Heimskringla - 29.11.1944, Side 4

Heimskringla - 29.11.1944, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1944 l^cimsknngk (StofnuB 1S»S) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Teleþhone 86 537 WlVíNIPEG, 29. NÓV. 1944 Frá Ottawa-þinginu Eftir alt sem á hefir gengið á Ottawa-þinginu, síðan það kom saman s. 1. miðvikudag, var þar komið á mánudagskvöld, að King stjórnarformaður lagði tillögu fyrir þingið, um að það greiddi stefnu stjórnar sinnar í stríðsmálunum trausts-atkvæði. En stefna stjórnarinnar nú er að innanlands herinn verði skyldaður til að taka þátt í herþjónustu og að 16,000 manns verði að minsta kosti í maí í vor kominn til Evrópu. Með tillögu sinni hélt stjórnarformaðurinn langa ræðu. Rakti hann í henni stríðsreksturinn í stórum dráttum, en kvaðst í byrjun stríðsins hafa verið á móti herskyldu. En þegar fram liðu stundir fann hann að á móti því atriði hefði talsvert verið haft og því hefði hann látið kosningar fara fram, er lauk með sigri stjórnar hans. En þegar Frakkland féll og ljóst varð, að óvinurinn var sterkari, en menn gerðu sér áður grein fyrir, þótti honum vissara, að fá leyfi til að kalla menn, ef með þyrfti í stríðið og afleiðing þess voru herskyldulögin (Bill 80), sem ef nauðsyn krefði, mætti beita. En til þess hefði ekki komið, fyrri en nú. Hvað gerist nú svo? Það er búist við, að umræður um til- löguna standi yfir 3 til 4 daga. Ennfremur er búist við breyting- artillögu frá C. C. F. flokkinum um að herskyldan nái einnig til auðsins. En sú breytingar-tillaga er ekki búist við, að verði stjórninni neitt hættuleg. Ennfremur er búist við breytingartillögu frá Progressive Conservative flokkinum í þá átt, að herskyldan nái til allra, en ekki aðeins innanlandshersins. Hvernig þeirri tillögu byrjar, er vafamál og veltur þar á liberal-atkvæðum, því án fylgis frá þeim, er öllu óhætt, vegna fámennis annara flokka á þingi en stjórn- arinnar. Stóra atriðið í þessu öllu er hvernig Col. Ralston snýst við tillögu Kings. Fari hann á móti henni, sem hann á nú erfiðara með en fyr, þar sem hún er nú með því, sem hann krafðist. Per- sónulega mun ekki fyrst um sinn gróa um heilt milli hans og Kings. En spurningin er samt sú, hvort Ralston hagi sér eftir því við þetta tækifæri. Verði Ralston á móti tillögu Kings, þykir líklegt, að þeir 40 þingmenn, úr flokki liberala sem sæti hafa tekið sér á andstæðinga- bekkjum stjórnarinnar í þinginu, fari að dæmi Ralstons og ef til vill fleiri. En að það nægi, er þó óvíst. Á þinginu eru 11 auð sæti af 245 alls, svo atkvæðamagnið þar er 234 Nokkrir þingmenn eru austan hafs og aðrir áttu ekki kost á að sækja þingið. Það lækkar atkvæða töluna í 224. Þó 40 liberalar verði á móti tillögu Kings, 38 Progressive Con- servatívar, 10 C. C. F. flokksmenn og 10 Social Credit sinnar, eru það ekki nema 98 atkv alls. Stjórnin hefði fyrir því 128 atkvæði og henni væri borgið með því. Þessir 40 liberal þingmenn, sem hér eru nefndir, eru flestir Frakkar. Þeir eru á móti tillögunni, vegna þess að hún fer fram á herskyldu, að nokkru leyti. Geri Ralston annað eins skarð í liberal-flokkinn, er stjórnin frá. Á atkvæði hans veltur því mikið, ef Quebec-ingar geta þá fylgt hon- um fremur, sem enn er ekki í ljós komið. Ef stjórnin félli, mun King þurfa að mæla með einhverjum ráðgjafa sinna, Ilsley eða ef til vill Ralston, því eftir kosningum yrði ekki biðið. Þannig standa nú sakir á þinginu, eins langt og því er komið. Á miðvikudag eða fimtudag, ætti að verða komið í ljós, hvað uppí verður á teningnum og hvað af því, sem að ofan er minst á kemur fram. þjóðin nú enn á bak að sjá stór- um