Heimskringla - 24.11.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.11.1948, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. NÓV. 1948 r lífeimskrhtgla (StotnvO 188«) Cemur út á hverjmn miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: . The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Vel er því og meir en verðugt, ■ Auk ofantaldra fjórtán em- að hátíðlegt sé haldið 60 ára af- bættismanna, tóku þessir tíu aðr- mæli íslenzku stúkanna, og inni- ir einnig þátt í stofnun stúkunn- lega þakka eg forstöðunefndinni ar: Guðm. Jónsson, Bjarni Jóns- Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 24. NÓV. 1948 Reksturskostnaður Sameinuðu þjóðanna Það er ærið til að minnast á, þó kommúnista blöð forðist það, hvernig starfskostnaður Sameinuðu þjóðanna er greiddur. Gjald hverrar þjóðar fer eftir því, hvað vinnutekjur hvers einstaklings eru miklar. Samkvæmt nýbirtum skýrslum Sameinuðu þjóðanna, greiðir Canada 3.2 af hundraði alls kostnaðarins, en Rússland aðeins 6.2%. íbúar Canada reú 13 miljónir að tölu, en Rússlands um 185 miljónir, og sem við erum fræddir um að við meiri velmegun, fram- farir og sælu eigi að búa, en nokkur önnur þjóð veraldar. Samt greiðir Rússland, aðeins helmingi meira en Canada. McLean’s Magazine farast orð um þetta á þessa leið: “Rússland hefir 14 sinnum fleira vinnandi fólk en Canada. En alt til samans, vinnur það sér aðeins tvisvar sinftum eins mikið inn, eins og allir Canada-búar.” , Að auðsuppsprettum eru lönd þessi talsvert lík. Bæði eru frá landfræðilegu sjónarmiði víðfeðm og eiga mikið af óunnu landt Bæði eru af kappi að byggja upp iðnað sinn. Samt er árangurinn af því sem hver maður hér gerir, sjö sinnum meiri, en hver maður í Rússlandi. Að sumu leyti stöndum við betur að vígi en Rússar, eins og því, að vera svo lánsamir að sleppa við hinar ægilegu skemdir heima fyrir af stríðinu. En aðal atriðið, sem hér er um að ræða — og sem kommúnistum er svo illa við að minnast á — er að hér er einstaklingnum frjálst að gera það sem hann getur í framleiðslu- áttina, án þess að vera haldið frá því af illræmdu harðskipulögðu einræðis-skrifstofuvaldi. Þegar kommúnistar hér skeggræða um undra veröldina, að baki járntjaldsins, ættu þeir að skýra frá því, sálum sjálfra sín til fró- unar, en oss til fróðleiks, hversvegna að kaupgreiðsla er svó miklu lægri í Paradís verkamannsins, Rússlands, en í skipulagi því er viðgengst hjá oss og kommúnistar hata eins og heitan eld. Það væri drjúgum meira út í það varið, að fá, að heyra eitthvað frá þeim við- víkjandi þessu, en að rífa stöðugt niður menningarstarf vestrænna þjóða með aðferðum hinna illræmdu, óalandi og óferjandi fimtu herdeilda.” fyrir þá sæmd, sem hún hefir sýnt mér, með því að óska þess, að eg mælti hér fyrir minni stúk. “Heklu”, minnar eigin stúku, þó að mér finnist, hinsvegar, að eg hafi lítið til þess unnið. Það liggur í augum uppi, að 60 ára starfssaga verður eigi, í til- tölulega stuttri ræðu rakin nema son, Tómas Jóhannesson, Sigurð- ur Sölvason, Níels M. Lambert- sen, Þóra Sæmundsen, Jóna Magnúsdóttir, Jakobína Guð- laugsdóttir, Sarah Simons og Ingibjörg Thorgrímsen. Úr þessum hópi frumherja var- anlegrar bindindisstarfsemi með- al Vestur-fslendinga er nú eng- í nokkrum höfuðdráttum. Þeim,1 *nn °fan moldar, það eg til veit. sem frekar vilja fræðast Um 1 Blessuð sé mirming þeirra allra! stofnun og starfsferil stúk. — [ Við ávörpum þá fögrum orðum “Heklu”, vísa eg til sögu hennar skáldsins: í Minningarritinu, sem út kom í tilefni 25 ára afmælis hennar ár- ið 1913, og samin var af séra Guð- mundi Ájnasyni, einum hinum á- gætasta og