Heimskringla - 26.02.1947, Page 6

Heimskringla - 26.02.1947, Page 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. FEBRÚAR 1947 “Hrversvegna urðuð þér svona forviða?” heyrði eg mig sjáifa segja, en óskaði um leið, að eg hefði spurt hann að einhverju öðru. Hann leit á mig eins og hann ætlaði að lesa hugsanir mínar. “Hversvegna varð eg svona forviða?” end- urtók hann. “Þér eigið við þegar eg sá að þetta voruð þér?” “Já.” “Því skyldi eg ekki verða forviða? Þetta var það allra bezta sem fyrir mig gat komið. Hefði eg vonast eftir því, mundi eg hafa álitið þetta af igott til að vera svona í raun og veru.” “En þér heyrðuð nafn mitt í gærkveldi. Hefðuð þér hugsað eftir því, munduð þér----” “Hugsað eftir því?” Hann hló dálítið undarlegan hlátur. “Eg hefi um lítið annað hugsað. Consuelo Brand, það er nafn, sem gleymist ekki auð- veldlega, jaínvel þótt sjálf eigandi nafnsins — en þér vitið, á hversu undarlegan hátt Lady Sohpía bar fram staifinn “r”. Mér heyrðist hún segja að vinkona sín, sem hefði heimsótt sig héti Miss Bland. Eg var að segja henni-----” Hann hnyklaði brýrnar eins og hann væri gramur yifir þessari mælgi sinni. “Gerið svo vel og haldið áfram frásögn- inni,” sagði eg, því að mig langaði til að heyra hvað hann hefði sagt, og hafði nú upp í huga mér hvert orð, sem við Wieyland höfuðsmaður höfðum heyrt hann segja er hann var að tala við Lady Sohpíu. Hann leit aftur á mig með þessu einkenni- lega augnaráði, og fanst mér að gráu augun hans væru bæði biðjandi og gegnum smjúgandi. — Mintist eg nú þess alt í einu hvernig Lady Sophía hafði reynt að stemma stigu fyrir sam- fundum okkar, er eg heimsótti hana í fyrsta skiftið, og að Anna hafði sagt, að hann væri sjálfsgat eitthvað riðinn við þetta leyndar- dómsfulla tilboð hennar. Svipurinn, sem hann hafði styrkti þann grun Önnu, og mikið hefði eg viljað gefa til að spyrja hann að þessu hrein- skilnislega. Ef eg gat nokkuð dæmt um lyndiseinkunn manna, þá mundi eg hafa sagt, að hann hefði vingjamlegt hugarfar og væri góðmenni í eðli sínu, þótt hann gæti líka haft það ti'l að vera ofstopafullur, þegar því væri að skifta. Að það var ekki eðli hans að vera þolinmóður né um- burðarlyndur, en hann mundi ekki sýna mér neitt slíkt. Þessvegna þagði eg, ekki af því eg væri hrædd við hann, heldur vegna einhverra þeirna orsaka, ®em eg gat sjálf ekki útskýrt, að spyrja hann frekar. “Eg gæti haldið áfram frásögn minni,” svaraði hann. “Og eg gæti sagt hana á tvennan hátt, og þó sagt satt. “Eg gæti lokið á yður lofsyrði eða sagt eitthvað, sem vekti reiði yðar og útilokaði alla möguleika til að eg gæti orðið vinur yðar með tíð og tíma, svo eg læt hér því staðar niumið.” “Nei, þetta £kil eg ekki,” sagði eg. “Það er sagt að þegar stúlka skilji mann til hlítar þá megi hann ekki gera sér neinar vonir um frekari áhuga úr þeirri áft. Það er ein ástæða þess, að mér þykir vænt um að þér skiljið ekki það, sem eg var að segja.” “Eru þá fleiri ástæður fyrir þessu? Þér eruð meira en iítið leyndardómsfullur, en alt hefir verið með því maitki brent þessa síðustu daga.” “Fyrir yðar skilningi hefir það auðvitað verið það. Svona er mannlegt líf, og þér eruð nú í fordyri þess. Mig furðaði ekkeitt á, að þetta væri fyrsti dansleikurinn, sem þér hefðuð tekið þátt í.” “Eg vona að eg hafi ekki gert neitt, sem sýndi viðvaningshátt minn, fyrst þér eruð svona fljótur að geta hins rétta. En þér segið það satt. Ef nokkur hefði sagt mér það fyrir tveim dög- um síðan, að eg færi nokkru sinni í samlkvæmi þessu líkt, mundi eg hafa æflað hann