Heimskringla - 08.09.1943, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.09.1943, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. SEPT. 1943 Fimtíu ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Borgfirðingur hefir safnað og fœrt í letur. Nú virðist vera komið að þeim tímamót- um hjá Íslendingum, búsettum í fjarlægum löndum, að þeir geri sér grein fyrir hinu og öðru sem á dagana hefir drifið, og einnig þeim einkennum sem mest hafa mótað þá, og styrkt þá í viðleitninni að ganga óhöllu höfði og heilum fæti af hólmi, þegar att var á móti huldum öflum þeirra sem það höfðu sér að markmiði að gleyma uppruna sínum og öðr- um ómetanlegum arfleifðum, sem þó þrátt fyrir alt, gerðu þá hæfa til að öðlast þann heiðurs-krans, sem nú skreytir höfuð þeirra. Mér hafði dottið í hug að minnast Borg- firðinga, að örlitlu leyti, en persónuleg kynn- ing mín nær aðeins yfir árin 1890—1900. Fyrir þann tíma var eg of ungur til þess að fylgjast með því sem fram fór, og frá þeim tíma hefi eg dvalið fjærvistum við fóstur- jörðina, og þar af leiðandi ekki haft nægi- leg skilyrði að safna þeim heimildum sem nauðsynlegar eru til þess að gera það svo úr garði, sem vera ber. Það er aðallega skáldskapar-vakningin hjá Borgfirðingum, um og fyrir 1890, sem kom mér til þess að rita þessar linur. Það var vakning sem ungum og öldnum var jafn kær- komin. Þá var eins og nýtt líf færðist í fjöldann, og framtakssömustu mennirnir greiddu þessari nýju vakningu götu, á marg- an hátt. Jafnvel þeir sem þá voru minstu spámennirnir, urðu þegar ár liðu, í flokki góðskálda Islands. Það er ekki ætlan mín að'minnast eldri skálda Borgfirðinga, en þó get eg ekki stilt mig um að minnast þess manns sem að flestra dómi bar höfuð og herðar yfir öll samtíma skáld héraðsins, og sumir segja — öll skáld Islands á sínum tíma: Egils Skallagrímsson- ar. Hann er talinn að vera fæddur í byrjun tíundu aldar, og æfi hans varð um 80 ár. Það er sagt, að þegar harmur eða önnur vand- kvæði steðjuðu að honum, hafi hann ort sín beztu ljóð, og þá oft lokað sig inni, til þess að gera ekki vinum sínum óþægindi, og óvinum sínum spjöll. Egill sló vopnið úr hendi sorg- arinnar með ljóðum sínum og braut brodd dauðans sem stefnt var að hjarta hans. Á sama hátt forðaði hann vinum sínum frá vandræðum, í þrássi við sínar eigin tilfinn- ingar, (sbr. “Höfuðlausn”), því tæplega mun það hafa verið hugleysi sem lét hann yrkja það kvæði, en miklu fremur ást til vina sinna og umhyggja um hag þeirra og velferð. Af þeim sem báru höfuðið hærra flestum skáldum á þeim árum sem hér er um að ræða — 1890—1900 — má telja: Eyjólf Jó- hannesson frá Hvammi í Hvitársíðu. Hann var þá vel yfir sextugt, en ern og fullur fjörs og annara þeirra hluta sem gera lífið mikils virði. Mun eg minnast hans áður grein þess- ari lýkur. Annar maður, og nokkuð yngri en hann, var Jónatan Þorsteinsson frá Hæli í Flókadal. Þá má ekki gleyma Þorbirni Bjarnarsyni frá Breiðabólsstöðum, (öðru nafni: Þorskabítur), sem síðar varð þjóðfrægt skáld. Þessa þrjá menn má kalla fyrirrennara þeirra skálda í uppsveitum Borgarfjarðar, sem seinna komu fram á sjónarsviðið. Hætti eg nú við upptalningar nafna eftir ártalaröð, en minnist annara atvika sem áttu sinn þátt í þessari skáldskapar vakningu. Það var í byrjun þessa umrædda tímabils að einu sinni sem oftar, kemur Eyjólfur Gísla- son frá Hofstöðum í Hálsasveit, til kirkju að Eeykholti, og var þá prestur þar séra Guð- mundur Helgason frá Birtingaholti. Var séra Guðm. stórgáfaður maðúr og hagmæltur vel, hvers manns hugljúfi og sannur héraðshöfð- ingi. Hringjari kirkjunnar var þá Björn Gislason frá Augastöðum, vinsæll og ein- kennilegum gáfum gæddur, og var það í margra hugum að hann væri vel hagmæltur, en ekki þó á borð við Eyjólf. Eftir þessa áminstu kirkjuferð sendir Eyjólfur þessa vísu til Björns hringjara, því Eyjólfur hafði yndi af að setja saman lausa- vísur og smákvæði, eins og eg mun taka fram seinna. Vísan er svona: Til hringjarans é Burða-styrkann Björn eg fann, bús til virka þægann, í ræðu ómyrkann, ráðhollann, Reykholtskirkju