Heimskringla - 13.01.1943, Síða 1

Heimskringla - 13.01.1943, Síða 1
We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex The QualityGoes In before theNameGoeaOn” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order j We recommend for : your approval our “C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) j as an excellent source of the Vitamin B Complex | *‘The QualityGoes In before the NameGoes On’ CANADA BREAD CO. LTD. j Winnipeg Phone 35 565 « Frank Hannibal, Mgr. | Wedding and Birthday Cakes made to order +—---------------------------—«* LVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. JAN. 1943 NÚMER 15. 4 - HELZTU FRETTIR - - Pramleiðsla Bandaríkjanna meiri en allra öxulþjóðanna 1 langri ræðu sem Roosevelt forseti flutti 7. janúar, er þing ^andaríkjanna kom saman, Sat hann þess meðal annars, að v°I>naframleiðsla Bandaríkj- anna næmi orðið meiru en samanlögð framleiðsla öxul- Þjóðanna þriggja, Þjóðverja, ítala og Japa. Boðskap sinn flutti forsetinn 1 sameinuðu þingi. Um stríðs- horfurnar sagði hann, að handaþjóðirnar væru á leið- mni til Beriín, Róm og Tokíó °S yrðu, ef til vill, komnar í Srend við þessar borgir í lok ársins 1943. Eitt af hinum mikilvægu at- riðum í boðskap forsetans, var hvatning hans til þjóðarinnar, að sjá öllum fyrir atvinnu að striðinu loknu. Að allar bandaþjóðir stríðs- ’ns, efndu til samtaka er að því störfuðu að vernda friðinn. — ^jóðverja, Itali og Japani yrði að afvopna og banna vopna- húnað á ný. Samtök bandaþjóðanna virð- ist forsetinn gera ráð fyrir að yorði til þess, að alþjóðafélag myndist á ný, er ekki einung- is verndaði friðinn, heldur sjái þoim þjóðum sem lífsbjörg Sota ekki af sjálfsdáðum veitt sér, einnig farborða. Það virðist því sem Banda- rikin ætli nú að láta sig al- heimsástandið meira skifta, en þau gerðu, er þjóðabandalagið var stofnað að loknu síðasta striði. Það mátti, ef til vill, margt að þjóðabandalaginu finna. En hitt mun mönnum ijósara nú orðið en þá, að með myndun þess, var þó spiorið stigið í áttina til alheims frið- ar- Það hefði farið bótur, ef þjóðirnar þá hefðu eygt, eins °g þær nú gera, hugsjón Wil- s°ns, eins mesta og bezta mannsins, sem uppi hefir verið, haldið áfram að breyta og þ®ta lögin, þar til þau komu a® tilætluðum notum í stað þess, að láta sig félagið ekkert skifta og gera ekkert til að sporna við því, sem nú hefir yfir heiminn dunið. Porsetinn sagði vopnafram- ^iðslu Bandaríkjanna þessa á arinu: 48,000 hernaðarflugvél- ar. 56,000 skriðdreka og vagna, ^50,000 vélabyssur (sex sinn- Um fleri en 1941), 21,000 byss- Ur að vinna með á skriðdrekum i^nti tank guns), 181 miljón kúlur (rounds). Herlið Banda- rikjanna kvað hann nú 7 milj- °nir manna, í stað tveggja miljóna 1941. Forsetnn fór lofsorði um alla þá er þátt ættu í þessari auknu ^ramleiðslu og kvað hana hafa átt mikinn þátt, með hinu mikla starfi Rússa, Breta og Kinverja í því, að svifta Hitler sókninni í stríðinu. ^ervi-hjólhringir Er. Gustav Egloff er maður Uefndur. Hann er starfsmaður a efnarannsóknarstofu Univer- Sal félagsins í Bandaríkjunum. Eann segir svo góða reynslu af tilbúning gervihjólhringa á bíl- Um, að hann spáir, að þess Verði ekki langt að bíða, að þeir