Heimskringla - 29.11.1944, Side 2

Heimskringla - 29.11.1944, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1944 THORLÁKUR THORFINNSSON 28. ágúst 1866 — 1. nóv. 1944 Thorlákur Thorfinnsson, aldr aður heiðursmaður, landnemi í íslenzku bygðunum í Norður Dakota, góður búsýslumaður og brautryðjandi á ýmsum sViðum landbúnaðarins, andaðist 1. nóv. þessa árs, þá orðinn 78 ára að aldri. Og þannig var lokið góðu og vel unnu og löngu starfi. — Hann var fæddur á Garðarkoti í Hjaltadal í Skagafirði 28. ágúst 1866, og var sonur Þorfinns Jó- hannessonar úr Fljótum og Elizabeth Pétursdóttir* Þorláks- sonar úr Hjaltadal. Þau hjón bjúggu á Unaðsstöðum í Kol- beinsdal þar til að þau fluttust til Ameríku árið 1882, og námu um f bygðarmálum, í skóla- og land í grend við Mountain; N. Dak. Thorlákur var þá 16 ára að aldri. Hann fór fyrst til Pem- bina en kom seinna til foreldra sinna í Mountain, og fór gang- andi alla þá leið, sem er um 50 mílur. Hann bjó hjá foreldrum sínum, en fór samt oft út í vinnu hjá öðrum þegar tækifæri gafst. Árið 1891, 9. júlí, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðríði Skúlason, og eignuðust þau sex syni, en tveir þeirra eru dánir. Elzti sonurinn, Law- rence dó 16 ára gamall, og fjórði sonurinn, Pétur dó í barnæsku, aðeins tveggja ára að aldri. Þeir sem lifa föður sinn og eru hver í sínu lagi mestu dugnaðar og myndarmenn, eru Matthías, Theodore, Snorri og Hjalti. En systkini hans, sem voru sex, eru þrjú á lífi, Kristinn á Garðar, N. Dak., Fred í Wynyard, Sask., og Guðný, gift Nýmundi Jos- ephssyni í Wynyard, en þau sem dáin eru, eru þessi: Árni, Pétur og Margaret Johnson. Thorlákur og Guðríður settu upp bú sitt fyrst á Hensel en svo fluttu þau til Hallson og voru þar í sex ár. Þaðan fóru þau aldamótaárið til Cavalier County ekki langt frá Munich, og bjuggu þar þangað til 1913. En síðan um 1917 áttu þau heima á Moun- tain. Thorlákur var drífandi og dugnaðar maður alla hans æfi- daga. Hann var víðsýnn og frjáls í anda, laginn og hagsýnn í öllu sem hann gerði. Hann las mikið og fylgdist með öllum framförum og nýjum aðferðum eða tilraunum í landbúnaði. — Hann hafði mikinn áhuga fyrir öllum nýjum landsbúnaðar til- raunum, og prófaði sjálfur og leiddi inn í bygðina margt í sam- bandi við búskap sem enn var verið að prófa á búnaðarskólum og tilraunastofnunum. Og þann- ig var hann fyrstur manna í hans bygð, og í sumum tilfellum í sveitinni, að byrja á ræktun ýmsra korntegunda sem voru al- veg nýjar. Meðal þeirra mætti telja “Swedish Select Oats”, N. D. No. 52 Flax, hið fyrsta sem var “Certified Wilt Resistant Variety” og Marquis hveiti. — Hann var fyrsti maðurinn í hans bygðarlagi, að rækta maís, millet (hirsikorn), c.lover, timothy hay og “brome” gras. Árið 1910 ræktaði hann kartöflur í nógu stórum stíl, til þess að þær gátu skoðast sem verzlunarvara, og var það í fyrsta sinn sem það hafði verið gert. Það sama ár kom hann í Cavalier County með fyrstu “Purebred Milking Short- horn” gripi. Eins snemma eins og árið 1905 var hann byrjaður á þeirri aðferð í kornrækt sem kölluð er “rotation” og í öllu sem hann gerði eða reyndi, fylgdist hann með öllum tilraun- um sem voru gerðar á búnaðar- skólanum í