Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA 6. SIÐA STÚLKAN Or FLÓANUM “Það er eg líka alveg viss um að það er,” sagði Margrét Sinton. “Farðu nú úr og reyndu hana og ef hún er mátuleg skal eg hafa hana tilbúna á morgun. Hérna éru lágir skór handa þér!” Elenóra dansaði. “Æ, elsku góðu vinir!” hrópaði hún. “Eg get borgað fyrir þetta á morgun. Er það ekki dásamlegt! Eg var að hugsa um það á leiðinni heim, að eg mætti til að fá léttari skó þangað til að kólnaði, og eg var að hugsa um hvað eg ætti að gera þegar haust- rigningarnar kæmu.” MEg var að hugsa um að gefa þér þykkari pils og kápu,” sagði Mrs. Komstock. “Já, þú sagðist ætla að gera það!” sagði Eenlóra. “En þú þarft þess ekki nú. Eg get keypt sjálf hverja einustu flík, sem eg þarf. Og næst kemur það upp úr dúrnum að eg get hjálpað þér að borga skattinn, mamma!” Elenóra veifaði treyjunni og fór inn í svefn- herbergið. Er hún opnaði hurðina hrópaði hún upp yfir sig af gleði. “Hvað hafið þér gert?” spurði hún. “Aldrei á æfi minni hefi eg séð svona marga böggla. Eg er bara dauðhrædd um að eg geti ekki borgað fyrir alt þetta, og þurfi svo að vera án einhvers af því.” “Mundir þú ekki taka á móti þessu ef þú gætir ekki borgað fyrir það?” spurði móðir hennar strax. “Ekki nema að þú gerðir það,” svaraði Elenóra. “Enginh hefir rétt til að taka móti vörum, sem hann getur ekki borgað fyrir, eða hvað?” “En að þiggja þær af gömlum vinum, eins og Möggu og Wesley!” rödd Mrs. Komstock var þrungin af sigurhrósi. “Allra síst frá þeim,” svaraði Lenóra djarf- lega. Miklu frekar af einhverjum ókunnugum en af þeim, því að eg skulda þeim svo mikið meira en eg get nokkru sinni endurgoldið.” “Það er gott að þú þarft þess ekki,” svar- aði Mrs. Komstock. “Magga valdi þessi kjóla- efni, af því að hún þekkir betur þessháttar hluti en eg, og hefir svo góðan smekk. Þú getur borgað eins mikið og þú hefir peninga til að borga, og ef meiri þeninga þarf gæti eg kanske selt slátraranum einhvern kálfinn. En séu þessi efni of dýrmæt fyrir okkur má skila þeim aftur. Alt sem ekki hefir verið notað má senda til baka. Þau hafa bara komið með það til að við gætum litið á það.” Elenóra fór nú að opna pakkana. Hatturinn kom fyrst. “Mamma!” hrópaði hún. “Mamma, þú hef- ir sjálfsagt séð ihann, en þú hefir ekki séð mig með hann. Eg verð að setja hann upp.” “Vogaðu ekki að setja hann upp fyr en þú hefir þvegið þér um höfuðið og hárið þitt er greitt. Á meðan það þornar getur þú borðað kvöldmatinn, og á meðan verður kjóllinn til- búinn. Svo getur þú sett á þig nýja bandið og nýja hattinn. Litli kringlótti böggullinn ofan á körfunni eru sokkarnir.” Margrét settist niður og saumaði í ákafa, svo opnaði hún saumavélina og saumaði á hana löngu saumana. Elenóra kom brátt aftur og hélt upp pilsinu og dansaði eftir gólfinu í fallegu, nýju skónum. Wesley og Margrét þorðu varla að draga andann um stund. Svo fór Wesley til að gefa skepnunum. Elenóra lagði á borðið og þegar vatnið var heitt, lagði Margrét stórt handklæði á herðar henni og þvoði og þerraði hið fallega hár hennar, samkvæmt þeim fyrirmælum, sem hún hafði fengið kvöldið áður. Þegar hárið fór að þorna bylgjaðist það út í allar áttir og ljósið tindraði og glitraði á því. “Nú er hugmyndin að láta það vera eðlilegt og eins og það sjálft vill hrökkva. Vogaðu ekki að nota þetta illræmda járn, sem þær nota til að fá liði í hárið,” sagði Margrét. “Þvoðu það svona aðra hverja viku á meðan þú ert á skól- anum, hristu svo úr því og þurkaðu það. Skildu það síðan fyrir miðju