Heimskringla - 05.04.1944, Blaðsíða 8

Heimskringla - 05.04.1944, Blaðsíða 8
á. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRIL 1944 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Páskadagsguðsþjónustur í Winnipeg Haldið verður upp á páskahá- tíðina við báðar guðsþjónusturn- ar í Sambandskirkjunni n. k. sunnudag, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Söngflokk- arnir hafa báðir undirbúið og æft sérstakan hátíðasöng og hef- ir presturinn valið sér viðeigandi efni. Sækið páskadagsguðsþjón- usturnar í Sambandskirkjuni. ★ K ★ * * Páskamessa í Árborg Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg páskadaginn 9. apríl n. k. kl. 2 e. h. * ★ ★ Páskaguðsþjónusta á Lundar Messað verður á Lundar kl. 2 e. h. á páskadaginn, þann 9. apríl. H. E. Johnson ★ ★ * The People’s Church of Chicago Svo heitir kirkja Dr. Preston Bradley er getið er um í grein S. Árnasonar um komu séra Sigur- geirs Sigurðssonar biskups til Chicago. The People’s Church tilheyrir Unitara félaginu í Bandaríkjunum og er stærsta kirkjan, að meðlimatölu, meðai Unitara syðra. Safnaðarmeð- limir eru alls 3,700 og á hverjum sunnudegi sækja messu til Dr. Bradley milli 1,500 og 2,000 manns og stundum, við hátíðir eins og páskana hefir presturinn haldið tvær messur, eina á fætur annari og kirkjan fylst í hvert skifti. ★ ★ ★ í>essir gestir voru í bænum fyrir helgina: Dr. Richard Beck, S. Thorvaldson, M.B.E., Dr. Sv. E. Björnson, sem allir eru í stjórnarnefnd Þj óðræknisfélags- ins, og frú S. E. Björnson. fr:nimnnnoMiiiimiicjmmnniomiimiiinnimimiinmitMm® I ROSC THEATRE 1 | ----Sargent at Arlington------ g | Apr. G-7-8—Thur. Fri. Sat. g Anna Neagle—Ray Milland = "IRENE" Fibber McGee & Molly Charlie McCarthy | "LOOK WHO’S LAUGHING" § i Apr. 10-11-12—Mon. Tue. Wed. i Glasbake to the Ladies I Alan Ladd—Helen Walker s "LUCKY JORDAN" i Evelyn Ankers- John Carradine i i "CAPTIVE WILD WOMAN" I ■ g §iiiiiiiiiiic]iiiiiimiiiniimmiiiiumiiimmuiHiiiiiiiiommiimr> Samkoma á sumardaginn fyrsta Eins og að undanförnu, efnir kvenfélag Sambandssafnaðar til skemtisamkomu í Sambands- (kirkjunni, til þess að fagna sumri, fimtudaginn 20. apríl n. k. Þær samkomur hafa ávalt verið til ánægju og gleði öllum sem þær hafa sótt. Þetta ár verð- ur engin undantekning. Vönduð skemtiskrá verður auglýst í næsta blaði. Gerið öll ráðstaf- anir a ð sækja þessa vinsælu árs- samkomu kvenfélagsins. ★ ★ ★ Spilasamkoma Kvenfélagið “Eining” að Lundar, Man., eftir til spilasam- komu þriðjudagskveldið 11. apríl n. k. í samkomusal Sambands- kirkjunnar. BT,”’ar kl. 8.30. — Inngangur og kaffi 25^. Fjórir góðir prísar gefnir. Vonast eftir að sjá marga það kveld — 11. apríl. Munið stað og stund. ★ ★ * Gift voru nýlega í Toronto, L.A.C. Thorvaldur Pétursson, sonur dr. Rögnvaldar heitins Péturssonar og frú Hólmfríðar Pétursson, 45 Home St., Winni- peg og Bergþóra G. Thórðarson, dóttir Mr. og Mrs. G. Thórðar- sonar fyrrum í Piney. Mr. Pét- ursson er í flughernum og hefir skrifstofustörf með höndum. — Giftingin fór fram á heimili Rev W. J. Jenkins, únitaraprests í Toronto. Heimskringla óskar nýgiftu hjónunum allra heilla. Dr. Edward Thorlakson Eins og