Heimskringla


Heimskringla - 31.01.1945, Qupperneq 6

Heimskringla - 31.01.1945, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA 6. SIÐA STÚLKAN ur FLÓANUM “Eg er nú ekki á vitlausra spítalanum, þar sem þú átt heima,” svaraði Mrs. Komstock. “Eg veit nógu mikið til að sjá gott mannsefni þegar eg sé það fyrir augunum á mér, og mér þykir sannarlega vænt um að fá þennan dreng, og vil gjarna hafa hann hjá mér.” * “En þú getur ekki fengið hann,” svaraði Mrs. Sinton. “Þessi drengur tiiheyrir Wiesley. Hann náði í ihann og flutti hann hingað. Þú getur ekki komið og te'kið hann á þennan ihátt. Sleptu honum!” Wesley Sinton kom nú inn í dyrnar fyrir aftan Marigrétu, og hún sneri sér til hans. “Fáðu Mrs. Komstock til að sleppa barn- inu,” sagði hún. “Billy, nú villhún hafa þig hér,” sagði Wes- ley Sinton. “Hún mun ekki berja Iþig, né láta nokkurn annan gera það. Þú getur fengið margt gott að borða, eins mikið af því og þú vilt, þú getur fengið að aika tí vagninum og Skemt þér á marfgan hátt. Vilt þú ekki vera hjá Oklkur?” Billy hvarf nú frá þeim Elenóru og Mrs. Komstock. Hann sneri sér að Margrétu og leit á hana með greindarlegu augunum sínum. — Neyðin hafði ksnt honum að hamra meðan járn- ið er heitt, til þess að fá sem besta samningana. “Get eg þá haft Snapp hjá mér ált af stöð- ugt?” spurði hann. “Já, þú getur haft alla þá hunda, sem þú vilt,” sagði Margrét Sinton. “Má eg sofa svo nálægt þér að eg geti snert á þér?” “Já, þú getur flutt bekkinn þinn upp 9VO að þú getir haldið í hendina á mér,” sagði Mar- grét. “Þykir þér iþá vænt um mig eftir alt sam- an?” spurði Billy. “Eg reyni að láta mér þykja vænt um þig, ef þú verður góður drengur. “Þá held eg að eg verði kyr hérna,” svar- aði Billy og gekk yfir til hennar. Úti í myrkrinu gengu þær Mrs. Komstock og dóttir 'hennar heimleiðis. Tunglið kom upp, og er þær gengu þarna rak Mrs. Komstook alt í einu upp Skellihlátur. “Mamma, mér er ómögulegt að skilja þig,” sagði Elenóra hálf grátandi. “Þú gerir það kanske þegar þú hefir gengið nógu lengi á miðskólann,” svaraði Mrs. Kom- stock. “En hvað sem því líður, sástu þó hvern- ig eg fór að því, að koma vitinu fyrir Mrs. Sín- ton, eða hvað? ★ ★ ★ Er Mrs. Komstock var með þeim Sintons hjónunum í bænum næsta sunnudag, fór ELen- óra, þótt hvað eftir annað væri búið að vara hana við iþví, út í Flóann. Húh var alein. Þang- að fór hún til að leita að náttúrugripum, sem hún ætlaði að sielja viðskiftavini sínum í bæn- um, og ekki leið á löngu áður en hún hafði fundið fáein sýnishorn af ýmislegum tegundum. Hún strauk hárið aftur frá enninu og horfði eftir fleirum. Spöl lengra sýndist henni að hún sæi lirfur á runna einum skamt frá. Hún gekk þangað og fann fleiri. Öll varkárni tók nú að hverfa úr huga hennar. Hún var að því komin að gleyma öllu og hætta sér lengra út í mýrina, þegar henni heyrðist hún heyra fóta- ta‘k, sem nálgaðist eftir stígnum. Hún gekk til baka og stóð andspænis Peter Carson. Þetta leysti úr vandamáli hennar. Hún hafði þekt hann síðan hún var barn. Þegar hún var í fyrsta bekk í Brushwood skólanum, var hann einn drengjanna oftast í bekknum. Hann hafði verið fremur harðleikinn og óstýrilátur, en hún hafði aldrei verið hrædd við hann, og oft hafði hann fært henni fáséða gripi úr mýr- inni. “Þetta var hepni!” sagði hún glöð. “Eg lofaði mömmu, að eg skyldi ekki fara ein út í mýrina, en sjáðu nú bara ihvað eg hefi fundið! Það eru mörg fiðrilda hýði eftir, sem svo að segja kalla á mig að eg skuli koma og taka sig, því að laufið mun falla í fyrsta frostinu, sem kemur, og þá munu hrafnar og aðrir fuglar