Heimskringla


Heimskringla - 13.01.1943, Qupperneq 6

Heimskringla - 13.01.1943, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JAN. 1943 í . I ^ Útlaginn á Heiðinni ( - mm: wmm smm. Þeigar heiðin huldist myrkri á ný og Brandur kom til smiðjunnar löðrandi í svita, tók Philip að ráða við sig hvort hann ætti ekki að fara til Wirksworth og framselja sjálfan sig lögreglunni. Hann var búinn að æsa sig svo mjög yfir þessari ákvörðun að hann hélt að hún væri riddaraleg og drengi- leg, og hafði nú fast ákveðið að biða til næsta morguns og fara svo af stað til að framkvæma þessa áætlun þegar John Stich kom í dyrnar. Hann þurfti ekki nema að líta á andlit smiðsins til að sjá að alt var ekki með feldu. Hann spurði hann óþolinmóður frétta og John Stich sagði honum í eins fáum orðum og auðið var, hvernig málunum væri komið, að bréfunum væri stolið af Sir Humphrey Chal- loner og um hinn ákveðna ásetning Bathurst að stela þeim frá honum á ný. Einnig sagði hann honum frá leitinni á heiðinni, sem væri gerð þetta kvöld. “Bæði hin náðuga ungfrú og eg sjálfur lítum svo á að það sé hættulegt fyrir yður að dvelja hér í smiðjunni lengur,” sagði John um síðir, “og hún biður yður þessvegna að koma til Brassington, eins fljótt og þér getið. Vegurinn er öruggur,” bætti hann við og and- varpaði, “enginn tekur eftir okkur í myrkrinu — þeir eru allir að elta höfuðsmanninn, og Guð má vita nema að þeir hafi náð honum.” Philip gat ekkert sagt, vegna þess að sjálfsásakanir hans höfðu algerlega unnið bug á mótþróa hans, en inst í hjarta sínu fann hann til innilegrar meðlíðunar með smiðnum. Hve fúslega mundi hann eigi hafa fórnað sínu eigin lífi til að frelsa hinn hrausta bjargvætt sinn frá deginum áður. Hann bjóst því til að hlýðnast boðum systur sinnar orðalaust. Hann vissi hve ör- væntingarfull hún hlaut að hafa verið er bréf- unum var stolið frá henni, og hann skildi að hún óskaði að hafa hann hjá sér. Hvað sem öðru leið vildi hann gjarna vera þarna, því að hann vonaði að fá tækifæri til að fórna lifi sínu fyrir þann mann sem hafði hætt sínu lifi fyrir hann. Rólegur og orðalaust bjóst hann því til að fylgjast með John. í “áburðarhestinum” hlaut það að vera auðvelt að fá lánaðan þjórrsbúning, og þar mundi hann verða óhult- ur að minsta kosti um stund. John Stich, sem hafði með mestu ná- kvæmni hert um Brand, kvaddi nú móður sína, þvi á meðan vinur hans og hinn ungi lávarður voru í hættu, voru iítil líkindi til þess að hann tæki til starfa í smiðjunni. “Það gæti skeð að höfuðsmaðurinn kæmi hingað til að leita hælis og þá tekur þú vel á móti honum, mamma?” sagði hann um leið og hann kysti móður sína. “Já, þú mátt vera viss um það, John,’ sagði Mrs. Stich ákveðinn. “Hann þarf kanske að hvíla sig og fá heitt vatni. Þú veist hve nákvæmur hann er í þeim efnum.” “Já, já.” “Og það er best að þú hafir tilbúin bestu fötin hans. Hann þarf kanske að nota þau.” “Já, eg hefi gætt þeirra vel. Heldur þú, John, að hann vilji fá himinbláa frakkann sinn?” “Já, og fína bróderaða vestið, svörtu silkislaufuna til að binda með hárið, knipl- ingalíningarnar og . . .” En John Stich gat ekkert meira sagt, röddin brást. Mundi þessi fíni, iífsglaði stiga- maður, sem var svo fríður og ungur, nokkru sinni framar verða ljós augna hans? 31. Kap.—Beau Brocade er handtekinn. Vera Philips í veitingahúsinu hafði glatt Patience og gert henni stundirnar styttri. Hann hafði ásamt John Stich komið til veit- ingahússins stuttu fyrir dagrenning, og gest- gjafinn hafði verið fús til að gera alt sem í hans valdi stóð til að hjálpa flóttamanninum, ef það skaðaði hann ekkert sjálfan. Hann var fús til að láta Philip fá föt og húsaskjól, á meðan yfirvöldin grunuðu hann ekki um að skýla uppreistarmanni, en meira vildi hann ekki gera. Lady Patience hafði goldið honum ríf- lega, bæði fyrir hjálp hans og þagmælsku. Það var ætlunin að flóttamaðurinn dveldi aðeins stutta stund í Brassington, næsta dag þurfti að finna honum tryggari felustað. Þetta augnablikið mundu auðvitað allra hugir snúast um Beau Brocade, því að stiga- maðurinn átti marga vini og áhangendur í Brassington. Fólk sem hann hafði með gjaf- mildi sinni frelsað frá sárustu neyð. Næstum því allir bændurnir vonuðust eftir, að hann sigraði í þessum ójafna bardaga sem hann átti í. Svo sterkt var þetta fylgi að sýslu- maðurinn, sem allir vissu að hataði Beau Bro- cade vegna bragðsins sem hann hafði gert honum, þorði ekki að sýna sitt rjóða andlit í neinu veitingahúsanná þennan dag. Enginn var ennþá kominn í rúrnið. Menn irnir flæktust fram og aftur og hvolfdu í sig ósköpunum öllum af öli meðan þeir ræddu um það hvort Beau Brocade yrði handtekinn eða ekki. Konurnar sátu heima með tárvot augu og hugsuðu um, hver mundi nú sjá aumur á þeim í neyð þeirra, ef Beau Brocade ferðaðist ekki framar um heiðina. Patience festi engan blund alla nóttina. Hún sat og hélt í hendina á Philip og beið og beið alla þessa löngu og hræðilegu nótt, og beið angistarfull eftir deginum og þeim hörm- ungarfréttum er hann færði. Það var rétt þegar skíma hinnar rósrauðu aftureldingar, varpaði roða sínum yfir gamla þorpið, að hið svala morgunloft bergmálaði af sigurhrópum mannanna er æptu: “Beau Brocade er handtekinn!” “Hip! Hip! Hip! Húrra!” Lémagna og dauðþreytt hafði Patience hálf dottað, þegar þessi hróp vöktu hana af dvalanum. Hún vissi tæplega sjálf hvers hún hafði vonað þessa nótt, en nú þegar hún stóð gagn- vart þessari hræðilegu vissu, virtist hún eins og stirðnuð upp af sorg yfir þessari óham- ingju. “Beau Brocade handtekinn!” Bændurnir komu í smáhópum, raunaleg- ir á svip, út úr veitingastofunum, þeir höfðu hálfvegis vonað að hetjan þeirra mundi sleppa úr úlfakreppunni. Þeim fanst hand- taka hans, illar fréttir og ómetanlegt tjón. Niðurlútir og eins og utan við sig söfnuðust þeir í smáhópa úti á völlunum, og hristu höf- uðið raunalega, þegar þeir sáu litla her- mannahópinn, sem kom berandi þennan samanreyrða mannaumingja, sem algerlega var falin í blóðrauðum hermannafrakka, er var vafinn um höfuð hans, en hendur og fæt- ur bundnar með beltum hermannanna. En fíni, brúni kiæðisfrakkinn sást, útsaumaða vestið og silfurbúnu skammbyssurnar, báru vott þess að bandinginn væri enginn annar en Beau Brocade. Hermennirnir voru frá sér numdir af gleði. Þeir höfðu borið fangann alla leið og æpt stöðugt þangað til þeir létu hann nú nið- ur á völlinn. Vegna þess hve snemt var dags og dómarinn ekki viðstaddur átti að smeygja hinum vængbrotna stigamanni í svartholið þangað til um miðdag. í hinni litlu dagstofu veitingahússins hafði Lady Patience setið eins og steingerf- ingur, á meðan öll kátinan og gleðiópin kváðu við, og hjarta hennar var eins og tætt sundur. Hún þrýsti hendinni að heitum vör- unum til að kæfa niður angistaróp sem kom- ið var fram á varir hennar. John þaut út úr veitingahúsinu, þar sem