hringjarann. Vonum bráðar kemur svar frá Birni, en þetta kvæði, sem og hin sem eftir fóru eign- uðu flestir séra Guðmtindi, og mun það sanni næst: Heilsar skáldi hringjarinn, hróðurinn þakkar góða. Illa er hæfur andi minn að ansa í stefjum ljóða. Harpan göfug hæfir þér, sem höldar allir róma, en klukkuna eg kjöri mér, kann hún líka að hljóma. Hljóðfærin þó hefja skal, hafa samróm stiltan, og láta þennan dýra dal Dvalins máli fyltan. Þá mun glatt í gumna-sal, gleðjast vif og drengir, þegar kveða kátt um sal klukku og hörpu-strengir. Þegar eg fæ þann heiðurs-hag —sem heims er bezta lukkan— að hringjarans á heiðurs-dag hljómi brullaups-klukkan, vona eg skáldið verði með, —eg veiti steik og kökur— og yfir okkar brúðar-beð breiði nokkrar stökur. Þegar þú loksins legst í jörð, lífsins saddur daga, og um breiðan Borgarfjörð berst sú harma-saga. Þá skal knúinn kólfurinn, klukku hvella tungan, svo undir taki orðstír þinn, Okið, Fellið, Bungan. Margir munu deila um hvort eftirfarandi kvæði hafi nægilegt skáldskapar gildi til þess að koma á prent, en um það vil eg ekki dæma. Aðal atriðið er að birta það, svo samræmið haldist í þessum merkilega ljóðabálk, sem mér vitanlega er ekki í nokkurs manns vörzl- um. Svar fró Eyjólfi til hringjarans Mig þírt ljóðin lista fróð, lífguðu góð, og hrestu þjóð, svo af móði sviftist blóð, sorg braut tróð af þanka-slóð. Hringjarinn iðkar hróðrar-starf, —hér glögt sé þess merkin— hefir fengið óð í arf eftir Snorra, klerkinn. Gunnlöð held eg gangi út, þá gerðu hana margir veita, kvæðu sig þá kannske í mút karlar upp til sveita. Lýða bætir lukkuna ljóða-greinir smíða, þó knúir þú áfram klukkuna kemst það síður víða. Heyrið skáldsins hýru bæn: Hringjara að vilja og ráðum, lækjar-draga-lilja væn lofist honum bráðum. Verði hún fríð og mentamörg, mjög á álnir geimin, æði vel til ásta f jörg, , ekki bresti seiminn. Eg mun ljóða lipur tól liðka, fægja, brýna, þegar bjarta seima-sól sé upp renna, þina. Ef eg lifi lukku þá, líta þig giftast fljóði, Braga-ihörpu ber mér slá bara í jötunmóði. Þá mun heyrast hljómurinn hörpu, lands um völlinn, og endurtaka orðstír þinn, ísagrundar fjöllin. Veizlan standi í viku þá, viða-branda og fljóða hugar-landið hellist á horna-blandið góða. Þess eg bið af huga heitt, himnaföður ljósa, að þá vanti ekki neitt er vér myndum kjósa. Víða oss fleygja forlög hér á foldarvegi, Bjössi minn, enginn segir svoddan mér, hvar sálast eigi líkaminn. Sál minni er það sorgarvörn, þá sungið er hold í leira,— að þú sjáir um það, Björn, þó ekki sé nú meira, Helst eg vildi þú hefðir ráð hörpu og klukku að bæra, sýndir þína sönnu dáð, svo af mætti læra. Leiði þig á lífsins vað lausnarinn á hæðum. Láttu þetta ljóta blað liggja elds hjá glæðum. Mín er ónýt mælsku-kvörn, mikill galli í strengjum. Berðu kæra kveðju, Björn, konun\ bæði og drengjum. Viðbœtir Nú er komið nóg frá mér af náhvals-drita-rúnum, bætirinn samt býð eg þér, Björn, sem mjólkur-kúnum. Fer eg ei á frétta-mið, fátt því hefi að greina. Margir lasnir liggja við lífsins götu beina. Sumir fæðast, segir þjóð, sumir liggja á börum, sumir eru að fá sér fljóð, fjærri angurs-kjörurp. Misjöfn lýða lukkan er, lífs um tíðir allar, sumir bíða í sælu hér, svo til ríða hallar. Aðrir ljða sult og sút, sálar-kviðann grimma, halda í stríð, en hrökklast út úr heimi Niðhöggs dimma. Þarna um meira þenkja má, því eg eiri valla, bögur keyri blaðið á, brátt mun fleira að kalla. Hátíð jóla höldum senn, heims af völtum auði. Biðjum guð að gefa oss enn . gnægð af lífsins brauði. Ósk þá góða lukku ljóst láti hver af munni, svo endurhljómi búkur, brjóst jog bylji í hátt sálunni. Öll þér hverfi ólund frá, anda fylstu gróða, heilsu þinni heilan á hitti bréfið Ijóða. Ath. — I annari vísunni er hér minst á séra Snorra, og er ástæðan til þess, að Björn hringjari taldi ætt sína til hins. víðfræga Snorra á Húsafelli, sem bæði var skáld og afburðamaður að kröftum. Framh. Um leið og eg legg út á þann hála ís, sem þessi ritgerð ber með sér, vildi eg biðja alt gott fólk, sem eitthvað á í fórum