Heimskringla


Heimskringla - 14.10.1942, Qupperneq 6

Heimskringla - 14.10.1942, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. OKT. 1942 “Fyr eða síðar! Fyr eða síðar!” bætti hann við fjörlega, er hann sá hinn áhyggju- fulla raunasvip á smiðnum. “En þeir hafa nú ekki náð í mig ennþá, þrátt fyrir alla her- mennina, sem baróninn var að tala um áðan.” “Þér viljið sjálfsagt ekki segja mér hvað baróninn vildi yður?” “Nei, vinur minn, það vil eg ekki,” svar- aði Jock og leit á smiðinn ástúðlega um leið og hann lagði fallegu hendina á öxl hans. “Þú ert vinur minn eins og þú veist. Þú járnar hestinn minn og gætir hans og gefur mér húsaskjól og annað það sem eg þarfnast. Megi englar himinsins launa þér fyrir það. En um athafnir mínar á heiðinni mun eg aldrei segja þér neitt, hvað sem þú kant að geta þér til um það. Það er bezt að hafa það svoleiðis. Því eg vil ekki að þú sért í neinni hættu vegna minna athafna og æfintýra. Ef svo færi . . . nú jæja, ef þeir næðu í mig í raun og veru, er langbest fyrir þig sjálfan, vinur minn, að þú vitir ekkert um mig.” “En þér farið ekki út á heiðina i kvöld, höfuðsmaður,” sagði smiðurinn með titrandi röddu.” “Jú, auðvitað mun eg gera það, John Stich,” sagði Bathurst og hló glaðlegan hlát- ur, sem bar nú keim af gremju, “til að stansa vagn og stela pyngju! Það er atvinna mín. Jú, auðvitað! Eg fer út á heiðina. Hún er eina heimilið, sem eg á, þangað til eg tek heima þarna yfir á gálganum.” John sneri sér frá og gat þessvegna ejtki heyrt hin síðustu orð, sem báru vott um von- brigði og lífsgremju manns sem farið hefir viltur vegar. “Hvíta rósin mín hreina! en hve hún var föl . . . en samt svo óviðjafnaniega fögur! Æ! æ! hefði bara! . . . Jack! Jack! Vertu nú ekki með neinn þvætting!” bætti hann við og stundi þungan. “Mundu eftir að það er of seint fyrir Beau Brocade að eltast við hug- sjónir.” 14. Kap.—Bardaginn i smiðjunni. John Stich þorði ekki að koma með fleiri mótbárur, því að hann þekti vel fífldirfsku Bathursts, sem hann gat ekkert ráðið við. Auk þess komu þær Betty og Lady Patience inn í smiðjuna. “Góði Stich minn, ætli nokkuð sjáist til vagnsins núna. Mér finst að hestarnir hljóti að hafa hvílst nægilega lengi.” “Eg skal fara og horfa eftir því, náðuga ungfrú,” svaraði John. Strax og hún tók til máls hafði Bathurst snúið sér við og horfði nú með aðdáun á hina forkunnar fríðu stúlku, sem sást aðeins óglögt í kveldhúminu, og það leið heldur ekki á löngu að hún kæmi auga á hann. Ósjálfrátt stokkroðnaði hún og hún sveipaði kápunni fastar að sér, til þess að fela hvítu rósina, sem hún bar stungna undir beltið. Fullkomin þögn ríkti í smiðjunni. Hjörtu þessara ungu persóna, sem v,oru altekin hin- um rómantíska anda þeirra tíma, slógu í full- komnu samræmi—þótt hvorugt þeirra hugs- aði um át á því augnabliki. Hún var gagntekin einhverskonar hrifn- ingu, sem hún leyndi vegna þess að hún var stolt kona, en fiún var engu að síðUr hrifin af manninum, sem fyrir hennar sakir hafði reynst svo hraustur, hjálpað svo drengilega, og einnig dró hann huga hennar með ein- hverskonar seiðmagni, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir. Það var eins og það streymdi frá þessum manni. Hann var að hugsun og framkomu alt öðruvísi en allir aðrir menn, og lifði i heimi, sem enginn bjó í nema hann sjálfur. Hún fann þessi töfrakendu áhrif, sem hin ungæðislega framkoma hans og hinn