Heimskringla - 14.10.1942, Side 5

Heimskringla - 14.10.1942, Side 5
WINNIPEG, 14. OKT. 1942 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA sem hefir linað þjáningar fjölda margra og bjargað lífi margra annara, þó ekki væri það aug- ljóst eða básúnað frá húsþök- um, eða borgað með gulli eða bankaávísun. Eg þarf ekki að segja ykkur söguna, því þið sem hér eruð þekkið hana eins vel og eg. Við erum hér samankomin til að kveðja vin, félagsbróðir og sannan leiðtoga. Við hefð- um öll frekar kosið að vi5 vær- um að bjóða hann velkominn til vor, heldur en að kveðja hann. Samleið og sámvinna við hann hefir verið okkur á- nægja og ávinningur. Burt- för hans er missir og tap. En við vonum að við fáum að sjá hann oft aftur, að ekki sé sam- leiðinni slitið með öllu. Við óskum honum farar- heilla, starfþreks og langra líf- daga. Vinur og starfsbróðir Mag- nús Halldórson, mér hefir ver- ið úthlutað af safnaðarnefnd- inni, er stóð fyrir þessu sam- sæti, að afhenda þér þessa ferðatösku til minningar um sarpleiðina og samvinnuna. — Þegar þú lítur yfir hópinn hér sérð þú að það eru ekki allir safnaðarmeðlimir sem hér eru, en þeir mæltust til að fá að vera með, engum var boðið, engin beðin að koma. Taskan er tóm af áþreifanlegum mun- um, en barmafull af þakklæti og heillaóskum. Guð blessi öll þin óstígin æfispor. Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50tf til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögi’ kirkjunnar á íslenzku og ensku ★ ★ ★ Þann 26. okt. n. k. heldur st. Skuld Tombólu til arðs fyrir Sjúkrasjóðinn. RÆÐ A Dr. Halldórsonar Frh. frá 1. bls. eru að tapa tign sinni og því haldi er þær áður höfðu, og þær ná því aldrei aftur. Jafnvel sunnudagaskólar þeirra eru guðsleysis gróðrarstíur, því þar er börnunum kent sem heilag- ur sannleikur en ekki erfikenn- ing. Sköpunarsagan, um syndafall, Nóaflóð, og margt annað, sem skólarnir síðar kenna-þeim að eru ósannindi. En mikill fjöldi manna er ekki vitrari en það, að þegar þeir fara að efast um eitthvað, sem í ritningunni stendur, þó ekki sé annað en sagan af Jónasi í hvelnum, kasta þeir allri trú, jafnvel á sjálfan góðdóminn. Þeir kalla sig þá rationalista og þykjast ákaflega vitrir, en annað eins er ekki rationalismi heldur grunnhyggni. Rational- ism er að finna guð rökvíslega gegnum vísindin og náttúruna, eins og skáldið sem kvað: Guð, allur heimur eins í lágu og háu Er opin bók um þig er fræðir mig. Og sérhvert blað á blómi jarðar smáu, Er blað sem margt er skrifað á um þig. Sá sem þetta ritaði var ration- alisti, en allur fjöldinn er það ekki. Það er því engin furða þó þessi söfnuður sá ekki stór. Fáir rata meðalveginn, þeir annaðhvort kasta öllu eða gleypa alt, því er svo mikil hætta á algerðu guðleysi í framtíðinni, og því er unitar- isminn svo nauðsynlegur til að viðhalda trúnni á guð. Því aðeins eingyðistrú er var- anleg. Hún ein er sannleikan- um samkvæm. Það hefir aldrei liðist til lengdar* að hefja nokkurn mann upp í hásæti sjálfs guðdómsins, hvað mikill og góður sem hann kann að hafa verið og Jivort heldur hann hét Herakles, Óðinn eða Jesús. Að það líðst ekki enn sétz bezt á því hvernig kristinn rétttrúnaður er nú að liðast í sundur en eingyðis trúarbrögð- in, Gyðingar, Múhameðstrúar- menn og Únítarar standa ó- högguð.** Þeim er aldrei út kastað í nokkru landi þó með limir þeirra séu ofsóttir.t Látið því ekki hugfallast hvað sem móti kann að blása. Þér starfið í fullu umboði Guðs og eruð vernduð af honum sjálfum. Og þreytist ekki. — Maðurinn hefir engan meiri rétt til að gleyma guði sínum en foreldrum sínum. En kirkjusókn á að vera sprottin af guðs elsku en ekki guðs ótta. Svo þakka eg ykkur af öllu hjarta fyrir þetta kvöld og ó- talmargt annað og bið ykkur alls góðs, allrar blessunar. SUNDURLAUSIR ÞANKAR Eftir Rannveigu Schmidt * Þó 2000 ár sé töluvert langur tími er hann aðeins lítill partur af aldri mannkynsins. Hvað hefst þú að í þágu frelsisins ? I