Heimskringla


Heimskringla - 13.01.1943, Qupperneq 4

Heimskringla - 13.01.1943, Qupperneq 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JAN. 1943 IFleintskrmgla (StofniU! 18SS) I Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borglst íyrirfram. Allar borganír sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Rttstjóri STEKAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 13. JAN. 1943 SPÁIR AÐ STRIÐINU LJÚKI Á ÞESSU ÁRI Menn eru ekki sparir á spádóma við byrjun nýs árs, enda hefir miklu rignt niður af þeim undanfarna daga. Rætist þeir ekki allir, verður að muna, að það eru aðeins spádómar. Ekki vitum vér hvað framsýnn höfundur eftirfarandi greinar er, en hitt er víst, að hann hefir af ítarlegri rannsókn og þekkingu á hernaðarmálum oft farið nær um hið sanna um eitt og annað stríðinu við- komandi. Hann er fregnriti og hefir eytt æfinni á stríðsárunum bæði í Rúss- landi og á Þýzkalandi. Nú er hann í New York. Heitir hann Max Verner og munu margir Islendingar hafa lesið meira og minna eftir hann. Hér á eftir fer spádómur hans um stríðið: Á þessu vori verður herstyrkur banda- þjóðanna orðinn talsvert meiri en öxul- þjóðanna. Því fylgja þau stramhvörf, að bandaþjóðirnar munu þá verða komnar í sóknar-aðstöðu. Evrópa sú er Hitler ræður nú yfir, verður þá hernaðarvígi, umsetið af bandaþjóðunum. Þá byrjar stríðið fyrir alvöru um Evrópu. Eg hika ekkert við að segja frá ástæð- um þeim er eg byggi skoðun mína á. Allar spár um afdrif hernaðar, hvíla á nákvæmum útreikningi á fyrirætlunum herforingjanna og fenginni reynslu í stríðinu. Breytingar eiga sér oft snögg- lega stað í augum almennings, en þær eru í raun og veru aldrei nýungar í hern- um. Hann er við öllu búinn hvernig sem fer. Sé ekki um því lengri tima að ræða, sem með þarf til að gera hlutina eru engin vandræði að fylgjast með þeim. I grein er eg birti síðari hluta ágúst- mánaðar hélt eg því fram, að á árinu 1943 gæti sézt fyrir endalok stríðsins. Mér var þá vel kunnugt að nánari sam- vinna bjó undir niðri hjá Bretum, Banda- ríkjamönnum og Rússum um ákveðnari sókn á hendur Þýzkalandi á árinu 1943, en áður. Innrás Bandaríkjahersins í Norður-Afríku og ófarir Þjóðverja nú í Kákasuslöndunum, gefa góðar vonir um að umsátrið um Evrópu sé að verða veru- leiki. Það duldist og ekki þeim, er með stríðinu fylgdust á Rússlandi, að Hitler var að taka alt bit úr sverði sínu til sóknar með því að æða yfir eins mikið og hann gerði á 9iðast liðnu sumri í suður hluta Rússlands, enda hefir hann nú sókninni tapað vegna þessa, ef til vill fyrir fult og alt. Á þessum vetri halda Bretar og Banda- ríkjamenn áfram að efla lið sitt í Afráku. Herútbúnaður þeirra þar, verður brátt meiri en Hitlers. Má það þakka hinni auknu hergagnaframleiðslu Bandarikj- anna. Þýzka ríkið getur nú ekki lengur bætt sér tap sitt. Her Hitlers i Rúss- landi, hefir verið miklu ver útbúinn til sóknar, að flugförum og skriðdrekum á árinu 1942, en hann var 1941. Herlið Þjóðverja er iðulega þreytt og uppgefið andlega og líkamlega vegna þess sem á það ex lagt. Ferskt lið