Heimskringla - 18.06.1947, Síða 6

Heimskringla - 18.06.1947, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1947 TVIFilINIS Og úr því að eixskur íháldssamur stjórn- málamaður úr heldri stéttinni verður fyrir hin- um sömu ytri áhriifum og allir aðrir stéttarbræð- ur hans, þá verða þeir kanske vegna þess allir hvor öðrum svipaðir. Æsintgasamir stjórn- málamienn fylgja atftur á móti almennri skoðun — illri skoðun ef til vill, en samt skoðun. En Jones hugsaði ebki eftir þessu, hann veitti því aðeins eftirtekt, að allir þessir menn heyrðu til sömu stótt, og að hann var eigi ein- ungis fyrir utan hana, en Rodhester hafði fund- ist það líka. Þetta gat verið ástæðan fyrir þessum tryll- ingi sem einkendi hann og stjórnlausir dutl- ungar hans og hrekkir, sem konan með fjaðra trefilinn hafði drepið á. Það var æði apans, sem var daemdur til að búa með geitunum, hanga á hárinu þeirra, toga í dindil þeirra og hrekkja þær á allan hátt, sem apa getur til hugar komið, er hann býr á meðal geita. “Þetta hlaut að vera einhvemveginn svona,” hugsaði Jones og tók að éta ísrjómann sinn. En hann hætti bráðlega. Nú fyrst eftir að (hann hafði heyrt þessa vandræða frétt, datt honum í hug þessi ákveðna spurning: Hvers- vegna drap Rochester sig? Hann lagði frá sér skeiðina og starði út í loftið, hann gleymdi hvar hann var staddur og mönnunum í kring um sig. Hversvegna drap hann sig? Það var spurningin. En hann gat ekki svarað henni. Menn drepa sig venjulega ekki vegna tómrar sérvizku, eða vegna þess að hann hefir sóað fé sínu, eða vegna þess að hann rekst að óvörum á tvífarann sinn og langaiT til að hrekkja hann svoMtið. Prakkari eins og Rocihest- er var fórnar ekki svo miklu bara til að geta gert að gamni sínu. Rochester virtist auðsæilega ekki hafa framið neitt það, sem gerði hann út- rækan úr stétt sinni. Þeir sýndu honum kanske kuldalegt viðmót í klúbbnum hans, en hann fékk leyfi til að koma þar. Hafði hann gert eitt- hvað, sem enginn vissi um, og hann bjóst við að kæmist þá og þegar upp og mundi gera hann útiægan úr stétt sinni? Jones hrökk alt á einu upp. Einn þjónninn hrifsaði ísrjómann hans og lagði af stað með hann. “Hæ!” hrópaði Jones. “Hvað á þetta að þýða? Komdu undir eins með hann aftur!” Rödd hans barst um salinn og menn sneru sér við til að horfa á hann. Hann bölvaði ís- rjómanum og þjóninum í huga sér og lauk svo við að borða og stóð svo á fætur til að fara. Það var léttara að fara en að koma, því að margir aðrir voru á leiðinni út, og honum fanst minna bera á sér í þvögunni. Niðri sá hann gegn um hurðarrúðu hvar fá- einir menn sátu í stórum hægindastólum og reyktu. Virðulegir ménn, sem teygðíi út fæt- urnar og töluðu sjálfsagt um stjórnmál. Hann langaði til að reykja, en alls ekki í þessum fé- l'agskap. , Hann náði svo í hattinn sinn og stafinn og gekk út. Er hann var kominn út á götuna mundi hann eftir að hann hafði ekki gert nein skil á borguninni fyrir matinn. En slíkir smámunir höfðu engin áhrif á hann nú. Þeir mundu hafa einhver ráð með að muna eftir skuldinni. Það sem kvaldi hann var þetta: Hversvegna drap Rochester sig? Hugsum oss að hann hafi myrt einhvern og hafi svo drepið sig til að sleppa við afleið- ingarnar. Skelfingin yfir þeirri hugsun setti að honum hroll. Hann sá sig dreginn fyrir lög og dóm, og hann hugsaði um hvemig böðullann mundi vera í útliti. En þótt Viktor Jones væri stundum glám- skygn í verzlunarsökum þá var hann samt góð- ur kaupmaður í insta eðli sínu, og nú var hann betur heirna í þessu undarlega