Heimskringla - 31.01.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.01.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 31. JANÚAR 1945 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA GóÐKUNNUR land- NÁMSMAÐUR Jón S. Árnason Jón S. Árnason, var fæddur 20. febrúar 1859 á Hámundar- stöðum í Vopnafirði í Norður- Múlasýsilu. Foreldrar hans voru hjónin Árni Þorgrímsson og Þór- unn Illugadóttir. Vestur um haf flutti Jón árið 1887, til Norður Dakota, og mun hafa dvalið þar um hríð, hjiá móður sinni og Arna bróður sínum — en þau v°ru flutt vestur — þá fyrir fá- um árum, og bjuggu á heimilis- rettarlandi sínu, skamt fré bæn- um Hensel, N. D. Þaðan fór Jón vestur til Callgary, Alta., — og eftir stutta dvöl þar, lagði hann Jand undir fót”, og brá sér til Yukon og Alaska, og var þar í nokkra mánuði. Þá sneri hann 1 “austurveg”, og settist að í Victoria, B. C. Þar vann hann við trésmíði allmörg ár. Frá Victoria flutti Jón til Van- couyer, B. C. Þar giftist hann fyrri konu sinni, Ósk Lárusdótt- lr> — var Sigríður kona Lárysar, óóttir Bólu-Hjálmars, sem kunn- Ugt er. Jón misti fyrri konu sma eftir fárra mánaða sam-búð. ^ú undi hann ekki iengur hag sínum vestra, og flutti til Norð- ur Dakota, aftur. 26. maí 1899 gekk Jón að eiga Guðbjörgu Björnsdóttir Bald- vin, er hún skagfirsk að ætt, og hin mesta sóma kona, (systir Prófessors Sveinbjarnar Jöhn- son, sem er þjóðkunnur fræði- u^aður, bæði hér og heima). Seinna um sumarið 1899 fluttu bau ihjónin til Manitoba, og sett- ust að í hinni svonefndu Marsh- iand-bygð, skamt frá Gladstone, ^ön., og bjuggu þar unz þau fluttu búferlum vestur til Sask- atcihewan árið 1905, og reistu bú 1 Fbam Lake-bygð — sem er frumbygð Vatnabygðanna í ^uskatehewan. ^ar bjuggu þau Jón og Guð-; björg á landnámsjörð sinni, unz bau brugðu búi á áliðnu sumri 1940, og fluttu til Elfros, Sask. ®ru frændur þeirra og vinir bú- j s2ttir þar í bænum og grendinni. J ^örn þeirra Jóns og Guðbjarg- taka það, sem áður var sagt: Að Árnasons systkinin eru bæði mentuð og mannvænleg, og lík- leg til framsóknar á leiksviði líf- væniegrar framtíðar. Um ætt Jóns Árnasonar verður ekki ann- að ritað hér, en tilfærðar nokkr- ar málsgreinar úr æfiminningu frú Kristínar Þorgrímsdóttir Jackson (föðursystir Jóns Árna- sonar), sem skáldið J. Magnús Bjarnason ritaði í Almanak Ólafs Thorgeirssonar árið 1935, —Kristín föðursystir Jóns: “-----F\)réldrar hennar voru merkishjónin Þorgrímur Péturs- son og Sigríður Árnadóttir sem bjuggu um langt skeið á Há- mundarstöðum.. Faðir Þorgríms var Pétur á Hámundarstöðum á Jökuldal, Péturssonar, Péturs- sonar, Sveinssonar, Filipussonar; og má rekja þá ætt, að sögn, til Jóns Magnússonar á Svalbarði og Ragnheiðar Pétursdóttur, Loftssonar, Ormssonar Loftsson- ar hins ríka. En Árni faðir Sigríðar (móður j Kristínar) — föðursystir Jóns 1 Árnasonar — var sonur Stefáns Schevings, prests að Pnesthól- um. Kona Árna hét Kristín Guð- mundsdóttir, bónda í Húsey í Hróarstungu, Filipussonar. Þau Árni Stefánsson og Kristín Guð- mundsdóttir bj-uggu lengi í Hús- ey. Systkini Jóns Árnasonar voru fimm: Þorgrímur, Árni, Jónatan, Benjamín og Sigríður. Eru þau nú öll dáin nema Jóna- tan, og á hann heima í Norður Dakota. 