Heimskringla - 13.01.1943, Page 3

Heimskringla - 13.01.1943, Page 3
WINNIPEG, 13. JAN. 1943 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Nýársósk til Vestur-Islendinga Eg sendi yður óskir míns andlega manns: Að árið hið komanda megi á veg yðar breiða sinn blómfríða krans, og blessun á sérhverjutn degi. Já, hvert sem þér berist um hauður og höf * og hvað sem að vegunum breytir, þá hljótið þær heillir sem guðlega gjöf, þá gæfu, er hamingjan veitir. Eg ann yður,' hvað sem að hlutskiftið er, og hvað sem þér talið og iðjið, og hverja þá lífsmynd er sál yðar sér, hvern sannleikans veg er þér ryðjið. Vor kynferðis einund — og kraftur vors máls, mun knýta það band sem að heldur. Svo látum ei gortara teygja til táls það tal, er oss sundrungu veldur. Því hver, sem það mál er vor móðir oss gaf, vill myrða og grafa í sandinn, er ætternis Loki—hans skrumkenda skraf er skrílsdrykkur, lævisi blandinn. Nei, látið ei leggja yður helsi um háls, né hrekja úr virðingar sætum. Vér frelsinu unnum—og erum nú frjáls, ef aðeins vér skyldunnar gætum. S. B. Benedictsson staklega þegar það er af betra taginu. Svo áður en eg skrifa nafn mitt undir þessar línur vil eg nefna kennara Birgirs í Winnipeg með þakklæti, fyrir þann ágætis undirbúning, þá réttu undirstöðu, sem hann gaf honum (Birgir) í raddsetningu, Þann mest áríðandi part í byrj- un söngnemenda. Fyrir þess- ar kenslustundir, sem hr. C. Milhau gaf Birgir, naut hann þess að komast í hendur eins af bestu kennurum í New York. Hafði hann stöðugt orð á því í fyrstu lexíunum í haust, hvað Birgir hefði haft góðan “voc- al” kennara i Winnipeg. Set eg þessar leiðbeiningar til allra þessara yngri landa okkar, er hafa söngrödd og ætla að hag- nýta sér hana. Er svo von mín og ósk, sem allra annara, að árið 1943 færi öllum heiminum frið, hvild og endanleg úrslit frá þessu hryllilegasta tímabili, sem eng- ar sögur veraldarinnar hafa skráð þessu líkar. Með kærri kveðju, Ingibjörg L. Halldórson FÍFLDIRFSKAN YIÐ NIAGARA Niagara-fossinn dregur hug- dirfskumenn og voghálsa að sér með ómótstæðilegu afli. Fjöldi af fífldjörfu fólki, körl- um Qg konum, hefir lagt sig í lifshættu, í von um fé og frægð, með því að dansa á haðli uppi yfir svelgnum, eða að fara í fossinn i tunnu, reyna að synda í straumfallinu undir honum, eða að fara fram af fossinum í báti. Ýmsir hafa látið lífið í fossinum; en ótrú- lega mörgum hefir hepnast að komast lífs af. Aðeins einn maður hefir þó unnið sér heimsfrægð og auð fjár á þann hátt. Það var hinn franski maður Blondin, sem árin 1859 og 60, “Frakklandi til heiðurs” og fyrir ærið fé, dans- aði á kaðli, er strengdur var yfir svelginn. Meðal áhorfend- anna var prinsinn af Wales og fyrv. forseti Bandaríkjanna, Millard Filmore. Ríkisstjórar, rniljónamæringar og tízku- menn neru þar olnbogum við almúgann og ruslaralýðinn. — Tugir þúsunda af fólki streymdu þangað, með skemti- snekkjum og járnbrautarlest- um, til að horfa á er línudans- arinn, stundum með poka um höfuð sér, sýndi hin ótrúleg- ustu leikbrögð, í því nær 200 feta hæð, uppi yfir klettunum og hinu freyðandi vatni. Fjár- glæframenn veðjuðu um það, .hvört Blondin kæmist lífs af; og var það veðfé mörgum sinn- um meira en sú upphæð, sem áhorfendurnir skutu saman handa Blondin. Það er í frá- sögur fært, að einn af þeim fjárglæframönnum hafi skorið sundur eitt stuðningsbandið, til þess að Blondin skyldi láta lífið. Faðir hans hafði verið einn af hermönnum Napoleons. — Hann sjálfur hét fullu nafni Jean Francois Gravelet Blon- din. Hafði hann unnið sér all- mikið álit í Evrópu, sem línu- dansari. Þegar hann gerði heyrinkunnugt að hann hefði í hyggju, að ganga á streng yfir Niagara, breiddu blöðin þá fregn út sem mest þau máttu, hér í landi og erlendis. Á leið- inni vestur yfir hafið stökk hann í sjóinn og bjargaði há- seta sem hafði fallið útbyrðis. Útbúnaður Blondins við Niagara var aðeins kaðall, þrír þumlungar að þvermáli, sem Canadamegin var festur i klett; en Bandaríkjamegin var notuð vinda, sem hestar sneru, til að strengja á honum. Þrátt fyrir