frá Bandaríkj- unum búið nýjum vopnum, er vegna þessa mikilvægara. Það á að mæta liði með slitin vopn og sem sjálft er þreytt og hefir tapað allri trú á sigur. Það er ávalt að verða erfiðara fyrir Þjóðverja, að senda á vigvöll stórar liðsveitir, vel vopnum búnar og með varaliði og full- komnum viðgerðaráhöldum og plíuforða. Hver bandarísk flugsveit, hver skrið- drekadeild og hver liðsveit, sem til Af- riku eða Evrópu er send á vígvöll, flýtir fyrir bandaþjóðunum að ná yfirhönd- inni. Þetta verður því ljósara, sem stríð- ið heldur lengur áfram. Með vorinu (1943), verður það þrent, sem breytt hefir afstöðu stríðsþjóðanna til muna. Hið fyrsta er striðið í vetur á Rússlandi, annað AfríkU'hernaður Breta og Bandaríkjamanna og hið þriðja er ástandið á Italíu. Þegar bandaþjóðirnar hafa náð Af- ríku á sitt vald, og sem gera má ráð fyrir fyr en síðar, að minsta kosti með vorinu, vandast málin fyrir Hitler. Frá Afríku er hægt jafnvel á mörgum stöðum í einu að gera árásir á Suður-Evrópu. Þá verð- ur það Hitler, sem spurningin um hvar næst verði sótt á, veldur áhyggjum. — Strandlengja Suður-Evrópu er ekki víg- girt og verður ekki, vegna þess að hún er of löng til þess. Möguleikar með flutninga í Suður^Evrópu, eru hinir erf- iðustu fyrir landsvarnir þar. Það eru, sem dæmi, engar járnbrautir, er hægt væri að senda herlið með í skyndi frá Suður-Frakklandi til Balkanskagans. — Það verður algerlega ókleift að skipu- leggja varnir Suður-Evrópu, svo að úr því verði nokkur heildar-vörn eða öryggi gegn innrás. En þetta er nú ekki nema lítið eitt af þeim erfiðleikum, sem Hitler horfist í augu við með vorinu. Italía verður fyrsta áhyggjuefni hans og er það nú þegar orðin. Hún gefst áreiðanlega upp innan 10 mánaða. Þar er farið að grafa um sig vonleysi um sigur öxulþjóðanna og andúð gegn áframhaldi strfðsins; hatrið til Þjóðverja vex með hverjum degi. Italía er hernaðarlega hættuleg- asti staður öxulþjóðanna. Hún er nú þegar byrði fyrir Þýzkaland og ekkert annað. Það væri talsvert auðveldara fyrir Þýzkaland, að verjast bandaþjóð- unum á norður landamærum Italíu í Alpafjöllunum, en að verja strendur ItaMu fyrir innrás. En mesta hættan sem Hitler horfist nú í augu við, er á vígvöllum Rússlands. Það er þar sem hætt er við að liði hans muni blæða á komandi mánuðum. Vet- urinn á vígvöllum Rússlands, er hættu- legri en nokkur annar tími. Flutnings- vagnar Þjóðverja notast þar illa og beztu sóknarvopnin einnig. Yfir vetur- inn er Þjóðverjum því ekki aðeins ókleif sókn að nokkru ráði, heldur eru hreyf- ingar allar fyrir herinn erfiðar. Vetur- inn 1941-42, töpuðu Þjóðverjar afar miklu af skriðdrekum sínum á vígvöll- um Rússlands. Þeir hafa ekki síðan getað bætt sér það tap og byrjað sókn, eins og þeir áður gerðu. Og nú eiga þeir við annan vetur að stríða í Rúss- landi og horfast nú í augu við meiri hættu, en á síðast liðnum vetri. Suður af Stalingrad og í Kákasuslöndnumu er nú her Þjóðverja umkringdur og bjarg- arvon hans litil. Með vorinu er liklegt, að herinn verði víðar lamaður á víg- völlum Rússlands. Þá eru