31. október s. 1. var Jón Árna- son allhress eftir hætti um morguninn; var að hlúa að íveni- húsi þeirra hjóna fram yfir miðj- an dag, kom svo inn og settist á stól, á meðan kona hans bjó til kaffið. En í þeirri millitíð misti hann málróm og mátt, að mestu leyti. Var nú læknir að vörmu f I spori til staðar; flutti hann Jón tafarlaust á sjúkrahús bygðar- j innar, sem er í Wadena, Sask., j og þar andaðist hann samdæg- I urs. Hjartabilun var banameinið nefnt. Með Jóni Árnasyni er til grafar hnigin góðviljaður og skynsamur landnámsmaður. — Hann stundaði bú sitt allvel, og 9á fjölskyldu sinni farborða eftir mætti, um leið og hann reyndist góður nágranni. Það má svo að orði kveða, að þau Jón og Guðbjörg væru hvort sem annað í því, að taka svo á móti gestum sínum, að þeiní varð minnisstæð alúðleg framkoma þeirra hjóna. Guðbjörg á all- stórt myndasafn, (vel með far- ið) og þó nokkuð af úrklippum úr ýmsum blöðum, sem hún sýndi vinum og kunningjum sem heimsóttu fjölskylduna. Jón hafði lag á því að segja manni sitt hvað, sem var bæði fróðlegt og sfcemtilegt, án þess hann yrði var við — fyr en eftir á — að nú ar voru 6, eru 4 á lífi, öll vel mentuð og , manmvænleg, þrír órengir og ein stúlka. Björn Nllkuilás Árnason, er elztur þeirra systkina, hann er gáfaður og vel l®rður framsóknarmaður; hann l'efir gengt ábyrgðarmikilli stöðu hjá fyllkisstjórninni í Sask- atchewan, í næstliðin 16 ár; hef- lr hann aðallega starfað við sam- vmnumála-deildina í Regina, og Var hann skipaður aðstoðarráð- §jnfi (Deputy Minister of Co- °Peration) s. 1. haust, af Saskat- chewan stjórninni, sem kunnugt er af blöðum og útvarpi. Björn er giftur enSkri konu, og eiga bau tvö börn. Edward Baldvin er starfsmaður hjá Co-operative 11 Refinery í Regina; Corporal uðmundur Albert, hann veitir ilsögn á flugvéla-verkstæði í St. homas, Ont. Þeir eru báðir ný- e£a giftir; Ungfrú Guðbjörg sfc Eugenia, hefir verið skóla- ennari til fleiri ára, og heldur ** stöðu með góður orðstír Vl Wynyard bæjarskólann, hún stúlka og myndarleg. br- U VlH efchi sá sem segir frá, °sa þessum kunningjum sín- m meira að sinni, aðeins endur- hafði hann fræðst um býsna margt, sem honum var áður ó- kunnugt uun. Jón rendi jafnan grun í, hvað , kunningjar hans kusu sér að um- talsefni. Hann var vel heima í (sögu Canada og Bandaníkjanna (— og gat gefið ábyggilegar upp- | lýsingar um þá menn sem helzt i höfðu valdið þjóðfélagslegum straumhvörfum þeirra landa, og kunni að nafngreina þá. Það kom jafnan fram í samræðu við Jón, að hann var fróður um ís- lenzkar bókmentir, og átti sína skoðun á rithöfundum. En f jöl- kunnugastur fanst manni hann stundum vera, þegar hann var að lýsa staðháttum á íslandi, og gera grein fyrir prestum og sýslumönnum, sem hann gat oft- ast, bæði nafngreint og ættfært. Ekki var það á almanna vitund, að Jón væri hagorður í rími — þó gat það vel verið — því hann bar gott skynbragð á bundið mál. Hann hafði oftast eitthvað íhug- unarvert um sfeáldin og verk þeirra að segja, sem maður kærði sig ekki um að gleyma. — T. d. kornst hann eitt sinn svo að orði um Stephan G.: “Stepíhan hefði BJÖRN JóNSSON AXFJÖRÐ Hér er sýnd mynd af einum þessum eldspúandi vélum er nefndar eru “Crocodile”. Þær eru taídar að vera einar þær allra Skaðlegustu að kasta eldi allra þeirra er enn hafa verið upphugsaðar. Þær eru dregnar af Churohill skriðdreka og kasta eldi í allar áttir um 450 fet, sem er sú lengsta vegálengd er enn hefir þekst að hægt sé að kasta eldi. ekki þurft að yrkja annað en kvæðaflofekinn “Á ferð og flugi” til þess að verða frægur sem skáld — en mér þykir vænst um hann fyrir það, hvað hann var góðviljaður maður.” Eg, sem rita þessar línur, var í nágrenni við Jón, og þekti hann frá öðrum — s. 1. 