hirða þau öll. Eg hefi ekki mikinn tíma núna þar sem eg geng á miðskólann. Viltu nú koma með mér, Peter? Segðu já! Bara svolítinn spöl!” “En eftir 'hverju ertu að leita?” spurð maðurinn, og leit á hana með hvössu, svörtu augunum sínum. “Eftir hulstrunum, sem lirfurnar spinna um sig áður en veturinn kemur, á vorin koma þær út úr þeim, og eru þá stór fiðrildi, og þau get eg selt. Peter, eg get selt nóg til að kosta mig á miðskólann og til að geta felætit mig eins og ihinar stúlkurnar, og þarf ekki að líta alt öðnuvísi út en þær. Hafi eg nú lukkuna með mér, get eg dregið saman og komist á menta- skólann. Þú mátt til að koma með mér Peter.” “Því ferð þú ekki alein eins og þú hefir altaf gert?” “Eg er hrædd,” svaraði Elenóra. “Eg ætl- aði aldrei að fara ein, en smám saman fór eg lengra og lengra af veiðiáhuganum. Þú veist að Duncan gaf mér bækur freknótta drengsins. og eg hefi saf nað skordýrum eins og hann gerði. Nýlega komst eg að því, að eg gat selt þau. Ef eg get fengið fulilkomið safn af þeim, get eg fengið 300 dali fyrir það. Þrjú slík söfn borga næstum fyrir mentaskólanámið, en ennlþá verð eg að ganga f jögur ár á miðskóla. Það er lang- ur tími. En eg get kanske á iþeim tíma safnað nógu af fiðrildum tii að kosta mig áfram.” “Er Ihægt að finna alskonar tegundir hérna?” “Nei, ekki allar þeirra. En fái eg mörg af sömu tegund get eg skift á þeim við aðra safn- endur, og fæ hjá þeim þær tegundir, sem mig vanhagar um. Þetta er eini vegurinn fyrir mig að innvinna mér fé. Sjiáðu nú hvað eg er búin að ná (4! Stór, grá fiðrildi koma úr þessari teg- Und hýða, brún úr þessari, en úr þessum koma græn. Þú vinnur ekkert á sunnudögum. — Hjálpaðu mér nú bara eins og í einn klukku- tíma, Peter.” Maðurinn leit aftur á hana sínurn hvössu augum. Hún var ung, fjörleg og falleg. Hún var svo saklaus og áfjáð og þurfti svo mjög f jársins mieð — það vissi hann vel. “Þú sagðir mér aldrei við hvað þú værir hrædd,” sagði hann. “Nú eg hélt eg hefði sagt þér það. Eg hafði kassann fullan af skordýrum og sýnishornum af fiðrildum, og kveld eitt seldi eg fuglakonunni fáein þeirra. Morguninn eftir fann eg miða, sem skrifað var á, að það væri ekki öhætt fyrir mig að vera ein á ferð úti í mýrinni, Þetta gerði mig hrædda. Samt hélt eg að eg færi heldur ein þangað í dag, en að sleppa tækifær- inu; en mér þætti svo vænt um, ef þú vildir gæta mán. Þá gæti eg farið hvert sem eg vildi, og ef eg lenti ofan í einhvern pyttinn, gætir þú dregið mig upp úr. Ætlar þú að gera þetta fyrir mig Peter?” Þetta útkljáði málið. “Já, eg skal víst gæta þín hérna,” svaraði Peter Carson. “Það er ágætt,” sagði Elenóra. “Nú skul- um við byrja strax. Og heyrðu Peter, horfðu nú vel á þessi og þegar þú sérð þau rétt fyrir framan nefið á þér, þá skalt þú skera kvistinn af og færa mér hann, villtu gera það?” “Já, eg Skal færa þér allá, sem eg sé,” sagði Peter. Hann þrýsti hattinum niður á höfuðið og fygldi Elenóru eftir. Hún gekk hratt og óttalaust gegn um kjarr og runna og yfir fallin tré. Stundum kallaði hún upp ,að þarna væri stórt hýði, og stundum seildist hún eftir grein sem hékk yfir höfði ihennar, eða lá á hnjánum og rótaði í lauflhrúgunum hjá vallhnotu og eik- artrjám, eða hún rótaði upp moláinni með hönd- unum til að -finna falin hýði. Fyrst lét Peter sér nægja að sveigja greinarnar til hliðar og bera fenginn fyrir hana, svo fann hann sjálfur hýði. “Er þetta þeirrar tegundar, sem þú leitar að?” spurði hann næstum feimnislega og rétti henni grein áf viltu kirsuberjatré. “Þetta er promethea, Peter!” sagði hún. “Mér datt aldrei í hug að við gætum fengið