hóp sona og dætra, sem'stóðu í blóma lífsins. • Það hefir oft verið sagt, að við íslendingar vissum lítið af hörmungum ófriðarins í saman- burði við þær þjóðir, sem verða að heyja hann með vopn í hönd, og hefðum litla ástæðu til að kvarta. Þetta er að því leyti satt, að land okkar hefir að vísu aldrei orðið vígvöllur í þessu stríði, en hafið umhverfis það þeim mun hættulegri. Og ef borið er saman við mannfjölda ófriðarþjóðanna, mun vafasamt. að nokkur þeirra hafi fært til- finnanlegri fórnir, en okkar litla og varnarlausa þjóð í árásum þeim, sem gerðar hafa verið á friðsöm skip hennar. Þær fórnir verða seint bættar svo fámennri þjóð. VARÐ EKKI HJÁ ÞESSIJ KOMIST? HELFREGNIN AF GOÐAFOSSI (Grettir Jóhannssyni konsúl hafa borist blöð frá Islandi með fréttum af Goðafossi, slysinu, er Islendinga austan hafs og vest- an hefir sett hljóða. Eru á öðr- um stað í þessu blaði birtar frá- sagnir sumra er af komust eftir blaðinu ísafold. Hér á eftir fer ritstjórnargrein úr Alþýðublað- inu skrifuð í tilefni af hinni hryggilegu fregn.—Hkr.) Alla íslenzku þjóðina hefir sett hljóða við hina hryllilegu fregn af afdrifum Goðafoss. Enn einu sinni ’hefir hún mist tugi hraustra sona og dætra í hafið af völdum ófriðarins. Enn einu sinni syrgja í landi ekkjur og munaðarlaus börn, mæður og feður, systur og bræður ástvini, sem saklausir hafa látið lífið fyr- ir vítisvélum hins miskunar- lausa hildarleiks. • Undanfarnar vikur og mánuði hafa margir verið að vona, að hörmungar ófriðarins væru brátt á enda, og víst hefir íslenzka þjóðin að minsta kosti verið von- góð um það, að hún væri þegar úr allri hættu, að hennar fórnir yrðu ekki fleiri, en orðnar voru. En því sviplegri er sú helfregn, sem henni hefir nú borist til eyrna. Árás hins þýzka kafbáts á Goðafoss svo að segja uppi í landsteinum sýnir, að enn er land okkar á hættusvæði og að enn er hinn ægilegi hildarleikur háður af sömu morðfýsn og sama miskunarleysi og einkendi hinar lævísu árásir á fyrri árum ófrið- arins á friðsöm og varnarlaus íslenzk skip. Það er ekki verið að hugsa um það, þótt um skip hlutlausrar smáþjóðar sé að ræða, sem ekkert annað hefir innanborðs en friðsamt fólk með björg í bú hennar; og það er heldur ekki verið að hirða um það, þótt landhelgi -hennar sé brotin. Fullnæging grimdarinn- ar og gereyðingarfýsnarinnar er æðsta boðorð hinna nazistísku morðvarga. Og því á íslenzka Varð ekki hjá uppistandinu á Ottawa-þinginu komist? Blöð liberala beina því að öðrum flokkum, að þeir hafi af flokks- fylgi og þröngsýni blásið þar að glæðum. Blindu flokksfylgi er aldrei bót mælandi, en alt um það eru það flokksmenn Kings forsætisráðherra sjálfs, sem um- mæli, sem þessi, eiga við, en ekki andstæðinga flokka stjórnar- innar. Að það voru þeir sem risu upp á móti stjórn sinni, verður ekki á móti borið. En hverju sem um er að kenna, er skaði mikill skeður, ef íbúar þessa lands geta ekki verið einhuga um hernaðarreksturinn til loka stríðsins. Ritstjórnargrein í Winnipeg Free Press s. 1. laugardag um undirróður ýmsra flokka í mál- inu, og sem auðvitað á við and- stæðinga flokka stjórnarinnar, er í alla staði óverðskulduð að- dróttun. Andstæðinga flokkarn- ir hafa nú um fimm ár lagt flokksmál sín á hilluna og veitt stjórninni óskiftan stuðning í öllu er til stríðsmálanna kemur, þrátt fyrir það þó Kingstjórnin hafnaði öllum stuðningi þeirra í sjálfu sér, með því að vilja ekki reka stríðið öðru vísi en sem sitt flokksmál. Nefnt blað hefir bætt gráu á svart, með slíkum ummælum. Vandræðamennirnir á Ottawa þinginu, eru stjórnarsinnarnir frá Quebec-fylki. Og eins og liberal fregnriti einn frá