Heimskringla - 30.10.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.10.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA • ____’___________ ----- - - Munaðar- leysinginn Og 'þegar Sjamus hafði lært til þeirrar stöðu, sem hann hafði kosið sér, fanst föður hans, að hann hefði gert alt, sem hann gat fyrir börn sín. En inntektirnar minkuðu ár frá ári, en skuldirnar jukust, en samt vildi hann ekki selja af jörðum sínum til að rýra eigi arf barn- anna. Hvorki I>erma né Sjamus vissu neitt um hvernig fjárhagnum var komið. Þeim þótti báðum vænt um að vera heima, elskuðu gömlu höllina framar nokkrum bletti á jörðunni; og þar sem Derma hafði lokið náminu var hún hægri hönd föður síns. Hún reið út með honum á morgnana, ók út með móður sinni eftir hádeg- ið, eða reikaði um landið einsömul og hugsaði um Sjamus, sem hún dáðist að, eða Sheilu sem hún elskaði. Sheila hafði skrifað henni einum tvisvar sinnum síðan hún fór til London; en Derma hafði engan áhuga fyrir þeim skemtunum, sem Sheila tók þátt í og kaus hið frjálsa óbundna líf heima í O’Doyle kastalanum. Hún hlakkaði til heimsóknar Sheilu og að Sjamus kæmi heim, og gerði margar ráðagerðir hvernig þau skyldu verja tímanum. Hún hugsaði um það hvort Sjamus hefði séð Sheilu og hvort honum mundi falla hún eins vel í geð og sér hefði gert. Derma var ósvikin írsk stúlka, ljós á hör- und og rjóð í vöngum, dökkhærð og hrókkin- hærð, tennur hennar voru hvítar en augun djúp og blá. Dag nokkurn, snemma í júní stóð hún úti í garðinum og les rósir, sem gréru þar með mikilli frjósemi og anguðu yndislega. Hún hafði tekið að sér að prýða gamla salinn og dag hvern endurnýjaði hún blómin í skálum og vösum. Hún var að verða þreytt af morgunverkinu og er hún teygði sig upp til að ná í grein, sem var alþakin rósum, heyrði hún rödd á bak við sig segja: “A tattu mig!” Hún sneri sér við og bróðir hennar tók hana í faðm sinn. “Æ, Sjamus, æ, hvað þetta er yndislegt að þú skulir vera kominn. Eg er svo glöð. Þú verð- ur sjálfsagt lengi og hefir fengið langt leyfi.” “Já, það hefi eg fengið. En eg þarf að tala við þig, svo þarf eg að fara sem snöggvast til London. Eg vona að eg geti verið heima í nótt. Hvernig líður pabba og mömmu?” “Eins vel og hugsast getur. En komdu nú inn og heilsaðu þeim,” sagði Derma og í upp- náminu gleymdi hún rósunum, stakk hendinni ■undir handlegg bróður síns og ætlaði að leiða hann með sér. Sjamus benti henni samt á gleymsku hennar. “Það er synd að láta þessar yndislegu rósir liggja þarna og visna úti í sólarhitanum, trass- ínn þinn, þú veist ekki hvað svona rósir kosta í London.” “Nei, það veit eg ekki því í skóla fengum við engin blóm. En Jieyrðu Sjamus, hversvegna þarft þú strax aftur til London?” Sjamus horfði sínum dökkbláu augum í augu systur sinnar, sem var alveg eins eygð og hann. “Getur þú getið til þess?” spurði hann. “Þú hefir ætíð verið svo góð að ráða gátur.” “Þú ert þó aldrei ástfanginn?” “Þú ert sú fyrsta, sem færð að heyra um það. Auðvitað segi eg pabba og mömmu frá því, en þú færð að heyra það fyrst. Þú getur ekki getið til hver það er. Það er vinkona þín, hún Sheila.” “Sjamus!” Derma varð náföl af geðshrær- ingu, svo mjög fékk þessi frétt á hana. “Þetta getur ekki verið satt,” sagði hún og saup hvelj- ur. “Jú, alveg satt, eins og eg er lifandi maður, og hún skal verða konan mín, annars giftist eg aldrei svo lengi sem eg lifi. Líttu á, hún líkist þessari,” sagði hann og tók undurfagra mosarós upp úr blómakörfunni og sýndi systur sinni hana. “Þú þarft ekki að segja mér hvernig hún er,” sagði Derma. “Eg hefi þekt hana löngu, löngu áður en þú vissir að hún var til. Hún er bezta og kærasta vinkona mín. En