Heimskringla - 31.01.1945, Side 2

Heimskringla - 31.01.1945, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JANÚAR 1945 DÁNARFREGN Walter Sharp Bardarson Þann 17. okt. s. 1. andaðist suð- ur í Bertkeley, Calif., víðförull Vestur-Islendingur, þektur uncþ ir nafninu Walter Sharp Bardar- son. Andlát hans bar snögglega að höndum—orsökin var hjarta- bilun. Hann var fæddur að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, í Mýrar- sýslu á íslandi og skírður Valdi- mar Skarphéðinn. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Bárðarson, hómópati, Ofg fyrri kona hans Ingiríður Eiríksdótt- ir. Þessi góða móðir dó frá barnahópnum sínum ungum, og Walter var tekinn til fósturs af skyldfólki föður 'hans, þegar hann var tveggja ára gamall. — Sigurður Bárðarson flutti því næst til Ameríku. Hann settist að í Winnipeg, og fókk siðan börnin vestur til sín, nema eina dóttur. — Walter kom til Win- nipeg 11 ára, og gekk í barna- skóla þar til fermingaraldurs. Þá fór hann að heiman, og vann fyrir sér sjálfur upp frá því. — Hann var sjálfstæður að eðlis- fari, og um hann má líka með sanni, segja að hann var sjálf- mentaður maður. Hann var víð- lesinn og athugull á það sem var að gerast í heiminum. Hann kom vel fyrir sjónir og vel fyrir sig orði, og var djarfur og örugg- ur í framkomu. Þó leið hans lægi sjaldnast á meðal Islend- inga, glataði hann ekki málinu. Hann bar í brjósti bæði ættrækni °g þjóðraékni — þótti metnaður að þjóðerni sínu og lét þess jafn- an getið að hann væri Islehding- ur. Ferðalögin byrjuðu snemma, ef fyrst er talin Ameríku-ferð Walters. — Sem unglingsmaður fór hann til Klondyke, á gull- leitarárunum þar. Síðan tók hann fyrir hótelvinnu, og gerði að æfistarfi sínu “Hotel Manage- ment”. í þessum verkahring á- vann hann sér traust og álit — og fór víða um lönd. Á eftir- fyilgjandi stöðum (meðal annara) stundaði hann atvinnu sína: Royal Alexandra, Winnipeg; Potter Hotel, Santa Barbara; Portola Louvre, San Francisco; Vogelsangs, Chicago. Svo fór hann til Austurlanda — Singa- pore, Penang, Malay States, Burma og Shanghai. — Þar vár starfsvið hans 1917—1936. 1 Singapore var hann Business Manager á Raffles Hotel, og sömuleiðis á Astor House Hotel í Shanghai/ Seinna var hann Managing Chief Steward á Shanghai Club. Þrír síðastnefnd- ir staðir voru, fyrir stríðið, ein- hvérjir ríkmannlegustu dvalar- staðir ferðafólks frá öllum lönd- um. Walter kyntist því í hundraða tali, og eignaðist marga vini. — Hann öðlaðist einnig næman skilning á skapgerð Austurlanda fólks og samúð með því. Það, aftur á móti, bar virðingu fyrir honum í allri samvinnu og við- skiftum. Sjaldan hitti hann Islending á þessum árum. — Þó bar svo við eitt sinn í Shanghai, Kína, að til hans komu þrír ungir, íslenzk- ir gestir, og fengu auðvitað höfð- inglegustu viðtökur. Gestirnir voru Lillian Straumfjörð, ken- 9lukona frá Blaine, Wash., Sam- uel Sivertz frá Victoria, B. C., og Kári Johnson frá Seattle. Lillian var á sekmtiferð í sumarfríi, Samuel var starfsmaður hjá bankafelagi í Shanghai en Kári hjá American Mail