Heimskringla - 31.01.1945, Page 1

Heimskringla - 31.01.1945, Page 1
We recommend lor your approval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. JANÚAR 1945 We recommend tor your approval our // BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37144 Frank Hannibal, Mgi. NÚMER 18. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Síðustu stríðsfréttir Á austurvígstöðvum Þýzka- lands hefir stríðið síðast liðna viku haldið áfram, en hægar en áður. Um miðja vikuna höfðu Rúss- ar einangrað Prússland, brotist aIla leið frá Posen morður að Danzig. Með því var um 200,000 Þýzkra hermanna innilokaðir í Prússlandi. Um sama leyti var borgin ] Brelsau í Silesíu sem næst um- kringd. Það er borg með 700,000 rbúum og miklum þýzkum her. Þangað höfðu nazistar flutt her- gagnaiðju sína, þar eru kol, eins °g í Rúrhéruðunum. Silesía hef- ir og verið kölluð eystri Rúr- héruð Þýzkalands. Préttirnar á þriðjudagskvöid (í gær) voru þær, að Rússar væru komnir talsvert vestur fyr- Jr Posen og sæktu bæði þaðan og frá Danzig vestur. Var gizkað á, að þeir væru um 70 mílur frá Berlin. Svíþjóðarskeyti ætluðu Rússa í gær lengra en það komna °g þeir mundu ekki eiga nema 60 naílur ti'l Berlín. En hvað sem um það er, virð- rst her Zihukovs ákveðinn í að Lrjótast til Berlín. Þjóðverjar eru að hrúga her til höfuðborg- arinnar víðsvegar að, en það virðist sem hinn slyngi Zlhukav, sé að reyna að verða fyrri þang- að. Hvort honum tekst að taka borgina svona í hvellinum, fer eftir því, hvað miklum her hann hefir á að skipa. Stalin þakkaði í útvarpi eitthvað 34 herforingj - um sínum fyrir þessa miklu sókn, svo her Rússa hlýtur að vera mikill. Hann hefir og mætt panzer-sveitum Hiitlers og klof- ið þær viðstöðulaust. Komi Hitl- er ekki vörn fyrir sig í tíma, get- ur svo farið, að fréttin um her- töku Berlínar verði komin áður en þetta er lesið. Síðan á laugardag, hafa Þjóð- verjar verið að flytja úr Berlín Það sem eftir var þar af stjórn- arskrifstofum til Munich. Á vesturvígstöðvum Þýzika- lands, eru látlausar flugárásir gerðar á járnbrautir og iðnaðar- bæi. I gær komst fyrsti her Randaríkjanna 3 mílur inn í Siegfried varnirnar; þriðji her- inn þeirra hefir og komist inn yfir landamæri Þýzkálands. Kyrrahafsstríðið heldur vel í áttina. Höfuðborginni á Phil- ^Pseyjum, Manila, hafa Banda- nienn ekki enn náð, en á Luzon eyju virðast þeir hafa orðið mlk- ið lið. Sækja flugför þaðan orð- ið daglega til meginlandsins, aUsturstrandar Kína og jafnvel til Tókíó. 1 byrjun þessarar viku urðu þar loftbardagar milli stóru flugfaranna bandarísku og fapa og fórust 143 flugför á skömmum tíma af Jöpum, en fá eða engin af flugförum Banda- rikjanna. 1 Göbbels er hljóðið í því sem hann skrifar orðið daufara en aður. 1 grein í einu stjórnar- blaðinu í gær, var á honum að heyra, sem hann teldi Berlín °rðið vonarpening. En það átti uúnst að gera til. Það safnaði iiði nazista saman og gerði þeim sókn auðveldari. í Berlín er' orðið hungur og kvalræði. Þangað komu einn •feginn nokkrir þýzkir hermenn er flúðu úr Prússlandi. Söfnuð- ust Berlín búar á járnbrauta- stöðina og tjáðu þeim að þessu yrði að létta af. Lauk þar með því, að hermennirnir skutu á borgarbúa og lágu 100 af þsim dauðir og særðir á járnbráuta- stöðinni eftir leikinn. Hvar Hitler er vita menn ekki. En í gær ávarpaði hann samt þjóð sína, og var tilefnið 12 ára stjórn hans. Alt sem hann hafði þjóðinni að segja, var að hún yrði að stöðva Rússa. Blað Hitlers ávítaði banda- þjóðir Þýzkalands fyrir að hafa svikist undan merkjum er mest á reið. Nú stæði Þýzkaland