Heimskringla - 30.10.1946, Side 2

Heimskringla - 30.10.1946, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT. 1946 Gullbrúðhjón Mælt fyrir hjónaskál JUAN CLARKE og GESTS F. SIGURÐSSONAR Mr. og Mrs. W. B. Gíslason Eftir því sem Minneota Mascot. farast orð 11. þ. m., hefir verið gestkvæmt á heimili þeirra Gíslason’s hjóna sunnudaginn þar næst á undan eða þann 7. október, því að þann dag höfðu þau hjón lifað saman í fimtiu ár. Ennfremur átti elzti sonur þeirra, Virgil V. Gíslason kaup- maður í Minneota tuttugu ára giftingarafmæli þann dag, og slóu þeir feðgar saman afmæl- isfagnaðinum á heimili gömlu hjónanna. Þeim hjónum, W. B. Gíslason og konu hans, hefir orðið sex mannvænlegra barna auðið í sínu farsæla hjónabandi, og voru þau öll viðstödd þennan merkis dag foreldra sinna; og hafði það eigi viðborið í tuttugu ár, að öll börnin væru stödd í einu undir þaki foreldra sinna. Mascot seg- ir að hús þeirra hjóna hafi stað- ið opið frá kl. 3 til 10 um kveldið og að fjöldi vina og vandamanna hafi heimsótt þau til að áma þeim heilla. Og efast enginn um, er til þekkir, að svo hafi ver- ið í ríkum mæli. W. B. Gíslason er bróðir hinna víðkunnu Gíslason’s bræðra frá Minneota, Minn., þeirra: Bjöms lögmanns er um eitt skeið var lögsóknari í Lyon County, hann lézt fyrir nokkmm árum; Jóns bónda í Minneota, fyrverandi þingmanns á ríkisþingi Minne- sota; Áma, dómara í New Ulm, Minnesota, og Halldórs prófess- ors við ríkisháskólann í Minne- sota. Fleiri vom þau systkini er eg kann nú eigi að nefna; alt merkis- og gæðafólk. Var Björn Gíslason frá Haukstöðum í Vopnafirði, alkunnur maður (á sinni tíð, faðir þeirra. W. B. Gíslason hefir lengst æfinnar stundað verzlun bæði i Minneota, Duluth og víðar í Minnesota-ríki, og notið alstaðar hylli og tiltrúar samferðamanna sinna, enda er maðurinn val- menni á alla lund. Hann var í nokkur,ár póstafgreiðslumaður í Minneota, en eigi er mér kunn- ugt um, að hann hafi tekið þátt í öðram opinbemm stjómar- störfum. Eg mintist áðan á, að Valdi (en svo var hann ætíð nefndur í vináhóp) hefði um skeið verzlað í Duluth, en því minnist eg á þetta aftur, að þar var það, sem Káin orti til hans hina ódauð- legu grafskrift um Phil O’Hare, og hljóðar svo: “Þér og mér til mótlætis mennt og kurt frá snúinn Phil O’Hare til helvítis úr heiminum burt er flúinn. Hafðu þreyju þangað til þrýtur líf og kraftur; ef þú getur fundið Phil, færðu dalinn aftur.” Svo em þessar vísur prentað ar í Kviðlingum Káins, en eg lærði tvær síðustu hendingarn- ar svona: “þá getur þú fundið Phil og fengið dalinn aftur.” Og kann eg miklu betur við þá ending, enda er hún líkari hinni græskulausu fyndni Káins. En alt þetta skeði nú áður en Káin varð þjóðfrægt átrúnaðar goð allra gleðimanna. Og eitt er víst, að þarna setti Káin þessa þrenning, Phil O’Hare, Valda og spesíuna, í þann ramma, er möl- ur og ryð fá eigi grandað um langan aldur. Að endingu vil eg taka í hönd þeirra hjóna og óska þeim allrar blessunar með næstu fimtíu árin, að þeim liðnum mun eg ámálga þetta frekar. Sv. ANNA BERGÞÓRSSON 1882 — 1946 12. október, 1946, lézt að heim- ili sínu í Wynyard-bæ, Sask. Anna Svanfríður Friðriksdóttir, kona Kristjáns .verzlunarmanns í Wynyard Guðmundssonar járn- smiðs frá Sauðárkróki Bergþórs- sonar. Var hún sungin til mold ar af Rev. J. M. Alexander frá íslenzku kirkjunni í Wynyard. Anna var dóttir Friðriks Svarfdals fymm hreppstjóra í Ólafsfirði, Þorsteinssonar smiðs og þjóðsagnaritara frá Upsum Þorsteinssonar og konu hans Ólínu Árnadóttur frá Hamri. Systkin hinnar látnu á lífi em Jómn Svarfdal, Ingibjörg Svarf- dal og Árni Svarfdal, málari, öll í Wynyard bygð. Yngsta syst- kinið, Freyja, lézt gift kona suð- ur í Bandaríkjunum fyrir meir en aldarfjórðungi síðan. Anna var fædd að Glæsibæ við Eyjafjörð 