Fargo. — Og löngu eftir að hann var hættur öllum búskap, hafði hann mikinn á- huga fyrir öllum búnaðarmálum. Af þessu einu mætti með sanni kalla hann framtakssaman brautryðjenda og dugnaðar mann. En þessi sömu einkenni komu fram einnig á öðrum svið- fræðslumálum, í mannfélagsmál- um og í trúmálum. I öllum mál- um var hann víðsýnn og frjáls í anda. Hann var góður vinur, tryggur og trúr. Hann var glað- ur og bjartsýnn. Hann var góð- ur og nýtur borgari Bandaríkj- anna, en hann var á sama tíma góður Islendingur, og átti þátt í Með framhalds sigrum bandamanna frá Normandy gegn- um Norður Frakkland, Belgíu og Holland, hefir Rauði Kross- inn bundið um sár beggja aðila, sambandsmanna og Þjóð- verja. — Myndin sýnir hvar Canada-maður er að kanna sár eins Þjóðverja, af hinum mörgu þúsundum er eigi komust undan ásókn sambandshersins. mála sem komu íslendingum við. Og nú er hann farinn, þessi gamli, góði, glaði vinur. Hans' bæði með og móti því. mismunandi arð, sem fastéignin gefur af sér, svo sem búlönd o. fl. Og því getur skattgreiðálan stofnun Þjóðræknisfélagsnis í 0££ orgjg ems og óráðs handahóf, Mountain; og útbreiðslu allra stundum rétt og stundum rangt. Samt má margt segja um fast- eigna skattformið sem nú er, verður saknað af öllum vinum hans beggja megin línunnar, í Canada og í Bandaríkjunum. En hans verður saknað mest af konu hans, sem kom altaf fyrst í huga hans, og sem hann var altaf svo hjálpsamur og góður, og af son- um hans fjórum, sem lifa hann. — Góður maður er fallinn frá, en minningarnar um hann, eru allar bjartar og góðar, og vinir hans allir minnast hans og hans ágætu æfi með þakklæti til guðs, fyrir það að hafa látið slíka menn verða til meðal okkar. P. M. P. SKATTAR QG LÍFSKJÖR Það sannast stundum gamli málshátturinn, “Að neyðin kenni naktri konu að spinna.” Og eins er með þá nýung, sem nú hefir verið lögleidd, að allir leggi fram skrýslu um tekjur sín- ar og gjöld árlega. Auðvitað í þeim tilgangi að ná ákveðnum En svo kemur ruglingurinn á milli sambands- og fylkja- stjórna um réttindin til ýmsra skattálögu, til nauðsynlegra tekjuauka. Er hann svo áber- andi, að það er furða hvað það hefir flotið lengi í því formi sem það hefir verið. Að þjóðin þarfnast nýtt allsherjar rétt- mætt skattálöguform, er aug- Ijóst, og sem tekur langan tíma að byggja upp. Því eins og það opinbera þarf nauðsynlega að fá inntektir, eins er því opinbera og þjóðinni nauðsynlegt, að alt skattkerfið sé sem réttlátast eftir gjaldþoli einstaklinganna, og sem verður að vera meira bygt á arði og tekjum af eignum, en beinlínis á áætluðu söluverði eigna, að und- anteknu sjálfu íbúðarhúsinu, eða heimili, því það getur orðið með það eins og fötin, ónauðsynlega dýrt. — En að skattgreiðslur nái til sem flestra réttlátlega, irhugaði fjölskyldustyrkur á lík- lega eftir að gera það sama, og það á augljósan hátt, og verða mesti mannúðar og menningar- vottur sem canadiskt löggjafar- vald hefir hrundið á stað. En hvort það er nauðsynlegt að skoða þá löggjöf sem sérstakt af- rek verandi stjórnar ætti að mega vera eftir vilja hvers eins, eða ekki, heldur sem augljós þörf, sem opinberuð var í þing- inu með skoðun hermanna, sem yfir 40% af reyndust að hafa skort