Heimskringla - 29.11.1944, Side 1

Heimskringla - 29.11.1944, Side 1
We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN, 29. NÓV. 1944 We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. NÚMER 9. Fréttayfirlit og umsagnir Otíawa-þingið Þegar þingið í Ottawa kom saman s. 1. miðvikudag, fyltust °U saeti undir eins og er sagt að heimingi fleiri hefðu viljað sjá °g hlýða á hvað þar gerðist en rúm fengu. Þingið var kallað saman til að raða fram úr hvernig hægt væri me® liðsafla að veita canadisku úermönnunum á vígvöllunum stuðning. ^að sem gerðist fyrsta daginn var aðallega það, að lögð voru Iram í þinginu bréf þau er for- s®tisráðherra og Col. Ralston skiftust á. í ljós við athugun þeirra., aÚ Ralston hafði á réttu að standa með að varalið skorti á vígvöllunum og að hann vildi að lnnanlandsherinn væri undir Það búinn að fara á vígvöll. Ln King vildi í því efni aðeins tara eftir því hvort innanlands- úerinn byði sig fram; hann vildi iata sjálfboða aðferðina þar um ráða. Annan dag þingsins lýsti King því yfir ag hann aðhyltist her- skyldu að því leyti,. að 16,000 úr 'bnanlandshernum væru sendir a Vlgvöll fyrir lok maímánaðar í vor. ^etta hefir þótt ófullnægjandi aÓstoð, Stendur deilan enn yfir Urn það. ^etta stjórnarandstæðingar ^ikið fingur út í framkomu Mc- Naughtons, er fyrst hélt fram að ekki væri þörf á varaliði öðru- vísi en með sjálfboða-aðferðinni, en játaði síðar skort á varaliði, eins og Ralston hélt fram. Lr annar staðar í þessu blaði kekar frá því sagt, er á þinginu úefir verið að gerast. ^íðustu stríðsfréttir ^yrsti her Bandaríkjanna ^rsust s. 1. mánudag til Langer- Wehe, og eru því komnir að varn- arlínunni við Cologne. Um 120 ^dum sunnar gerði þriðji her- lnn harða árás og tók St. Avoid, en það er sagt við útjaðar Saar- rucken varnarlínur Þjóðverja. á hefir frakkneski herinn síðst a vestur-víglínunni unnið mikið ^ússamegin hefir lítil breyt- lng orðið á; snjór hefir tafið Snknina í Ungverjalandi. 1 Kyrrahafsstríðinu hefir það §erst nýtt, að flugárásir stór- englegar eru byrjaðar á Tokíó. . ru þser sóttar frá Marianas, um 1500 rnilur. Tókst fyrsta árásin Svo vel, s. 1. laugardag, að fyrir- 1 ar spá, að herverksmiðjur aPa, hafi sénn lægra við sig. l l’s}it bæjaikosninganna . f kosningunum sem fóru fram 1 innipeg síðast liðinn föstu- aS, var Garnet Coulter, borg- arstjóri, endurkosinn með 26,870 ^eirihluta atkvæða; mun það met setja. óllum greiddum atkvæð- hlaut Mr. Coulter 45,371, en "Ir. Queen 18,501. v ^átttaka í atkvæðagreiðslunni ^ar nokkuð betri en síðast liðið ’ natn hún þá aðeins einum ^ri ja. Nokkuð skorti þó á, að e. min§ur kjósenda greiddi nó va>öi- öll greidd atkvæði en á kjörskrá voru >40 nöfn. En svo eru nokkr- lr íjarri. Kaup á ofni til rusl-brenslu, sem kostar yfir hálfa miljón doll- ara, var samþykt. Með kaup- unum voru 14,552 atkvæði greidd, en 3,344 á móti. Þar s£m um þetta mál greiddu fast- eignamenn einir atkvæði, eru það lítið yfir einn fjórða íbú- anna, sem fasteignir eiga í bæn- um — þ. e. a. s. ef að því má ganga sem vísu að þeir hafi sótt kjörstað á borð