Heimskringla - 07.03.1945, Page 1

Heimskringla - 07.03.1945, Page 1
We recommend íor your approval our ''BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Wiryiipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend tor your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. MARZ 1945 NÚMER 23. þjóðræknisþingið Þegar síðasta blað Hkr. kom út, hafði Þjóðræknisþingið stað- ið yfir í tvo daga. Var á nokkuð af starfi þess minst upp að þeim tíma. Við það skal hér bætt því sem frarn fór síðasta daginn. Eitt af aðalstarfi þess dags, var kosning embættismanna. — Eóru nokkrir eða einir fjórir úr nefndinni; gátu ekki ýmsra hluta vegna tekið kosningu. Þeir sem nú skipa nefndina eru þess- ir: Eorseti: Dr. Richard Beck V.-forseti: Sr. Valdimar Eylands Ritari: Séra Halldór Johnson V.-ritari: Jón Ásgeirsson Eéhirðir: ,Grettir Jóhannsson V.-Féhirðir: Séra Egill Fáfnis Ejármálaritari: Guðmann Levy V.-fjárm.r.: Árni Eggertson, K.C. Skjalav.: Ólafur Pétursson Þeir sem úr nefndinni fóru, voru séra Sig. Ólafsson, Mrs. *ngíbjörg Johnson, Sveinn Thor- valdson og Ásm. P. JóhannSson. Hefir sá síðast taldi starfað alt að því 20 ár í nefndinni. Var þess að verðugu minst á þinginu. 1 fleiri nefndir var kosið, svo sem til yfirskoðunar reikninga °g útnefningarnefnd, en frá nöfnum þeirra og annara nefnda, svo sem milliþinganefnda, verð- nr skýrt í fundargerðinni, með °ðru, er vonandi verður útdrátt- Ur birtur úr í blöðunum síðar. Vfálið, sem til umræðu kom Uln að halda þingið á öðrum Lma árs en nú er gert, var falið núllilþinganefnd. Til fræðslumála (aðallega ís- tenzku kenslu) voru veittir 500 öalir á árinu. Að kvöldi síðasta þingdagsins. Var fundurinn haldinn í Fyrstu lut. kirkju. Þar flutti hinn góði gestur íslendinga, Árni G. Ey- lands erindi, fróðlegt og skemti- legt yfirlit um framfarir seinni Lma á Islandi, og ýmsa merka Vl%urði síðustu tíma, eins og kreytinguna á stjórnarfarinu o. • A eftir erindi hans voru ^yndir sýndar frá fullveldishá- tíðinni á Þingvöllum og var að ^Vl ósegjanlega gaman. Aður en fundi þessum lauk, Voru þessir kosnir heiðursfélag- ar Þjóðræknisfélagsins: Gísli önsson, ritstjóri “Tímarits” fé- agsins, Vilhjálmur Þór, fyrv. utanríkismálaráðherra á íslandi °§ Einar Jónsson listamaður. ^ þessari samkomu eða loka- Undi var hvert sæti í kirkjunni, uPpi og niðri skipað. Á Fróns- P^ötinu er sagt að verið hafi á ®Jötta hundrað manns og í G. T. Usinu virtist og húsfyllir á aamkomu Icelandic Canadian u°. Samkomur þingsins voru ^el sóttar. Um fundina síðari v° dagana að minsta kosti, má °g svipag segja. slendingar hafa áreiðanlega í0tið skemtunar af því, að vera á KVEÐJA til 26. þings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi flutt af Arna G. Eylands 26. febrúar 1945. bin ast gmu, koma þar saman, finn- enn einu sinní, rifja upp end- rininningar frá fyrri tímum, ^a nvel nokkrir enn frá æskuár- num heima á íslpndi — og auk u^s la fréttir frá fyrstu hendi m hag hvers annars — og heim- aíl að. ^tir að skrá yfir utanbæjar- sk ^ þjöðræknisþinginu, var v^uð> s. 1. viku, urðum vér q ,lr þessara: Guðmundar ^rimssonar dómara, frá Rugby, q! •> Mrs. S. Árnasonar frá Magnúsar Gíslasonar frá b0 ®Jorns Anderson frá Ár- §> Valda Benediktssonar frá HlVerton. Herra forseti, Kæru íslendingar — konur og menn: Eg leyfi mér að ávarpa ykkur með þessu þjóðar-nafni, er eg bezt veit, þótt þið séuð virkir borgarar