menn muna, var Dr. Edward Thorlakson staddur hér á þjóðræknisþinginu og var sá er því kom til leiðar, að fréttum af því var útvarpað heim dag- lega. Bað Hkr. hann um mynd af sér, en hann hafði hana enga, hefir aldrei hugsað um, að nokk- ur þörf væri, að hafa þessháttar með sér. Grein þeirri er Bened. S. Gröndal skrifaði fyrir skömmu í Heimskringlu átti einnig að fylgja mynd, en hana var þá í svip ekki að fá. Nú hefir Mr. Gröndal komist yfir mynd af dr. Edward Thorlakson og sent Hkr. Skal nú úr því bætt, að hún gat ekki verið með því er áður hefir verið skrifað með því að birta hana hér. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir ákveðið að efna til samsætis til heiðurs hin- um nýskipaða hæstaréttardóm- ara Manitoba-fylkis, Hjálmar E. Bergman, K.C. Samsætið fer fram á Royal Alexandra hótel- inu í Winnipeg 27. apríl 1944, og hefst með máltíð kl. 6.45 e. h Aðgöngumiðar kosta $1.75 og fást á skrifstofum íslenzku blað- anna, hjá Davíð Björnsson bók- sala, eða hjá Guðmann Levy. Þeir er óska að taka þátt í sam- sæti þessu þurfa að tryggja sér aðgöngumiða fyrir 22. þ. m. ★ ★ ★ Skírnarathöfn Sunnudaginn 2. apríl, fór fram skírnarathöfn að heimili Mr. og Mrs. Jochum Ásgeirsson, ste. 6 Acadia Apts., er séra Philip M. Pétursson skírði son þeirra, Robert Jochum. Guðfeðgin voru Mr. og Mrs. J. F. Kristjánsson. Margir vinir og skyldmenni voru viðstödd. Að athöfninni lokinni fór fram rausnarleg skínarveizla og skemtu menn sér fram eftir deginum, þar til að kominn var messutími og gestirnir kvöddu foreldrana með hlýjum óskum um framtíð unga sveinsins. ★ ★ ★ Hr. Páll Thorgrímsson, Win- nipeg, á íslands-bréf á skrifstofu Heimskringlu. ★ ★ ★ Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla- vörðustíg 2, Reykjavík, Island. ★ ★ ★ Esjan í Árborg hefir nú á- formað að hafa vílna samkepni, innan deildarinnar, þ. 23. apríl n. k. Efni vísnanna “Islenzk tunga”, þrjár eða fleiri ferskeytl- ur alls; sendist vísurnar til ritara félagsins fyrir 10. apríl. Á fund- inum þ. 23. apríl verður einnig nýtt deildarblað á dagskrá, lesið þar af ritstjóra þess, V. Jó- hannessyni. Verður það óefað góð skemtun. Festið þetta í minni. S. E. B. ★ ★ , ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. Til þeirra sem vináttu vilja sýna Rússnesku þjóðinni Þúsundir hylkja, full fatnaðar o g annarar nauðsynja vöru, hafa borist Rússlandi, — en meiri hjálpar er þörf. Söfnun klæðnaðar fyrir hetjur Rússlands, — menn og konur, verður að halda áfram með auknum áhuga. Miljónir fólks á Rússlandi eru nú að endurheimta sína fyrri bústaði, en þar er alt í eyði, öllu stolið, alt eyðilagt. Þetta fólk þarfnast alskonar fatnaðar. “Ef þú átt vinur þrek í stríð”, þá láttu nú greipar sópa um húsakynni þín. Þar er alskonar fatnaður, frá toppktil táar. Láttu bæta það sem þörf er á, — og sendu það strax til þeirra sem nauð líða. TIL ALLRA KIRKNA OG HJÁLPARFÉLAGA Ef þið safnið 250 pundum af fatnaði, sem er nægilegt fyrir einn vöru-stranga, þá getið þér sent það til Rússlands, með yðar eigin yfirskrift. BÍÐIÐ EKKI — FRAMKVÆMIÐ STRAX! Tveir móttökustaðir: 445 Main Street ___ Phone 96 245 410 Selkirk Ave________Phone 52 753 United