Heimskringla


Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 6
V 6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1944 “Eg er hræddur um að eg hafi gengið óboð- inn inn á séréign annara”, sagði hann. Hún hristi höfuðið. “Nei, allir hafa leyfi til að ganga hérna. Stígurinn þarna liggur upp að höllinni og er mjög sjaldan notaður.” “Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn,” sagði hann. “Þetta er líka fallegur staður og eg sé að þér hafið með yður félaga,” sagði hún og leit á bókina. “Já, tryggan vin. Við dveljum margar stundir saman.” Hún las titilinn á bókinni og leit á hann undrandi. “Shelley var mikið skáld,” sagði hún, “en eg skil hann ekki.” Þá fyrst breytti andlit hans um svip. Geisl- andi bjarma brá yfir það, og það ljómaði af hrifningu eitt augnablik. Hún horfði á hann forviða. Hann stóð nú fyrir sjónum hennar í alt öðru ljósi, og næstum móti vilja sínum leit hún hann með alt öðrum augum. “Skiljið þér ekki Shelley! Það er bara vegna þess að þér hafið ekki reynt það. Hefðuð þér gert það, munduð þér ekki einungis skilja hann heldur elska hann líka.” Á þessu augnabliki var henni ómögulegt að bera til hans hinn hræðilega grun. Hún fleygði honum frá sér. Gat þetta andlit tilhneyrt morðingja? Eða þessar varir? Hreint ekki! “Þakka yður fyrir,” hvíslaði hún lágt, “eg skal hugsa um það, sem þér hafið sagt, en nú verð eg að fara.” “Eruð þér á leiðinni til hallarinnar?” spurði hann. “Má eg fara ásamt yður í áttina þangað?” Hún hneigði sig til samþykkis, en svaraði engu og svo gengu þau eftir hinum mjóa stíg. Hægra megin við þau var brött hlíð, sem var algróin dvergfuru alt niður í sjó, en á vinstri hönd dökk fura, sem byrgði algerlega úti heiða- landið á bak við. Oft hafði hann gengið þarna undir miklu heiðari himni, og einnig þegar máninn glampaði á sæ, og þegar trjákollarnir hneigðu sig djúpt fyrir hinum hraðfleyga stormi og svartir skýflákar þutu yfir höfði hans, þá hafði blóðið streymt örar í æðum hans, því að hann var náttúru barn, en aldrei hafði hann verið eins hrifinn og nú, er hann gekk við hlið þessarar ungu og fögru stúlku. Er hún í ógætni kom of nálægt hamrabrúninni, greip hún ósjálfrátt eftir hendi hans, og við það ólgaði blóðið örara í æðum hans. Hann hélt í hendi hennar lengur en kanske var bráðnauð- synlegt og hún leyfði honum það. 8. Kap. — “Drápuð þér Sir Geoffrey Kynaston?” I útjaðri skógarþyknisins komu þau að hliði, þar skiftust leiðir, lá önnur þeirra til hallarinnar, hin til “Arnarhreiðursins”. Þau stönsuðu eins og ósjálfrátt. Er þau lituðust um hálf blinduð af myrkr- inu milli trjánna, sáu þau að himininn var bað- aður í litadýrð sólsetursins. Langar rákir gagn- særra og gyltra skýja teygðust eftir loftinu og þunn, gullin móða hófst frá jörðinni upp til þessara skýjahrauna og varð eitt með þeim í samræmislegri litaheild. Loftið var hreint og svalt og hressandi eftir hinn mikla hita, sem hafði verið um daginn. Þau staðnæmdust og fundu bæði til yndisleika þessa fagra kvölds. Helenu Thurwell fanst eins og æfi sín hefði tek- ið stakkaskiftum en í ihverju sú breyting fólst var henni ekki ljóst. “Sjáið!” hrópaði hann lágt og benti í vest- ur, “þarna sjáið þér það sem Coleridge hefir kent okkur að elska, og það sem Byron nefnir, “græna ljósið í vestrinu”.” Og í hálfum hljóðum hafði hann yfir hið fagra kvæði Byrons. Hún leit á hann og þótt augu hans tindruðu, fanst henni samt rauna- blær á svip hans. Hún athugaði hann ekki á þessari stund sem mann, er af morgum var grunaður um hryllilegt morð. Hún hafði alger- lega gleymt því. Enda þótt hún hefði viljað, gat hún ekki vakið grun sinn til lífsins á ný. En rætur hans lifðu þó ennþá. “Þetta er það raunalegasta ljóð