Heimskringla - 30.07.1943, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.07.1943, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚNI 1943 “Andlitið, sem þú sást, var andlit raun- verulegs og lifandi manns. Hann var þinn illi andi, Annetta. Það er hann, sem gerði líf þitt svona einmanalegt og ömurlegt, það var hann, sem hrinti þér fram af sjávarbakkan- um, og, sem gegn vilja sínum gaf þig mér. Hann elti þig jafnvel hingað, þar sem þú lágst veik og bjargarlaus í litla herberginu þínu, og var hann fast ákveðinn að ráða þig af dögum. Hann komst inn í þetta herbergi, og af því að hann þekti ekki húsið, viltist hann í myrkrinu að Ellen, sem svaf í rúminu og hélt að værir þú. Trl þess að hindra hana að hljóða upp yfir sig tók hann í endana á silki- treflinum hennar, sem hún hafði um hálsinn, og þar sem hann var ekki alveg viss um að það værir þú, di*ó hann hana út að arninum og fleygði blaði á eldinn til að sjá betur. “Hávaðinn, sem hann gerði vakti þig. Þótt þú værir veik, skildir þú ef til vill á ó- ljósan hátt að hætta væri á ferðum, því að við fundum þig sitjandi framan á rúminu. Fyrst sást þú bara myrkur í kring um þig, og svo blossaði blaðið upp og þú sást andlit hans, þar sem hann stóð þarna óttasleginn og undr- andi er hann sá andlit systur minnar, sem hann þekti ekki. Þetta var sýnin, sem hafði prentast á huga þinn, Annetta. Þú veist hversu óvenjulegum hæfileikum þú ert gædd til að mun^ það, sem þú sérð. Þú manst að læknirinn spurði þig um það einu sinni, og þú fanst þá út hversu óvenjuleg og frábrugð- in flestum öðrum þú varst í þessum efnum. Finst þér það þá svo undarlegt, að þú skyidir sjá í huga þér þessa mynd þegar þú varst veik og máttfarin?” Unga konan starði undrandi og vand- ræðaleg á mann sinn. “Eg skil þig ekki vel, Julian. Hafði eg illan anda, sem ofsótti mig? Hver var hann? Hvað hafði eg gert, að hann skyldi vilja valda mér dauða? Julian, þú hefir vist út- skýrt leyndardóm ættar minnar og uppruna. Hvernig er þessu varið?” “Á morgun kæra vina, á morgun.” “Er það bezt Julian?” “Já, það hugsa eg. Manstu eftir því, ást- in mín, þegar þú varst í efa um hvort þú ættir að giftast mér af því að þú hélst að eg legði svo mikið í hættu að giftast stúlku, sem var nafnJaus?” . “Æ nefndu það ekki Julian. Eg verð svo hrædd, og þessi ótti hverfur aldrei frá mér. I allri minni hamingju hefi eg aldrei verið nógu sterk til að losa mig við þessa byrði. Og stundum hugsa eg að við sitjum hér ham- ingjusöm í fáfræði okkar, og svo einn daginn kemur sannleikurinn í ljós. Og verði hann eins og eg óttast að hann kunni að verða, mun Julian þá hugsa framvegis, að hann hafi breytt skynsamlega? Mun hann elska mig eins mikið eftir sem áður? Mun ekki skuggi eftirsjáarinnar hvíla í hjarta hans? Gæti eg hugsað mér þvílíkt, hversu óhamingjusöm væriegþá?” Julian faðmaði hana að sér og kysti hana. “Á morgun góða min, á morgun skalt þú fá að vita hvað heimskur eg hefi verið.” ★ ★ “Eg held að þú sért göldróttur Lomar.” “Og því þá?” “Hvernig kemst þú að öllum þessum nið- urstöðum? Það er næstum alt of dásamlfgt til þess að maður geti trúað því. Hversvegna spurðir þú konuna mína svona nákvæmlega um uppruna myndarinnar, hérna á dögun- um?” “Gast þú ekki getið þér þess til? Hefir þú spurt hana?” “Eg skil þig ekki.” “Ekki það? — Manstu ekki eftir lýs- ingunni, sem dyravörðurinn gaf okkur af þessum leyndardómsfulla, lata manni, sem spurði svona áfjáður eftir þér eftir að Annetta kom hingað frá sjúkrahúsinu, og kom hingað á hverjum degi en nenti ekki að ganga upp stigana? Manstu ekki eftir lýsingu