sínum af vísum eða ljóðum úr Borgarfirði, — áður óprentuðum, — að senda það til mín, til þess að sem flest kurl komi til grafar, og að þessi viðleitni, nái að einhverju leyti tilgangi sínum. Eg hefi reynt að viða að mér eins miklu og mér var unt, í viðbót við það sem eg hafði í fórum mín- um þegar eg kvaddi Borgarfjörðinn, en mér er það ljóst, að eg hefi mjög takmarkaða syrpu til birting- ar, og þessvegna er þessi liðsbón gerð. Áritun mín er: Borgfirðingur, % Heimskringla, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. SEYTJÁNDA ÁRSÞING Sambands íslenzkra frjólstrúar kvenfélaga í Vesturheimi Framh. Samkoma Sambandsins var sett í Parish Hall, Gimli, laugardaginn 26. júní kl. 8.15. Mrs. Gisli Johnson, forseti þingsins, setti samkomuna með stuttri ræðu. Kvaðst hún vona að forseta Sambandsins, Mrs. S. E. Björnsson, fengi brátt fulla heilsu aftur, svo hún gæti tekið við starfi sínu á ný. Því næst lýsti hún með fáeinum velvöldum orðum frumbyggjalífinu með Islend- ingum í þessu landi og á Gimli, einnig um viðhald íslenzkunn- ar hér. Bauð hún síðan gest- ina velkomna og bað þá sem á skemtiskránni voru að taka til starfa. Fyrst var á skemtiskránni Miss Ólöf Eggertson með piano solo, næst Lilja Johnson með upplestur, þá söng Pétur Mag- nús, aðstoðaður af Gunnari Er- lendsson, þvi næst flutti frú Anna Jónasson erindi um jReykjavík og Reykjavíkurjif, j Lóa Davidson söng einsöng, P. S. Pálsson söng gamankvæði frumort eftir sjálfan sig. Allir þeir sem skemtu tókst mjög vel, og var það auðheyrt á lófa- klappi áheyrendanna, sem klöppuðu programsfólkið 'upp hvað eftir annað, enda var þetta hin ágætasta skemtun. Þakkaði forseti þeim fyrir vel unnið starf, og bað alla við- stadda að syngja “ó guð vors lands” og “God Save the King” Með því var samkomunni slit- ið. Á sunnudagsmorgunin setti forseti þing á ný í Parish Hall. Skrifari las upp fundargern- ing síðasta fundar og gerði S. Vídal tillögu um að hann væri samþyktur. Stutt af Mrs. S. Oddleifsson. Samþykt. Þá bað forseti þingið að taka til starfa og ræða nefndar- skýrslur sem lesnar höfðu ver- ið upp á siðasta fundi. Ólafía J. Melan tók til máls og sagði nokkur orð uija út- breiðslunmál. Sagði hún að margt væri hægt að gera í þeim efnum, eitt væri það, að kvenhasambandið hefði eina útvarpsræðu á ári, sem fjallaði um málefni og útbreiðslu Kvennasambandsins. — Væru margar konur í Sambandinu, sem færar væru um að flytja þá ræðu. Einnig benti hún á að kirkjufélagið hefði í huga að gefa út tímarit. Væri nauð- synlegt fyrir Kvennasamband- ið að fá aðgang að því til að birta þar greinar og ritgerðir um nauðsynjamál félagsins. — Einnig væri gott ráð að fá þrjár viðeigandi ræður, er ein- hverjir prestar kirkjufélagsins flyttu á árinu, birta þær og út- býta þeim i gegnum póstinn til allra þeirra sem væru þessum málum unnandi eða hlyntir. Þá tók S. Vídal til máls og sagði það væri sín skoðun að starfi þessara nefnda væri haldið áfram og þýðing þeirra brýnd og haldið vakandi í öll- um kvenfélögum Sambandsins. Ýmsar fleiri umræður urðu um útbreiðslumálið, og loks gerði Ólafía J. Melan tillögu um að formenn þessara nefnda séu endurkosnar. Stutt af Mrs. S. Thorvaldson. Samþykt. Mrs. Guðm. Árnason tók þá til máls og benti á, að á siðari árum hefði borið nokkuð á því að unga fólkið hefði sýnt of lít- inn áhuga í kirkjumálum, margt hvað. Sumt jafnvel horfið kirkjunní með öllu, taldi hún fram ýmsar ástæður, en áleit að úr þessu mætti bæta með því að mæðurnar kendu börnum sínum ungum virðingu fyrir trú og fastheldni við kirkju sina. Mrs. Guðrún Johnson frá Ár- SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL PURPOSES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER COURSES. You may study individual subjects or groups of subjects from the following: Shorthand, Typewriting, Bookkeep- ing, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR Air-Cooled, Air-Conditioned Classrooms The "SUCCESS” is the only air-conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enpoll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.