eitt uppi í vörninni gegn bolshe- visma, er éta ætlaði upp menn- ingu Vestur Evrópu. Kosningar í Canada Almennar kosningar til sam- bandsþingsins, eru vísar innan skamms í Canada. Hvenær þær verða, er enn haldið leyndu að gömlum ljótum pólitískum sið. Forsætisráðherra segir menn fá að vita þetta fyrir 17. apríl á þessu ári. Verði þetta ekki gert fyr en í apríl, verða kosningar ekki fyr en í júní, því 60 daga þarf að auglýsa þær. En tilkynni nú King kosning- ar eftir aukakosningarnar 5. febr. í Grey North, þá eru kosn- ingar vfsar fyrri hluta apríl mán- aðar. Og venjan er að auglýsa þær ekki fyr en lög skipa, svo apríl kosningar eru líklegastar, úr því þær eru á annað borð á- kveðnar á þessu ári. Ef King-stjórnin ætlar að nota sér hagræðið, sem henni stafar af kosningum, áður en stríðinu lýkur, getur verið hættulegt fyr- ir hana að draga nú kosningarn- ar. Með þetta í huga, er fram- koma Kings einkennileg í Grey North kosningunum. Það er ó- víst að þing komi saman. Og hversvegna voru Grey North kosningarnar þá svo mikilvægar fyrir McNaughton hermálaráð- herra? Hví hefir svo miklu ryki verið þyrlað þar upp? Wallace-málið Það lítur út fyrir að val Henry A. Wallace í ritarastöðu í við- skiftaráði Bandaríkja-stjórnar. ætli að verða að einu svæsnasta deiiumáli milli efrimálstofunnar og Roosevelts. Henry A. Wallace var vara- forseti fyrir síðustu kosningar og eflaust fíluestum öðrum hand- gengnari Roosevelt forseta. Ekki vildu demókratar samt tilnefna hann aftur fyrir vara-forseta. — Hvernig Roosevelt hefir verið við það sézt nú bezt á því, að hann valdi hann í miklu ábyrgð- armeiri stöðu nýlega, ritara- stöðuna í viðskiftaráði Banda- ríkjaistjórnar. Hlaut hann við það umsjá mikils fjár, eða um 40 biljón dollara. En þá var efri deildi Bandaríkjaþingsins nóg boðið. Wallace, sem harðsnún- astur fylgisimaður viðreisnar- starfs Rooseevlts hafði varið og fylgdi yfirileitt skoðunum vinstri manna í flokki sínum, hann gat ekki verið rétthugsandi í fjár- málum. Efri deild þingsins hef- ir vald til að neita, ef góðar á- stæður eru fyrir hendi, að maður sem hún ber ekki traust til, sé í stjórnarstöður valinn. Og hægri- menn demókrata álíta Wallace vissulega eikki mann til að hafa umráð alls þessa f jár með hönd- um. Auðmenn þeirra vita vel, að það verða ekki þeir ,sem gull sækja í greipar Wallace. Fénu segist hann nú sem fyr verja þannig að almenningi komi sér- staklega að notum. Við þurfum að sjá 60 miljón mönnum fyrir atvinnu, er stríðinu lýkur, éins og við nú gerum meðan stríðið steridur yfir, segir Mr. Wallace. Og stefna hans er sú, að þessu marki verði náð með því að styðja búnað og smærri athafna og viðskiftamenn, heldur en þá stóru. Þetta er ástæðan fyrir því, hvað sem um það er sagt, að Wallaoe má ekki skipa ritara- stöðu viðskiftaráðsins. Hvernig deilunni lýkur, er ósagt, því demókratar eru eins margir á móti Wallace eins og republikar. Satt er það, að þetta áhrærír viðskiftastefnu Bandariíkjanna á komandi tímum. En að sú stefna, sem þingmenn efri mál- stofu fylgja, en skýra ekki frá í hverju sé fólgin sé farsælfi en stefna Wallace, verður vafamál í hugum margra. En þingið hefir þarna valdið. Ó, frelsi! Hvílík- ar syndir eru ekki drýgðar í nafni þínu! Fjórða innsetning Roosvelts sem forseta Bandaríkjanna fór fram þ. 20. janúar, með mjög álvarlegri og hrífandi við- höfn. Við það tækifæri flutti Mr. Roosevelt stutta ræðu, að- eins 550 orð, sem margir af aðdá- endum hans álíta, sem saman- dregin aðalkjarna þeirra hug- sjóna sem fyrir honum vaka, og sem síðar verða meitlaðar í stein, kringum eitthvert minn- ismerki. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: “Vér biðj- um Hann að gefa oss þá sjón, að vér sjáum glögt þann veg er leiði-r til, betra lífs fyrir oss, og alla aðra — til að framkvæma Hans vWja, til friðar á jörðinni.” Engin forseta inn-setning í sögu Ameríku hefir verið þessari lík, engin hinna þriggja fyrri innsetninga Roosevelts héldur. Hvaða dóm sagan leggur á það, hvernig honum hepnast þetta fjórða tímabW, sem for- seta Bandaríkjanna, byggist að miklu leyti á því, hverju honum hepnast að koma til leiðar á hin- um fyrirhugaða fundi, við Jósep Stalin og Winston Churchill. Allir nafnkendir meðlimir Roosevelts fjölskyldunnar voru viðstaddir innsetningar athöfn- ina, ásamt lýðræðisstjórninni, æðstu -herforingjum, og mörgu öðru stórmsnni. Hálf tylft barna barna forsetans, á ýmsum aldri voru þar og viðstödd. Kfúkkan 12 á hádegi, hófst þessi stutta en merkilega athöfn, og Mr. Roosevelt kom fram á sviðið, haldandi öðrum handlegg sínum yfir herðar sonar síns, Col. James Roosevelt, en hinurn handleggnum yfir herðar líf- varðar síns, Charles Fíedericks. Nú var hann gráhærðari og eldri maður, en er hann hafði þrisvar áðu-r, svarið þennan sama eið. En nú, 62 ára, leit hann út rólegur og hugdjarfur, og tálaði í skýrum og sterkum róm. Hæstaréttar yfirdómari, Har- lan F. Stone, klæddur svartri hempu, las eiðinn, sem er aðeins 37 orð. Hann byrjaði með því að ávarpa forsetann þannig: “Þú Franklin Delano Roossvelt----- Forsetinn lagði hægri hendi sína á fyrirferðarmikla, gamla, hollenska biblíu, og endurtók, hátíðlega loforð sitt. “Svo hjálpi þér guð,” sagði dómarinn. “Svo hjálpi mér guð,” sagði Mr. Roosevelt. Forsetinn leit með hýru brosi yfir mannfjöldann, og hóf svo hina stuttu ræðu sína, sem var að hálfu leyti bæn, en að hálfu leyti vingjarleg samræða. - Ameríska þjóðirv, sagði fors-ct- inn, er nú að ganga í gegn urn sitt mesta reynslutímabil, sem reynir svo mjög á hugdi-rfð henn- ar og staðfestu. “Vér skulu-m keppa að full- komnun. Oss kann að skjátlaSt, en ef vér förum vilt, þá stafar ROOSEVELT FORSETI 63. ÁRA FRÁ SENDIRÁÐINU 1WASHINGTON 25.janúar 1945 Hr. ritstj. Stefán Einarsson: Sendiráðið leyfir sér hér með að skýra yður frá því, að það hefir nýlega frétt að dr. Stefán Einarsson hefir þann 6. janúar 1945 verið skipaður prófessor í norrænum fræðum (Professor of Scandinavian Philology) við * Johns Hopknis háskóla-nn í Baltimore. Dr. Stefán var áður prófessor í forn-ensku við þennan háskóla. Virðingarfylst, Thor Thors það ekki af hvilklyndi, né upp- gjöf siðferðilegra hugsjóna, né þróttar.” At/höfnin varaði aðeins í 6 mínútur, og endaði með þessari bæn forsetans: \ “Hann gefi oss sjón til að sjá þá leiðina, sem leiðir til betra lífs fyrir sjálfa oss, og alla menn.”—Lausl. þýtt. G. E. ÚR ÖLLUM ÁTTIJM Blaðið Montreal Gazette flutti þetta eftir einum fregnrita sín- um 26. jan.: “Eg sá mWli 20 og 30 hermenn á járnbrautastöðinni í Windsor s. 1. miðvikudag; þeir höfðu handjárn á sér og voru tveir og tveir hespaðir saman.” ★ ★ ★ Þegar rússneski herinn var ékki nema 94 mWur frá Berlín s. 1. föstudag, skipaði Hitler svo fyrir að svíða skyldi jörðina hvar sem líklegt væri að Rússar færu yfir. * ★ * Frú Vilhjálmur Stefánsson, kona landkönnuðsins fræga, hef- ir skrifað bók urn flugleiðir milli Vesturheims og Evrópu og Asíu yfir Norður heimskautið. Mælir hún með þeirri flugleið og skrif- ar hrífandi um Norður-Canada og Alaska, segir blaðið Ohristian Science Monitor, er telur bókina gott bókmentalegt innlegg fyrir margvíslsgan fróðleik er 'hún