hlutverki sínu: hann fór því að verða rólegri, og hann sá að hann þyrfti sama sem ekkert að óttast, jafnvel þótt Rochester hefði framið rnorð. Ef svo illa hefði viljað til, gat hann ætíð sannað hver hann var. Hann gat leitt vitni að veru sinni í Fíladel'fíu. Saga hans mundi sýna samhengi vegna þeirrar ástæðu að hún var sönn. Og i rauninni var hann öruggur hvað Sem fyrir kæmi, ef hann kæmist eigi í hendur lög- reglunnar fyrir eimhvern glæp, sem Rcohester hefði framið. Hann gat því áfram verið greifi af Rochester eins lengi og hann lifði. En hann langaði ekkert til þess. Hann langaði að fara aftur til Bandaríkjanna og verða þar sjáifum sér líkur á ný. Strax og hann haifði náð í fáeina dali, ætlaði hann að hverfa af sjónarsviðinu. En samt var þessi hugsun, að geta verið lávarður, frémur lokkandi. Hún var ekki lengur neitt hræðileg, heldur skopleg, og varasöm tilhneig- ing gerist hættuleg þegar hún virðist skoplég. Jones var hinn mesti göngugarpur, löng ganga hjálpaði honum til að hugsa skýrara og ákveðnara. Hann gekk stræti eftir stræti þang- að til hann var næstum kominn þangað, sem sveitin berst um yfirráðin við borgina. Ó þessi útihverfi Lundúna. Þessar fylking- ar múrsteins húsa. Mismunuripn á þessum stað og Pall Mall varð Jones mjög ljós. Mismunur- inn á skrautinu og auðnum þar, sem Rochester lávarður bjó, og fátæfctinni þar, sem illa laun- aðir bankaþjónar og búðarmenn háðu sínia hörðu baráttu fyrir tilverunni. Alt fer eftir sjónarhólnum, sem þú horfir af. Við samanburðinn • varð Carlton höllin býsna lokkandi. Vegna þess að Jones var góður demokrati, hafði hann ætíð lýst fyrirlitningu Sinni á erfð- um titlum og sMku prjáli. Honum fundust tiitl- irnir álífca meiningarlausir og fjaðrahattur á apahöfði. En þama í útjaðrinum á milli Utlu húsanna, þar sem alt litla fólkið bjó, þá efaði hann samt, að sú skoðun sín væri rétt. Hann sneri heim og náði til Carlton hallar- innar kl. 7 um kvöldið. 8. Kapítuli — Mr. Boles Þjónninn, sem fyrst opnaði fyrir honum, tók við hatti, staf og hönskum og rétti honum svo bréf, sem hafði komið með hádegispóstinum “Og Mr. Boles kom hér um hádegið til að tala við yður, lávarður minn. Hann sagðist hafa komið samlkvæmt loforði yðar að hitta sig að máli, og ætlar að koma aftur rétt eftir kl. 7. Jones tók bréfið og gekk inn í skrifstofuna. ÖIl bréfin, sem hann fékk um morguninn lágu á borðinu. Hann hafði gleymt þeim þar óopn- uðum. Þetta voru mistök, sem hann mátti ekki gera sig sekan í, ef hann ætlaði að hanga í stöð- unni um tíma. Hann opnaði þau í flýti og rendi yfir þau augunum, og skildi Mtið í þeim. Þar var heimboð til miðdegisverðar frá Lady Snorries — hver gat hún verið — og bréf frá einbverri stúlku, sem kallaði sig JuMu; það byrjaði með þessum orðum: “Kæri vinur minn”, og svo var betlilbref og svo bréf frá manni, sem kallaði sig bara Childersby. Sáðasta bréfið, sem hann opnaði hafði þjónninn fengið honum þeg- ar hann kom inn. Bréfið var skrifað á lélegan pappír og var á þessa leið: “Reynið að hanga í hlutverkinu ef þér getið. Þér munuð sjá hversvegna eg gat það ekki lengur. Það Mggur fimm punda seðill und- ir bréfunum í efstu skúffunni til hægri í skrif- borðinu í skrifstofunni. Rochester” Jones vissi að þetta bréf væri til sín, og Rochester hefði skrifað það, þótt það væri skrifað til greifans af Rochester. Sennilega var það skrifað i einhverri drykkjukrá og lagt í næsta póstkassann, rétt áður en hann fyrirtfór sér. Hann gekfc að skápnum og fann þar fimm punda seðilinn. Hann