Heimskringla - 29.11.1944, Page 3

Heimskringla - 29.11.1944, Page 3
WINNIPEG, 29. NÓV. 1944 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA PéTUR finnsson 1867 — 1944 ^að hefir dregist lengur en ®tlað var að minnast þessa mæta manns með nokkrum orðum í ‘slenzku blöðunum. Pétur var fæddur 29. okt. 1876 að Fitjum í Miðfirði, í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans v°ru þau hjónin Finnur Finns- s°n Jónssonar og Margrét Tóm- asdóttir, er bjuggu að Fitjum all an sinn búskap. Pétur ólst upp 1 tððurhúsum til 14 ára aldurs, eða þar til hann var fermdur, eins og þá var títt. Að ala börn UPP þar til þau voru 14 ára og Konia þeim í kristinna manna tölu” var í þá daga talið að ljúka uPpeldisstarfinu með heiðri og sóma. Eftir það var talið sjálf- Sagt að ungmennin sæu um sig sjalf. Eftir ferminguna fór því ^étur að vinna fyrir sér sjálfur, °ftast við sjóróðra í Garði, í ^ullbringusýslu. í^aðan fór hann svo árið 1890 þá 23 ára gamall — vestur Urn haf. Fyrstu 3 árin hér Vestra, var hann í Winnipeg á vetrum, en á sumrum stundaði 'úann landbúnaðarvinnu í Norð- Ur Dakota. Arið 1893 gekk hann að eiga ^aríu, dóttir Jóhanne)sar Jó- úannessonar og Sigurbjargar ^ristjánsdóttur. María var fædd a Ljósavatni í Suður-Þingeyjar- sýslu. -^æsta ár fluttu þau hjón vest- Ur að Kyrrahafi og settust fyrst að í Seattle-borg í Washington- riki. þar voru þau til ársins 899, en fluttu þá til sjávar- Porpsins Marietta í sama ríki. ar dvöldu þau í 7 ár. Þaðan luttu þau til Blaine, Wash., árið ^06, 0g hafa búið þar og í grendinni ætíð síðan. Framan af arum hér vestra stundaði hann udbúnað og sjávarútveg jöfn- Uríl hönum og var ætíð talinn ^eð röskustu mönnum, til hvers Verks sem hann gekk, á sjó eða ndi. Þegar á milli varð með sjosóknina eða búskapinn, gekk ann í daglaunavinnu. Pétur atlr skift um bústaði nokkuð > selt og keypt, og alstaðar ar sem hann hefir búið liggja lr hann miklar jarða- og húsa- . ^Ur. Hann bygði upp að nýju ■ Velniur stöðum, en endurbætti °ðrum. Ummæli Margrétar enedictsonar, í “Islendingar á ^y5fahafsströndinni” (Almanak h. 1926) um Pétur Finnsson, 1 alla staði réttmæt. Hún , .8lr: “Pétur er atorkumaður lnn ^uesti, ágætur félagsmaður g úrengur góður.” 6 h'AX1 ^tur °§ Mana eignuðust rn, en tvö þeirra dóu í æsku. öln íjogur lifa föður sinn og eru er Usett 1 Washington-ríki. Þau Fy Jakobína ísfold, kona Si 1S^.aus Jónssonar Freeman: ^Kurjón Gísli, giftur Steinunni aidimarsdóttur Alður Guðfi Anderson „ijtUrn °§ Magnús Aðalsteinn, l)rnUr konu af hérlendum ætt- ■ Þau hjónin, Pétur og þes1"13 ^rU kynsæl °rðin hér í ssu ríki. Lifandi afkomendur 0 rra eru: 4 börn, 23 barnbörn, k 1 þ^rnabarnabörn, alls 38. a fólk er alt vel gefið. Sér- Johnson; Sig- nna, gift 'Adolph manni af norskum stakl ega er það sönghæfni og leiklistargáfa sem þessu fólki virðist vera í blóð borin. Af systkinum Péturs lifir hann ein hálfsystir, Mrs. Kristín Finnsdóttir Líndal, er býr með manni sínum, Hirti Líndal, hér í grendinni. Það var ábgrandi um mann, sem, eins og Pétur, átti fáar stundir fríar frá striti og önnum dagsins, hversu mikils fróðleiks honum tókst að afla sér og hve mikinn og áhugasaman þátt hann tók í almennum félags- málum. Hann hafði gleggri skilning á því en flestir aðrir, að lífskjör