næga fæðu í uppvextinum. En á þeim sama tíma voru svo miklar matarbirgðir í landinu, að varla var mögulegt að hafa nóg geymslurúm .fyrir matinn. En með þessari tilkynning um ástand hermanna, þá stóðu canadisk stjórnarvöld frammi fyrir öllum umheimi sem tákn- mynd lélegrar stjórnar um vel- ferð þjóðarinnar. Þess vegna varð einhver rót- tæk umbót að vera gerð, til að þurka burt þann smánarblett, sem kominn var með þessu á stjórnarfar landsins, og sem hvaða verandi stjórn bar að hafa forgöngu með, að setja í fram- kvæmd, þegar allir þingflokkar voru málinu til fylgis. ,Var það hennar. Og það helzta sem kirkjuvaldið virðist þurfa að vnna 'af hendi fyrir þenn- an góðvilja fólksins, er að veita því fyrirheit um góða vist- arveru eftir dauða þessa lífs. En hvort sem þetta er fyrir arftekna hræðslu frá einni kynslóð til annarar við það óþekta, sem skapar þessa fórnfýsi og hlýðni hjá þessu fólki, þá er það þó fjáröflunin og valdið sem sigrar á auðveldan hátt. Þetta sýnir hvað það á vel við fólk, að hylla það ímyndaða og óþekta, framar því verulega og þekta. Því þegar það veraldlega opin- bera gerir framkvæmdir til að bæta lífskjör okkar lifandi fólks, þá eru ætíð einhverjir til að mótmæla því, vegna þess kostnaðar er því fylgi. Og þ^ð máske þeir sömu, sem eru fúsir að leggja fram peninga sem trygging fýrir vist sinni eftir dauðann. Og jafnvel vissir flokkar fólks vilja enn þá halda því fram, að fyrirbænir við lífs erfiðleikum, geti verið fullnaðar bót. Atli GERANIUMS 18 FYRIR 1 5C Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dökkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, salmon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varigrated, margined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 þegar hún er tilbúin DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario SUNDURLAUSAR HUGSANIR ætti að vera skoðað sem lýðræð- j sönnun þess hvað þörfin var undirstöðuatriðum til sem næst I isleg nauðsyn og skylda hjá öllu réttustu skattálöguformi. Og, lýðræðis sinnuðu fólki. ætti það að vera virðingarverð j Hitt er ætíð erfiðleikum bund- tilraun. Enda er þörfin fyrir j ið að fa foik til að gera sér fulla það orðin svo aðkallandi, að stjórn og þing hefir séð að ekki yrði lengur hjá því komist, því skattregluformið er að mörgu leyti orðið 70 ára gamalt. En á þeim tíma hafa orðið svo stórar breytingar í þessu nýbyggja landi, að sú fyrri aðstaða er að mörgu leyti gengin úr liðum við breytt viðhorf. Að vísu hafa sveitir og bæir haft fasteignaskatt, aðallega til tekna og framkvæmda. Og fasteigna skattformið hefir ýmis- legt til síns ágætis. En samt er það of þröngt og einhliða, því það lagar sig svo lítið eftir mafg- breyttum skilyrðum. Af því það tekur of lítið til greina þann Conservation of Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co- operating with the Government in an effort to con- serve materials and labour. DREWRYS LIMITED grein fyrir því. Allir beinir skattar til. þess opinbera, hafa oftast orðið frek- ar óvinsælir, sem stafar af tveimur ástæðum: fyrst, að al- menningi er ekki að fullu kunn- ugt um þær skyldur, sem það opinbera þarf að gegna; þann skort á þekking má finna meðal bænda, gagnvart