engar líkur til að Hitler geti hafið stórkostlega sókn eins og á sumrinu 1942. Á árinu 1943, er sennilegast að her Hitlers í Rússlandi, verði lítils megnugur og verði að láta sér vörn nægja, en rauði herinn hafi sóknina og hafi svigrúm til að koma henni við, þar sem mests árangurs er af henni að vænta. Hvað gerir 'þá Hitler á mánuðunum, sem í hönd fara og með vorinu? Hann mun óefað ganga hart eftir því, að þjóð hans geri sitt bezta. Hann mun reyna að framleiða meiri og betri vopn, en áður. Hann mun kalla alt varalið sitt í herinn og nota birgðirnar meðan nokk- uð er eftir. Hann mun reyna að efla her sinn á hvern þann hátt, sem hann getur hugsað sér, til þess að vera við því búinn, er með vorinu er von á og þegar úrslita hernaðurinn byrjar. Hann býr sig nú til varnar. Og þá vörn reiðir hann sig á að geta gert nógu sterka til þess, að Bretar og Bandaríkjamenn hefji ekki innrás í Evrópu neins staðar og vonar, ef því verði varnað, að Rússinn verði ekki svo öflugur til sóknar, að hann fái ekki varist honum. Þetta er það sem Hitler byggir á vonir sínar á árinu 1943. En það er enginn leikur fyrir Hitler, að gera varnir sínar eins öflugar og með þarf. Hann verður í fyrsta lagi að efla svo her sinn, að hann sé fær til varnar. Um haustið 1942, byrjaði her Hitlers að kikna, bæði í Libyu og í Rússlandi. Skyldi það ekki draga neitt athygli hans að haustinu 1943? Hitler verður enn- fremur að ákveða það skjótt, hvað hann ætlar sér að vernda og hvar. Snemma í desember 1941, fór þýzka herráðið fram á það, að herinn í Rússlandi væri kallað- ur til baka, víglínan stytt og vörn skipu- lögð vestar. Herráðið benti á að þetta væri nauðsynlegt til þess að skerða ekki mannaflan. Þýzki herinn var þá á Tag- anrog-Orel vígstöðvunum í Suður-Rúss- landi — milli ánna Dneiper og Don. Hershöfðingjarnir vildu að herinn færi vestur fyrir Dneiper að minsta kosti og jafnvel lengra, eða til hinna fyrri landa- mæra-vigstöðva Rússa og Þjóðverja. — Afl'eiðing þessa var sú, að Hitler rak Brauchitsch og síðar á árinu 1942 einnig þá von Bock og Halder. En við þetta mun ekki sitja. Hitler á eftir á næstu mánuðum að verða á öndverðum meið við hershöfðingja sína. Það er ekki hægt að koma við vörn fyrir þýzka her- inn við Volga, Don eða í Kákasus héruð- unum. Að stytta víglínu Þýzkalands, er nú óumflýjanlegra, en það var 1941. Nú mælir heilbrigð skynsemi með því að Hitler færi herstöðvar sínar á Rússlandi langt vestur og að hann hverfi hið bráð- asta burtu úr Kákasushéruðunum, þar sem svo mikið þýzkt herlið bíður nú dauða síns. Og þessa er nú óspart kraf- ist af Hitler. En vegna valdadrambs síns, getur Hitler ekki afráðið hvað hann eigi að gera, og er þó þörfin hin brýn- asta, að komast sem fyrst að niðurstöðu um það. Það er helzt að sjá að hann ætli að láta lið sitt sitja þarna með- an setið verður, tefla á tvísýnuna með það, en reka að nýju eða drepa nokkra enn af herforingjum sínum, sem aðra skoðun hafa en hann á þessu. Með voriríu verður víglínan orðin ó- slitin frá Murmansk til Casablanca og þaðan austur til Egyptalands. Stríðið