ruglaðan, eða þá að hann væri að gera gabb að mér.” Eg þagnaði og varð kafrjóð; því að mér kom nú til hugar að Lady Sopháu mundi alls ekki lítast á, að gestur hennar færi þannig ða halda hrókaræður um hina fátæklegu fortíð sína. Astæðan ti'l að hún óskaði efeki að eg hitti Sir George Seaforth þar heima hjá sér, er eg kom þar fyrst, var kanske sú, að hún vildi ekki, að hann sæi gömlu og Ijótu fötin mín. Það var líka kanske af þvtí, að hún vildi hlífa mér við þeirri auðmýkingu, en hvað sem því leið, þá var þetta ekkert leyndarmál framar hvað Sir George Seaforth snerti. Lady Sophía vissi ekkert um hvernig for- lögin höfðu leitt leiðir ókkar saman eftir að við fórum úr húsi hennar, og sá eg eniga ástæðu til að segja henni frá þvtí. En Sir George vissi samt ekkert annað um fortíð mína én að hann hafði tvisvar séð mig fétæklega til fara. Eg gat hafa gengið þannig til fara af ásettu ráði, og vegna Lady Sophíu, þótt ekki væri það m(ín vegna, ætlaði eg ekki að fræða hann neitt frekara um fortíð mlína. “Vildi ekki fjölskylda yðar leyfa yður að dansa?” spurði hann og leit á mig eins og til að halda áfram samræðunum. “Niei,” svaraði eg með sanni og gletnin skein úr svip mínum. Mér kom til hugar hvað Sarah frænka mín hefði sagt, ef einhver hefði boðið mér að taka þátt í svona samkvæmi.^'En mér þyikir fjarska gaman að dansa! Eg hefi aldrei verið svona glöð á æfj minni — að minsta kosti ekki síðan ihún móðir min dó.” “Hvað marga dansa viljið þér veita mér. Eg ætti ekki að vera alt af eigingjarn, en getið þér veitt mér sex?” “Segið mér hreinskilnislega hvort'það væri viðeigandi að eg dansaði svo oft við yður? Sjáið þér til, eg er ekki vel heima í reglunum, svo eg verð að treysta því að þér segið mér satt.” “Fyrst þér biðjið mig að segja yður þetta hreinskilnislega, þá er því að svara, að eg er kanske að biðja um of marga dansa úr því þetta er fyrsti dansleikurinn yðar. En eg held, að eg geti með góðri sanwisku beðið yður um fjóra, ef þér viljið vera svo góðar að veita mér þá?” “Það skal vera mér ánægja,” sagði eg án þess að íhuga hivort svona mikil hreinskilni ætti við af ungri stúlku lí sMkum félagsskap. “Þér dansið svo vel,” bætti eg við. “Spor okkar eiga svo vel saman,” svaraði hann. “Það gleður mig. Það er gott merki.” ^ “Eruð þér herforingi?” spurði eg. “Göngu- lag yðar bendir til þess, og eg ímynda mér að þessvegna dansið þér svona vel.” “Þetta er nú viðkvæmt mál hvað mig snertir, en eg vil gjarna ræða það við yður. Eg var liðsforingi, og allur áhugi minn beindist að því starfi mínu. En eg hafði heitið honum föður mínum því statt og stöðugt, að þegar hann félli frá, og eg hlyti nafnbót hans, skyldi eg segja mig úr hernum og taka við starfi hans, sem honum var ennþá dýrmætara en hermenskan var mér. Hann gerði það áhugamál að æfi- starfi sínu, að bæta kjör verkalýðsins, og við eigum miklar landeignir og mörg stórbú, þar sem hann lét drauma sína rætast á margan hátt. Eg vonaði að hans nyti lengi við og næði háum aidri; en hann dó langt fyrir tíma fram, fyrir einu ári síðan. Síðustu orðin, sem hann sagði við mig voru þessi: “Mundu eftir!” Eg vissi hvað hann átti við, og svaraði, að eg skyldi eigi bregðast loforði mlínu. Nú hefi eg sagt yður svona mikið af miínum högum, og viljið þér nú segja mér eitthvað um sjálfa yður? Minnist þess að ætíð síðan við sáustum fyrst, hefi eg ekki um annað hugsað en um það, hvernig eg gæti séð yður aftur, og hér eruð þér nú.” “En sagan mlín hefir ekki verið rituð enn- þá,” svaraði eg. “Eg er með fyrsta kapítulann.” “Þá er eg