sínu eigin heima sveitarráði. Og eins á meðal bæjarfólks, gagnvart heima bæjarráði sínu, og annað: Að fólki finst það verða svo lítils aðnjótandi af þessum skatt- greiðslum. Þess vegna hefir hin óbeina skattgreiðsla reynst vinsælli. þegar fólkið veit ekki hvaða skatt það er að greiða, eins og er með sumar tollvöru-nauðsynjar sem fólk kaupir. Þaðan af síður er mörgu fólki ljóst hvaða þarfir það eru eru, sem fylkja- og ríkisstjórnir þurfa að sinna. En það er gömul reynsla fengin fyrir því, að því minna sem það opinbera tekur þátt í, að auka þægindi fólks, þeim mun minni þörf er þess opinbera að hafa háa skatta. En slík stjórn, hvort sem hún er í hærri eða lægri stiga mannfé- lagsins eflir hina hreinræktuðu afturhaldsstefnu fyrir það um- hverfi sem hún nær til, og verð- ur án framfara. Hinn skilyrðisbundni elli- styrkur er fyrir löngu búinn að sanna sig, að hafa verið þjóð- þrifa framkvæmd. Og hinn fyr- brýn. Svo núverandi stjórn gerði samvinnu framkvæmd um þjóðnytja mál. En við alþýðufólkið, sem unn- um þessu landi, getum aðeins óskað, að þessi sama vanvirða falli aldrei aftur stjórnarfari landsins í skaut, því það gæti orðið skoðað — út á við — sem spegilmynd af þjóðinni. En það væri spémynd af þjóðinni, því hún er mannúðar-hneigð. En sennilegt er, að fólki ægi við þeim miklu skattgreiðslum, sem framundan eru. — Og er það nokkur von til að svo sé. En fólk verður að athuga það, að elli- og f jölskyldustyrkur eyk- ur svo mikið peninga í umferð á meðal fólks, og eykur kaupgetu þess, styður viðskiftalífið til eðli- legrar framrásar og um leið örv- ar framleiðslu þörfina. Svo að óbeinlínis hjálpar þetta til að gera skattgreiðslur fólksins mögulegri. En þegar maður lítur á skatt- greiðslu til þess opinbera, sem miða að því að bæta lífskjör fólks, og að það skuli vera óvin- sælt, þá virðist það geta verið kaldhæðni til fólksins, þegar þau fjárútlát eru borin saman við fégreiðslur kaþólska fólksins til kirkju sinnar. Og að geta látið fólkið greiða þetta með svo mik- illi einlægni og lotningu — er meistaraverk, — og þar er ka- þólska kirkjan líklega fyrirmynd í því að vera hin slyngasta fjár- afla stofnun, sem heimurinn hef- ir nokkuru tíma átt; og fyrir það hvað auðvelt það virðist fyr- ir vald hennar, að hafa fólk auðsveipt og hlýðið við vilja Kenville, Man. Kæri ritstj. Hkr.: Viltu gera svo vel og ljá eft- irfarandi línum pláss í blaðinu, ef þér þykir þær þess virði. Þegar eg var unglingur hafði eg og nokkrir jafnaldrar mínir okkur það til dægrastyttingar að skrifast á og var tilgangurinn að finna eins margar ritvillur og við gátum hver í annars bréfi og senda leiðréttingarnar til baka í næsta bréfi. Við þetta fór okkur fram í réttritun og vandi okkur á að hafa glögt auga fyrir ritvillum, sem við þá auð- vitað reyndum að varast. Nú vona eg að ekki verði álitið að mýflugan sé farin að kenna úlf- aldanum þó eg komi með þá hugmynd, að ef hægt væri að koma á svipuðum bréfaskiftum milli þeirra sem verið er að leit- ast við að kenna íslenzku, bæði á Lauagardagsskólanum í Win- nipeg og víðar, þá yrði það nem- endum til ómetanlegs gagns, því þeir færu þá sjálfir af eigin hvöt að hugsa um stafsetning og orða- myndun. Hvað er að