sem eg þekki,” sagði hún, “það er Óður sorgarinnar.” “En engu að síður jafn fagurt fyrir það,” svaraði hann rólega. “Það er ætíð hugfró að finna sínar eigin tilfinningar túlkaðar í Ijóð- mælunum. Það er eins og örfandi lyf fyrir anda manns.” “En þessháttar ljóð laða mann til hugar- angurs,” svaraði hún. “Að vera hryggur er ekki sama sem að vera óhamingjusamur,” svaraði hann. “Þetta geta nú virst öfgar, en eru það samt ekki. Munið þér eftir þessu blíða þunglyndi, sem Milton elskar? Það er líka aðlaðandi.” “En það er ekki það, sem þér þjáist af,” sagði hún ósjálfrátt. Hann rétti út handleggina — á þann hátt að hreyfingin lýsti djúpri ör- væntingu. Hún hafði snert streng í brjósti hans, og hann hafði ekki verið fær um að stand- ast snertinguna. Hann fleygði grímunni um augnablik. Hið bleika andlit hans var öskugrátt og augu hans loguðu af vonlausri ástríðu. “Nei, guð minn góður!” hrópaði hann, “eg er langt niðri í djúpi undirdjúpanna, án hins minsta vonarneista. Og syndin — syndin—” Hann þagnaði skyndilega og handleggirnir hnigu niður. Hann sneri sér við -og horfði á hana óttasleginn. Hvað hafði hann sagt? Hvað hafði hún heyrt? Hvað þýddi svipurinn á and- liti hennar, þessi skelfingarsvipur? Því sagði hún ekki neitt — jafnvel þótt það væri ákæra, sem hún varpaði að honum? Alt — nema þessi hræðilega þögn. Tvisvar bærði hún hinar blóðlausu varir, en ekkert hljóð kom yfir þær. Það var eins og hún hefði mist málið. Svo greip hún i hann og sneri honum hægt við svo að hún gat séð beint framan í hann. “Gerðuð þér það?” spurði hún hörkulega. Einkennilegur sljóleiki virtist grípa hann. Hann fylgdi hreyfingu hennar með augunum, og varir hans höfðu upp spurningu hennar án þess að hugurinn fylgdist með. “Drápuð þér Sir Geoffrey Kynaston?” Orð hennar skárust gegnum kyrt loftið. Titringur fór í gegnum hann allan og ljós skiln- ingsins eins og rann upp í svip hans. Hann hafði nú náð sér aftur. “Þér eruð sjálfsagt að gera að gamni yðar, Miss Thurwell,” sagði hann rólega, “þetta getur ómögulega Verið alvara yðar.” Hún dró djúpt andann og horfði á hann. Þegar alt kemur til alls þá er aðeins stutt spor frá óhöppunum til hættunnar. Hann var ná- bleikur en rólegur og hafði góða stjórn á sjálf- um sér. Enn þá eitt augnablik og hún þóttist þess fullviss, að hann hefði sagt sér sannleikann. En hann mundi sjálfsagt koma í ljós með tím- anum, það þóttist hún viss um, ennþá var ekki öll nótt úti. “Nei, auðvitað er það ekki alvara mín,” sagði hún lágt. “En hverjir eru þessir menn sem þarna koma?” Hann laut áfram til að sjá betur. Þrír menn komu í áttina til þeirra. Hún hafði þegar þekt þá og horfði á þá með áhuga miklum. “Einn þeirra er faðir yðar, hinir eru ó- kunnugir mér,” sagði hann. “Á eg að segja yður hverjir þeir eru?” sagði hún án þess að líta af andliti hans. “Annar þeirra er lögregluþjónn frá Mallory og hinn er leynilögr egluþ j ónn. ” Svipur hans varð hörkulegur og henni sýndist eins og hann herti varirnar. Hefði hann sýnt minsta snefil af hræðslu, mundi hún ekki hafa fundið til minstu meðaumkunar með hon- um. En nú komu tárin fram í augu hennar. Það var næstum því tign í þessari ró, sem hann sýndi er hann mætti þeim forlögum, sem óum- flýjanleg .voru, sama hugrekkið og frönsku aðalsmennirnir sýndu er þeir lögðu höfuðið undir fallöxina, og samlíkingin jókst við hversu fyrirlitlega og hálf þrjóskulega hann hóf sitt fríða höfuð. Hún sá hann líta lengi á umhverf- ið eins og hann væri að kveðja í hinsta skiftið eitthvað, sem væri honum ósegjanlega hjart- fólgið — og hann ætti aldrei eftir að sjá framar — og þetta hafði mikil áhrif á hana. Minningin um hinn andstyggilega glæp hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hún