skipafélag- inu. — Piltarnir heimsóttu Wal- ter oftar, hann nefndi þá vík- ingana sína, og hélt þeim veizlu í hvert sinn. — Nú síðast var Walter “Maitre d’hotel” á Clare- mont í Berkeley, Calif. Þar hóldu íslenzkir stúdentar kvöld- boð 17. júní s. 1. í tilefni lýðveld- isdagsins heima. Á meðan set- ið var undir borðum lét Walter bera inn stóra og skrautlega af- mælisköku, prýdda ísl. fána, á- letran og einu kertaljósi. Hann mælti sjálfur nokkur viðeigandi orð, um leið og borið var fram þetta tillag hans til veizlunnar. Walter var tvígiftur — báðar konurnar Amerískar. Sú fyrri KÍNVERSKI HERMAÐURINN Eftir Ernest O. Hauser Kínverski hermaðurinn hefir þolað undanhald og ósigra í tæp sjö ár, en er ennþá kátur og bar- áttufús og efast aldrei um úr- slitasigurinn. • Óbreytti hermaðurinri Cheng hefir lengsta æfingu allra her- manna, sem berjast nú með hin- um sameinuðu þjóðum. — Hann hefir átt í styr jöld í tæp sjö ár — lengur en Bretar, Rússar og Bandaríkjamenn. Sjö ár — og ekki fengið eins dags heimfarar- leyfi. Cheng hermaður veit, að ekkert getur veitt honum heim- fararleyfi nema sigur — og þá getur hann þraimmað heim á litla akurinn sinn í Kweiahow- héraði. Eg hitti hann fyrst í neðan- jarðarbyrginu hans á Mfrtkja- hæð, þar sem hann sat bak við sandpöka og hélt fast um kin- versika riffilinn sinn. I gegnum svolitla glufu á byrginu sá hann glitta í Yangtze-fljótið og hand- an við það var Ichang-borg, en þangað höfðu Japanir komist lengst inn í Kína. Cheng þekkir þetta fljót vel. I raun og veru þekkir hann hvern þumlung af því héðan og alt til sjávar, því að meðfram því hefir hann og félagar hans barist. og hörfað og barist aftur, alt þar til þeir komu til þessara varnar- virkja, sem gerð eru úr klettum og gjóm. Cheng barðist fyrst í orustunni um Shanghai. Það var sumarið 1937. Herdeildir. hans varði víglínu, sem hefði átt var ljúf og vinsæl söngmentuð | vera varin af heilu herfylki. kona, sem dó sviplega á ferð yfir Óvinurinn lét skothríð frá her- hafið. Seinni konan lifir mann skipum og flugvélum dynja á sinn. Einnig lifa hann tvær al- J þeim, en herdeildin varðist þar systur — Elsabet, í Borgarsýslu til borgin var yfirgefin. Þegar á Islandi og Solveig Olson, í hún safnaðist aftur saman, við Seattle; ennfremur tvö hálft j nýja varnarlínu ofar við fljótið, | systkini í Seattle, Leo, og Mrs. hafði hún mist helming manna Theodore Dodd. Þessir fjórir feðgar hafa allir látist hér vestur við haf á s. 1. tveim árum: Sigurður Bárðarson og synir hans Helgi og Walter af fyrra hjónabandi, og Otto af því síðara. Allir voru þeir þrek- menn í sjón og raun, og ágætlega sinna. Siðan kom orustan um Nan- king, þar sem herdeild Ohengs varði hluta af þessari fornu borg alt þar til skipun um undanhald var gefin. Tfónið var lítið — aðeins einn þriðji hluti liðsins. Hankow var næst, og þar urðu vel gefnir, hver á sinn hátt. Þess | þeir fyrir mestu tjóni — f jórir minnast víst allir sem Sigurðij fimtu hlutar liðsins var strá- kyntust hversu kempulegur drepinn, eftir fræga vörn. Nú hann var og höfðinglegur og hve- höfðu nærri allir af