Heimskringla - 26.01.1949, Page 6

Heimskringla - 26.01.1949, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1949 RUTH Þýtt hefir G. E. EyioidL Eftir þennan rannsóknar túr, setti Ruth lampan á borðið og settist svo á stól, og starði í tryllingi á síðustu hurðina sem hún hafði lok- að. “Þetta er verra en ef eg væri út á víðavangi”, nöldraði hún. “Eg fer ekki í rúmið — nei, eg sit hér heldur í alla nótt.” Svo hallaði hún sér til baka og lét aftur aug- un. Hvað hún var þreytt, ólýsanlega þreytt. Henni fanst hún varla geta haldið uppi höfðinu, það var þungt eins og blýklumpur, og auk þess hafði hún verki um allan líkaman. Hún vildi rétta úr sér — já, fyrir alla muni rétta úr sér, en hún þorði það ekki. Rúmið stóð þar eins vel uppbúið eins og mögulegt var, en hún þorði ekki að fara upp í það. Þetta er ekkert svefn- herbergi, hélt hún, bara gegnumgangs verelsi. Mundi hún hvílast með því að leggja fæturna upp á annan stól? Svefndrukkin rétti hún ann- an stól að hinum og reyndi að hagræða sér sem hægt var. Svo lokaði hún augunum; en það varð ekki lengi, þetta varð óþolandi pínubekk- ur. Hnútarnir í reyrstólunum sem hún hafði ekki aðgætt, urðu svo óþolandi, er þeir pressuð- ust inn í holdið, að hún hafði ekkert viðþol fyrir kvölum. 19. KAFLI Hún var stöðugt að hagræða sér, sem þó gaf henni litla hvíld, svo bættist það við, að ljós- birtan sem skein í gegnum gluggablæjurnar dró allra handa kvikindi að sér, sem blóðþyrst sóttu að henni til að auka á þjáningar hennar. Loksins gat hún ekki þolað það lengur. Hún stóð upp og fór, með veikum kröftum, að ýta borði fyrir dyrnar út að hliðarherberginu. Svo fór hún upp í rúmið og slökti ljósið, og sofnaði. Hún heyrði í gegnum svefninn þungt fótatak í hliðarherberginu. Hún settist upp og hlustaði, en svo heyrði hún ekki neitt. Svo sofnaði hún fast og svaf langt fram á næsta dag. Hana dreymdi um sína löngu horfnu bernsku daga í Sydney, og vaknaði með bros á vörunum; en brosið dó út strax er hún leit í kring um sig í herberginu. Það féll átakanlegur sorgarsvipur yfir andlit hennar, er hún hugsaði til ferðar sinnar frá Sydney til Þýzkalands og svo þaðan til Java. Alt í einu kom henni í hug loforð sitt um, að hún skyldi haga sér samkvæmt reglum húss- ins og venjum. Klukkan var rétt að verða tólf. Hún hljóp, hrædd, upp úr rúminu. “Hvað mun hann segja?” hugsaði hún, með hjartslaítti, og klæddi sig með hraða; hún var að ímynda sér hve harðstjórinn yrði reiðilegur á svipinn, er hann mætti henni. Af óstyrk og angist gat hún ekki sett upp hárið sitt, eins og hún var vön, og áður en hún þorði að opna hurðina, stóð hún í tvær mínútur með hendina á hurðar hún- inum. Hún skammaðist sín fyrir hve angistarfull og kjarklaus hún var, en huggsaði sig við það, að það gæti þó varla verið skaðlausari yfirsjón en að sofa sig uppi — “en mun hann, þessi hræðilegi og óþolandi maður, líta eins á'það?” Einurðarlaus læddist húh gegnum tvö auð herbergi, hún fann brennandi hitann frá hinum steinlögðu gólfum gegnum skósólana sína, er hún leit inn í salinn þar sem þau höfðu borðað í gærkvöldi. Það sást engin manneskja þar, en að opna hurð þorði hún ekki. Svo fór hún aftur sömu leið og hún kom, og fór út á svalirnar fyrir utan svefnherbergið sitt, eftir að hún hafði lyft upp einni gluggablæjunni. Svalirnar lágu meðfram bakhlið hússins; það var miklu svalara þar en á framhliðinni. Hún settist í þægilegan reyrstól, og reyndi að koma hræðslunni úr huga sér. Hann var sjálf- sagt ekki heima, líklega út á plantekrum sínum. Bara hann yrði þar sem lengst! En nú fór henni að leiðast að horfa út í garðinn — það var eitthvað svo vitlaust, að eng- inn kom til hennar