hrífandi hlátur hans hafði á hana, lífsgleðin, sem eins og hjúpaði og huldi undirstrauma sorga og vonbrigða, er ennþá ekki höfðu gert hann kaldhæðinn'né bitran í skapi. Og hann? Hann þráði framar öllu og af öllu hjarta eftir samúð og kærleika einhverr- ar ástríkrar sálar. Hann fann til þessarar þráar, sem grípur menn er þeir koma auga á fegurstu hugsjónir anda síns, en vita samt að þær eru svo óendanlega fjarlægar þeim, að þeir geta aldrei náð þeim. Þessi fallni herramaður. Hið illræmda hraústmenni úr æfintýrum myrkursins og heiðarinnar! Stigamaðurinn! þjófurinn! — Hvaða rétt hafði hann til að líta á hana. Hún sem var sýnishorn og tilvera alls, sem konan á best og fegurst. Hún, sem var fegursti raunveruleiki hins yndislegasta draums sem karlmanninn dreymir. Á þessu hátíðlega augnabliki fann hinn hugrakki maður, sem annars var að jafnaði áhyggjulaus æfintýramaður, í fyrsta sinn til sviða blygðunarinnar, stærilætið, sem hafði boðið öllum lögum byrgin og sem hafði samið sín eigin lög, fann nú með sársauka til þunga hinna ósveigjanlegu lögmála, sem mennirnir, þótt þeir séu herrar sköpunarinnar, hljóta nauðugir eða viljugir að lúta. Þessi lögmál hafa þeir sjálfir sett til þess að vernda sína eigin tilveru. Beau Brocade, stigamaðurinn lokaði aug- unum. Hann þoldi ekki að horfa á sinn eigin draum, en sneri sér að hestinum' sínum og strauk hendinni um hina silkimjúku flipa hans. John Stich, sem alt af hafði unnið af kappi leit nú upp og augu hans lýstu skelf- ingu. “Hermennirnir koma þarna hlaupandi, með foringjann í fararbroddi og fáeina smala á eftir sér,” sagði hann. Lady Patience skildi í fyrstunni ekki í hverju hættan fólst. “Hann bróðir minn!” stundi hún ótta- slegin. En Bathurst leit á hana til að fullvissa hana um að hann væri í engri hættu. “Hann er ekki í neinni hættu,” sagði hann ákveðinn, “og er nú á stað, sem enginn þekkir nema eg. Eg legg við drengskap minn, náðuga ungfrú, að honum er öldungis óhætt.” Hún lét strax huggast af orðum hans. En honum varð næstum því hált á þessum orð- um, sem hann talaði við hana, því að hann hafði fyrir þau slept tækifærinu, að stökkva á bak Brandi og þjóta á honum út í buskana áður en hermennirnir höfðu náð að komast fyrir dyrnar. Hann fékk aðeins tíma til að leysa hest- inn, en gat ekki komist á bak áður en for- inginn komst í dyrnar og hrópaði lafmóður: “Áfram. Takið mann þennan fastan!” “í hamingju bænum, réttu mér sverðið mitt John,” svaraði Bathurst þessari skipun hermannsins. Stich þaut út í horn smiðjunnar, en Lady Patience rak upp angistaróp, er hún varð þess vör að þessi maður, sem fyrir einni stund síðan hafði frelsað bróður hennar var nú sjálf- ur í hættu, vegna einhverra ástæða, sem hún ekki þekti. Jack greip sverðið fegins hendi og rak odd þess niður í gólfið til að reyna þol stálsins, og virtist hann vel ánægður með það. Það mátti heldur ekki seinna vera. óður af reiði vegna hrekks þess, sem honum hafði verið gerður, s*tóð nú foringinn lafmóður í smiðjudyrunum og á bak við hann tveir manna hans. Þótt hann væri nú króaður eins og rotta í holu, var Jack nú albúinn til bardagans. Honum þótti líka kanske vænt um að hann gat ekki flúið þessa hættu, sem ógnaði hon- um. Hefði hann verið einn, mundi hann kanske hafa flúið, en af því að hún var við- stödd, kaus hann að berjast. “Þrumur og eldingar!” sagði hann glað- lega, “þetta er þá vinur minn foringinn.” “Þér