þeirra tveggja miklu þjóðfélaga er byggja Norður- Ameríku við mestan orðstír, og búa hér að sínu við mikinn auð og mikil völd — samt eruð þið landar okkar sem heima búum og Island byggjum, að ætterni og erfð, gegnum sögu og sögn, gleði og þrautir liðinna alda og genginna ættliða, landar okkar í fortíð og nútíð, og verðið það enn um alllanga framtíð. Slík eru bönd moldar og mannvits, vöggustöðva og vona. Slík er helgi trúar og ástar; hún flytur fjöll, brúar höf, breytir steinum í brauð og vatni í vín, ef á þarf að halda, án manngreinar álits og takmarkana. Tilviljun nokkur ræður mestu um það, að mér veitist sá mikli heiður og sú innilega ánægja, að vera nú staddur hér mitt á meðal ykkar, get séð ykkur, tekið í hendina á ykkur, rætt við ykkur og hlustað á starfsvið þeirrar Iþrautseigu elju og baráttu sem hefir gert ykkur fært, um ára- tugi, að starfa að félagslegum frægðarverkum. Eg er nýkominn frá Islandi eftir því sem títt er að telja, fór frá Reykjavík 12. febr. Daginn áður en eg fór að iheiman átti eg tal við forsætisráðherra íslands herra Ólaf Thors, bað hann mig þá og fól mér, að bera ykkur öllum kærar kveðjur sínar og ísl. ríkisstjórnarinnar, með þökkum fyrir dáð og dygð, trúmensku og þrautseigju, í starfi og stríði, á umliðnum árum og áratugum, og jafnframt að bera ykkur innileg- ustu árnaðaróskir, um farsæld og 1944 Yfir landsins breiðu bygðir bjartur og heiður'dagur rann, fylktu liði fornar dygðir, fölskvalaust í hjörtum brann stórra drauma óskaeldur, yfir sveitir ljóma brá. Kallaði lýðinn fánans feldur frjálsrar þjóðar lögberg á. Allir stóðu að einu heiti eftir marga sóknartöf: anna- og friðar-frama leiti fámenn þjóð við nyrstu höf. Hér er rúm til stórra starfa, stefnan bein á þroskaleið margt að vinna þjóð til þarfa, þessi heill vor allra beið. Okkar bíða breiðir vellir, brekkur hlíðar, firðir, mið, ársól hvergi auðnu hellir yfir fegra verkasvið. Stöndum hátt á helgu bergi, horfum vítt í sólarátt, beitum kröftum, bilum hvergi, byrjum nýjan aldarþátt. / 0 Margt þarf enn að erja og herfa eigi að nýtast gróðurmögn. Sterklega margan stein að sverfa, stíflur hlaða og treysta gögn. Móta og byggja björg úr sandi, búa kneri á dýpstu mið. Framundan er vorsins vandi verk sem þola enga bið. Árni G. Eylands framtíðar sigra í störfum ykkar og félagslegum hugðarmálum, bæði sem einstaklingum og fé- lagi ykkar: Þjóðræknisfélagi ts- lendinga í Vesturheimi. Þá flyt eg ykkur samhljóða árnaðarkveðjur og þakkir frá Þjóðræknisfélaginu á Islandi, með von og ósk um að eflast megi samstarf og þjóðræknisleg viðskifti þessara tveggja félaga, okkur heima til sálubóta og nokkurrar hugarhægðar, er við minnumst þess hve lengi og mjög við höfum vangert í þeim efnum, og ykkur til einhverrar þægðar, þótt ekki verði nema í fáu og smáu. Hamingja fylgi starfsemi Þjóðræknisfélags tsl. í Vesturheimi og allra sem hér leggja hönd á plóginn, beint og óbeint. Um leið vil eg mega, þótt á- gengni sé, lofa að fylgja hér með kærri þakkarkveðju til fjölda * margra sem hér eru staddir og margra annara, frá konunni minni og mér, fyrir margvíslega auðsýnda vináttu og veitta gest- risni, sem okkur hefir fallið í skaut án annara verðleika en þeirra að vera af sama berginu brotin sem þið eruð. Loks flyt eg kveðju, þá kveðju sem erfiðast er að flytja, og eng- inn veldur að fullu, ei^ eg að engu. Kveðju sem er öllum kveðjum helgari, kveðju