segja um sum ný- yrðin okkar; eru allir ánægðir með orðið “verðbólga”? Mér finst æfinlega að það þurfi að leggja við það baxtur. Dygði ekki gamla orðið “verðhækkun” eða “verðauki”, ef endilega þarf að breyta til. Þá er orðið “gistivinátta” sem mér ekki geðjast að, að beiðast gistingar, er farið fram á að þiggja af öðrum, en sönn vinátta nær óendanlega lengra en að þiggja af öðrum og finst mér það því naumast samrýmanlegt, — skárra finst mér að láta vininn sitja í fyrirrúmi og segja vinar- gisting. Af gefnu tilefni set eg hér eitt orð til að sýna hneigingafjölda í íslenzku máli. 1. Það er stóll 2. Það er sessa þessa stóls 3. Legg bók í stólinn 4. Tek hana úr stólnum 5. Það er verð stólsins 6. “Upp á stól stól stól” 7. “Sem komst frá þínum stóli” 8. “Hana þar fór stóllinn”. Átta hneigingar í eintölu, ger- ir latínan betur? Ekki þori eg nú að hafa þetta lengra, svo ekki hlaupi í það orðabólga. J. A. Vopni Með ofanskráðri grein er skrifað: Höfundur þessarar stuttu greinar er einn af okkar ágætu bændum í Manitoba. Hann hef- ir ekki verið á íslenzkum alfara- vegi, og ekki átt þess kost sem hann hefði viljað að taka þátt í íslenzkum félagsskap, en íslenzk- ur andi hans og hugsun er heil- steyptur og hefir hann miklar mætur á íslenzkri tungu og bók- mentum sem heilbrigðar eru. — Hefir hann nautn af því að hugsa og ræða um þau mál. ís- lendingar eiga víða utan ís- lenzkra bygða góða hauka í horni sem þjóðflokki sínum hef- ir orðið til sóma, ekki ætíð fyrir ritstörf (en geta þó átt þann eig- inlegleika í fórum sínum), held- ur fyrir dugnað, manndóm og ráðvendni, sem án yfirlætis hafa auglýst mannkosti og hæfileika síns þjóðflokks. J. A. Vopni í Kenville, Man., er élnn af þeim. Hann á merkilega sögu að baki, hann settist að í óbygðinni í Norður Manitoba laust fyrir aldamótin, og barðist eins og hetja við nær óyfirstígandi örð- ugleika frumbyggja lífsins árum saman. Hann gafst ekki upp, en ruddi sér braut til velgengni og sæmdar. Hann er nú við aldur en óbeygður af ellinni og nýtur ávaxta starfs síns og verðugs á- lits samherja sinna. Hann er talinn drengur góður og það er bezti orðstírinn. Kunningi hans Aths. ritstj. Hkr.: Hugmynd ofanskráðrar greinar er góð. Að hvetja menn til að skrifast á og ræða þannig saman um eitt og annað, er ágæt og orð í tíma tal- að. Það er eitt sem vanrækt er alt of mikið nú orðið, að skiftast á bréfum og skoðunum; að því er oft bæði gagn og gaman. At- hugasemd verður að gera við fallbeygingu orðsins stóll. Grein- islaust beygist orðið eftir fjór- um föllum íslenzkunnar þannig: stóll, stól, stóli, stóls. Greinir- inn er annað orð og af því verða föllin svo mörg hjá greinarhöf- undi. Það er þó ekki svo að skilja, að ekki hafi fyrrum verið fleiri föU í íslenzku. T. d. er haldið fram, að ávarpsfall og staðarfall, hafi fyrrum verið til, en sem nú ekki virðist þörf fyrir. — Það gleður mig að sjá yður, sagði faðir skólapilts við kenn- ara. Sonur minn lærði hjá yður stærðfræði í fyrravetur. Kennarinn: — Afsakið, herra minn, sonur yðar átti að læra hjá mér stærðfræði, en hann gerði það ekki. M0RE AIRCRAFT WILL BRING QUICNER ^VJVTORY WAR SAVINGS CERTIFICATES

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.