það, seig kaðallinn 50 fet á miðri lengdinni, sem var 1100 fet. Stuðningsbönd lágu, með 20 feta millibili, frá kaðlinum yfir á fljótsbakkana. Pokar, fullir af salti, voru hengdir á þessi stuðningsbönd, til að halda þeim strengdum. Þó var langur spölur, yfir miðju fljót- inu, sem engin stuðningsbönd náðu að; og þar sveiflaðist kaðallinn eins og risavaxið hengirúm. Þegar Blondin lýsti yfir, að hann ætlaði að ganga á kaðlinum þann 30. júni, 1859, varð öll þjóðin i uppnámi. Ó- tölulegur fólksfjöldi stóð á báðum fljótsbökkunum, sat í sætum sem þar höfðu verið bygð, eða borgaði ærið fé fyr- ir góðar sjónstöðvar á húsa- þökum. Menn veðjuðu stórfé um það, hvort Blondin kæmist yfir fljótið; eða að hann misti móðinn á siðasta augnabliki, og hyrfi frá áformi sínu. En taugar Blondins voru í góðu lagi. Á tilteknum tíma steig hann upp á kaðalinn, með 50 punda jafnvægisstöng í hendi sér og gekk rösklega frá bakkanum Bandaríkjamegin yfir á miðjan kaðalinn. Þar settist hann niður, stóð upp aftur, gekk enn lítinn spöl og lagðist siðan flatur á kaðalinn, með jafnvægisstöngina liggj- andi á brjósti sér. Þegar hann stóð upp stakk hann sér koll- hnýs aftur á bak; og hélt síðan áfram yfir á bakkann Canada- megin. Canadisk hljómsveit hóf þá upp lagið við Massiliu- braginn; en hljóðfærasláttur- inn heyrðist ekki, vegna fagn- aðarláta mannfjöldans. Eftir 20 mínútna hvíld lagði Blondin af stað aftur, yfir fljótið; og bar þá stól í hendi sér. Yfir miðju fljótinu setti hann stól- inn á kaðalinn; og sjálfur sett- ist hann á stólian. Hanrv steig á land óþreyttur og rólegur í hug, einni kl.stund eftir byrj- un ferðarinnar. Blondin gekk á kaðlinum í annað sinn þann 4. júlí (þjóð- minningardag Bandaríkjanna) og í þriðja sinn á bastíludag- inn, þann 15. júlí. Auk þessara ferða lék hann iðulega ýmsar listir á kaðlinum, svo sem, að standa á höfði, dansa, eða að taka með sér borð og stól og neyta málsverðar yfir miðju fljótinu. Stundum fór hann yfir það að næturlagi, við glætu af eimreiða Ijósum, sem þó’voru slökt þegar hann var kominn skamt áleiðis, svo hann hlyti að halda áfram förinni í myrkri. Hann fór einnig hættuför þessa með bindi fyrir áugum sér; og með fætur sína í körfum. Tvisvar gekk hann aftur á bak yfir fljótið; og hann gekk einnig yfir það á gang- stöngum (“stilts”). Einu sinni rendi hann flösku, bundinni á streng, niður á þilfar gufubáts- ins “Maid of the Mist” og dróg upp aftur flösku með svala- drykk í. En atvikið sem mesta aðdá- un vakti var þó það, að hann eitt sinn bar mann á háhesti sínum yfir fljótið. Hann hafði boðið mikið fé hverjum þeim, sem þyrði að láta hann bera sig. Nokkrir höfðu þegar gef- ið sig fram, horft niður á fljót- ið og hörfað til baka. Að síð- ustu ákvað Harry Colcord, að- stoðarmaður Blondins, að hætta á það. Áhorfendum hafði stöðugt fjölgað, þvi oftar sem Blondin lék listir sínar; og dag þennan, í ágústmánuði, var fólksfjöldinn áætlaður um 300,000 manns og var það fleira en nokkru sinni fyr. Á tilteknum tíma gekk Blon- din fram, klæddur nærskorn- um, fagurlega litum fatnaði; og Colcord, klæddur venjuleg- um viðhafnar-búningi, klifraði upp á herðar hans, setti fætur sína í ístöð og hagrœddi sér þeim reiðtýgjum, sem til þessa höfðu gerð verið. Þeir veifuðu höndum til áhorfenda og lögðu af stað. Varfærnislega þokað- ist Blondin áfram. Þegar hann var kominn hér um bil 150 fet, þurfti hann að hvíla sig; og bauð Colcord að stíga af baki, sem snöggvast; lá þá nærri að hann misti kjarkinn; og þetta var heldur ekki i áætluninni. En hér lá Mf við; svo að hann lét sig síga niður, þar til fætur hans náðu kaðlinum, stóð þar, hélt dauðahaldi um mjaðmir Blondins og saup hveljur. Eftir litla stund skipaði Blondin: “Farðu á bak aftur!” Þegar hvíld var tekin næst, hélt Blon- din hatti sínum með útréttum armlegg. En niðri á fljótinu, á )ilfari bátsins “Maid of the Mist,” stóð John Travis, sem alkunnur var fyrir skambyssu- skot sín. Hann skaut á hatt- inn; Blondin skoðaði hann og gaf merkið: “Nei”. Travis skaut aftur; en hitti ekki hatt- inn. Eftir þriðja skotið