Heimskringla - 20.09.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.09.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. SEPT. 1944 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA spámannanna, en grýtir sína beztu menn. Raunar er þessi þáttur tvískiftur, ekki einungis að efni til, heldur líka að fram- setningu, en það er engu veiga- minna atriði þegar um óratóríu er að ræða. Honum er skift í sundur með millispilinu: nr. 18, sem m. a. getur þá táknað lengra eða skemra tímabil milli þess að þáttbrotin fara fram, þar eð sið- ari hlutinn er allur í þátiðar- framsetningu. En síðasti kórinn í þættinum gæti hugsast eins- konar trúarjátning eða ályktun kristinna manna. Þriðji þátturinn gerist i fyll- ingu vargaldarinnar rómversku. og raunar allra vargalda. Það er dagur í Róm, eftir mikla land- vinning, og mikið um dýrðir hjá sigurvegurunum. Sigurbogar eru reistir og skrúðfylkingar eru á ferli, og múgurinn hrópar ‘ Ave Cæsar” í heimsku sinni og þræls- ótta. En það er fleira á ferli í Rómaborg daginn þann, m. a. “Örmagna her”^ með andleg lík- amlega ólífissár, grátandi ekkjur og munaðarleysingjar eftir fallna hermenn. “Föðurlands- vina” herfangar með æfilangan þrældóm framundan og önnur fórnardýr herjarlanda, loftið er lævi blandið, og svo kemur kvöld. Keisarinn heldur mikla veizlu í tilefni af landvinningun- um. Við það tækifæri flytur kennilýðurinn guðunum þakkir, og tízkuskáldin syngja keisaran- um lof og dýrð fyrir níðingsverk, sem hann hefir raunar aldrei unnið, en unnin hafa verið í hans nafni, og svo kemur nóttin. Keis- arinn skjögrar til hvílu sinnar drukkinn og dasaður, það sækir illa að honum, og þó ekki um skör fram því, að “úti á torgi við súlubak síðhettir reika” með morðkuta innanklæða, og einn þessara morðkutasvæfir loks keisarann svefninum lengsta undir morguninn. — Og svo kemur dagur (þótt sá virðist raunar ókominn enn). Loks rek- ur að því að mannkynið fær ráð- rúm til að virða fyrir sér viður- stygð eyðileggingarinnar, svona í kaupbæti við hundruð þúsund- ir miljónir dýrmætra mannslífa, og hvarvetna sér það hrunin listasöfn og eyðilögð menningar verðmæti. Hvarvetna blasa við þvi holar augnatóftir lýginnar nálykt, sem ætlar það lifandi að kæfa. og enda þótt það hafi aldrei reitt vitið í langsekkjum, verður því ljóst, að þeir sem það hefir dýrkað og tilbeðið voru raunar stærstu morðingjarnir og hættulegustu þrándarnir í götu þess. Og það fyltist viðbjóði og biður slík heljarskinn aldrei þríf- ast, eða í það minsta að sofa og gleymast til eilífðar. Fjórði og síðasti þátturinn er einskonar áframhald af fyrsta þætti og mjög hliðstæður hon- um. Þar sem fyrsti þáttur tákn- ar fortíðardrauma þess um hið sama. Friðarvonin er nú orðin víðtækarr. Jafnvel náttúran sjálf, lækjir, jurtir, o. s. frv., “biðja dreymandi Drottinn um frið”. Mannkyninu er orðið það ljóst, að það verði sjálft að leggja hönd á plóginn, eigi friðardraum- ur þess að rætast, og það tjáir sig fúst til þess. Því er ennfremur ljóst, að vegurinn til friðar sé einhuga, kærleiksrík samtök í stað úlfúðar og hermdarverka og hvér eggjar annan til slíkra sam- taka. Loks sér það friðarboðann skína álengdar, og “vonardísin” birtist því í allri sinni dýrð. Það sér himnana opnast og Guðsríki stíga niður á jörðina og fyrir- heitna landið blasir við því. — Paradís er fundin.