eða skifti sér af henni. — Var hún þó ekki húsmóðirin í húsinu! Það ætti þó einhver að koma til að sýna henni einhverja þjónustusemi. Hún vildi nú borða morgunmat, hún fann til svengdar, hafði ekkert borðað í 24 tíma, svo það var ekki undarlegt að hún fyndi til svengdar. Hvar skulu þeir vera þessir kærulausu þjón- ar? Hún heyrði ekki til neins, svo hún stóð upp og gekk ofan af svölunum, og í kringum húsið. Þar sá hún langa röð af smábyggingum, sem hún áleit að væru heimili þjónustufólksins. Á opnu svæði fyrir framan þessi hús, lék sér stór barnahópur, sem öll voru ber. En undir eins og börnin sáu hana, hlupu þau sitt í hverja áttina hrædd og organdi. Við að heyra bamagrátinn, kom út í dyrnar á einu húsinu, hái og granni maðurinn, sem kvöldið áður hafði þjónað við borðið, eða að minsta kosti var hann í samslags búningi. Hann hniegði sig djúpt, og fór svo inn í húsið. “Hann hlýtur að hafa svo mikið vit að skilja, að eg þarfnast matar og drykkjar”, hugsaði hún og settist á reyrstólinn. “Eg er eins og viðundur mállaus hér í þessu landi. Mundi það vera ó- maksins vert að leggja á sig að læra málið?” Hún hugsaði um þetta ofurlitla stund og komst að þeirri niðurstöðu. “Nei”, þessa stuttu stund sem eg verð hér, get eg bjargað mér með bendingamáli, og ef eg svo síðar skyldi muna eitt eða tvö orð í málinu, þá væri það bara til að vekja óþægilegar endurminningar í huga mín- um”. Er þjónninn, skömmu síðar kom, stóð hún upp og fylgdi honum gegnum salinn inn í borð- stofuna, þar sem morgunverðurinn beið hennar. Það var vel sett á borðið, sem var prýtt með indælum blómum og rósum. f ávaxtaskálinni voru rauðir, gulir og grænir ávextir, gullnir ananas og appelsínur af öllum stærðum. Er hún sá þessa ríkmannlegu framreiðslu, sagði hún, eins og óvart, “Ó”, í lágum róm, sem hún breytti strax í "’hum”. Húp vildi ekki fyrir nokkurn mun viðurkenna, að það væri nokkuð fallegt til á þessu hataða Sukawangi. Hún vissi ekki einu sinni hvað það var, sem þjónninn bar á borðið fyrir hana. Ekki einu sinni ávextina, hvort það voru ávextir eða bara soðið gras með blómknöppflm. Kjötið var þurt, eins og það væri vindþurkað, og svo vissi hún ekki af hvaða skepnu það var. Þessir austur- landa menn éta alslags dýr, hugsaði hún. Svo að öllu athuguðu hélt hún að best væri að éta aðeins það sem hún þekti, svo sem-hrísgrjón og harða ávexti. Sem eftirmat bar hann fram landsins ljúffengustu ávexti, hinar sætu og kælandi dur- ian hnetur. Þær eru líkar í laginu og að stærð, ananas, skelin er brúnleit, en kjarninn er eins og kjöt kendur, svalur og sætur, með freistandi bragði, en lykat líkast og gamall ostur. Að þessir ávextir eru síðast bornir á borð hefir þess vegna sína ástæðu. Þegar Ruth fann þessa sterku lykt, þaut hún upp úr stólnum, greip fyrir nasirnar með annari hendinni, en benti þjóninum með hinni að koma ekki nær, hann sneri hér undrandi til baka með þetta sælgæti. Þegar þjónninn var farinn, fór hún að líta yfir húsmunina í stofunni, sem henni fanst lítið til um. “Ef eg hef andstygð á nokkru,” hugsaði hún, “þá er það, að sjá reyrstóla standa í röð meðfram veggjunum eins og í vertshúsi. Það er skaði að það skuli ekki vera drykkjuborð út í einhverju horninu, þá gæti fólkið dansað og skemt sér hér á hátíðunum!” Svo stóð hún upp og gekk út. “Danssalur númer tvö!” tautaði hún fyrir munni sér. “Já, númer tvö!” sagði hún og hló, er hún kom út í salsdyrnar. “Það er eins og honum, þessum Bordwick, líki klunnalegir hús- munir, það sannarlega vantaði þarna inn í skurð- arborð — sjáum til, þarna er það!” Hún hljóp að stórum flygli, sem stóð á miðju salsgólfinu, hún lyfti upp lokinu og studdi fingrunum