enni og strjúktu það svo aftur með höfðinu, og festu það svo að aftan með bandi — svona”, og silkibandið var hnýtt. um hár hennar í stóra lykkju. Eg skal nú sýna þér það,” Margrét hnýtti hvern borðann eftir annan um hár hennar, svo að ekki væri hægt að skila þeim aftur, en afsakaði þetta á þann hátt, að hún væri að reyna að sjá hver þeirra færi henni bezt. Svo kom hún með regnkáp- una, sem gerði Elenóru himinlifandi glaða. Hún setti hattinn á höfuðið. Það var bara ljósbrúnn stráhattur með fallegum páfugla fjöðrum öðru megin. Margrét hrópaði upp yfir sig af hrifningu, Wesley sló á lærið. Andlit Elenóru var í þeirra augum fegursta sfón, sem hægt var að sjá. Þykkar augabrýr, andlitið fjörlegt og gáfulegt og litfagurt, og hárið gull- , jarpt. Mrs. Komstock stóð eins og steini lostin. “Eg vildi að þú hefðir spurt um verðið áður en þú lézt hann upp,” sagði hún. “Við höfum aldrei ráð til að kaupa þetta.” “Hann kostar ekki eins mikið og þú held- ur,” sagði Margrét. “Sérðu ekki hvað eg gerði? Eg fékk þá til að taka vængfjaðirnar af hattin- um og setti svo í staðinn nokkrar fjaðrir, sem Phoebe Simms gaf mér af páfuglinum sínum. Þessi hattur kostar þig aðeins hálfan annan dal.” Hún forðaðist að líta á Wesley en horfði beint framan í Mrs. Komstock. Elenóra tók af sér 'hattinn og skoðaði hann. “Nei, það eru þá rauðlitu, gulbrúnu væng- fjaðrirnar þínar!” hrópaði hún. “Mamma, sjáðu hve fallega þær eru saumaðar á! Mér finst þær skrau'tlegar. Eg vil miklu heldur hafa þær en fjaðrir úr búðinni.” “Það segi eg líka,” svaraði Mrs. Komstock, “ef Margrét má missa þær, þá verður þetta fallegur hattur og þar ofan í kaupið ódýr. Þú verður að fara fram hjá húsi Mrs. Simms og sýna henni hattinn.” “Elenóra hneig niður á stól af því að hún gat ekki staðið lengur og horfði á tána á öðrum skónum sínum. “Eg er sanriarlega orðin eins og drotning!” hvíslaði hún. “Hvað meira hefi eg fengið?” “Bara belti, fáeina vasaklúta, eina háa skó til að ganga í þegar kalt er eða rigning,” svaraði Margrét og rétti henni bögglana. “Háu skórnir eru mín hugmynd,” sagði Wesley. “Strax og rignir eru lágir skór einskis virði, og með því að kaupa tvenn fékk eg þó dálítið ódýrari. Lágu skórnir kostuðu tvo dali en hinir hálfan þriðja dal, bæði pörin kostuðu þrjá dali og sjötíu og fimm cent. Er það ekki ódýrt?” “Það eru sannarleg kjörkaup,” svaraði Mrs. Komstock, “ef það eru góðir skór og þeir líta út fyrir að vera það.” “Þetta,” sagði Wesley, og kom nú með síð- asta böggulinn, “er jólagjöfin frá Margrétu frænku þinni til þín. Eg hefi aðra handa þér en hún er heima. Eg skal koma með hana á morgun.” Hann fékk Margrétu regnhlífina, en hún rétti Elenóru hana, sem spenti hana út og sett- ist undir hana. Því næst kysti hún þau bæði. Hún fékk sér svo blað og blýant og skrifaði niður verðið á öllu, sem hún hafði fengið nema regnhlífinni, lagði svo alt saman og sagði svo hlægjandi: “Þið gerið svo vel og bíðið með borgunina þangað til á morgun. Þá skal eg áreiðanlega hafa peningana til.” “Elenóra,” sagði Wesley, “þú vilt nú ekki----” “Elenóra flýttu þér hingað snöggvast,” kallaði Mrs. Komstock framan úr eldhúsinu. “Þú þarft að hjálpa mér!” “Bíddu bara augnablik, mamma,” svaraði Elenóra, lagði saman regnhlífina og hljóp út í eldhúsið. Hún iþurfti margt að annast og svo kom kvöldmaturinn. Elenóra talaði án afláts, Wesley og Margrét töluðu alt hvað þau gátu, en Mrs. Komstock lagði í orð, við og við, eins og hún var vön. En Wesley Sinton hafði auga á henni, og af og til tók hann eftir að smádrættir komu