var gripin af innilegri með- aumkun. Það var auðvitað rangt af henni, en hefði hún á þessari stund getað hjálpað honum, hefði hún gert það án minstu umhugsunar. Mennirnir nálguðust nú óðum. Hún hugs- aði ekkert um sjálfa sig — hvernig dvöl hennar þarna í skóginum, einsömul með morðingja, yrði lögð út. Með ósvikinni ósérplægni, sem ein- kennir kvenfólkið hugsaði hún um hann. Hún hirti ekkert um undrunarsvipinn á föður sínum er hann sá hana. Henni fanst að það væru smámunir. Það sem skeði var á þessa leið: Hið lamaða ástand hennar breyttist á svipstundu í takmarkalausa undrun og hjarta hennar hætti næstum að slá. Faðir hennar heils- aði Brown með mikilli kurteisi, meira en þörf gerðist, og hinir tveir fylgdarmenn hans gerðu hið sama. < “Mr. Brown við höfum leitað að yður til að gera afsökun okkar við yður, vegna leiðinlegs misgánings, sem við höfum gert oss seka í. Chopping þarna á mesta sökina, en eg get ekki sagt að eg sé saklaus heldur.” Helen leit á manninn, sem stóð við hlið hennar. Andlit hans gaf ekkert til kynna hvað í huganum bjó. Það sýndi ekkert merki um feginleika þann, sem hún sjálf fann. Sjálfstjórn hans var blátt áfram dásamleg. “Þetta er nú svona,” sagði faðir hennar. “Chopping kom til mín með beiðni, sem eg gat tæplega neitað honum. um vegha þess að eg er yfirvald í bygðinni. Eg neyddist til að gefa honum skriflegt leyfi til að rannsaka “Arnar- hreiðrið.” Það var mjög á móti mínum vilja, en eg leit á það sem skyldu mína og fór sjálfur með honum. Eg vona að þér fyrirgefið okkur þessa framhleypni, sem við höfum sýnt.” Það var engin svipbrigði að sjá á andliti Mr. Browns. En Helen, sem stóð rétt hjá hon- um heyrði hann draga andann djúpt. Þótt und- arlegt væri létti henni fyrir brjósti við að heyra þetta. Þvílík sjálfstjórn var næstum því yfir- gengileg. “Þér gerðuð aðeins skyldu yðar, Mr. Thur- well,” sagði hann rólega. “Þér þurfið ekkert að afsaka yður.” “Það gleður mig að þér lítið á þetta svona,” svaraði Mr. Thurwell og létti auðsæilega fyrir brjósti. “En eg má til að játa fyrir yður annað atriði.” Hann kallaði Mr. Brown á eintal og talaði við hann mjög alvarlegur á svip. Nú gat Helen séð að honum leið illa, en hún gat ómögulega heyrt hvað faðir hennar sagði, nema fáein orð. “. . . mjög leiður yfir því . . . alveg af hend- ingu . . . skal sjá um . . . komist upp . . “Eg get þá reitt mig á að þér geymið þetta leyndarmál?” heyrði hún Mr. Brown segja. “Því lofa eg yður við drengskap minn,” heyrði ihún föður sinn segja, og svo sneru þeir sér í áttina til hennar og sá hún að Mr. Brown var gremjulegur á svipinn. - “En hvernig stendur á því að þú ert hérna, Helen,” spurði faðir hennar nú fyrst. “Eg var að ganga út mér til skemtunar og hitti Mr. Brown í skóginum,” svaraði hún. “Fyrst þú ert nú hérna,” sagði hann góð- látlega, “verður þú að hjálpa mér til að fá Mr. Brown til að borða með okkur miðdegisverð. Hingað til höfum við verið lélegir nágrannar, en nú vil eg endilega að þér borðið með okkur miðdegisverð í dag, til sönnunar þess að þér hafið fyrirgefið mér,” bætti hann við brosandi. “Eg þakka yður fyrir alúðina, en eg fer ekkert í heimboð,” svaraði Mr. Brown. “Eg er ekki búinn að fá samkvæmisfötin mín ennþá.” “Já, komið þér, Mr. Brown,” sagði Helan. Hann leit á hana hvatlega, og hún roðnaði. Til allrar hamingju var farið að rökkva undir trjánum og hún stóð í skugga þeirra. “Fyrst það er ósk Miss Thurwell, þá hlýði eg,” sagði hann með málrómi, sem lýsti tilfinn- ingum manns, er lætur það eftir sér að slá í brjósti heimskulegar vonir. 