Heimskringla - 29.11.1944, Síða 6

Heimskringla - 29.11.1944, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1944 Þær fóru með hana að borði þar sem snyrti- vörur voru seldar og þar gat hún keypt rétta tegund af hársápu, naglaþjöl og andlitssmyrsli. Þar skildu þær við hana hjá þaulæfðum af- greiðslumanni, og þegar Wesley loksins fann hana var hún hlaðin bögglum, og gleðibjarm- inn frá æskuárunum ljómaði í fallegu augun- um hennar. Wesley bar líka marga böggla. “Komdu nú, við skulum komast heim,” sagði hann. 3. Kap. — Elenóra fær sér bækur og finnur ráð til að vinna sér inn fé. Alla leiðina heim ræddu þau Wesley og kona hans um það, hvernig þau gætu gefið Elenóru það, sem þau höfðu keypt og hvað Mrs. Komstock mundi segja. “Eg er hrædd um að hún verði óskaplega reið,” sagði Margrét Sinton kvíðafull. “Eg er viss um að hún rifnar alveg af ilsicu,” sagði Sinton röggsamlega. “En fyrst hún lætur nágrönnum sínum það eftir að gæta að barninu sínu, þarf hún ekki að reiðast þó að þeir vilji gera það eins myndarlega og þeir geta. Elenóra skal ganga á skólann og hún skal fá • óll þau föt, og allar þær bækur, sem hún þarf, þó að eg verði að læðast inn á land Kötu Kom- stock og höggva niður eitt af trjánum hennar, eða taka í burtu einhvern kálfinn hennar til þess að borga það. Eg veit um tré sem hún á, sem eitt fyrir sig gæti borgað skólagöngu henn- ar í heilt ár. Þriðjungur af öllu þessu heyrir Elenóru til, samkvæmt lögunum, og verði Kata með nokkrar vífilengjur skal eg segja þenni það, og sjá til að barnið fái það, sem henni ber. Farð þú og talaðu við Kötu snemma á morgun; eg skal koma með þér. Segðu henni að þig langi til að fá mál af Elenóru, þar sem þú sért að sauma kjól á hana fyrir það, sem hún hefir svo oft hjálpað þér til, og nefndu svo lauslega hin atriðin, sem þú ætlar að láta hana hafa. Snúist Kata illa við þessu, skal eg taka til máls og gera henni það skiljanlegt að eg leiti til dóm- stólnna til að Elenóra nái rétti sínum.” “Nei, Wesley Sinton, þú ert alveg orðinn brjálaður.” “Alls. ekki Veiztu að svona tilfelli eru orðin svo algeng, að það hafa verið samin lög um þau? Eg get með lögum og rétti neytt Kötu til að láta Elenóru ganga á skólann og fæða hana og klæða þangað til hún er lögaldra, og þá getur hún tekið sinni hluta af eignunum.” “En Kata verður brjáluð.” “Hún er það hvort sem er. Hún hlýtur að vera það, að eiga eins yndislega stúlku og Elenóra er og láta hana líða skort, svo að eg sá hana gráta eins mikið og heila jarðarför! Ann- að eins gerir mig fjúkandi reiðan.” Þegar Wesley kom frá því að húsa hestana hafði Margrét leyst upp fjóra böggla með skín- andi fallegum maðmullardúkum, eitt efnið var ljósblátt, annað ljósrautt, eitt grátt með græn- um röndum, og hið þriðja dökkbrúnt og blárúð- ótt. Með hverju kjólefnanna fylgdi hálfur annar meter af tilheyrandi borða. Þar voru vasaklútar og brúnt leðurbelti. I höndunum hélt hún á breiðborðuðum, ljósbrúnum strá- hatti, með háum kolli, skreyttum flauelsbörð- um'sem voru fest á hattinn með smárri, gyltri hringja. “Hann er hálf fátæklegur,” sagði hún. “Það voru þrjár fjaðrir á honum. Verðið á hattinum var hálfan þriðja dal, ein fjöðrin var dal, hinar hálfan annan dal hver. Mér fanst eg gæti ekki borgað svo mikið fyrir hann.” “Nei, það virðist vera talsvert hátt verð, en verður hann þá eins fallegur og hann á að vera án þeirra?” “Nei,” svaraði Margrét, “Það verða að vera fjaðrir á honum. Manstu ekki eftir fallegu páfuglsf jöðrunum, sem Phoebe Simms gaf mér! Þrjár þeirra færu vel á þennan hátt í stað