Heimskringla - 15.05.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.05.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA PRÓFESSOR SVEINBJÖRN JOHNSON LÁTINN Nýlega barst símskeyti frá Árna Helgasyni ræðismanni í Chicago, sem flutti þá harma- fregn, að Sveinbjörn Johnson prófessor hefði látizt skyndilega hinn 19. marz s. 1. Hann var í tölu hinna merk- ustu Islendinga í Vesturheimi og hefir ísland hlotið mikla blessun af æfistarfi hans. Prófessor Sveinbjörn var fæddur hér heima á íslandi, að Hólum í Hjaltadal 10. júlí 1883. Foreldrar hans voru Jón Jónsson skipstjóri og Guðbjörg Jónsdótt- ir frá Nesi í Fljótum. Föður sinn misti hann mjög ungur og eftir að móðir hans hafði giftzt síðara sinni fluttist hann ásamt henni og fósturföður sínum til Vestur- heims. Munu þau hafa sezt að í íslenzku byggðinni í Pembina- héraði í Norður Dakota og ólst hann þar upp. Það kom fljótt í Ijós að Svein- björn var gæddur óvenju mikl- um námshæfileikum. Vöktu gáf- ur hans hvarvetna athygli. — Nám stundaði hann aðallega við ríkisháskólann í Norður- Dakota og tók þar lögfræðipróf árið 1908. Þegar út í lífsstarfið kom, gat dugnaður hans ekki dulizt. Og það var eftir því tekið hve rit- fær hann var og vel máli farinn. Um nokkurt skeið var hann bókavörður í bókasafni ríkis- þingsins í Norður-Dakota og átti hann mjög mikinn þátt í að koma bókasafninu á stofn. — Hann starfaði síðan alllengi sem málfærslumaður bæði í Cavalier og Grand Forks, þar sem hann dvaldi í mörg ár. Þótti fyrir- lestrar hans við háskólann mjög merkilegir. Árið 1921 var hann kjörinn dómsmálaráðherra í Norður-Da- kota og síðar tók hann dómara- sæti í hæstarétti ríkisins. Árið 1935 fól Roosevelt forseti honum yfirumsjón með úthlutun á stórkostlegum fjárhæðum, sem veittar voru til þess að reisa við atvinnuvegina í Illinois-fylki, Ritstörf hans og fræðimennska eru glæsileg, Er þess ekki kost- ur að telja hér upp að þessu sinni nema lítið eitt af því, sem eftir hann liggur á því sviði. Það sem einkum veit að íslandi og ís- lenzkri þjóð er hin merka rit- gerð hans“01d Norse and An- cient Greek Ideals” og rit hans “Pioneers of Freedom”, þar sem hann lýsir menningu íslendinga á þjóðveldistímanum. Einnig ritaði hann mjög merkagrein ár- ið 1940 um réttarstöðu Islands að alþjóðalögum. En stærsta afrek hans á þessu sviði mun þó verá þýðing hans á ensku á hinni fornu lögbók vorri, Grágás, sem hann lætur eftir sig í handriti. Það var honum hugstætt verk og veit eg, að hann lagði sig all- an fram um að vanda það sem bezt hann mátti. Vonandi hefir honum unnizt tími til að ljúka við þetta verk, en það mun vafa- laust þykja óvenju mikill fengur og bókmenntalegur viðburður að fá þessa bók á enska tungu. Prófessor Sveinbjöm kom hingað heim á Alþingishátíðina 1930. Hann kom sem fullrúi Bandaríkjanna. Sú för var hon- um ógleymanleg. En íslendingar gleyma heldur ekki komu hans. Við það tækifæri flutti hann ræðu sem geymast mun og mörg verður minnisstæð. Hann vann hér hugi manna fljótt með sinni látlausu og drengilegu fram- komu. Með honum kom þá kona hans Esther Henriette Slette, hin ágætasta kona. Er hún af norskum ættum. Ennfremur var sonur þeirra með í förinni. Mun hann nú vera 23 ára gamall og heitir Paul Sveinbjörn. Eg hitti prófessor Sveinbjörn í Chicago árið 1944. Hafði hann hug á