ií honum Mka. Það er heppilegt fyrir mig, þótt eg hafi þar kanske ekki nema iítið hlutverk. En vona að eg verði ekki á neinn hátt skálkurinn í sögunni.” Eg leit á hann er við gengum hægt inn í danssalinn. “Ekki hafið þér þannig útlit.” Hann hnyklaði svoMtið dökku augabrýrnar sínar, og varirnar báru þess vott að hann íhug- aði eitthvað vandlega. “Þér megið ekki dæma eftir ytri álitum,” sagði hann. “Það er gott ráð handa ungri stúlku, sem hefur göngu sína í samkvæmisMJi mannfélagsins. Ef nokkurt skáldkseðli hefir í mér búið, þá skal eg upp frá þessari stund yfir- vinna það og útrýma því úr fari mínu. Þér efist um að það sé auðið- Hvert er álit yðar? Haldið þér að menn verði alla æfi að bæta fyrir yfir- sjónir sínar? Verði að gjalda fyrir þær með því, sem menn meta hæst í þessum heimi? En hvað munduð iþér vita um slíka hluti, Miss Brand, danslagið hefst nú, hvernig vœri að við fengjum okkur snúning, eg vildi bara að þetta hefði verið vals.” Hann lagði handlegginn utan um mig og við fórum að dansa. Ekki hafði eg skilið við hvað hann átti, né hversu skjótlega hann skiíti um samtalsefnið. Við dönsuðum þennan dans og svo kom valsinn, sem Sir George hafði óskað sér. Þegar honum var lokið, bað eg hann að fylgja mér til Lady Soplííu. Við gátum dansað seinna ef hann óskaði þess. Er við gengum saman eftir gólfinu gat eg ekki að iþví gert að veita því eftirtekt að allir virtust veita okkur mikla athygli. Þeir litu í áttina til mín aftur og aftur. Hefðu gestimir verið lægra settir í mannfélaginu, býst eg við að forvitnin, sem sikein úr augum þeirra hefði þótt ókurteisleg. “Eg vona að hár mitt rakni ekki úr réttu lagi né nokkuð sé athugavert við kjólinn minn,” sagði eg næstum í bænarrómi við Lady Sophíu, þegar eg loksins komst til hennar. Eg talaði lágt og aumkvunarlega, en Sir George hlaut að hafa heyrt til míp, þvtí Lady Sophía og hann litu hvort á annað og brostu bæði. “Þetta er þegar byrjað,” sagði hún við hann, því næst sneri hún sér að mér. “Verið I óhræddar, góða mín,” sagði hún við mig, “alt er í besta ilagi. Andlit yðar er nýtt, það er alt og sumt. Eg talaði við Lady Dunbar fyrir skömmu síðan, kom loksins auga á hana — og sagði henni svolítið frá yður. Hana langar til að sjá yður. “Þarna kemur Miss Dunbar, með Weyland höfuðsmanni”, sagði Sir George. Augnabliki síðar stóð hin prúðbúna hefðar- mær hjá okkur og talaði með silkimjúkri rödd við Lady Sophíu. Hún sneri sínum fríða vanga við mér og eg stóð og starði á hana með aðdáun. Mér leist ennþá betur á hana en í gær er hún sat við hlið móður sinnar í vagninum. Mér fanst hún yndisleg, en það orð lýsti henni samt ef til vi'll ekki, því að hún haifjði þann svip, sem henni fyndist öll tiiveran vera til fyrir sig sjálfa og sín þægindi. Hún var eins hávaxin og hin fagra nafna hennar úr goðsögunum, og drættir andlitsins skýrir og mjúkir; nefið var dáMtið íbjúgt og hin stutta efrivör þunn og varirnar rauðar eins og kórall. Augun voru aflöng og stór og eins svört og auðið var að nokkur augu gætu verið; hún hafði þykk, hvít augnalok með löngum, svörtum augnahárum. Hárið, sem var sett upp af list mikilli og vafið perlufesti var ónáttúrlega brúnt og myndaði eftirtektaverða andstæðu við fölt andlitið. Miss Dunbar sagði fáein vingjarnleg kurt- eisisorð við Lady Sophíu og sneri sér þvínæst að mér. Lady Sophía hafði sagst hafa gest sinn með sér. Það var svo vingjarnlegt af mér að hafa komið með henni. Hún vonaði að eg hefði dansað mikið. Móiðr hennar hafði sagst langa til að kynnast mér. Eg var Mk ungri stúlku, sem hún hafði einu sinni þekt — gömul vinkona, sem nú var dáin. Hefði eg nokkuð á móti því að vera kynt benoi nú, ef eg var ekki búin að lofa næsta dansinum? Hjarta mitt sló örara. Eg var viss um að það yrði eftirminnilegt er eg hiitti Lady Dunbar í fyrsta skiftið. 