þeirra, sem voru teknar af honum, og enginn mun nokkurntíma sjá mismuninn. Þær eiga við hattinn eins og þær hefðu verið gerðar á hann, auk þess eru þær svolítið lengri og breiðari en þær, sem á honum voru. Eg hugsa að bezt væri að sauma þær á í kvöld á meðan eg man hvernig þær sneru, og bíða ekki með það þangað til á morgun.” “Já, eigðu ekkert á hættu með það!” sagði Wesley áhyggjufullur. Bessluð saumaðu þær strax á, og eins vel og hægt er.” “Leystu nú upp bögglana þína meðan eg sæki tvinnann,” sagði Margrét. Wesley kom með tvenna skó. Margrét tók þá kleip í leðrið á þeim og strauk þá. “Nei, en hvað þeir eru mjúkir,” hrópaði hún. “Hvað keyptir þú meira?” “Sjáðu nú til,” sagði Wesley, “eg fékk hlut sem þú mintist á í morgun. Þú sagðir mér um blikkfötuna, sem Kata léti Lenóru hafa und- ir nestið í skólann, og þú sagðist hafa sagt henni, að það væri til skammar að láta hana hafa annað eins ílát. Þessvegna spurðist eg fyrir og fann þetta hérna, og hugsa að það sé einmitt það, sem hún þarf fyrir nestið sitt. Það lítur þó að minsta vel út og er hentugt. Líttu nú á!” Og Wesley opnaði böggulinn og lagði brúna nestistinu úr leðri á borðið. Þar var hólf fyrir brauðsneiðar, svolítil glerskjá fyrir kalt kjöt eða hænsna steik, önnur fyrir ávexti, glas með loki, sem skrúfað var á fyrir eggjamjólk eða annað þvílíkt, þar var líka flaska til að hafa í mjólk eða te og fallegur lítill hnífur og mat- kvísl voru í slíðri í lokinu auk pentudúks. Margrét varð alveg hrærð yfir þessu öllu saman. “En hvað mér þætti gaman að láta mat í þessa tínu,” sagði hún frá sér numin. “Þú skalt gera það í fyrsta skiftið, bara til að sýna Kötu hvað sannarleg umhyggja er!” sagði Wesley. “Farðu snemma á fætur á morg- un og flýttu þér að sauma einn kjólanna. Þú ættir að geta saumað einfaldan baðmullarkjól á einum degi. Eg skal reita hænuna, svo steikir þú hana og lætur eitthvert góðgæti með henni, eða hvað, Margrét mín?” “Það gæti eg aldrei lokið við. Eg er svo fjarskalega sein að sauma og þessir kjólar eru ekki svo einfaldir þegar farið er að sauma þá. Það verður að brydda þá með samlitum bönd- um, og fella þá í mittið, svo sem kraga og belti og þetta tekur alt tíma.” “Þá verður Kata Komstock að hjálpa þér,” svaraði Wesley ákveðinn. “Getið þið saumað og gert matinn í félagi?” “Já, auðvitað, en hún gerir það aldrei.” “Sjáðu nú bara til hvort hún gerir það ekki!” sagði Wesley. “Farðu á fætur og sníddu kjólinn, og svo strax þegar Elenóra er farin, skal eg fara sjálfur og sækja Kötu. Henni verður ekki eins mikið um það þegar eg kem einsamall, og hún mun koma og hún mun hjálpa til að búa til kjólinn. Hinir munirnir eru jólagjafirnar okkar handa Elenóru. Hún þarfnast þeirra vafalaust fremur nú en síðar, og þessvegna er réttast að gefa henni þá núna. Þetta er þín gjöf og þetta er mín, eða hvort sem þú vilt gefa henni.” Wesley lyfti upp góðri regnhlíf, brúnni á lit og hristi fallega brúna regnkápu úr brotunum. Margrét lagði frá sér hattinn og greip kápuna, hún reyndi hana og strauk hana eins og hún væri að sýna henni ástaratlot, og bar hana og regnhlífina saman. “Lítur nokkuð rigningarlega út?” spurði hún svo angistarfull, að Wesley fór að hlægja “Og þessi síðasti böggull?” spurði hún og hneig niður í stól með regnkápuna á herðunum. “Eg gat ekki keypt alt þetta handa öðrum, en ekkert handa minni eigin stúlku,” sagði Wesley. “Jólin koma loks heim til þín, Mar- grét!” Hann sýndi henni mjúkt atlatsklæði, sem var eins og silki, grátt á litinn. “Þetta væri fallegt í kjól á þig, Margrét, og færi vel við