hafið blekt mig,” sagði hinn más- andi, “og auðvitað eruð þér einn þessara fjandans uppreisnarseggja, en hvað serrí því líður, skuluð þér gera yfirvöldunum skila- grein. Ef smiðurinn ætlar að sletta sér fram í þetta, gerir hann það upp á sinn kostnað,” sagði hanner hann sá John grípa smiðjuham- arinn, sem hann reiddi ógnandi, albúinn að verja vin sinn, þótt yfirvöldin ættu í hlut. Er liðsforinginn mælti þannig hafði Jack með hinum æfðu augum skilmingamannsins, og eftirtekt og forsjálni útlagans, valið sér vígi þótt lélegt væri, en það var hið besta, sem kostur var á. Liðsforinginn og tveir hermenn hans stóðu í dyrunum og blésu mæðinni. Þrír aðrir hermenn komu hlaupandi eftir veginum, en þeir voru ennþá spölkorn í burtu, og fá- einar minútur mundu líða áður en þeir kæmu þangað. Lengra í burtu sáust fleiri rauðir blettir, og rétt á hælum foringjans sáust tveir eða þrír fjárhirðar, aftastur þeirra var Jack Miggs; þeir komu til að sjá hvað gengi á i smiðjunni. Alt þetta sá Jack Bathurst á svipstundu. Hepnin var með honum að því leyti, að hann þurfti ekki að berjast við alla hermennina í senn. “Grípið hann hermenn! Takið hann fast- an í nafni konungsins!” hrópaði foringinn, er hinir tveir hermenn gripu byssustingi sína og ruddust inn í smiðjuna til að umkringja Jack og hestinn hans. Með eldsnarri hreyfingu snerti Bathurst siðu hestsins með sverðsoddinum, en hestur- inn, sem áður var orðinn órólegur vegrta há- vaðans tók nú að prjóna og slá á víxl, og náði eigandi hans þannig tilgangi sínum að láta hann tvístra mönunum, sem sóttu að honum. Þetta gaf unga manninum tækifærið, sem hann hafði biðið eftir. Eins og hundelt kind stökk hann í einu stökki upp á eikarborðið, sem stóð á bak við hurðina og varð hesturinn þannig milli hans og óvina hans. “Stich vinur minn!” kallaði hann til smiðsins, “vert þú hjá stúlkunum. Víktu l ekki frá þeim hvað sem gerist á fundinum, og blandaðu þér ekkert í hvað sem gerist milli min og hermannanna. Það gæti haft háska- legar afleiðingar fyrir þig.” Nú var runninn á hann vígamóður. Hann var áængður með vígi sitt og langaði til að byrja bardagann. Á vinstri hönd hafði hann útidyr smiðjunnar, en á hægri hlífði honum , hinn risavaxni afl smiðjunnar en glæður hans vörpuðu hvílíkum bjarma yfir hinn íturfríða mann og spegluðust á sverðsblaðinu eins og það væri löðrað í blóði og gulli. Um vinstri handlegg sinn hafði hann vafið kápunni, sem var þykk og þung og not- aði hana þannig fyrir skjöld. Hermennirnir höfðu náð sér eftir hræðsl- una við hestinn, einn þeirra greip nú í taum- ana og teymdi hann út og misti Bathurst þannig vígið á þá hlið. En hann var þess albúinn að taka á móti þeim ,og jafn skjótt og foringinn hóf at- löguna, hjó hann og lagði svo ótt að þeir fengu engu lagi á hann komið, en í hinum flöktandi bjarma frá eldinum virtust gneist- ar rigna úr eggjum sverðsins. Höfuð hans og herðar sáust ekki í myrkrinu, en andstæð- ingar hans sáust vel í sólgeislunum, sem streymdu inn um smiðjudyrnar. Hálfblindir af bjarmanum úr smiðju ofl- inum og sólskininu á aðra hlið, veittist her- mönnunum örðug sóknin, svo Bathurst varð auðvelt að verjast þeim, enda eggjaði hann þá með háðsyrðum og hnífilyrðum á mis.