Heimskringla - 22.09.1943, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. SEPT. 1943
Er þær komu inn í setustofuna reis stúlka
úr sæti sínu þar sem hún hafði sitið við arin-
inn. Hún lagði frá sér bókina, sem hún hafði
verið að lesa í. Ida sá fritt andlit í umgerð
af ljósgullnu hári. Hún sá skýr og fögur
augu, sem ætíð voru að taka blæbrigðum.
Stundum glömpuðu þau af hlátri, stundum
af stríðni og svo voru þau skyndilega full af
alvörumildi, sem var alveg séreign þeirra.
“Hérna sjáið þér ennþá einn vin yðar,
prinsessa,” sagði Valería Brune.
Kóngsdóttirin greip um hendur Idu og
kysti hana á báða vangana.
“Eg er svo glöð og svo þakklát”, sagði
hún. “Eg á svo fáa vini að hver sem bætist i
hópinn er eins og gjöf ofan að. Æ, enginn
veit það betur en við, konungsbörnin, hversu
torvelt það er að eignast einlæga vini. Þér
þekkið sjálfsagt ástæður mínar?”
“Já, ungfrú Brune hefir sagt mér frá
þeim.”
“Jæja, þá treystir Valeria yður. Eg ef-
ast um að nokkurn tíma hafi eins staðið á
fyrir nokkurri manneskja og mér. Hvers-
vegna má eg ekki gera það, sem mér sýnist?
Eg elska greifann og hann elskar mig, svo
um það er ekkert framar að ræða. Hvers-
vegna geta þeir ekki látið mig vera í friði.
Því má bróður mínum ekki standa á sama
hverjum eg giftist? Já, auðvitað má honum
standa á sama um það. Én samt reynir hann
að láta ræna mér til að eg sé flutt heim, og
ef það tekst ekki ætlar hann að ^era eigur
mínar upptækar. En eg hefi vopn í höndun-
um. Ójá, eg skal koma allri Evrópu til að
hlægja að honum. En bróðir minn er virðu-
legur maður, sem litur alvarlega á sjálfan sig.
Svo reynir hann að draga mig héðan frá Lon-
don. E'g hélt að eg ætti hér vin. Hann heit-
ir George Heathcote. En eg kem nú beint frá
boði einu, þar sem Mr. Heathcote sagði í mín
eyru að eg væri flón og það væri réttast að
hýða mig eins og óþægan krakka og senda
mig svo í rúmið. Ó, en hann vissi ekki að eg
heyrði til hans. Hann þekti mig ekki í dul-
búningnum, og hinir góðu vinir mínar, Rup-
ewa hjónin komu þessu svona í kring fyrir
mig, til þess að augu mín skyldu uppljúkast.
Og maður þessi, sem eg hugði að væri vinur
minn hefir alveg nýlega gert samsæri til að
handsama mig og smygla mér út úr landinu
og koma mér um borð í skip eitt, sem tilheyr-
ir bróður minum, konunginum. Þessvegna
fór eg að ráðum vina minna og hvarf af sjón-
arsviðinu. Þessvegna er eg hér komin. 1 ná-
vist minni eru hugrakkir menn, sem vaka
yfir mér nótt og dag, og Valeria hefir útbúið
mig með dulbúningum, til þess að eg geti
komist, út undir beran himin og hlegið að
óvinum mínum. Eg geng fram hjá njósnurum
bróður míns og hlæ að þeim. Gæti eg bara
náð í þessi bréf væri eg hólpin. En þegar eg
flúði þá' varð eg að skilja þau eftir í Berlíp,
af því að eg þorði ekki að fara með þau yfir
landamærin. Mr. Gray átti að færa mér þau,
en eg heyri sagt að honum hafi hlekst eitt-.
hvað á. Það er mjög raunalegt. Einhver
ihefir snuðrað það upp að hann er vinur
minn og flutti með sér þessi áríðandi skjöl,
sem frelsi mitt og sjálfstæði byggist á. En
þegar eg hefi náð bréfunum þá sendi eg
bróður mínum þá kosti sem eg vil setja hon-
um. Svo af því sjáið þér að við verðum að
finna Mr. Gray og losa hann við þá ábyrgð,
sem á honum hvílir. En hver á að gera það?
Það er sú spurning sem fyrir mér vakir sí og
æ, en fæ ekkert svar við. Vinur mínar, getið
þér hjálpað mér?”
