Heimskringla - 13.01.1943, Page 2

Heimskringla - 13.01.1943, Page 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JAN. 1943 FAEIN ORÐ FRÁ VISIR Eins og vanalega byrjaði Is- lendingafélagið hér í Chicago að halda fundi sína í október í haust sem leið, og hafa fundir verið haldnir mánaðarlega eins og undanfarin ár. Pró- gram hefir verið allgott á hverjum fundi. Síðasti fundur var jólabréfs- samkoma haldin fyrir litlu börnin. T. H. T. menningarfé- lagið, sem eg nefni svo, sér um þá samkomu árlega. Hún var býsna fjölmenn og fór vel fram, allir virtust ánægðir, og sérstaklega börnin sem nutu jólagleðinnar áhyggjulaust, hverju barni var gefin gjöf og svo ýmislegt góðgæti þar fyrir utan. Næsti fundur verður okkar árlega Goðablót. Verður það haldið þann 5. febrúar. Það er okkar aðalhátið að vetrinum, og er reynt að vanda til hennar eftir mætti. Það vill svo vel til þetta ár að okkur hefir auðnast að fá loforð frá manni sem vel er þektur meðal íslendinga, bæði austan hafs og vestan, um að vera hér aðalræðumaðurinn á þessari áðurnefndri samkomu okkar. Maðurinn er Halldór Her- mannsson, prófessor við Cor- nell University í New York, og bókavörður við Fiske bóka- safnið við sama skóla. Maður- inn er svo vel þektur meðal Is- lendinga í mörg ár, að eg er viss um að það verður mörgum forvitni á að koma og hlusta a hann. Ýmislegt fleira verður á pró- grami, svo sem stuttar ræður annara gesta og söngur og pianospil. Fjölmennið nú á þessa samkomu þið Islending- ar i Chicago og grendinni; eg er viss um að þið sjáið ekki eftir að hafa komið þegar alt er afstaðið. Ef svo vildi til að einhverjir Islendingar utan að, væru hér á ferð um það leyti, ættu þeir að nota tækifærið og vera með okkur það kvöld. Mér væri sönn ánægja í því að veita þeim upplýsingar og aðstoð, ef þeir væru ókunnugir hér. Og í því skyni set eg hér utanáskrift mína og símanúm- er: 1414 Greenleaf Ave., Evan- ston, 111., sími Greenleaf 0436. Svo höfum við íslenskan konsúl hér nú, og er það maður sem er fslendingum vel kunn- ur, Mr. Árni Helgason; veit eg að hann er altaf boðinn og bú- inn að veita ferðafólki sitt lið- sinni. Um starfsmál Vísis get eg það sagt, að aðalmálið á dag- skrá þennan vetur, eru dreng- irnir okkar sem í herinn eru farnir. Þeir eru 7 frá þessum hóp sem tilheyrir Vísir, en verða mikið fleiri áður langt líður, vegna lækkunar á ald- urstakmarki. Nefnd hefir ver- ið kosin til að sjá um þetta málefni, og veit eg vel að fólk er mjög samhuga um að gera alt það sem okkur er unt til að gleðja drengina í hernum, bæði með smágjöfum og bréfaskrift- um. Öllum er vel kunnugt um hvað þeir virða það mikils. Seinna þegar vorar er eg vís að senda línu í blöðin og láta ykkur vita hverju framfer með- al Islendinga í Chicago. Á tíðina má maður ekki minnast, styttir það því öll fréttabréf og sendibréf, þegar ekkert má um veðrið tala, það var oft svo þægilegt að grípa til þess, þegar menn voru að fylla út fréttadálka sína, og höfðu þá stundum lítið annað að segja. S. Arnason SUNDURLAUSIR ÞANKAR Eftir Rannveigu Schmidt Það var eftirtektarvert það sem hann Thor Thors sendi- herra sagði í grein sinni í Heimskringlu fyrir skömmu, að Islendingar ættu að spara fé það, sem þeir nú græða, safna því fyrir í bönkunum og nota það svo, þegar tímarnir verða erfiðari. Mér fundust þetta mjög skynsamlegar hugleið- ingar og ráð hjá sendiherran- um . . . en hverng í dauðanum á að fara að kenna Islending- um að spara? Engin er örari á fé en landinn — hann á það bara ekki til að fara varlega með peninga . . . eða hefi eg á röngu að standa? Er það ekki skrítið, hvað við íslendingar erum fljótir til með að finna að því hver við annan og á prenti, þegar eitthvað fer aflaga okk- ar á meðal, en ef útlending