í kring um munninn. Hann vissi að þetta var í fyrsta skiftið í sextán ár, sem hún hló að einhverju. Hún neyddi sig til að vera eins alvarleg og hún gat. Wesley vissi hvað hún var að hugsa um. Að kveldverði loknum var lokið við kjólinn og sniðið á næsta kjól ákveðið og svo fóru Sin- tons hjónin heim. Elenóra safnaði saman öllum sínum dýrgripum. Á leiðinni upp stigann stansaði hún og sagði blíðlega: “Má eg ekki kyssa þig góða nótt, mamma?” “Sleptu öllum fleðulátum,” sagði Mrs. Komstock. “Eg myndi ætla að þú hefðir átt nógu lengi heima hjá mér til að vita, að eg hirði ekkert um slíkt.” “En mig langaði svo til að sýna þér á ein- hvern hátt hversú hamingjusöm eg er og þakk- lát þér.” “Mér þætti gaman að vita fyrir hvað?” svaraði Mrs. Komstock. “Magga Sinton valdi þessa hluti og kom með þá hingað, og þú borgar fyrir þá.” “En þú virðist viljug til að láta mig fá þá og sagðist mundir borga fyrir ef eitthvað vant- aði upp á,” sagði Elenóra. “Getur verið,” svaraði Mrs. Komstock. “Getur verið. Eg hugsaði mér að kaupa handa þér skjólgóð föt þegar vetraði, og getur verið að eg geri það. Farðu nú í rúmið, og umfram alt farðu ekki að spegla þig og gera þig að bjána.” 6. Kap. — Pete Carson fær samvizkubit. Mrs. Komstock tíndi upp bréfaruslið af gólfinu og slökti síðan á eldhússlampanum. — Hún stóð um stund á miðju stofugóLfinu, síðan gekk hún inn í herbergið sitt. Hún settist á rúmstokkinn og hugsaði um eitthvað, síðan grúfðist hún ofan í koddan og hristist og skalf af hlátri. Niður veginn lötruðu þau Sintons hjónin. Hvorugt þeirra mælti orð frá vörum um það, sem þau hugsuðu bæði um. “Sleikt! Sleikt þangað til við erum kolbrunninn,” sagði hann. “Hefir þér nokkurntíma fundist að þú værir þvílíkur grasasni Sem í kvöld. Hvernig fór kerlingin að þessu?” “Hún fór engan vegin að því!” svaraði Margrét og harkaði af sér grátinn. “Hún gerði ekki neitt. Hún treysti á göfugleika Elenóru, að þetta mundi alt fara eins og það ætti að fara. Wesley, hún er sannarlegur engill. En margt þarf hún ennþá að gegnum gangast. Tókstu eftir. hvernig Kata Komstock hremdi pening- ana?” Áður en sex mánuðir eru liðnir verður hún úti um allan flóann til að klóra saman skordýr og örvarodda til að borga með skattana. Eg þekki hana.” “Já, þá gerir þú betur en eg?” sgði Wesley. “Hún yfirgengur minn skilning. En hún getur j)ó hlegið ennþá, en það hefði eg aldrei hugsað að hún gæti. Eg þyrði að veðja dal um það, að gætum við séð hana á þessu augnabliki, þá er hún að veltast um í hlátri yfir því hvernig við urðum undir í þessari sennu.” Bæði stönsuðu á veginum og litu til baka. “Þarna er ljósið í herbergi Elenóru,” sagði Margrét. “Aumingja barnið mun strjúka þessi föt og hanga yfir bókunum fram undir dag, en hún verður samt sómasamlega til fara þegar hún fer næst á skólann. Enginn fórn pr of stór fyrir það.” “Já, ef Kata lætur hana þá ganga í þeim! Langsennilegast, að hún láti hana ganga í gömlu fötunum út alla vikuna.” “Ó, nei,” svaraði Margrét. “Það þorir hún ekki. Kata slakaði nú talsvert til, talsvert mik- ið, þegar tekið er til greina hvernig hún er, þótt hún fengi vilja sínurn framgangt í aðal atriðunum. Hún linaðist upp og þegar Elenóra getur sannfært hana um að hún getur farið tómhent út ujn morguninn og kemur heim með svo mikla peninga, að hún getur borgað allar þessar bækur og öll fötin, sannar hún henni að það vcerður að taka hana til greina, og Kata er nógu skynsöm. Hún hugsar sig um tvisvar áður en hún gerir það. Elenóra fer ekki aftur á miðskólann í þessum druslum. Sjáðu