verður ekki hér eftir einvígi milli Rússa og Þjóðverja — sérstakt stríð í austri, eins og sumarið 1942. Stríðið verður háð í austri, suðri og vestri, Hitler horf- ist nú í augu við samtök margra þjóða, er í samvinnu munu á hinni löngu víg- línu sækja fram. 1 vor verður her Þýzkalands drjúgum óstyrkari en hann var fyrir ári síðan, en andstæðingar hans til muna sterkari og betur samein- aðri um átökin á móti honum. Vígstöðv- ar Hitlers verða þá margar og sumar þeirra veikar og liggja vel við árásum frá bandaþjóðunum. Hin mikla orusta um Evrópu hefst þá og verður háð af kappi á komandi vori og suipri og fram eftir haustinu 1943. Orustur munu gjósa upp hér og þar, á þessum eða hinum víg- stöðvum en allar þrátt fyrir það eftir á- ætlun bandaþjóðanna og með óskiftri samvinnu þeirra. Og allar stríðsþjóðirn- ar munu taka á öllu því sem þær eiga til í þessari úrslita orustu. 1 vestrinu og suðrinu, mun her bandaþjóðanna eflast meir og meir og verða æ þunghentari á óvininum. Og í austrinu mun rauði her- inn grípa til alls varaliðs síns til að berja á honum, til þess að vinna stríðið ásamt bandaþjóðunum, áður en árinu 1943 lýk- ur. 1 þessari úrslitaorustu mun Hitler beita óheyrilegri grimd við að reyna að halda velli. En það kemur ekki að haldi í orustunni, er vonandi er að verði sú síðasta af honum háð. heimsins voru komin undir sem ekki dregur aðeins fáein þeim samningi, er hann færði hundruð þúsunda til heljar, DANIELS MINNIST STARFSEMI WILSONS TIL AÐ TRYGGJA FRIÐINN Flotamálaráðherrann í hermálaráða- neytinu nefnir samning Þjóðabanda- lagsins hina einu, ábyggilegu aðferð til að sporna við stríði framvegis. þjóð sinni af friðarþinginu. Á því þingi voru nokkrir heldur svo margar miljónir, sem útheimtast til að afla þjóð- fulltrúar sem vildu gera sér-1um heimsins ævarandi friðar.” staka friðarsamninga fyrir sin- Svo alvöruþrungin voru orð ar þjóðir; en það hefði gert hins vitra spámanns, er sá Versalasamninginn eins ó- merkilegan og óhreinan, eins og friðarsamninginn i Vínar- borg forðum. Wilson krafðist þess fastlega, að frumvarp sitt yrði tekið inn í friðarsamning- inn; vegna þess að engin óá- kveðnari áætlun gæti, þá eða síðar, trygt ævarandi frið. Þjóðbandalagið var hin fyr- sta og eina stofnun, áhrærandi því nær allar þjóðir heimsins, sem nokkurn tíma hafði reist verið til að tryggja hinn lang- þráða frið á jörðu. Misbresti þá, sem á því voru, mátti auð- veldlega lagfæra. Mikill hluti þjóðarinnar leit á það sem framkvæmd hugmyndarinnar “stríð gegn stríði,” þeirri hug- sjón sem knúði Bandaríkin út í heimsstyrjöldina. Wilson hafði lofað hinum ungu mönn- um, sem hann kallaði til her- þjónustu, að sú fórn er þeir færðu, skyldi tryggja heimin- um ævarandi frið. Það tak- mark hafði hann í huga, þegar hann, í ávarpi sínu í þinginu, komst þannig áð orði: “Réttlætið er dýrmætara en lengra fram í tímann en flestir af hans samtíðarmönnum. Vér höfum lifað það, að sjá spá- dóminn rætast, í hinu feykilega tjóni, sem Wilson sagði fyrir. Yfirstandandi stríð hefði ekki leitt bölvun sína yfir heiminn, ef