Heimskringla - 09.08.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.08.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1944 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA “Gróður og sandfok”, sem kom út á síðastliðnum vetri á vegum Víkingsútgáfunnar. Er það all stórt rit, 235 blaðsíður. í stuttu máli sagt er þetta rökstuddasta og glöggskygnasta skilgreiningin, sem gerð hefir verið á íslenzku á eðli, geðhögn og hugsanagangi hinna sönnu kommúnista og vinnubrögðum þeirra í mörgum löndum, þótt einkanlega sé dvalið við hina ís- lenzku. Er ferill þeirra á mörg-. um sviðum rakinn lið fyrir lið með skírskotun til þeirra eigin athafna og kenniga, viðbragða' og kúvendinga, eftir því sem' rödd foringjanna hefir boðið á hverjum tíma. Er sú afhjúpun öll grátbrosleg — brosleg að því leytinu, að til skuli vera menn,l sem með öðrum eins hátíðleik geta með fárra vikna millibili varpað frá sér öllum fyrri kenn-1 ingum sínum, er bornar höfðu þó verið fram sem hinn eini heilagi sannleikur, og slag í slag stork-' að allri heilbrigðri skynsemi af fullkomnu blygðunarleysi — grátleg vegna þess, að þarna eru að verki íslendingar, sem á öðr-1 um sviðum virðast hafa til að bera venjulega dómgreind. Og höfundurinn leitar rak- anna og finnur þau: Alt þett^ óeðli á rót sína að rekja til eins og hins sama. Öll afstaða hinna íslenzku kommún-J ista er ævinlega mótuð af trú þeirra á óskeikult erlent vald og hvenær sem árekstur verður milli þess og íslenzkra sjónar- miða í þ j óðfélagslegum eða menningarlegum efnum eða skynsamlegra raka, hlýtur hin pólitíska trú að verða yfirsterk-' ari. Eru mörg og glögg dæmi færð fram í bókinni, þessu til óhrekjandi sönnunar. M. a. dregur höfundurinn mjög miskunarlaust fram í dags- ljósið, hvernig afstaða kommún-' istanna til annara stjórnmála- flokka og félagssamtaka í land- inu hafi jafnan frá fyrstu tíð mótast gersamlega af þeim fyr- irskipunum, sem gefnar voru út af Rússum og Alþjóðasambandi kommúnista í Moskvu. Lengi framan af var haldið mjög strangt við þá kenningu, að lýð- ræðissinnaðir umbótamenn væru “höfuðstoð og stytta burgeisa- stéttarinnar” í landinu, og öll samúð með framfarabaráttu manna í borgaralegu þjóðfélagi væri “afneitun á forustu hlut- verki kommúnistaflokksins.”Var í samræmi við það rekinn heift- arlegur fjandskapur gegn öllum vinstri sinnuðum mönnum í þjóð félaginu. Þó fór svo, að ýmsir þeir, er eigi höfðu tileinkað sér nógu einlæglega trúna á óskeik- ulleik hins fyrirskipaða, tóku að efast um réttmæti þessara kenn- inga, og þá var kallað saman flokksþing kommúnista 1934. — Réttlínumennirnir báru sigur- orð af hinum. Það var ályktað, að hér hefði skotið upp kollinum “hættuleg tækifærisstefna, . . . .1 sem þyrfti miskunarlaust að berjast á móti og slíkar skoðanir yrði að uppræta úr flokknum”J Einar Olgeirsson, sem gert hafði sig sekan um tækifærisstefnu,1 varð að biðja afsökunar á frá- hvarfi sínu í blöðum flokksins. — Margt fleira broslegt gerðist þá í flokki íslenzkra kommún- ista, sem rakið er í bókinni. En ári síðar hélt Alþjóðasam- band kommúnista þing í Moskvu, og þar var samþykt að varpa hinni sjálfsbirgingslegu einangr- unarstefnu fyrir borð og krefjast myndunar samfylkingar af kom- múnistum. Einangrunarstefnan hefði aðeins tafið vöxt kommún- ístaflokkanna og torveldað “framkvæmd virkilegrar fjölda- pólitíkur.”