bara til! Hún heldur að hún hafi nú fengið góðar vörur fyrir lágt verð, en hún véit ekki hvað þetta kostaði, fyr en hún fer að reyna að kaupa þetta sjálf fyrir sama verð. Wesley hvernig var það annars með verðið? Feldir þú ekki af því tals- vert mikið? “Þú byrjaðir,” svaraði Wesley. “Verðið var #étt, við sögðum aldrei hvað vörurnar kost- uðu okkur, en hvað þær mundu kosta hana. Minni skjátlast auðvitað þegar hún hyggur sig færa um að borga þetta alt. Getur hún í raun og veru tínt saman dót fyrir það fé hérna í Flóan- um? Sá ekki Fuglakonan hversu hugrökk hún var og gaf henni bara peningana?” “Nei, það hugsa eg ekki,” sagði Margrét. “Mig minnir að eg hafi heyrt að hún borgi, eða bjóðist til að borga fyrir fiðrildi og allskonar pöddur, og eg veit um fólk, sem hefir selt þess- um bankamanni indverska forngripi. Eg heyrði að pípusafnið Ihans hafi verið betra en það, sem sýnt var á hundrað ára sýningunni. Þessir hlutir eru í háu verði nú.” “Eg hefi heilan kút af þessu dóti út í hlöð- unni og Elenóra á það; eða eg tíndi þetta upp fyrir hana, uí því að hún bað mig um það. En Magga, hVernig í ósköpunum fór Kata að þessu?” “Eg er að hugsa um það. Eg sagði þér að hún hafi hreint ekkert gert, að Elenóra hafi séð um það. Hún gekk inn og tók þetta alt úr hönd- unum á okkur. Hugsum okkur nú að við hefð- um fengið Elenóru þegar hún lá í vöggunni og látið henni í té alla þá ástúð, sem við mundum hafa veitt okkar eigin barni, og við hefðum alið hana upp í eftirlæti á allan hátt, þangað til hún varð það sem hún er nú með því að vera hrakin og einmana og neydd til að hugsa fyrir sig sjálfa, eins og Kata Komstock hefir talið hana vera?” “Þú getur verið óhrædd um,” sagði Wesley ákveðinn, “að gott atlæti skemmir engan. Við hefðum ekki gert henni neitt ilt með að elska hana. Hún hefði lært iðjusemi og skynsamlega breytni, mundi hafa mentast og orðið fullorðin stúlka, án þess að til þess hefði þurft hrakning og misþyrmingu, og alist upp eins og heimilis- laus hundsaumingi.” “En þú skilur ekki hvað eg á við, Wesley. Hún mundi hafa vaxið upp hjá okkur og orðið ágætis stúlka; því að það virðist sem Elenóra sé fædd með þeim hæfileika að verða ágætis stúlka, en með okkar uppeldisaðferð mundi hún þá hafa kynst tilverunni eins og hún þekkir hana nú. Hvaða armæða er það, sem hún þekk- ir ekki? Meðferðin, sem hún hefir orðið fyrir WINNIPEG, 13. DES. 1944 hjá móður sinni hefir ekki gert hana harðúðga. Eg held að bezt væri fyrir okkur að láta þetta afskiftalaust. Það getur vel verið að Kata Komstock viti hvað hún er að fara. Því það veit trúa mín, að Elenóra hefir orðið meiri per- sóna fyrir hrakninginn, eri hún hefði orðið fyrir dálætið.” “Eg hefi ekki fyr haldið að eg gæti hlustáð á viturlegar hugmyndir án þess að skilja þær. En það kemur til af því að eg er einfaldur, seinn áð skilja og hefi enga mentun svo að segja,” sagði Wesley. “Þegar þú útskýrir þetta skil eg hvað þú átt við, en auðsæilega tekur Elenóra þetta ekki nærri sér. Eg mun ekki láta þetta afskiftalaust, en gá betur 'að mér en hingað til. Eg fékk þarna snoppunig, en geti eg ekki alveg rangt til, þá hefir Kata Komstock fengið hann líka, og lært af honum lí'ka. Hún sá að mér var bláföst alvara að draga hana fyrir lög og dóm ef hún slakaði ekki svolítið á taumunum, og hún mun slaka á taumunum, vittu bara til.” Lenóra kveikti á tveimur kertum uppi í loftinu og setti þau á litla borðið sitt, raðaði svo bókunum og horfði með ástaraugum á fallegu fötin sín. Svo klæddi hún sig í litla hvíta nátt- kjólinn sinn , hristi úr hárinu svo að það þorn- aði alveg, dró stól að borðinu.og opnaði bæk- urnar með lotningarsvip. Mikill dragsúgur streymdi gegnum gluggann, því að herbergið náði eftir endilöngu loftinu, og gluggar voru á báðum stöfnum. Elenóra stóð upp og fór til að loka austurglugganum. Hún stóð um stund og horfði á stjörnurnar á himninum og dökkar útlínur dreifðra trjáa í Flóanum, sem nú var næstum orðinn skóglaust. í áttina til skordýr?