“Það hugsa eg,” svaraði Valeria ibyggin
á svip. Eg hefi talað við Idu og hún hefir
gefið mér eina hugmynd. Hún hitti núna í
kvöld blaðamann einn, Arnott að nafni, sem
oftar en einu sinni hefir hjálpað mér, þótt eg
hafi aldrei talað við hann. Eg veit að hann
mun hjálpa mér á ný, vegna þess að takmark
Xífs hans er það að ná tökum á George Heath-
cote og kúga hann til að gera það, sem Arnott
vantar að hann geri fyrir sig. Til þess að ná
því takmarki hikar hann ekki við neitt. Auk
þess er hann mjög fær maður og þekkir frá-
bærlega vel hið leynda stjórnmálabrask álf-
unnar. Eg veit hvar eg get fundið hann og
ef þér viljið skal eg hringja á hann í síman-
um.” é
“Er það alveg nauðsynlegt?” spurði Ida.
“Við vitum hvar Mr. Gray er. Við þurfum
ekkert annað en að segja lögreglunni sögu
okkar og eftir fáeinar klukkustundir---”
“Bíðið vifi,” sagði Valeria. “Munið eftir
að við þurfum að fara gætilega. Mr. Glas-
gow hefir þetta mál með höndum að öllum
líkindum og hann er embættismaður utan-
ríkis stjórnarinnar. Ef við ónýtum hin vel
lögðu ráð hans, sjáum við eftir því síðar meir.
Við vitum að lögreglan hefir ekki ljóstað upp
hvarfi Grays og er það i sjálfu sér sönnun
þess að Mr. Glasgow hefir ráðið fram úr mál-
inu. Við megum ekki fara klaufalega að
þessu. Við skulum að minsta kosti heyra
fyrst hvað Mr. Arnott hefir um þettp. að
l segja. Á eg að sima honum?"
A “Valeria er dásamleg,” sagði prinsessan.
“Hún gerir'engin glappaskot. Þið getið ráðið
þessu öllu saman.”
Arnott var heima og ætlaði að koma
strax ef ungfrú Brune óskaði að tala við
hann. Hann var nýlega kominn heim frá
skrifstofu blaðs síns, og ef hann gæti verið
til nokkurs gagns, þá sagði hann að sér væri
það hin mesta ánægja. Tíu mínútum síðar
kom hann, og er hann kom inn í stofuna,
starði hann forviða á þær Idu og Valeríu. Það
var auðséð að hann skildi ekkert í þessu.
“Eg er hræddur ur,” sagði hann, “að mér
hafi orðið á mikið glappaskot og verið ófyrir-
gefanlega ógætinn í kvöld, og stafar það af
því hversu mjög þið eruð líkar. Eg sé nú að
það var ekki ungfrú Brune, sem eg hitti á
dansleiknum. Eg vona að þetesi misgáningur
minn hafi ekki slæmar arfleiðingar. En ung-
frú Brune er svo sk’ynsöm----”
“Það er mjög fallega sagt af yður,” sagði
Valeria hlægjandi. “Ungfrú Banstone'fór
þarna fyrir mig og lék mig á dansleiknum.”
Arnott varð þungbúinn.
“Sögðuð þér Banstone?” sprirði hann.
• “Er hún dóttir Banstones umboðsmann’s,
Robert Banstone?”
“Hann er faðir minn,” svaraði Ida. “Við
skulum ekki láta neinn misskilning ríkja
meðal okkar,” sagði hún er hún sá hve tor-
tryggnislegur Arnott varð á svipinn. “Eg
skal vera hreinskilin við yður. Mig og föður
minn skilur á um margt. Þessvegna hefi eg
yfirgefið heimili mitt til þess að vinna fyrir
mér sjálf. Við faðir minn og eg erum ókunn-
ug hvort öðru. Eg hefi margt skemtilegt séð
í kvöld og áður en við förum lengra væri
réttast að eg segði yður hvað eg hefi heyrt
og gert. Mér finst að þér ættuð að fá að vita
það, því að án yðar hjálpar hefði eg aldrei
komist í þessi æfintýri. Það var ekki nema
eðlilegt, að þér tækjuð míg fyrir ungfrú
Brune.”
Ida sagði nú Arnott alt, sem við hafði
borið eftir að þau skildu og endaði frásöguna
með þessum orðum: “Jæja, nú vitið þér þetta
alt saman.”
Og nú vitið þér líka hversvegna eg sendi
boð eftir yður, Mr. Arnott,” sagði Valeria.
“Ungfrú Banstone ætlaði að leita til lög-
reglunnar, en það vil eg aldrei, því eg veit
að ef við gerum þaðj þá skemmum við ein-
hver sniðug ráð, sem leyniþjónusta ríkisins
hefir með höndum og einkum John Glasgow.