við leiguliða. Fimm bæjarráðsmenn voru kosnir eftir fyrstu talningu at- kvæða, af 18 alls sem sóttu. Voru það Svíinn Ernest Hallonquist í annari kjördeild, borgaranefnd- ar fulltrúi; J. G. Glassco borg- aranefndarfulltrúi, fyrverandi stjórnandi City Hydro kerfisins; sópuðust atkvæðin svo til hans, að hann hafði nærri helming allra atkvæða í fyrstu kjördeild, eða nærri eins mikið og fjögur önnur bæjarráðsefni er sóttu. Mr. Glassco hafði aldrei áður sótt um opinbera stöðu. En svona fer þegar góðir menn eru í vali. Kjósendur flaska ekki mjög oft, ef andrúmsloft er ekki óskaplega eitrað fyrir kosning- ar. Hitt er meiri galli, hve fáir beztu manna gefa kost á sér. Það hefir komið fyrir, að þeir hafa ekki náð kosningu, en almenn- ingur er farinn að sjá við flokks- áróðrinum og fer vonandi að treysta eigin skoðun meira. Góð- ir menn ættu því ekki að setja það nú fyrir sig, að gefa kost á sér, eins og þeir hafa til þessa gert. 1 annari deild var Simp- kin bæjarráðsmaður endurkos- inn við fyrstu talningu; hann er C.C.F. sinni. 1 þriðju kjördeild flutu tveir inn við fyrstu taln- ingu; voru það Jacob Penner, sosíalistinn og Wm. Scraba, borgarnefndarfulltrúi. 1 hverri kjördeild eru 3 kosn- ir; í þriðju kjördeild virðist A. E. Brotman nokkuð viss með að verða sá þriðji. í annari kjör- deild má telja H. B. Scott sigur- inn, en í fyrstu kjördeild hefir L. C. Stinson, C.C.F. sinni flest atkvæði ókosinna. J. G. Harvey er honum næstur. Kosningin þarna fer eftir hvor þessara1 manna fær flest atkvæði, er hin- um mikla afgangi atkvæða J. G. Glasscó verður útbýtt, við aðra talningu. (Þessari útbýtingu eri nú lokið og hlutu J. G. Harveyí og Morrison kosningu). Á öðrum stað er birt atkvæða- tala hvers sækjanda bæði í stjórnar- og skólaráð, eftir fyrstu} talningu atkvæða, er sýnirj hvernig hverjum um sig reiddi I af, eða þeim, sem í val féllu, eigi síður en hinum sigursælu. Flokkaskiftingin í bæjarráð- inu verður hin sama og áður, ef Mr. Stinson sigrar í fyrstu kjör- deild. En flokkur hans (C.C.F.' var í minni hluta þar s. 1. ár. Framundan bíður bæjarstjórn ar geisimikið starf. Sumt af því er vanda og erfiðleikum miklum háð, eða það af þvi, sem áhrærir að sjá öllu sem bezt farborða að stríði loknu í atvinnumálum. — Auðvitað verða þar bæði fylkis- og sambandsstjórn að koma mik- ið til sögunnar. En það er á samtökum og samvinnu allra stjórna, sem þá ríður mikið og því máli ætla margir að betur hafi ráðist fram úr með kosning- unum hér eins og þær fóru. En á þetta verður frekar minst á öðrum stað í blaðinu. Hér er atkvæðagreiðslan sýnd í bæjarkosningunum, eftir fyrstu talningu. Borgarstjóraefni Coulter (óháður).. 45,371 K Queen (C.C.F.) ........18,501 ¥ Bæjarráðsmannsefni Fyrsta deild (kjósa á 3) Glassco (C.E.C.) ______11,137 K Harvey, (C.E.C.)_______ 3,171 Morrison (C.E.C.) 5,088 Slocombe (óháð.). 928 Stinson (C.C.F.) 4,943 Jafnaðartala 6,317 Önnur deild (kjósa á 3) Hallonquist (C.E.C.) 6,154 K McKelvey (C.C.F.) _____ 2,176 Scott (óháður)_________ 4,105 Shefley (óháður) 1,428 i Simpkin (C.C.F.) 5,305 K Jafnaðartala 4,928 Þriðja deild (kjósa á 3) Brotman (C.C.F.)