einstaklingsins eru svo háð lífskjörum allra annara að enginn maður getur “lifað sjálf- um sér” eingöngu. Þessvegna fygldist hann sem bezt hann gat með öllu því sem var að gerast í mannheimi. Samvinna og bræðralag verður að vera grund- völlur þess skipulags, sem á að koma, ef mannkynið á að bless- ast á jörðunni. Þetta var niður- staðan sem Pétur hafði komist að, og á henni bygði hann þátt- töku sína í stjórnmálum og kirkjumálum. Hann var frjáls- lyndur á báðum þessum sviðum. Hann var einn af stofnendum fríkirkjunnar í Blaine og í safn- aðarnefnd allmörg ár. Var hann þar sem annarsstaðar framsæk- inn og ósérhlífinn. Tveir meginþættir voru í lífs- skoðun Péturs, trú hans á þróun mannlífsins á jörðinni í áttina til samvinnu og bræðralags og trú hans á framhald einstaklingslífs- ins eftir dauðann. Bygði hann hið síðara einkum á rannsókn- um og reynslu andatrúarmanna. Það var bjart yfir lífsskoðunum hans, enda var hann að eðlisfari gleðimaður. Voru þau hjón að því leyti lík, eins og margir vita sem með þeim hafa verið á heim- ili þeirra og mannfundum. Pétur hafði oft látið í ljós þá ósk sína, að hann fengi að sofna eitthvert kvöldið og vakna aftur til annars og fegurra lífs. Að kveldi hins 13. júlí síðastliðinn, höfðu þau hjónin verið í heim- sókn hjá vinum í nágrenninu. Hann var glaður og reifur það kvöld. Þegar heim kom lagðist hann til svefns að vanda, en kl. 11 var hann dáinn, án þess að vakna aftur til þessa lífs. “Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, Að dauðinn sé hrygðarefni. Þó ljósin slokni og blikni I blóm, — Er ei bjartara land fyrir stefni?” Þessari spurningu Einars Benediktssonar svaraði Pétur hiklaust játandi, og gerði fylli- lega ráð fyrir að “vakna upp ungur einhvern daginn með ei- lífð glaða kringum sig.” Við kveðjum þig vinur klökk- um en þakklátum huga og fel- um þig þeirri forsjón, sem þín bjarta trú var bygð á. A. E. K. TIL MARÍU FINNSSON Lífið er sigur og guðleg náð. Þig vil eg, kæra, gjarnan gleðja góður vinur, er horfin þér, sársauka veldur srösta kveðja svona er fljótt að höndum ber. Okkur er kent að enginn dauði eigi sér hinumegin stað, við lifum þar af andans auði, ástvini þínum gagnar það. Þar mun hann nýja fræðslu finna og fylling vonar, góða sjá. Að blessist framtíð barna sinna braut þau farsældar gangi á. Svo er þú til hans síðar kemur sælu vist himins bjarta í, enskendum veitist öðrum fremur andleg brúðfarar samvist ný. O, hversu gott og indælt verður, ástvinum horfnum fagna þar; jafnan er rómur góður gerður GAMLI BÓNDINN Eg get ekki dáðst að þér gráa möl, að ganga’ um þig daglega er mér kvöl, og því verður mér svo þrátt að gleyma, að þú ert systir melanna heima. En munu þá allir aðrir en eg ánægðir ganga þann malarveg? Ætli þá kunni ekki að dreyma, iðgræn túnin, og kyrðina heima? Aldraði bóndinn, með hrímlitað hár, hendurnar lúnar, í svörunum fár. Skyldi hann eiga gott með að gleyma, glóandi blómstrum á vellinum heima; Hann horfir, úr fjarlægð, á fjöllin blá, það felst þá í augum hans dulin þrá. Dauft er um eyrina dauða að sveima: 1 dag verður smalað og rúið heima. Hann stokkar upp línu með stirðleg grip, og steypuna hrærir með þungum svip. 1 dalnum er lífsgróður, ljós og friður: Á laugardagskvöldið má bera niður. Og álengdar