—Alþbl. MERKIS KONA LÁTIN Málfríður Einarson verður þeim ætíð minnisstæð, sem hana þektu enda má hana óhætt telja meðal merkustu kvenna í hópi hinna eldri íslendinga. Málíríður fæddist að bænum Kolgröf í Skagafirði 22. sept. ár- ið 1862. Hún var dóttir þeirra hjóna: Jóns Péturssonar bónda í Kolgröf og konu hans Ingunnar. Um ætt þeirra hjóna er mér annars ekki kunnugt en í röð betra bændafólks voru þau talin í sinni sveit foreldri hennar. — Málfríður sál. ólst upp að mestu hjá ömmu sinni að Eiríksstöðum í Svartárdal. (Geta má þess að hún var systir Jóns Jónssonar, sem lengi bjó í Edmonton, faðir O. T. Johnson, er um skeið var ritstjóri Heimskringlu). Árið 1881 giftist hún Guð- mundi Einarsyni frá Fáskrúðs- firði. Dvöldu þau fyrst í Wmnipeg um tveggja ára skeið en fluttu til Dakota árið 1883 og áttu bú all- skamt frá Hensel. Hún varð 11 barna móðir en aðeins fjögur þeirra komust til fullorðins ára, Sigrún, Svanhvít, Karl og Axel. Þrjú þeirra létust samt ung og er nú aðeins Karl á lífi þeirra systkina; á hann heima í borginni Portland í Oregon-ríki. Öll voru þessi fjög- ur börn þeirra Guðmundar og Málfríðar mannvænleg mjög, og eru þær systur Svanhvít og Sig- rún sérstaklega minnisstæðar fólki í Dakota-nýlendunni fyrir atgerfi sitt og innræti. Höfðu þær og Karl bróðir þeirra notið miklu meiri mentunar en þa gerðist alment meðal íslendmga í Ameríku og fyltu þann . fríða hóp Dakota unglinga, sem á þeim árum gátu sér og þjoðflokk sínum orðstír fyrir gáf'ur. Var mikill skaði að fráfalli þeirra svo ungra, lítið eitt yfir tvítugt, en hvíti dauðinn hjó, á þeun ár- um, stórt skarð í hóp iiinna mannvænlegu unglinga, sem l>essi sveit sérstaklega uppól á þeirri tíð. Málfríður var fluggáfuð kona, bókelsk og bókfróð með afbrigð- um. Var hið mesta yndi að eiga samræður við hana um bækur og höfunda og hef eg persónulega fáa fundið er framar henni stóðu Góð MetvLut ejjliSl Manngjldið Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. ^Jlte VikUttj, Pn&áA jHintitedl Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA CHURCHILL SKRIÐDREKIN N Á LEIÐ TIL ORUSTU Á ITALÍU Churchill skriðdrekinn var fyrst notaður til orustu á Italíu 17. maí, þegar brezk skriðdreka stórskotaliðsdeild kom til hjálpar Canada-hernum þar í landi. Myndin er af einum þessara voða dreka og er hann á leið til vígvallar. að skilningi á íslenzkum bók- mentum. Dómgreindin var skörp og ákveðin, smekkurinn ratviss á kjarnan í kvæðum og sögnum. Tel eg mér hið mesta happ, að hafa kynst henni og eignas: vin- áttu hennar og þeirrar ,fjöl- skyldu. Hún var vinföst, trygg- lynd og trúföst vinum sínum, og vina vönd. Hún var samt ekki allra vinur og fór þar að ráðum Hávamála. Hún var umhyggjusöm og I fórnfús móðir og fyrirmyndar húsfreyja. Gestrisni hennar var umhyggjusöm og einlæg. Til hennar húsa sóttu menn ekki