verið svo vel gerðir, að þeir endist lengur en sjálfir bíl- arnir. Nú segir hann þess ^æmi, að þeir endist 53,000 milur á vöruflutninga-bílum. Auk þessa sé efnið í þeim hálfu j ódýrara en á gúmmí úr trjám, eða aðeins 7 cents pundið í stað 15. Dr. Egloff segir, að eftir stríðið verði gerviihjól- hringir eingöngu notaðir. Selur verkalýð Frakklands Laval og Hitler hafa á ný gert gagnskifta samning með sér, sem að efni til er á þessa leið: Laval lofar Hitler tveimur eða fl. héruðum í Norðvestur Frakklandi; ennfremur að senda honum 400,000 verka- menn til Þýzkalands, gefa hon- um 5 tundurspilla, 2 togara og umráð fjármála, iðnaðarrekst- ur og búnaðar í Frakklandi. Hitler lofar LaVal í stað þessa að gera hann að yfir- manni sínum í Frakklandi, hafa yfirstjórn lögreglunnar og ráða fram úr nýlendumál- um Frakka. Þannig er þessi gagnskifta- samningur. Fylkisþingið kemur saman Þing Manitoba er búist við að komi saman síðustu vikuna í janúar. Þö mikil störf liggi ekki fyr- ir, æskja þingmenn út um sveitir að þingið taki sem fyrst til starfa. Hon. John Bracken hefir á- kveðið að segja stöðu sinni formlega lausri vikuna 18. til 23. janúar. Tekur Hon. S. S. Garson eftirmaður Brackens, á sama tíma embættiseið sinn, sem forsætisráðherra Mani- toba. Mr. Brace&n situr því ekki á næsta þingi; heldur ekki J. S. Farmer, er stöðu sinni sagði lausri, er Bracken gerðist leið- togi Progressive Cönservative flokksins. Þrjú kjördæmi eru nú þing- mannslaus. Það eru The Pas, Dufferin og Killarney. Fulltrúi hins fyrst-nefnda var Mr. Bracken. Þingmenn hinna kjördæmanna hafa dáið; hven- ær kosning fer fram, er enn óráðið. Hrakfarir Þjóðverja Þjóðverjar fara enn hverja hrakförina af annari í Kákasus héruðunum, tapa hverju þorp- inu af öðru og bíða bæði mikið vopna- og manntjón á degi hverjum. Her Rússa er nú að- eins 60 mílur frá Rostov og er mikið lið, er sækir þang- að bæði að norðan og austan. Fái Hitler borgið her sínum úr þessu í Kákasushéruðunum gerir hann vel. Hann gerir annað veifið harðar árásir á lið Rússa, sem þarna er að slá skjaldborg um svo mikið af herliði hans, en Rússar láta sig hvergi, heldur sækja á, um leið og áhlaup Þjóðverja dvína; hvert áhlaup hans virðist veikja vörn hans eftir á. Hann á og 22 hersveitir innilokaðar við Stalingrad og nokkrar deildir sunnar. Blöðin í Berlín eru farin að viðurkenna þessar ófarir í Suður-Rússlandi og kenna um liðfæð, en segja auðvitað ekki hvernig á henni stendur. í Norður-Afríku heldur her Montgomery sókn sinni áfram og er að smá færast nær Tri- poli, höfuðborg Libyu. Her Romméls, er viðnám ætlaði að veita 170 mílur austur af Tripoli, lagði a flótta og mun Barbara L. Goodman Stúlkan sem mynd þessi er af, hlaut $50 námskeið Jóns Sigurðssonar félagsins árið 1942, er félagið veitir fyrir góða frammistöðu við musik- nám. Verðlaunin eru að vísu veitt íslenzkum börnum einum, en hér stóð svo á, að Barbara var ekki einungis þar hlut- skörpust, heldur tók hún einn- ig hæstu einkunn í Grade IX. í þessu fylki um leið. Við byrj- un Recitals musikdeildar há- skólans nú með nýju ári, hefir Barbara verið fengin til að leggja til skemtiskrána. Hún spilar á piano og verður þessi fyrsti Recital háskólans hald- inn 18. jan., kl. 8.30 að kvöldi. Aðgangur er ókeypis, en vegna þess að á musiksamkomum þessum er vanalega fjölment, þykir vissara að sækja um að- göngumiða fyrirfram. — Það ættu íslendingar að gera, sem þennan Recital hugsa sér að sækja. Barbara er 16 ára og dóttir Mr. og Mrs. G. P. Good- man i Winnipeg. ætla að reyna aftur að veita viðhám í höfuðborginni. 