heyrir hann hófadyn, þá hrekkur hann við, því gamlan vin hann heyrir kumra við stall, og stundum stökkspretti glymja á mjúkum grundum. Og sum^rið líður, með sól og regn, úr sveitinni heyrir hann marga fregn. Þá ómar í huganum hávær söngur: Þeir halda, í dag, af stað í göngur. Þá hendir hann rekuna hart og fast, og horfir á leðjuna furðu hvast, og svarar stutt þeim, sem á hann yrða, en eldur brýzt gegnum limi stirða. Er veturinn kemur með frost og fjúk, og fannbreiðan legst yfir köld, en mjúk. sér hann, í huganum, hjörð úr fjalli hópast að stalli, af smalans kalli. Þú gamli bóndi ert bróðirinn minn, því byrðina þína eg sé og finn, og óska, við hinsta æfisporið, andi þinn gleðjist við sveitavorið. Ó. J. D. —Freyr. að geyma vel trúrra minningar. Þeir voru okkur vernd á vegi að vekja og gefa heilnæm ráð, það ljómar bráðum lífs af degi, lífið er sigur og guðleg náð. Við skulum glaðar vaka og bíða vonandi endar nóttin senn, er morgun stundin bjarta og blíða frá böli tímans kallar menn. Burt verður numin vonska og villa, er valdið hafa jarðlífs pín, sem draumur hverfur alt ’ið illa endalaus friðar dagur skín. Kristín D. Johnson ATHUGASEMD 1 Lögbergi frá 16. nóv. s. 1. er orðsending til fiskimanna frá Mr. G. F. Jónassyni þar sem hann ræður fiskimönnum frá að leggja í mikinn útgerðarkostnað vegna skuggalegs útlits með verð á fiski. Þetta þótti mér fallega gert af Mr. Jónassyni, en þessi aðvörun kemur heldur seint eða hefði þurft að koma 3 mán. fyr ef hún hefði átt að verða að til- ætluðum notum, því fiskimenn eru löngu búnir að kaupa net og alt sem þeir þurfa til útgerðar, og auk þess höfðu þeir ráðið til sín rándýra vinnumenn í von um sæmilegt verð á fiski, en vér fiskimenn megum virða viljann fyrir verkið hjá Mr. Jónassyni, því við vitum að.menn sem reka umsvifamikil viðskifti auk þess að taka virkan þátt í flestum þeim málum sem á dagskrá eru, t. d. stjórnmálum og safnaðar- málum, og verða þar af leiðandi að vera með einn fótinn þar og annan hér, og geta því ekki öllu sint á sama tíma. Það var nú ekki vatnsgrautur- inn, sagði Óli gossari þegar hann var að hæla ræðu prestsins en þótti vistin léleg, og sama segi eg um ráð Mr. Jónassonar til okkar fiskimanna. Þar er nú ekki blár vatnsgrauturinn. Gamall fiskimaður IVAN MAISKY UM ÆSKU SINA Framh. Það var á þessu skeiði æfi minnar, sem eg komst fyrst í kynni við “vísindastörf”. Það var dálítil rannsóknarstofa í her- sjúkrahúsjnu í Omsk. Rann- sóknarstofa þessi var aðeins tvö herbergi, og svo var illa að henni búið, að þar skorti jafnvel hin nauðsynlegustu áhöld og verk- færi. En faðir minn vann af kappi í rannsóknarstofu þessari eigi að síður. Eg fylgdist iðu- lega með tilraunum þeim, er hann vann þar að. Smám sam- an varð rannsóknarstofan sá staður, þar sem eg undi bezt hag mínum. Mér varð innan brjósts, þegar eg kom þangað inn, eins og trúmanni, er kemur inn í musteri. En nú orðið fer því fjarri, að mér sé þetta undrunar- efni. Þegar eg lít nú yfir veg hálfrar aldar, finn eg, að á þess- um æskuárum mínum vaknaði einmitt í hug mínum þrá sú eftir vísindum og þekkingu, er jafnan hefir orkað svo mjög á hug minn og meðal annars olli því, hvar eg skipaði mér í sveit, þegar eg tók að láta stjórnmál til mín taka. Sumarið 1908 er mér