áhugasamasta félaga hennar, og til hins ítarlega erind- is “Hekla 50 ára”, sem Stefán Einarsson ritstóri, einnig einn “Þökk sé öllum þeim, er stóðu þéttast, fastast merki hjá! Friður með þeim sé, er sofa sæmdarverki dánir frá!” Skylt er og a6 geta þess, að þræðina frá stofnun stúk. ‘Heklu’ af einlægustu og dyggustu starfs má r^kja til íslands, því að sumir mönnum stúkunnar, flutti á 50 Þe*r» sem Þar voru að verki, ára afmælissamkomu stúknanna, höfðu kynnst Good-Templara og prentuð var í Heimskringlu reglunni og starfi hennar heima 12. janúar 1938. En eigi verður stúk. “Heklu” svo minnst, að stúk. “Skuld” komi þar eigi einnig við sögu, því að hin síðarnefnda er, eins og a ættjörðinni. Farast séra Guð- mundi þannig orð um það atriði í sögu stúkunnar: “Var það slík- um mönnum að þakka, að ís- lenzk Good-Templara stúka alkunnugt er, beinn afspringur komst á fót í Winnipeg.” Fór því hinnar fyrrnefndu. Liggur það! ágætleia á Því að á afmælishátíð utan vébanda þessarar ræðu að Þessari hafa ÞeSar fluttar verið ALLIR HÖFÐU EITT AÐ SEGJA UM ROOSEVELT Það var fyrir nokkru síðan, að vinur minn sagði við mig, að honum fyndist Franklin Roose- velt vera bezti Bandaríkja for- seti sem Canada hefði átt! Eg mintist þessa, þegar eg las um það litlu seinna, að Churchill og Attlee hefðu afhjúpað minning- artöflu af honum í Westminster Abbey. Það er eflaust í fyrsta sinni, sem þjóðhöfðingi erlendr- ar þjóðar hefir verið heiðraður á slíkan hátt af annari þjóð, en hans eigin. Eg er ekki í efa um að canadisku þjóðinni hefir þótt Roosevelt þessa verðugur. Staðurinn sem taflan var sett á, var hinn síðasti í Westminster Abbey. Hann tilheyrði Churchill. Mr. Attlee vissi það og benti á það. En Churchill vildi ekki annað heyra, en staðurinn væri notaður fyrir töflu Roosvelts. —Þýtt úr Sat. Night. AF SJÓNARHÓL 60 ÁRA ÁFANGA Eftir prófessor Richard Beck (Ræða fyrir minni stúk. “Heklu”, flutt á afmælishátíð íslenzku stúknanna í Winnipeg, 22. nóvember 1948) GREIN UM STEINGR. THORSTEIN SSON í maí-ágúst hefti ársfjórðungs ritsins “Scandinavian Studies”, skrifar dr. Richard Beck grein á ensku um Steingrím Thorsteins- son skáld. Greinin er 10 blaðsíð- ur í ritniu og gerir höfundur grein fyrir æfi skáldsnis, kostum skáldskapar Steingríms og áhrif- um og birtir nokkur sýnishorn af ljóðum hans, sem þýdd hafa ver- ið á ensku af: Sir Walter S. Craigie, Jakobínu Johnson, Rún- ólfi Fjeldsted, Watson Kirkcon- nell og Vilhjálmi Stefánssyni. — Greinin er góðra gjalda verð og færir ókunnugum ærinn fróðleik um skáldið. Enginn félagsskapur lifir og dafnar um áratuga skeið, nema hann eigi sér verulegan tilveru- rétt, flytji lífrænan boðskap og vinni að tímabæru og þörfu hlut- verki. Annars fellur hann skjótt að velli, því að tíminn, hinn ó- vægi dómari, skilur hveitið frá hisminu í félagslegum efnum eigi síður en öðrum, og það eitt þróast til langframa á þvi sviði, sem ekki er fúið í rót, en nærist við lífstrauma vakandi hugsjóna í verki. Þegar þetta er í minni borið, og allar aðstæður teknar til greina, verður það augljósara en ella, hversu merkur atburður 60 ára afmæli íslenzku Good Templ ara stúknanna er í félagsmála- sögu íslendinga í Vesturheimi. Teljandi eru þau félagsleg sam- tök þeirra, sem eiga sér að baki jafn langan, óslitinn starfsferill Dr. Sigurðar J. Jóhannesson, — hinn ótrauði forystumaður bind- indismálsins austan hafs og vest- an, komst því réttilega að orði, er hann sagði í afmælisgrein um ís- lenzku stúkurnar fimmtugar: — “Annars er vert að geta þess, að sá félagsskapur, sem hér er um að ræða, á hreinni braut að baki sér en flest önnur félög, sem fæðst