dyra- varðarins? Miðaldra, vel rakaður, smáeygð- ur, augun fest saman, loðbrýndur, íbjúgt nef og alt hitt. Moxley, eg hefi verið að litast um eftir þeim náunga, sem leit út þannig. Altaf verið að horfa eftir honum síðan. Er þetta nokkuð undarlegt?” “Já, mér mundi aldrei hafa dottið það í hug. Þú ert mjög látlaus maður. Þú segir kanske líka að það sé ekkert merkilegt við skýringu þína á vofunni, sem konan mín sá?” “Nei, jú það var nú reyndar. Það er alt annað og snertir vísindagrein mína. 1 þeim efnum get eg verið dálítið hreykinn. E!f þú reynir að muna eftir samtali okkar í þessari stofu fyrir fáeinum mánuðum síðan, þá manstu að eg spáði fyrir um þennan ein- kennilega hæfileika, sem konan þín hefir^eða réttara sagt um afleiðingarnar af þeim hæfi- leika, að geta munað myndir af því, sem hún sá. Eftir tilraunina, sem við Dr. Bentley gerðum með köttinn — eða réttara sagt það, sem kom fyrir með köttinn; því að við höfð- um enga ákveðn'a fyrirætlan — varð eg alveg viss um, að hún hafði þann einkennilega hæfileika að geyma í minni sér skýra rriynd af hverju því atriði, .sem fékk mikið á hana. Eg hugsaði mikið um þetta ,og eg man vel að eg sagði þér, þegar þú efaðist um að hún gæti munað nokkuð, sem skeð hafði á meðan hún ivar veik, að ef hún fengi heilsuna aftur, þá mundi hún ekkert muna frá þeim tima, en hún gæti verið vel fær um að muna einstök atriði, sem hefðu haft mikil áhrif á hana. Eg áleit til dæmis, að mig furðaði ekkert á því, að hún gæti málað mynd af þér eða mér án þess að muna eftir okkur, en mundi álita myndina hugmynd eina. Nei, það er ekkert leyndardómsfult við þessi atriði. Þetta er visindalega sannað og hefir verið reynt af því að það gerðist. “Já, vísindin eru dásamleg!” sagði Mox- ley. “Þau kryfja drauga, eins og það væru dauðir kettir, og þú gerir hina ógeðslegustu afturgöngu að eðlilegu og hversdagslegu fyr- irbrigði.” “Það gleður mig að þú ert farinn að tala af svona mikilli skynsemi. Þú varst um tíma fremur efandi. Haldi konan þín áfram að sýna okkur nægar “tilraunir”, þá verður. þú bráðum trúaður á kraftaverk vísindanna.” Moxley varð alvarlegur á svipinn. “Eg játa það nú þegar að vísindin gera margt dásamlegt.” “Við erum aðeins á byrjunarstigi. En einhvern daginn, vinur minn, einhvern daginn fálum við að sjá dásemdir þeirra.” Þessi maður var vissulega vongóður og bjartsýnn, og þó hafði hann nýlega kvatt kærustuna sína fyrir fult og alt. 22. Kap. — Niðurlag. Gluggablæjurnar í íbúð Moxleys blöktu fyrir sumarblænum. Fljótið glitraði í sólskininu. Miss Moxley var ljómandi falleg og full eftirvæntingar. Mrs. Moxley var dálítið hræð- sluleg er Mr. Moxley opnaði dyrnar að stóru stofunni og kom inn með nýjan gest.1 “Kona-n mín og systir, Miss Moxley — málafærslumaður minn, Mr. Bernstein.” Litli maðurinn í svarta frakkanum leit á konurnar með litlu, skæru augunum og hneigði sig. “Mér þykir gaman að hitta yður Mrs. Moxley. Það er mér sérstaklega mikil á- nægja, og yður líka, Miss Moxley.” Þannig hittust þau lögmaðurinn og systir málarans í fyrsta skiftið að því er þau hin hugðu. “Gerið svo vel og fáið yður sæti Mr. Bern- stein,” sagði Mr. Moxley. Lögmaðurinn fór að orðum hans og þau fóru að dæmi hans. “Hafið þér með yður lýsingu af Forsythe málinu eins og þér gerðuð ráð fyrir?” spurði málarinn, sem sýndi með útliti sínu að hon- um bjó mikið niðri fyrir. “Eg hefi með mér útdrátt, sem eg hygg að dugi til að skýra aðal drætti þess. Eg hafði hugsað mér að láta skrifstofuþjóninn minn gera endurrit af þvi en til þess var eng- inn tími. Það getur verið að yður finnist skrift mín óskýr, svo að