heyrðu, Sjamus, hún hlýtur að vera rík. Annars létu þeir ekki svona mikið með hana.” “í því felast vandræðin,” sagði Sjamus. “Eg vildi bara að hamingjan gæfi að hún væri fátæk, og ‘væri hún það, væri eg á þessari stundu heitbundinnhenni ; en enda þótt hún sé auðug, þá hugsa eg að hún elski mig, og hingað er eg kominn til að tala við föður minn og móður um þetta. Eg hefi ekki nefnt þetta við Sheilu með einu orði, að eg elska hana, en eg hugsa — eg hugsa að hún hafi getið sér þess til.” “Móðir hennar var af Carew-ættinni í Donegal,” sagði Derma. “1 æðum hennar streymir írskt blóð. Ó, Sjamus, þú ert hepnis maður. Hún er reglulegur gimsteinn, skal eg segja þér.” / HEIMSKRINGLA “Já, það er hún,” sagði Sjamus. “Og sæir þú hana í fötum þeim, sem hún klæðist í sam- kvæmunum, sem eru svo dýr, en þó svo einföld, þá gæti maður líkt henni við bljúga fjólu eða gæsablóm, og þú mundir segja að hennar líka hefðir þú aldrei séð. Hertogafrúin frá Tewks- bury ann henni hugástum, eins og væri hún hennar eigin dóttir.” “Mig furðar ekkert á þvj,” sagði Derma. “Allir, sem kynnast Sheilu, elska hana. Sjamus, mér þykir svo vænt um að þú komst heim til að segja mér þetta. Og eg er alveg ásátt með að þú giftist henni, en mundu eftir hve dramb- samur pabbi er.” “Mér svipar til hans í þeim efnum,” svar- aði Sjamus. “En eg vona að við verðum ásáttir þegar við höfum rætt þetta. “Hvenær ætlar þú að tala við hann, strax?” “Nei, að miðdegisverði afloknum, þegar hið gamla portvín hefir gert hann blíðan í skapi. Þú verður að sjá til að það verði á borðum, elsku litla Derma mín.” “Það skal eg sjá um,” sagði systir hans. “En nú verður þú að flýta þér inn og heilsa upp á pabba og mömmu.” “Systkinin gengu nú inn til foreldra sinna. sem tóku syni sínum trveim höndum. Mrs. O'Doyle grét af gleði er hún kysti hann, “fallega drenginn sinn”, eins og hún kallaði hann. — Sj'amus vissi upp á hár hvernig átti að koma fram á heimili foreldra sinna. Hann lýsti ná- kvæmlega öllum veizlunum, sem hann hafði verið í, og að morgunverði loknum fór hann með föður sínum út í hesthúsið til að skoða hestana. “Eg má til að fara til London á morgun og vera þar eins og dag eða svo,” sagði Sjamus við föður sinn, “en þegar eg kem heim skal eg koma með eina tvo nýja hesta.” “Það er betra fyrir þá að kaupa þá hérna. Engir hestar í heimi jafnast á við vora hesta, er ekki svo, Mike?” sagði hann við fjósamanninn, sem auðvitað var á máli húsbónda síns. Sjamus var of skynsamur að andmæla þessu; en hann hafði í London séð hjá hestakaupmanni einum vel taminn, arabiskan hest, sem hann áleit að mundi vera vel hæfur handa Sheilu. En hann hugsaði sér að minnast ekki á það í svipinn. Gamli eigandi O’Doyle kastalans var sex fet á sokkunum, hann var fallegur maður 60 ára gamall, herðabreiður með sítt skegg, sem snemma varð hvítt. Hann var valdsmannslegur á svip, bráðbrýndur, augun voru skær og blá undir enni, sem var hátt og kúpt. Þegar þeir komu inn aftur til að drekka teið, sem Derma skenkti þeim, sagði gamli maðurinn: “Já, sonur minn, hið eina sem okkur vanhagar um er dálítið fé. Hefðum við það, mundi O’Doyle kastalinn vera sú fegursta land- areign í heimi; en auðurinn er eins og auga- bragð, Sjamus. Jæja, eg hughreysti mig sjálfan með því, að eg hefi gert alt, sem eg gat fyrir þig og Dermu. Og þér er óhætt að trúa því, Sjamus minn góður, að það verður gleðirík stund fyrir mig og hana mömmu þína, þegar þú kemur heim til að dvelja hjá okkur langa stund.” Sjamus tók þétt um hinn vöðvasterka handlegg föður síns en svaraði ekki. Það var ekki laust við að honum væri hálf órótt, því að þrátt fyrir það, að hann var ákveðinn hvað til- finningar sínar í garð