_______ 4,534 Corley (P.E.C.) _________ 466 Delaney (óháð.) _______ 1,562 Hladun (C.C.F.) ..... 824 Kostaniuk (P.E.C.) 804 Peden (C.C.F.)_________ 1,045 Penner (P.E.C.) ... 5,430 K Scraba (C.E.C.) _______ 5,396 K Jafnaðartala 5,016 Skólaráð Fyrstu deild .(kjósa á 2) Haig (C.E.C.) ....... 11,343 K Israels (C.C.F.) 3,929 MacLeod (C.E.C.) 5,271 Tucker, Mrs. (óháð) 3,071 Jafnaðartala 8,082 Til eins árs (einn kosinn) Belton (óháður) 4,765 McKay, Mrs. (C.E.C.) 14,311 K Peto, Mrs. (C.C.F.) 4,892 Jafnaðartala 11,985 Önnur deild (kjósa á 2) Ohunn, Mrs. (óháð) 4,618 Jessiman (C.E.C.) 8,022 K Robertson (C.C.F.) 7,062 K Jafnaðartala 4,928 Þriðja deild (kjósa á 2) Bashchak (C.C.F.) 990 Basman (P.E.C.) 2,182 Orlikow (C.C.F.) . 5,180 Sago (P.E.C.) .....____ 3,887 Taraska (C.E.C.) ..... 7,370 K Jafnaðartala 6,537 Brensluofnlögin (Þrír fimtu atkvæða þarfnast) Með ____________________ 14,552 Móti ___________________ 3,344 Ónýt _______________________ 0 Jafnaðartala 10,740 Skýring: C.E.C. — borgaranefndar P.E.C. — sosíalistar ÆRINGJA-MÓT Skemtisamkoma undir þessu nafni tókst svo ágætlega í fyrra- haust, að ákveðið hefir verið að halda aðra með líku fyrirkomu- lagi á föstudagskveldið þann 8. desember næstkomandi í sam- komusal Sambandskirkju. Sér- staklega má geta þess að þar skemtir ungmanna kór frá Is- landi sem kallar sig Kátir piltar Hugmyrtdin á bak við slíka sam- komu og þessa, er, að á þessum áhyggjufullu tímum, þá komi fólk saman eina kvöldstund til að lyfta <huga í skemtilegum söng og kvæðum, og gleymi alvöru og þreytu dagsins. Skemtiskrá- in er fjölbreytt og það fólk valið sem bezt þykir í sinni grein. — Nánari auglýsingar verða í næstu blöðum, en í millitíð er fólk beðið að muna þetta kvöld til gleði og gamans í Sambands- kirkju 8. desember. MINNINGAR GUÐSÞJÓNUSTA fyrir farþega og skipshöfn á s.s. Goðafoss, haldin í St. Peters Lutheran Church í New York 22. nóv. Séra S. O. Thorláksson prédikaði Það sem fram fór við athöfn- ina var sem hér segir: Klukkuhringing og forspil. Jón Guðbrandsson. Sálmur: Á hendur fel þú honum. Inngönguorð: Presturinn. Messusvör: Drottinn sé með yð- ur og með þínum anda. Bæn og Faðirvor: Presturinn. Amen. Ritningarkaflar: Cand. Theol. Pétur Sigurgeirsson. Lesin nöfn hinna látnu: Prestur- inn og hæg musik. Þögn: ein mínúta. Einsöngur: frú María Markan Sendiherra Thor Thors. Sálmur: ALt eins og blómstrið eina. Prédikan á íslenzku: Presturinn. Prédikan á ensku: Presturinn. Sálmur: Faðir andanna. Bæn: Cand. Theol. Pétur Sigur- geirsson. Star Spangled Banner. Ó, guð vors lands. Blessun: Presturinn. Eftirspil. EGGERTSTEFÁNSSON KVEÐUR Eggert Stefánsson söngvari er á förum til Bandaríkjanna. Hann hélt kveðjuhljómleika í Iðnó á þriðjudagskvöld, og var húsið fullskipað áheyrendum. Vinir Eggerts og aðdáendur áttu frum- kvæði að því, að þessir hljóm- leikar voru haldnir, en í boði Eggerts var margt stórmenna viðstatt þessa sérstæðu skemtun. Þar voru m. a.: Forseti samein- aðs Alþingis, sendiherrar Dana, Bandaríkjanna og Rússlands, lögreglustjórinn í Reykjavík og nokkrir alþingismenn. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri las forspjall og mintist þar hinna fögru lista og benti á nauð- syn þess að halda þeim við og efla þær. Skólastjórinn mintist einnig Eggerts sérstaklega, en þeir eru æskufélagar og vinir. Var máli Vilhjálms vel tekið, enda mælt af viti og skilning á Eggerti og hlutverki því, sem ihann hefir tekist á hendur fyrir land sitt og þjóð. Lárus Pálsson las upp kvæði eftir Jónas Hallgrímsson og leysti það af hendi með marg- rómuðum ágætum. Gunnar Sigurgeirsson lék und- ir önnur lög en þau, sem voru eftir Kaldalóns. Þar lék Kalda- lóns sjálfur, og var það bæði hrífandi og skemtilegt að sjá bræðurna þarna saman. Eggert og Kaldalóns hafa unnið merki- legt starf í þágu íslenzkrar menningar, sem lengi skal vera munað. Kaldalóns hefir samið mörg fegurstu lögin, sem gerð hafa verið á Islandi, en Eggert hefir sungið þau “inn í” þjóðina. Það er trú mín, að í dag væri þjóðin fátækari af skilning á sinni eigin músik, og heimurinn vissi minna um Island, ef Eggert Stefánsson hefð ekki verið eins og við þekkjum hann, óþreyt- andi að kynna löndum sínum og heiminum öllum það, sem við höfum ekki skilið til fulls ennþá, að grunnur íslenzkrar menning- ar verði að hvíla á listunum. Eg kveð Eggert Stefánsson í trausti þess, að hann í væntan- legri Bandaríkjaferð vinni nú eins og altaf áður “Islandi alt”, og ekki síst nú, þegar draumar hans hjarta hafa ræst. L. H. —Mbl. BITAR ÚR RÆÐUM á Ottawa-þingi s. 1. þriðjudag King forsætisráðherra sagði á þingi í gær, að hann gæti ekki fengið neinn ráðgjafa sinna til að taka við stjórn. Ef tillaga sín yrði ekki samþykt, segði hann af sér og stjórnleysi biði þjóðar- innar. Hann sagðist aldrei hafa reynt að friða Quebec, heldur hafi hann verið að reyna að fá þjóðina til að skilja Quebecinga. • M. J. Coldwell sagði á Ottawa- þinginu í gær, að hann væri með herskyldu, úr því með sjálfboða- aðferðinni fengjust ekki eins margir og með þyrfti. Hann vild> láta herskyldu ganga jafnt yfir alla, en ekki, að sumir væru herskyldaðir, aðrir ekki, sumir í heimaher, aðrir í víglínu her. Auðinn vildi hann einnig her- skylda. • Gordon Graydon sagði í þing- ræðu sinni í gær, að þingið hefði tapað trausti á stjórnarformann- inum. Herskylda önnur en sem til allra næði, væri ósanngjörn. • John Blackmore, Social Credit foringi, sagði hugum lands- manna snúið að 16,000 mönnum aðeins. Hann kvað það pólitísk- an skollaleik af stjórninni. Mörg stórmál biðu lausnar, sem kom- andi kynslóðir áhrærðu, að ekki yæri talað um þá sem nú væru uppi. Hann kvaðst ekki sjá hvernig af skynsemi væri hægt, að greiða atkvæði um annað eins. ÆRINGJAR Á UPPSIGLING Kátt er um föstuna og komin er hún enn, þá held eg að upplíti Sambandskirkjumenn, þá held eg að upplíti og undri þá margt, því inni sitja Æringjar ready to start, því inni sitja Æringjar kjaftastólum á; þú ættir bara að hlusta á þá. Jólasveinn Giftingar 17. nóvember voru gefin sam- an í hjónaband, Sgt. Sveinbjörn Thorsteinson og Fanny Dorothy Anderson, í Sambandskirkjunni í Winnipeg. Brúðguminn