því að koma hingað aftur við fyrsta tækifæri. Það var auð- fundið, að hann var bundinn böndum við land og þjóð, sem ekki mundu slitna fyrr en dauð- inn kæmi. Hann var aðlaðandi í fram- göngu, sérstaklega yfirlætislaus. Allir íslendingar, sem minntust á hann við mig vestra, töluðu um prúðmennsku hans og góðvild. Honum þótti vænt um viður- kenningu, sem hann hafði hlot- ið hér heima og sæmdir. Háskóli íslands sæmdi hann doktors- nafnbót í lögfræði 1930 og 1944 var hann sæmdur stórriddara- krossi af Fálkaorðunni með VERZLUNARSKÓLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited / Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA stjörnu. En vænzt af öllu þótti honum þó um þá hugarhlýju, sem til hans beindist frá vinum hans á Islandi. Islendingar vestan hafs og austan harma hve flótt hann fór. Beggja vegna hafsins þráðu menn, að hann fengi enn lengi að lifa og starfa. Beggja vegna hafsins átti hann þátt í að varpa ljóma á ís- lendingsnafnið. Hann var glæsi- legur lærdóms- og fræðimaður og sterkur og traustur í sér- hverjn starfi. En mannkostir hans og dreng- skapur voru hans stærsta prýði. Sigurgeir Sigurðsson Kirkjublaðið — 8. apríl ’46. SJÖTUGUR STGR. MATTHÍASSON LÆKNIR Á morgun 31. marz er Stein- grímur Matthíasson læknir, sjötugur. Hann hefur nú um all- mörg ár dvalið erlendis og starf- að þar sem læknir. En' hann hef- ur oft sýnt með því, sem hann hefur ritað á þessum árum að hugur hans er hér heima, hér nýtur hann sín bezt og hér er hans rétta starfssvið. Við vinir hans vonumst líka eftir því, að sjá hann alfluttan heim. Á þessum merkisdegi æfi sinn- ar hvarflar efalaust hugur hans heim til ættjarðarinnar til ætt- ingja og vina og hinna mörgu velunnara, því ekki getur ást- sælli mann en Steingrím. Eg er líka sanfærður um, að á þessum degi sendir fjöldi lands- manna honum hlýjar kveðjur að minnsta kosti í huganum og von- ast eftir að sjá hann og heyra og fagna komu hans. Mér, sem þessar línur rita, hefur jafnan fundist á okkar langa viðkynninga og vináttu tímabili, sem geislar hreinleika, frjálslyndis og góðleika stöfuðu af Steingrími. Er það og mjög að vonum, því eplið fellur ekki þessa dags, innilegs saknaðar og sársauka verður vart, þegar einn og einn kallast heim. En þann- ig hefur það verið með bekkj- arfélaga okkar. Eg minnist með gleði margra ánægjulegra stunda frá hinum mörgu skólaferðum haust og vor. Við Steingrímur og Ingólfur Gíslason vorum oft samferða í þessum ferðum, kom þá oft all- margt skemtilegt fyrir sem vakti hlátur og gleði. Skáldleg kýmni beggja þessara ágætu félaga lagði þá oft til efniviðinn til ánægjunnar. Sem læknir hefir Steingrímur getið sér hinn bezta orðstýr. Hann hefur reynst ágætur skurð- læknir og gætinn. — Margir sem notið hafa hans hjálpar hafa orð á því við mig, að þeim hafi jafn- an fundist sem björtum sólar geisla hafi brugðið yfir er hann kom inn á heimili þeirra eða inn á sjúkrastofu, þar sem þeir lágu sjúkir menn. Hið milda bros hans dróg úr verki og hinn hjálp- fúsa hönd hans. Steingrímur hefur verið hinn tiðförlasti til útlanda meðal ís- lenzkra lækna. Jónas Hallgríms- son segir um býin “Bera bý bagga skoplítinn, hvert til húsa heim þaðan koma ljós hin loga- glæstu á altari hins göfga Guðs”. Steingrímur hefur verið iðin eins og býin að safna þekkingar og viskumálum