Sheilu snerti, þá var hann ófús að gera nokkuð til að styggja foreldra sína, eða valda þeim sársauka. Loks var boðað til miðdegisverðar. Gamli herramaðurinn var bú- inn kvöldbúingi, fornum að sniði, Mrs. O’Doyle, eða maddaman, sem hún helzt vildi vera köll- uð, var í svörtum silkikjól skrýddum gömlum og fögrum kniplingum, en Derma í sínum fallega ljósa kjól, sýndist það sem hún var, fögur, írsk stúlka. Sjamus var eins og venju- lega í kjólfötum. Hann leiddi móður sína til borðs, en Derma tók handlegg föður síns. Borð- salurinn var stórt og fagurt herbergi. Gefdúk- urinn var snjáður, gluggatjöldin fölnuð, en myndirnar á veggjunum af forfeðrunum og maturinn, hvortveggja var ágætt, og vakti un- aðartilfinningu í huga Sjamus. Hann var stolt- ur af heimili sínu. Silfurborðbúnaður kastalans var alkunnur, en Sjamus sá ekki annað af honum en tvo kerta- stjaka, sem kveikt var á í lok máltíðarinnar, auk þess sá hann skeiðar og matkvíslar. Hvar voru hinir stóru silfurhjálmar, sem voru hafðir til að vernda hina rjúkandi rétti frá að kólna á silfurfötunum? Hvar voru silfurskálarnar Sem sósurnar voru bornar í á borð? Og hvar voru öll hin silfurgögnin, sem þar voru áður? Jæja, hvað sem því leið var maturinn góður, hið reykta svínakjöt og kjúklingarnir framúrskar- andi. Erturnar voru óviðjafnanlegar, og hið gamla portvín var skenkt í kristalsbikurum. “Þetta er nú vín, sem vert er að drekka, sonur minn,” sagði gamli herramaðurinn, er hinn gráhærði briti helti á glasið hans í þriðja skiftið, “en hvað gengur annars að þér? Þú bragðar varla á víninu, og enda þótt þú sért riddaraliðsforingi í her hans hátignar, þá færð þú ekki slíkt vín daglega.” Sjamus svaraði, að hann drykki aldrei mikið vín og máltíðin endaði með því að borin voru á borð angandi rauð jarðarber með þykk- um, gulum rjóma út á. Britinn tók dúkinn af borðinu, dró gluggatjöldin fyrir gluggana, setti koníak og whisky á borðið ásamt stórum vindla- kassa, svo fór hann út úr salnum ásamt þjónin- um. Mrs. O’Doyle leit á dóttur sína og ætlaði að fara að dæmi þjónanna og fara út úr salnum og inn í dagstofuna til að tala þar við Dermu; en Sjamus rétti út hendina til að aftra því. “Farðu ekki mamma,” sagði hann. “Mig langar til að tala um nokkuð við ykkur pabba. Derma veit um þetta, því að eg hefi sagt henni það. Hún getur því farið ef hún sjálf vill.” “Nei, farðu ekki, Derma,” sagði móðir hennar. “Hvað er það sem þú ætlar að segja okkur, sonur minn?” Ungi maðurinn fann að hann fölnaði og varð svo rauður. Faðir hans fylti glasið sitt á ný með portvíni og drakk það í botn. “Hvað ætlaðir þú að segja, sonur?” spurði hann svo. “Eg hafði hugsað mér að segja ykkur frá því áður en eg talaði við ungu stúlkuna sjálfa.” “Ungu stúlkuna! Þú ert þó eigi að benda til með þessu, að þú ætlir að fara að gifta þig, Sjamus O’Doyle?” sagði faðir hans reiðulega. Móðir hans tók strax til máls. “Þú ert varla annað en barn ennþá, elsku sonur minn,” sagði hún. “Þú mátt ekki fyr en eftir mörg ár hugsa þér að stofna til fjölskyldu.” “Og alls ekki eins og nú standa sakir,” sagði faðir hans með þrumandi raust. “Það er nógu örðugt að halda þessu heimili við, þótt maður halfi ekki unga konu rásasndi fram og aftur um húsið.” “Hún mundi ekki búa hér,” svaraði Sjamus eins rólega og hæglátlega og hann gat. “Að minsta kosti ekki á meðan þú og mamma lifa; en eg var svo gamaldags í hugsunarhætti, að eg vildi segja ykkur þetta fyrst. Eg er alveg óstjórnlega ástfanginn í Sheilu Danvers, beztu vinkonu Dermu.” “Hvað, hvað segirðu! öskraði óðalseigand- inn. “Suður-Afríku miljóna mæring? Þú vogar þér þó aldrei að segja mér, þú ætlir að giftast stúlkunni vegna peninganna