Auðvitað er þeim það kunnugt að Gray er
horfinn, og þeir hljóta að hafa ^óðar ástæður
til að halda því leyndu, annars mundu þeir
hafa leitað hjálpar blaðanna.”
“Hefðuð þér nokkuð á móti því að eg
ræddi ekki meira um þetta í svip?” spurði
Arnott. “Þér hafið algerlega rétt fyrir yður,
ungfrú Brune. Eg skrifaði grein um hvarf
Grays fyrir blaðið mitt, og útgefendurnir
létu hana ekki birtast og var það gert eftir
beiðni stjórnarinnar. Eg hefi ekkert á móti
því að segja yður að George Heathcote og
tveir vina hans hafa gert þetta og standa
fyrir því.”
“Og hvað heita þessir vinir hans?” spurði
Valeria.
Arnott hikaði.
“Það er kanske bezt að vera hreinskil-
inn,” sagði hann loksins. “Þeir heita Wilfred
Avis og Robert Banstone. Mér þykir slæmt
að verða að segja þetta í návist ungfrú Ban-
stone----”
“Verið þér ekkert að afsaka það!” sagði
Ida. “Mér er alveg eins mikið áhugamál og
ykkur að ráða fram úr þessari gátu. Mr.
Gray er mjög góður vinur minn og ástæður
hans eins og þær eru nú valda mér hinnar
mestu áhyggju. Geti eg eitthvað hjálpað
honum, þá------”
“En sem stendur getið þér ekkert gert,”
sagði Arnott. “Ungfrú Brune hefir alveg rétt
fyrir sér; ef við hömlum framkvæmdum leyni-
þjónustunnar á nokkurn hátt, þá stögum við
spor i ranga átt. En eg hefi mínar eigin að-
ferðir til að komast eftir atriðunum. Einn
eða tveir af leigutólum þeirra eru í þjónustu
minni, og rifið umslag, sem einn þeirra fann
í járnbrautarvagni þeim, sem Gray ferðaðist
i, leiddi mig á sporið. Eg ætla að spyrjast
f.vrir um þetta og læt ykkur vita eftir tvo
daga. Gæti eg gert nokkuð fyrir ykkur áður
en eg fer?”
“Já,” svaraði Ida, “þér gætuð gert svo
vel og fylgja mér heim. Eg verð ekki nema
fimm minútur að hafa fataskifti, og mér þyk-
ir slæmt að vera ein á ferð svona seint næt-
ur.”
15. Kapítuli.
Ida varð forviða að finna Elsie á fótum
að bíða eftir henni þótt komið væri að dögun.
. 0
“Þér hafið heldur en ekki gert mig
hrædda,” sagði Elsie. “Ungfrú Brune sendi
mér orð að þér tefðust hjá henni, en þegar
timarnir liðu og þér komuð ekki heim tór eg
að verða hrædd um yður. Hvað hafið þér
verið að gera allan þennan tíma?. Hvers-
vegna eru vangar yðar svona rjóðir og áugu
yöar svona fjorleg? Hafið þér lent i ein-
hverju æfintýri? Gerið svo vel og segið mér
frá þessu?”
“Þúsund og ein nótt,” svaraði Ida hlægj-
andi. “Eg heti tekið þátt í þremur fjórðu
hlutum at allra skemtilegustu skáldsögu, skal
eg segja yður, og séuð þér eigi alt of þreyttar,
skal eg^segja yður söguna eins og hun gekk,
því aö eg veit að hún verður vel geymd hjá
yður.”
Hálfum tíma síðar var sögunni lokið og
hlustaði Elsie á hana með athygli. En eftir-
tekt hennar jókst um helming þegar nafn
Arnotts var nefnt. Hún varð náföl og dró
djúpt andann.
“Þetta er alt saman mjög óvenjulegt og
leyndardómsfult, en sögðuð þér ekki að mað-
urinn sem kom yður í þetta óvænta ferðalag
héti Ralph Arnott. Hvernig var hann i út-
liti?”
“Hann er grannur og dökkur á brún og
brá með fjarskalega hvöss og athugul augu
og hlýtur að hafa verið fjarskalega aðlaðandi
fyr meir. En aumingja maðurinn hefir liðið
mikið. Hann sagðist hafa orðið fyrir mikilli
ógæfu, en að það væri maður til, sem gæti
gefið sér mannorð sitt til baka, ef hann vildi
gera það. Eg hefi nefnt hann. Hann heitir
George Heathcote.”
Elsie huldi andlitið í höndum sér og
brast í grát.