hermönn- vel hann bar ellina. Þá ekki síð- unum frá Kweichow-héraði ver- ur hve heitt hann unni íslenzku ið fdldir og Gheng og þeir af fé- bókunum sem hann safnaði af lögumhans, sem eftir lifðu, lentu mestu alúð um langan aldur og á flækingi. Þeir flæktust í þrjár las fram í andlátið. vikur og hinir særðu og þeir, Útför Walters fór fram í Oak- sem örmögnuðust urðu að deyja land, Calif., undir unœjón Frí-1 úrotni sínum, þegar þeir gátu múrarareglunnar. Hann var “A ekki haldið lengra af sjálfsdáð- member of the Shrine and a 32nd degree Mason”. — Hann hafði rutt sér braut frá bernsku, hlotið viðurikenningu í sínum um. En þeir, sem náðu ákvörð- unarstað sínum, sem var herstöð nokkur í Hunan-fylki, fundu þeir birgðaskemmur fullar af To Conserve Materials and Manpower A recent Government order has greatly curtail- ed the supply of cartons. Will you please return all used cartons as soon as possible. A little care in opening new deliveries will make possible the re-use of cartons which can be returned with empty bottles. Your co-operation is necessary to conserve these materials and labour. verkahring skipað þar glæsilegar hrísgrjónum og nóg af hraustum ábyrgðarstöður, og kynst og um- brúnleitum Hunan-búum, til að gengist fólk frá flestum löndum SanSa 1 hð með þeim. Endur- heimsins. Hann eignaðist ótal J nærð °§ endurskipulögð fór her- vini, en trygð hans var jafnan úeildin aftur til vígstöðvanna við djúp og óskift til ættfólksins og Yangtze-fljót, þar sem óvinurinn íslenzkra erfða. var ennÞa 1 miskunarlausri sókn. Jakobína Johnson Þar reðst hún á vinstri fylking- —15 jan. 1945 Seattle, Wash. ararm hans olli honum miklu Eftir að hafa unnið þennan eina sigur, tók herdeildin sér j stöðu hér við fljótið — gegnt I Ichang-borg. I þetta skifti vita •hermennirnir ,að þeir munu ekki I hörfa. Þesir klettar og þessi gil J að ba'ki þsim eru bandamenn í þeirra. Jafnvel án flugvéla og án stórskotali^s geta þeir varið þennan stað. Þeir hörfa ekki lengra. Ohungking — höfuð- bprgin — er 350 mílum ofar við fljótið. Sjö ára undanhald hefir ekki haft nein áhrif á siðferðisþrek Ghengs. Þarna í þessu óþrifa- lega neðanjarðarbyrgi, rétt fyrir framan byssukjafta Japananna, áttum við Oheng tal saman. “Hvers vegna réðust Japanir á landið ykkar?” spurði eg. “Vegna þess að þeir vilja ná hrísgrjónunum okkar,” sagði hann sakleysislega. “Heldur þú að þeir hreki ykk- ur héðan?” “Nei,” sagði hann brosandi. “Það er ómögulegt.” Hann benti í gegnum rifuna, á Iohang-borg, þar sem rauk upp úr verksmiðju- reykháfunum. “Þeir eru fastir þarna. Þeir komast ekki lengra og keisari þeirra leyfir þeim ekki að snúa aftuc. Þarna út- rýmum við þeim — strax og við höfum fengið flugvélar og byss- ur frá Ameríku.” “Og þegar þið hafið útrýmt þeim,” spurði eg varlega, “hvað ætlið þið þá að gera?” “Frændi minn,” sagði hann, “stjórnar búinu mínu. En hann er orðinn gamaíll og vill að eg komi heim.” “Hvenær verður það?” Cheng hló, en það var aðeins munnurinn, sem hló, í hinum skásettu augum hans var harka og einbeittni. “Við getum þolað þetta sama í þrjú ár ennþá,” sagði