hennar.” “Nei, pabbi, eg giftist henni ekki vegna fjár- ins. Hún er auðug, hversu auðug hún er veit eg ekki. En heyrðu, eg ætla að segja þér frá þessu öllu eins og það er.” 1 eins stuttu máli og honum var auðið og i hrærðum rómi sagði Sjamus foreldrum sínum sögu Sheilu eða það, sem hann vissi um hana. Hann lýsti fegurð hennar og yndisleika, og sagðist hugsa að hún elskaði sig, þótt hún með öllum sínum auð gæti gifst einhverjum hinum tignustu og auðugasta manni í landinu. Hann sagði ennfremur frá samtali sínu við Kruger, og bréfið frá föður Sheilu, sem Kruger hafði lesið honum og endurtók hvað Páll Danvers hafði skrifað. Aðal áhugamál föður hennar var, að hún skyldi giftast manni, sem hún elskaði og elskaði hana. Eg er viss um að hún elskar mig. Hún er svo saklaus, blátt áfram og einlæg. Eg veit að Derma getur lýst hinu góða skapferli hennar.” “Hún er indælasta stúlkan, sem til er,” sagði Derma áköf. “Þú veizt pabbi að þetta er satt, því eg hefi svo oft og mörgum sinnum talað um hana, og þú veizt líka að hún kemur hingað til okkar þegar samkvæmunum í borg- inni léttir.” “Já, já,” sagði gamli óðalseigandinn í gremjufullum tón. “Aldrei hélt eg það, Derma, að þú mundir dáðst að stúlku vegna þess að hún er auðug.” “Eg vissi það alls ekki að hún var auðúg,” svaraði Derma og bláu augun hennar fyltust tárum. “Já, það gerir ekki minsta mun hvort þér fellur við hana eða ekki,” sagði gósseigandinn. “Þú ert stúlka og stúlkur verða að eiga vin- stúlkur. En aldrei hafði eg hugsað, að við værum fallin svo djúpt, að sonur minn og erf- ingi ætlaði að gifta sig stúlku vegna pening- anna hennar. Og að hann ætlar sér að lifa á þeim þar ofan í kaupið. Það er þungt áfelli fyrir mig, það er áreiðanlegt, og eg skal segja þér það, Sjamus, að eg er þessu mótfallinn af heilum huga. Hvað ætlaðir þú að segja mad- dama?” Hann vék sínu aldraða, fríða. andliti, sem nú var dökkrautt af reiði, í áttina til konu sinn- ar og leit hvast á hana. “Eg ætlaði bara að segja að eg er þér sam- mála í öllu þessu, sem þú hefir sagt; en þú mátt ekki gleyma því, að móðir ungu stúlkunnar var af Carew ættinni frá Donegal.” Þessi athugasemd, þótt hún virtist ekkert eiga við málið skylt, hafði einkennileg áhrif á gamla manninn. Reiði blossinn sloknaði í aug- um hans, og hann sneri sér til Sjamus með út- rétta hendi. “Það gerir mikinn mun,” sagði hann, “barnið hefir írskt blóð í æðum. Eg hélt að hún væri í allar ættir frá Suður-Afríku.” “Nei, alls ekki pabbi, Sheila Danvers er ekki frekar Afríkani en þú eða eg. Faðir hennar var frá Yorkshire og móðir hennar var alírsk.” WINNIPEG, 30. OKT. 1946 “Gott er það, drengur minn. Það er þó svo- lítil huggun í því, að vita til þess, að hún er þó ekki afríkönsk; en nú ætla eg að gera þér tilboð og vona eg að þú elskir mig og hana móðui þína nógu heitt til að taka því og breyta eftir því i öllum atriðum.” “Láttu mig heyra það, pabbi.” “Mér er ómögulegt að hugsa til þess að þú giftist vegna peninganna.” “Það geri eg ekki. Eg giftist vegna þess að eg elska stúlkuna.” “Svona, svona,” sagði O’Doyle gamli. — “Sagðir þú mér ekki rétt núna að hún væri vell- auðug? Það hefir verið og er örðugt fyrir mig, að leggja þér til þann styrk, sem þú þarfnast, en eg hefi gert það og mundi gera það á meðan eg lifi, þótt þú sjáir hversu tóm hesthúsin eru og hvernig alt er í niðurníðslu. Alt hrakar í hinu gamla Irlandi, og við, sem vorum rík erum nú fátæk. Jæja, sleppum því. Dermu þykir vænt um stúlkuna og mér er huggun í því vegna þess, að hún er ekki allra. Þess sem eg krefst er þetta: að þú biðjir ekki ungfrú Danvers strax um að verða konan þín, en látum hana koma hingað yfir til okkar í þessa heimsókn, sem