rjóðu vangana þína og hæruskotna hárið.” “Æ elsku karlinn minn!” sagði hún og hljóp í fangið á honum. Klukkan fjögur næsta morgun var Elenóra að afhýða baunir. Klukkan sex gaf hún hænsn- unum og grísunum, sópaði bæði herbergin, kveikti upp eldinn og setti upp morgunmatinn. Því næst klifraði hún upp mjóa stigann upp á loftið, en þar hafði hún sofið síðan hún var lítil, fór í ljótu skóna og kjólinn frá því í gær, slétti úfna hárið og eftir að hafa borðað svolítið og sett á sig hattinn lagði hún af stað. “Það er ekkert vit í að þú farir fyr en eftir klukkutíma,” sagði móðir hennar við hana. “Eg ætla að reyna með einhverju móti að ná í bækurnar,” svaraði Elenóra. “Eg er alveg viss um, að eg finn þær ekki við veginn, bundn- ar í böggul með utanáskriftinni minni.” Lenóra gekk af stað til bæjarins alyeg sömu leið og daginn áður. .Áhyggjur hennar um fjármálin, voru ef auðið hefði verið, ennþá meir nú en í gær, en samt leið henni ekki eins illa. Hún þurfti að minsta kosti ekki að fara aftur í gegnum örðugleika þá, sem að baki voru. Það höfðu verið augnablik í gær, þegar hún hafði óskað að sökkva niður úr gólfinu eða detta niður dauð, en hvorugt hafði skeð. “Eg hugsa að bezta leiðin til að fá bænir sínar uppfyltar I sé sú að vinna fyrir bænheyrsluna,” hvíslaði hún með þvermóðsku í röddinni. í bókaverzlun einni í Onobasha spurði hún um verðið á þeim bókum, sem hún þurfti að fá, og komst að raun um, að 6 dalir hrykkju ekki til að gajlda fyrir þær. Hún spurði hræðslulega hvort notaðar bækur fengjust þar, en var sagt að eina leiðin til að ná þeim væri hjá nemendum fyrra árs. “Viljið þér kaupa þessar?” spurði af- greiðslumaðurinn og bar ótt á vegna þess að búðin var að fyllast af skólabörnum, sem vildu fá allra handa skólavörur, alt frá orðabók niður í ritblý. “Já,” stundi Elenóra upp. “En eg get ekki borgað þær í bili. Gerið svo vel og látið mig fá þær núna, og þá skal eg annaðhvort borga þær á föstudaginn eða skila þeim aftur óskemdum. Gerið svo vel og lánið mér þær í fáeina daga.” Búðarþjónninn leit á hana hikandi, svo rit- aði hann niður nafn hennar. “Eg skal spyrja yfirmanninn að þessu,” sagði hann. Er hann kom til baka las hún svar- ið úr svip hans áður en hann tók til máls. “Mér þykir það slæmt,” sagði hann, “en yfirmaðurinn, hann Mr. Hann þekkir ekkert til yðar. Þér eruð ekki ein af viðskiftavinum okk- ar, og hann þorir ekki að hætta á þetta. Þér verðið að hlaupa eftir peningunum.” Elenóra flýtti sér út úr búðinni, og glamrið í þungu skónum hennar bergmálaði í höfði hennar sjálfrar eins og hamarshögg. Hún reyndi tvær aðrar búðir, en það fór á sömu leið, og sjúk af hugstríði komst hún út á götuna. Hvað átti hún að gera? En nú var hún of lömuð af ótta til að geta hugsað. Það stóð þarna í bankaglugganum o'g starði á hana með stóru-m, svörtum stöfum: Óskast til kaups: Kálormar silkiormahýði, púppur, nálflugur og fiðrildi ásamt alskonar indverskum forngripum. Hæðsta verð goldið út í hönd. Elenóra tók eins fast og hún gat utan um járnstengurnar fyrir framan borð gjaldkerans, til þess að engin ný vonbrigði kollvörpuðu henni. “Hver er það sem kaupir silkiormahýði, náttfiðriði og fiðrildi?” spurði hún og átti örð- ugt með að tala. “Fuglakonan,” svaraði gjaldkerinn. “Hafið þér nokkur til sölu?” “Eg hefi fáein, en eg veit ekki hvaða teg- undir hún vill.” “Þér getið farið og spurt hana sjálfa að því,” svaraði gjaldkerinn. “Vitið þér hvar hún á heima?” “Já,” svaraði Elenóra. “Viljið þér segja mér hvað klukkan er?” “21 mínútu eftir 8,” svaraði gjaldkerinn. Hún átti níu