hann, “og lengur, ef þörf krefur/’ Cheng (hefir aldrei séð kvik- mynd, aldrei bragðað bjór eða brennivín, nema einu sinni, þeg- ar hann gat stolið því frá Japön- um. Hann hefir aldrei sofið í mjúku rúmi og aldrei borðað góðan mat. Magi hans og melt- ingarfæri eru gerð fyrir hrís- grjón og lítið annað. Til að geta lifað af svo einhæfu fæði, þarf hann að fá talsvert mikið af því. Daglegur skamtur hans er 24 únsur, sem fylla 7 9kálar. Hrís grjón og salt er það eina matar- kyns, sem herinn lætur honum í té. Ef hann vill fá ofurlítið kál, radísur eða annað grænmeti, verður hann að kaupa það fyrir eigin fé. Laun hans eru 20 kín- verskir dollarar á mánuði (rúm ur $1) og. auðvitað er grænmetið, sem hann getur keypt, mjög taik- markað. Einu sinni í mánuði fær hann sneið af svínsfleski. Jafnvel fyrir kínverskan her- mann, sem er eins og vél, sem brennir hrísgrjónum, er þetta mjög ónógur kostur. Það vant- ar hitaeiningar og fjörefni. En Oheng veit, að landið hans er fá- tækt og að hann verður að vera nægjusafnur. En hann veit einn- ig, að ef hann sýkist af malaríu eða blóðkreppusótt, þá hefir hinn veikbygði líkami hans ekki mikið mótstöðuafl. Cheng veit líka, að það er mjög slæmt fyrir hann, ef hann skyldi særast. Óraleiðina frá viðstöðv- unum til næsta sjúkralhúss verð- ur hann að fara fótgangandi. Ef til er nóg af sjúkrabörum og nægilegur mannefli til að bera hina særðu, þá er það ágætt, en þetta er sjaldnast fyrir hendi, og þá verður hinn særði að ganga. Fjarlægðin milli vígstöðvanna — sérhverra vígstöðva — og næsta sjúkrahúss, er að meðal- tali 60 mílur. Og allur kínverski herinn — 10. milj. hermanna — hefir aðeins 1500 læknum á að skipa! Síðastliðið vor, þegar bardag- ar hófust á ný við Burma-braut- ina, lagði nýliðasveit úr Sjech- wan-héraði af stað til vigstöðv- anna. Flutningatæki voru auð- vitað engin til, svo að þessir 2500 nýliðar lögðu af stað fótgang- andi, með alt sitt hafurtask og útbúnað á bakinu. Þanriig gengu þeir í einfaldri röð eftir illfærum fjallastígum 800 mílna leið. Þeir náðu áfangastað sínum eftir tvo og hálfan mánuð, og foringi liðs- ins taldi þá. Er hann hafði lokið talning- unni, settist hann niður í hinn gula leir og grét. Af 2500 mönn- um, sem höfðu lagt af stað, náðu 1100 áfangastað. Þetta dæmi er á engan hátt nein undantekning frá hinu venjulega, heldur sýnir það að- eins ljóslega, við hvaða örðug- leika kínverski hermaðurinn á að stríða. Á síðastliðnum sex árum hafa Kínverjar mist 5 milj. manna, en allur sá fjöldi hefir ekki fallið fyrir byssukúlum eða sprengjubrotum óvinanna. Þúsundir hafa orðið hungur- morða eða borið lægri hlut í bar- áttu við sjúkdóma, sem hægt hefði verið að lækna á fáum dög- um við sæmileg skilyrði. Þús- undir hafa örmagnast og látið lífið við þjóðvegina. Oheng hefir tvo eirikennisbún- inga, sumarbúning og vetrarbún- ing. I bakpokanum hans er ekki ein einasta spjör úr ull og ekkert úr leðri. Kínverski hermaður- inn á enga sikó. Hann gengur á ilskóm úr strái, sem hann býr sér til sjálfur í frístundum sín- um, en fætur hans eru líka sterk- ir. Hann