Heimskringla - 02.05.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. MAl 1945
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
einkennileg ræða
Ræðan sem dr. Helgi Briem
hélt í sambandi við nýafstaðið
þjóðræknisþing í Winnipeg, er
að mörgu leyti athyglisverð. —
Ræðan er hlý og góðlátleg, og vel
til þess fallin að sameina hugi ís-
lenzku þjóðarinnar beggja meg
in Atlantsála, og er það vel.
Ræðan virðist sniðin eftir
hinni brezku pólitíszku sólskins
stefnu, sem lofar alt og alla, þeg-
ar hún er að sækjast eftir fylgi
til handa flokksbræðrum sínum,
sú stefna hefir löngum reynst
happasæl til pólitískrar fylgis-
öflunar á meðal alþýðunnar. —
Lofið ier svo undur notalegt.
Það má líka óhætt segja að
stefnan sé að ná fastari kjölfestu
með hverju árinu í hinum ensku-
°iælandi heimi, og einnig hjá
°kkur Vestur-íslendingum. Á
þessa nýju stefnu aldarandans,
er nýlega minst í Lögbergi undir
nafninu “Yfirklórs og katta-
þvotts stefna”, ekki óheppilegt
nafn.
Nú langar mig til að tilfæra
nokkrar setningar úr ræðu dokt-
°rsins, hann segir: “Islendingar
eru eina þjóðin, sem eg veit til
að hafi getað flutt sig í nýtt land-
nám án þess að lamast andlega
nm langan tíma. En þeir hafa
ekki aðeins verið svo styrkir að
þeir hafa getað haldið við menn-
]ngararfi sínum, heldur hafa þeir
aukið við hann.” Þetta virðist
niér vera nokkuð blíðviðriskent,
svona um hátveturinn.
Að sönnu verð eg að kannast
Vlð það, að mér er ekki vel ljóst
Vlð hvað er átt með menningar-
eða ættarerfðum. Sé átt við við-
Lald tungu vorrar, þá eigum við
Vestm snn sannarlega ekki þetta |
J°f skilið. Við íslenzkir foreldr-
ar, bæði eg og aðrir höfum gert
^njög lítið að því að kenna börn-
Uln okkar mál feðra vorra.
Enda er miklu auðveldara að
fala um slíka hluti, en að fram-
kvæma þá. Utan að komandi á-
þnifin eru svo sterk, að börnin
eru ófáanleg að beita nokkrum
alvarlegum átökum við að læra
^nál, sem kalla má dautt í þessu
^andi, og aðeins notað til sbemt-
Unar á meðal eldra fólksins, sem
fætt er og uppalið á Islandi en
því fækkar nú óðum.
f þessu sambandi dettur mér í
þng vísa eftir Þ. Þ. Þ. um íslenzk-
Una okkar vestanmanna, hún er
Svona:
Hún er orðin feigðar fálm
frumbýlingsins vona;
orðin hjólma eins og mjálm
Ungra kattasona.
En ef dr. Briem á við það, með
Vlðhaldi ættararfs vors, að við
Vestmenn af íslenzku bergi
þrotnir séum meiri kyrstöðu-
Iöenn, og stöndum fastari fótum
aftur í grárri fornöld heldur en
aUir aðrir þjóðflokkar þessa
^nginlands, þá skeikar honum
einnig þar.
Við eigum ekki einu sinni
Sv,erð eða spjót og kunnum ekki
Sv° mikið af fornaldar listum að
Vega mann eða brenna inni ná-
§ranna vora, ef eitthvað ber á
hiilii.
Hannleikurinn er sá, að við
Vestmenn höldum okkar hlut i
Samanburði við aðra þjóðflokka
Pessal) lands, en að við stöndum
°þum öðrum framar, tel eg mjög
vafasamt að hafi við rök að styðj-
ast.
Norðmenn, Svíar og Danir
afa haft bólfestu í þessu landi
^niklu lengur en við Islendingai,
Sanat tala þeir og rita tungu feðra
Slnna fullum fetum. Þeir hafa
reist veglegar kirkjur og skóla,
Sern þeir starfrækja af eigin ram-
,, • Sömuleiðis viðhalda þeir
°nlist þjóða sinna af mikilli alúð
°§ oinnig reynst stórkostlega at-
')rkusamir á sviðum verklegra
ramkvæmda.
1)
iand
rikin.
Þegar eg tala um þetta
á eg við Canada og Banda-
Þeir hafa og tekið drjúgan
þátt í stjórnmálum landsins, og
margir þeirra með fremstu for-
kólfum á því sviði. Þeir virðast
því ekki hafa stór “lamast” við
“landnámið” piltarnir þeira. Hið
sama mætti segja um enskinn,
þeir ieiga þó að minsta kosti fá-
einar kirkjur karla rýjurnar.
Á þessu stigi málsins virðist
eiga vel við að tilfæra vísu eftir
dr. Sig. Júl. Jóhannesson:
Oflof þér er ekkert lið,
þú ert að hálfu veginn,
ef alt er sýnt á hægri hlið,
en hulið vinstra megin.
Og enn verð eg að tilfæra orð
dr. Briem. Hann segir: “Venju-
lega er reynt að útskýra vestur-
íerðir íslendinga svo að menn
hafi leitað til betra lands til að
bæta hag sinn og barna sinna.
Eg hygg þetta þó all fráleitt. ís-
lendingar láta lítt leiðast af hag
sínum. Áhuginn er bundinn við
alt annað en fé og jarðneska
muni. Ef íslendingur hefir fén-
ast er það að mestu fyrir tilvilj-
un og hann hugsar meira um það
að miðla öðrum og láta gott aí
sér leiða en að safna meiru en
hann þarf fyrir sig og sína.”