einungis góðgerðir í venjulegum skilningi heldur einnig andlegan styrk og hressingu. Margþætt æfiböl bar hún með hetjuhug svo sem Islendingi sæmir. Kveinstafir heyrðust ekki í hennar húsi. Guðmundur maður hennar lézt fyrir fáeinum árum. Hann var vænn maður á marga iund. Eftir það dvaldi hún hjá vanda- lausum og ágerðist þá sjóndepr- an svo að byrgt var að mestu fyrir hennar aðal yndi, lestur góðra bóka. Allra síðast dvaldi hún hjá Núpdals systkinum skamt frá Mountain, N. Ðak., og þar lézt hún 30. júlí s. 1. Naut hún góðrar aðhlynningar bæði hjá þeim systkinum og öðrum sem hún dvaldi með, hin síðustu árin og aðal gleði hennar var, að ræða við vini sína, sem hennar vitjuðu í ellinni. Hún var jarðsungin frá Vída- líns kirkju á Sandhæðunum svo- kölluðu af undirrituðum 3. ágúst s- 1- Fylgdi fjöldi fólks henni til grafar; en þynnast tekur nú mjög landnema hópurinn í Da- kota. En merki framsóknar er þar sköruglega á lofti haldið af hinum yngri og ekki mun þeim gleymast verk brautryðjend- anna. Hún sem þar var til graf- ar borin var ein í þeirra hópi og lagði margt og mikið til framfara og félagshyggju. Meðal annars var hún ásamt Elinborgu sál. Bjarnason aðal hvatakona að stofnun kvenfélagsins, sem svo margt hefir lagt að mörkum til almenningsins þarfa í þessari bygð eins og víða annarstaðar. Blessuð sé minning hennar. H. E. Johnson ekki lítið hissa á að sjá þessa at- hugasemd og neðan við hana stóð “sömuleiðis” við öll hin nöfnin En þó tók út yfir þegar hann sá, að vikadrengurinn, 10 ára gam- all, hafði skrifað undir þetta. Þá fór hann að gruna, að hér væri ekki alt með feldu. 1. stúlka: Eg ætla mér ekki að giftast fyr en eg er orðin þrítug. 2. stúlka: Og eg ætla mér ekki að verða þrítug fyr en eg er gift. KOMU EKKI AÐ TóMUM KOFONUM Þegar Tyrkir voru að ræna fólki frá Islandi árið 1627, komu þeir að Hvallátrum við Látra- bjarg. Það var um túnasláttinn. Svo hagar til að Látravíkin mun vera um tvær enskar mílur á breidd. Bæirnir standa norðast í víkinni, en sunnast eru verbúð- ir, því að svokallað útræði er þar mikið, eða var. Látramenn sáu stórt skip koma fyrir tangana (bjargtanga) og sigla norður eftir og stansa framundan suður partinum, sem kallað er á Brunnum og setja út tvo stóra báta hlattna mönnum. Þá biðu Látramenn ekki boð- anna, þeir tóku ljáina úr orfun- um, fóru í smiðjur sínar, réttu upp þióinn, settu svo ljáina hár- beitta í orfin, tóku orfhælana úr. Orfin íslenzku munu hafa verið 5 fet eða meira. Þá höfðu þeir vorpn sem bæði mátti höggva og leggja með. 14 menn fullorðnir munu hafa verið á Látrum, en svo hagar til að það eru sléttir sandar þvert yfir víkina, hátt rif fyrir framan, svo þeir sem ganga eftir Leirun- um fyrir ofan rifið, sjá ekki þá sem ganga f jöruna við sjóinn fyr- ir neðan rifið. Látramenn hlupu suður fjöruna svo að hvorugir sáu til annara. Þegar Látramenn komu þar sem bátar Tyrkjanna voru, drápu þeir þá fyrst, sem þeirra gættu, einn komst upp á rifið og öskraði til félaga sinna svo þeir komu á harða hlaupum til baka, en á meðan sáu Látramenn fyrir þessum eina, mölvuðu göt á bát- ana svo þeir voru ekki sjóí'ærir. Til þess nú að gera langa sögu stutta, þá var hver einasti Tyrki drepinn. Svo voru þeir dysjaðir upp á Leirunum og lagt grjót of- an á svo sandurinn ekki fyki ofan af skrokkunum. Dysin er hæðst í miðjunni, eftir því sem mig minnir, sem þetta skrifa. Þá mun hún (dysin) vera í það minsta 30 fet í þvermál, og til þess að sýna að sagan er sönn, þá grófu nokkrir ungir menn á Látrum ofan í dysina um 1908 og fundu þar mikið af fúnum mannabeinum. Eg sem þetta skrifa er fæddur og uppalinn á Látrum og mér þykir verðugt að þess sé getið sem gert er. N. Ottenson 1 stórri skrifstofu í Lundúnum kom það oft fyrir, að skrifararnir komu of seint til vinnunnar á morgnana. Áttu þeir þá að skrifa á skrá í forstofunni hvenær þerr hefðu komið og af hvaða orsök- um þeir hefðu komið of seint “Lestin á eftir tímanum,” “sporvagninn tafðist”, var vana- lega afsökunin efst á skránni og svo skrifuðu hinir, sem á eftir komu. “sama” eða “sömuleiðis’ við nafn sitt þar undir. Loks voru þeir orðnir svo vanir þessu, að þeir gengu að skránni og skrif- uðu á hana “sama”, án þess að gæta að, hvað sá fyrsti hafði skrifað. Einhvern morgun skrif- aði sá fyrsti: “Konan mín átti tví- bura í nótt”. Þegar skrifstofu- st-jórinn leit á skrána, varð hann Einn a) mörgurn hinna áriðandi parta i sprengjuskipum, sem mikið reynir á, skoðaður með X geislum fyrir smíðagöllum. I mörgum verksmiðjum er framleiða loftför, skip og aðra þunga stríðsfram- leiðslu, eru hinir sterku X-geislar not- aðir til rannsóknar á hinum ýmsu pörtum. Þeir sumu X-geislar er áður sundurleystu læknisaðferðir, eru nú notaðir í þarfir framleiðslunnar. INGAR VINNA FYRIR CANADA Nútíðar stríðs?framleiðsla saman- stendur mestmegnis af málmpörtum er steyptir hafa verið til þess brúks (mótaðir úr rennandi málmi) og sem síðar eru kveiktir saman.*Hinir skarp- skygnu X-geislar sýna nákvæmlega hverja þá feiru, ef nokkur er, sem get- ur átt sér stað. Þessir partar og sam- kveikjur þeirra verða að vera ábyggi- legir og sterkir. X-geislar gera það mögulegt, að skoða ítarlega og áreiðanlega alt sem fram- leitt er úr járni, álúni og öðrum málm- efnum er mikið eru notaðar. Með X- geislum er ómögulegt annað en að finna hvern leyndan galla. Með slík- um framfaratækjum er hægt að finna hina veiku staði og kasta þeim út snemma í framleiðslunni. Með X- geisla skoðun er vissa fyrir, að aðeins traust og áreiðanleg vopn og vélar eru fengnar í hendur hermanna vorra. Með sínum skapandi deilduin, flytur C-I-L til Canada ágóðan af þessari miklu uppgötvun til uppbyggingar þessum bráðnauðsynlegu störfum ____ uppfyndingu, sem hefir verið notuð til margra ára af DuPont öryggis X- geisla skænur fyrir stór-framleiðslu sem og fyrir læknislegar og tann- lækna framleiðslu, má fá hjá hverjum leiðandi X-ray Film úthlutunarmanni fr áhafi til hafs. X-geisla skænur fyrir iðnað—og auðvitað fyrir lækningar—sýnir annað dæmi um efnafræðislega framleiðslu, sem er í þjónustu Canada bæði á friðar og stríðs- tímum. CANADIAN INDUSTRIES LIMITED PA-3Q1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.