Council for Aid to Russia 410 Selkirk Ave. Phone 52 753 Winnipeg, Man. ÁRSFUNDUR Viking Press Limited Ársfundur Viking Press Limited verður haldinn fimtu- daginn 13. apríl n. k. kl. 2 e. h. á skrifstofu félagsins, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Fyrir fundi liggja hin venjulegu ársfundarstörf, svo sem kosning embættis- manna, taka á móti (og yfir fara) skýrslum og reikningum félagsins o. fl. Hluthafar eru beðnir að mæta stundvís- lega, og ef um fulltrúa er að ræða er mæta fyrir hönd þeirra, að útbúa þá með umboð, er þeir geta lagt fyrir fundinn til staðfestingar. —Winnipeg, Man., 29. marz 1944. ^ í umboði stjórnarnefndar: S. THORVALDSON, forseti J. B. SKAPTASON, ritari tJR ÖLLUM ÁTTUM Arabar í Norður-Afríkulönd- um Frakka, hafa látið þá skoðun í ljós, að eftir stríðið ættu Al- giers, Tunis og Morokko að verða eitt sjálfstætt ríki undir ara- biskri stjórn, þar sem Arabar séu langfjölmennastir af íbúum þessara landa. ★ ★ ★ Dr. D. L. Johnson, C.C.F. þing- maður frá Brandon, bar upp til- lögu á fylkisþingi Manitoba s. 1. viku um skyldu-atkvæðagreiðslu í fylkis-, bæja- og sveitakosning- um. Það er ekki ómögulegt, að tallagan fái fylgi á þingi; Mr. Garson forsætisráðherra kvað ekki á móti því að athuga hvern- ig slík löggjöf hafi reynst, þar sem hún er í gildi innan Breta- veldis og leita frekari upplýsinga um það. innan þessa fylkis, hvernig litið sé á það mál. Lög- gjöfina væri ekki hægt að sam- þykkja fyr en á þingi 1945, svo það er allur tími til stefnu. ★ ★ ★ Stephen Leacock, fyrrum kenanri við McGill-háskóla, lézt 28. marz á sjúkrahúsi í Toronto. Hann var 74 ára. Af kenslustarfi wið háskólann lét hann 1936 og hefir síðan gefið sig við ritstörf- um og gefið út hverja bókina af annari. Hann var frægur fyrirj ritstörf sín og vinsæll ekki sízt vegna þess, hve þar kendi ávalt mikillar kímni. Hann var fædd- ur á Englandi, en kom sex ára gamall með foreldrum sínum til Canada. Hann hlaut mentun sína á Toronto-háskóla. Hann má telja í hópi fremstu rithöfunda Canada. ★ ★ ★ Nefnd, sem sambandsstjórnin skipaði til að líta inn í húsaleys- ismál Canada, hefir lokið starfi og leggur til að 606,000 hús séu bygð á komandi 10 árum eftir stríðið. Það minsta sem bygt verður á ári eru 50,000 hús. — Nefndin leggur til að alt að90% af kostnaði sé lagður fram af stjórninni. Er víst talið að sam- bandsstjórnin muni eitthvað gera í þessa átt bráðlega eða á þessu þingi, en hvort að sú húsa- byggingar-löggjöf verður því lík, er skýrslan fer fram á, er enn óvíst um. ★ ★ ★ Skrafað er um það, að Em- manuel ítalíukonungur muni segja af sér, eftir að Róm sé unnin úr höndum Hitlers. Leið- andi menn frjálslynda flokksins, eins og Forza og Benedetto Croce, eru á því, að stjórnarset- ur geti ekki annar staðar verið en í Róm og Badoglio stjórnin í Salerno, sé ekki líkleg til fram- búðar. Að hinir frjálslyndu taki við stjórn, þykir þeim eðlilegt, jafnvel þó í samvinnu sé við aðra flokka, en þessir menn hafa ekki á móti, að sonarsonur konungs verði erfingi konungsdómsins. ★ ★ ★ Við atkvæðagreiðslu s. 1. mið- vikudag á brezka þinginu, um tillögu er fór fram á, að stjórnin greiddi kvenkennurum