1 Tun- is og Bizerte fer her Eisen- hower hægara, en í síðustu fréttum er sagt að lið hans hafi nýlega mikið verið elft og munu Þjóðverjar þar senn á því kenna. Á Kyrrahafinu hafa einnig orðið nokkrar skærur og grun- ur Ástralinga er að Japanir séu að reyna að efla flota sinn þar. En hvort að það kemur þeim að haldi, er eftir að sjá. Þeir eiga ekki neina staði örugga þar fyrir flotann, nema því lengra burtu. Kominn til Afríku Það hafa ekki miklar fréttir farið af Albert Lebrun, for- seta Frakklands, síðan landið féll í hendur Þjóðverjum. Um miðja s. 1. viku, stóð þó fregn um það í blöðunum, að hann væri kominn til Norður-Afriku; hafði hann flúið þangað úr þeim hluta Frakklands, sem Þjóðverjar réðu yfir og mun hafa verið þar síðan Frakk- land gafst upp, í varðhaldi, sem aðrir lýðræðissinnar Frakka. Lebrun var kosinn forseti til 7 ára 1932, og endurkosinn 5. apríl 1939. Átti hann því 6 ár eftir af embættistíma sínum, er Frakkland féll 1940. Lebrun er 71 árs. Hann er frá laga- legu sjónarmiði forseti frakk- neska ríkisins ennþá. Þykir ekki óliklegt, að hann verði gerður að yfirmanni Frakka í Norður-Afríku. munu hafa gaman af að lesa. Skal hér gefið dálítið sýnis- horn af efni hennar. Næstu árin eftir stríðið ætl- ar Mr. Chamberlain, að menn frá Evrópu hrúgist til Canada. Telur hann að þegar næsta manntal fari hér fram 1950 eða 51, verði íbúatalan 15 miljónir. Segir hann menn í Evrópu hvergi muni geta hugsað sér betra að búa eða sig geta verið leidda í "grænna haglendi að sitja í” en í Canada. Á meðal þessara innflytjenda, sem hann gerir ráð fyrir og eru Norð- menn, Belgíumenn, Tékkar, Pólverjar, Grikkir, Búlgarar og Júgóslavar, verði og margir frá Bretlandseyjum og stóriðju- höldar frá Sko.tlandi, er skipa- smiðar og fleira stundi, en sem flytja muni með sér iðnaðinn og verkamenn sína vestur um haf og setjast að í Halifax; bjargi það borginni frá at- vinnuleysi og deyfð eftir stríð- ið. Hún hefir vaxið mjög á striðsárunum. ! Canada álítur Mr. Chamber- lain að komast muni klaklaust yfir stríðsskuldatorfærur sín- ar. Fólksfjölgunin og athafna- lífið er henni fylgi bjargi þar, en ekki verði það allra meina bót og ýmsum muni þykja auðnum vera misskift. En af því leiði að C.C.F. flokkinum aukist fylgi á sambandsþing- inu og hafi þar um 80 fulltrúa, en ekki muni tala þeirra fara fram úr því. »Eftir stríðið segir greinar- höfundur, að King forsætisráð- herra segi stöðu sinni lausri, |en í sæti hans velji liberalar Col. J. L. Ralston hermálaráð- herra. Landstjóri Canada verði Marlborough lávarður, betur þektur í Canada undir ^nafninu Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Alaska þjóðvegurinn segir 'greinarhöfundur að verði einn |hinn fjölfarnasti, þvi eftir hon- um verði fólksstraumurinn alla ileið sunnan frá Panama til að dvelja norður í Alaska tíma úr hverju sumri. tJR ÖLLUM ÁTTUM inada eftir stríðið Hinn nafnkunni fregnriti iðsins Christian Science mitor, William Henry Cham- rlain, hefir nýlega skrifað ein er hann nafnir: “Canada ;ir stríðið”. 