þessu hatramna alheimsstríði, þegar menn— Jó, og konur og börn einnig—leggja líf sitt I sölur frelsisins, er eðlilegt að spurt sé, hvað hefst ÞÚ að til verndar frelsinu. Orðin ein gagna lítið. Það verður hver og einn að leggja hönd á plóginn. Ef þú getur ekki neina vinnu unnið, geturðu samt látið dalina þína vinna. Hver dalur sem lánaður er, styttir striðið. Ef frelsi vort er þess vert að lifa því, er það einnig þess vert að deyja fyrir það. Það er virði alls sem við eigum. Kaupið nýju sigurláns verðbréfin Þú þarft ekki að gefa fé þitt burtu, alt sem þú ert beðinn um, er að lána Canada það. Það er ekki hœgt að tapa á því, að styðja sigurvegarann. CITY HYDR0 *NO ER MEST UM SIGUR AÐ RÆÐA' Það er skritið, að þegar þú spyr sumt fólk hvaða bók það sé að lesa sem stendur, eða hvaða filmu það hafi séð nýlega, þá rausar það upp sögunni eða filmunni frá upphafi til enda. . . Að í Kaupmannahöfn þykja það svo miklar fréttir ef kona lærir að stýra bifreið, að blöð- in venjulega birta mynd af henni, en í Bandaríkjunum virðist hver kona vera fædd með stýrishjólið milli hand- anna. . . | Að á flestum málum segja þeir “gefðu mér vatn”, en á ís- .lenzku segjum við “gefðu mér vatn að drekka”. . . I Að sumar konur halda, að þær séu ákáflega kurteisar er þær taka af sér hanskann, þeg- ar þær heilsa eða kveðja með handabandi, en þær vita ekki, að samkvæmt alþjóða-kurteis- isreglum þá tekur karlmaður- inn af sér hanskann, en konan ekki. . . Margt er minnisstœtt . . . Sagan um taugaveikluðu konuna, sem var á ferð á skipi ! við Alaska-strendur og spurði í skipstjórann: “vitið þér hvar grynningarnar eru?” . . . “nei” j ... “hvernig farið þér þá að þvi að varast þær?” . . . “Eg j veit hvar þær eru ekki”, svar- j aði skipstjórinn. . . Þegar eg kyntist dóttur rúss- neska skáldsins Turgenjew i Höfn á árunu^p og sá hana dansa “eurythmic” dansa og | hvað hún var óvenjulega að- laðandi kona, en dansarnr leið- inlegir. . . Það var hann Oscar Wilde sem sagði: “Karlmanninn lang- ar til að vera fyrsta ást kon- unnar, en konuna langar til að vera síðasta ástaræfintýri mannsins”. . . Þegar við vorum í bifreiðar- slysi í Californíu á árunum, en áreksturinn var svo mikill, að 1 okkur var fleygt út úr vagnin- um og við lágum hjálparlaus á þjóðveginum; á svipstundu söfnuðust saman fjöldi manns, I sem ræddu slysið sín á milli og j horfðu á okkur, eins og við. værum leikarar á leiksviði, og i engum datt í hug að bjóðast til að hjálpa okkur; en þá bar þarna að mann með túrban vafinn um höfuð — þetta var nálægt Stockton, þar sem margir Indverjar eiga heima — og hann tók okkur upp í vagn- inn sinn og ók okkur á sjúkra- hús. . . (Minnir þetta ekki á eitthvað?). . . | I bænum Polson í Montana er gistihús, sem heitir “Húsið hans Salish” og auglýsir það meðfram þjóðvegunum: “Húsið hans Salish, þar sem hver gluggi er rammi um fagra | mynd” — og það er töluvert til í því. . . Einhver sagði, að það sem er að gerast í heiminum sem stendur hafi þau áhrif á hvern mann, að honum finnist hann hafa fjarska litinn tíma. . . Allir Bandaríkjamenn dást að Abraham Lincoln, en stúd- ent einn á Wisconsin-háskólan- um lét kanske aðdáun sína fara með sig. í gönur, þegar hann skrifaði í ritgerð sína: “Abra- ham Lincoln var fæddur í bjálkakofa, sem hann bjó til sjálfur”. . . Snurfusið í kvenfólkinu . . . filmsleikkonan Joan Bennett kvað hafa lýst því yfir, að það væri ómögulegt að mála var- irnar á sér, svo viðunanlegt væri, á styttri tima en 40 mín- útum. .. Þegar við ökum um landið og ungir menn standa meðfram þjóðveginum og biðja um far, en það kalla Amerikumenn að “þumlunga sig áfram” og er það algengur siður sér, þá dett- ur mér stundum í hug danski silfursmiðurinn hann Erik Mag núsen. Magnúsen þessi er svo frægur fyrir silfursmíðar sínar, að nafnið hans er skráð i En- cyclopedia Brittanica. Hann var einu sinni á ferð frá Chi- cago til Los Angeles og þuml- ungaði sig áfram, því hann var peningalítill, eins