á nóturnar. Ef tónarnir í þvi hefðu verið ljótir og leiðinlegir, þá hefði það átt betur við hugarástand hennar eins og það var; en er hún heyrði að tónarnir voru fagrir og mildir, sneri hún frá því með ólundarsvip, og fanst það vera hefnd á. sig fyrir að setja út á alt sem hún sá. “Maður fær bara geispa við að horfa á þessa auðu veggi,” sagði hún eins og í háði, við sjálfa sig. “Hann gæti vel látið eftir sér að hafa fáein málverk á veggjunum, þessi miljóneri! En þeg- ar menn eru svo blindir fyrir fegurðinni, eins og hann er-----” Hún ypti öxlum og settist niður. Að maðurinn hennar var sneiddur allri sið- menningu og háttprýði, var nokkuð sem hún þóttist alveg viss um, en hún vissi ekki hvernig hún fór að vita það. Það var kanske af því, að hin fríða og dáða Ruth Hillern hafði vakið viðbjóð hjá honum? Hvað svo sem það var, þá gerði hún enga tilraun til að komast að neinni sönnun fyrir því. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum, og lét augun aftur og hugsaði um hvernig hún gæti flúið í burtu. Hvert átti hún að snúa sér? Hún gat ekki farið til Þýzkalands, sem hún hafði farið frá, svo himinlifandi fagnandi yfir sinni tilkomandi lukku. Nei, hún vildi ekki gera sig hlægilega, og svo er hún hugsaði sér svipinn á Mrs. Hillern------” Nei, það var ekki heldur nauðsynlegt. Hún gat altaf fengið sér kennara stöðu á Indlandi. Peningarnir sem hún hafði óeydda voru nógir til að borga fyrir far til Madras eða Cálcutta. Mr. og Mrs. Merryweather bjuggu í Cal- cutta — góðar manneskjur, sem tækju opnum örmum á móti henni. Hum! Með opnum örmum? Það var nú ekki vást, Þau voru mjög kirkjulega sinnuð, og í bænabók ensku kirkjunnar stóð eitt- hvað um, að það gæti ekkert nema dauðinn að- skilið löglega gift hjón. Ef nú þessi góðu hjón bentu henni á þennan stað í bænabókinni? Og ef þau gerðu það, og það sem væri ennlþá verra álitu það sem kristilega skyldu, að tilkynna manninum hennar um verustað hennar? Nei, í hamingjunnar bænum, ekki að fara til Mr. og Mrs. Merryweather! Þá var það bara Mrs. Manning. Já, Ceylon var dálítið út úr alfara leið, — en er ekki var um neitt annað að velja — þá að fara til Mannings hjónanna!” Það varð að bíða tækifæris, það var þýðing- arlaust, að hugsa til þess í dag eða á morgun. Fangavörðurinn, eins og hún kallaði í huga sínum Mr. Bordwick, varð fyrst að komast yfir það mistraust sem hann hafði á henni, síðan í gær hún ætlaði að hlaupa út úr vagninum, út í myrkrið, var ekki nema eðlilegt hann byggist við að hún mundi flýja þegar hún sæi sér tæki- færi. Hann lét hana auðvitað alveg sjálfráða ferða sinnæ allan daginn, en var hann búinn að fara svo langt burtu frá siðmenningunni, að henni yrði ekki greitt um undankomu? Gang- andi gat hún ekki komist til Tjandur, hún vissi það vel. Auðvitað mundi hann sjá um, að hún gæti ekki útvegað sér. hesta og vagn — og í bæjunum gat hún heldur ekki komið sér neitt áfram, er hún skildi ekki orð í málinu. Já, hann hafði reiknað það alt út; hún sá nú að hún var alt of fljótfær að segja, að hún vildi ekki læra eitt einasta orð í landsmálinu. Við allar þessar hugsanir og bollalegging- ar, hafði svefninn sigið þyngra og þyngra á augu hennar; það var bara undarlget að hún var ekki sofnuð löngu fyr í þessum brennandi sólarlhita. Allir í Sukawangi hættu vinnu í þrjá tíma eftir hádegið. Er hún vaknaði eftir tveggja stunda svefn, var komið slíkt steypiregn, að hún hafði aldrei fyr séð. Það gerði hana svo sinnulausa, að hún tók ekki eftir hinum brúna þjóni, sem kom inn til að færa henni te og sætabrauð. Ósjálfrátt hrökk hún við, en það var nóg til að auka á þá óbeit sem þjónnin hafði á henni. Bollarnir glömmruðu