. Og nú stóð ekki heldur á því, að íslenzku kom- múnistarnir sneru við blaðinu. Venjuleg dómgreind hafði eigi getað komið hinum góðu kom- múnistum í skilning um það, að alt, sem áunnist hefir til hags- bóta íslenzku þjóðinni, hefir fengist fyrir störf lýðræðissinn- aðra umbótamanna, en samþykt sem gerð var af erlendum mönn- um austur í Moskvu, gat á svip- stundu fengið þá til að breyta um baráttuaðferð og starfshætti. Þannig hefir hver kúvending in rekið aðra í íslenzkum innan landsmálum, eftir því sem vind urinn hefir blásið þarna austur frá. Og enn eitt dæmið um^að, hvar hugur og hjarta kommún- istanna er, var svo það, þegar samningar um samfylkingu kom- múnista og Alþýðuflokksins strönduðu á því, að kommúnist- ar kröfðust þess, að lýst yrði yfh “skilyrðislausri afstöðu með Sovétlýðveldunum.” • En svo skrítinn sem ferill kom- múnistanna hefir verið í innan- landsmálum, þá á það þó ekki síður við, að það sé eins og að líta niður í furðuskrín, þar sem gnægð sé undarlegustu hluta, að skoða öll þeirra meistarastykki í afstöðu til heimsmálanna og ein- stakra þjóða og ríkja. Hér er ekki rúm til þess að rekja þá skopsögu, svo mörg hlá- leg spor sem íslenzku kommún- istarnir eiga á þessum vettvangi. Verður það eitt að nægja að nefna aðeins hástemdar frásagn- ir þeirra um “árás” Finna á Rússland og gífuryrtar staðhæf- ingar, ýmist hól eða fordæming- ar, um þjóðir þær, sem nú taka þátt í hinum mikla hildarleik, og forustumenn þeirra, er skipast hafa á marga vegu með svo skjót- um hætti, að flestir venjulegir menn standa orðlausir andspæn- is því fyrirbæri, — alt eftir því hvaða afstöðu ráðstjórn Rúss- lands hefir haft til heimsmál- anna í þann og þann svipinn. Eitt af því hlægilegasta í þessari löngu sögu er þó ef til vill kú- vending og skýringar Þjóðvilj- ans og annara kommúnistamál- gagna á aðgerðum Rússa, þegar þeir gerðu vináttusamninginn við Þjóðverja skömmu áður en þeir réðust á Pólland og hófu þar með heimsstyrjöldina, er því var lýst yfir af þeim aðilum, að Rúss- ar hefðu kveðið þýzka nazismann í kútinn og eftir væri aðeins “gamall og spakur seppi, sem enginn bolsiviki teldi framar ó- maksins vert að sparka í svo um munaði,” eins og Halldór Kiljan komst að orði í Þjóðviljanum. Rússar höfðu “brotið með einum pennadrætti”, eins og það var orðað, möndul fasistaríkjanna! Áður höfðu sömu rithöfundar lýst því fjálglega, hvernig fram- tíð frjálsrar Evrópu og alls heimsins væri undir'því komin, að “auðvaldsríkin í Vestur-Ev- rópu” þyrðu að standa fast á réttu máli gegn yfirgangi fasist- anna. Og sá hafði tónninn verið alt fram á þá stund, að fréttir bárust af samningi Rússa og Þjóðverja. Ýmsir hefðu því mátt ætla, að þetta væri helzt til stór biti að gleypa, en svo var ekki, eins og áður er sagt og alkunn- ugt er. En síðar kom vitaskuld dálítið annað hljóð í strokkinn, þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland og það kom í ljós að hinn “gamli seppi” var ekki alveg dauður úr öllum æðum, þrátt fyrir “penna- dráttinn” sem brotið hafði öxul fasistaríkjanna, samkvæmt skýringum og túlkun Þjóðvilj- ans. Þá er ekki síður fróðlegt, hvernig Hagalín rekur afstöðu kommúnista gagnvart landvinn- ingapólitík Rússa. Því hafði lengi verið haldið fram, að Sovét- ríkin “fordæmdu alla landrána- pólitík” og “ásældust ekki fet af landi annara”. Nú rann sú stund upp, að það kom á daginn, að þessar fallegu fullyrðingar höfðu ekki að öllu leyti átt við rök að styðjast. Rússar fóru með her inn í Pólland og tóku mikinn hluta þess herskildi, þar næst réðust þeir á Finnland, og síðar tóku þeir einnig sneið af Rúmeníu og Eystrasaltsríkin þrjú. Nú hefði legið nærri að halda, að íslenzkir kommúnistar hefðu fylst hei- lagri reiði og fordæmt þetta at- hæfi og helt af skálum reiði sinn- ar yfir ráðstjórn Rússlands, ekki sízt þar sem ekkert gat verið að SAMBANDSHERINN HELDUR ÁFRAM FRA AQUINO A leiðinni frá Aquino kom fimta herfylkingin að ánni Melfa og höfðu þá allar brýr yfir ána verið sprengdar í loft upp, en þeir létu það ekki stansa sig, þeir bara óðu út í