það er oft talað illa um hræsnina og ver en hún á skilið. Hræsnin hefir alla daga verið hæverskleg viðurkenning á trú og siðgæði. Það er merkilegur mæli- kvarði á hugsanaþroska og siðgæðisvit- und hverrar þjóðar, hversu vel þarf að vanda til hræsninnar, svo að hún gangi i fóJkið. Sigurður Nordal THORSON IJR RÁÐUNEYTINU Fregnin um að Hon. J. T. Thorson hafi verið skipaður dómari í Exchequer Court í Canada, kemur mörgum löndum hans á óvart. Það er ábyrgðarmikil staða og betur launuð en sú er hann fór frá og þó þægilegri. En með henni er Mr. Thorson farinn úr ráðuneytinu eftir aðeins eins árs starf og út úr stjórnmálunum, sem báru hann upp í ráðherrasessinn. Það var þar sem hann virtist eiga heima og almenningur gerði sér vonir um að hæfi- leikar hans fengju að koma að notum. Um leið og landar hans gleðjast yfir því, að hann hefir hlotið ákjósanlega stöðu í sjálfu sér, sakna þeir áhrifa hans í stjórnmálunum. Hann sýndi, þann stutta tíma sem hann var ráðherra, að hann var sjálfstæður í skoðunum og það eru mennirnir, sem kjósendur vilja sjá á vettvangi stjórnmálanna og erindi eiga þangað. Hitt er annað mál hvað stjórn- um er ant um þá. Þar er alt á eina bók lært. Hitt segir sig þó sjálft í stjórn- málunum, sem annars staðar, að gróand- inn í þjóðlífinu verður frá sjálfstæðum einstaklingum þess að koma. Til þess að breyta viðhorfinu í þá átt, var margra hluta vegna Islendingur vel kjörinn, með mótuðu hugsjónalífi af eitt þúsund ára þingræði og Iangri óslitinni frelsisbar- áttu sér að baki. Kjördæmi Mr. Thorsons er nú fulltrúa- laust. Hvenær úr því verður bætt og á hvern hátt, er nú eftir að vita. Má þar eflaust aukakosningar vænta; að bíða til almennra kosninga yrði of langt. Verður Islendingur kosinn á ný í þessu íslenzkasta kjördæmi vestan hafs? Svo ætti það að vera, þrátt fyrir þó Ottawa-stjórnin hafi nú svo lagt spilin, að tilefni gefi til að ætla, að “fenna eigi í sporin” í stjórnmálalífi íslendinga. I Og eg mætti segja, með söng vinskap og stuðning sem hann ! sínum, þvi eins og þeir vita, hefir sýnt mér persónulega, og I sem sungið hafa öll þessi ár vil fullvissa hann um það, að með dr. Halldórson í söng- hingað má hann leita, hvenær flokknum, er rödd hans enn sem honum dettur í hug að ungs mans rödd, og engin elli-1 snúa sér í þessa átt, því hér á merki á henni. Það er með hann heima, og mun eiga þessa hugsun efst í huga, að eg heima, til æfiloka. Eg kveð vil kveðja dr. Halldórson, að þó heiðursforseta þessa safnaðar að hann fari suður með hinum — eg óska honum allra heilla, söngfuglunum, þá komi hann1 og bíð þess að hann komi hing- aftur, þegar þeir koma, með að aftur með vorinu, eins og gleði og söng og fögnuð til farfuglarnir, eða eins og vík- okkar til að gleðja okkur. j ingarnir forðum, úr víking, er Alt þetta vil eg að hann hafi! þeir sneru heim aftur. Hér á fast í huga er hann fer héðan,1 hann heima, í fylsta skilningi, og einnig þá meðvitund að fé-' og eg vona að hann leiti oft lagslíf okkar verður aldrei eins heim. án hans. Hann er orðinn svo Hr. fundarstjóri, Dr. Halldórson og kæru vinir: Eg á að flytja nokkur orð við þetta tækifæri sem prestur Hins fyrsta sam- bandssafnaðar og fyrir hönd safnaðar- ins. Og er mér mjög ljúft að gera það, þó að eg verði að viðurkenna það, að eg vildi að engin nauðsyn væri til þess, að dr. Halldórson væri ekki að fara héðan frá okkur, og þó að eg verði að viður- kenna einnig, að þegar eg settist við að semja þetta stutta ávarp, hafði eg enga hugmynd um hvernig eg ætti að byrja. Það er svo margt, sem mér býr fyrir brjósti, og svo margt, sem eg vildi geta sagt, en hvorki tími né tunga, eða kunn- átta á