29 ára tímabil. — Þarf því naumast að tafea það fram hér, að eg muni hafa verið meðál þeirra sem höfðu gaman af að spjalla við hann, og fræðast af honum um menn og málefni: þar sem hann var bæði skynsam- ur og fróður, sem áður er sagt. Nú er hann genginn um garð, Garðurinn saknaði manns. Minningar gengu í garð, Og ganga — í staðinn ihans. Gleðiminningar um merkiileg- an mann, ganga nú í staðinn hans, í heimahögum ástvina, og þeirra sem þektu hann bezt. Ástvinir og vinir þess sem fram er liðinn, eru ekki eftir- skildir munaðarlausir, á meðan endurmihningarnar hvísla að tilfinningunni: að hann sem dá- inn er, hafi verið góðviljaður maður. J. J. N. GRIKKLANDSMÁLIN Þegar eg leit greinina um Grifeklandsmálin, í Lögbergi frá 18. jan., eftir J. J. Bíldfell, datt mér strax í hug hvort ske kynni að hann virkilega ætlaði nú loks- inis að yfirgefa hina gömilu fé- lagsbræður sína, í nauðum þeirra, og líta eitt mál réttu auga. En eg var efcki búinn að lesa langt þegar eg sá hve fjar- stæð sú ímyndun var. íhaldið á ekki svo létt með að sleppa sér. Það getur skoðast sem eins- konar skyldurækni að verja mis- gerir stórmennis, sem eitthvað mikið hefir áður vel gert. Því það verður ebki af Ohurohill' skafið að hann brást fljótt og drengilega við þegar Hitler réð- ist á Sovét-ríkin. Þó að hann, vegna mikilla vitsmuna, sæi þar í feiilspor og forlög Hitlers, og' eigin sigurvon, er honum þakk-' andi fyrir hve vel og ræfcilega hann breiddi þá yfir sína fyrri illúð og fordóma. Og margt hef- ir hann vel gert síðan. En eng- inn er svo stór og fullkominn að honum . verði réttilega þafckað það, sem hann ákvarðar til meins. Og hingað til ihefir Chur- chill sjaldan orðið flökurt við þó móti blési. Það er því minni ástæða til að halda taum hans í állar áttir af einberum sefa. Áður en Bretar komu til sög- unnar fréttist lítið um hvað var að gerast á Grikklandi. — Margt var auðvitað í óreiðu, eins og árvalt er fyrst í stað þegar þjóð losast úr langvarandi ánauð og er að reyna að skipast úr sundr- ung til samtaka; því alstaðar er stéttaskifting í hinum kapital- isku löndum. Einvaldsstjórnin, sem áður var, þóttist eiga tilkall til endurreisnar og var að reyna að ná tökum aftur með valdi gegn fjöldanum, sem girntist lýðræði og hafði í fyrsta sinr. kraft í köglum til áherzlu. Út- litið var það, að vinstrimenn næðu yfirráðum; þeir voru svo margir, og vopnaðir nú eins og hin hliðin. En ihingað til hefir aldrei þótt sæmilegt að aðrir en íhaldsmenn hefðu vopn á bak' við sátta-tilraunir sínar. Svo Ohurohill varð að koma til 9Ögunnar að skakka leikinn. Og eitthvað hafði hann líka af byssum til hægðarauka. Það er ætíð lofsvert að skafeka leik á tilötlulega friðsamlegan hátt, ef hægt er; en sé það gert með ofbeldi eingöngu er erfitt að sjá í hverju hagurinn liggur. Það kann að vera eitthvað nota- legra eða saklausara að falla fyr- ir brezkum kúíum en grískum; en Grikkir auðsjáanlega vissu það ekki, og féllu því eftir sem áður, ef ekki meir, á meðan nokkur von entist. Innbrotsrruenn eru sjaldnast vinsælli en heima- menn. Eins og Bíldfell segir vitum við hér óAóg um afstöðuna á Grikklandi og öll aukaatriði, því alþýðunni er ekki sagt frá öll- um ástæðum. En allir nema Bíldfell vita fyrirfram hvoru miegin mála Ohurchill myndi í öllu falli sfcipast; enda bar ihann engar dulur á það. Hann vildi gömlu einræðisstjórnina til baka í sinn sess, að minsta kosti til bráðabirgða. Sú fyrirbára að einungis þannig stjórn geti trygt réttlátar kosningar eftirleiðis er blekking eins og gildra; því þannig valdhafar eiga þúsund ráð til að stýra athöfnum undir- stéttarinnar sér í vil þegar hún stendur uppi ósamtaka og varn- arlaus. Hver myndi, til dæmis, staðhæfa að foringjar Þýzka- lands gætu einir séð um réttlát- ar almennar kosningar á Þýzka- landi að leifcslokum? P. B. DÁNARFREGN Þann 22. jan. s. 1. andaðist að Baldur, Man., bændaöldungur- inn Markús Johnson, fullra átta- tíu og sex ára gamall; fæddur að Spágilsstöðum í Laxárdal í Dala- sýslu 22. nóv. 1858. Hann kom vestur um haf 1883, og vann á ýmsum stöðuim og við ýms störf þar til 1898 að hann keypti land við Baldur, Man., og bjó þar síðan rausnarbúi þar til fyrir tveim árum að hann lagði niður búskap fyrir elli safcir. Kona hans lézt háöldruð 1940. Þrjú börn þeirra íhjóna eru á Mfi, son- ur og dóttir, er búa við Baldur, og dóttur er búsett er í Winni- peg. Hann á tvö háöldruð syst- kini á lífi, Ástrósu, er heima á í Winnipeg, og Jón, er búsettur er í Reykjavík á Islandi. Hann er sá þriðji þessara Spágilsstaða- bræðra er dáið hafa 9Íðustu sjö mánuðina, Jón er dó 9. júní i Brandon, Man., Guðbrand, er dó á Spágilsstöðum 10. sept., og svo Markús er lézt í þessum mánuði, eins og að ofan getur. Þessa merfea frumherja verður nánar minst síðar. Hann andaðist að heimili sínu í hinni svo nefndu Hólar^bygð nálægt Leslie, Sask., 31. des. s. 1., eftir langa vanheilsu; hafði verið rúmliggjandi síðustu 14 eða 15 vikurnar. Björn var fæddur að bænum Ytri-Tungu í Suður- Þingeyjarsýslu 14. febr. árið 1864. Voru foreldrar hans þau hjónin Jón Guðmundsson og Kristín Jóhannesdóttir. Ólst hann upp undir handleiðslu for- eldra sinna, sem voru vinnuhjú í ýmsum stöðum en þó oftast í Axarfirði. Ungur giitist hann, árið 1894, Petrínu Jónsdóttur en misti hana eftir mjög skamma samveru. — Eignuðust þau eitt stúlkubarn, sem er fyrir löngu dáið. Árið 1897 giftist hann eftirlif- andi seinni konu sinni, Valgerði Þorláksdóttur, ættaðri úr Þistil- firði. Þeim varð þessara barna auðið, sem komust til aldurs: Kristveig (Mrs. Guðmundsson', Bankend, Sask.; Gunnlaugur Stefán, dó árið 1923; Þorlákur, í föðurgarði; Halldór, búsettur í Hólar-bygð og kvæntur hér- lendri konu; Steingrímur, í Can- ada hernum og fréttist síðast til hans á ítalíu. Auk þessara barna eru 12 barnabörn og 5 barna- barna-börn hans á lífi. Þau Björn og Valgerður komu til Ameríku árið 1903. Dvöldu þau fyrstu 7 árin í Argyle-bygð- inni, Man., en tóku heimilisrétt- arland í Hólar-bygðinni árið 1910 og hafa búið þar síðan. Björn sál. var einkar glað- lyndur maður og vinsæll í sínu nágrenni. Hann var mjög lag- lega hagmæltur og hafði það til, sem fleiri landar, að kasta fram stöku við ýms tækifæri. Skáltí- skapur hans var ætíð gamansam- ur en græskulaus enda var mað- urinn velmenni. Nó hljóðnar óðum stéfjahreimur Islendinga hér í álfu og nú virðist mér sem við séum ekki einungis að greftra góða og nýta einstaklinga held- ur heila kynslóð, er gengur nú til grafar. Margt var vel um þá kynslóð, sem kom hér til landrtáms á vesturvegum, og henni eigum við mikið að þakka. Hún lagði undirstöðuna fyrir gengi voru hér vestra, í fleiri en einum skilningi. Hún hefir breytt mörkinni í sáðland og hún hefir, með framkomu sinni, aflað kyn- stofni vorum þess álits, er hann nýtur Islandi til 9Óma í álfunni. Erfið varð þeim Mfsgangan, sem flýðu fátæktina heima til að brjótast upp úr örbirgðinni hér vestra. Mörg voru erfiðis árin, og margir voru erfiðleikarnir á framsóknar brautinni. 1 sumar- hitum og vetrarfrostum urðu þeir að erfiða og mæta hverju, sem að höndum bar. Þá blés tíðum kalt um iilla búna íslend- inga á vestursléttunum, þá var stundum erfitt að afla sér og sín- um allra Mfsnauðsynja. Þá voru margar hetjudáðir drýgðar, sem gleymskan og þögnin hylur. Björn sál. varð að vísu aldrei auðugur en hann komst heiðar- lega af með barnáhópinn sinn og eyddi kröftum og æfistarfi til að gegna skyldum sínum. Þreyttur og háaldraður er hann nú gengin til hinstu bvíild- ar. Eitt er eg viss um að hann vildi að eg, vinur hans, mintist á í þessum minningarorðum: Eg bæri eiginkonunni ástarþakkir hans og kveðjur, henni sem með fórnfúsu kæríeiksþeli annaðist hann í banalegunni, henni sem aldrei vék frá honum í dauða- stríðinu, henni sem vakti yfir honum, sem engill kærieifcans fram til hins síðasta. Hann var jarðsunginn frá Hól- ar Hall af undirrituðum þann 5. jan. s. 1. Ekkjan hefir beðið mig að bera öllum nágrönnum sínum og vin- um, er á einn eður annan hátt veittu henni hjálp í veikindum H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 No^.í) 21 331 eiginmannsins og vottuðu henni og fjölskyldunni samúð sína. bæði með blómagjöfum við úf- förina og á annan hátt, sína hug- heilustu þakkir. Sérstaklega vill hún minnast Jóns Jóhannssonar og Mrs. Stefánssonar í þessu sambandi. H. E. Johnson. GEFIÐ í MINNINGAR- SJÓÐ Eðlilega villja flestir að nafn og minning ástvina sinna falli ekki í gleymsku og af ræktar- semi við þá burtsofnuðu eru minnismerki reist á gröfum þeirra. Nú fellur samt margur fjærri sínum nánustu og langt frá sinni fósturfold og engin steinn í ættargrafreitnum ber þeirra náfn. Því er Mfca þannig farið, að sumir vilja fremur tengja minning sinna við eitt- hvað starf en steininn. Þess vegna er það nú alsiða, að gefa í sjóði til starfrækslu einnrar eða annarar stofnunar, í minningu um vini sína og ættmenni. — Stundum er líka peningum, sem annars myndu ganga til að kaupa blóm fyrir jarðarfarir þannig varið. Gamalmennahælinu á Gimili, Sumarheimilinu ihjé Hnausa hafa innheimst þó nokkuð miklir peningar á þennan hátt. Til kirkna, bæði heima og hér, hefir líka verið gefið til minningar um horfna vini og ástmenni. Það virðist vel til fallið því margir bera enn í brjósti velvild og virðingu til kirknanna, sem dán- ar og deyjandi kynslóðir reistu og vonuðu að eftirkomendurnir viðhéldu til gagns og sóma fyrir sjálfa sig og aðra. 1 Wynyard hefir verið nú þeg- ar stofnaður dálítill minningar- sjóður í þessu augnamiði. Verð- ur ihonum varið til viðhalds kirkjunni þar. Fyrsta upphæð- in er gefin í minningu um fall- inn hermann, og þeir, sem síðar vildu þar við bæta geta sent gjafir sínar til safnaðar nefnd- arinnar. Mr. J. O. Björnson er forseti hennar en O. O. Magnús- son skrifari. Vonandi eflist þessi sjóður því Sambandskirkjan í Wynyard er veglegt hús og íslendingum þar til mikils sóma. H. E. Johnson Jarðabók Árna Magnússonar, öll bindi, óskast til kaups. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg “Fyrst til og frábært” TOMATO Byrjuðum að selja það útsæði fyrir nokkrum árum, selst nú betur en aðrar tegundir, vegna gæða bæði til heimaræktunar og söluræktunar, á hverju vori, alstaðar í Canada. Allir er kaupa, segja “Fyrst til og frá- bært” Tomato útsæði reynist vel: Stórar, fallegar, fastar í sér, fyrirtak til flutninga, fljótastar allra til að spretta. Kjarnalausar, hárauðar, af- bragðs keimgóðar. Engin vanvaxta, skellótt, sprungin, hrukkótt, oft tiu ávextir á stöng. Forkunnar frjósamt útsæði. (Pk. I5<f) (oz. 75<t) (V4 Pd. S2.50) póstfrítt. FRf—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.