hafa og starfað S vestur- íslenzku félagslífi”. Maklega bætti hann við þessum orðum: “í Good Templara reglunni hafa staðið og starfað mætir menn og kærleiksríkar konur úr öllum flokkum vor á meðal.” rekja þá atburði nánar, en hitt er ekki nema réttmætt að benda á, að stúk. “Skuld” kom ekki í heiminn fæðingarhríðalaust, enda voru tildrög stofnunar hennar á sínum tíma í spaugi nefnd “Heklugosið”. Veit eg eigi um í annálum neitt “Heklugos”, sem borið hafi jafn ávaxtaríkan eða þjóðhollan árangur, því að eg ætla séra Guðmund hafa rétt áð mæla, er hann segir í sögu stúk. “Heklu” í Minningarritinu: “Einmitt það að stúkurnar urðu tvær jók áhuga og starfsviðleitni Good-Templara um helming. Stúkurnar kepptu hvor við aðra. Báðar fjölguðu meðlimum. Sam- keppnin efldi þær, en lamaði ekki.” Löngu langt er einnig síð- an, að um heilt gréri þeirra í milli og hefir samvinnan að sam- eiginlegum áhugamálum verið hin ágætasta. Nú halda þær einn- ig, eins og sjálfsagt var og sæm- andi bræðra- og systrafélögum, 60 ára afmælishátíð sína samtím- is, enda þótt stúk. “Hekla” sé nokkru eldri, stofnað 23. des. 1887. “Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin”, seg- ir hið spaka skáld. Eiga þau sannindi sérstaklega við um menningarleg félagssamtök. Rúmt 60 ára frjósamt starf stúk. “Heklu” — en það á vitanlega við um stúkurnar báðar — ber því vitni, að þeir menn og þær konur af íslenzkum stofni, sem þar lögðu grundvöllinn, beindu okk- ur brautina til núverandi áfanga, byggðu það félagslega umbóta- starf sitt á traustum grunni, enda var það rótfest í jarðvegi göf- ugrar og mannbætandi hugsjón- ar, markvissri baráttu gegn á- fengisbölinu með öllum þess illu fylgifiskum. Þakklátum huga minnumst við því á þessum söguríku tlmamót- um stofnenda stúk. “Heklu”, er jafnframt voru brautryðjendur Alþjóðareglu G.-Tempara með- al íslendinga vestan hafs. En þessir voru fyrstu embættismenn stúkunnar: Ólafur S. Þorgeirsson, æðsti templar; Guðm. Þórðarson, vara- templar; Einar Sæmundsen, rit- ari; Bjarni Lúðvíksson, f jármála ritari; Kristján Guðmundsson, gjaldkeri; Stefán Erlendsson, kapilán; Andrés Reykdal, drótt- seti; Sigurður Árnason, vörður; Halldór Auðunnsson, útvörður; Halldór Oddsson, aðstaðarritari; Sigurlaug Bjarnadóttir, aðstoð- ardróttseti; W. J. Finney (Frið- bróðurlegar og faguryrtar kveðj- ur frá Stórstúku íslands og ís- lenzkum templurum heima fyrir. Þá er stúk. “Hekla” hafði ver- ið stofnuð, bættust henni brátt nýir félagar, svo að snemma í marz 1888 eru þeir orðnir um 70 talsins, og fór þeim fjölgandi fram eftir vorinu og sumrinu; nokkur afturkippur kom þó í stúkuna og starf hennar um þær mundir, við klofning þann innan hennar, sem leiddi til stofnunar stúk. “Skuldar”, en furðu fljótt rétti “Hekla” við eftir það áfall, enda bættist henni á næstu árum mikill og góður liðsauki. Er ekki að efa, að bindindisáhugi hafi einkum ráðið hjá mörgum, er í stúkuna gengu, en félagslega þörfin vafalaust einnig átt sinn mikla þátt í því, hve margir leit- uðu þangað á þeim árum. Hér er aðeins unnt að geta sér- staklega örfárra þeirra félaga stúk. “Heklu”, sem bættust í hóp- inn á fyrstu starfsárunum og stóðu þar fremstir í fylkingu um langt skeið. Bergsveinn M. Long gekk í stúkuna 14. marz 1890 og var síðan til dauðadags (1937) einn af athafnasömustu starfs- mönnum hennar og máttarstólp- um. Þ. 11. marz 1892 gekk Guðr- ún Jóhannsdóttir Búason í stúk- una, og varð brátt hin atkvæða- mesta starfskona að bindindis- málum bæði innan stúku sinnar og Stórstúkunnar; hún sat einnig allmörg hástúkuþing og var fyrsti íslendingur, sem kosinn var í framkvæmdarnefnd