og héldu áfram ferð sinni eins og engin hindrun hefði verið á vegi þeirra. — Hér sjást þeir marserandi í sínum réttu röðum. óttast, eftir að þýzku nazistarnir höfðu verið kveðnir jafn ræki- lega í kútinn og þessir menn virtust þá statt og stöðugt trúa, að gert hefði verið með vináttu- samningnum sumarið 1939. En það var nú eitthvað annað. — Blaðinu var sem sagt snúið al- gerlega við og það dásamlega fyrirbæri prísað og lofsungið, að nú hefðu miljónir manna “þegj- andi og hljóðalaust”, “árekstrar- lítið og án verulegra blóðsúthell- inga hoppað inn í ráðstjórnar- skipulagið.” Um Eystrasaltslönd- in var það meira að segja látið í veðri vaka að þau hefðu verið hertekin að eigin ósk. (Er ekki von, að sumir spyrji: Og hvern- ig skyldu þeir hafa litið á málið. ef Island hefði átt í hlut?) Þessa sögu mætti rekja miklu ítarlegar, enda gerir Hagalín það. 1 lok þessa kafla segir höfundur- inn svo, og er sá kafli tekinn orðréttur upp: “. . . . Góðfús lesandi! Virtist þér svo, að komið geti til mála að hinar skyndilegu og oft al- geru afstöðubreytingar íslenzkra kommúnistaleiðtoga til þess eða hins hafi átt rætur sínar að rekja til starfsemi skynseminnar — að þarna sé yfirleitt um að ræða í hvert og eitt skifti sjálfstæða, persónulega athugun? Nei, þér mun sýnast eins og mér, að af- staða Rússa á þessu eða hinu augriablikinu og skipanir frá Al- þjóðasambandi kommúnista eða öðrum rússneskum æðstu völd- um hafi öllu ráðið um skoðanir kommúnistaleiðtoganna ísl. svo að skynsemi, ættjarðarást eða aðrir þeir hæfileikar og hneigðir, sem allur þorri manna lætur að miklu leyti stjórnast af í afstöðu til opinberra mála, hafi þarna hreint ekki komið til greina. Samt sem áður væni eg alls ekki kommúnistaleiðtogana yfirleitt um það, að ástæðan til alls þeirra hopps, snúnings og víxls á hinum stjórnmálalega vettvangi stafi af valdaspákaup- mensku í venjulegum skilningi. En hvers konar fyrirbrigði höf- um við þá þarna fyrir augum? Eg hefi mjög svo greinilega sýnt fram á hliðstæðurnar hjá kommúnistum við erlenda ofsa- trúarmenn. Ofstopinn æsing- arnar, orðalagið, bókstafsþrælk- unin, Virðingarleysið fyrir eigin sk)ynsemi og yfirleitt annara, játningarnar, virðing og áhuginn fyrir því fjarlæga, samfara lítils- virðingu á hinu nálæga, pexið um keisarans kegg, hin tak- markalausa trú á óskeikulleika Stalins, útmálun hinnar dýrlegu Paradísar í Rússlandi og þeirrar Eden, ef menn þekki sinn vitjun- artíma — alt eru þetta hliðstæð- ur við það, sem hver og einn at- hugull og andlega vakandi mað- ur hefir komið auga á, ef hann hefir kynst erlendum ofsatrúar- mönnum, hvaða trúarbrögð, sem þeir játa. Og mér virðist það liggja beinlínis í augum uppi, að þar sem eru leiðtogar íslenzkra kommúnista ,höfum við fyrir okkur menn, sem hafa “skift brjálsemi sinna upprunalegustu drauma í heimspólitískan gjald- eyri” — og að eðlisrök þeirra séu “linnulaus þjáning, sem í ólækn- andi brjálsemi öskrar á annan heim.” Þarna er sem sé um að ræða trúarbrögð á “þriðja stigi”, “for- heimskun”, sem á ákveðnu og ærið víðfeðmu sviði leyfir engri sjálfstæðri hugsun að lyfta sér til flugs, forheimskun, sem hefir tekið í sína þjónustu sefjunina, þann smitbera, sem er mannlegri skynsemi hættulegri en nokkur annar. Og þessi “forheimskun” hefir svo ekki aðeins verið stimpluð með stimpli fagurra hugsjóna og draumóra, heldur líka raunvísindanna, þar sem í sambandi við hana er skírskotað til stórbrotinnar og merkilegrar tilrúunar til nýskipunar í at- vinnu-, framleiðslu- og yfirleitt þjóðfélagsháttum einnar hinnar stærstu þjóðar í veröldinni.” • I síðasta kafla bókarinnar rek- ur Hagalín loks afstöðu kom- múnista um bókmentir, listir og ýms menningarmál þjóðarinnar. Kennir