Heimskringla


Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1944 ÁVARP FJALLKONUNNNAR \ ------- Samið og flutt af frú Sofíu Wathne á íslendingadegin- um að Gimli, 7. ágúst 1944. Aldrei hefir fjallkonan heils- að ykkur glaðari í anda en í dag, er hún flytur ykkur fyrstu kveðjur frá hinu ný-endurreista íslenzka lýðveldi. Er hún svífur yfir haf til ykkar, f jarlægu barn- anna sinna, Ijvarflar hugurinn ósjálfrátt aftur í tímann og hún minnist fæðingu hinnar íslenzku þjóðar þá fyrst var land numið. Hún man líka fyrstu sporin sem hún steig. í huganum sér hún alþingi stofnað og heyrir lög les- in; ásatrú kastað og kristni tekna; hofin í rústum og kirkjur reistar. Það var bjart og gleðiríkt land. En svo dimmir yfir. Hún sér ástkæru börnin sín svift frelsi, og ánauð og eymd þar sem áður var farsæld og vellíðan. Aldirn- ar líða dimmar og daprar en aldrei deyr frelsisþráin í land- inu. Altaf koma fram þjóðhetj- ur sem berjast með óþreytandi elju og loksins er sigurinn unn- inn aftur er hún frjáls, og henni finst hún vera eins og kóngsdótt- ir nýleyst úr álögum. Hún stend- ur nú frammi fyrir ykkur sigur- krýnd og sjálfstæð og biður ykk- ur að fagna með sér nýjum og björtum degi í sögu þjóðarinnar. Hún lítur til ykkar, eldri barn- anna sinna og sýnir ykkur mynd- ir af landinu kæra. Þið sjáið aftur fannhvíta fjallatinda og kristalstæra læki sem skína í hlíðunum eins og silfurþræðir í glitofinni skikkju. Þið sjáið heið- arvötn glitra eins og gimsteina í geislum morgunsólarinnar, afl- miklar ár streyma með ómælan- legum krafti til hafs og magn- þrungna fossa ryðja sér leiðir um klettagljúfrin. Þið sjáið blóm- vaxin engi og hjarðir á beit, blánað lyng og börn í berjamó, ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, ;; Grand Forks, North Dakota ; Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu i; Ársgjald (þar með fylgir :: !: Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ; ;; ara Guðmann Levy, 251 : Furby St., Winnipeg, Man. algræn tún og fyrstu sóleyjuna brosa í gegn um daggartárin. Blómleg bú í vænum dölum og fráa fáka þeysa um grænar grundir. Þið munið sveina og meyjar og ungar ástir, aldna vini og órofna trygð. Alt þetta sjáið þið með henni, því það er land endurminning- anna og myndirnar eru í hugum ykkar sjálfra. Hún lítur til ykkar yngri barn- anna, og sér fríðan hóp ættingja og niðja. Ykkur sýnir hún ann- að land — land framtíðarinnar. Hún lýsir fyrir ykkur nýju lýð- veldi þar sem draumar hennar eru þegar að rætast. Þar sem vísindi og verkfræði hagnýta sér gjafir náttúrunnar, og fossar og ár skapa ljós sem lýsir skamm- degið og yl sem eyðir vetrarnepj- unni. Vermireitir hjúfra sig upp við hverana og blóm og aldini vaxa þar sem áður var auðn. Sléttir vegir tengja bygðir og bæ og bogar brúa breiðar ár. Þið horfið með henni til sjávar og sjáið sökkhlaðin fiskiskip bera að landi. Alstaðar vottar fyrir nýjum áhuga, aukinni samvinnu. Verkstæði opna nýja atvinnu- vegi, ný þjóðarsambönd, vaxin viðskifti. Um leið og hún biður ykkur að samgleðjast sér, þakkar hún ykk- ur öllum þá trúfesti og trygð sem ætíð hefir verið henni auðsýnd. Hún veit nú að börnin sem hurfu frá henni eru henni ekki glötuð, heldur á hún í þeim dýrmætan fjársjóð í fjarlægum löndum. — Hún veit að hvar serri þau hafa aðsetur á meðal erlendra þjóða, þar er hún vel kynt. Hún veit að á öllum sviðum athafna, vísinda og lista hafa þau verið sjálfum sér og henni til hins mesta sóma. Hún ér hljóð og hrygg og henni svíður í hjarta er hún hugsar til ykkar sem harma missir hjart- fólgna ástvina í hinni ógurlegu frelsisbaráttu sem nú er háð um heim allan. Hún biður góðan guð að hugga ykkur og styrkja. í dag er f jallkonunni veittur sá heiður að leggja blómsveig á minnisvarða landnemanna sem fluttu til þessa góða lands, og sem með dugnaði og framtaks- semi ruddu sér braut sjálfum sér, ættingjum sínum og íslandi til sæmdar og virðingar. Guð blessi minningu þeirra! — Hvenær varð sund algengt í Skotlandi? — Þegar byrjað var að taka brúartolla. * að passa að strengurinn liggi beinn — snúningur getur orsakað skemd á vírnum. Látið ekki lítil börn eiga við símann. Stundum, í gamni, geta þau skemt einhvern part eða látið hljóðberann hanga niður. Aldrei að fleygja hljóðberanum á krókinn — að gera það, skemmir oft hina fínu parta. VINNIÐ SAMAN Á SAMBANDSLÍNUM. Munið hina gullvægu reglu sambandslínanna, sem er að hliðra til við aðra eins og þú vilt að þeir hliðri til við þig. Nokkrar athugasemdir Tækni þinni Trítill minn, tamt mun vera að bera skjöldin, hími klikku hersveitin hjálpar þurfi á bak við tjöldin. Efnishyggju auminginn, aðferð þín mun hag þinn laga, máske fyllir maga þinn matarskamti virka daga. Vit —j þó tæknin vinni hól, verður þú ei meir en hálfur. Vonlaust er að vera tól verri manna, en þú ert sjálfur. Innantóma tæknin þín, týnist brátt í gleymsku hafið, þó þín hafi höndin fín hana inn að kviku skafið. Ódreng hæfir aðferð þín, ókunnum að hrinda manni. Hroka lund þín hróðug skín hann að geta lýst í banni. Hann þér ekkert hefir gert. — Hæfa tækni slíkir tónar? — Augum margra er það bert að þeir muni leigu þjónar. Þó þú öðlist fantafrægð fægða af róg, með spari höndum, eða beitir allri slægð æpandi á tímans söndum, er þinn vegur undan sól anda snauði vesalingur, uns að býr þér elli ból uppdagaður klikkuhringur. Einbúi DAGURINN HENNAR LIL YEE Eftir Rannveigu Schmidt Lil Yee er kínversk telpa, lítil og þétt á velli. Hún er níu ára gömul eftir amerískum mæli- kvarða, en hér um bil tíu ára eftir þeim kínverska, en Kín- verjar telja níu mánuðina áður en barnið fæðist með aldrinum. . . . Foreldrar hennar Lil eru fá- tæk og olnbogarnir standa venju- lega út úr úlpunni hennar. Lil lagði í vana sinn að standa fyrir utan gluggana í bækistöð kínversku hjálparstarfseminnar sem er í miðjum Kínverja-bæn um í Santa Barbara. Að lokum urðum við leiðar á að sjá þetta litla, brúnleita andlit með ská- sett augu pírandi inn um glugg- ana hjá okkur og drógum Lil inn. Lil talar vel ensku, en barna- legra mál en amerísk börn á sama aldri, vegna þess, að hún heyrir ekkert nema kínversku heima fyrir og talar bara ensku við krakkana í skólanum. Þegar Lil kyntist okkur betur stóð ekki á henni munnurinn. Hún vildi endilega vita hvað við værum að aðhafast þar á skrif- stofunni og við sögðum henni, að við söfnuðum peningum handa foreldralausum börnum, sem væru að deyja úr hungri í Kína, landinu hans pabba hennar og mömmu, en Lil hlustaði á með mestu athygli og augun fyltust tárum. Við vorum að undirbúa “kínversku vikuna” hjálpar- starfseminnar og útskýrðum fyr- ir Lil, að slík vika væri haldin á hverju sumri í Santa Barbara og allir bæjarbúar keptust um að hjálpa okkur að safna peningum, en hjálparstarfsemi þessari er svo varið, að hver eyrir, sem inn kemur fer beint til Kína og þeir sem standa fyrir starfseminni borga allan kostnað. “Eg vil líka hjálpa,” sagði Lil og barnsandlitið fékk ákveðinn og fullorðinslegan svip er hún sagði þetta. Þegar fór að líða að kínversku vikunni Var Lil sú fyrsta, sem bauð sig fram til þess að selja happdrættismiða fyrir okkur, en starfseminni höfðu verið gefnir dýrindismunir, kínverskir, sem draga átti um. Lil var nú feng- in bók með tuttugu happdrættis- miðum og það fyrsta, sem hún gerði, var að selja okkur á skrif- stofunni miða . . . en við hlógum dátt, því það var í fyrsta skifti, að þetta hafði komið fyrir okk- ur. Við fengum nú hundrað ungar stúlkur og pilta til þess að selja miða og brátt fóru að koma inn peningar fyrir miðana, en Lil var í broddi og seldi meir en allir hinir. Litlu, skásettu aug- un hennar ljómuðu af áhuga fyr- ir sölunni, en þegar við sögðum henni, að sú stúlka, sem seldi flesta miða yrði krýnd drotning að vikunni lokinni, þá sagði Lil: “Eg kæri mig ekkert um að verða