1 greininni er á irgt minst, sem menn hér Um 5000 verkamenn í stál- verksmiðjum í Sydney í Nova Scotia, gerðu verkfall í gær; kröfðust hærra kaups. Þeir unnu í hinni miklu smi(5ju Dominion Steel and Coal Cor- portation. Það er vonandi að leið til sátta verði sem bráðast fundin. ★ ★ ★ Tveir snáðaí* réðust inn í banka í Beausejour, Man., í |gær, ráku bankaþjónana inn í öryggisskápinn er þeir lokuðu ,og ræntu, að því búnu, $7,000 júr bankanum. Þetta skeði kl. 12.45 e. h. Ræningjarnir hafa ' náðst. Er annar þeirra 21 árs, ien hinn yngri og eru bræður. Þeir voru með byssur í hönd- um. Frá nafni ræningjanna er ekki sagt vegna aldurs þeirra, en þeir munu hafa átt heima i grend við bæinn. Einhverjir bankaþjónanna þektu þá strax. ★ ★ ★ Það er ekki talið ómögulegt, að nautakjöt verði senn skamt- að í Canada. ★ ★ ★ Fjárhagsáætlunin sem lögð var fyrir þingið í Washington s. 1. mánudag, var á þessa leið: Útgjöldin $108,903,047,923. Þar af striðskostnaður $100, 000,000,000. Nýir skattar áætlaðir og skyldulán $16,000,000,000. Jólakveðja til Vestur-Islendinga 1942 Flutt á hljómplötu af séra Friðrik Hallgrimssyni dómprófasti í Reykjavík. Kæru Vestur-lslendingar. Þið getið varla hugsað ykk- ur, hve innilega það gladdi mig, þegar Þjóðræknsfélagið hér heima gaf mér tækfæri til að ávarpa ykkur á þessari jóla- hátíð. — Þó að ljúfara hefði mér verið að vera horfinn til ykkar sjálfur en að senda að- eins röddina, en hugurinn fylg- ir henni. Eg hefi svo oft hugsað til ykkar siðan leiðir skildu. Á hverjum jólum hafa í hugann komið minningamyndir af há- tíðastundunum björtu í kirkj- unum minum í Argyle-bygð, þar sem ungir jafnt senrT gamlir tóku höndum saman um að setja jólablæ einlægrar til- beiðslu og ástúðar á hátíðar- samkomuna. Þegar eg hefi lesið í blöðunum ykkar um lát margra þeirra vina, sem gerðu mér dvölina hjá ykkur árin mörgu svo unaðslega, þá hefi eg hugsað til þeirra og ástvina þeirra með þakklæti og samúð, og margar góðar minningar hafa rifjast upp. Já, hugurinn dvelur oft hjá ykkur. Margt hefir breyst síðan eg fyrir rúmum 39 árum lagði leið mína vestur um haf til þess að gerast prestur í ykkar hóp. Þá furðuðu margir sig á því tiltæki mínu og sumir sögðust vorkenna mér. En nú fer héðan margt æskumanna árlega til landsins mikla fyrir vestan Atlantshaf til þess að leita sér aukinnar mentunar, og margir öfunda þá, sem þess eiga kost. Svo mjög hefir á síðari árum vaxið skilningur þjóðarinnar á mentastofnunum Vesturálfu og menningu Vest- ur-íslendnga. Eg veit, að það er ykkur fagnaðarefni, engu síður en mér. Og þegar eg á nú á þessum jólum að flytja ykkur kveðju frá ættjörðinni, þykir mér vænt um að geta fullvissað ykkur um að það er vina- kveðja, — bygð á skilningi á því mikla og merkilega verki, sem margir úr ykkar flokki hafa unnið að því, að varð- veita og 'ávaxta hjó ykkur sjálfum og komandi kynslóð- um þau andlegu verðmæti, sem landnemarnir vestur-íslenzku fluttu með sér frá íslandi. Við skiljum vel við hve mikla erfið- leika hefir verið að etja