stafck honum í vestisvasa sinn, og settist svo aftur að borðinu. “Hanga á hlutverkinu — ef hann gæti” þessi orð hljómuðu í eyrum hans, rétt eins og einhver væri að tala þau. Þau gerðu, ásamt fimm punda seðlinum, heilmikla breytingu á hugarástandi hans. Hann hafði fengið leyfi Rochesters til að ganga í hans stað, eins og hann var að gera; hann hafði einnig fengið svölitla peninga. Féleysið hafði legið á honum eins og blautt ullarteppi. Honum leið nú miklu betur. Hann gat hugsað sfcýrt. Hann reis úr sætinu og gekk fram og aftur um gólfið. “Haltu áfram við hlutverkið—ef þú getur.” Því þá ekki — því þá ekki — því þá ekki? Hann varð þess var, að hann hló upphátt. Þrótt- urinn streymdi um hann. Jones var þannig far- ið. Einhver djörf hugmynd barst honum ætíð með þnóttinum, sem streymdi um taugar hahs. Samningarnir við brezku stjómina höfðu verið hans hugmynd. Hún hafði flutt hann alla leið til Englands. Því þá ekki að vera jarlinn af Rochestér, græða dálítið fé með hagsýni, standa á tindin- um, sem forlögin höfðu sett hann á, og dvelja þar alt til daganna enda? Þetta var sjálfsagt ekkert spaug. Roohester hlaut að hafa verið aðþrengdur mjög, af kring- umstæðunum, en Jones óttaðist það ekkert. Ahætta leiksins var honutm unaður og bardag- • inn matur og drykkur. Hann ætlaði sér ekki að endurtaka heim- skupör RoChesters. Hann ætlaði sér að ráðast á örðugleika þá, sem höfðu yfirbugað fyrirrenn- ara sinn og sigra þá. Hann stéð vel að vígi. — Hann gekk að vindiakassanum, valdi sér vindil og kveiikti í honum. En rithöndin! Þar var skör, sem hann mundi steita á. Hann varð að rita nafn sitt á ávísanir, hann varð að rita bréf. Jæja, hann gat notað ritvél tli bréfaskriftanna, en hvað undir- skriftina snerti, þá hafði hann bréfið og sýnis- horn af rithönd Rochesters. Það varð hann að stæla. Ef í harðbakkan slægist gæti hann sagst hafa méitt sig í þumalfingrinum — það gat altaf hjálpað miálinu í bili. “Svo er það bléssun hvað hann var sérvit- ur,” sagði.Jones við sjálfan sig. Ef of mjög þrengir að mér, get eg alt af sagt, að eg sé alger- lega minnislaus, eða sé orðinn brjálaður. Það er ekki eitt einasta tromp, sem eg hefi ekki annað hvort á hendi eða upp í erminni, og ef harðnar á dalnum, get eg altaf sagt hver eg sé og sannað það.” Þannig hugsaði hann er hann gekk um gólfið, þegar þjónn kom inn og réfcti honum nafnspjiald á bakka. Mr. Boles var fcominn, sagði þjónninn, maðurinn, sem hafði komið um hádegið. “Látið hann koma inn,” sagði Jones. Mr. Boles kom inn og hélt á hattinum í hendnini. Hann var maður um fimtugt, þrek- inn, og þrátt fyrir sumarhitann var hann í svörtum frakfca méð silkiuppsögum á ermun- um. Hann var ófrtður, með grófgerða og þykka húð, gulur í framan með stórt niðurbjúgt nef. Hárið á skepnu þessari var bilksvart og þunt, og hékk lokkur niður á ennið. Á nafnspjald'inu stóð: A. S. Boles, Jeremy stræti, 12b. Boles sjálfur gaf alt annað til kynna. Jones hafði lært að þekkja menn af útliti. Hann kinkaði fcolli í kveðjuskini en reis ekki úr sæti sínu. Þjónninn lokaði hurðinni og þeir voru einir. Boles gekk að borðinu og lagði hattinn sinn á það, síðan gekk hann að hurðinni og opnaði hana til að sjá hvort nokkur stæði þar á hleri. Hann lokaði svo hurðinni. “Nú, hafið þér til peningana handa mér?” spurði hann. Einhver annar en Jones mundi sennilega og með fullum rétti hafa spurt: “Hvaða peninga?” En Jones sagði bara: “Nei”. Þetta einfaida svar hafði undursamlég á- hrif. Boles, sem hafði ætlað að sitjast á stólinn hætti við