FRANKLIN D. ROOSEVELT forseti Bandaríkjanna varð 63 ára í gær. Af honum var ekksrt til dagsins haldið, en víða um land voru skemtanir um ■hönd hafða-r og ágóðinn af þeim lagður í sjóð til lækningar lömuoarsjúkum, sem er eitt af áhugamálum Roosevelts. hafi að geyma. ★ ★ ★ Fréttir frá Þýzkalandi og Sviss víkja að því, að fundur þeirra Churchill, Stalin og Roosevelts standi yfir eða sé í þann veginn að byrja. Um þetta vita menn ekki með vissu, en fregnritar í London segja Ohurohill ekki hafa verið á þingi í gær og Roosevelt, Stettinius ríkisritara og Byrn-ss, ekki hafa sézt í Wash- ington. Hvar fundurinn sé hald- inn, er sama ráðgátan. En í Rússlandi eða á Italíu geta sumir til að hann sé eða verði haldinn. ★ ★ ★ Bæjarráðið í Winnipeg sam- þykti að byggja 100 ný hús eins fljótt og því yrði við komið og eftir samningi við sambands- stjórnina. Voru 11 atkvæði með þessu en 6 á móti. Með málinu voru þessir bæjarráðsmenn: — Mulligan, Glassco, Harvey, Black, Scott, Anderson, Simp- kin, Brotman, Forkin, Penner og St-apnuk. Á móti: Simonite, Morrison, Hallonquist, St. John, Blumberg og Scraba. Mr. Simonite áleit það draga úr starfi byggingarmanna, að bærinn tækist þetta á hendur, kvað skort á efni og vinnukrafti valda húsleysi nú. Mr. MuWigan hélt fram, að við þessu starfi mætti ekki dauf- heyrast. Þó lítið væri, væri það í rétta átt til að bæta úr brýnni þörf. Sagðist ekki vilja heyra, að bærinn léti sig ekki þet-ta FANGI Á ÞÝZKALANDI W.O. A. P. Anderson Það var getið um það hér í blaðinu 1. nóv. í haust, að þessi ungi og efnilegi maður, hefði eigi komið fram úr flugferð til Þýzkalands; en nú getum vér flutt þá gleðifregn að hann er enn á lífi — þó fangi sé hjá Þjóð- verjum. Hann var, eins og áður hefir verið getið um hér í blað- inu, -starfsmaður við Heims- kringlu um sex ára skeið og kynti sig í hvívetna prýðilega. bæði í umgengni og sem verk- maður. Er þessi gleðiíregn kær- komin öllum sam-verkamönnum hans, vinum og vandamönnum og þá eigi sízt hinni ungu konu hans er varð að kveðja hann eftir svo stutta sambúð, og sem biðið hefir með ótta og kvíða þessa löngu mánuði eftir fregn um 1-íf hans eða dauða. skifta eða það væri ekki verkefni han-s, eins og á stæði. Undir þetta tóku þeir, er með málinu voru. ★ ★ ★ Canadisku skipi (minesweep- er), er Clayoquot hét, var sökt á Norður-Atlantshafinu um jóla- leytið. Af því fórust 8 manns, af 81 alls er á skipinu voru. SMÆLKI “Eftir almennum heilbrigðis- reglum, hlýtur að álítast óviður- kvæmilegt, að byggja þetta nýja hús á rústum svínastíunnar,” sagði aðkomumaður. “Ó eg veit það ekki,” sagði byggjandinn. “Það drapst ekki eitt einasta svín í 15 ár, sem við h-öfðum þau hér.” ★ ★ ★ Það er á orði, að Dumbarton fundurinn hafi verið í miklum vafa um hvort að fótur gjaldeyr- is ætti að vera gull eða sápa. Sumum fanst sápan svara betur en gullið til hinnar háu kröfu hreinrætis kristinnar menning- ar. Voru þeir að vísu mintir á, að útvarpið hefði haft ofmikil áhrif á þá. En þeir vörðu mál sitt með því, að sápuframleiðsla væri svo ódýr, og menningin mundi hrynja til grunna, án sápu, en alls ekki þó gull-fóturinn hyrfi.—Þýtt. * ★ ★ Gesturinn: “Mikið hljótið þér að græða á því að selja vínið svona í staupatali.” Veitingamaðurinn: “tað er nú eitthvað annað, vinur sæll; eg skaðast um nákvæmlega tvo aura á hverju staupi.” “Hvernig getið þér þá lifað á þessu?” “Það gerir mergðin, vinur minn.” ★ ★ ★ Konur hafa hreinna hugarfar en kralar, af því að þær skifta oftar um skoðun en þeir. Oliver Herford I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.