^‘ Þetta var ekkert nema gamanleikur fyrir hann. Einn hermannanua hafði fengið djúpt sár á vangann, og á þessu augnabliki reikaði foringinn og féll aftur á bak særður svöðu- sári í handlegginn. En þótt leikur þessi gengi létt, þá hlaut hann samt að enda á einn veg fyrir Bathurst, þvi að varla var foring- inn fallinn er þrír hermenn komu í dyrnar og veittu strax félögunum sínum lið. Bath- urst hafði á sínum tima verið talinn besti skilmingamaður á Englandi, og var ekki í neinni afturför, en þessi leikur hlaut samt að enda með skelfingu fyrir honum. Inni í smiðjunni voru fimm manns og hinir gátu ekki verið langt í burtu. John stóð og horfði á bardagann og átti fult í fangi með að halda sér í skefjum að ráðast ekki til með vini sínum. Alt í einu lækkaði einn hermannanna byssustinginn og bjóst til að skjóta úr byss- unni eða leggja með stingnum. Patience sá það og hljóðaði upp yfir sig. Án þess að hugsa um hvort það væri skynsamlegt eða ekki, bjóst nú John við að skerast i leikinn, en liðsforinginn, þótt særður væri, hafði auga á honum. “Gáið að smiðnum!” hrópaði hann, “not- ið byssustingina! Fljótt!” Er tveir manna hans hlýddu skipunum hans, réðist hann sjálfur ásamt tveim öðrum á smiðinn og héldu honum. “Höfuðsmaður!” hrópaði hann, “gáið að yður!” Jack vissi auðvitað í hvaða hættu hann var staddur . Hann stóð eins og falleg mynd frammi fyrir hinum litla hóp, sem að honum sótti, en hann gat engri vörn komið við móti kúlunni, sem að honum var send, nú var að- eins um eitt að gera, að hamingjan væri með honum; en hann var mjög aðþrengdur með hina tvo menn fast fyrir framan sig. Patience fanst sem hjartað stansaði í brjósti sér, og hefði hún farið eftir löngun sinni á þvi augnabliki, hefði hún þotið áfram, en þá heyrðist titrandi rödd gegnum glamrið i sverði útlagans. “Látið þá bara ekki ná í yður,” sagði Jack skrækróma, um leið og hann tók með titrandi hendi, en samt mjög ákveðið, í frakkalaf hermannsins, sem hleypti um leið af skotinu. Hermaðurinn hafði miðað á eina blettinn, sem hann sá á Jack, og birtan var vond, hann hitti því ekki, en kúlan fór fram hjá höfði hans og gróf sig inn i bjálkann i veggnum. Skotið var merki um nýjan þátt i þessum ójafna leik. í fyrstunni höfðu smalarnir, sem ekki vissu hvað á gekk, staðið í fjar- lægð og gláptu með opnum munninum á það, sem gerðist. En þegar jarpi hesturinn var teymdur út úr smiðjunni, rendi þá brátt grun í hver eigandi hans var. Brandur með grímuklædda stigamanninn á bakinu var þeim alkunnugur þar á Brassington heiðinni. Beau Brocade hafði í gær lagt þúsund dali í fátækra sjóð- inn. Beau Brocade, hetjan frá heiðinni! Átti hann að verða handtekinn af fáeinum her- mönnum? Það mátti aldrei verða. Jack Miggs sagði bara skoðun þeirra allra. “Nei, nei,” sögðu þeir af alefli. “Látið þá ekki taka yður?” “Ekki ef eg get hjá því komist, vinir mín- ir!” svaraði Bathurst glaðlega. En þeir réðust samt ekki á hermennina; nei, ekki mikið! Derbyshire bændurnir eru alt of gætnir til þess, að láta sér það til hugar koma að rísa gegn yfirvöldunum. En þeir sáu að þeirra góði vinur og velgerðamaður, var í slæmum vanda staddur og gerðu alt sem þeir gátu til að hjálpa honum. Þeir þvældust fyrir og stjökuðu hermönnunum, hvenær sem þeir þorðu, og reyndu að draga athygli þeirra frá og hindruðu þannig sam- einaða árás hermannanna á borðið, sem Bath- urst sóð á, og varðist frá, árvakur og vaskur án þess að láta neinn bilbug á sér finna, þótt við ofurefli væri að etja. “Nú skalt þú fá að mæta mér, hrausti hermaður,” sagði hann glaðlega. Hann stóð aftarlega á borðinu