frá ætt- landi okkar allra — íslandi. — Blessun þess fylgi okkur öllum, hvar sem við förum, hvert sem við stefnum, og að hverju sem við vinnum. “Án hennar er auð- ur hismi og hreysi hvert kon- ungsslot.” Hún fylgi ykkur öll- um við óunnin störf, á ókomnum árum, eins og hún hefir ávalt gert, og aldrei má, né mun, gleymast. Guð blessi Island og íslend- inga hvar sem þá gæfan ber í lánsins leit og hvar sem þeir dvelja, störf þeirra og heimili, ætt þeirra og stöðvar. DR. HELGI P. BRIEM KVEÐUR • Ní m o A v t • W 1 L L I A * °mTd icVl'ccnuh.*. SUJOY •“ ’ axmuat---------------caiaeJLSu: Kvöldið áður en Dr. H. P. Briem kvaddi, bauð hann um 100 Islendingum til kaffidrykkju á Fort Garry Hótel. Stóð hófið frá kl. 4.30 til sex e. h. og gafst mönnum þarna gott tækifæri að kynnast hinum góða gesti frekar. Koma dr. Helga Briem hingað var löndum hans hér til mikillar ánægju. Vissum við það fyrir- fram sem kost áttum á að kynn- ast honum við móttöku forseta Islands í New York á s. 1. hausti. Ræðurnar sem hann hefir flutt hér bera vitni fróðleik og víð- sýni hans og viðkynningargóð- ur er hann eins og bezt verður ákosið, eiginlega hrókur alls fagnaðar. Fyrir þetta á hann mikil ítök í hugum manna hér eftir komuna hifigað. Verðum við honum lengi þakklátir fyrir hana. Um leið og hann kvaddi, lét hann ánægju sína í ljósi og jafn- vel undrun yfir hve okkur tæk- ist að halda hér hópinn. Koma íslendinga sem hans, hafa áit og eiga sinn mikla þátt í hvemig sambandið við Island og íslenzka þjóð helzt. Dr. Helga fylgja héðan hlýjar kveðjur. F.O. G. Sólmundson frá Gimli, var hér í fyrri viku að heimsækja Franz bróður sinn, skólastjóra við Matlock og syst- ur sínar, Mrs. J. Tergesen & Mrs. G. Peterson að Gimli og systur sína Báru, sem er hjúkmnar- kona í Nova Scotia. Hann fékk mánaðar hvíld í hernum og var mest af þeim tíma vestur við haf, þar sem hann og kona hans á, sem stendur, heima. Hann hef- ir verið hálft fimta ár í hernum, verið víða og þar með á Islandi. Hann er sonur séra Jóhanns Sól- mundsson, sem lézt fyrir nokkr- um árum. þjóð sjálfstæð, á eigin merg, nú væru þær einungnis tengdar vinaböndum, og nú væri öflug hreyfing að treysta vináttubönd norrænu þjóðanna. Um afstöðu íslands gagnvart stórþjóðunum benti ræðumaður á að stjórnarskrá samkvæmt væri ísland hlutlaust. Hlutleysi Islands og sjálfstæði væri trygt með vernd þeirri er Island nyti nú og hefði notið um langan aldur frá stórþjóðum þeim er öfl- ugastar eru í Atlantshafinu — Bretlandi og Bandaríkjunum. Áheyrendur luku einróma lofi á erindi dr. Helga; slíkir gestir auka velvild til Islands og Islendinga. J. Th. J. DR. BRIEM ÁVARPAR VIKING CLUB Plan of the proposed Manitoba Medical Centre to be developed as a co-ordinated part of the Province’s program to provide the best possible health service for the people of Manitoba. Comprising individual hospital units grouped about the * present site in Winnipeg of the Medical College, General Hospital and Central Tulierculosis Clinic, the Centre will be of the utmost importance for specialized medical care, training and research. HINN* FYRIRHUGAÐI MEDICAL CENTER í WINNIPEG Á mánudagskveldið 12. febr. s. 1. kom hin fyrirhugaða lækningamiðstöð til umræðu á bæjarráðsfundi í Winnipeg. Öldurmaður Jack St. John, sem er einlægur stuðningsmaður þessa máls, bar fram uppástungu um, að stjórn Winnipeg-borgar ljái málinu óskift