minnis- stætt, sem eitthvert yndislegasta tímabil æfi minnar. Það sumar tókst eg fyrstu langferðina á hendur einn míns liðs. Birdie hgfði þrábeðið mig um veturinn að koma til Moskvu í kensluleyfi mínu. Mér lék einnig mjög hug- ur á því að hitta frænku mína og vinstúlku. Það var ákveðið, að eg skyldi heimsækja Tsjemod- anoffana einn míns líðs strax og kensluleyfið hæfist. Fjölskyld- an dvaldist þetta sumar í þorp- inu Kirillovku, sem er um fjöru- tíu rastir vestur af Moskvu. — Landslag er þar mjög táknrænt fyrir Mið-Rússland. Þar er kyrlátt og fagurt og skiftast þar á skógar, akrar, engi og lækir. Þar er mikið um ber og blóm. En þó er það ekki fyrst og fremst náttúrufegurðin þar, sem veldur hlýhug mínum til Kirillovku heldur samvistir okkar Birdie. Við vorum jafnaldrar og höfðum þekst frá barnæsku. Við ólumst að sönnu upp fjarri hvort öðru — Birdie í Moskvu en eg í Omsk — en við dvöldumst saman í tvo eða þrjá mánuði sérhvert sumar og skrifuðumst á hina mánuði ársins og ræddum þannig áhuga- mál okkar og hugðaefni. • Birdie var á fimtánda ári. — Mynd þessarar dökkhærðu og fríðu stúlku hefir greipst mér í minni. í brúnum augum henn- ar gat að líta blik gleði, og gáska. Við vorum saman öllum stund- um. Við lékum okkur saman og ræddum saman. Bæði héldum við dagbók yfir vetrarmánuðina. Svo las Birdie dagbók mína og eg hennar, en það varð svo tilefni skemtilegra og uppbyggilegra samræðna. Við gerðum líka mikið að því, að “endursegja” bækur, sem við höfðum lesið. Við lásum geysimikið á þessum ár- um. Við lásum bækur Pushkins, Lermontoffs, Gogols, Turgeni- effs, Dostoyevskys, Nekrasoffs, Leo Tolstoys, Korolenkos, Mels- hins, Dickens, Voinichs, Schili- ers, Orzeszkos, Shakespeares. Gothes og Hugos og fleirr ónd- vegishölda heimsbókmentanna. Dag nokkurn spurði eg Birdie hvort hún hefði lesið hugsýn H. G. Wells, Styrjöld hnattanna. Hún kvað það ekki vera. Eg sagði henni þá í fáum orðum efni þessarar frægu bókar, sem hafði tekið hug minn svo mjög fanginn. Þetta varð til þess að Birdie fékk og mikinn áhuga fyr- ir bókum H. G. Wells. Við sát- um um hríð á árbakkanum skamt frá Moskvu og ræddum líkurnar fyrir því, að menn bygðu aðra hnetti. Eg lét orð um það falla, að æðst ósk mín væri að fara til Marz. “Já, en ef þú yrðir nú drep- inn?” mælti Birdie hugsandi. “Eg er reiðubúinn til þess að eiga það á hættu!” svaraði eg. “Eg tel það þess virði að láta líf- ið fyrir slíka flugferð.” “Þú ert svo hræðilega eigin- gjarn.” “Eigingjarn?” svaraði eg undrandi. “Já, auðvitað!” svaraði Birdie þá. “Þú ferð það sjálfur. Hér þykir öllum frámunalega vænt um þig. Skyldfólk þitt mentar þig og reynir að verða við öllum óskum þínum. En hvað gerir þú. Þú ert albúinn að segja skilið við alla hér til þess að fara til Marz og hálsbrjóta þig til einskis. Hugsar þú ekkert um foreldra þína?” Eg reyndi að malda í móinn og vitnaði í ýmsar bækur, sem við höfðum lesið, þar sem mér fanst talað mínu máli. “Nei, sannleikurinn er sá, að þú ert hjartalaus ....!” • Mér þótti þetta fast að orði kveðið. Móðir mín hafði oft sakað mig um það, að eg væri kaldlyndur og harðbrjósta. — Frænkur mínar sögðu iðulega að eg væri “hjartalaus”. Og nú tók Birdie, bezti vinur minn, í þenn- an sama streng. Gat það verið, að eg væri svona slæmur? Þegar eg hafði hugsað mig um dálitla stund, svaraði eg: “Sjáðu nú til, Birdie, eg er einn þeirra, sem láta fremur stjórnast af skynsemi sinni en tilfinningum.” Og þó undarlegt kunni að virðast, var þetta spámannlega talað af fjórtán ára gömlum dreng. Æfilangt hefir það verið að koma á daginn, að þessi orð mín hafa haft við rök að styðj- ast.