og hallaðist upp að veggnum, með smiðjuaflinn á aðra hönd, og í hvert skifti og einhver hermann- anna vogaði sér nær, þaut sverðið fram úr myrkrinu, en það var honum bæði til sóknar og varnar. En alt af horfði hann samt út á heiðina og á Brand, sem dansaði um af óþolin- mæði og beið eftir húsbónda sínum til að þjóta með hann í burtu á bakinu úr allri hættu. Þessi ójafni leikur gat auðsæilega ekki varað mikið lengur, og Jack vissi það allra manna best. Rauðu blettirnir út á heiðinni voru að nálgast óðum, og eftir fáein augna- blik mundu hinir særðu og þreyttu hermenn fá nýja hjálp. Liðsforinginn ætlaði sér líka að nota sér þetta. Hann lét tvo menn gæta smiðsins, en hann sá brátt að hinir tveir gáut ekki ráðið við Bathurst, sem auk þess að vera framúr- skarandi skilmingamaður hafði ágæta af- stöðu. Þótt hann væri særður og mæddi blóð- rás, hafði foringinn ásett sér að handtaka þennan ókunnuga mann og honum jókst hug- ur við vonina um liðsstyrkinn. Með öllum þeim þrótti sem hann átti eftir, hrópaði hann til mannanna að þeir skyldu hraða sér og sneri sér svo að hinum til að eggja þá. “Farið ykkur hægt góðir hálsar,” sagði hann. “Haldið út bara fáein augnablik enn- þá. Nú getum við loksins handsamað upp- reisnarsegginn.” En Jack sá þetta líka og skildi. Hann var hvorki sár né móður, en ef hann átti að berjast við aukinn liðsmun, mundi hann á- reiðanlega bíða ósigur. Hann gat heyrt óp hermannanna er þeir svöruðu hrópi foringj- ans. En með því að beita nýju bragði tókst Bathurst að lokka hina tvo andstæðinga sína nær borðinu. Hann dró sig til baka inn í skuggann, en hermennirnir, sem nú voru orðnir ákafir í að handsama hann, sóttu eftir og lutu nú yfir borðbrúnina, þar sem þeir héldu að hann væri að því kominn að gefast upp. Annar þeirra reyndi að höggva í fætur hans, en Bathurst losaði hina þungu kápu af vinstra handlegg sínum og varpaði henni með leiftur hraða yfir höfuð hermannanna. Áður en þeir gátu losað sig úr kápunni, stökk Jack niður af borðinu, reif hurðina að bræð- sluofninum upp og greip hinn mikla skörung, er smiðurinn notaði til að skara í eldinn með. Skörungurinn var hvítglóandi og veifaði hann honum nú yfir höfði sér og æpti siguróp. Hermennrnir urðu hamslausir af ótta yfir þessari nýju bardagaaðferð útlagans, því þegar Bathurst sveiflaði skörungnum, hrukku hvítglóandi neistar af járninu í allar áttir. Foringinn ásamt liðsmönnum sínum hörfaði ósjálfrátt til baka, en Bathurst, sem veifaði skörungnum sótti til dyranan og var kominn út undir bert loft áður emvarði. Þá fyrst flegði hann vopninu inn í hóp andstæð- inga sinna, sem bjuggust til nýrrar árásar. Það var þýðingarmikið augnablik fyrir hann, og þar beið Brandur, hinn ágæti hestur hans eftir honum, og án þss að stíga í ístæðið, sveiflaði Bathurst sér í söðulinn. Patience sá hann þannig gegn um smiðjudyrnar. Geislar kvöldsólarinnar, rauð- ir eins og blóð, streymdu yfir hann og vörp- uðu bjarma um brúna lokka hans, er féllu um herðar hans. Hún sá hann þannig aðeins eitt augna- blik. Hin stóru og seiðmögnuðu augu hans litu á hana, sem snöggvast, en augu hennar sem voru full af tárum litu á hann og skildu hann. “Hermenn!” hópaði hann um leið og hann vék hestinum, “ef þið haldið, að eg sé einn þessara aðalsmanna, sem svikið hafa fóstur- land sitt, þá komið á eftir mér. Eg ríð nú inn i sólsetrið.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.