hann hafði beðið milli vonar og ótta með órólegum huga. Hann komst bráðlega á vettvang og ruddist um fast í mannþröngina og komst því brátt fram til að sjá fangann, sem vafinn var innan í kápuna og lá ósjálfbjarga á jörðinni. “Já, það var enginn vafi á því að þetta var hinn fíni, brúni frakki höfuðsmannsins, og hið fagra bróderaða belti hans, og í því voru skambyssurnar með fallegu silfurslegnu sköftunum. En John Stich þurfti ekki nema að renna augunum á hendur og fætur manns- ins, sem var í Ijótum gömlum skóm, til þess að sjá sér til hinnar mestu gleði, að stiga- maðurinn hefði á einhvern hátt leikið ennþá einu sinni á andstæðinga sína, og maðurinn, sem lá þarna á jörðinni var alls ekki Beau Brocade. En á þessu yndislega augnabliki gleði og feginleika, var hann of skynsamur til að láta á því bera. Því hvert augnablik, sem sigur- vegararnir hrósuðu happi, fal í sér öryggi fyrir flóttamanninn úti á heiðinni. Er lið- þjálfinn gaf skipun um að setja þorparann í fangelsið, þangað til hans verðugheit dómar- inn kæmist á fætur, sló hann kröftuglega á öxl smiðsins og sagði glaðlega: “Jæja, meistari Stich, eins og þú sérð þá höfum við klófest vin þinn eftir alt saman,” en hinn svaraði alveg rólega: “Já, eg sé að svo er. En heyrið þér, lið- þjálfi, vilduð þér ekki fá yður eina ölkollu með mér áður en við förum allir í rúmið? Annars gerir það mér ekkert til,” bætti hann við er hann sá sér til mikillar ánægju, að hin- ar þungu járnslár féllu fyrir fangelsishurð- ina og læsa henni, en á bak við hana var vesalings Miggs í svartholinu. Liðþjálfinn var allfús í drykkinn og fylgdist fast á eftir Stich til veitingastofu gistihússins, þar sem bjórinn streymdi þang- að til sólin var komin hátt á loft. En jafnskjótt og hermennirnir höfðu sest að drykkjunni, flýtti smiðurinn sér út úr veit- ingastofunni og heim í “Áburðarhestinn” til að flytja Lady Patienoe og bróður hennar þessar gleðifréttir. Og í litla og afskekta herberginu gat hann gefið tilfinningum sínum lausan taum- inn. “Þeir ná höfuðsmanninum aldrei að ei- lífu!” hrópaði hann og fleygði húfunni sinni upp í loftið, “og við vorum öll mestu flón að halda að það hefði tekist!” Patience sagði ekkert er Stich færði fréttirnar. Hún brostj bara vingjarnlega og eins og utan við sig er hún sá hversu glaður hann var, en er hinn góði John var farinn út, til að fá nánari lýsingu af mannveiðunum á heiðinni, féll hún á kné, lagði höfuðið að öxl bróður síns og grét af gleði eins og hjarta hennar ætlaði að springa. 32. Kap.—Leiðinlegt atvik. Nokkrum stundum síðar þegar ofsækj- endur og áhorfendur höfðu fengið sér hvíld, kom raunveruleikinn til sögunnar hvað sig- urinn snerti. Þeir höfðu dregið Jock Miggs út úr fangelsinu, bundinn á höndum og fótum, og meistari Inch, sem búin var borðalagða frakkanum og mjög fullur meðvitundar um sína miklu þýðingu, hafði nú tekið að sér alla stjórn og handleiðslu framkvæmdanna. Hans hágöfgi, West barón, ætlað að koma niður í ráðhúsið um miðdegisleitið, og Inch, sem hafði af völdum stigamannsns orð- ið fyrir auðmýkingu og skömm, hafði hugsað upp á eiigin reikning délítið aukaatriði til þess að hefna sín. Sir Humphrey Challoner hafði krafist þess mjög ákveðið að sýslumaðurinn skyldi verða húðstrýktur opinberlega fyrir það, að hann hafði vogað sér að leggja hendur á bar- óninn frá Hartington. Inch mundi vel eftir þeirri óskaplpegu svívirðingu, sem ef til vill biði sín, og er