til þess að fræða alla sem heima sátu. Þeir sem eitt sinn hafa kynst Steingrími Matthíassyni verður hann minnisstæður, svo að þeir gleyma honum aldrei. Veldur þessu hinn glaðværi en þó festu- legi svipur hans, hin fjálsa hugs- un og vakandi áhugi á starfi hans. 1922 heimsótti eg hið heim- fræga heilsuhæli í Battle Creek í Ameríku og stofnanda þess og stjórnanda, mannvininn merka, Kellogg lækni. Er eg hafði kynt mig honum var fyrsta spurning hans um Steingrím. “Þekkið þér dr. Matthíasson það er ágætis langt frá eikinni, því hann er sonur vors ágæta þjóðskálds og j gáfu- og áhugamaður á lækning- arnfleyga andans manns Matthí- Um og mannheill. Hann hlýtur asar Jochumssonar. En hann dá allir þeir sem unna skáldskap og háleitum hugsunum. Steingrím- ur heitir líka eftir öðru ágætu þjóðskáldi voru, Steingrími Thorsteinssyni rektor menta- skólans um langt skeið og oft fylgir gifta nafni. Steingrímur læknir hefur líka sýnt það með ritsmíðum sínum, að í æðum hans rennur skálda blóð, þó ekki hafði hann ort annað en gaman- vísur. Það sem einkennir alt sem Steingrímur skrifar er frjáls- lyndi, fjörugt hugsjónalíf sam- fara sterkri tilhneigingu til þess að vera leiðandi læknir á Is- landi”, kvað hann sig langa mik- ið til þess að hjá ísland áður en hann dæi. Því miður varð nú ekki af því. Steingrímur Matthíasson er flestum Islendingum að öllu góðu kunnur bæði vestan hafs og austan, sem læknir og hinn frjó- sami fræðari um þau mál, sem líf og heilsu og andlega velferð varða. Eg veit að allir landsmenn fagna heimkomu hans og óska honum langra lífdaga. En sér- staklega tel eg ljúft og skylt að færa honum hamingjuóskir á að fræðast og fræða aðra og sjötíu ára afmæli hans og bjóða breiða út þekkingu meðal landa hann hjartanlega velkominn sinna. Hann hefur haft sterka til-, heim í okkar hóp á 50 ára starfs- hneigingu til þess að ferðast og afmæii okkar bekkjarbræðra og leita að aukinni fræðslu, sjá með hlökkum til endurfunda -Mbl. Jónas Kristjánsson. 31. marz ’46. eigin augum, sannpróf og halda því sem gott er eftir boði Páls postula. Steingrímur hefur held-, ur ekki grafið pund sitt í jörðu, hann hefur af fremsta megni Grænlands í júní með reynt að avaxta það með þvi að viðkomu á fslandi. Danir hefja flugferðir til útbreiða þekkingu á því sem hann taldi þjóð sína varða mestu. Danska flugfélagið danske Luftfartsselskab) (Det mun Við sambekkingar Steingríms, hefja fyrsta farþegaflug sitt til kyntumst fyrst er við gengum Grænlands um Island í júní- upp í 1. bekk gamla látínuskól-1 mánuði næstkomandi. Verður ans eins og hann var kallaður þá flogið til Julianehaab. 1890 er við byrjuðum skóla- Flugvélin, sem félagið mun göngu okkar. Steingrímur var þá nota í þessari ferð, verður ame- meðal hinna yngstu í bekk okkar i rískt flugvirki, sem breytt hefur en andlega þroskaður “Þéttur a velli og þéttur í lund” eins og hann átti ætt til. Það var eitt- hvað bjart og drengilegt yfir þessu fagra og fjörlega glaða ungmenni, sem laðaði að sér alla sem honum kyntust, ekki sízt okkur skólabræðrum hans. Um bekk vom félaga vil eg segja þetta, sem eg veit sannast og réttast, að eg hygg óvanal. að með bekkjarbræðrum myndist svo traust vinátta og innilegt bræðralag, sem enst hefur til verið til afnota fyrir farþega. Með flugvélinni verður meðal annara Oldendow forstjóri, sem er einn af meðlimum Græn- landsstjórnar, auk forstjóra krýólítnámanna á Grænlandi og ýmissa vísindamanna. Ekki er talið, að enn sé hægt að gera ráð fyrir reglubundn- um flugferðum milli Danmerk- ur og Grænlands. Alþbl. 