- kassans hennar sást ljóstýra og hvarf svo. Elen- óra rétti úr sér og starði undrandi. Var það hyggilegt af henni að geyma peningana sína þarna? Þarna sást ljósið á ný. Það blakti sem snöggvast og svo hvarf það. Hún beið um stund, en sá ekkert framar, síðan sneri hún aftur til bókanna. Klunnalegur mannræfill drógst niður Flóa- veginn. Fuglakonan var við kassa freknótta drengsins í kvöld,” sagði hann. “Mér þætti gaman að vita til hvers hún var þar?” Hann þeygði út af veginum og inn í kjarrið. Litli raf- magnslampinn, sem hann hafði hangandi á vestinu, sendi lítinn ljósgeislan út. Hann tók lykil upp úr vasanum, stakk honum í kassalás- inn og opnaði kassann. Ljósgeislinn skein'með- an hann rannsakaði það, sem var í kassanum. Fjórði hluti fiðrildanna var farinn. “Elenóra hlýtur að hafa verið hérna með Fuglakonunni og fengið henni þau.” Hann stóð eins og tré- drumbur eitt augnablik. Hin hvössu augu hans höfðu séð peningana, sem höfðu verið fólgnir í flýti á kassabotninum. Hann hrifsaði þá, slökti ljósið, lokaði kassanum í myrkrinu og hélt síðan í flýti niður stíginn. Nú stansaði hann og hlustaði með atHygli því hann heyrði langdregið væl í turnuglu. Hann hélt áfram og skömmu síðar staðnæmdist hann aftur, því nú mætti maður honum, sem hvíslaði lágt: “Ert það þú Pete?” “Já,” svaraði hinn. “Eg kom hingað til að segja þér að eg sá Ijósið þitt,” sagði hann. “Eg heyrði að Fugla- konan hefði verið við kassann, nokkuð nýtt til tíðinda?” “Ekki vitundar ögn,” svaraði Pete. “Hún • fékk sér bara fjórða hlutan af fiðrildunum- Sennilega hefir Komstock stúlkan selt henni þau. Heyrði að iþær hefðu verið saman. Tekur líklega afganginn á morgun.” “Ert þú að fara heim núna?” spurði maður- inn. , “Nei,” svaraði Pete, “eg ætla þessa leið. ’ Hann hafði séð Ijósið í glugga Elenóru og nú langaði hann til að forvitnast um hversvegna þar væri ljós um þetta leyti. Hann rölti eftir veginum og sfnáþreifaði á seðlunum, sem hanri hafði ekki gefið sér tíma til að telja og hló við og við. “Virðist nógu mikið til að borga sig,” hvísl- aði hann. “Og þú, Bill, komst nákvæmlega sjö mínútum of seint.” Loftið var of langt, ljósið var of nálægf hinum gaflinum og húsið of fjarlægt veginuiu til þess að hann gæti séð neitt, þótt hann klifraði yfir girðinguna og gengi svolítinn spöl til baka til að komast framundan glugganum. HanU hélt að Mrs. Komstock væri kanske vakandi, og hann vissi að hún gekk stundum á nóttunni út í mýrina, sem lá á bak við húsið hennar. Stund- um heyrðist hljóð frá þeim stað, sem skelfdu hvern, sem var um það leyti á ferð í nágrenn- inu, svo að þeir hlupu í burtu eins og þeir ættu lífið að leysa. Hann langaði því ekkert til að róla sig um á bak við húsið. Hann sneri því aftur út á veginn og klifraði svo aftur yfir girðinguna- Er hann stóð beint á móti vestur glugganuna gat hann séð Elenóru. Hún sat við lítið borð og las í bók, til sitt hvorrar handar stóð logandi kerti. Hár hennar féll í gyltum straum utn hana, og er hún las, lyfti hún því við og við með hendinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.