hinn drotnandi minnihluti í öldungaráðinu hefði ekki út- skúfað andríkasta spámanni nútímans. Að Wilson var mestur mann- skaði, þeirra er í stríðinu féllu. Læknarnir gerðu ekki upp- skátt, hver meinsemd dróg hann til dauða. Þeir sem hon- um voru handgengnastir, vissu að hjartabilun varð honum að bana. Þeir sáu að hans “mikla afrek var honum um megn.” Wilson fékst aldrei til að trúa því, að nægilega margir'af öld- ungunum myndu greiða at- kvæði til að ónýta þann átta- vita sem einn dugði, til að vísa mannkyninu rótta leið inn á höfn heimsfriðarins. Þegar dyrum hins nýja öryggisheims var lokað, brast hjarta hans. Þó hinn göfugi draumur Wil- sons væri á enda, tapaði hann (Josephus Daniels ritstjóri og útgef- andi blaðsins “Raleigh N. C. News and Observer” er nú einn á lífi, þeirra manna er áttu sæti í ráðaneyti Wilsons öll þau átta ár er hann fór með völdin. Daniels var flotamálaráðherra. Roosevelt for- seti útnefndi hann til sendiherra i Mexi- co; og gegndi hann því embætti þangað til árið 1941, er hann sagði því af sér. Mr. Daniels er meðlimur blaðamannafé- lagsins; og fyrir það ritaði hann eftir- farandi grein). í dag, fyrir 86 árum var Woodrow Wilson í heiminn borinn. Þessi dagur rennur nú upp yfir sorgþjáðan heim, sem í öræði leitast við að finna úrræði til að ná og tryggja þann heimsfrið, er Wlison sá í huga sér, en öldungadeild Banda- ríkjaþingsins hafnaði. Sú kynslóð sýndi sig fúsa til að vinna hreystiverk og þola dauða í stríði; en hafnaði þeim friði, sem henni var í lófa lagður. Augu manna, er þá voru blindir, hafa nú opnast svo, að þeir og margar miljón- ir annara manna, líta nú, tuttugu og þremur árum síðar, með eftirsjón á hina dásamlegu hugsjón Wilsons. í hjörtum sínum dást þeir að honum, hinum eina manni sem aldrei efaðist um, að örlög friðurinn; og vér berjumst fyr-jekki voninni um, að samland- ir því, sem oss hefir ætíð verið. ar hans myndu einhvern tíma hjartfólgnast, — fyrir þing- átta sig á því, að alþjóða frið- ræðisstjórn fyrir rétti þeirra j arvernd væri nauðsynleg til að sem stjórnað er, til atkvæðis í sporna við hruni menningar- sínum eigin stjórnmálum, fyrir.innar. Hann dó í þeirri trú. frelsi og rétti smáþjóðanna, j Vér höfum lifað það, að sjá fyrir valdi réttlætisins í öllum menn, þegar það var um sein- heimi, með samvinnu frjálsra an, fallast á kenningu sem þeir þjóða, er leiði frið og öryggi áður höfðu mótmælt. um heiminn allan og að síðustu | Hvers vegna segi eg, að eftir geri hann frjálsan.” jvonbrigði þau er Wilson varð í hinni löngu streitu, var .fyrir, þegar frumvarp hans var þessi skuldbinding skýstólpi, felt, hafi hann aldrei tapað Wilsons á daginn og eldstólpi, Þeirri trú, að draumur sinn hans á nóttunni. Samningur .myndi koma fram? Skömmu um ævarandi frið, var honumjfyrir dauða hans, — þegar eg sem himnesk vitrun; og hann ,sá hinn gamla yfirmann í síð- misti aldrei sjónir á henni. —jasta sinni — spurði hann mig Þegar Wilson fór á friðarþing- j hverjum augum eg þá liti á at- ið, hafði hann aðeins eina þrá.jhurðina sem voru að gerast. eitt markmið, — að