11 apr. ROROIÐ HEIMSKRINGLIT— þvf gleymd er goldin sknld FREEMAN ÁRNASON 1891 — 1946 Þann 11. apríl s. 1. andaðist að heimili sínu, 2209 Lorne Ave., í Saskatoon, Sask., Freeman Árna- son, vélstjóri við ríkisbrautina C. N. R., rúmlega fimtíu og fjögra ára gamall. Freeman var fæddur 31. ágúst 1891, í Pembina, N. Dakota. — Foreldrar hans voru Bjarni Árnason frá Torfustöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu og Ásta Jósafatsdóttir frá Gili í Svartárdal í sömu sýslu. Fimm ára gamall misti Freeman föður sinn, en móðir hans bjó áfram með börnum sínum í Pembina. Ungur byrjaði hann að vinna bæði við heimilið og eins hjá bændum og hverja aðra algenga vinnu sem til féll, því áhuginn hjá honum mun snemma hafa byrjað að reyna að verða sjálf- stæður maður, og einnig að leggja fram þá krafta sem hann hafði yfir að ráða til að hjálpa móður sinni, sem oft mun hafa átt við erfið kjör að búa og varð oft og mörgum sinnum að vinna eins og hennar kraftar leyfðu. Árið 1910, þá rúmlega nítján ára gamall, réðist Freeman í þjónustu hjá ríkisbrautinni C. N. R., sem þá gekk undir nafninu Canadian Northern, og byrjaði að vinna í Emerson, Man., og byrjaði hann þá á starfi því er varð æfistarf hans og var upp frá því stöðugur verkamaður í þjón- ustu þess félags til æfiloka, þrjá- tíu og fimm ár, og með atorku og dugnaði tókst honum að vinna sig upp í góða og ábyrgðarfulla stöðu þar sem hann hlaut vin- áttu og traust yfirmanna sinna og eins þeirra manna sem hann hafði yfir að ráða. Á fyrsta árinu sem Freeman var hjá félaginu, vann hann á ýmsum stöðum, eins og vanalega gengur til með menn sem eru að byrja, þeir eru sendir hingað og þangað, eftir því sem þörfin er mest fyrir þá í það og það skiftið. Hann var í Winnipeg, Man., fyr- ir tíma, Kamsack, Sask., og Saskatoon, Sask., Kamloops, B. C., og víða annar staðar, og al- staðar kom hann fram sem hraustleika maður og stöðu sinni vel vaxin, sjálfum sér til sóma og eins því litla þjóðarbroti, sem getur tileinkað sér hann sem einn af sínum sonum. Freeman var með hærri mönn- um að vallarsýn og þrekið eftir því, fríður sýnum, svipurinn hreinn og góðlegur og lét lítið yfir sér. Það duldist engum að þar var maður sem gott var að kynnast og hægt var að bera traust til, enda átti hann marga vini og góða kunningja, bæði á meðal samverkamanna sinna og annara. Þeir sem höfðu þann heiður að kynnast honum sakna nú vinar í stað. Fyrir fimm árum síðan fór heilsan að bila og ágerðist eftir því sem árin liðu og varð hann oft að hætta við vinnu sína af þeim ástæðum og það stundum fyrir langan tíma í einu. Þegar hann fór svolítið að koma til og hressast gat hann ekki haldið kyrru fyrir, því áhuginn var mikill og eins viljaþrekið, að gef- ast ekki upp fyr en í fulla hnef- ana og reyna að halda það út eins lengi og hægt væri, en þó hann væri við vinnu sína gat engum það dulist sem hann þektu, að honum leið ekki vel. Ekkert var til sparað, sem hægt var að gera fyrir hann, bæði með læknishjálp og alla aðhjúkrun. í apríl 1928, giftist Freeman í Seattle, Wash., eftirlifandi konu sinni, Rósu