9. Kap. — Mr. Brown snæðir meðdegis- verð í höllinni. Þeim Mr. Brown og Helenu fanst eitthvað óraunverulegt við þennan miðdegisverð, sem þau Thurwells feðginin sátu að ásamt leigjanda sínum. I marga mánuði, já alveg þangað til þessi raunaatriði náðu hámarki sínu, þar sem Helen var ein af aðal persónunum, horfði hún til baka til þessa kvölds með einkennilega blönduðum tilfinningum. Það var upphafið að nýju tímabili í æfi hennar, var það sannleikur, sem hún efaðist ekki um, en sem hún árangurs- laust reyndi að berjast á móti. En honum fanst sem hann hefði alt í einú vaknað upp í álfheim- um. Hin löngu einstæðingsár, hið stranga, reglubundna líferni hans, sem stóð langt um ofar venjulegri sjálfsafneitun er var honum orðið tamt. I eðli sínu og háttum var hann listamaður. Hið daglega umhverfi hans vakti hjá honum andstygð. Hvaða ástæður sem hann nú Ifafði fyrir þessari einangrun, þá voru þær ekki sprotnar af persónulegri löngun eftir slíku lífi, eða að loka sjálfan sig úti frá öllum þægind- um og munaði tilverunnar og umgengni siðaðs og mentaðs fólks. Hann undi sér vel í öllum þeim auð og skrauti sem umkringdi hann þarna. Hvíti dúkurinn með fallega borðbúnaðinum úr silfri og krystal. Blómaanganin og hinir lost- ætu ávextir, laufljósin, sem vörpuðu sínum þýða ljóma á fagra andlitið á móti honum —• alt þetta vakti í sál hans löngu gleymdar til- finningar. Án sýnilegrar fyrirhafnar varpaði hann af sér sinni venjulegu þurlætisgrímu og varð eins og skuggi af því sem hann hafði áður verið — siðaður veraldarmaður. Mr. Thurwell gat næst- um ekki dulið undrun sína yfir þessari breyt- ingu. Aldrei hafði áður verið háðar svo fjör- ugar samræður við borð hans, samræða, sem fylgdi þeirri fágætu list að virðast venjuleg og óþvinguð, þótt hún nálgaðist að vera eintal gests hans. Hann hafði víða ferðast, og þekti marga fræga menn — hann hafði lifað í hinum stóra heimi — það sýndi hver hans hreyfing og hvert hans orð. Frönsku réttirnir — Mr. Thur- well var ekki að ástæðulausu hreykinn yfir franska matreiðslumanninum sínum -— voru engir leyndardómar fyrir hann, hann þekti líka vínin, sem hann drakk. Á allri sinni löngu æfi hafði Mr. Thurwell aldrei haft svona skemti- legan gest, og það var mikil raun fyrir hið sið- fágaða uppeldi hans að varna því, að hann ekki dræpi á hvernig stæði á einsetumensku þeirri, er gestur hans hafði kosið sér hingað til. Og Helen hlustaði á hann eins og í draumi, og vaknaði af draumnum til að grípast af hrifn- ingu yfir einhverjum skarplegum og réttum dómi, eða nýju efni samræðunnar. Við þau tækifæri leit hún með sínum gráu augum er leiftruðu með svo yndislegum breytingum í hin dökku augu hans, er fengu þá einkennilegan blæ. Hún athugaði hann nákvæmar en faðir hennar gerði, og var sér þess meðvitandi að í huga hans var undirstraumur bældra tilfinn- inga er eins og fanst á bak við hvert orð, sem hann sagði, eitthvað, sem fékk ekki að birtast, þó ekki væri nema augnablik, eða koma í ljós í málrómi hans. En hann var þarna samt. Hún fann það — fann það bezt er hún leit í augu hans, og hún varð að líta undan vegna þess elds er hún sá loga í þeim og lét blóðið þjóta fram í vanga hennar. Loks var máltíðinni lokið, en er hún reis úr sæti sínu til að leyfa þeim að ræða saman, mótmælti faðir hennar því. Hún var vön að sitja hjá honum eftir miðdegisverð, er hann reykti vindlinginn sinn og drakk kaffið sitt. Því ætlaði hún þá að fara nú? Mr. Brown var þeim ekki ókunnur, og hún sat því kyr. Síðar meir gekk hún við hlið hans um stof- una og sýndi honum málverkin og ítölsku vas- ana og stytturnar, sem stóðu á hillum á hinum háu eikarþiljum. Faðir hennar hafði verið kallaður út og þau voru ein eftir. “Hérna erum við faðir minn vön að sitja þegar við erum alein,” sagði hún og dró til, hliðar þung tjöld er héngu fyrir dyrum nokkr- um er lágu inn í