fá, að sig-,t>eg'ar eS lét í Ijósi, að deyfðin urlaunum, skipulagðan heims-jsem fylgdi á eftir ónýtingu frið. Hann kom heim aftur |frumvarpsins olli mér hrygðar, krýndur heiðri og láni, úr sinni, &erði hann svofelda játningu pilagrimsför. jSÍnnar óbifanlegu trúar: “Vertu Auk þess að Wilson hafði,ekki kvíðafullur vegna þess þetta helga málefni hugfast,,sem okkur hefir verið hjart- fanst honum einnig að hann-fólgnast og þess sem við höf- gæti ekki gengið fram fyrir|Um barist fyrir; því það fellur mæðurnar, sem höfðu mist ekki ur ghdi, því er aðeins syni sína í striðinu, ef hann frestað”. Hann studdist fram gæti ekki sýnt í raun, að fórn-já staf sinn, lagði hönd á öxl in, sem þeir höfðu fært, yrði.mer og sagði, á sinn einkenni- eftirkomendum þeirra full ie&a> hrifandi hátt: “Eg skýt trygging þess, að þeirra biðu t t>'VÍ máli til forsjónarinnar; það ekki sömu örlög sem hinna, er^31111 að komast i framkvæmd höfðu látið lífið. Þegar hann^á hagkvæmari hátt en við höf- kom heim með hinn dýrmæta um áformað.” Jsamning, komst hann að raun Hann efaði aldrei að skýin j um, að megin hluti þjóðarinnar myndu rofna. Hann ímyndaði Jvar hlyntur hinu mikilsverða! sér aldrei, jafnvel þótt rétt- jfrumvarpi, er hann þá lagði.lætið væri fótum troðið, að I fyrir þingið. í meðmælum sin- j ranglætið myndi sigra. Hann ! um með hinu fyrirhugaða Þjóð- j hugsaði sem svo: Vér föllum bandalagi, er hann flutti í St. (til þess að rísa á fætur. Vér Louis, 15. sept. 1919, komst^erum hraktir aftur á bak, til hann svo að orði, að ef dregið þess að vér berjumst hraust- væri úr frumvarpinu, eða það^legar. Vér sofum til þess að væri felt, fyndist sér að hann vakna. hlyti að ganga fram fyrir ungu mennina, sem með skyldu- Nú, er vér berjumst í lofti, á landi og legi, hafa miljónirnar rækni sinni hefðu unnið sigur- í her vorum, sett sér það óbif- inn og segja við þá: “Drengir, áður en þið fóruð austur um haf, sagði eg ykkur að þetta væri stríð gegn stríði, og eg gerði alt sem í mínu valdi stóð, til að efna loforð mitt; en nú hlýt eg að ganga fram fyrir ykkur, sneyptur og gremjufull- ur og játa að eg hafi ekki get- að efnt það. Þið hafið verið sviknir. Þið fenguð ekki það sem þið börðust fyrir. Frægð hins ameríkanska hers, á sjó og landi er horfin sem draum- ur; og i myrkri næturinnar legst á þjóðina hin sama mar- tröð, sem lá á öðrum þjóðum anlega markmið, að vinna þann sigur sem leiðir hinn mannúðarlausa hernað til lykta. Og heima í landi voru eru 100 miljónir þegna, sem segja má að séu innritaðar til sigurvinnings, fastákveðnar í því, að aldrei framar skuli, frjálsa menn skorta áhöld til að sporna við því, að sorgar- leikur þessara ára verði leik- inn á ný. Trúin á uppprennandi dag, er færði heiminum friðsamlegt samband allra þjóða, var Woodrow Wilson ánægjuefni, á leið sinni vestur um hafið. áður en stríðið hófst. Og til. p>að er ætlunarverk vort, sem hegningar mun forsjón Drott-jnú Mfum og þolum gjöld þess ins láta annað stríð hefjast, vitsmunaskorts, er sýndi sig 1

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.