13. Kapítuli. Næsti dans var nýr dans, er tekinn hafði verið upp eftir lát móður minnar og kunni eg hann því ekki. Sir George Seaforth hafði boðist til að kenna mér hann; en mig langðai ekkert til að reyna hann í fyrsta skiftið fyrir augum svo margra óhorfanda, og sagðist eg því vera reiðubúin að finna Lady Dunbar. Svipur Lady Sophíu lýsti forvitni eftir að sjá þá samfundi, en ekki var hún samt viðstödd er eg var kynt húsmóðurinni. “Leyfið mér að fylgja yðiir tii Lady Dun- bar,” sagði Sir George. Miss Dunbar ypti sínum hvíut öxlum eins og illa vanið eftirlætisbarn. “En hvað það er ljótt af yður að gleyma því, að fyrir viku síðan fenguð þér mig til að lofa yður því, að dansa við yður þennan dans, sem nú er að byrja. Yður finst það kanske frekjulegt af mér að minna yður á þetta, en þér vitið kanske að eg er alls ófeimin að segja mein- ingu imiína, og hata að sitja þegar aðrir dansa. Miss Brand vill ekki dansa þennan dans, og Weyland höfuðsmaður fellur hann illa, þess- vegna liggur það í augum uppi að það sé vilji forlaganna, að hann fari með hana til mammu og kynni hana fyrir henni.” “Auðvitað hefi eg ekki gleymt þessu, en ekki mundi eg að það var þessi dans,” sagði Sir Goerge. “Það var mjög vingjarnlegt iaf yður að geyma mér hann. Munið nú eftir að næsti dans tilheyrir mér, Miss Brand.” Hann 'leit ekki framar á mig. Weyland hrósaði mér á ákefð og bjóst að fylgja mér til Lady Dunibar. En þótt Sir George beindi nú athygli sinni að Miss Dunbar, og hún var vissu- lega nógu fögur til að draga að sér athygli hvaða manns sem var, og hún var miklu fallegri en eg. Þá fanst mér samt, að hugur hans væri hjá mér, og fylgdi mér hvert sem eg færi. “Það er falleg stúlka, hún Miss Dunbar, finst yður það ekki?” spurði Weyland höfuðs- maður. “Hún er Ijómandi falleg í lovöld.” “Hún er sú fallegasta stúlka, sem eg hefi nokkum tíma séð,” svaraði eg. “Já, þetta finst mörgum og eru alveg vit- lausir efitr henni. Hún var fegurst allra síðasta misserið og einnig þetta ár. Þetta var henni hægðarleikur, alt þangað til nú — allir hafa verið hrifnir af henni; næstum allir hafa biðiað til hennar. — Nú þætti mér gaman að vita hvemig henni fellur að tfá keppinaut?” “Hefir hún þá,einhvem keppinaut?” “Eg hefði nú sagt það. Nei. Þetta er gott. Já, eg skyldi segja það að hún hafi keppinaut, alt frá 'kvöldinu í kvöld. Þetta hefir vakið al- ment athygli.” “Og hver er hún?” spurði eg. “Er hún héma? Mig langar til að sjá hana. Mér finst það alveg ómögulegt að nokkur geti kept við Miss Dunbar.” “Það hélt hún víst Mka sjálf, hugsa eg. — Heyrið mér, Miss Brand. Þér eruð frá Devon- shire, er ekki svo?” “Eg veit það ekki — eg á við — nei. Því spyrjið þér að því?” “Þar býr fjölskylda, sem heitir Brand — og — og — ungu stúlkurnar eru svo bamslega saklausar í Devonshire. Langar yður nú ií raun og veru til að sjá keppinaut Miss Dunbar? Eg skal sýna yður hana hérna við stafninn á þessu ‘herbergi, áður en við finnum Lady Dunbar.” Eg þakkaði honum fyrir. Þegar eg vissi að hárið og kjóllinn minn var í iagi, þá þótti mér garnan að hvað allir störðu á mig. Eg fór að trúa því, að eg kæmi vel fyrir í fallega kjónum mínum. “Þarna er hún,” sagði Weyland höfuðsmað- ur og stansaði, og kom mér einnig til að stansa. Eg leit spyrjandi í al'lar áttir, án