jafnhátt kaup og karlmönnum, varð stjórnin í minnihluta. Með til- löghnni voru 117 atkvæði greitt, en með stjórninni, er á móti henni var, 116 atkvæði. Stjórnin var í sjálfu sér ekki á móti jöfnu kaupi til karla og kvenna, en kaus þá aðferð, að líta inn í og verðleggja störf kennara. En fyrir það að atkvæðagreiðslan fór þannið skoðaði Churchill, stjórnarformaður, nauðsynlegt, að atkvæðagreiðsla um trausts- yfirlýsingu á hendur stjórninni færi fram. Sú tillaga kom til atkvæðagreiðslu daginn eftir. — Voru 425 atkvæði þá greidc stjórninni, en aðeins 23 á móti. ★ ★ ★ Rússar lýstu því yfir í byrjun þessarar viku, að fyrir þeim vekti ekki í Rúmaníu, að taka landið af þjóðinni; hún yrði því ráðandi eftir þetta stríð sem áður og hefði það stjórnskipulag, The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, Manager GUNNAR ERLENDSON PIANOKENNARI * Kenslustofa: Talsími 636 Home St. 30107 sem henni sýndist. Hefir þetta mælst vel fyrir í London og í Washington og þykir líklegt til að Rúmenar hætti að berjast með Þjóðverjum. Þetta er enn- fremur sagt hafa vakið mikla athygli í Finnlandi og í Eystra- saltslöndunum; jafnvel einnig á meðal Pólverja. F.-L. Jóhann Walter Einarson, D.F.M. og D.F.C., Shellbrook, Sask., er sagður “missing” í frétt- um úr stríðinu 1. apríl, 1944. ★ ★ ★ Miss Solveig Ingibjörg Ás- mundsson, dóttir Mr. og Mrs. Ás- mundur Ásmundsson West- bourne, Man., innritaðist í Can- adian Women’s Army Corps í Winnipeg 28. marz 1944. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: lslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks,, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir ; Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ; ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. »###############################« Endurnýjun Atvinnuleysis Vátrygginga Bóka Til Allra Vinnuveitenda Allar atvinnuleysis vátryggingar bækur fyrir árið sem endar 31. marz 1944, verða að skiftast fyrir nýjar bækur. ' Komið yður tafarlaust í samband við næstu Employment and Selective Service skrifstofu ef þér hafið ekki allareiðu skift bókum yðar. - r # ^ 'v Háar sektir bíða þeirra sem ekki greiða atvinnuleysisskatt þegna J sinna, eða vanrækja að endurnýja S- atvinnuleysis vátrygginga bæk- urnar, eins og boðið er. - > Til Allra Vinnumanna Ef þér eruð vátrygð, þá er það yðar skylda að fá nýjar vátrygginga-bækur. Unemployment Insurance Commission HON. HUMPHREY MITCHELL, LOUIS J. TROTTIER Minister of Labour R. J. TALLON ALLAN M. MITCHELL Commissioners FUEL USERS: We are glad to be able to advise our numerous customers that our Fuel stocks are more complete than they have been for some time. Below we name some favorites but we also have many others. DOMINION COBBLE.......... * Per ton S 7.20 DRUMHELLER LUMP ....... Per ton 13.10 GREENHILL FURNACE ....... Per ton 14.00 FOOTHILLS LUMP ...............per ton 14.10 SAUNDERS CREEK ............ per ton 15.25 POCOHONTAS SCREENED NUT.......Per ton 15.20 CARBO BRIQUETTE.............. per ton 16.20 STEELTON PEA COKE ............Per ton 12.50 MC^URDYQUPPLY^*O.Ltd. ^^TBUILDERS'SUPPLIES ^and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.