eina þeirra.” “Hvernig lítur það fiðrildi út?” spurði Peter. “Það hefir næstum svarta vængi með grá- leitum brúnum, að neðan hefir það dásamlega fagran, rauðan lit, og á bakinu hefir það rauðan blett, sem er með sterki roða en bringan, sé það kvenfiðrildi. Æ, eig er svo glöð!” “Hvernig væri það nú, ef við legðum það, sam við höfum þegar safnað hérna á einhvern stað, og tækjum það svo með okkur þegar við förum Iheim?” “Já, það getum við vel gert.” Þegar Peter hafði losað sig við byrðina, fór hann að leita fyrir alvöru. Fyrst grandskoðaði hann hýði þau, sem þau höfðu. Hann spurði hana svo 'hvort 'hana langaði til að finna aðrar tegundir. Þar sem hann var æfður skógarmað- ur og veiðimaður 'þá veittist honum auðveld leitift. Hann fór fljótt yfir og var svo fundvís, að Elenóra gleymdi öllu öðru en að horfa á að- farir hans. Svo nú var það hún, sem bar feng- inn en hann leitaði og sá ihivort það var hýði eða uppundið Iauf hjá stöfnunum. Hann lagðist á hnén og rótaði upp jörðinni þar sem fengsins var von. Á meðan hann vann spurði hann margs. Hvar væri bezt að leita. Hjá 'hvers- konar trjástofnum væri líklegast að nokkuð fyndist. Á hvaða runnum að hýðin fyndust helzt. Tíminn leið fljótt eins og vant er þegar menn eru önnum kafnir. Þegar Sintons hjónin höfðu fylgt Mrs. Komstock heiim dokuðu þau við til að vita hvort Elenóra væri heima við. En 'hún var ekki heima og ekki höfðu þau séð hana á veginum. Mrs. Komstoék gekk út í skógarjaðarinn á landareign sinni og kallaði á hana, en fékk ekk- ert svar. Svo sneri Sinton við og ók til Flóans. Hann skildi eftir hestana, konurnar og Billy og gekk út í mýrina. Auðvelt var að rekja för Elenóru og Peters. Áður en Sinton hafði kallað heyrði hann raddir og gekk hægt og gætilega á hljóðið. Hann kom brátt auga á Elenóru, sem blóðrjóð í fram- an með tindrandi augu sat þar með fangið fult af greinum, og talaði við mann, sem lá þar á hnjánum. “Farðu nú gætilega,” heyrði hann hana segja, “því eg er alveg viss um að þetta er hýði af keisarafiðrildi. Það finst éinmitt á slíkum stöðum. Líttu á! Sagði eg það ekki? Er þetta ekki dásamlegt? En hvað mér þykir vænt um að þú komst með mér.” Sinton stóð þar og starði orðlaus af undr- un. Maðurinn reis nú á fætur, hreinisaði mold- ina af höndunum og rétti svo Elenóru gljáandi lítið hýði. Þegar Sinton sá framan í hann hafði hann næstum hrópað upp yfir sig, því að af öll- um þeim, sem Sinton þekti ‘hefði hann síst kos- ið þennann mann að vera í félagsskap við Elen- óru. Og þessum manni hafði hún komið til að krj úpa á kné og grafa fyrir sig upp fiðrildahýði úr ihinni lauisu mold mýrarinnar. “Elenóra!” kallaði Sinton. “Elenóra!” “Wesley frændi,” kallaði stúlkan aftur. “Sjáðu nú bara Ihvað við höfum verið heppin. Við höfum fundið bálfa aðra tylft fiðrilda hýða og auk þess, þessi þrjú fögru ihulstur. Og þau eru efeki auðfundin, vegna þess, að það verður að grafa -eftir þeim í jörðina, og ekki auðvelt að vita 'hvar leita skal. En Peter er slíkur snill- ingur. Hann hefir fundið þrjú, og hann segist skuli l'íta eftir fleirum meðfram vegunum í mýrinni. Horfðu nú bara vel og þá munt þú sjá hvolfþökin á stóra kastalanum upp í skýj- unum.” “Eg mundi segja að þú hafir verið heppin,” 9varaði Sinton, sem varð að beita orku til að koma upp orðunum á eðlilegan hátt.” En eg hélt að þú ættir ekki að fara hingað út í mýr- ina?” “Það ætlaði eg heldur ekki að gera,” svar- aði Elenóra, “en eg gat ekki fundið svona mikið á neinum öðrum stað. En strax og eg feom ‘hér fór eg að sjá þau. Eg hélt samt loforð mitt. Eg fór ekki ein út 'í mýrina. Peter kom með mér. Hann er sterkur. Hann er ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, og mesti snillingur að finna hýði. Hann hefir fundið helminginn af þessum. Kpmdu nú, Peter, það fer að dimma, og við verðum að fara heim.” Þau gen-gu niður götuna. Peter bar feng- inn en Sinton og Elenóra gengu saman. Hann lagði byrðina í kassann og Elenóra og Sinton fóru að vagninum. “Elenóra, hvað á þetta að þýða?” spurði móðir hennar. “Það er alt saman eins og það á að vera. Einn nágrannanna var Ihenni samferða, og þau fundu hluti, sem eru margra dala virði,” sagði Sinton. 12. Kap. — Eenlóra finnur fiðlu og Billy kennir Margrétu. Elenóra saknaði, litla mannsins við brúna næsta morgun. Hún gekk hægt upp eftir göt- unni og inn um hinar breiðu dyr ákólans. Hún gat næstum efeki skilið, að ekki væri nema vika síðan hún byrjaði þar vinum horfin og svo sorg- mædd í huga, aðhenni fanst hún vera lífeamlega sjúk. Nú hafði hún fengið falleg föt, bækur, vini og það hugarástand, að henni fanst að hún gæti stundað námið með gleði. Þegar 'hún nálgaðist heimili sitt um kvöldið, staðnæmtíist hún af forundrun. Það voru gestir hjá móður hennar og hún hló. Elenóra gekk hægt inn um eldhússdyrnar og gægðist inn í stofuna. Mrs. Komstock sat í stól með bók í hendinni og velt- ist um í hlátri. Það var bók eftir Mark Twain, sem hafði þessi áhrif á Mrs. Komstock, er sjálf átti það til að vera kómisk. Áður en móðir hennar varð hennar vör gefek Elenóra inn í stof- una, og var Mrs. Komstoök blóðrauð í framan er hún leit upp. “Hvar fékstu þessa bók?” spurði hún. “Eg feeypti hana,” svaraði Elenóra. “Keyptir hana! Og við höfum ekki borgað skattinn!” “Eg borgaði fyrir hana með peningunum, sem eg fékk fyrir indversku munina,” sagði Elenóra. “Eg gat ekki hugsað til að eyða þeim öllum á sjálfa mig og láta þig ekfeert fá af þeim. Mig hefði langað til að fá mér dýrari kjól, en svo hugsaði eg, að bókin yrði þér kanske til sfeemtunar, þegar eg væri að heiman. Eg hefi ekki lesið hana, en vona að hún sé góð.” “Góð! Þetta er það kátbroslegasta, sem eg hefi lesið á allri æfi minni. Eg hefi lesið í allan dag, síðan eg fann bófeina. Eg var næstum að því komin að fara út með hana og lesa fyrir kýrnar og sjá hvort þær færu ekki að hlægja líka.” “Fyrst hún gat kornið þér til að hlægja, þá er það sannarlega góð bók,” sagði ELenóra. WINNIPEG, 31. JANÚAR 1945 “Já, þú mátt vera alveg viss um að bókin er góð. Til að skrifa slífea bók .þarf bezta manninn, sem til er að segja svona skaplega hluti.” Og svo fór hún að hlægja aftur. Elenóra, sem var mjög ánægð yfir kaup- unum, sem hún hafði gert, fór upp á loft og Skifti um föt. Alt frá þessum degi lagði hún það ’í vana sinn, að fá bók í bófehlöðu bæjarins, til þess að móðir hennar gæti skemt sér við að lesa hana. Hún lagði altaf bókina á borðið í dagstofunni. Hvert kvöld kom hún heim með einar tvær skólabækur og las af mikilli ástund- un þangað til hún hafði lært hverja ilexíu. Hún vann trúlega heimilisverkin, sem ihenni báru. Og hvert augnablik, sem hún gat sparað, fór hún út í hagan og leitaði eftir fiðrilda hýðurn, því að þau virtust ætla að verða hennar helzta og bezta tekjulind. Hún safnaði fullum körfum af blómum, mörgum mosategundum, fuglalhreiðrum, alls- feonar sfeordýrum og öðrum sýnishornum úr dýraríkinu. Þetta seldi ihún kennuninum í barnaskólanum. Fyrst reyndi hún að segja þessum feennurum og kenslukonum, hvað þeir 9kyltíu segja lærisveinum sínum um náttúru- gripi þessa, en þegar hver á fætur öðrum só, að hún vissi meira um þetta en þau sjálf, þá bóðu þeir hana að verja þeim stundum, sem hún átti frí úr Skólanum ti'l að útskýra þessi atriði fyrir lærlingunum í barnaskólanum. Elenóru féll þetta starf vel, og ihún þurfti peninganna með, því að nú kom kostnaður sem hún hafði ekki gert ráð fyrir. Þegar hljómleikasveit skólans lék, fyltist hjarta Elenóru af innilegri gleði, því að hljóð- færasláttur hafði ætíð náð dásamlegu haldi á huga hennar, og er hún vitkaðist meira, svo að hún gat dæmt um hlutina, þá fór hún að spyrja sjlálfa sig að hvaða hljóðfæri það væri, sem hefði mest áhrif á sig, fann hún þá það út, að þetta var fiðlan. Hún hafði eins og mannsrödd og talaði máli, sem Elenóra skildi. Það var eins og hún fengi óstjórnlega löngun til að ganga upp á pallinn, taka fiðluna frá einbverjum í hljómsveitinni og láta hana syngja þann óð, sem bjó í hjarta Shennar sjálfrar. Kvöld eitt sagði hún við móður sína: “Eg er alveg óð í að ná mér í fiðlu. Eg er viss um að eg gæti ieikið á ihana, eins viss um það og eg er lifandi manneskja. Er nofefeur—” Elenóra endaði ekki setninguna. “Þegjuðu,” æpti Mrs. Komstock næstum því. “Minstu ekki á þetta framar. Nefndu aldrei þetta atriði við mig framar, aldrei eins lengi og eg lifi. Eg fyrirlít alt þetta. Það er snara, sem djöfullinn hefir sjálfur snúið og lagt. Þessi hljóðfæri voru gerð til að tæla menn og konur frá heimilum sínum og öllu því, sem þau áttu að els'ka mest. Sjái eg þig nókkurn- tíma með fiðlu í höndunum skal eg mölbrjóta hana.” Eins og gefur að skilja mintist Elenóra ekki framar á þetta, en er hún hafði lært lexíurnar sínar, hugsaði hún ekki um neitt annað. Einu sinni vildi svo til að hljómsveitarstjórinn lagði fiðluna sína á pianóið og skildi hana þar eftir. Þegar hádegisverðartíminn kona og hin mikla bygging var mannláus, gefek hún inn í sam- kvæmissalinn, komst inn um hliðardyrnar á leikpailinum og tók fiðluna. Hún fór með hana inn í iítið hliðarherbergi, þar sem hljómsveit- arfólkið kom saman, iokaði öllum dyrum og tók fiðluna upp úr kassanum. Hún lagði hana við brjóst sitt, studdi hök- unni á hana og strauk boganum hægt um streng- ina. Hún fálmaði sig áfram á marga vegi og hljómarnir, sem hún framleiddi mintu hana á lög sem ihún hafði heyrt. Smám saman hvarf titringurinn úr handtaki hennar á boganum og hún snerti strengina með jafnari snertingu og styrk. Svo flutti ihún fingurnar, og ‘hægt og hljóðlega ileitaði 'hún upp og niður strengina eftir þeim nótum, sem ‘hún þekti. Hún gekk út á mitt gólfið og reyndi aftur og aftur. Henni fanst hún tæplega hefði verið þarna eina mín- útu þegar hinn mifeli salur bergmálaði af hröðu fótataki og Ihún neyddist til að ganga frá fiðl- unni og fara í befekinn sinn. Hún hugsaði ails ekkert um hádegisverðinn, fyr en hún veitti því eftirtekt á heimleiðinni hve nestistínan ihennar var þung, svo hún settist á fallið tré úti í mýr- inni til að lagfæra það. Daginn eftir óskaði hún að fiðlan yrði sfeilin eftir aftur, en sú von brást. Er hún kom iheim um kvöldið sagðist hún ætlá að fara og heimsækja Billy. Hún fann hann önnum kafinn við að brjóta valhnetur á borði einu. A höndunum ihafði hann gamla vetlinga, sem Margrét átti og andlitið var frém- ur kámugt en glaður var hann og Elenóra heils- aði honum með mifelum fögnuði. “Eg og ífeornarnir söfnum í forðabúr undir veturinn,” sagði hann glaður. “Það verður kalt og snjórinn feemur, og eigum við að hafa ein- hverjar rætur, verðum við að ná þeim núna. En eg er langt á undan þeim vegna þess að Wesley frændi gaf mér þetta borð, og því get eg brotið margar í einu, en þeir hafa ekkert nema tennurnar til að vinna með.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.