Nú, nú, svo er nú það. A með-
an eg er að ná andanum eftir
þessa uppskrift, ætla eg að biðja
Steingrím Thorsteinsen að kveða
eina vísu:
“Með oflofi teygður á eyrum var
hann,
svo öll við það sannindi rengdust,
en ekki um þumlung hann vaxa
þó vann
það voru aðeins eyrun sem
lengdust.”
Ekki tel >eg það neinum vafa
bundið, að fslendingar hafi yfir-
gefið land sitt og þjóð í neinum
öðrum tilgangi en þeim að gera
lilraun til þess, að bæta kjör sín’
og barna sinna. Það er alvarleg
ákvörðun af fjölskylduföður, fé-
vana og mentunarsnauðum, að
hrekja skyldulið sitt burt frá
föðurlandi sínu frá þolandi kjör-
um og sæmilegum framtíðar-
horfum, til annarar heimsáKu,
þar sem það skildi ekki eitt orð í
landsmálinu og þekti ekkert inn
á vinnubrögð í hinu nýja um-
hverfi. f þessu sambandi verð-
ur mér án efa bent á “útþrána”,
þetta gamla blóðlausa og útjask-
aða staglyrði, sem aldrei hefir
þýtt annað en löngun til að köm-
ast á flakk og flæking.
Ef einhverjir þeir, sem burt
íluttu af fslandi hafa hrakið þá,
sem þeir voru ábyrgðarfullir fyr-
ir til annarar heimsálfu, og í al-
gerða óvissu um framtíðina, að-
eins til þess að svala sinni eigin
þrá að geta orðið flakkarar og
flækingar í ókunnu landi, þá
hafa þeir hlotið að vera megn-
ustu óþokkar, eða meira en lítið
ruglaðir í kollinum.
Ónei, kæru landar! Það var
ekki skemtanalöngun eða fá-
bjánaleg útþrá og hringlanda-
skapur, sem knúði foreldra vora
til að yfirgefa land sitt og þjóð,
heldur voru hin þungu spor stig-
in með það eitt fyrir augum að
bæta framtíð barna þeirra. Þetta
tókst þeim líka í flestum tilfell-
um með því að viðhafa hina
stökustu sjálfsafneitun og fórn-
færslu. Sá eini arfur, sem for-
eldrar vorir fluttu með sér, sem
að nokkru gagni kom í nýja land-
náminu var fátæktin.
Hún hafði leikið þá svo sárt að
hún var sterk hvatning að beita
öllum líkam.s og sálarkröftum til
þess að sporna við því að börn
þeirra lentu í því sama. í sam-
bandi við staglið um útþrána.
Hvernig stendur á því að Islend-
ingar halda ekki áfram að flækj-
ast land úr landi síðan hingað
kom? Eg sé ekkert ferðasnið á
neinum, eftir 70 ára veru í land-
inu. Hefir þessi ríka náttúra
dofnað svona alt í einu? Mér
H HAGBORG FUEL CO. ★ H
Dial 21 331 j£;FLj 21 331
dettur í hug það, sem haft er eftir
stúlku, sem dæmd var fyrir laus-
læti, hún sagði: Þið getið hýtt og
hýtt, en þið getið þó aldrei hýtt
úr mér náttúruna.
Ekki megum við gleyma því,
að afkomuskilyrðin á íslandi eru
alt önnur nú, en þau voru fyrir
70 árum síðan, eða þegar vestur-
ferðir hófust fyrir alvöru,
íslenzka þjóðin hefir tekið svo
stórstígum framförum á öllum
sviðum á síðast liðinni hálfri öld
að undrun sætir. Það líkist frem-
ur draumórum en veruleika.
Þjóðin stendur á hærra menn-
Frh. á 7. bls.
Viltu Gera |>etta
fyrir Canada
LÁNIÐ dollarana ykkar . . . til að halda herskörum vorum vel birgðum af vopnum
þeim, er nauðsynleg eru til að greiða síðasta höggið ... LÁNIÐ til að útbúa, æfa,
fæða, klæða og flytja menn og konur er þátt taka í stríðinu . . . LÁNIÐ til að
græða særða, annast sjúka, og bjarga þeim fyrir friðinn ... LÁNIÐ til að frelsa
undirtroðna, og koma frið á í hinni stríðsþjökuðu veröld. Mundu, þú lánar, en eyðir
ekki, þegar þú leggur peninga þína í Sigurláns Verðbréf.
OG CANADA GERIR SINN
SKERF FYRIR YKKUR
Canada setur þá peninga er þú borgar fyrir Sigurláns Verðbréf til starfs fyrir þig
—og borgar þér vinnulaunin—3 percent um árið. Canada geymir peninga þína
fyrir þig—trygga eins og Canada er sjálft—tryggasta stað á jarðríki. Þeir pening-
ar, sem þú lánar, eru ávalt þínir, er þú getur notað í framtíðinni er þér liggur mest
á. Og ef þörf krefur getur þú fengið þá til baka hvenær sem er. Hugleiddu!—
það er meiri ástæða að kaupa Sigurláns Verðbréf en að kaupa nokkurn skapaðan
hlut annan er fólki hefir verið boðið í Canada! Frelsið er okkar að verja. —
LEGGIÐ í ÞAÐ BEZTA!
Leggið í
Sigurinn
KAUPIÐ Victory Bonds
8-66
• NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE