Heimskringla - 31.01.1945, Page 4

Heimskringla - 31.01.1945, Page 4
4 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JANÚAR 1945 Íftctmskrinííla (StofnuB 1SS6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wmnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 31. JANÚAR 1945 Þjóðabandalagið bráðum úr sögunni . Þjóðaibanóalagið hefir verið léttvægt fundið af Bandaþjóð- unum. Á Dumbarton Oaks fundinum, var víst hiklaust samlþykt, að kveða það niður. En þar með var ekki öllu lokið. Félagið á ítök í hugum manna út um allan heim. Á velgengisárunum naut það virðingar sem ekki má misbjóða, né stjórnmálaviti mannanna, sem það stofnuðu. Það er vandamálið, sem forkólfar Bandáþjóð- anna horfðust í augu við á Dumbarton Ooks-fundinum, hvernig félagið yrði grafið sársaukalaust. Ef eirthver sá galdrakarl væri til sem kveðið gæti það niður hægt og hljóðalaust, yrði þjónusta hans fegins hendi þegin af Bandaþjóðunum. Sá hinn sami þyrfti ekki að kvíða framtíð sinni. Viðhald Þjóðabandalagsints hefir kostað að jafnaði $400,000 á ári. Það á undurfagra höll á iðjagrænum bökkum Leman’s vatnsins í Sviss. En það er ekki hún sem mest eftirsjá er í, heldur hitt að þarna hafa friðarpostular allra þjóða komið saman, gengið um, setið á bölunum, horft út á vatnið og hrifnir af náttúrunni rætt vandamál mannanna. Hugfangnir af bræðralags og friðar hugsjóninni hafa þessir fulltrúar allra þjóða oft hiotið að vera er þeir umgengust hvorir aðra sem bræður og með fullkomnum skilningi á skoðunum hvers annars. Og svo koma til sogunnar öll friðarfélögin sem í hverju landi hafa verið stofnuð og oft í fleiri deildum. Við þetta alt er erfitt að eiga. Hitt segir sig þó sjálfrt, að Þjóðabandalagið verði að víkja og vera gleymt, þegar stóru þjóðirnar fimm —, Bretar, Rússar, Bandaríkjamenn, Frakk- ar og Kínverjar — taka við verkefni þess, eins og Dumbarton Oaks-fundurinn hefir gert ráð fyrir. Þjóðabandalagið hefir runnið á enda tilveruskeið sitt, og svo rækilega, að húsnæði þess er ekki hægt að nota yfir nýja friðarverndarfélagið. Því jafnframt því að brýna bræðralagShugsjónina, var þar einnig deilt, hversu óskiljan- legt, sem mörgum getur nú fundist það, þar sem allir meintu hið bezta. En veggirnir þar tala um þá horfnu tíma alla. Af hinum fimm nýju verndurum friðarins, hafa sumir alt aðra sögu að segja af Þjóðabandalaginu, en ætla hefði mátt. Rússar voru reknir úr því, Bandaríkin tilheyrðu því aldrei og Kiína varð þar aldrei áhrifamiikið. Frakkar notuðu fólagið ein- ungis til þess að efla pólitískt vald sitt. Eina þjóðin, sem eitt- hvað vildi gera og gerði í að halda félaginu að verkefni sínu, voru Bretar, fram að þeim degi, að því var stjakað algerlega til hliðar. ■Það voru margar deildir innan Þjóðabandalagsins, er mjög áríðndi störf höfðu með höndum. Nýja friðar-félagið kysi vissu- lega að halda áfram sumu af því. Eitt er deild, er manntals- skýrslum út um allan heim safnaði. Sú deild er starfandi enn í kyrþey í einu horni friðanhallarinnar. Aðrar þarfar deildir voru sú er eftirlit ópíum sölunnar hafði og heilbrigðismáladeildin; þær hafa niú báðar verið fluttar til Washington. Þá er peningamá'la- deildin, sem nú er í Princeton. Alþjóðadeild verkamála á og Þjóðabandalagið og er hún í Montreal. Alt þetta vildi nýja friðarfélagið taka yfir og starfrækja, en hvernig það er hægt, eftir að Þjóðabandalagið hefir verið jarðsungið, er ráðgátan. Banda- þjóðirnar virðast ekki eiga þann Njál, er í því efni viti hvað lög eru. Svo er auðrvitað ekki að neita hinu, að Bandaþjóðirnar eru ekki allar vissar um að þessar stóru fimm þjóðir, með óskoruðu valdi, skapi nú um aldur og æfi friðvænlegan heim. En á þeim mun hvort sem er hvíla, að gæta Þjóðverja og Japa — og svo auðvitað sjálfra sín, því það verða þær, en ekki smáþjóðirnar, sem heiminum geta út í stórstríð steypt aftur. Það verður því líklega að vera sem komið er, hvort sem bezt er eða ekki.—Úr. Sat. Night. FRIÐARSKILMÁLAR UNGVERJA Friðarskilmálarnir sem Rúss- ar settu Ungverjum, verða ekki taldir órýmilegir. Bandaþjóð- irnar eiga fátt að virða við Ung- verja. Þeir gáfust ekki upp fyr en í fulla henfana 20. janúar, þó fyr væri fulll ástæða tiil fyrir þá. Af hálfu Bandaþjóðanna undir- skrifaði Voroshilov friðarsamn- inginn. Segir sig sjálft að Rúss- ar fari því með mál þessarar sigruðu þjóðar. Fjárskaðabætur mat Rússinr. $400,000,000. Bandarikin er ætlað að andæft hafi því — og fært niður um $100,000,000. — Stóð ekki á, að það væri gert. í þeim þrjú hundruð miljónum, sem þá eru eftir, verða að minsta kosti $100,000,000 eyrnamankað- ar Júgóslövum og Tékkum. — Bandaríkjamenn er ætlað, að hafi verið á móti að meta skaða- bætur óvinaþjóðanna fyr en all- ar í einu, eða að stríði loknu; töldu að í bága gæti komið við viðreisnarstörf síðar. En Rússar töldu ekki hjá þesáu komist í friðar samningi. Gjaldfrestur var ætlaður 4 ár af Rússum, en Bandamenn vildu hafa hann 6 ár og nentu Rússar ekki að rífast um það. Bráðabirgðarstjórn verður á laggir sett. En eftirlit með henni hefir nefnd frá Bandaþjóðunum. Aðallega eru það þó Rússar sem sjá eiga um framkvæmdir frið- arskilmálanna. Alla þýzka hermenn á að taka fanga og afhenda Bandaþjóðun- um. Ungverskir hermenn eiga einnig að hverfa úr nágranna- I löndunum, Rúmaníu og Júgó- slavíu, heim til sín. Allir fang- ar Bandaþjóðanna verða og leystir úr prísundinni. Stærð Ungverjalands verður hin sama og fyrir stríð. Land- eignum sem þeir tóku af Rúmen- ingum, Júgóslovum og Rúlþen- ingum, eiga Ungverjar að skila aftur. Umráð blaða, síma og hreyfi- mynda, háfa Rússar. Að sovét skipulag verði ofan á í landinu er varla að efa. En um það hrvaða stjómskipulag ! formanninn, Hjört T. Hjaltalín, verður tekið upp, hafa Ungverj-! í broddi fylkingar. Síðan dreifð- ar þó frjálsari hendur en Rú-j ust komumenn á heimili þau, meningar. Ungverjaland er, þar sem þeim hafði verið búinn þrátt fyrir þó Rússinn sé þar | næturstaður, en það var í gest- yfir, njeira undir áhrifum frá öll-1 vináttu eftirfarandi hjóna: Mr. um Bandaþjóðunum en Balkan- (og Mrs. Stefán Indriðason, Mr. ríkin eru. Það er nú raunar og Mrs. Haraldur Ólafson, Mr. sagt, að banaarískir fulltrúar j og Mrs. W. M. Guðmundsson og hafi ekki verið fúsir til að skifta j Mr. og Mrs. W. G. Hillman. sér af þessu ungverska ráði og hafi borið við ráðríki Rússa í Þegar komið var á samkomu- _, , _ , , _ , . staðinn á tilsettum tíma um Rumamu og Bulgariu. En þeir j kvöldið> var þar fyrir fjöldi munu að lokum hafa freistað þessa og að því. gengið. ÓDÝRAR FLUGFERÐIR Mörg flugfélög er sagt að kom- manna, þrátt fyrir það, að svaita- vegir voru á mörgum stöðum ó- greiðfærir mjög vegna snjó- þyngsla. Gat þar að lít^ fólk víðsvegar úr bygðinni, og suma komna alllangt að, svo sem frá ið hafi sér nýlega samart um að Cavalier. lækka farþega-gjald með filug- Að tiimælum forseta þjóð- brautum eða jafnvel lægra en i það. Þetta er góð frétt. Það skipum svo að jafnt yrði gjáltíi ræknisdeildarinnar, hafði dr. afyrsta flokks farrými með járn- BeCk samkomustjórn með hond. i um. Bauð hann söngvarann ihjartanlega velkominn í nafni hafa eflaust margir spáð, að svo bygðarmanna) deiidarinnar og mundi með tímanum fara. Þeg-1 sóknarprestsins dr. Sigmar, er ar að öllu er gáð, er ekki gott að jeigi gat sótt samkomuna vegna gera sér grein fyrir, hversvegna | lasleika (hafði legið rumfastur ferðalog í lofti skuli vera dýrari j daginn á6ur)> og sem vara_rœðis. en mieð járnbrautum. Flugákip- maður fslands { Norður-Dakota. in eru ekki Þeim mun dýrari en Síðan lýsti samkomnstjóri löng- járnbrautarkatlar og vagnar. Og um Qg merkum iistamannsferli að leggja og halda við jámbraut- um, dregst með öllu frá kostnaði við ffugferðareksturinn. Eggerts Stefánssonar, landkynn- ingarstarfi hans í þágu íslands ! erlendis, brautryðjendastarfi Það er nú þegar sagt, að filug- hans í tónment heima á Islandi félag í Bandaríkjunum sé að sækja um að annast farþega flutning um Carribean sjóinn fyrir 3x/> cent á míluna. Það er Lítill vafi á, að farþegar mundu kjósa sér slíkt ferðalag með flugskipum fremur en með sjó- skipunum, þó aldrei nema aö þeir séu bundnari og hafi minna ráðrúm til að hreyfa sig í flug- skipinu. Að ferðast á 9 klukku- stundum með flugfari sömu leið og 2Y> sólarhring þyrfti til með járnlbrautarlest og helmingi lengri tíma á skipi, er vissulega svo mikill kostur samfara, að engum mun dyljist það. Og hvað gera járnbrautirnar þá? Lækka þær fargjöld sín? Það yrði gam- an að sjá þama öfiluga samkepni skapast, og félögin berjast hart og lengi um það að lækka far- gjöld. EGGERTSTEFÁNSSON SÖNGVARI HEIMSÆKIR N ORÐUR-D AKOTA I. Laust eftir hádegi mánudag- inn þ. 22. janúar, daginn eftir að honum hafði verið haldið hið virðulega og fjölsótta/ kveðju- samsæti í Winnipeg, lagði Eggert Stefánsson söngvari af stað það- an suður og austur á bóginn. Var ferðinni fyrst heitið til Moun- tain, Norður-Dakota, en þar hafiði Þjóðræknisdeildin “Bár- an” efnt til almennrar söngsam- komu fyrir hann þá um kvöldið í samkomuhúsi bæjarins. 1 för með söngvaranum voru Guðmundur Stefánsson, bróðir hans, Miss Snjólaug Sigurðsson, píanóleikari, Arinbjörn S. Bar- dal og dr. Richard Beck. Gekk ferðin suður yfir landamærin ágætlega, því að bæði var veður hið bezta og þjóðvegir greiðfær- ir, og Arinbjörn hinn öruggasti keyrslumaður, þó kominn sé hátt á áttræðisaldur. Liðið var á dag, þá er ekið var inn í hina sögu- ríku bygð Islendinga í Pembina- héraði, og fagnaði hún hinum góða gesti frá Islandi með einu hinu fegursta og litbrigðarík- asta sólarlagi, sem augað fær litið á víðfeðmum sléttusænum á þessum tíma árs. Þótti söngv- aranum þetta mjög hrífandi sýn og fögur. Honum varð einnig starsýnt á ýms íslenzk menning- armerki, svo sem kirkjur og skóla, er farið var fram hjá á leiðinni tiil Mountain. Þegar þangað kom var haldið rakleiðis heim á prestssetrið til þeirra dr. Haraldur Sigmar og frú Margrétar, en bráðlega komu stjórnarnefndarmenn þjóðrækn- isdeildarinnar á vettvang, með og áhuga hans á íslenzkum sjálf- stæðismáium. Þvínæst kom söngvarinn fram á söngpallinn og var honmu tekið með mikl- um fögnuði. Söng hann fyrst nokkur þjóð- lög, en síðan hvert lagið af öðru, meðal annars stórbrotin lög og áhrifamikil eins og “Sverrrir konungur” eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, “Leiðsla” eftir Sigvalda Kaldalóns og “Gígjan” eftir Sigfús Einarsson, að fáein séu talin. En um söngskrána í heild sinni má með sanni segja, að hún var bæði löng og hin merkasta. Mun fleirum en þeim, sem þetta ritar, hafa þótt “Sverr- ir konungur” sunginn á mjög sérstæðan en jafnframt tilkomu- mikinn hátt, og fundist sem stoltur hreystiandi hins dáð- rakka konungs og Birkibeina- höfðingja lifði þar í tónurn. Þá höfðu margir orð á því, hversu fallsga þeim hafði þótt “Drauma- landið” sungið, að annað dæmi sé nefnt. Síðasta lagið á söng- skránni var hið dáða og vinsæla lag Sigvalda Kaldalóns, bróður söngvarans, “Island ögrum skor- ið”, sem einnig tókst hið bezta. enda höfðu menn hlakkað mikið til að heyra hann syngja það. En þó hann hefði mjög örlátur verið á sönginn þetta kvöld, komst hann eigi hjá því að syngja enn eitt lag, og valdi þá fagurt og merkilegt lag eftir Sigvalda Kaldalóns, lag hans við “Þótt þú langförull legðir” eftir Stephan G. Stephanssonar, og féll það sýnilega í góða jörð hjá hinum gömlu sveitungum skáldsins. Miss Snjólaug Sigurðsson ann- aðist undirleikinn á píanó af mikilli leikni og smekkvísi, og fór það ekki fram hjá mönnum hver snillingur hún er. En Eggert Stefánsson lét eigi. við það sitja að bjóða tilheyr- endum sínum þetta kvöld upp á tilþrifamikinn söng, sem hlaut verðugar og ágætar undirtéktir af þeirra hálifu. Hann var einn- ig góðfúslega við tilmælum um það að lesa upp hinn fagra og til- finningaríka ástaróð sinn til Is- lands, “Óðinn til ársins 1944”. Sló óðurinn augsýnilega á næma strengi í brjóstum áheyrenda, ekki sízt hinna eldri, sem fædd- ir voru og uppaldir á íslandi, og þektu því af eigin reynd nokkuð til sjálfistæðisbaráttu hinnar ís- lenzku þjóðar, og allir hlýddu á upplesturinn með mikiilli at- hygli, enda höfðu margir orð á því, að höfundur hefði lesið óð- inn af mikilli sniid. Eftir sam- komuna féllu einnig einum af hinum greindustu og fróðustu mönnum bygðarinnar þannig orð Til minnis og fróðleiks Eldri Isilendingum þykir það ávalt ruglingslegt, að hiti og kuldi skuli vera mældur hér eft- ir öðrum mæli, en þeir áttu að venjast heima. Þegar talað er hér til dæmis um 23 gráður eða 35 fyrir ofan núLl mark’á Fahr- enheit, eiga menn bágt með að átta sig á hvort átt er við hita eða kulda. Til þess að gera mönnum léttara fyrir að rifja þetta upp, skal hér sýndur sam- anburður á þremur aðal hita- mælunum: Reamur, Celcius og Fahrenheit. — Mælarnir heita eftir uppgötrvurum þeirra og var hinn fyrstnefndi franskur, annar sænskur og hinn þriðji þýzkur, allir prófessorar og vísindamenn. Hér á eftir fer samanburðar- tafla: Rea- Cels- mur ius Fahr. Vatn sýður 80 100 212 Vínandi sýður 60 75 167 Tólg bráðnar 42.2 52.8 127 um óðinn við þann, er þetta rit- ar, að hann væri, að sínum dómi. meistaralega saminn. Söngsamkoma þessi var því mikill viðburður í félagslifi bygðarinnar, og voru menn mjög þakklátir söngvaranum fyrir þa velvild og þann sóma, sem hann hafði sýnt þeim með komu sinni, enda hyltu þeir hann þakklát- lega í samkomulok, en sam- komustjóri þakkaði honum i þeirra nafni og óskaði honum fararheilla. Jafnframt voru menn þakklátir Miss Snjólaugu Sigurðsson fyrir að hafa komið og aðstoðað söngvarann jafn á- gætlega og raun bar vitni. Að samkomunni lokinni sett- ust menn að ríkulegum veiting- um, sem Kvenfélagskonurnar á staðnum veittu öllum ókeypis af mikilli rausn, og skemtu menn sér þar um stund við samræður. en þvínæst sneru menn heim á leið eftir kvöldstund og skemt- un, sem þeim mun áreiðanlega lengi í minni lifa. Fyrri hluta þriðjudagsins skoðaði söngvarinn sig um í bygðinni, og kom að sjálfsögðu í elztu kirkju Islendinga í Vest- urheimi, Víkurkirkju að Moun- tain. Síðan sat hann og föru- neyti hans miðdegisverð hjá prestshjónunum, dr. H. Sigmar og frú, en að því búnu skildu leiðir, Winnipeg-fóikið hélt heimleiðis, en Eggert söngvari og undirritaður, í fylgi með S. Indriðason, fóru til Garðar, en á leiðinni þangað var numið stað- ar við minniisvarða K. N. Júlíus- ar skálds. Á Garðar var sezt að kaffidrykkju heima hjá Kristj- áni Kristjánsson kaupmanni, er síðan ók með okkur ferðaLangana til Edinburg, en þaðan lá Leiðin með járnbrautarlestinni til Grand Forks seint um daginn. Sendir Eggert söngvari Lönd- um sínum í íslenzku bygðinni í Pembina-héraði kærar kveðjur og þakkir fyrir gestrisni þeirra og ágætar viðtökur, og tekur greinarhöfundur undir þær kveðjur og þakkir af heilum huga. II. Miðvikudagskvöldið þ. 24. janúar var Eggert Stefánsson heiðursgestur á samkomu íslend- inga í Grand Forks, fjölmenn- ustu Islendingasamkomu, sem þar hefir haldin verið árum sam- an, því að hana sóttu á annað hundrað manns, en sumt í þeim stóra hóp var eðlilega fólk af erlerfdum stofni, sem tengt er ís- lendingum. Fór samkoman fram í hinum rúmgóða efri sal Odd Fellow hússins þar í borg. Hófst mót þetta með því, að samkomugestir sungu “Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur”, undir stjórn Mrs. Alf Hul- teng fdóttur séra Hans B. Thor- grimsen), en Miss Dora Aust- fjörð frá Hensel, nú kenslukona Hiti 40 50 122 Blóðhiti 29.3 36.7 98 Hiti 24 30 86 Hiti 20 25 77 Tempr. hiti—- 12.4 15.3 60 Hiti 8 10 50 Hiti . 4 5 41 Vatn frýs 0 0 32 Kuldi 0.9 1.1 30 Kuldi 4 5 23 Kuldi 8 10 14 Kuldi 12 15 5 Kuldi 14.2 17.8 0 Kuldi 16 20 4 Kuldi 20 25 13 Kuldi .... 24 30 22 Kuldi 28 35 31 Kuldi 32 40 40 Celsius var algengastur heima Að það valdi ruglingi fyrir þá sem honum voru vanir þegar talað er hér um 23 gráður fyrir ofan núllmark á Fahr., sem er 5 gráða fros á Celsius, er ofur eðli- legt. í Grand Forks, var við hljóðfær- ið. * Síðan tók dr. Richard Beck, er stjórnaði samkomunni, til máls, kynti heiðursgestinn og sagði frá margþættri starfsemi hans á sviði söngmentar og menningar. Var hinum kærkomna gesti á- gætlega fagnað. Ræðumaður skýrði þessu næst firá för sinni til Islands s. 1. sum- ar, hinum mikilfenglegu lýðveld- ishátíðarhöldum 17. og 18. júní, að Þingvöllum og í Reykjavík, ferðum sínum um landið, hinum mörgu og miklu framförum síð- ari ára, og kvaðst eigi fá nógsam- lega þakkað hinar ágætu viðtök - ur, 'sem hann átti alstaðar að fagna. Þá var sýnd lýðveldishátíðar- kvikmynd Lofts Guðmundsson- ar ljósmyndara, sem er í litum og hin prýðilegasta. Er þar eigi að- eins um að ræða ágætar myndir af sjálfum hátfðahöldunum, heldur einnig ljómandi góðar myndir af Þingvöllum og Reykjavík, enda vöktu þær ó- blandna ánægju allra áhorfenda. Létu ýmsir úr hópi yngra fólks- ins, sem aldrei höfðu ísland séð, þá skððun í ljósi, að nú fyrst hefði það fengið verulega hug- mynd um sérkennilega náttúru- fegurð íslands og litaauðlegð þess. Tjái eg hérrneð Lofti ljós- myndara innilegar þakkir okk- ar íslendinga í Grand Forks fyr- ir þá góðvild og þann mikla greiða, sem hann gerði okkur með því að lána o<kkur myndina til sýningar á samkomu okkar. Kom nú að því atriði skemti- skráarinnar, sem menn höfðu sérstaklega hlakkað til, en það var að fá að heyra heiðursgest- inn syngja. Varð hann vel við beiðni manna um það, enda þótt lítið hefði verið um hvíld fyrir hann undanfarna daga og han:i yrði sjálfur að leika undir á hljóðfærið. Söng hann lögin “Leiðsla”, “Draumalandið” og “Island ögrum skorið” við mikla hrifning tilheyrenda, sém þökk- uðu honu mmeð dynjandi lófa- taki. Þeir létu einnig óspart í ljósi síðar á samkomunni og að henni lokinni, hversu mikil á- nægja þeim hafði verið að komu hans og þátttöku í skemti- skránni, enda voru allir á einu máli um það, að þeim myndi samkoman lengi í minni geym- ast. Lauk henni með því, að allir sungu þjóðsöngva Islands og Bandaríkjanna. Eftir það gafist samkomugestum tækifæri til að kynnast heiðursgestinum per- sónuilega og ræða við hann. Síðan var sezt að veglegri veizlu í neðri sal samkomuhúss- ins, er íslenzku konurnar * 1 Grand Forks höfðu undirbúið, og voru borð öll prýdd litum ís- lenzka fánans. Yfir borðuirn tóku til máls dr. G. G. Thor- grimsen, Jón K. Ólafsson, frá

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.