er sonur Sigurðar heitins T'hor- steinssonar og Halldóru Ólafson Thorsteinson konu hans, og brúð- urin er dóttir Guðmundar And- erson og Matthildar Fjelsted Anderson konu hans, sem eru nú sezt að í Vancouver. Aðstoð- armenn þeirra voru I. McDonald og Miss Verna Anderson. Séra Philip M. Pétursson fram- kvæmdi athöfnina. Laugardaginn 18. nóvember gaf séra Philip M. Pétursson saman í hjónaband Robert Wal- ter Farnworth og Elva Lois Ox- enham, að heimili brúðarinnar, 228 Simcoe St. Og í Sambandskirkjunni vot gefin saman Randolph Marion Friesen og Muriel Cove, sem eru bæði í flughernum, s. 1. laugar- dag, 25. þ. m. Þau eru bæði a ^ hérlendum ættum. KOMINN VESTUR Eggert Stefánsson söngvari Síðast liðinn fimtudag kom söngvarinn víðkunni, Eggert Stefánsson til Winnipeg. Leit hann inn á skrifstofu Hkr. dag- inn eftir og tjáði oss, að hann yrði um 9 mánaða skeið vestra, mestmegnis í Bandaríkjunum, en tvo mánuði af þeim ætlar hann að dvelja í Winnipeg. Hann er til heimilis hjá bróður sínum, Guðmundi Stefánssyni, 1124 Dominion St. Winnipeg-búar fagna komu þessa góða gests til bæjarins. Hann er þeim kunnur af stuttri dvöl hans vestra árið 1923. Söng hann þá hér í bænum og hlaut almanna lof fyrir, sem hvar um heim, sem hann hefir sungið. Is- lendingar muna einnig framúr- skarandi skemtilegt viðmót hans. Hann er þeim kærkominn gest- ur á ný vestur. Eggert hefir dvalið heima mörg síðari árin og hefir helgað krafta sína því, að túlka íslenzka sönglist og vekja ást þjóðarinnar á henni, jafnframt margvíslegri annari íslenzkri listmenningu. Hann hefir auk söngsins skrifað :jölda greina sem bæði hafa ver- ið birtar í blöðum og fluttar í útvarp, um land og þjóð. Hafa lýsingar hans af íslenzku eðli og íslenzkri náttúru verið af þeirri list túlkaðar, að bergmálað hafa fögnuð í hverri íslenzkri sál út um landið. Nokkrar af þessum greinum hans, eða efni þeirra. hefir nú verið gefið út í tveim bókum. Draga ritdómarar ekki fjöður yfir að önnur bókin “Óður ársins 1944”, hafi verið eitt af því betra, sem lagt var fram til aukins skilnings þjóðinni í full- veldismálinu af nokkrum einum manni á s. 1. sumri. Fyrir alt þetta nýtur Eggert nú mikilla vinsælda á ættjörðinni. Áður en hann fór vestur um haf, var honum haldið kveðju- samsæti. Var honum þar þakk- að þetta starf hans, sem grein úr Morgunblaðinu sýnir, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði. Winnipeg - íslendingum er hægt að færa þau góðtíðindi, að Eggert Stefánsson söngvari muni syngja hér fyrir okkur um miðj- an næsta mánuð og lesa einnig upp eitthvað af greinum sínum. Verður það nánar auglýst í næsta blaði. Eggert segir góðar fréttir ein- ar að heiman. Hann er fullur aðdáunar á gerðum íslenzku þjóðarinnar á síðast liðnu sumri Telur hann atkvæðagreiðsluna glögt merki um að þjóðin skilji hlutverk sitt eins vel, ef ekki betur en nokkur önnur þjóð. Þar hafi eðli hennar birst og það sem fylstu trú vekji á bjártri framtíð hennar. Hkr. býður söngvarann og ættjarðarvininn Eggert Stefáns- son velkominn.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.