—Alþbl. 21. sept. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrkta* •evnið nýju umbúðirnar, teyju lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Companv Dept, 160, Preston, Ont. Hhagborg U FUEL CO. n ★ Dial 21 331 No.^.1) 21 331 WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Ávextir soðnir niður án syk- urs og seldir í stórum ílátum (105 únzur og yfir) eru nú ekki lengur skamtaðir. “Pie filler” og “fruit filler” sem ekkert syk- ur er í, og sem selt er í stórum í- látum, er einnig undanþegið skömtunarlögunum. Embættismenn skömtunar- deildarinnar leggja samt áherzlu á, að allar þessar sætmetisteg- undir ef seldar í smærri ílátun- um séu ennþá skamtaðar, og fá- ist ekki án seðla. Skamturinn er þá, 20 únzur fyrir hvern sæt- metis seðil. Miðdegisverðir á skólum Skólar sem ætla sér að leggja til heitan miðdegisverð geta nú fengið leyfi hjá skömtunardeild- inni til þess að kaupa skamtaðar matartegundir (smjör, sykur og sætmeti). Umsóknir verða að vera undirritaðar af einhverjum sem er ábyrgðarfullur svo sem skólastjóri eða kennari og það verður að tiltaka hve mörg börn- in séu. Skamturinn fæst aðeins handa börnum sem ekki geta far- ið heim um miðdaginn sökum vegalengdar, ófærðar eða óveð- urs. Spurningar og svör Spurt: Er nóg að senda stubb- an af dósamjólkurspjaldinu þeg- ar beðið er um nýtt seðlaspjald? Svar: Nei. Skömtunarbók barnsins verður að fylgja með. Spurt: Við erum að flytja til Vancouver og viljum fá að vita hvort það sé nauðsynlegt að skifta um skömtunarbækur. Svar: Skömtunarlögin eru hin sömu um land alt, bækurnar má því nota hvar í Canada sem er. Spurt: Eg er nýgift og vil fá að vita hvernig eg eigi að fara með nafnið og utanáskriftina á bókinni minni. Svar: Þú átt að tilkynna Local Ration Board um breytingu á nafni og heimilisfangi, tiltaka númer bókarinnar, einnig hvað þú hefir heitið áður en þú giftist. Spurt: Eg sel dálítið af hun- angi árlega og er skráður hjá Local Ration board sem fram- leiðandi. Hvert ‘ á eg að skila seðlunum sem eg innheimta fyr- ir það sem eg sel. Svar: Þú átt að skila seðlum og skýrslum til Local Ration Board. Þér er lagt til sérstakt Primary Producers umslag RB- 61. Svaraðu bara spurningun- um á umslaginu, láttu seðlana í það og sendu það með pósti. Það er ekkert póstspjald, frímerki því eigi nauðsynlegt. • Smjörseðlar 82-83-84-85 falla allir úr gildi 30. nóv. • Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St.. Winnipeg. A: — Við skulum gera sam- skotaveizlu. Eg legg til matinn. B: — Og eg legg til drykkjar- föngin. C: — Og eg kem með bróður minn með þér. ★ ★ ★ Stúdent: — Hvað eigum við að gera í kvöld? Annar stúdent: — Við skul- um kasta pening um það. Snúi hann rétt, förum við í bíó, sé hann á hvolfi, förum við á öl- stofuna, En standi hann á rönd, þá lesum við. Kaupið Heimskrinsdu Lesið Heimskrinsrlu Borgið HeimskrinerÞ)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.