8. desember, 1882, og þaðan flutti hún með foreldr um sínum, systkinum og afa sín- um Þorsteini frá Upsum, til Vest- urheims, 1889. Dvaldi hún með John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes. Leland Hotel, Winnipeg Umboðatnaður fyrir Manltoba, Saskatchewan og Alberta Hann Gestur fyrir frelsi sínu barðist, Ei frægð né launum, yzt á Heljarslóð, Og andlitssári ósjálfrátt ei varðist Svo yrði sýnt að frejsi kostar blóð. Hví skyldi hann, sem firðist sérhvem fjötur 1 fremstu röð á Hausaskeljastað, Nú feiga hér að ganga troðnar götur I gömlu hafti og mega ei slíta það? Hið fyrsta sp>or að læra’ að hata helsi í hvaða mynd sem fyrir augu ber, Er einmitt það að þrá og elska frelsi Af þörf að gera margt sem bannað er. — Hver fundarsamþykt kredduskrjóða skyldi, Sem skömm er frá að segja að til sé enn, Með reglum þeirra’ og fræðum falla úr gildi Og fleira sem er eftir dauða menn. Og nú er jafnvel helgu hjónabandi Um hundrað þúsund slys og glæpi kent, Því fyrsta reipi er fléttað var úr sandi, Þó fjandinn ekki slíti það í tvent. En fær er ástin eins að tengja saman Og endast láta samlíf manns og fljóðs Að minsta kosti meðan það er gaman Og máske lengur sé það nóg til góðs. Sé hætt við því að ástina eitthvað kæli, Þá annast skyldi sveitarráð það starf Að prófa oft með ástarhitamæli, Hvort ástin sé eins heit og vera þarf. Og sé um ást, sem er að kólna, að ræða, Sem óðast skyldi læknastéttin þá Með ástarnektar auka hana og glæða, Svo enzt hún geti eins lengi og framast má. # Við biðjum öll um eilífð megi vara Sú eining sem er gerð úr sálum tveim, En það er meðan ástin endist — bara Hið eina sem má treysta í þessum heim. Hvort ástin var eða’ verið aldrei hefur Ej varðar neins, ef brestur hennar yl, Og hvenær sem hún hjónin yfirgefur Ei halda skyldi band sem ekki er til. Og hvað sem er um hugsjón ýmsra landa Þar hjónaást ei lengur á sér stað — Sú frelsishugsjón heillar sérhvern anda Frá Hollywood til Utah og Stalingrad — Við óskum frjálsrar ástar njóti Gestur Sem auki honum fremd og sæmdarskrúð, Og frjáls að lífsins borði sé hann seztur Með sinni fríðu ensku snildarbrúð. Guttormur J. Guttormssson ‘Lengi stöfum á veggi húsanna: lifi Tito”. Þar er maður kominn til Júgó- slavíu. Nú er komið alveg að vesturtakmörkum hins slav- neska heims, og þetta eru Slo- venes, útverðir þess þjóðflokks, þessa, hvað landlegu snertir, innilokaða ættbálks, er síðan á 6. öld hefir breiðst yfir Danube- sléttumar og fjalllendi Balkan- ríkjanna, og hér á Istrian fjall- skaganum hefir dreifst umhverf- is Miðjarðarhafið. En hér hafa þeir rekist á mannflokk, er lifað hefir alt öðm lífi; Itölum, sem gert höfðu fiskiveiðar að lifi- brauði sínu, og höfðu þá þegar öll umráð yfir borgum og höfn- um á þeim slóðum. Þannig hefir þá hinn þjóðem- islegi og tungumálalegi árekstur orðið til, er að nokkru leyti hefir legið til gmndvallar fyrir póli- tísku ósamlyndi og skærum alla tíð í þessum löndum, en þó er það ekki hið eina. Nú á þessum tímum hefir á- greiningurinn út af þjóðerni og tungumálunum komist á hærra stig, eða náð hámarki sínu, um tvö hin mikilvægustu mannfé- lagsmál, stjómmál og mannleg réttindi. ✓ Italar em smám saman að ná foreldmm sínum og systkinum í Dakota um tölf ára skeið en þá fluttist fjölskyldan til Winnipeg. Þar giftist Anna 1902, Kristjíáni eftirlifandi manni sínum. — Var hjónaband þeirra mjög ástúð- legt og hamingjusamt, enda er Kristján G. Bergþórsson hvers manns hugljúfi. Frá Winnipeg fluttu þau hjónin vestur í Wyn- vardjsveit 1908 ásamt foreldrum hennar og systkinum. Nam Kristján, Friðrik og Árni þar lönd, og hjá þeim hjónum and- aðist Friðrik og Ólína fyrir tæp- um tuttugu ámm. í Wynyard starfaði Anna af mikilli alúð og dugnaði í Kvenfélaginu Fram- sókn um margra ára skeið og var forseti