það er líklegast bezt að eg lesi þetta sjálfur, helztu atriðin.” “Það væri lang bezt,” svaraði Moxley. Hann hafði valið sér þægilegt sæti út við gluggann . Stúlkurnar sátu á sóffanum, og hélt Miss Moxley í hendi ungu konunnar. Lögmaðurinn dró upp úr vasa sínum lag- lega saman'brotið skjal, er hann braut það í sundur, leit hann hinum hvössu augum sínum á áheyrendur siína. Augu hans hvíldu um stund á Miss Moxley og skildi hún við hvað hann átti. Svo tók hann til máls* á þessa leið: “Mr. Moxley, áður en eg byrja að lesa þetta skjal, þá eru ýmisleg atriði í því, sem þér hafið ekki áður heyrt, þér furðið yður kanske á því, hvernig eg hefi fengið þessar upplýsingar, en því miður get eg ekki sagt yður frá því, því að eg hefi lofað, að eg skuli ekki láta nafns þess getið, sem hefir sagt mér frá þeim. Þetta er alt, sem eg þarf að segja um innleiðslu þessa máls. Þetta skjal sem eg hefi hérna er um Forsythe málið og er á þessa leið: Fyrir tuttugu árum síðan var Ansel For- sythe, rikur kaupmaður og alþektur verzl- unarmaður hér í borginni. Verzlun hans gekk vel þrátt fyrir það, þótt hann væri mjög heilsulaus maður. Gigtin þjáði hann stöðugt og svo mjög að hann var rúmfastur lengst af og gat ekki gengið, þótt hann væri aðeins 42 ára gamall. Auk þessa þjáðist hann af ein- hverjum óþektum sjúkdómi, sem tærði hann upp og leiddi hann löngu fyrir tíma fram á grafarbakkann. Hann gat þá ekki sjálfur annast verzlun sína, en hafði mjög duglegan mann til þess. Það starf annaðist einkaritari hans. Maður þessi var gersamlega samvizku- laus og sneiddur hverri trúar og siðferðistil- finning, en af því að hann var gyðinga ættar, var hann venjulega kallaður “Júðinn.” Gyðingur þessi var vafalaust mjög vel hæfur verzlunarmaður, því að hann stjórnaði verzlun kaupmannsins með svo miklum dugn- aði og hepni, að það var, alveg dæmalaust. Þessvegna var það álitið, að gyðingurinn hafi litið svo á, að fyrirtæki það, sem hann jók þannig, væri í raun og veru sín eign. Kaupmaðurinn var orðinn nokkuð full- orðinn er hann kvongaðist. Konan hans sem var heilsutæp, dó skömmu eftir að dóttir þeirra fæddist. Barn þetta, sem hét Ethel, var eftirlætisgoð föður síns. Hann gerði erfðaskrá sína eftir dauða konu sinnar og gaf dóttur sinni allar sínar eigur eftir sinn dag. Þetta var alls ekki eftir áætlun júðans, sem ætlaði sér að ná í eigurnar, err hann var alt of slægvitur til að láta á þvi bera. Hann hafði önnur ráð. Þegar litla stúlkan var rúmlega árs göm- ul, þá kom hann kaupmanninum til að kvon- gast á ný. Vesalings kryplingurinn var eigi fús til þessa, en júðinn linti ekki látum fyr en hann lét að orðum hans. Nokkrir samvizku- lausir læknar, voru fengnir til að telja honum trú um, að ef hann giftist mundi líf hans lengj- ast að mun, og þá gaf hann samþykki sitt. En nú varð að finna handa honum konu sem við hans hæfi væri og vildi giftast jafn heilsulausum aumingja og hann var. Ekkert var gyðingnum auðveldara en það að finna slíka konu. Hann sannaði það með því að gefa sjúka manninum hana systur sina. Miss Rosenfeld var mjög ung, næstum því á barnsaldri; hún var mjög lagleg, “og hrein sem engill”, sagði bróðir hennar. Hún var strax reiðubúin að giftast og brátt varð hún kona kaupmannsins. Mánuði síðar var enfðaskrá kaupmanns- ins breytt. Eftir dauða hans skyldi einn þriði eigna hans falla til ekkju hans. Menn álitu að júðinn hefði samið við systur sína með þeim skilmálum, að hún fengi þriðjung eignanna, en hann tvo þriðju með einhverju móti. Brátt kom það í ljós að kaupmaðurinn mundi eigi verða langlifur. Eftir þetta nýja hjónaband tók