Ottawa ritar, hefði ef til vill verið hægt að komast hjá vandræðunum, sem stjórnin og canadiska þjóð- in nú horfist í augu við, ef King- stjórnin hefði öðru vísi að ráði sínu farið. Fara hér á eftir um- mæli fregnritans að litlu leyti stytt: “Andmæli liberala frá Quebec gegn tilkynningu stjrónarinnar um að herskyldu frumvarpið (Bill 80), kæmi nú til fram- kvæmda og 16,000 menn úr inn- anlands hernum yrðu á vígvöll sendir, er alvarlegt umihugsun- arefni. Það hefir nú þegar einn af ráðherrunum (Mr. Howe) sagt stöðu sinni lausri út af því og aðrir hafa tekið sér sæti á þingi með stjórnarandstæðingum. En hinar alvarlegu afleiðingar eru aðeins að byrja að sýna sig. — Hvernig ástandið verður upp úr miðri þessari viku, má hamingj- an vita. Ógæfan er, að það hefir verið óskiljanlegt Quebecingum, að á tímabilinu, sem þeir King og Ralston áttu bréfaskifti saman, var reynt að fá menn í herinn með sjálfboðaaðferinni, en að það brást algerlega. Það er aðeins með því að líta aftur í tímann, sem nokkuð er að finna, sem mælir Quebecing- um bót. Þeir fjarlægu tímar, eru enn öllum í fersku minni. Árið 1939, var stjórnin fylgj- andi þeirri stefnu, að skylda engan til herþjónustu út úr landinu. Árið 1942 fékk stjórn- in frjálsar hendur við almenna atkvæðagreiðslu í landinu, að grípa til herskyldu ef með þyrfti. Það var herskyldu frumvarpið (Bill 80), sem þá var að lögum gert. Ef alt hefði nú haldið áfram samkvæmt gerðum stjórnarinn- I ar og þessum fyrirætlunum hefði j ástandið nú í Quebec verið alt j annað en það nú er. Og von- brigði síðustu 24 klukkustunda, hefðu þá ekki átt sér stað. Stefna stjórnarinnar hefði þá verið auð- sæ og álitin eðlilegt framhald eða afleiðing þess, sem á undan var gengið. En hér hleypur snurða á þráðinn, sem menn vita ekki hvað halda á um, er Col Ralston fer úr stjórnarráðinu og McNaughton hershöfðingi tekur við. • Eins og Quebec-ingar líta á málið, er sagan eitthvað á þessa leið: Stefnu stjórnarinnar í her- skyldumálinu eins og hún kom okkur fyrir sjónir 1942, var mót- mælt af leiðtogum okkar, sem Cardin og öllum þeim, háum sem lágum, sem atkvæði greiddu á móti henni í Quebec-fylki. Que- bec-liberalarnir héldu samt á- fram að styðja stjórnina í þeirri von, að nauðsyn yrði aldrei á herskyldu, eða að þeir gætu hvernig sem alt færi, haft þau áhrif á stjórnina, að beita henni ekki. Eftir því sem áleið stríðið, var mikið útlit fyrir, að til her- skyldu kæmi ekki. Eins og sézt af bréfum þeim, sem King skrif- aði Ralston í september, er ekki annað að sjá, en stjórnin >hafi verið sannfærð um að herskylda væri úr sögunni. Að Quebec- ingar hafi því frá valdsmönnum landsins haft þessa skoðun, get- ur meira en vel verið. • En hvað víðtæk og sterk þessi skoðun var, kom fyrst í ljós er tillögur Ralstons (18. okt.) komu til sögunnar um aukningu her- liðsins í Evrópu. Ef stjórnin hefði að ráðum hans farið, hefði því sennilega verið mótmælt af liberal Quebec-ingum, en úr því hefði aldrei orðið sú íháreisti, sem nú er á daginn komið. Þeg- ar Col. Ralston var rekinn ef Mr. King (sem bréfaskifti þeirra hafa sýnt), skoðuðu Quebecingar það ákveðinn sigur sinna skoð- ana í herskyldumálinu. En því var nú reyndar ekki að heilsa. Þeim kom aldrei til hugar, að þeir, sem með máli Ralston voru, berðust harðar og ákveðnara fyr- ir málinu eftir að hann fór eins og raun varð á. Þegar McNaughton var kvadd- ur tíl að taka við starfi Ralstons, skoðuðu Quebec-ingar sem síð- asta orðið hefði verið sagt í her- skyldumálinu. Ástæðan fyrir þessu er auðsæ. 