hástúk- unnar. Guðmundur Anderson, sem gekk í stúkuna árið 1890, var einnig einn af ágætustu fé- lagsmönnum á fyrstu árum henn- ar, sat á mörgum stórstúkuþing- um og var oftar en einu sinni kosinn stórtemplar. f sögu stúk- unnar eftir séra Guðmund í Minningarriti hennar er getið fjölmargra félaga hennar frá því tímabili og þar eru einnig birtar myndir og æviágrip margra þeirra, sem gengu í stúkuna á fyrstu árum hennar og mjög koma við sögu hennar með mörg- um hætti. Úr þeim hópi eru þess- ir enn starfandi í stúkunni eða hafa verið það fram á síðustu ár: Helga og Lawrence Thomsen, Hreiðar Skaftfeld, Jódís Sig- urðsson, Sumarliði Matthews, Guðbjörg Sigurðsson og Sigur- björn Pálsson. Úr stúkunni “ísland” er var starfandi um nokkur ár, bættust stúk. “Heklu” einnig snemma á árum mætir og merkir félagar, eg, á þessum tímamótum í sögu | stúk. “Heklu”, einkum dvalið við nöfn þeirra manna og kvenna, sem brautina ruddu, en marga aðra mætti telja, sem voru félag- ar hennar lengur eða skemur á I því tímabili, og eigi allfáa úr ' hópi þeirra, sem víðkunnastir 1 hafa orðið á ýmsum starfssviðum | meðal fslendinga vestan hafsins. j Hinu ber þó sérstaklega að fagna, að eftir því sem hópur hinna eldri forystumanna og j kvenna innan stúkunnar varð fá- j mennari, hlupu aðrir í skörðin, tóku upp merkið og halda því enn drengilega á lofti, trúir stefnu- skrá stúkunnar og Reglunnar og bindindishugsjón sinni. Þó eg hafi eigi, af fyrrgreindum ástæð- um nefnt nöfn þessara stúku- systkina minna, votta eg þeim j einlæga virðingu mína og þakka þeim hin góðu kynni á farinni leið og sérstaklega einlægt og ó- mælt bindindisstarf þeirra og trú festina við hinn göfuga málstað okkar. Hvað er þá orðið okkar starf? Eða öllu heldur, ykkar starf? Hvað hefir stúk. “Heklu” ánn- unnist á liðnum 60 árum? Fyrst er þar á blaði bindindis- starfið, sem vitanlega hefir beint og óbeint, verið aðalstarfið. Stúk- an hefir með ýmsum hætti, lagt sinn skerf til bindindisfræðsl- unnar, unnið að takmörkun vín- sölu og látið sig varða lagasetn- ingar bindindismálunum viðkom- andi, og tekið þátt í útbreiðslu- starfinu, svo sem stofnun stúkna á ýmsum stöðum í Manitoba, sem íslenzkir templarar hafa staðið að. Ber þá að geta stærsta afreks- ins, sem stúkurnar hafa innt af hendi félagsstarfsemi sinni til stuðnings, en það var bygging samkomu/húss þeirra, og átti stúk. “Hekla” að sjálfsögðu sinn drjúga hlut í því þarfa og þakk- arverða fyrirtæki. Þessir menn voru í hinni sameiginlegu full- trúanefnd stúknanna meðan hús- byggingin stóð yfir (árið 1906) og höfðu alla umsjón með henni — Kristján Stefánsson, Jóhannes Sveinsson, Bjarni Magnússon, Jón Tr. Bergmann, Gunnlaugur Jóhannsson, Ásbjörn Eggerts- son„ Guðmundur Bjarnason, Sigfús Jóelsson og Magnús Jóns- son. Þarf eigi að fjölyrða um það, hver hagur starfsemi stúknanna varð að hinu nýja félagsheimili sínu, enda má segja, að það hafi, að kirkjunum íslenzku undan- teknum, verið eini griðastaður íslenzkum félagssamtökum og samkomuhöldum í Winnipeg- borg, og er það íslenzkum templ- urum til ævarandi sæmdar, að þeir réðust í það stórvirki snemma á árum að -ceisa þetta myndarlega samkomuhús sitt. Hefir það með ýmsum hætti ver- ið lagfært og endurbætt. Hafa viðhald þess og umbætur kostað ærið fé og útheimt geysimikið starf og fórnfýsi af hálfu full- trúanefndar stúknanna og annara félaga þeirra, og skyldi það met- ið og þakkað að verðleikum. Hef- ir stúk. “Hekla”, sem vænta má, ekki látið sitt þar eftir liggja. Hún hefir einnig átt sína miklu hlutdeild í líknar- og mannúðarstarfi stúknanna, sem einkum hefir verið í því falið, að þær