þess í nokkur ár. Börn Önnu og Kristjáns á lífi em þrír piltar og tvær stúlkur: Elmo í Wynyard; Friðrik (Fred' í Lethbridge, Alta.; Bjami í Wynyard; allir kvæntir; Grace, hjúkmnarkona í Winnipeg: Ester skrifstofumær í Wynyard, þriðja dóttirin andaðist hálf- stálpuð fyrir mörgum ámm, Ólína að nafni (“Lína” —söngv- arinn litli), mjög sönghneigð stúlka. Anna Bergþórsson var fríð kona sýnum og brosmild, ljúf- lynd en þó kjarkmikil og stóði alls staðar í stöðu sinni með sæmd og prýði. Við fráfall hennar er þungur harmur kveð- inn að eiginmanni, börnum og systkinum, því hún var í öllu ljósið sem lýsti bezt, og hlýleik- inn, sem hlýjaði mest. Frændi TVEIR HEIMAR Eftir M. Philips Price, M.P. Hamingjusamasti maðurinn í allri Persíu er bláfátækur bóndi Tspahanan Pitsant að nafni. Og ástæðan er sú, að konan hans ól honum fjórbura, fjórar fallegar 'elpur, nú fyrir skemstu. Hann er rúmlega sjötugur. sér á braut þokukendra lýðræð- ishugsjóna, er byggjast á fyrir- mynd og fordæmi Vesturheims- stórveldanna. En hálendið byggja Slovenes, og þeirra ættbálkur, Croats, er tala dálítið breytta slavneska mállýsku. Báðum kynkvíslunum hefir Mussolini og Fasista-flokkur hans misþyrmt um langa tíð und- anfarið; þeim hefir verið fyrir- boðið að tala sitt eigið tungumál, skólum þeirra hefir verið lokað, og sjálfir hafa þeir verið hrakt- ir til að berjast og deyja í her- deildum í Afríku, fyrir málefni sem þeir hötuðu. Þó þeir séu Kalþólskir eins og ítalar, þá virðast trúmálin vega léttara á metunum hjá þeim en tungan og stjórnmálin. Tito einn, virðist nú sem stendur vera þess megnugur að vísa þeim á útgönguleið úr þessu öngþveiti. Hann þekkir tungumál þeirra og alla hætti, og sýnist hafa á- kveðna stefnuskrá til þess að raða bætur á hinum ægilega skorti og fátækt, er hefir verið hið mesta böl alþýðunnar í Bal- kanlöndunum um margar aldir. Einnig virðist svo, sem Tito hafi tekist að koma í veg fyrir Trieste — Fyrir aðeins fáein um dögum ferðaðist eg yfir svo kallaðan Júlían-hluta Alpafjall- anna í bíl — yfir Darvisoi skarð- ið, og inn á sléttumar með kiettaþústum hér og þar — en það svæði er nefnt Venezia Giú- lia. Innan sex klukkustunda fór eg fram hjá þremur mestu þjóð- erna — og þjóðríkja skiftalínun- um í AusturíEvrópu. Það mótast skýrt í hugann, að austur hluti Alpafjallanna, og hvemig vötnum hallar, er ein- hver hin skýrasta landamerkja- lína milli Teutonisku og Latín- sku heimanna. Frá Klagenfurt til Villach sér maður lítil Austurrísk þorp og þrifalegar smáborgir með bar- oque-kirkjum. En þegar komið er yfir skarð- ið, liggur vegurinn niður mikinn bratta, gegnum djúpar gjár og himingnæfandi klettadranga; og jafnframt getur enginn varist því, að taka eftir skiftingu þjóð- ernanna á þessum slóðum. Þar má sjá hvít ítölsk hús, með róm- verskum ferhyrninga helluþök um, þeldökt fólk, svartklætt fólk, menn og konur ganga í hægðurn sínum um götumar. Hér er komið inn í hinn Lat- ínska heim. Næst sézt hið bláa og skæra Adriahaf. Á hinni klettóttu úrönd eru ítölsk þorp, en á bak Við» hæðirnar sjást önnur þorp, sem alt önnur tegund fólks býr í — fólk, er talar algerlega annað tungumál — hvorki þýzku eða ítölsku.. Það tungumál hljómar ekki ó- líkt rússnesku, og eg gat lesið orð, er máluð vom með stórum SUEE... YOU’RE THE Eight out of ten Canadians . now holding Victory Bonds want to continue saving reg- ularly. The new Canada Sav- ings Bonds supply the answer to this demand. They are hetter than any comparable form of saving . . . providing a higher return than you can get today on any investment as safe and cashable. Investigate Canada Savings Bonds today and you’ll be glad you’re one of the eight. O Out of ÍO will bujr again.... CaiHKki Samtas Bonds

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.