“Þetta er sami maðurinn. Það hlýtur að
vera sami maðurinn! Fyrir árum síðan, þeg->
ar við vorum börn, byrjaði hann að skrifa
fyrir blöðin. Hann notaði altaf fyrstu tvö
nöfnin sín, Ralph Arnott. Hann er þá loksins
kominn í leitirnar!”
“Þér virðist hafa milýnn áhuga fyrir
þessum manni,” sagði Ida.
“Það hefi eg sannarlega, því að Ralph
var, nei er, unnusti minn. Þegar hann varð
fyrir þessari miklu ógæfu var eg í París.
Faðir minn var nýdáinn og þegar eigur hans
höfðu verið seldar og skuldirnar goldnar,
var ekkert eftir handa mér. Ralph hafði ætíð
verið fjarskalega viðkvæmur og þegar hann
varð fyrir þessari ógæfu ritaði hann mér
bréf, og sagði mér að öllu væri lokið okkar á
milli, og að hann ætlaði aldrei að láta mig
sjá sig fyr en hann hefði hreinsað mannorð
sitt til fulls. Þegar eg fór til fangelsisins
vildi hann ekki sjá mig. Hann ráðlagði mér
að gleyma sér og gera einhvern annan mann
hamingjusaman. Ef eg væri ógift þegar
ihann kæmi út og gæti hreinsað mannorð sitt,
kæmi hann kanske til mín á ný, en til þess
væru litlar líkur. Alt frá þeirri stund höfum
við aldrei sést. Þér verðið að sjá til að við
hittumst, það megið þér til að gera, Ida. Eg
má til að sannfæra hann um, að það sem
henti hann gerir engan mun hvað mig snertir.
Eg þarf að segja honum að hann er með þess-
ari breytni sinni, að eyðileggja líf mitt eins og
sitt eigið. Mér finst að það sé alt of langt
farið.” j
Idu farist næsti dagur ósegjanlega leiðin-
legur og tilbreytingalaus eftir hina viðburða-
ríku nótt. Henni fanst það líka undarlegt, að
tveir dagar iiðu án þess að hún heyrði neitt
frá Valeriu Brune. Hún var fjarskalega á-
hyggjufull um Arnold Gray, og las hún blöðin
nákvæmlega kvölds og morgna en fékk þar
engar upplýsingar. Hún var rétt að því kom-
in að fleygja “Kvöldfréttunum” í ruslakörf-
una þegar hún sá þessa grein í þeim:
“Einkennilegt atvik kom fyrir í Oxford
strætinu í kvöld. Þar lenti saman konu, sem
komin var á efri ár og útlendingi einum. Út-
lendingurinn var þar á gangi og hafði með-
ferðis heilmikið af litlum myndum og lík-
neskjum úr gipsi er hann var að reyna að \
selja. Konan stóð við búðarglugga og horfði
á vörurnar í glugganum, er myndasalinn á-
varpaði hana og spurði hana í mjög æstum
rómi hvort hún væri ekki Jena Viktoría,
prinsessa frá Bonn. ,Er konan sagði honum
að fara leiðar sinnar og láta sig í friði, lagði
hann hendur á hana og hepnanðist að ná af
henni hárkollu, sem hún hafði á höfðinu. Var
áhorfendunum, sem þyrpst höfðu að, heldur
en ekki skemt yfir þvi. Konan sneri sér til
lögreglunnar, og þegar maðurinn neitaði að
hlýða lögregluiþjónnium var hann handtek-
inn, en hann braust um á hæl og hnakka og
mótmælti slíkri meðferð. Á meðan á þessu
stóð hafði konan látið fætur forða sér og var
horfin. Þetta atvik er einkennilegt sökum
þess, að menn líta svo á að prinsessan sé í
London og feli sig þar fyrir ættingjum og
vinum sínum. Og þar sem alkunnugt er, að
henni líkar að ganga dulbúin, getur vel verið
að farandsalinn hafi haft rétt fyrir sér. Oss
er sagt að lögreglan hafi málið til meðferðar.”
Ida las þessa frétt tvisvar sinnum og
var í þann veginn að fá Elsie blaðið, er hús-
móðirin stakk höfðinu inn um hurðargáttina
og sagði, að þar væri gömul kona, sem vildi
tala við Idu. Hrörleg og illa búin kerling
drógst inn um dyrnar og hneig niður í stól.
H^ttur hennar og andlitsslæða höfðu farið úr
lagi, og kom þar í ljós andlit prinsessunnar,
sem var bæði óttaslegið og hlægjandi.