mínútur eftir þangað til skól- inn byrjaði. Átti hún að fara á skólann eða til fuglakonunnar? Margar stúlkur gengu fram hjá henni og hún mundi hverjar þær voru. Þær flýttu sér á skólann og Elenóra fylgdi þeirra dæmi. Hún ætlaði að hafa tal af fuglakonunni kl. 12. Bókstafareikningur var fyrsta náms- greinin og henni féll svo vel við kennarann. Hún gæti kanske hlaupið yfir til skólastjórans og lánað hjá honum bók þangað til hún fengi aðra. Er hún gekk í gegn um hinn langa gang skólans, tók hún eftir að stærðfræðiskennarinn stóð í dyrum kenslustofunnar sinnar. Er hún kom nær brosti hann og sagði við hana: “Eg hefi verið að líta eftir hvort eg sæi yður ekki.” Elenóra staðnæmdist undrandi. “Eftir mér?” spurði hún. “Já,” svaraði Henley prófessor. “Komið inn.” Elenóra fylgdist með honum inn 1 stofuna og hann lokaði dyrunum. Á kennarafundinum í gærkveldi mintist einn kennarinn á, að einn nemandinn hans hefði látið í ljósi, að hún héldi að skólinn mundi leggja til bækurnar handa henni. Eg hélt að það væruð þér. Var það svo?” “Já,” stundi Elenóra upp. “Fyrst því er svo íarið,” sagði prófessorinn, “datt mér í hug að það gæti tekið yður nokk- urn tíma að ná í bækurnar, og þér eruð alt of góð í reikningi til að dragast aftur úr fyrir bókaleysi. Eg símaði því fáeinum af annars bekkjar nemendunum að koma með bækurnar sínar frá því í fyrra. Mér þykir slæmt að þær eru illa útleiknir, en innihaldið er samt alt. Þær kosta yður 2 dali, og þér getið borgað þær hvenær sem yður er það hentugt. Munduð þér vilja fá þær?” Elenóra hneig niður á stól, hún gat ekki lengur staðið upprétt. Hún rétti fram báðar hendurnar til að taka á móti bókunum og sagði ekki neitt. Kennarinn þagði líka. Að síðustu reis hún úr sætinu með bækurnar þrýstar að brjóstinu eins og móðir, sem hefir endurheimt týnt barnið sitt. “Og annað atriði,” sagði kennarinn. “Þér getið goldið skólagjaldið fjórum sinnum á ári og fyrsta afborgun má dragast þangað til í næsta mánuði. Liggur ekkert á fyr en ein- hverntíma í október.” Elenóra var nú komin inn í samkomusalinn í annað sinn. Andlit hennar ljómaði eins og dýrðlegasta sólaruppkoman yfir Flóanum. Hún hirti nú ekkert framar um klunnalegu skóna og snjáða kjólinn — hún hirti ekki um neitt nema um bækurnar. Hún gat farið heim með þær; hún gat lært þær utan að ef hún vildi. Og þótt Fuglakonan keypti ekki af henni fiðrildin hennar, þá var hún viss um, að hún gæti selt burkna og rætur og margt annað. í dag fluttu börnin sig til, svo að hún fengi sæti og margar ungu stúlkurnar brostu til hennar og kinkuðu kolli. Elenóra gleymdi öllu nema bókunum sínurn, og að hún var þar, sem hún gat notað þær á skynsamlegan hátt — öllu nema einu smáatriði, og það var, að móðir hennar hefði vitað að hún þurfti peninga fyrir bækur og skólagjöld, og sagði henni ekki frá því, er hún gaf samþykki sitt til að hún færi að ganga á skólann. 4. Kap. — Elenóra finnur Fuglakonuna og Sintons hjónin verða fyrir vonbrigðum. Klukkan tólf tók Elenóra litla nestisbögg- ulinn sinn og lagði af stað til að finna Fugla- kona. Hún ætlaði fyrst að tala við hana og fara svo eitthvað út fyrir bæinn og borða matinn sinn. Hún sló þunga járnhamrinum á hurðina og fékk sting í hjartað vegna bergmálsins, sem höggin vöktu í hinni stóru, rauðu byggingu. “Er fuglakonan heima?” spurði hún stúlk- una. “Já, hún er að borða,” svaraði stúlkan. “Gerið svo vel og spyrja hana hvort stúlka úr Flóanum geti fengið að tala við hana viðvíkjandi fiðrildum, sem hana langar að fá." “Eg þarf ekki að spyrja hana að því ef þér komið til