1 bréfi Mr. Kings 3. nóv. til Ralstons, sagði forsætisráðherra, að McNaugh- ton væri þeirrar skoðunar, að menn mundu fást, sem nægði i herinn með sjálfboða aðferðinni og að skoðun Kings, væri hann reiðubúinn til að takast ábyrgð á því á hendur og setjast í her- málaráðherra sessinn. Af ræðum og yfirlýsingum McNaughtons, er það eins ótví- rætt og nokkuð getur verið, að hann trúði að sjálfboða-aðferðin nægði. “Eg trúi eins heitt á sjálfboða aðferðina og eg get á nokkuð trúað.” Herskyldu sagði hann engan hag hafa verið að í síðasta stríði. “Sjálfboða-að- ferðin er eina vonin eins og á- stendur.” McNaughton gekk svo langt að segja, að ef King hefði ekki þeirri skoðun fylgt, hefði hann (McNaughton) ekki nú ver- ið hermálaráðherra. Og Mc- Naughton rengdu engir. Hann hafði lesið allar skýrslur, fært sér í nyt skoðanir sérfræðinga hermálanna og var sjálfur sér- fræðingur í þeim. Áhrifin af þessu öllu á Que- becinga urðu svipuð og af sæt- víni. Málsvari herskyldunnar hafði verið rekinn frá stöðu sinni. Daniel var kominn til dómsins. Og hvílíkur Daniel. Hér var fremsti hermálafræð- ingur nútímans og tjáði sig frammi fyrir almenningi á móti herskyldu. 1 augum Quebec-búa var hætt- an hjá liðin. Herskyldan var úr sögunni. • Á miðvikudag í síðast liðinni viku, um klukkan 3 e. h., er King las bréfin er komu við burt- rekstri Ralston, voru Quebecing- ar hinir ánægjulegustu. Þar heyrðu þeir King sjálfan hafa haldið fram, að herskyldan væri ekki nauðsynleg. En hvílík vonbrigði urðu þeim því ekki það, sem 24 klukku- stundum síðar gerðist. Klukk- an 3 eftir hádegi á fimtudag, reis hinn sami Mr. King úr sæti í þinginu, og las upp tillögu, er stjórnaráðið hafði samið, um að lögleiða skilorðs bundna her- skyldu. Það sem sagt var um að 16,000 væru þegar kvaddir í stríðið, duldist ekki Quebec- þingmönnunum að hér var mjög ákveðið um herskyldu að ræða. Áhrifunum af þessu er ekki til neins að reyna að lýsa. Það var ekki það, að herskylda hefði ver- ið samþykt, sem blóðinu kom á hreyfnigu hjá Quebec-ingum, heldur meðvitundin um það, að þeir höfðu verið tældir. Ef til- lögur Ralstons hefðu verið til greina teknar um að nota her- skyldulögin (Bill 80) til að bæta úr mannaskortinum á vígvellin- um, hefði það ollað vonbrigðum og mælst illa fyrir, en hitt er þó líklegra, að Quebec-liberalar hefðu skilið, að enskumælandi samlandar þeirra hér væru fylli- lega sannfærðir um þörf aukins liðs og þar sem þeir hefðu lofað því. yrði að standa við það. Þó King hefði til þess þurft að segja af sér, er meira að segja líklegt. að þeir hefðu ekkert persónulega átt að erfa við herskylduflokk- inn, sem tekið hefði við völdum. En til þess að King segði af sér, hefði naumast komið. Það er samt sem áður erfitt að sjá, hvaða grein hefði verið hægt að gera fyrir því, sem skeð hefir síðan McNaughton tók við stöðunni. Höfðu nokkur hern- aðarleg skakkaföll átt sér stað, á einum degi, frá klukkan 3 á mið- vikudag til klukkan 3 á fimtu- dag, sem nauðsynlegt gerði, að lögleiða herskyldu? Hvernig á að útskýra stefnu McNaughtons sem upp til s. 1. fimtudags er á móti herskyldu, en kemur þá að baki þingforseta fram fyrir þing- ið og tilkynnir að hann hafi skift um skoðun? Fyrir þannig löguðum skrípa- leik, gera Quebecingar sér ekki aðra grein en þá, að hann sé blekking. Það er ekkert að at- huga við skoðanamun, sem af einlægni er sprottinn. En að verða margsaga og gera þar enga grein fyrir, er af öðrum en Que- becingum illa þokkað. Hvað sem McNaughton eða King hafa hugsað um þörfina á liðsauka í stríðinu, er það nú komið á daginn, að Ralston hafði þar á sömu að standa. Það má kanske segja, að um aðferðir hafi meira greint en nokkuð annað til að bæta úr þörfinni. En þeir