verður á að finna að einhverju íslenzku við okkur — sá fær nú ekki alveg að deyja í synd- inni. . . Að fólk, sem heima á í sólarlöndum, eins og Californíu og Floridu, sendir altaf jóla- kort með myndum af snjóþöktu landslagi. . . Hvað margir karl- menn halda að það sé létt og leikur, að “veiða” fráskildar konur — og hvað þeir oft verða fyrir vonbrigðum, skinnin. . . Hvað ótrúlega margir gleyma aðalatriðinu, þegar þeir segja sögur . . . eg þekki jafnvel mann, sem altaf er að segja sögur — og hann er annars ekkert heimskur, greyið — en við vitum sjaldan hvar eða hvenær sagan gerðist, né held- ur hver upplifaði söguna og aldrei nokkurntíma vitum við hvað sagan eiginlega var um. Margt er minnisstœtt . . . Þegar við vorum boðin til miðdags í Santa Barbara í Californíu á dögunum og þar var nýnæmi á borðum, en það var hákarl, sem Santa Barbara- fólkið er farið að borða síðan kjöteklan komst á; hákarlinn var steiktur og bragðaði vel — en því miður varð eg ekki vör við neitt brennivín. . . Amerískur. hermaður einn MAGNÚS INGIMARSSON Dáinn 30. nóv. 1942 í Wynyard. Sask. Af fornum stofn er fallinn hlynur, ei feigðin spyr, hve djúp sé und. En Islands son og einkavinur þú alt varst fram á hinstu stund. Við feðraarf, á fornum slóðum, hann festi besta yndið sitt en oftast fann, með öðrum þjóðum sig útlending, í hópnum mitt. Að leggja á útleið yfir hafið og eiga lítið nema kjark, það hefir margan hraustann tafið, en hann leit þar sitt æfimark. Og fátt er dýpri dráttum litað á dögunar spjöldum þessa lands né hugdirfð, þoli og heiðri ritað sem hetjusaga landnemans. Eg þekti ei mann sem fróðleiks fýsti og fúsar sénhvers lærdóms naut. Því það, að nema líf hans lýsti, sem leiðarviti um æfibraut. Hann sagði fátt, en sótti að grunni í sannleiksleit um rökfært mál en fleipur ei né flaður kunni og fyrirleit alt hjóm og tál. Hann áleit skyldu sína og sinna í samferð greiða manna leið, af góðvilja og gagnsemd vinna þá gerð er lifði runnið skeið, því það kvað víst, að eðlið ætti í instu rótum sérhvers manns, sinn einkarétt að alheimsmætti sem ætti að fylla lífið hans. Á tilverunnar trúðir herra, og treystir dýrð og mætti hans, kvaðst áframhaldið aldrei þverra um alla geima himnaranns, því var þér ríkt, með rómi brýnum að rita um það og færa í ljóð, og víða glóði í vísum þínum af vitsmunum og skygnis glóð. Með kærri þökk skal kveðjan hljóma, við kistu þína, vinur minn, í upprisunnar undra ljóma er eilíf-bjart um svipinn þinn. Og þau sem kunnu þig að meta og þitt hið besta ferðalín, þau vildi gjarnan viljug feta í valinkunnug fótspor þín. T. T. Kalman í Þega dagblað i Þýzkalandi kostaði 90 miljónir marka. . . Það var frægi hollenski mál- | arinn Max Beckmann sem sagði: “lífið er erfitt — eins og kanske allir vita nú orðið.” Hún Lauga okkar hefir það fyrir satt, að hjónabandið sé ekki neitt rósabeð, heldur sé það orustuvöllur. . . ORÐSENDING var að biðja afsökunar á film- unni “ísland” í einu Reykja- víkurblaðinu fyrir nokkru. Það er nú ekki laust við, að filman sú þurfi afsökunar við . . . því- lík endaleysa . . . þar tókst nú Hollywood verulega upp! En þeir sem leggja í vana sinn að skoða amerískar filmur urðu ekki neitt hissa á því, að alt var vitlaust og bjagað í film- unni; að jafnvel þegar setningu var varpað fram, sem átti að vera íslenzka, þá var það “ó- vart” norska. Og að leikararn- ir, sem fóru með íslenzku hlut- verkin, hegðuðu sér allir eins og fífl . . . það er sem sé siður í Hollywood, að í hvert skifti, sem útlendingur er sýndur á filmu — og það gildir einu hverrar þjóðar hann er — þá er hann látinn koma fram á sjónarsviðið eins og fábjáni. Ameríkumenn yfirleitt láta sig litlu skifta Island eða íslenzka menningu — það finnast auð- "CHIDDINGFOLD' NÝR