veifaði Blondin hattinum glaðlega; skotið hafði farið í gegn um hann. Yfir miðju fljótinu, þar sem engin stuðningsbönd voru á kaðlinum, og hann því þar ó- stöðugastur, lá nærri að Blon- din misti vald á jafnvægis- stönginni, svo að hann fór að hlaupa. En þegar hann kom að fyrsta stuðningsbandinu, þar sem hann hafði ætlað að hægja hlaupin og ná fullu jafn- vægi, lá bandið slakt; einhver hafði skorið það sundur á fljótsbakkanum. — Blondin neyddist því til að halda áfram að hlaupa; hann náði jafnvægi og komst að heilu og höldnu að næsta stuðningsbandi, sem enn var traust. Þar fór Col- cord af baki aftur; og að síð- ustu náðu þeir til lands, þar sem mannfjöldinn, hrifinn af taugaæsingu, hjálpaði þeim til jarðar. Fjörutdu árum síðar skrifaði Colcord: “Endurminning þess dags hverfur mér ekki. Eg sé enn fljótsbakkana, með fólks- fjöldann; eg Mt niður á svelg- inn, langt niðri; eg finn Blondin rasa og riða, þegar þrælmenn- in höfðu reynt að tortíma okk- ur; eg finn að hann fer að hlaupa, til að reyna að bjarga lífi okkar. Þegar þessar end- urminningar ná valdi á mér, stekk eg á fætur, löðrandi í köldum svita.” Blondin fékk þó meirihluta launa sinna þegar hann kom aftur til Evrópu. Hann lék lengi, fyrir fullu húsi, í Kry- stalshöllinni í Lundúnum, á kaðli sem var í 170 feta hæð frá gólfi. Árið 1896, er hann var 72 ára að aldri og févana, lék hann á kaðli í Belfast, gekk þar á gangstöngum og steypti sér kollhnýs. Hann dó ári síð- ar, — í rúmi sínu. En einhver slægur náungi hafði áður fé- flett hann. Ýmsir reyndu að líkja eftir Blondin; jafnvel á meðan hann sjálfur var að leika. Signor Ballini gekk á kaðli yfir fljótið, fyrir ofan strengina með poka um fætur sér, árið 1860. Hann bar einnig mann á herðum sér. Og árið 1865 gekk Bandaríkja- maðurinn, Harry Leslie, yfir fljótið á kaðli. En 1876 var það konan María Spelterini, sem hætti sér út á kaðal, er var aðeins 2 þuml. að þver- máli. Siðar gekk hún á hon- um, bakka á milli, með hendur og fætur í höftum. Þó sýndi Englendingurinn, kafteinn Matthew Webb, meira hugrekki en nokkurn annar. Hann hafði synt yfir Ermar- sund; og árið 1883 tilkynti hann það áform sitt að koma hingað vestur um haf og synda yfir Hringiðustrengina. Skamt fyrir neðan fossana þrengist farvegurinn, svo að því nær helmingur af afrensli megin- landsins brýst í gegn um klettagljúfur, sem er aðeins 400 fet á vídd. Straumhraðinn verður þar alt að 40 mílum á kl.stund. Nokkru neðar er hin alræmda Hringiða, hylur einn, 60 ekrur að stærð, þar sem vatnsmegnið þyrlast í hring með feikilegum krafti. Fljótandi hlutir sem kastast í þá iðu, snúast þar einatt í kring, eina kl.stund eftir aðra, án þess að menn, er standa á bökkunum, geti náð þeim. — Stundum dragast þeir í kaf, og Frh. á 5. bls. MIÐAÐ í MARK A ÞÝ2KAR MIÐSTÖÐVAR AF BANDARÍKJA FLUGMÖNNUM í aðsókn er Amerikumenn gerðu á þýzk forðabúr í lernumdu löndunum, hæfðu þeir nálega með hverri prengju vörugeymsluhúsin, forðabúrin og járnbrautirnar. /Tyndin gefur nokkra hugmynd um þessa skotfimi og þær fleiðingar er henni fylgdu. Pig marketings during 1943 must be substantially greater than in 1942 if Britain’s needs and Canada’s requirements for bacon and pork are to be supplied. If adequate care is given the sow and young litter one million pigs otherwise lost each year can be added to this year’s marketings. PIG PRODUCERS ARE ASKED TO MAKE EVERY EFFORT TO REDUCE LOSS The strength and health of little pigs at birth and for several weeks after farrowing depends to a large extent on the care and feeding of the sow before farrowing. START NOW to assure strong healthy pigs by providing the sow with: 1. Outdoor exercise every day if possible. 2. Dry, airy, draft free quarters. 3. Sufficient feed to build up a reserve for nursing. 4. Minerals, proteins and vitamins. For further information consult your Provincial Department of Agriculture, Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock Office of the Dominion Department of Agriculture. v ms AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.