og títt er um listamenn. Fyrsti karlinn, sem aumkaði sig yfir hann og gaf honum far í bílnum sínum, var forvitinn náungi og spurði Magnusen spjörunum úr, en Magnusen fanst henn ekki geta sagt betri deili á sjálfum sér en að nafnið sitt væri í Ency- clopedia' Brittanica. Þetta fanst karli svo skringilegt, að hann veltist um af hlátri, að maður, sem væri svo þektur, að nafnið hans væri í þeirri frægu alfræðibók, stæði með- fram þjóðvegunum og snikti sér far með bílum . . . “eg er trúgjarn, lagsi,” sagði karlinn, “en það trúgjarn er eg nú ekki” . . . og svo fékk hann annað rokna hláturskastið. En Mag- nusen sagðist svo frá að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta skiftið á þeirri ferð, að hann mintist á Encyclopedia Brit- tanica. . . Sagan um rússneska greif- ann, sem var svo músikalskur, að þjónustufólkinu hans var bannð að ávarpa hann nema syngjandi. . . “Eru karlmennirnir ekki undarlegir”, spyr hún Lauga, “ef þú rífst við þá verða þeir vondir, en ef þú játar öllu sem þeir segja, þá geispa þeir”. . . FJÆR OG NÆR Hin árlega tombóla Sam- bandssafnaðar, verður haldin mánudagskvöldið 19. október næstkomandi, í samkomusal kirkjunnar. ★ ★ ★ Gefin saman í hjónaband laugardaginn 3. okt. í Lútersku kirkjunni í Selkirk að við- stöddu mörgu fólki: Colin Al- bert Glanfield frá Selsdon, Sur- rey, England, flugm. í R. A. F. í Estevan, Sask., og Violet August Thorvaldson, Selkirk, Man. Að giftingunni afstað- inni sátu vandamenn og vinir Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Dooi- CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Simi 95 551—95 552 Skrifstof a: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA rikulega veizlu á heimili Mr. og Mrs. Einar Thorvaldson, for- eldra brúðarinnar, að 537 Eve- line St., Selkirk. Séra Sigurð- ur ólafsson gifti. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5<t. ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 18. okt.: Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Ensk messa, kl. 7 e. h. Allir beðnir velkomn- ir. S. Ólafsson ★ ★ ★ Lút. messur í Nýja-íslandi Sunnud. 18. okt.: Riverton, isl. messa og ársfundur kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. hv B. A. Bjarnason ★ ★ ★ Messur í Vatnabygðum á sd. kemur, 18. okt.: Westside, kl. 11 f. h., ísl. messa. Foam Lake, kl. 2.30 e.h., ensk messa. Leslie, kl. 8 e. h., ensk messa. B. T. Sigurðsson ★ ★ ★ Messur í Gimli prestakalli sd. 18. okt.: Betel, kl. 9.30 f. h. Gimli, kl. 2 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið ** Það er ekki til neins að segja að kristinn rétttrúnaður sé eingyðistrú. Ein persóna er ekki sama sem þrjár persónur, því einn og þrír eru ekki það sama. Þar fyrir utan koma all- ir dýrðlingar kaþólskunnar, sem gera hana mestu f jölgyðis- trú allrar veraldar. t Guðirnir (þeir er menn hafa upphafið!, reka sinn brot- hætta bát á blindsker í haf- djúpi alda, en guð varir að eilífu. EXPORT WILTSHIRES SHOULD BE OF TOP GRADE REMEMBER:- IThe most desirable Ví'*iltshires are made only £rom hogs of bacon type and breeding. 3Wise selection is based on knowledge of the stock and its performance at the trough and on the rail. 5Gilts for replacement or addition to the herd should be carefully selected from good parent stock. 2Breeding stock of suitable conforma- tion is essential in improving carcass quality and grade. 4Sows and boars of satisfactory perform- ance are difficult to replace and should be kept as long as they are useful. ÓEarly selection of animals for breeding is advisable. 7Early breeding should be practised if farrowing facilities permit. Plan this Fall’s breeding operation to improve quality as well as to increase quantity! Forfurther information consult your Provincial Department of Agriculture, Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock Office of the Dominion Department of Agriculture. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.