fangelsið var opnað og mann- ræfllinn, sem átti að vera stigamaðurinn kom í ljós, hrópaði sýslumaðurinn svo undir tók í öllu: “Stingið honum í vatnið!” Hermennirnir, sem flestir voru úr mið- fylkjunum og voru auk þess lítil nettmenni langaði heldur en ekki til að fá að taka þátt í þessum leik. Það var nógu gaman að gefa gamalli Xantippu ídýfu, en að veita hinum alræmda stigamanni sömu ráðninguna, Beau Brocade, sem hafði ögrað fjórum greifadæmum og komist undan hverjum hermannahópnum á fætur öðrum, var sannarlega unaðslegt. Æpandi af gleði gripu þeir því í herðar og fætur Jock Miggs og hlægjandi og gaspr- andi marga ófína fyndni, báru þeir hann að grunnri tjörn sem var hinu megin við flötina í þorpinu. Raunalegir og i þungu skapi fylgd- ust bændurnir eftir þessari skrúðgöngu sem hafði að fyrirliðum liðþjálfann og Inoh, en þeir gengu í broddi fylkingar. Á því augnabliki sem vesalings smalan- um var lyft til að senda honum út í tjörnina, tók einn hermannanna hlægjandi kápuna af höfði hans og ætlaði að hæfa hann. “Það er þó líklega ekki ætlunin að drekkja honum,” sagð hann um leið og félag- ar hans vörpuðu Miggs í vatnið. 1 sömu svipan kölluðu þeir liðþjálfinn og sýslumaðurinn: “Guð sé oss næstur! Þetta er þá ekki Beau Brocade!” óframfærin rödd sagði: “Nei, þetta er Jock Miggs, smali.” Sýslumaðurinn fékk næstum j)ví heila- blóðfall af heift. Þessi bannsetti stigamaður hlaut að vera í félagi við fjandann sjálfan. Hermennirnir stóðu gapandi af undrun og gláptu á Jock Miggs sem stóð þar rennvotur og rólegur og reyndi í mestu makindum að komast upp úr tjörninni. “Gæti mín sá, sem vanur er. Það "eru undarlegir tímar sem við lifum á,” tautaði hann hikandi að venju, er hann stóð þar í sól- skininu og reyndi að hrista af sér vatnið eins og hundurinn hans gerði. “Ha! Ha! Ha!” heyrðist glaðlega frá á- horfendahópnum. “Horfið á stigamanninn, hann Jock Miggs.” Hermennirnir voru alveg orðlausir, en Inch æpti: “Andskotinn í h........!” Það var heldur ekki hægt að segja neitt annað, og þeir sem voru hjátrúarfylstir voru líka sannfærðir um að fjandinn sjálfur hafði verið valdur að svona leyndardónisfullum mannaskiftum. Að það hefði verið Beau Brocade, sem handtekinn var á heiðinni kvöldið áður, datt engum af þeim, sem þarna voru viðstaddir að efast um. Þeir voru sannfærðir um að stiga- maðurinn hefði á einhvern yfirnáttúrlegan hátt verið numinn á brott og að djöfullinn sjálfur hefði með sínum krókótta kyndug- skap sett smalann í hans stað. John Stich hafði ásamt Betty horft á þessa athöfn, til þess að koma Jock Miggs til hjálpar og sanna hver hann væri ef með þyrfti, ef gletnin yrði of harðleikin. Nú ruddist hann gegn um hermannahópinn, greip vingjarnlega í handlegg hirðisins og leiddi hann til gistihússins. “Þú þarft víst að væta á þér kverkarnar eftir alt þetta Jock?” sagði hann um leið og hann lét færa honum fulla kollu af freyðandi öli, enda þurfti mannauminginn þess, því að vatnið draup af honum. Hálf sneyptir hópuðust hermennirnir saman í veitingastofunni, er Jock Miggs, sem var nú á leiksviðinu og allra augu störðu á, sat á bekk úti og hvolfdi í sig kynstrum af heitu öli. “Látum oss drekka skál ræningjans Jock Miggs,” hrópuðu allir í einu. “Fjandinn sjálfur! Vertu ekki svona illi- legur á svipinn,” sagði einn bændanna og benti á samanskroppinn hirðirinn þar sem hann sat á bekknum. “Jesús minn góður!” hrópaði annar með uppgerðar skelfingu. “Eg