BREZKUR TUNDURSPILLIR Á myndinni sjást kanónugötin á frams tafni þessa mikla skips, sem er eitt af nýrri skipum Breta er sérstaklega eru notuð til aðsókna á óvina skip. “Chiddingfold” heyrir »til þeim flokki herskipa er nefnd eru Hunt Class. vitað undantekningar — það sem þeir hafa áhuga á og Is- landi viðvíkur er bara það eitt, að amerískir hermenn hafa bækistöð sína þar sem stendur . . . þó er engin ástæða til að láta taka sér þetta nærri eða firtast við ameríkumenn út af þessu . . . þegar öllu er á botn- inn hvolft: hver er upptekinn af sínu. . . Að grænmeti með hrærðu smjöri var» forréttur miðdegis- verðarins á flestum dönskum heimilum á sunnudögum. . . Að tvö nöfn eru nú mest í tízku í Bandarikjunum, telpu- krakkar eru skírðir Karen og drengir Christopher. . . Hvað íslenzka oft hefir orð yfir það, sem önnur mál hafa ekki; t. a. m. orðið “hraðlýg- in”. . . Að engra þjóða hermenn eru í eins velsniðnum einkennis- búningum og Bandaríkjaher- menn. . . Að í Belgíu hneptu þeir mann í varðhald á dögunum, vegna þess, að hann lét skíra son sinn Winston. . . Hvað við blessuðum þá á- gætu stýrimenn á Gullfossi, Loft og Kjaran á árunum í Höfn, þegar þeir færðu okkur að gjöf stórar kippur af ís- lenzkum rjúpum að heiman . . . og nú eru meir en 17 ár síðan maður bragðaði þann himna- ríkisrétt. . . Einhver skringilegasti máls- hátturinn sem til er: “eg ætlaði ofan hvort sem var,” sagði kerling — hún datt niður stig- an. . . Þegar eg einu sinni heyrði mann kvarta undan því við stúlku, að hún notaði vara- smyrsli, sem smitaði af — “þú ættir að nota samskonar vara- smýrsli og konan mín notar”, sagði hann. . . Kæri ritstj. Stefán Einarsson: Eins og innihald greinar þessarar sýnir, hefi eg ástæðu og einnig löngun að biðja þig að gera svo vel og birta þessar linur í Heimskringlu. Til leið- réttingar á öllum frekari og áframhaldandi misskilningi, hjá því fólki, sem hefir samúð og hlýleik með því máli, sem bréfritari þess bréfs hefir, er eg vitna til, skrifað 9. des. f. á., vil eg taka nokkrar málsgrein- ar úr nefndu bréfi til birtingar. Ef þú vilt gera mér þann greiða sem eg þá um leið þakka þér kærlega. Vona eg að bréfritarinn mis- virði það ekki við mig, þar sem nafn hans verður ekki undir- skrifað og bréfsefnið heldur ekki líklegt að verða neinum að tjóni, svo hvort hann heitir Jón úr móunum eða Jón úr mýrinni, Jón skakki, eða ein- hver annar Jón, eða þá hann i heitir eitthvað annað en Jón, | kemur það trauðla að sök. Þá kem eg aftur að þessu dreng- lynda, velhugsaða og vel skrif- aða bréfi. (Þætti mér ánægja að mega birta það alt). “Eins og þú munt minnast, var drepið á það í íslenzku vikublöðunum í sumar (eg man ekki orðalag) nokkru áður en Birgir sonur þinn fór til New York á söngskólann að benda Islendingum til þátttöku, að taka höndum saman og létta honum námsróðurinn. En þar sem ekki hefir verið hreyft við I þessu í blöðunum síðan, þá j vita víst fáir hvernig sakir standa. En telja víst að þarna eigi Þjóðræknisfélagið hlut að máli. Er því vel farið, þar eð eg veit að býsna mörgum ís- lendingum sé það hugleikið, að Birgir sé rétt hjálparhönd, meðan hann er að vinna þenn- an erfiða, en um leið hugljúfa listasigur. Það verður ekki efa mál, að vel verður tekið á móti Birgir, þegar hann kemur í heimsókn úr austurvegi, með þrjá eða fjóra auka bókstafi, fyrir aftan nafnið sitt. Þá verða bæði ís- lendinga félög og utanveltu gosar samtaka. Og nú dettur mér í hug “Labbakútar og Spenamenn,” sem voru látnir tákna. alla Vestur-fslendinga hérna á árunum. Þú kanske sendir mér Mnu einhverntíma og lætur mig vita, hvort þjóðræknin hefir lagt þarna spítu á þína lóð. En í millitíð bið eg þig að koma þessum seðli (sem er innlagð- ur með þessu bréfi) til sonar