þarf að minsta kosti að vera majór til þess að fá leð- urskó, og einu stígvélin, sem eg hefi séð í kiímversfca hernum, eru í eign her^höfðingja. Að öðru leyti er enginn ytri munur á yfirmönnunum og und- irmönnum á vígstöðvunum. Þeg- ar til vígstöðvanna er komið, af- klæðast yfirmennirnir hinum fallega einkennisbúningi, sem þeir bera í herfoúðunum, og ó- breytti hermaðurinn verður að þekkja yfirmann sinn í sjón, ef hann vill heilsa honum. Kap- teinar og ailir yfirmenn, lægra settir en þeir, matast með her- mönnunum. Yfirmennirnir eru kurteisir og vingjarnlegir. Þeir heimsækja menn sína, skrifa fyr- ir þá bréf, lána þeim peninga, segja þeim sögur og syngja með þeim. Það er þetta lýðræði, sem gerir kínverska herinn sterkan her. Lýðræði, sem er árangur af fjögur þúsund ára baráttu þjóð- arinnar við flóð, hungursneyðir, styrjaldir og drepsóttir. Yfirmenn hersins eru allir at- vinnu-foermenn, en óbreyttu her- mennirnir eru fengnir með her- skyldu. Oheng er friðsamur ná- ungi og hann hefði helzt kosið að fá að sýsla á akrinum sínum í friði alt sitt líf. Hann man enn- þá eftir deginum — fyrirliði þorpsins gekk einn sólfagran morgun eftir þorpsgötunni og barði kopartrumbuna og allir þustu að, til að hlusta á nöfnin, sem hann las upp. Nafn Qhengs var nefnt og svo voru nágrann- arnir hans, Wang, Tsu, Liang, Wei, Lin og tveir aðrir Ohengar. Lin, Wang og einn enn gátu mút- að fyrirliða þorpsins, og sluppu við herskyldu. En Cheng hafði nýlega þurft að koma föður sín- um í gröfina, og skuldaði pen- ingalánaranum 400 dollara, svo að það var efcfci um annað að ræða en að fara. Mánuði síðar hnipraði hann sig saman í sfcot- gröfunum við Shanghai og þar sá hann vesalings Liang, sem ætlaði að kvænast systir hans, falla fyrir sprengjubroti. Nú hefir Oheng ekki lent í or- \ ustu síðan fyrir rúmu ári, er Japanir brutust ,yfir fljótið og tóku Signal-hæð, og herdeild Ohengs þurfti að ná henni á vald sitt aftur. Orustan stóð í tvo daga, herdeildin misti 100 manns, en náði hæðinni. Og þarna heldur herdeildin hans Chengs vörð, mánuð eftir mánuð, og bíður eftir skipun um að sækja fram. “Aðgerðarleysið fer verst með j hermennina,” sagði veðurbarinn | majór við mig. Eins og flestir i starfsbræðra hans tilheyrir hann | millistéttinni. Faðir hans var silkikaupmaður í Chekiang, og hann hafði fengið þjálfun sína á herskóla. “Fyrstu ár styrjald- arinnar var lif í tuskunum. Þá sóttu Japanir fram, en við hörf- uðum. En síðan við kamum að þessum klettavirfcjum, hefir styrjöldin breyzt í kyrstöðuihern- að. — Sumir hermanna ofckar hafa þurft að sitja svona, á hæð eins og þessari, í þrjú eða fjögur ár aðgerðarlausir.” Til að bæta úr þessu tilbreyt- ingarleysi 'hefir herstjórnin tek- ið upp kerfi, sem hefir gefist mjög vel. Oheng er í varðstöð sinni í sex vikur í senn. Þá er hann fluttur til stöðvar að baki varnarlínunnar, þar sem hann dvelur í tólf vikur við heræfing- ar, skemtanir og lærdóm. Eg sá Oheng aftur í dail einum um 20 mílur frá varnarlínunni, þar sem hanri var önnum kafinn við æf- ingar. Þessi dalur mundi vera ágæt- ur staður til