er heldur en ekki hræddur við hann!” Jómfrú Betty stóð þarna í hópnum og horfði á Miggs, en kankvíslegt bros lék um fallega andlitið hennar. “Þvílík þó sjón!” sagði hún. “Hamingjan góða! Það er meiri en lítill raunasvipur á þér, Jock Miggs. Dastu í tjörnina?” “Hvernig komust þeir að þessum mis- gripum?” spurði Jock. “Nú já, eg man það. Þeir fleygðu mér í tjörnina, og voru næstum búnir að kæfa mig. Já, það er skömm og svívirðing!” “Hafa þeir fleygt þér í tjörnina?” spurði Betty hlægjandi. “Þú varst þó ekki of fall- egur áður, Jock Miggs . . . en nú . . . guð hjálpi okkur! En hvað hafðir þú þá gert fyrir þér?” “Ekki neitt,” svaraði hinn vandræðalegi fjárhirðir. “Eg hitti fínan mann sem varð svo hrifinn af úlpunni minni . . . að hann mið- aði á mig byssu . . . og fyrir úlpuna gaf hann mér þennan nýja frakka, til þess að eg skyldi líta sómasamlega út . . . eg var rétt að fara í hann þegar hermennirnir réðust á mig . . . þeir voru næstum búnir að kæfa mig, og svo fleygðu þeir mér í tjörnina.” “Þeir hafa farið regulega illa með þig, Miggs minn góður,” sagði Stich vingjarniega. “Já, það er þó bæði víst og satt,” srvaraði Jock hikandi. “Það eru undarlegir tímar, sem við lifum á.” “Þeir tóku þig fyrir Beau Brocade vegna þessara fínu fata, sem þú varst í,” sagði einn bændanna. “Já, það getur vel verið,” sagði Miggs, “eg veit það ekki.” “En um leið og jómfrú Betty rétti rós- rauðan fingurinn upp sagði hún alvarlega og hátíðlega: “En þú ert þó aldrei Beau Brocade, Jock Miggs, eða hvað?” “Ja, það veit eg ekki,” sagði Jock á sinn rólega hátt. “Eg veit hreint ekkert hver eg er. Eg hugsa að hermennirnir hafi tekið misgrip, en eg veit það ekki.” Hann var vafalaust hetjan þennan dag og dvaldi hjá öllum vinum sínum fyrri hluta dagsins, en síðari hlutann var hann í raun og veru alveg í vafa um hver hann var. Þegar á leið var hann alveg viss um að hann væri sjálfur stigamaðurinn Beau Brocade — eða að minsta kosti mjög hættulegur maður — sem hafði sloppið við hegningu vegna þess að hann væri alveg óvenjulega slægur og kænn. Inni í veitingastofunni sátu þeir lið- þjálfinn og hermenn hans og drektu von- brigðum sínum í bjór. Hamingjan var alls ekki með þeim, því þegar þeir, eggjaðir af liðþjálfanum, ætluðu í annan leiðangur út á heiðina, komu sendimenn hans konunglegu tignar, hertogans af Cumberland til þorpsins og sögðu að hans konunglega tign ætlaði á leið sinni norður að gista í þórpinu ásamt herflokk sínum. Liðþjálfinn fékk því skipun um að útvega hertoganum herbergi í gisti- húsinu, og hermennirnir mundu vissulega ekki fá leyfi til að fara í burtu, ef foringjar þeirra þyrftu þeirra með. Öll ráðagerðin um atför við Beau Bro- cade fór því út um þúfur þangað til hertoginn var farinn framhjá, og liðþjálfinn og her- mennirnr gátu aðeins vonað að verða skildir eftir til að koma þessum fyrirætlunum í framkvæmd og vinna sér inn fimm hundruð dalina, sem lagðir voru til höfuðs Beau Bro- cade. 23. Kap.—Hann rankar við sér. John Stioh gat varla ráðið við sig af gleði, því bæði forsjónin og verndarenglar himinsins höfðu í raun og veru skipað sér í flokk með höfuðsmanninum. Að Beau Brocade komst óskaddaður úr þeim heljargreipum, sem hann hafði lent í, fanst Stich að gengi kraftaverki næst, og hlaut að hafa orðið fyrir guðlega ráðstöfun, en í augum smiðsins hlaut stigamaðurinn að vera eftirlætis barn hans.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.