þíns, ásamt hugheilli ham- ingjuósk frá okkur hjónunum, um leið og þú sendir honum þína eigin jólakveðju.” | Svo, eins og eg tók fram í upphafi þessarar orðsendingar, eða hvað annað það má kall- ast, viðvíkjandi, leitandi upp- lýsinga á því máli, sem þessi örláti velunnari Birgis skrifar um, vil eg taka tækifærið j gagnvart öllum þeim mönnum og konum, sem eru likt hugs- andi og um leið jafn ókunnug- ir, öllum formálanum. Þjóðræknisfélagið eða þjóð- ræknin hefir ekki verið á nokkurn hátt hjálp til Birgis, hvorki í framkvæmda né fjár- hagslegu tilliti, hvorki í sam- bandi við Birgis ferð og dvöl í New York, eða tímann sem hann dvaldi í Winnipeg. Get eg því miður ekki tilfært hvar PANTIÐ GARÐSÆÐIÐ SNEMMA ALVARLEGUR SKORTUR ER A ÝMSUM TEGUNDUM C E LT U C E NÝRJARÐ- ÁVÖXTUR Hinn ágætasti fyrir garða i Canada. — Spónnýr. Að notkun og bragði sambland af celery og lettuce. Hrár Celtuce er not- aður sem celery. — Soðinn lítur hann vel úr og er mildur á bragð, sem minnir í senn á celery, let tuce, asparagus, broccoli, eða sum- __ _ mer squash. Vex á 90 dögum hvar sem er. Við sendum fullkomnar reglur fyrir sáningu og notkun. Farðu ekki þessa nýja á- vaxtar á mis. Yfir 130,000 garðyrkju- menn voru ánægðir með hann 1942. (Pk. 250 sœði 15$) (2 pk. 25$) (i/2 oz. 65$) (oz. $1.25) póstgjald greitt. FRl—Ný, stór 1943 útsœðis og rœkt- unarbók—Betri en nokkru sinni fyr. DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO $]iiiiinniiinMiiiiiiiioiiiiiiiii!iniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiioiiiiiim} 1 INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile STRONG INDEPENDENT § COMPANIES | McFadyen f j Company Limited j | 362 Main St. Winnipeg § Dial 93 444 ............inmmiiiiiiuiiuiiiiiiiinmmmiiitS þessi misskilningur hjá fólki hefir upptök sín. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og hr. Thor Thors unnu að því sameiginlega að útvega Birgir vegabréfið til Bandaríkjanna. Gekk það fljótt og vel. Er eg innilega þakklát dr. Jóhannes- son og hr. Thors fyrir þá að- stoð. Sjálfri mér tileinka eg þann góða árangur og úrslit peningamálanna. 1 fjögra mán- aða dvöl minni í Winnipeg síð- astliðið sumar og með milli- göngu eins bankans í Winni- peg, fékst leyfi frá Board of Foreign Exchange í Ottawa, að þessi sami banki greiddi Birgir mánaðarlega upphæð til Bandaríkjanna (í bandarískum penginum). Flestir vita að þessi liður fjármálanna er mjög erfiður nú sem stendur (Mtt fáanlegir pen- ingar). Vorum við Birgir svo heppin, að sá maðurinn, sem við höfðum með að gera í þessu fjögra mánaða ferðalagi inn og út í bankana, dag eftir dag, viku eftir viku, var maður með mannlegum eiginleikum sem nefnist: sál, skynsemi og til- finning. Það er ekki æfinlega að alt þetta fyrirfinnist á ein- um stað. Var þessi banka- maður því mikill hjálparkraft- ur í hinum góðu úrslitum. Fer eg svo ekki í frekari “ferða- hugleiðingar” um málið, þar sem aðalatriðinu er siglt 1 góðsvonar höfn. Birgir náði landgöngu á fyrirheitna land- ið, — honum líður að öllu leyti það ákjósanlegasta, hann er í höndum meðal bestu kennara New York borgar. Kennararn- ir eru f jórir, tveir söng og tveir tungumála kennarar, svo hefir hann fengið dálítið starf hjá Metropolitan sem “curtain boy”, (dregur tjöldin upp og niður eftir því sem til þarf)- Um leið og Birgir hefir feng- ið það fullkomnasta tækifæri að sjá og heyra allar óperur, (fimm á viku), kynnast öllum hlutum, umgangast, kynnast artistunum persónulega, e1^ honum einnig borgað fyrh “curtain boy”-starfið. Af því eg veit að margir hafa gaman af að heyra eitthvað af Birgir síðan hann fór, eru þess- ar línur þeim skrifaðar. “Þess ber að geta, sem gert er”, ser-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.