er hann setti bakkan á borðið og hann flýtti sér alt hvað hann gat út úr herberg- inu, svo hún gat ekki varist hlátri. “Vesalings heigullinn! Það er eins og hann hafi lært af húsbónda sínum, að hafa óbeit á „ ** mer. Hún horfði út um gluggan, og nú hefði hún eins vel mátt gefa sér heigulsnafnið. Nú var háðssvipurinn af andliti hennar, hún vék höfð- inu til hliðar, eins fljótt og hún gat. Hvers- vegna? Mr. Bordwick kom gangandi yfir gras- sléttuna. Með niðurlútt höfuð, og haldandi báð- um höndum fyrir andlitið, eins og til að verja sig fyrir þessari hötuðu sjón, sat hún þar hreif- ingarlaus. Samt sem áður knúði forvitnin hana til að kíkja út á milli fingranna. Hvaða breyt- ing! Það var gott að hún gat ekki séð sig sjálfa, þessi stolta og hugaða Ruth! Þarna var hann þá aftur, þessi maður, sem hún hataði, í vinnuföt- unum sínum og holdvotur. En hann fyrirvarð sig ekki vitund fyrir það. Vatnið rann niður úr hári hans og skeggi, en það var engin hraði á honum; hann stansaði hvað eftir annað, að tala við þá sem hann mætti af vinnufólkinu sínu. “Já. Þetta er fólk á borð við hann, og sem honum líkar”, hugsaði hún. “Nú mundi hann koma inn og svo færi hann að kvelja hana. Henni hafði liðið all vel um dag- inn, sem hún þakkaði fjarveru hans, og hún þess vegna hafði lyst á að borða, en nú var það búið þegar hann var komin heim. Hún ýtti borðinu með tebakkanum frá sér, og fór að ganga, hljóðlaust, um gólfið. í hvert sinn, er hún hélt að hún heyrði fótatak í for- stofunni, hrökk hún samna í kút. En svo leið og beið, og hann kom ekki. “Annað hvort hefur hann alveg gleymt til- veru minni”, hugsaði hún, og rykkti til höfðinu, “eða hann heidur að honum beri ekki að taka neitt tillit til mín. Eg vil svo hjartanlega vera undanþegin því, að hann sýni mér nokkra kurt- eisi”. Svo gekk hún út úr stofunni til að baða sig og búa sig fyrir kvöldverðinn. Stúlkan sem fylgdi henni til herbergis, kvöldið áður færði henni ljós og er hún, í stað- in fyrir að fara, stóð í dyrunum, leit svo út að hún ætti að vera herbergisþjónusta hennar. Þeg- ar Ruth fór að prófa hana, kom í ljós, að hún var svo óvön því sem mest mátti vera, og er hún varð svo feimin og óframfærin við að sjá hinn ó- þýða svip frúarinnar, þá var eins og hennar litlu og nettu fingur yrðu stirðir og skjálfandi, er hún snerti húsmóður sína. “Hverslags klaufi er þessi stúlka”, hugsaði Ruth, “og hvað hún er hrædd. Hræðileg hlýtur sú meðferð að vera, sem þjónustufólkið hér í húsinu á við að búa. Ætla hann berji það eins og hunda?” hugsaði hún. Hana hrylti við hugs- uninni, og er hún skömmu seinna varð að fara ofan í borðstofuna, fanst henni eins og hún væri að ganga inn í drekabæli. Þegar hún kom inn í dyrnar og sá hinn vel upplýsta sal og hið prýðilega setta og blómum- skreytta borð, mátti hún skammast sín fyrir hugleysi sitt. Hún leit varla upp er Mr. Bord- wick heilsaði henni, og virtist enn stoltari á svipinn en daginn áður. Hann spurði hana vingjarnlega, hvort henni hefði ekki fundist dagurinn langur, en er hún svaraði einungis með snöggu “Nei, þakk fyrir”, sá hann og fann að sinni hennar var óbreytt, og að hún vildi ekki taka þátt í neinu samtali. Af- For a Good Profitable Poultry Year . . . Be Sure to Start with PIONEER “Bred for Production” CHICKS Approved R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 W. Leg. 17.25 9.10 4.80 W. L. Pul. 35.00 18.00 9.25 W. L. Ckls. 4.00 2.50 1.50 16.75 8.85 4.70 N. Hamps. 18.25 9.60 5.05 30.00 15.50 8.00 N. H. Pul. 33.00 17.00 8.75 B. Rocks 18.25 9.60 5.05 B. R. Pul. 33.00 17.00 8.75 R. I. Reds 18.25 9.60 5.05 R.I.R. Pul. 33.00 17.00 8.75 11.00. 