þess að sjá neitt nema mlína eigin mynd í stórum spegli, sem náði frá gólfi til lofts. Eg 'bókstaflega saup hveljur þegar eg skildi hvaða hrekkur þetta var. “En hvað það er ljótt af yður að vera gera gis 'að mér,” sagði eg. “Gera gis að yður. Eg legg við æru mína og trú að það geri eg ekki. Mér er þetta bláföst aivara, og gerði eg ekki þetta sniðuglega. Það finst mér sannariega. Þetta er satt, Miss Brand. Eg er viss að þér gerið sæg af okkur óham- ingjusama áður en þetta samkvæmatímabil er úti. Lesið bara í blöðunum á morgun fréttirnar frá þessum dansleik, og þér munuð sjá að eg segi yður satt.” Það er alment álit að stúlkum sé þægilegt að heyra sitt eigið hrós, en eg var því óvön. Eg stokkroðnaði og tárin komu fram í augu mér. “Þarna er Lady Dunbar,” sagði eg. “Þér þekkið hana þá?” “Eg — eg hefi aldrei talað við hana, bara séð hana tilsýndar einu sinni áður.” Augnabliki síðar kynti Weyland höfuðs- maður okkur Lady Dunbar á þann hátt, að auð- heyrt var að hann var gamaill vinur hennar og uppáhald, og gleymdi hann heldur ekki að geta þess í innleiðsluorðum sínum, að þetta væri ekki í fyrsta sinnið, sem eg hefði séð hana. Hún leit hvasslega og snögt á mig svörtu augunum sínum. “Er það svo?” sagði hún, “eg er næstum því viss sum að við höfum aldrei fyrri sézt, Miss Brand. Andlit yðar er þannig, að maður gleym- ir því ekki auðveldlega, einkum þegar það minnir mig á — á gamlan kunningja.” “Eg hefi aldrei talað við yður fyrri, eg var ií trjágarðinum í gær og sá yður----” Eg hikaði augnablik. Jafnvel þótt viðburð- ir hinna tveggja síðustu daga væru allir skilj- anlegir, þá sikildi eg samt ekkert 1 áhuga hennar fyrir mér, og ef mig langað til að vita af hverju hann stafaði,.sem mig auðvitað gerði, þá varð eg að vera slæg enis og höggormur og saklaus sem dúfa. Það var því bezt fyrir mig að byrja á því strax. “Eg sá yður ií vagni ásamt Miss Dunbar held eg væri,” sagði eg gætilega. “Var það alt og sumt. En hvað það var fallegt af yður að muna eftir andlitum okkar heilum sólarhring síðar! En þetta er líka alt nýtt fyrir yður. Mig langar til að tala meira við yður ef yður ilangar í raun og veru ekki til að dansa þennan dans.” “Eg kann ekki að dansa hann,” svaraði eg þurlega. “Þá getið þér farið leiðar yðar, Jerry,” sagði hún við höfuðsmanninn. “Mig langar til að tala við Miss Brand í ró og næði.” “Nú kemur það,” hugsaði eg. “Nú verðið þér að segja mér meira. Sáuð þér mig bara í trjágarðinum í gær?” Eg gat ekki fengið mig til að Ijúga að henni og svaraði því: “Eg hélt að eg hefði séð yður seinna, en var ekki viss um það.” “Hvar?” “Fyrst í Hamilton götunni.” “Og seinna?” “Eg þuitfti til Peckham og sýndist — en eg er auðvitað ekki viss um það-----” Lady Dunbar brosti. En þótt bros hennar væri glitrandi, var það sarnt kuldalegt. “Það hlýtur að hafa verið eg. Eg og dóttir mín erum eins og allir aðrir, önnum kafnar að 'skemta okkur, en samt höfum við fleira fyrir stafni. Við hugsum líka um aðra. Við og við heimsækjum við fátæka konu í Peckham og fórum þangað í gær. Og þér fóruð þangað líka. En hvað það var undarleg tilviljun.” “Ekki svo undarleg,” hugsaði eg með sjálfri mér. Eg hafði hvort sem er átt heima þar i fimm ár. Eg sagði ekki neitt, bara brosti sak- leysislega. . “Þetta er svo langt út úr leið,” svaraði Lady Dunbar, “en maður ætti ekki að kvarta um það þegar maður fer þangað í góðgerða- skini. Farið þér oft þangað?” “Við og við,” svaraði eg, “en ekki hugsa eg að eg fari þangað mjög oft eftir þetta.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.