honum að hnigna dag frá degi, og dag nokkurn kom fyrir hann hræðilegt áfall. Ethel litla, sem kaupmaðurinn elskaði öllu framar, hvarf nótt eina, var stolið svo að segja úr faðmi fóstru sinnar. Það hafði verið brotist inn í húsið og mörgum verðmætum munum var stolið. Áætlan ræninganna virt- ist mjög skýr. Menn líta svo á, að þeir hefðu stolið barninu, til að neyða kaupmanninn að borga lausnargjald. Hann var að bana kom- inn og frá sér af sorg. Hann gaf gyðingnum, forstjóra sínum boð um að gera alt, sem unt væri að ná barninu, en þótt miklu fé væri varið og mikið unnið leiddi það ekki til neins. Mörg börn komu, en það var aldrei rétta barn- ið. Það hafði sem sé sérstakt einkenni, er enginn nema fjölskylda þess þekti. Vegna einhvers slyss hafði litla stúlkan mist eina tána á vinstri fæti. Von kaupmannsins að sjá dóttur sína í þessu lífi, hélt honum lifandi langa hríð. En að síðustu kom sú stund að læknarnir sögðu að hann hlyti að deyja bráðlega. Nokkrum vikum fyrir dauða sinn isendi hann eftir mála- færslumanni sínum, gömlum tryggum vini sínum, til að ráðfæra sig við hann um þýð- ingarmikið málefni. Árangur þessa samtals þeirra varð sá, að erfðaskrá kaupmannsins var breytt. Lögmaðurinn bar ekkert traust til gyðingsins, en kaupmaðurinn treysti hon- um í blindni og hugði hann réttlátan. Samt sem áður gat lögmaðurinn taiið hann á að vernda hag dóttur sinnar eins vel og auðið var. Hann ánafnaði henni því einn þriðja af eigum sínum, en ekkju sinni tvo þriðju. Gyð- ingurinn fékk álitlega fjárupphæð. Þriðjungi litlu stúlkunnar skyldi stjórnað af lögmanninum og nokkrum öðrum trúverð- ugum mönnum. Ef ekki spyrðist til hennar eftir þrátíu ár skyldi arfur hennar, sem var um 500 þúsund dalir, falla til ýmislegra góð- gerða stofnana. Þessi enfðaskrá var undir- rituð og vottfest 14. apríl 1875. 21. aprrl, sama árs var lögmaðurinn sóttur á . ný til Mr. Forsythe, sem þá var að bana kominn, en með fullu ráði, og sagði hann lögmanninum að erfðaskránni hefði verið breytt, og þrír þjónar á heimilinu hefðu verið vitni að því. Samkvæmt þeirri breytingu skyldi þriðjungi Ethel dóttur kaupmannsins falla til gyðings- ins, ef hún fyndist ekki eftir tíu ár. Lögmað- urinn reyndi að fá hann til að breyta þessu á ný, en gat ekki fengið hinn deyjandi mann til þess. “Eg skulda mínum kæra Felix alt”, sagði hann, “því grunið þér hann?” En lög- maðurinn var svo viss um að gyðingurinn hefði haft ólögleg ráð í frammi, að hann fékk i ættingja kaupmannsins til að stefna honum, en málið tapaðist fyrir þeim. Ansel Forsythe lézt 23. apríl 1875 og í október sama ár var siðasta erfðiskráin dæmd rétt og lögleg. Lög- maðurinn og þeir, sem með honum voru kjörnir til þess, sáu um þriðjung Ethel For- sythe. Hugðust þeir nú að fá að vera í friði. En brátt fóru að koma fram margar stúlkur, sem þóttust vera hún. Út af þvi urðu mikil málaferli, sem þær töpuðu og lentu í tugt- J húsið fyrir, en féð þvarr við þetta og er nú um 400,000 dalir. Þannig stóðu sakirnar s. 1. 23. april. Við höfðum losnað við hina síðustu Ethel For- sythe, og þar sem tiu árin voru liðin féll féð til Felix Rosenfeld. Fjárráðamennirnir biðu nú eftir að hann tæki það, en ef hann dægi átti það að falla til góðgerða stofnana. En þá kom eins og þruma úr heiðskíru lofti hin síðasta og hættulegasta Ethel Forsythe. Þessi stúlka var alin upp úti á landi af Mr. og Mrs. George Stevenson. Þau vitnuðu nú að maður að nafni Leander Dye hefði komið með hana þegar hún var barn, og að hann hefði borgað vel fyrir fóstur hennar. Dye sagðist í yfir- lýsingu, sem hann gerði, hafa stolið