að tala um fiðrildi,” svaraði stúlkan hlægjandi. “Mér hefir verið sagt að fylgja hverjum þeim, sem kæmi með sýnishorn af þeim. Komið þessa leið.” Elenóra fylgdist með henni gegn um gang- inn og inn í lágt herbergi með háum þiljum, hornskápum með gömlu postulíni í og enskum ofni. Við stórt eikarborð, sem var gult eins og gull, sat kona, sem Elenóra hafði séð og fyglt á eftir úti í Flóanum. Fuglakonan rétti henni hendina og bauð hana velkomna. “Eg heyrði,” sagði hún hlægjandi, “eitt- hvað um pappkassa og sýnishorn, og það var nóg til að opna dyr mínar fyrir yður. Ef það eru náttfiðrildi vona eg að þér hafið þau hundr- uðum saman. Eg hefi átt mjög annríkt í sumar og ekki getað safnað neinum sjálf. Fáið yður sæti og borðið með mér á meðan við tölum um þetta. Úr Flóanum, eða hvað?” “Já,” nálægt mýrinni,” svaraði Elenóra. “Síðan hún var rist fram voga eg mér að jaðri hennar um hábjartann daginn, en eg er ennþá hrædd við hana að kveldinu til.” “Hverju hafið þér safnað?” spurði Fugla- konan er hún rétti Elenóru matinn. “Eg er hrædd um að eg hafi ruðst hingað inn til yðar og ónáðað yður til einsksis,” sagði Elenóra. “Orðið “að safna” gerir mig ótta- slegna. Mér hefir ætíð þótt gaman að útivist og orðið leikfélagi með því sem lifir þar og hrær- ist úti í haganum og skóginum. Þegar eg veitti því eftirtekt, að náttfiðrildin deyja svo fljótt, þá tók eg helzt þau til að safna þeim, vegna þess að mér fanst ekkert rangt að gera það.” “Eg hefi líka litið á það á þennan hátt,” sagði Fuglakonan hughreystandi. Og þegar hún sá að stúlkan gat ekki borðað neitt fyr en hún fengi sig afgreidda hvað verð fiðrildanna snerti, spurði hún hana að hverskonar fiðrildi hún hefði í safni sínu. “Eg þekki þau ekki öll,” svaraði Elenóra. “Áður en Mr. Duncan flutti, sá hann mig oft í nánd við mýrina, og hann sýndi mér kassa, sem hann hefði búið til handa fóstursyni sínum, og fékk mér lykilinn að kassanum. Þar voru nokkrar bækur og munir, svo eg reyndi að læra af bókunum hvernig ætti að veiða fiðrildi, en eg er hrædd um að þau séu ekki í því ástandi sem þér óskið að þau séu.” “Eru það þessi stóru, sem fljúga helzt um á nóttunni í júní?” spurði Fuglakonan. “Já,” svaraði Elenóra. “Stór grá með rauð- leitum blettum, ljósblá, græn, gul með fjólulit og rauðgul.” _ “Hvað méíhið þér með rauðgul,” spurði Fuglakonan svo fljótt að stúlkan næstum því hrökk við. “Ekki eiginlega rauð,” svaraði Elenóra með titrandi röddu. “Þau eru rauðleit með gulbrún- um lit og gulum flekkjum og gráum röndum á vængjunum.” “Hversu mörg?” spurði konan eins hvat- skeytlega og fyr. “Eg hafði víst yfir tvö hundruð egg,” svar- aði Elenóra; “en sum þeirra unguðust aldrei út og sumir hélormanna dóu. En eg hlýt að hafa ein hundrað gallalaus.” “Gallalaus! Hvernig gallalaus?” spurði Fuglakonan. “Eg á við með heila vængi, alla fætur og fálmara og ekkert duft farið,” svaraði Elenóra hikandi. “Unga stúlka, þetta eru sjaldgæfustu nátt- fiðrildi í Ameríku,” svaraði Fugglakonan hátíð- lega. “Þér hafið 100 af heim og þau eru 100 dala virði eftir verðlistanum mínum. Eg 'get brúkað þau öll, hvert eitt einasta þeirra.” “En ef þau eru nú ekki sett rétt á nálarn- ar?” rödd Elenóru titraði. “Ef þau eru gallalaus gerir það ekkert til. Eg get gert þau mjúk og get lagað þau eýis vel og með þarf. Hvar eru þau? Hvenær get eg fengið að sjá þau?” “Þau eru í kassanum úti í Flóanum,” sagði Elenóra. “Eg get ekki komið með mörg því eg gæti kanske skemt þau, en eg get komið með fáein eftir skólann.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.