það og læsti höndunum um stólbrík- ina og sagði með höstum rómi: “1 gær svifcuð þér mig. Okkur kom saman um að hittast í dag, og þér brugðust því.” “Er það svo.” “Þér ættuð iað hafa peningana til handa mér, og nú er eg hér.” “En ef eg nú borga yður enga peninga?” spurði Jones. “Við skulum ekki tefja okkur á neinum þvættingi,” sagði Boles og settist niður. “Eg hefi lögin með mér.” “Já, þér hafið rétt fyrir yður. Við verðum að gæta laganna,” sagði Jones. “Já, þér verðið að gera það,” svaraði Boles. Hann starði á Jones. Honum fanst kanske að iávarðurinn talaði öðruvísi en hann var van- ur, að röddin væri eins og eitthvað þróttmeiri. Enhann grunaði samt ekki neitt. Og þegar Boles grunaði hann ekkert, þá gat hann verið óhræddur að aðrir gerðu það ekki, hvorki mað- ur né kona í London. Þvi Boles sá vel, hann var alskygn, og heyrði alt, og heili hans var eins nákvæmur og gullvog. “Satt er það,” svaraði Jones, að mig langar ekkert til að lénda í klóm laganna. Við skulum þá tála um þessa peninga. Getið þér ekki tekið helminginn núna og hinn helminginn í næstu vifcu?” “Það er ómögulegt,” svaraði Boles. “Eg verð að fá þessi tvö þúsund núna, og það strax, eins og venjulega. Jones sá nú að hann átrti hér u' höggi við venjulega eða réttara sagt óvenju- lega ósvífna blóðsugu, og tók nú að brugga þann drykk, sem hann ætlaði að gefa henni. Hann var fljótur að hugsa og áttaði sig strax á því hvað gera skyldi. Þarna var fyrsta hindrunin á leið hans. Hann gat ekki yfirstigið hana og varð því að fjarlægja hana. Ef svo illa færi, að Boles kærði hann fyrij' einhvem glæp, gat hann ætíð sannað, að hann væri Jones, og fært máli sínu til sönnunar viitni frá Ameríku og bréf Roahesters. Þessi fjárkúgun yrði þá skýringin á sjálfsmlorði Rochesters. En Jones þekti blóðsugumar. Hann vissi að Boies mundi aldrei leita til lögreglunnar. Rochester hlaut að hafa verið linur í sókninni fyrst hann tók ekfci föstum tökúm á þessari brenninetlu og reif hana upp með rótum. Hann gleymdi því að Roohester var sennilega sekur og það gerði muninn. “Þér skuluð fá peningana,” sagði hann. “En þetta verður að fá einhvern endi. Látum okkur nú sjá, hvað mikið hafið þér nú fengið?” “Átta þúsund,” svaraði Boles, “yður ætti að vera það vel kunnugt.” “Átta þúsund”, tautaði Jones. “Þér hafið fengið hjá mér átta þúsund. Auk þessara tveggja núna verða það tíu þúsund. Það er hátt verð fyrir fáein bréf.” Þetta var sagt úr í bláinn, en það hitti naglann á höfuðið. “Ó, þesssi bréf eru talsvert meira virði,’ svaraði Boles, “talsvert meira.” Þetta voru þá bréf en ekki athafnir, sem blóásugan hélt yfir höfði Rodhesters. Annars var Jones sama hvort var; hann var reiðubúinn að þrjóskast móti hverju sem væri, jafnvél morði, þar sem hann hafði bréf Rochesters í vasanum. “Við skulum umfram allit ljúka þessu af,” sagði Jones. “Hafið þér ávísanabók með yður?’ “Það hefi eg áreiðanlega. En hvaða þvætt- ingur er þetta?” “Mér datt dáiítið í hug áður en eg læt pen- ingana. Takið nú upp ávísanabókina, þú skuluð þér strax fá að heyna hvað eg á við með þessu.” Boles hilfcaði, en dró samt upp bókina. “Rlífið nú út eitt eyðublað.” “Rífa út eitt eyðublað? Hvaða fjárans fjarstæða er þetta —eitt eyðublaðið mitt. Ekki nema það þó.” “Riífið út eyðublaðið!” sagði Jones. “Það fcostar yður ekki nema einn eyri, það er ódýr skemtun.” Bolés hló og reif eyðublað úr bókinni. “Leggið það á borðið!” Boles lagði það á borðið. Jones gefck að skrifborðinu og sótti þangað blek og penna. Hann rendi stól að borðinu og