í því efni. En þess meiri er sigur- inn þegar svo er komið sem nú er, að allmargir menn af ís- lenzku bergi brotnir skipa veg- legar trúnaðarstöður hjá menn- ingarþjóðunum miklu vestan hafs. Það er sameiginleg ósk allra góðra Islendinga, að þessari miklu styrjöld, sem nú stendur yfir, lykti með sigri þeirra þjóða, sem hafa á stefnuskrá sinni einstaklingsfrelsið og jafnrétti og bróðurlega sam- vinnu þjóða. Og þegar aftur verður friður á jörðu, verður auðveldara fyrir íslendinga vestan hafs og austan að ná saman til samvinnu að sameig- inlegum hugsjónum. Þá vænt- um við þess og hlökkum til þess, að ykkar þáttur í þeirri samvinnu verði sá, að miðla okkur á ýmsan hátt af þeirri reynslu sem þið hafið öðlast i umhverfi, þar sem fjölbreytn- in er svo mikil, og mætti okkur að gagni koma hér heima á ættjörðinni. Við vitum að það muni verða ykkur ljúft. Þetta er jólakveðja, — jóla- kveðja frá íslandi til ykkar, kæru ættsystkin, — jólakveðja flutt af einlægum vinarhug þess, sem við ykkur talar og þeirra, sem hann skilar kveðj- unni frá. En hvernig get eg flutt jólakveðju án þess að minnast á hann, sem gerði okk- ur jólin að heilagri hátíð, — hann, sem vitjaði mannanna á jólunum, Drottinn Jesúm Krist? Eg veit það, að hann var forð- um í för með mörgum vestur- íslenzkum landnemanum og lét för hans blessast. Eg veit, að frá honum hefir skinið það Ijós, sem bjartast hefir gert í lífi íslenzku þjóðarinnar bæði austan hafs og vestan. Eg trúi þvi staðfastlega, að undir for- ystu hans eins geti þjóðir jarð- arinnar stigið sín mestu happa- spor. Þess vegna lýk eg þess- ari vinakveðju á jólunum með því að biðja hann um að blessa ykkur öll og gefa ykkur gleði- leg heilög jól. Elska hans og friður veri með ykkur öllum. Allar tekjur $51,000,000,000. Skuld landsins $210,549,150, 459. Rentur á skuldjnni $3,000,- þremur málum út af þessu og kveður stjórnina hafa fulla heimild til að setja vöruverði takmörk. 000,000. (Töúl þessar eru yfir fjár- hagsárið sem byrjar 1. júlí 1943 en lýkur 30. júní 1944). ★ ★ ★ 1 gamalli danshöll, Scott Memorial Hall, í Winnipeg kviknaði s. 1. mánudag og varð $50,000 skaði af brunanum; þar hafði dans verið nokkru áður en eldsins varð vart. ★ ★ ★ 1 frétt frá Ástralíu 6. jan. var hermt, að fluglið MacArthurs hafi sökt 10 skipum — 50,000 smálestir að stærð öll, af flota Japa, við Rabaul (New Britain Islands). ★ ★ ★ 1 Austur-Canada hafa ýmsir stóriðju-höldar verið að halda fram, að Ottawa stjórnin hefði ekkert vald til að setja'ákveðið verð á vörur. Hefir yfirréttur- inn í Canada nýlega dæmt í FJÆR OG NÆR Ötvarpsmessa Sunnudaginn 24. þ. m. verð- ur guðsþjónustunni útvarpað frá Sambandskirkjunni í Win- nipeg kl. 7 e. h. Messan verður á íslenzku. ★ ★ ★ Dánarfregn 1 vikunni sem leið, andaðist á Johnson Memorial Hospital á Gimli, Anna Ingibjörg Jóns- dóttir, kona Thorsteins Thor- steinssonar bónda sem bjó mörg ár í Leslie bygðinni í Sask. Líkið var flutt til Leslie, og jarðarförin fór þar fram s. 1. laugardag, 9. þ. m. að fjölda- mörgum vinum og ættingjum viðstöddum. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. önnu sál. verður nánar getið síðar, í næstu blöðum.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.