hafa nú báðir, McNaughton og King, kannast við, að einnig þar hafi þeim skjátlast. En hvað vel sem reynt er að leggja þetta út, hefir Quebec- ingum þótt það alt mjög á huldu. Auðvitað hafa þeir á röngu að standa með að neita hernum á Niðurlöndum og Italíu um nokkra hjálp, en það á alt ræt- ur að rekja til trúarbragðaslit- anna milli Róm og Frakklands. Og það er gömul saga. En það er hitt sem þeim svíður, að verða fyrir þeim vonbrigðum, að Mc- Naughton og King, skuli hafa tekið þá leið, sem þeir hafa gert, enda þótt hún sé frá fárra sjón- armiði röng eins og ástendur nema Frakka. Það er þessi tví- skinnungur og veltingur um málið, í höndum Kingstjórnar- innar, sem uppistandinu öllu hefir hleypt af stað, hvað sem að baki því hefir búið.” KAFBÁTUR SÖKTI GOÐAFOSS 24 menn fórust Skipið sökk á fáum mínútum Þýzkur kafbátur sökti Goða- foss hér í Faxaflóa, eins og flest- um lesendum blaðsins mun þeg- ar kunnugt. Skipið laskaðist svo mikið við sprenginguna að það sökk eftir fáar mínútur. Óvíst er hve margir skipverja hafa beðið bana við sjálfa sprenginguna. En þeir sem komust lífs af, björg' ; uðust flestir á þann hátt, að þeir i vörpuðu sér fyrir borð og syntu | frá skipinu áður en það sökk, en i náðu síðan í björgunarfleka. Tíu farþeganna druknuðu, af þeim voru 4 ung börn og 13 skip- | verjar. Einn skipverja lézt af 1 sárum á leiðinni til lands. Þetta er eitt mesta manntjón, sem orðið hefir hér við land af | völdum ófriðarins enn sem kom- | ið er. Tveir farþegar björguðust og 17 skipverjanna. Þegar Goðafoss sökk ! A laugard. hafði tíðindam. fra blaðinu tal af nokkrum þeirra, ' sem komust af, til þess að fá af því nokkrar fregnir, með hvaða hætti árásin var gerð á skipið, og hvernig þeir björguðust, sem komust lífs af. 1 stuttu máli er það að segja, að tundurskeyti kafbátsins mun hafa 'hitt skipið miðskips bak- borðsmegin. Skipshliðin rifnaði þar upp á löngu svæði. En einn heimildarmanna blaðsins leit svo á, að stjórnborðssíðan hafi rifnað að einhverju leyti. Réði hann það m. a. af því, að skipið j hallaðist fyrst mikið á bakborðs- | síðu, en rétti sig síðan nokkuð við. En frá því skipið fékk skeytið og þangað til það var sokkið, ; munu hafa liðið 7 mínútur, eða tæplega það. Þannig stóð á, þegar árásin var gerð, að farþegar voru engir niðri í káetunni, en flestir í borðsal á þilfari eða í göngum fyrir framan borðsalinn. Samkv. fyrirmælum skipstjóra höfðu þeir flestir eða allir á sér björg- unarvesti. Hásetar munu flestir eða allir : hafa verið ofanþilja og með björgunarvesti, og fleiri skip- verjar, en vélamenn vitanlega nokkrir í vélarrúmi. Er hætt ! við að þeir, sem þar voru, hafi samstundis beðið bana. Skipið kastaðist svo mikið til, að alt lauslegt þeyttist um skipið, og fólkið, sem uppi stóð, féll, og ! munu margir 'hafa mist meðvit- und nokkur augnablik. Þrír skipverja voru í matsal skipverja á þilfari. Gátu þeir ekki opnað hurðina eftir spreng- inguna. En glufa hafði myndast á vegginn, og gátu þeir troðið sér þar út. Komst þó einn þeirra ekki um það op vfyr en haim I hafði farið úr björgunarvestinU- Frásögn 1. stýrimanns Eymundur Magnússon, 1- stýrimaður, segir m. a. svo frá: — Eg var staddur uppi í reyk- sal á efra þilfari, þegar spreng' ingin varð. Allir, sem þar voru, hentust til og féllu við, og býst | eg við að eg hafi snöggvast mist ' meðvitund. Er eg komst á fætur, rauk eg út á þilfarið. Skipið hallaðist þá .mikið á bakborða, og vaf j komið að mestu í sjó að aftau. , Reyndi eg með skipstjóra og , öðrum að losa fremri björgunar- bátinn, stjórnborðsmegin. E11

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.