málinu, nægja til þess að segja alt, sem eg vildi segja. Og annað er það, að mér finst eg geta varla trúað því, jafnvel enn, að okkar gamli, góði Dr. Halldórson sé virkilega að flytja búferl- um, og að hann ætli að setjast að ein- hverstaðar langt frá okkur. En svo sýn- ist vera, og við verðum einhvernveginn að sætta oss við það. En með þessari ákvörðun sinni, sannar dr. Halldórson eitt, og það er það, að víkingablóðið streymir enn í æðum ís- lendinga — þeir vilja enn ferðast og nema ný lönd, — hvort sem það eru lönd hins efnalega eða hins andlega. Og er dr. Halldórson einn af þeim! Víkinga- þráin, útþráin, sýnist hafa nú að lokum orðið svo sterk hjá honum að hann hefir ekki lengur getað staðist á móti. Hún hefir yfirunnið hann, og er hann nú að fara héðan, til að nema ný lönd, hver veit hvar, og vinna sér til frægðar er- lendis, eins og víkingarnir forðum. En þó að hann fari héðan, í hvaða til- gangi sem er, þá vil eg fullvissa hann um það, sem hann hlýtur þegar að vita, að hvert sem hann fer, og hve margir, sem hinir nýju vinir kunni að verða, þá finnur hann hvergi tryggari vini eða nokkra, sem vilja hionum betur, en þeir vinir, sem hér eru komnir saman til að sýna honum hve mikið þeir elska hann, og til að óska honum allra heilla og alls góðs í þessari ákvörðun, um að fara frá okkur og setjast að í Bandaríkjunum. Við óskum honum alls góðs, en samt getum við aldrei sætt oss við það, að hann er að flytja héðan. ósk okkar get- ur aldrei annað en verið að hann komi aftur til okkar, áður en langt líður, og að þó að hann fari nú, að það sé það meira eins og farfugl, sem er aðeins að flýja undan kulda vetrarins, en sem kemur aftur með vorinu og sólskininu til að gleðja okkur aftur með nærveru sinni. mikill partur af öllu starfi okk- ar, að eg get illa hugsað 'til þess, að við þurfum að sætta oss við það, að vinna án nær- veru og þátttöku hans. En svo verður víst að vera. Dr. Halldórson hefir “offici- ally” tilheyrt þessum félags- RÆÐ A flutt í kveðjusamsœti dr. M. B. Halldórsonar af Hannesi Pétursyni. Eg get ekki slegið gullhamra. Eg hefi aldrei lært eða æft þá list. Enda myndi heiðursgest- skap síðan að hann ritaði nafn j jnum okkar hér í kvöld ekki sitt í safnaðarbókina árið 1918, i geðjast að því stuttu eftir að hann kom til Winnipeg. En andlega hefir hann tilheyrt okkar frjálsu hreyfingu frá því fyrsta, því altaf hefir hann staðið á móti allri tilhnéigingu til að fjötra huga eða sál mannsins. Hér er hann búinn að vera Læt eg þvi nægja að segja aðeins það, sem eg álít að allir viðstaddir viti og kannast við að rétt sé og satt og ekki ofsagt. Það er dimt til lofts, útsýnið er þakið þokumóðu og í fylsta máta ákuggalegt. Augu vor eru hálf blind af að lesa um hörm- RÆÐ A flutt í kveðjusamsœti dr. M. B. Halldór- sonar af séra Philip M. Péturssyni. forseti safnaðarins í mörg ár, Ungar og hryðjuverk. Það er og nú í þrjú ár, eða síðan að j svo erfitt að átta sig. Vonleysi hann varð sjötúgur, hefir hann helgrípur hugann er hugsað er verið heiðursforseti þessa safn- um Lvað er að gerast í heimin- aðar, hinn fyrsti og hinn eini. um Vonleysi um framtíðar- Og þeirri stöðu heldur hann horfur mannsins; það virðist að samkvæmt tillögu ársfundar, hann sé svo skamt komin frá safnaðarins, til æfiloka. Og villimensku og grimd villidýrs- þannig verður hann altaf bund- ^ ms Augu vor eru svo haldin, inn föstum böndum við okkur skilningur vor svo þjakaður, og starf okkar, hvert sem hann 1 ag við eigum erfitt með að átta fer í þessum heimi. Og ekki okkur á að til eru sannanir veit eg af neinum manni sem fyrir þroskun mannsins, sann- verðskuldar þann heiður meira anir sem gefa