henni hefir verið lofuð, og við höfum búist við, °S þegar vika er liðin eða hálfur mánuður, þá munum við, falli okkur vel við hana, gleyma auðæfum hennar, og hún og þú getið notað þau í fjarlægri framtíð til að byggja upp þetta gamla óðalssetur forfeðra þinna. Hvað segir þú um þetta, maddama góð? Því ættum við ekki að fá leyfi til að sjá stúlkuna áður en við veitum sam- þykki okkar?” “Eg er algerlega ánægð með þetta ef Sjamus er það,” svaraði Mrs. O’Doyle. “En þú verður að muna eftir, að Sjamus er tuttugu og sjö ára og myndugur og getur gert hvað, sem hann vill í þessum efnum. En eins og eg sagði, sé Sjamus ánægður með þessa ráðstöfun, þá er eg það. Hamingjan veit að við þurfum svo litla peninga hérna í O’Doyle kastalanum.” “Svo litla peninga!” sagði óðalseigandinn með þrumuraust. “Ekki skal einn einasti skild- ingur af því fé verða notaður í þágu þessa heim- ilis meðan eg lifi. Sjamus og konan hans geta lifað í vellystingum praktuglega í London, en eg vil heldur éta salt og kartöflu en skulda að neinu leyti ríkum erfingja.” “Þú ert harður í minn garð, pabbi,” sagði Sjamus, en að svo rniklu leyti, sem í mínu valdi stendur, mun eg fara eftir boðum þínum. Þegar þú sérð Sheilu Danvers, og hún kemur hingað bráðlega, reyndu þá að gleyma því að hún er auðug, hún sjálf, blessuð stúlkan veit lítið um það, en reyndu að muna að hún á hjartalag sem er dýrara en gull, og það er þúsund sinnum dýrmætara en allur heimsins auður.” “Já, satt er það,” svaraði gamli maðurinn. “Eg skal reyna að vera þolinmóður og láta mér lítast vel á hana, og ef svo verður kemst hún brátt að því. Eg hata þessi unglingahjónabönd, og þú drengur minn, ert ékkert nema barn.” “Þegar maður er orðinn tuttugu og sex ára gamall, þá er maður ekki lengur barn, pabbi.” “Og hvað er stjúlkan gömul?” “Átján ára.” “Alveg jafngömul og hún móðir þín var þegar eg giftist henni,” sagði gamli maðurinn og leit ástúðlega á konu sína. Já, tíminn fer næstum því eins fljótt og peningarnir! Jæja, hreinskilnislega sagt, þá er það hið eina sem sættir mig við þetta, að stúlkan er af Carew ætt- inni frá Donegal. Carews fólkið var fínt fólk og eg hitti fyrst hana móður þína ekki langt frá þar sem það bjó. En Carew bar höfuðið hátt í þá daga. Gaman þætti mér að- vita hver dætra hans giftist Yorkshire manninum. En það er það sama. Eg þekki hvort sem er ekkert til þeirra í Yorkshire. Jæja, maddama, farðu nú með Dermu inn í litla herbergið og talið þar saman, eg verð að vera einn með Sjamus svo- litla stund. Eg vil ekki vera harður við þig 9onur minn, en þetta írska stærilæti reisir höfuðið og mig hryllir við þeirri hugsun, að þú lifir af fé konunnar þinnar.” Mrs. O’Doyle fór ásamt Dermu, og feðg- amir ræddu lengi og alvarlega saman. Að kveldi þess sama dags, sem Sjamus fór til írlands og Kruger til Afríku, kom Pétur Ballar heim í seinna lagi og bað konu sína að finna eitthvað erindi til að senda Shelu til her- togafrúarinnar, því að hann óskaði að þau gætu ræðst við í næði. Ballar hafði gert ákvörðun, sem eigi varð haggað. Sá tími var liðinn, að hann gæti ásakað konu sína fyrir það, sem hún hafði gert, og nú ætlaði hann að losa sig við hana. Hann kom til hennar inn í setustofu hennar og sagði stuttur í spuna: ‘Mig langaði til að tala við þig fáein orð, Margrét.” “Já,” sagði hún og leit til hans flóttalega. “Hefir þú nýlega heyrt frá syni þínum?” “Já, eg fékk bréf frá honum ekki alls fyrir löngu; en þú hefir sagt, að eg mætti ekki nefna hann á nafn, svo að eg hefi ekki sagt þér frá þvt Það lítur út fyrir að honum gangi vel í stöðu sinni, þótt vesalings drengnum falli illa skrifstofuvinna.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.