drotning; eg vil bara hjálpa litlu krökkunum í Kína.” Nú fengum við mikið að gera í hjálparstarfseminni er kínverska vikan byrjaði, en allir í Santa Barbara virtust bera fyrir brjósti, að okkur áskotnaðist sem mest, því hér er mikil samhygð með Kína. Stærsti kvenklúbburinn í bænum, sem á fagurt klúbbhús uppi í hæðunum, efndi til eftir- miðdagsskemtunar til ágóða fyr- ir hjálparstarfsemina. Þar var mikið um dýrðir og mörg hundr- uð manns samankomnir, en sjónleikur sýndur á leiksviðinu. Innihald leiksins var sá raun- verulegi atburður, að kínverskir stúdentar fóru fótgangandi þvert yfir Kína, þúsundir mílna, frá Austur-Kína, þar sem Japanar höfðu lagt háskóla þeirra í rúst- ir, til vestur-Kína, en ferðin tók marga mánuði og margir dóu á leiðinni; þegar vestur kom stofn- uðu stúdentarnir háskóla og héldu námi sínu áfram. Fjöldi fólks, fulldrðnir og börn, tóku þátt í sjónleiknum, margir kín- verskir, en hinir klæddir kín- verskum búningum og málaðir eins og Kínverjar. Þar var Lil og var nú auðvitað í kínverskum búningi. Hún sagði okkur, að eiginlega hefði hún ekki tíma til1 að taka þátt í sjónleiknum, þvíj hún þyrfti að selja happdrættis-j miða, en líklega hefir hún samt! hugsað sem svo, að þar eð safnaö var saman peningum handa litlu kínversku börnunum við þetta tækifæri, þá yrði hún að hjálpa til, en þegar leikurinn var á enda tók hún happdrættismiðana upp úr vasanum og seldi á báðar hendur. Næsta dag héldu konur há- skólaklúbbsins mikla útisam- komu, “garden party”, í húsi og garði forseta hjálparstarfseminn ar, til ágóða fyrir starfsemina. Þótt engin börn ættu að vera þarna viðstödd kom samt ein- hver auga á Lil Yee, þar sem hún skaust fram og aftur meðal fólks og seldi miða. Happdrættissalan var nú um garð gengin og voru miðarnir taldir, en hér um bil þúsund dollarar höfðu komið inn við söl- una. Kom nú á daginn, að ung stúlka ein, amerísk, hafði selt flesta miða, en Lil var næst og hafði selt fjórum miðum færri en sú, sem fremst var. Amerísku stúlkuna átti að krýna sem drotningu, að hátíðahöldunum loknum og við sögðum Lil, að hún yrði ekki drotning í þetta sinn, en þá svaraði hún, að sér væri sama um það . . . “eg vil bara halda áfram að selja miða, svo litlu krakkarnir í Kína geti fengið eitthvað að borða,” sagði hún og gat ekki með nokkru móti skilið, að það væri ekki hægt að selja fleiri miða. Nú kom síðasti aagur vikunn- ar . . . barnaskrúðganga mikil fór um göturnar og endaði í garði Dómhússins. Dómhúsið í Santa Barbara er í spönskum stíl, feiknarlega stórt, hvítt, tví- lyft steinhús og þykir fegursta dómhús Bandaríkjanna. Húsið og garðurinn tekur yfir ferhyrn- ing, húsið liggur við þrjár götur, aðalhús með tveim kvíslum, en milli kvíslanna er garður mikill og fagur og nær hann út að fjórðu götunni í ferhyrningnum, en í miðjum garðinum eru græn- ir vellir, lægri en aðalgarðurinn. Meðfram allri efri hæð hússins, sem víkur að garðinum, eru svalir og eru þær þaktar marg- litum blómum allan ársins hring. Hundruð manna höfðu unnið að því að skreyta leiksviðið, sem er fyrir miðju á breiðum tröppum uppi við aðaldyrnar. Um eftir- miðdaginn var sýning á leiksvið- inu fyrir þúsundir barna, brúðu- leikur, söngur og dans, en allir, sem tök höfðu á voru klæddir kínverskum búningum og var á- horfendahópurinn fjölskrúðugur undir kýprestrjánum, og sólin skein og vermdi — en ekki um of. Lil Yee í kínverska búningn- um sínum hélt sig að okkur, fólkinu í hjálparstarfseminni, í von um, að hún fengi að selja fleiri miða. Við sögðum henni enn, að hún gæti ekki selt fleiri hlutaveltumiða, en að hún hefði unnið þarft verk og þegar teikn- ari, sem viðstaddur var bauðst til að teikna hana, vegna þess, að hún hefði verið svo dugleg, þá hýrnaði mikið yfir henni. Um kvöldið var aðalsýningin og þrjú þúsund manns safnaðist saman í garðinum við dómhúsið, en fegurri stað er vart hægt að hugsa sér en þennan