sumardvalar, en þar er-u líitl þægindi fyrir Oheng og félaga hans. Þeim er hrúgað saman á bændabýlin — bóndinn og fjölskylda hans verða þá að hafast við í eldhúsinu — 40 manns verða að sofa þarna, eins og síld í tunnu. Þeir eru vaktir kl. 4.30 að morgni, liðsikönuun fer fram kl. 5. Síðan er kínverski fáninn dreginn að hún og allir syngja þjóðsönginn, og hrópa því næst herópið, sem Chiang Kai- S(hek yfirihershöfðingi hefir val- ið þeim. Morgunverð fá þeir ekki fyr en kl. 8.30 — í þrjár klukkustundir verða þeir að kasta hantísprengjum og hand- leika byssustinginn áður en þeir fá nokkra næringu. Eftir morgunverð hlustar Oheng á fyrirlestur um hers- höfðingja Japana, hreinlæti. bandamenn Kínverja o. s. frv. Síðan er hann við heræfingar tii kl. 12.30, en þá hlustar hann aft- ur á fyrirlestur. Eftir hádegið er hann ennþá í tvær klukku- stundir við æfingar, og í hálf- tíma er hann að hreinsa riffilinn sinn, þvo fötin sín og búa um rúmið sitt. Miðdegisverð —■ j hann fær aðeins tvær máltíðir á ! dag — borðar hann kl. 4 og eftir það hefst bezti tími dagsins. * Því sem eftir er dagsins eyðir hver eftir sínum geðþótta — við leiki, spil, söng og fcveðskap. Kl. 8 eru allir kallaðir saman og dag- urinn er á enda. • Cheng kann hvorki að lesa né skrifa. Að vísu kemur kennari einu sinni eða tvisvar í viku og kennir honum að skrifa nokkra kínverska stafi. Þar sem papp- ír er dýr, verður hann að láta sér nægja að reyna að krota þá í leirinn með stafpriki. En kensl- an er mjög ófullnægjandi og það verður langt þangað til Oheng getur lesið fyrirsagnir kínversku dagblaðanna. Gheng er enginn heimskingi. En foeima á sveitabænum sínum hefir hann þurft að notast við steinaldartækin, sem forfeður hans notuðu, og foann lítur á flestar uppfyndingar 20. aldar- innar með augum þriggja ára gamals barns. En hann er samt áfjáður í að læra. Hann þekkir vel riffilinn sinn og hann verður mjög hreykinn, ef honum er trú- að fyrir margbrotnara verkfæri- Hann fer vel með öll tæki, sem honum eru fengin í hendur, og leggur mikla stund á að læra að nota þau sem fyrst. • Óbreytti hermaðurinn Cheng stendur á varðstað sínum og bíð- ur flugvélanna og byssanna, sem jhonum hefir verið lofað. Hann bíður eftir skipun um að sækja |fram. Hann er ekkert að flýta sér — enginn Kínverji hefir nokkru sinni flýtt sér — en hann hugsar heim til sín og á hverri nóttu dreymir hann um þorpið siitt, afcurinn sinn og gamla fólk- ið heima. Hann hefir ekki séð skyldmenni sín í sex ár. I sex ár hefir hann hörfað. I sex ár hef- ir hann barist nærri vopnlaus, J við ægilegasta herveldi heims- ins, í sex ár hefir hann þrammað skólaus um fjöll og vegleysur. Sex ára bið — sex ára hungur. En Oheng — kánverski her- maðurinn — getur efcki gefist upp. Ekkert getur bundið enda á stríðið, nema sigur, og hann er fu'llviss um, að sigurinn muni verða hans að lokum.—Vísir. VIÐ KVIÐSLITl Til linunar, bóta og styrktar *eynið nýju umbúðirnar, teyj’J- lausar. Stál og sprotalausar. —- Skrifið: Smith Manfg. Company. Dept, 160, Preston, Ont.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.