barninu, en iðrast eftir því og ekki þorað að skila því vegna ótta við gyðinginn. Það reyndist að eina tána á vinstra fæti Miss Stevenson vantaði. Nokkur hluti fjár- ráðamannanna vildi láta hana hafa féð, en féllust þó loks á það að fara gætilega að. Þeir urðu ásáittir á að láta marga lækna skoða örið. Læknarnir voru látnir gera það án þess að vita hvor til annars, og áttu þeir síðan að gefa vitnisburð um það, hversu gam- alt það væri. Skoðun þeirra var mjög mis- jöfn, en þetta vakti samt grun málafærslu- mannsins og félaga hans. Flestir læknanna sögðu örið nýtt og að táin hefði verið tekin af af manni sem ekki vissi mikið um sára- lækningar. Læknirinn sem hafði tekið tána af Ethel litlu var dáinn, en allir vissu að hann var ágætur sáralæknir. Málafærslumaður- inn hugðist því að stefna Miss Stevenson, en þá fékk hann skyndilega nýjar upplýsingar, sem vörpuðu fullu ljósi á allan málstað henn- ar; Það var ákveðið að taka þessa svika Ethel fasta, þegar allur svikarahópurinn tók til fótanna og flýði og var þá það mál úr sög- unni. Þannig stóð hið merkilega erfðamál fyrir stuttu síðan. En svo kemur nýtt upp, sem út- skýrir alt málið og sem er að þakka upplýs- ingum, sem við nýlega höfum fengið. Gyðingurinn stál Ethel Forsýthe sjálfur er henni ;var rænt af heimili sínu. Hún gekk undir nafninu Annetta Dye. Hún var flutt úr einum stað i annan í landinu, og allir álitu að hún væri dóttir Dye, sem var löðurmenni í vasa gyðingsins. Eigi alls fyrir löngu fékk hún samt vitneskju um að hún væri ekki dóttir þessa ræfils, og var svo heirnsk að segja Dye frá því. Hann fiýtti sér að segja gyðingnum frá því, sem varð lafhræddur. En hann var ekki þessháttar maður, að hann gæfist upp fyrir fimámunum, þegar um svona mikið var að ræða. Hann ákvað því að ryðja henni úr vegi. Það er þýðingarlaust að reyna til að geta sér til, hvað gyðingnum gekk til að velja þessa leið. Hann ritaði bréf til ungu stúlk- unnar, sem hún hélt að væri frá Mrs. Hop- good, og hann fékk Dye til að hjálpa sér til að framkvæma þetta óþokka bragð. Hann sór Dye það, við alt heilagt, að ihann skyldi ekki skerða hár á höfði stúlkunnar, en að hann ætlaði að hræða hana svolítið. En maður þessi var miiskunnarlaus skálk- ur. Hann gat ekki valið betri leið til að koma ráðum sínuim fram, og ihefði honum tekist að finna bréfið, sem hann skrifaði til hennár, er hann leitaði i vösum hennar, þá hefði ekki fundist neinn snefill, til að sanna á hann sökina. Eins og síðar kom í ljós þá mishepn- aðist hin fyrsta imorðtiiraun hans. Hann reyndi aftur og eftir þessa tilraun var honum fleygt út úr glugganum í bakherberginu i nr. 20 Bellavoin götu, er hann var að reyna að sleppa út um gluggann og upp á þakið. Er menn leituðu eftir Felix Rosenfeld og hvernig á hvarfi hans stóð, mishepnaðist það vegna þess, að eini maðurinn sem vissi um það mál, auk þess sem ihafði hrint honum niður úr glugganum, og hann vildi auðvitað ekkert segja, var Mrs. Forsythe. Það er ó- nauðsynlegt í þessu sambandi að lýsa hinni glæpsamlegu og 'spiltu lyndiseinkunn henn- ar. Sannleikurinn um breytni hennar kemst sjálfsagt upp með timanum. Kona iþeissi lifði tvöföldu iífi. Margir álitu hana heiðurs og valkvendi, aðrir þektu hana eins og hún var, illa og spilta konu. Að hún gat leikið þenn- an leik sinn svona lengi, sannar að Miss Stev- enson var í raun og veru dóttir hennar, sem hún átti áður en 'hún giftist Forsythe. Mrs. Forsythe var eina manneskjan, sem þekti samband þeirra Dye og gyðingsins. Hún ein vissi að^þeir höfðu verið saman þennan Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.