yndislega garð í tunglsljósinu. Kínversk ljósker héngu yfir leiksviðinu, en í dyrunum í baksýn stóð feiknarlega stór stytta, logagylt, af “gyðju miskunnseminnar”. — Söngkonan heimsfræga Lotte Lehmann söng; hún var fögur og tíguleg og aldrei hefir henni víst tekist betur. Anna May Wong, filmstjarnan, sem komið hafði frá Hollywood, sagði sögur frá Kína og þektir listamenn og kon- ur spiluðu og dönsuðu á leiksvið- inu, en kvöldið er ógleymanlegt öllum sem viðstaddir voru. Þegar unga, ameríska stúlkan, sem selt hafði flesta miða kom fram á leiksviðið klædd í hvíta mandarínkápu, hafði hún Lil Yee við hönd sér og Lil var í út- saumaðri ~ mandarínkápu úr rauðu silki . . . fínni en hún nokkurntíma hafði verið um æf- ina, en þegar frú Quo Tai-Chi, kona varnarráðherra Chiang Kai-Sheks, setti kórónuna á höf- uð drotningarinnar og að því loknu setti litla kórónu á höfuð Lil og kallaði hana prinsessu, þá ^löppuðu áhorfendur lofi í lófa. Þegar Lil kom niður af leik- sviðinu og alt var um garð geng- ið, sögðum við: “er ekki gaman að vera prinsessa, Lil?” “Það er gaman”, sagði Lil, “en get eg e“kki fengið fleiri miða til að selja?” GRÓÐUR OG SANDFOK Síðasta bók Guðmundar G. Hagalín heitir “Gróður og sand- fok”. Hún kom út í vetur á veg- um Víkingsútgáfunnar og fjallar mestmegnis um kommúnismann sem andlegt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi. Skýrir höf. í upphafi meginkafla bókarinnar frá kynn- um sínum af froðufellandi ofsa- trúarmönnum í Noregi, á hinum fornu stöðvum Berðlu-Kára, sem neituðu því, að löndin hefðu orð- ið til við eldsumbrot, þar eð slíkt samrýmdist ekki biblíunni, og samþyktu að hafa ekki samneyti við fólk, sem iðkuðu jafn synd- samlegar athafnir og sund og íþróttir. Rekur hann síðan feril íslenzka og erlendra kommúnista á mörgum sviðum, fullkomna og skefjalausa afneitun þeirra á staðreyndum, sem fara í bága við pólitíska trú þeirra, og sannar með mörgum dæmum og tilvitn- unum í beggja orð og athafnir andlegan skyldleika þeirra við trúarofstækismennina. — Er í grein þeirri, sem hér birtist, lauslega stiklað á nokkrum atrið- um í hinni rökföstu bók Haga- líns. • Guðmundur G. Hagalín er í senn einn meðal hinna afkasta- mestu og snjöllustu rithöfunda íslendinga, og jafnvígur á fleiri en einum vettvangi. Sögur hans, langar og stuttar, eru margar kunnar svo til hverjum lesandi manni hér á landi, og söguper- sónur hans ýmsar á hvers manns vörum. Skáldleg dirfska hans og næmi, sérkennilegur stíll og frásagnarháttur, hressilegar og hispurslausar lýsingar á hinu ó- brotna og óspilta alþýðufólki og miskunarlaus fyrirlitning hans á skinhelgi, yfirdrepsskap og kveifarahætti hefir aflað honum mikils fjölda nafnlausra vina, alt frá yztu annesjum til instu dala. Hin sama hefir raunin orð- ið um hin&r miklu ævisögur hans, sögu Sæmundar skipstjóra — Virka daga — og Sögu Eld- eyjar-Hjalta, enda ekki til í ís- lenzkum bókmentum nema tvær bækur svipaðs eðlis, sem koma til greina til samanjafnaðar, nefnilega sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar — 1 verum — og saga Jóns frá Högnastöðum eftir Elínborgu Lárusdóttur. Leikrit eitt hefir Guðmundur og skrifað, Kristrún í Hamravík, samið upp úr samnefndri sögu, og hlotið fyrir lofsamlega «dóma gagnrýnenda og alþýðu. En jafnhliða skáldsagnagerð og ævisagnaritun hefir Guð- mundur einnig haft umsvifamik- il afskifti af félagsmálum og þjóðmálum og skrifað fjölda blaðagreina um margvíslegæfni. Af þeim toga er síðasta bók hans, Old Cases Needed A wooden case can be used, with care, for a period of 5 years continuously. There is now a great shortage due to lack of materials and labour. You will be co-operating with the Breweries in helping to conserve valuable wood supplies by turniing in your old cases as soon as possible. This co-operation will be greatly appreciated. DREWRYS LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.