“En hvað þetta er skelfilegt,” stundi
hún. “Einn þessara njósnara þekti mig. —
Hann reyndi að grípa hendi mina, en hann
fór of langt og lögreglan klófesti hann. Eg
þori ekki að fara aftur til Grosvenor Square,
ef þeir skyldu hafa auga á húsinu. Eg hefi
gengið tímunum saman um göturnar. Þá
mintist eg þess að Mr. Arnott sagði mér það
í gær hvar þér ættuð heima. Er eg nú viss
um að eg komst hingað án þess að þeir tækju
eftir því. Þér verðið strax að segja henni
Valeríu frá hvar eg er. Alt virðist hafa geng-
ið illa þessa síðustu tvo dagana. Mr. Arnold
Gray er horfinn. Einn af þjónum Valeriu var
þar hjá húsinu í gær og segir að það sé autt
húsið. Fólkið er flutt burtu, og nú neyðumst
við til að byrja alt saman á nýjan leik.”
Þetta voru vissulega slæmar fréttir. Ef
Gray hafði verið fluttur úr húsinu við fljótið,
þá var starf síðustu daganna að engu gert —
kanske eitthvað gerst, sem eigi yrði aftur
tekið. Ida sá nú eftir því að hún hafði ekki
haldið áfram kunningsskapnum við þessi
bráðþroska börn, og nú mundi hún eftir að
hún hefði ekki einu sinni efnt loforð sitt og'
borgað þeim fyrir steinana. Mundi hún geta
fundið þau? Svo var hurðin opnuð á ný og
hás rödd kunngerði að við framdyrnar væri
barn, sem vildi fá að tala við hana. Þegar
Ida kom út varð hún heldur en ekki glöð að
sjá þar stúlkuna, sem hafði selt henni dem-
antana.
“Þér eruð rétt fallegur viðskiftavinur,”
sagði barnið með skrækum rómi. Þér eruð
fallegur svikari. Við skulum sleppa öllum
vífilengjum. Eg vil fá borgunina mína, og
það undir eins.”
Tortryggni barnsins hafði engin áhrif á
Idu. Hún hugsaði aðeins um hversu stál
heppin hún væri að hafa hitt það svona ó-
vænt og svona fljótt. Telpan var auðvitað
reið við hana, sem var ekki nema eðlilegt,
þvi að hún hafði svikið loforð sitt, sem hún
hafði gefið af frjálsum vilja. Hún sá hvernig
reiðin logaði í augum barnsins og hversu
svipur þess var ákveðinn. En Idu var sama
um það. Hún vænti aðeins innilega að þetta
barn gæti sagt sér hvar Arnold væri. Ein-
hver óvinur þeirra hafði numið hann burtu,
og hafði það gert alla aðstöðu erfiðari og
það á óvæntan hátt, en nú gat Ida fengið
upplýsingar, sem utanníkisstjrónSn mundli
gefa mikið til að eignast og goldið stórfé
fyrir.
“Komdu inn. Látum okkur nú sjá. Hvað
var það seirúþú sagðist heita?”
“Eg hefi aldrei sagt að eg héti neitt,”
svaraði barnið reiðulega. “En eg heiti Anna.
Það þýðir ekkert fyrir yður að spyrja um
seinna nafnið mitt, því að það er ekki til. Og
ekki fer eg inn. Alt sem mig langar til að fá
eru peningarnir, og héðan fer eg ekki fyr en
eg fæ þá.”
Ida þaut upp stigann og inn í litlu dag-
stofuna.
“Þetta er sannkölluð hepni,” sagði hún.
“það virðist eins og eg hafi fundið Arnold
Gray á ný. Það er barn hérna úti — eitt
barnanná sem eg sagði yður frá, og sem eg
fékk----”
Ida steinþagnaði. Hún var rétt búin að
segja prinsessunni um gimsteinana, þótt hún
hefði lofað Valeríu að þegja um þá.
Hún hafði ekki einu sinni sagt Elsie frá
gimsteinunum.
“Ó, eg gleymdi því að segja yður frá
börnunum,” sagði hún. “Þau hjálpuðu mér
vel og eg lofaði þeim peningum fyrir það. Eg
hafði ekki neina með mér og hafði gleymt
öllu saman. Hamingjan má vita hvernig
barnið fann mig, en nú er hún komin og er
fokreið og ásakar mig um allskonar óvöndug-
heit. Eg er hrædd um að eg megi til að fá
lánaða peningana hjá ykkur til að borga
henni með.”
“ó, eg hefi nóg af þeim,” sagði prinsess-
an. Hérna er full pyngia, taktu alt sem þú
vilt, barnið gott. En ekki get eg séð hvernig
þetta getur hjálpað okkur.”