Peterson. Hún var útlærð hjúkrunarkona, dóttir Gunnlaugs Peterson frá Hákon- arstöðum á Jökuldal og konu hans Sigríðar Espólíns. Þau Freeman og Rósa eignuðust eina dóttur, Margréti að nafni, hún er hjá móður sinni í Saskatoon og gengur þar á skóla. WINNIPEG, 15. MAl 1946 Sá látni á þrjár systur á lífi: iGuðnýju, ekkju eftir Sigurð Johnson verzlzunarmanns í Lim- erick, Sask., og Hólmfríði, gift hérlendum manni, Edw. Simons í Cavalier, N. Dak., og Sigríði, gift frakkneskum manni, Chas. Blouin, í Wood Mountain, Sask., og ennfremur hálfbróðir af fyrra hjónabandi föður hans, Guð- mund að nafni, dáinn í Pembina, N. Dak., fyrir mörgum árum. Freeman og kona hans byrj- uðu búskap í Kamloops, B. C., 1928, en 1929 fluttust þau það- an til Saskatoon, Sask., og bygðu sér þar myndarlegt heimili, og þar átti hann heima þangað til hann lézt í apríl s. 1., eins og að ofan er getið. iGott var að koma á heimili þeirra Freemans og Rósu konu hans, ^nda var þar oft margt um manninn og hjónin bæði sam- hent og samtaka í að láta gestum sínum líða vel. Hann var jarðsettur þann 16. apríl í Saskatoon, Sask., það var fjöldi fólks viðstatt, kistan var þakin blómskrúði frá vinum og vandamönnum. Yfir moldum hans talaði Rev. Bradley, prestur presbytera kirkjunnar þar í bæn- um. Einnig flutti þar ræðu einn af yfirmönnum Oddfellow reglunn- ar, þeim félagsskap hafði sá framliðni heyrt til í þrjátíu og fimm ár; fór hann mörgum góð- um og velvöldum orðum um þann látna og þakkaði honum bæði fyrir sína hönd og eins ann- ara félagsbræðra hans, fyrir vel unnið starf í þágu þess félags- skapar. Allir sem persónuleg kynni höfðu af Freeman, bæði viniv hans og samverkamenn, sakna hans nú þegar hann er horfinn þeim af sjónarsviðinu, en þyngst verður sorgin hjá systkinum hans sem eftir lifa, einnig konu hans og dóttur, sem syrgja nú góðan maka og ástríkan föður. — Farðu vel gamli vinur og þöikk fyrir samveruna. Enda eg svo línur þessar með þessum orðum úr Hávamálum: Deyr í&, deyja frændr, deyr sjálfr et sama, en orðstír deyr aldrei, þeim er sér góðan getr. Gamall vinur hins látna DÁN ARFREGN Þann 4. þ. m. andaðist á sjúkrahúsi í Regina, Sask., Ný- mundur Sakarías Josephson, bóndi frá Wynyard, Sask. Nýmundur var fæddur á Is- landi 15. okt. 1870. Hann kom ungur þaðan með foreldrum sín- um er settust að í Garðar-bygð- inni í Norður Dakota. Hann kvæntist 1895 Guðnýju Thor- finnsson, systur hinna velþektu Thorfinnssons bræðra í Norður Dakota og Wynyard. Skömmu eftir giftingu þeirra hjóna fluttu þau til Vatnabygðanna í Sask- atchewan og settust að á heim- ilisréttarlandi sínu skamt frá Wynyard-bæ og þar hafa þau búið síðan góðu búi. Auk konu sinnar og bama, sem eru átta, á Nýmundur fjóra bræður og tvær- systur á lífi, tuttugu og átta barnaböm og eitt barnabarnabarn. Þetta eru allar þær upplýsing- ar er blaðinu hafa borist um þennan frumherja, og vill Hkr. óska að henni verði sendar meiri upplýsingar um þennan mæta mann og aðra frumbyggjara ís- lenzku bygðanna í Vesturheimi, sem nú eru óðum að falla frá eft- ir vel unnin æfistörf. Alþingisliátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er Islendingum kærkomin vinagjöf. í bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti. Fæst bæði í bandi og óbundin. Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.