fylgi sitt, og var sú uppástunga St. John’s samþykt í einu hljóði. Við umræðurnar um málið fórust E. C. Simonite formanni fjármálanefndar bæjarins þannig orð: “Þetta er eitt af þeim ágætustu fyrirtækjum sem stjórn Winnipeg-borgar hefir, nokkurn tíma haft með höndum.” Auk ákvæðisins um ákveðið og óskift fylgi, voru tvö þýðing- armikil atriði í sambandi við þetta mál tekin fram í uppástungu Jack St. Johns, og samþykt. Fyrst áskorun til fjármálanefndar bæjarráðsins um að afla sér upplýsinga um, hvað mikið af landi að lækninga miðstöðin þarfnaðist og sjá um að það yrði til taks þegar á þyrfti að halda. Annað, að fjármálanefndinni sé falið að athuga á hvern bátt að heppilegast sé að afla fjár þess sem Winnipeg bæri fram að leggja málinu til fulltingis, er nema mundi um $600,000.00 sam- kvæmt lauslegri áætlun og leggja svo athuganir sínar, eða tillögur fyrir stjónarráðsfund. Ekki er hægt að segja annað en þetta séu myndarlegar og drengilegar undirtektir. J.J.B. Fimtudaginn 1. marz efndi Viking Club til miðdegisverðar, í samkomusal Hudson’s Bay, í tilefni af komu dr. Helga Briem, aðalræðismanns íslands í Banda- \ ríkjunum. Samkomunni stýrði Carl Simonson, forseti félagsins. I benti hánn á að eitt aðal mark-j mið Viking Club er að kynna góða gesti samborgurum vorum hér í bæ, og þakkaði hann dr. Helga fyrir þá velvild er hann sýndi félaginu með því að sækja mót þetta. Dr. Helgi flutti eirindi um samband Islands við frændþjóð-j ir sínar á Norðurlöndum; hefir hanrt davlið langvistum í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi — fór frá Bergen fáum dögum áður en Þjóðverjar hertóku borgina. Dr. Helgi benti á að samkomulag skandinava þjóðanna hefði farið síbatnandi síðan hver þjóð var sjálfstæð. Samkomulag Noregs og Svíþjóðar hefði batnað eftir aðskilnað ríkjanna; einnig hefði samúð Islands og Danmerkur aukist síðan Island varð sjálf- stætt ríki 1918. Konungssam- bandi við Dani hefði ekki verið slitið vegna nokkurs kala til Dana eða Danakonungs, Krist- jáns X, heldur einungis til að varðveita fullkomið löggjafar- vald íslands. Nú stæði hver SKEYTI FRÁ ÍSLANDI til Þjóðræknisþingsins Eftirfarandi skeyti bárust for- seta og vara-forseta Þjóðræknis- félagsins meðan á þingi stóð: Hugheilar kveðjur og árnað- aróskir sendi eg þingi Þjóðrækn- isfélagsins forseta*þess og stjórn með ósk um að blessun fylgi störfum félagsins nú sem fyr. Sveinn Björnsson i * In grateful remembrance of unforgetable sojourn amongst friends in Canada and United States a year ago. I convey to the Icelandic National League my best wishes of success and prosperity in the future. Sigurgeir Sigurðsson * * *■ .Icelandic National League, Reykjavik, expresses thanks for your friendly greeting, but first and foremost for invaluable pioneering activity in organizing people of Icelandic stock abroad. May Icelandic minds and hearts the world over be joined in unitv now and throughout the future. Icelandic National League, Valtyr Stefansson Erlendur G. Gillis látinn Frétt hefir borist hingað urr að E. G. Gillis, sem lengi hefii verið búsettur vestur á strönd hafi orðið bráðkvaddur s. 1 fimtudag. Heimili hans var New Westminster, B. C. Hani ' lætur eftir sig ekkju, Kristjöni ' og 3 dætur á lífi. Erlendur va ern til þess síðasta þótt 88 ár. jgamall væri. Jarðarförin fó fram s. 1. laugardag. ,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.