hafa haldið við sjúkrasjóð- um, sem fé hefir verið veitt úr til stuðnings og líknar veiku fólki. Nema framlög stúknanna úr þeim sóðum samtals mörgum tugum þúsunda dollara. Það er bróðurkærleikur í verki. Þá er þjóðræknislega hliðin á starfi stúknanna, og eiga þær þar báðar jafnan hlut að máli. Þær j hafa eigi aðeins frá fyrstu tíð i og fram á þennan dag, haldið fundi á íslenzku, heldur stofn- uðu þær snemma á árum laugar- dagsskóla í íslenzku fyrir börn og unglinga og starfræktu hann, með góðum árangri, um langt skeið, eða þangað til Þjóðræknis- félagið kom til sögunnar og tók við umsjón hans. Harla margþætt er því 60 ára starfsemi stúknanna orðin, og hlutdeild stúk. “Heglu” í henni, eigi aðeins frá bindindislegu sjónaripiði, heldur einnig menn- ingarlega og félagslega, almenn- ar talað. Félagslíf og menningar- viðleitni fslendinga í Vestur- heimi, hefði orðið drjúgum fá- tækari og svipminni, ef íslenzkir templarar hefðu þar eigi að verki verið. Eins er þó ógetið í því sam- bandi, og hreint ekki hins ómerki legasta, en það er þátttaka og for- ysta íslenzkra templara í starfi Stórstúku Manitoba, en þeir hafa frá því um aldamót skipað þar nær alla embættismannasessina og jafnframt látið í té aðalstarf- kraftana. Ýmsir félagar úr stúk. “Heklu” hafa árum saman átt sæti í framkv.-nefnd stórstúkunn ar, en skylt er að geta þess sér- staklega, að Arinbjörn S. Bardal hefir í meir en aldarfjórðung verið stór-templar, enda hefir hann verið sverð og skjöldur Stórstúkunnar. Hafi íslenzkir templarar vest- an hafs því þakkir og heiður fyr- ir það, hve vel þeir hafa haldið í horfinu, þó að á brattan hafi verið og sé að sælya og sveit þeirra fámennari en áður, þakk- ir og heiður fyrir alla umbóta- og menningarviðleitni sína. Hún er spor í rétta átt, og eiga þar við orð skáldsins: “Hvað vannst þú Drottins ver- öld til þarfa? Þess verður þú spurður um sól- arlag”. En þó nokkuð hafi óneitanlega áunnist í bindindismálunum, þá er sigurinn enn þá fjarri, loka- takmarkið langt framundan. Of- drykkjan, með allri þeirri sið- spillingu og mannspillingu, sem fylgir henni í spor, er enn heims- böl, sem þyngra er en tárum taki, og þurfum við ekki langt að líta umhverfis okkur til þess að sjá merki þess ,hvort heldur er í Bandaríkjunum eða Canada. Á þessum tímamótum sæmir okkur íslenzkum templurum því það eitt, að stíga á stokk og strengja þess heit að herða sóknina af fremsta megni. Það er að snúast drengilega við kröfum líðandi tíðar. Eitt sinn var eftirfarandi graf- letur meitlað á brautastein fjall- göngumanns: “Hann dó, meðan hann var að klífa”. Slík eftirmæli vildi eg kjósa okkur íslenzkum templurum til handa, að við sækjum djarflega fram að settu marki, sækjum á brattann til hinnztu stundar. í þeim anda flyt eg stúk. — “Heklu”, já, báðum stúkunum, því að mér eru þær jafn kærar, hugheilustu afmælisóskir mínar, og lýk máli mínu með bjartsýnni lögeggjan skáldsins: “Templara sveit! vertu trú, vertu sterk, vertu trygg við þín heit! Berðu ægishjálm prúð, yfir aðköst og níð, afli kærleikans knúð alla komandi tíð! og þú hlýtur, þú hlýtur að sigra um síð! finnur Jóhannesson), umboðsm.; svo sem Hjálmar Gíslason, sem Margrét Skaftason, gæslumaður | enn er einn hinn tryggasti starfs- j ungtemplara; Jón Júlíus, fyrrv. maður stúku sinnar. æðsti templar. Af skíljanlegum ástæðum hefi j Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C. % Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bygging í alheimi..........$2.50 Friðarboffinn er fagur............ 2.50 Eilífðarblómin Ást opr Kærleiki... 2.00

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.