skot eitt, sem var næstum eins stórt og meðal stofa. Lampi með skýlu yfir logaði á borði, reykurinn frá viðarkubbunum í arninum blandaðist blómailminum í herberg- inu. Hún lét fallast ofan í lágan tágastól, er stóð fyrir fráman arininn og bauð honum stól við hlið sína. / “Jæja, segið mér nú eitthvað,” sagði hún og huldi andlitið bak við dagblað, sem hún hélt eins og hún væri að vernda andlitið fyrir arin- eldinum. “En engin fagurmæli — af þeim er eg þreytt — en kveikið yður í vindlingi fyrst — þarna eru vindlingarnir á borðinu.” Hann hlýddi þessu þegjandi. Stundarkorn horfði hann á bláa reykinn, sem steig upp að lofti stofunnar, svo leit hann eins og rannsak- andi á herbergið og dró djúpt andann, eins og listamanns eðli hans væri ánægt með þetta alt saman, því að það var fagurt og í samræmi. Því næst leit hann á ungu stúlkuna, sem hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði á hann með eftirvæntingu. Hún var svo nálægt honum að hann gat gripið grönnu fingurnar hennar með því að rétta út hendina, svo nálægt að ilmurinn af svarta kniplinga kjólnum hennar streymdi til hans. Ekkert atriði í búningi hennar fór fram hjá athygli hans, hvorki gimsteinninn, sem var hálf falinn milli kniplinganna né hinir ljómandi fallegu skór á litla fætinum, sem hvíldist á lágum skemli og gægðist fram undan kjól fald- inum. 1 hans augum var hún æðst allra kvenna. 10. Kap. — Rachel Kynaston. “Mér þætti gaman að vita hvort þér munið eftir því Miss Thurwell, að við höfum sézt fyrri,” sagði hann alt í einu. “Nei — hvar?” 1 fáum orðum minti hann hana á þröngu götuna í gamla ítalska bænum með gömlu rúst- unum. Hann hafði aðeins séð hana fáeinar mínútur, en hafði aldrei gleymt andliti hennar; hann sagði henni frá þessu á þann hátt, að hún var viss um að þetta var meira en minning í hans huga, að það var dýrmætt atriði, sem var sérstaklega verndað frá gleymskunni, sem það líka var. Hvernig hann sagði henni frá þessu, sannfærði hana um þetta, að hann bar lotningu fyrir þessari minningu, og að hún hafði mikla þýðingu fyrir hann; og er hún hlustaði á hann, færðist daufur roði í vanga hennar, og hann orsakaðist ekki af hitanum frá arninum. Hún laut niður til þess að hann skyldi ekki sjá það. Tíminn leið og stundirnar flugu burt. Mr. Thurwell hafði komið til baka, en er hann sá hversu vel þau undu sér, læddist hann í burtu og fékk sér eftirmiðdagsblundinn, sem hann var vanur að fá sér. Nú var komið inn með teið og bjó hún það til sjálf, og fanst honum að þessi húsmóðurstörf ,er hún þannig inti af hendi, væru kóróna þessarar unaðslegu stundar. Þau þögðu bæði um stund, en svo tók Helen til máls og spurði: “Fáið þér aldrei löngun til að taka aftúr þátt í mannlífinu? Æfi yðar er mjög einmana- leg.” “Ekki finst mér það,” sagði hann og horfði í þungum þönkum inn í eldinn. Bækurnar og þær hugsanir, sem þær vekja eru mér nægi- legur félagsskapur.” “En þær eru ekki mannlegar verur —- hald- ið þér í raun og veru að einsetumanns líf sé heilbrigt líf — fyrir sálarlíf manns?” “Það ætti það að vera. Menn segja að einveran sé óþolandi, en það eru bara staðhæf- ingar. Ef þér þektuð svolítið meira af heimin- um, Miss Thurwell, þá munduð þér kannast við hversu lamandi áhrif hann getur haft á ein- staklinginn og sjálfstæða hugsun hans. Eg er ekki bölsýnismaður — eg reyni að minsta kosti ekki að vera það, og staðhæfi að það sé meira gott en ilt í~heiminum, en það er áreiðanlega meira þar af smásálarskap en göfugmensku, og það er erfitt að lifa í hinum stóra heimi án þess að tileinka sér eigingirni hans, en það er ómögu- legt fyrir eigingjarnan mann að bergja af hrein- ustu lindum tilverunnar.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.