6.00 3.25 Hvy Breed Ckls (our choice) Pullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed ORDER NOW Cash with order or a small deposit will assure deliverv of these dependable Pioneer profit makers when you want them. The earlier you order, the earlier you start — the earlier you will havc eggs for sale at best prices. P I O N E E R H AT C H E R Y 416 H Corydon Ave., Winnipeg Producers of High Quality Chicks since 1910 leiðingin var, að hann sagði ekki meira, og máltíðin gekk svo hljótt fyrir sig eins og daginn áður. Ef honum fanst þetta óviðfeldið, þá lét hann ekki sjá nein slík merki á sér; en hún fór að hreifa sig óþolinmóðlega fram og til baka á stólnum. Henni var í huga að spyrja hann einna eða tveggja spurninga, en því lengur sem þögnin varaði, þeim mun erviðara varð henni að rjúfa þögnina. Máltíðin var að verða búin, og hann var rétt í þann veginn að standa upp frá borðinu, er hún herti upp huga sinn og sagði: “Viltu gera svo vel og skipa stúlkunni að vekja mig í fyrramálið á réttum tíma? Það get- ur skeð að eg sofi mig uppi og verði ekki til- búin að koma til morgunverðarins.” “Það gerði ekkert til” .svaraði hann. Hún leit tortryggnis augum á hann og roðn- aði. “Eg vildi heldur”, sagði hún í lágum róm. “Eg hef lofað að fylgja hússins reglum, og eg vil iþá helst gera það í þessu sem öðru.” “Ágætt. Eins og þér sýnist.” Hún gekk tvö skref að dyrunum, en stansaði allt í einu. “Eg er eins og dauður hlutur meðal þessa fólks”, sagði hún rólega, “og eg finn að eg þarf að læra málið.” “Já, hver skollinn! Það var þó ekki svo van- hugsað af henni" - - mátti lesa í andliti hans. Hún sá það og skildi, og hnyklaði brýrnar, en sagði: “Kanske þú viljir gera svo vel að gefa mér nafn og áletrun einhvers bóksala, sem gæti útvegað mér kennslubækur í málinu?” “Það get eg sjálfur útvegað þér”, sagði hann, “viltu bíða við eitt eða tvö augnablik!” Svo gekk hann yfir að bakveggnum og þar út um dyr. “Hérna”, sagði hann er hann kom til baka, “hér er malaysisk og ensk málfræði, og hér er orðabók, og auðveldar lesbækur. Framburður- inn er auðveldur og setningarnar stuttar. Ef þér verður eitthvað ervitt, þá er eg reiðubúinn að hjálpa þér með að komast fram úr því og skilja það. Eg held mig í skrifstofunni minni á kvöld- in. Það er svalasti staðurinn í húsinu, og skyldir þú þurfa hjálpar, þá-----” “Þakk fyrir”, sagði hún í flýti, “eg vil held- ur fara inn í salinn!” Hún tók bækurnar og gekk framhjá hon- um, með óskup lítilli höfuðbeygingu. Þegar hún kom út í dyrnar, mundi hún, að hún hafði enn nokkuð á huganum, og þar sem hún gat nú talað nokkurnveginn við, óVættina, þá áræddi hún það. “Mér þykir undarlegt að það er ekki hægt að læsa neinni hurð í húsinu”, sagði hún hik- andi. “Læsa!” endurtók hann, sjáanlega án þess að vita hvað hún meinti. “Já, að minstakosti hurðunum sem eru í svefnherberginu mínu.” “Ó, þú ert hræddum að það verði brotist inn til þín?” Það var auðheyrt á málróm hans, að hann hafði gaman af þessari ímyndun henn- ar- “Vertu bara óhrædd, það er engin hætta á því. Jú, smá gripdeildir koma fyrir. Innfædda fólkinu þykir gaman að skreyta sig, og þegar það sér nýtt skreytingarmeðal, þá getur velskeð að einhver verði fingralangur í það, ef tækifæri býðst. En það er óþarfi að freista þeirra með því. En um þjófnaði og innbrot heyrist sjaldan í bæjunum, en aldrei út á landinu!” Hún leit niður fyrir sig, svo hann sæi ekki reiðiglampann í augum sér, opnaði hurðina í hasti og skelti henni á eftir sér. “Þessi hræðilega manneskja!” hvæsti hún og þrýsti báðum höndunum að andliti sér, sem voru bæði rauðar og heitar, “hann vissi hvað eg meinti!”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.