von um fagra en hann. jframtíð framundan, þegar Eg þekki engan mann, sem nægilega margir hafa náð því vill okkar málum betur en dr. þroskastigi. Halldórson, né heldur sem er, Það er til saga, dæmisaga að heitari fyrir þeim en hann. Það vísu> er segir frá að spekingur eru ef til vill fáir, sem hafa einn hafi eytt allri æfinni með eins fullkominn skilning á þýð- j íogandi ljósker í hendi til að ingu stefnu okkar og hann, því. ieita að ráðvöndum manni, án þegar maður verður einu sinni þeSs að finna neinn. Það er að fullkomlega var við það sem1 sönnu langt síðan að þetta þessi stefna — frelsis, víðsýnis,1 gerðist, en svo mun ástandið skynsemis-stefna þýðir, á rök-1 hafa verið þá að þetta virtist um bugt en ekki getgátum,1 sennilegt og líklegt. Nú er getur maður ekki annað en marga ráðvanda menn að finna orðið heitur fyrir öllu því sem víðsvegar út um heim, það þarf hún táknar, og öllu sem hún 1 ekki að leita að þeim með log- stefnir að. | andi ljósi, það slær birtu út frá Vegna þess að dr. Halldórson þeim, svo þeir eru auðþektir. hefir séð og skilið marga hluti, Þeir eru vegaljósin sem lýsa sem margur annar sýnist ekki mönnum og benda á brautina hafa séð né skilið, finst mér sem liggur til þroska, friðar og við missa mikils, er hann fer sælu. Og ef augu vor væru héðan. Einhver tómleiki hvíl- j ekki svo haldin, myndum við ir yfir oss, sem hverfur aðeins kannast við þá sem einu leið- ! með komu hans hingað aftur. togana sem vert væri að fylgja. j Og þess vegna vildi eg biðja | Að vera ráðvandur maður út- I hann endilega að koma til heimtir meira en að hnupla baka til okkar eins fljótt og ekki frá öðrum; það þýðir að í möguleikar leyfa. | gera ætið það, sem maður álít- Kirkja okkar — og allir safn-1 ur rétt vera, hvesu dýrt sem . aðarmeðlimir eru í mikilli það er keypt; að sækjast ekki ; skuld við dr. Halldórson, sem eftir mannvirðingu, upphefð og við getum viðurkent en aldrei auð á annara kostnað; að hafa borgað. Eg er sjálfur í mikilli1 ekki samvizku, stefnu og stöð- persónulegri skuld við hann, uglyndi á boðstólum, til sals; meiri en eg get fyllilega út-jað vera trúr vinur vina sinna j skýrt eða gert grein fyrir. Þess og þeirra málefna er maður álít vegna, og vegna margs annars,1 ur rétt vera, en vera mótstöðu- þó að hann fari héðan, þá ligg-1 maður alls þess er maður álítur ur margt eftir hann í félagslífi' rangt, villandi eða til niður- okkar, sem hverfur aldrei. —'dreps andlegum og líkamlegum Hann hefir sett sitt mark á þroska og skilnings. Þetta er þessa stofnun, og að því leyti að vera ráðvandur maður. er hún minningarmerki um j Heiðursgesturinn okkar hér hann, eins og hún verður minn-' í kvöld er slíkur maður, dreng- ingarmerki okkar allra, í hlut- ■ ur bezti í orðsins dýpstu merk- falli við það, sem við gerum til ingu, maður, sem allir vita er að efla mál hennar og stefnu. þekkja hann, að má ætíð Á meðan að hún stendur lifir treysta, maður sem aldrei hefir dr. Halldórson í henni. Og verið til sals, maður, sem hef- þess vegna, þó að hann flytji ir aldrei brugðist trausti ein- héðan, þá er hann enn með staklings eða málefnis, maður okkur í anda, og verður um ó- sem hatar alla harðstjórn, talin ár í framtíðinni. kúgun og lýgi, maður sem vill Og nú, við þetta tækifæri, bera sannleikanum vitni, sem bæði fyrir mig sjálfan, og fyrir | hefir aldrei dregið sig í hlé þótt hönd safnaðarins, þakka. eg kalt blési. íslendingur, sem honum fyrir alt gamalt og gott. ekki kann að hræðast mót- Eg þakka honum starf hans og spyrnu róg eða baknag. Maður áhuga. Eg þakka honum þann Sem öllu vill likna er þjáist, og

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.