þar að vonum margra grasa, svo mjög sem þeir hafa talið sig þar kjörna til afskifta og forustu. Leiðir hanii kom- múnistana fram á sviðið í ljósi kenninga og skáldskapar þeirra sjálfra og skýrir eðli þeirra út fráþví. Eru engin tök á að rekja þá afhjúpun lið fyrir lið í stuttri grein né annað það, sem Hagalín tekur til athugunar í þessum kafla. Um hann, sem aðra kafla bókarinnar, gildir það, að fólk verður að lesa hann sjálft til þess að hafa þess not, sem þar er dregið fram í dagsljósið. En stuttur kafli úr bókinni sjálfri skýrir vel þá niðurstöðu, sem höfundurinn kemst að, eftir að hann hefir gegnlýst hina kom- múnistjsku rithöfunda: “Hinir svartsýnu, háðsku og hundsku rithöfundar kommún- ista í lýðræðislöndunum . . . eru bölmóðir menn, sem leitast við að finna lífi sínu tilgang með því að telja sér trú um, að þeir séu að vinna að tilkomu mikils og fullkomins framtíðarríkis, er uppfylli óskir og vonir mann- anna. En þrátt fyrir þessa við- leitni er raunveruleg afstaða þessara manna til lífsinst og manneðlisins gersamlega ó- breytt. Þeir, eins og aðrir menn af sama tagi, afsaka sjálfa sig, ímynda sér, að við þá sé svo sem ekkert að athuga. Aftur á móti séu aðrir menn forheimskaðir blindingjar og forhertir fantar og lífið leiksvið grófs og hlálegs harmleiks. Og í hvert sinn, sem listgáfa þessara rithöfunda gerir þá þess megnuga að sýna menn- ina og mannlega tilveru í eftir- takanlegu, skörpu og miskunar- lausu Ijósi háðs og hundsku, finna þeir til gleði hefnandans gagnvart umhverfi sínu og þeim máttarvöldum, sem þeir vana- lega afneita, en hafa venjulega óhugnanlega sterkt hugboð um, að séu ósýnileg í kringum þá og beinlínis höfuðsitji þá, fjand- samleg og full af hundskum kvalalosta. Hinn kommúnistiski bölmóðs- rithöfundur, sem telur sér trú um, að hann sé að starfa að til- komu hins hamingjuveitandi framtíðarríkis og sí að opna augu alls almennings fyrir hinum sanna veruleika, enda lofaður af sínum bölmóðsbræðrum sem hinn eini, er sé fær um að “skapa listaverkin, sem fela sannleik- ann í sér” — hann er leiksoppur sinnar eigin þjáningar, trúður síns einstæðingsskapar í veröld- inni og hefnandi eigin lánleysis, og sá sannleikur, sem hann flyt- ur okkur, er keyrður í spenni- treyju hans sjálfshyggju, skrum- skældur af hans linnulausu þján- ingu og emjandi herfilega og hlálega í senn, öskrandi í ólækn- andi brjálsemi á annan og betri heim, svo sem hver annar vesall útburður á öræfum mannlífsins. Það eru svo einmitt skáldrit slíkra höfunda, ásamt hreinpóli- tískum, kommúnistiskum áróð- ursskáldskap, sem eru að dómi hinna íslenzku bókmentalegu kommúnistapáfa, hin einu skáld- rit, sem eiga erindi til fólksins og í rauninni er vert að skrifa. Öll önnur skáldrit bera vott um skort á þróunarsögulegum skiln- ingi, vöntun á lífrænum við- fangsefnum og endurfrjóvgaðri Frh. á 7. bls. cAnnouncement URGENT DEMAND FOR OFFICE HELP There never was a better time to train for an office position. There is an ever-increasing demand for Stenographers, Accountants, Typists, Machine Operators and Clerks, and many more will be required in the near future. SUMMER CLASSES Our Summer air-cooled and air-conditioned classrooms make it pleasant for study. Classes will continue throughout the Summer without any interruption. FALL TERM OPENS MONDAY, AUGUST 21st Those who are not ready to start during the Summer may begin at the opening of the Fall Term or at any time later. RESERVATIONS NOW BEING MADE For our Fall Term we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. TELEPHONE 25 843 The Air-Conditioned College of Higher Standards Portage Avenue at Edmonton Street WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.