fcom Boles til að sitjast á hann. “Skrifið nú á þetta eyðublað átta þúsund punda ávísun handa mér,” sagði Jones. Boles fleygði frá sér pennanum og hló —- það var síðasti hláturinn hans í þeirri stofu. “Þér viljið ekki gera það?” “Eg hefi engan tíma til að hlusta á þennan þvætting,’ ’sagði hann. i‘Til hvers gerið þér iþetta?” “Eg er að hrnigja,” sagði Jones. Boles ætlaði að stinga á sig eyðublaðinu, en hendi hans staðnæmdist nú, og honum virtist ekki Mða eins vel og áður. Þannig staðnæmdist rándýrið yfir máltíð sinni, blóðugum geitar- skrokknum, sém er beitt fyrir það sem agni, er það heyrir fcvistinn brotna undir fæti veiði- mannsins. ? Hurðin opnaðist og þjónn kom inn. “Sendið strax boð eftir lögregluþjóni,” sagði Jones. “Já, lávarður minn.” Hurðin loikaðist. Boles tók upp og greip hattinn sinn. Jones læsti hurðinni og stafck lyfclinum í vasa sinn. “Nú hefi eg náð yður í gildruna og skai nú þjappa að yður þangað til að þér verðið mj úkur og viðfeldur.” “Þér skuluð — þér skuluð — þér skuluð—” sagði Bolés. Andlit hans varð eins og gamalt fílabein. “Nú skal þjappað að yður!” sagði Jones. “Fjandanls þvættingur. Hættið þessu, fífl- Eg skal mola yður mjölinu smærra!” sagði Boles. “Opnið hurðina!” “Eg sagðist ætla að kremja úr yður vind- inn, en það er efcfcert á móts við það, sem sáðar kemur.” Boles gefck að borðinu og lagði hattinn á það. Hann sneri sér að Jones og barði með hnú- unum á borðplötuna. “Nú hafið þér farið fallega að ráði yðar,” sagði hann. “Þér hafið á ólöglegan hátt svift mig frelsinu til að fara héðan, og það verður falllég saga er hún birtist í blöðunum á morgun- Þér skuluð fá ráðningu fyrir það. En nú skal eg nota bréfin. Þau skulu fara til Plinlimon lá- varðar, og að einum mánuði liðnum standið þér fyrir skilnaðar réttinum, og hún Mka. Mannorð hennar! Hm! mun ekki eiga spjör til að hylja með nekt sína.” “Er það nú svo?” sagði Jones. “Þetta er sannarlega merkileg frétt.” Honum fanst sér létta fyrir brjósti, og það ósegjanlega mikið. Þessi fjárkúgun bygðist þá á ástabralli. Þeir möguleikair, að Rjochester væri skuggalegur miorðingi lá eins og farg á huga Jones, nú var því létt. Hann hafði ekkl getað hugsað sér að nokkur borgaði öðrum jafn afskaplega háa fjárupphæð og 8000 pund eru> fyrir neitt minna en höfuðgiæp. Rochester ha'fði auðsæilega goldið féð, eigi eingöngu til að hlífa sínum eigin orðstír, heldur og mannorði ein- hverrar fconu. “Sannarlega merkilegt,” svaraði Boles. Það þykir mér vænt um að heyra.” “Svo sagði hann í skipandi rómi: “Opnið dymar, hættið þessari fjandans vitleysu. Takið lykilinn og opnið hurðina. Þér hafið ætáð vit- laus verið, en þetta kórónar alt. Eg hef ykkur bæði í hendi mér! Það vitið þér sjálfur. Eg get kramið ykikur í sundur svona-------” Hann glenti út fingurnar og krepti þær svo inn í löfann. Það var andstyggileg hendi, loðin, klumpsleg og grimmileg. , Jones horfði á hann. “Þér eruð að eyða kröftum yðar að óþörfu,” sagði hann. “Eg hefi ásett mér hvað eg ætla að gera. Þér farið í svartholið, minn skitni Mr. Boles. Satt að segja er eg orðinn uppgefinn að sjá yður. Eg skal spretta yður upp og sýna öll- um ranghverfunia, og aðdáun áhorfandanna verður svo mikil, að þeir gléyma bæði mér og konunni. Eg hugsa meira að segja, að allir þakki okkur fyrir. Þér eruð mannþekkjari. Þér sjáið hvenær einhver er áfcveðinn. Lítið á mig'- Lítið framan í mig!” * Nú var barið að dyrum. Jones tók lykilinn upp úr vasanum og opn- aði hurðina.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.