Heimskringla - 02.03.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.03.1949, Blaðsíða 1
TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. MARZ, 1949 NÚMER 22. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Sendiherrahjónin kvödd Thor Thors sendiherra og frú Thors lögðu af stað flugleiðis til Washington s. 1. föstudagsmorg- un. Höfðu þau þá dvalið hér nyrðra um viku skeið og sendi- herrann haldið fleiri ræður, en dagarnir voru sem hann stóð hér við. Verður gestum þjóðræknis- þingsins koma hans hingað minn- isstæð fyrir hinar mörgu góðu og fróðlegu ræður hans og ágæta viðkynningu þeirra hjóna. Ræð- ur Thor Thors settu svip á þjóð- ræknisþingið. f viðurkenningar- skyni fyrir komuna bauð f>jóð- ræknisfélagið sendiherranhjón- unum til veglegrar veizlu á Alex- andra-hóteli kvöldið áður en þau fóru suður. Með því að þetta var fyrsta koma Thor Thors hingað, sem sendiherra íslands í Canada, þótti viðeigandi að bjóða enskum málsmetandi mönnum í samsæt- ið, svo sem fylkisstjóra McWil- liams, Mr. Campbell forsætisráð- herra, Mr. Coulter borgarstjóra, Dr. Gillson háskólastjóra og Dy- sart dómara og frúm þeirra. Sam- sætið sátu á annað hundrað manns. Séra Philip M. Pétursson, for- seti Þjóðræknisfélagsins, var veizlustjóri. Að máltíð lokinni, fóru gestirnir við háborðið að iáta til sín heyra, fyrst fylkis- stjóri, þá forsætisráðherra og há- skólaforseti og síðan íslenzku ræðuskörungarnir, séra V. J. Ey- lands, dr. R. Beck, Dr. P. H. T. Thorlákson, Einar P. Jónsson ritstjóri (flutti Thor Thors kvæði á íslenzku) og þá Thor Thors sendiherra. Dr. Rúnólf- ur Marteinsson flutti og bæn í byrjun samkvæmisins. Eins og vita mátti, sagðist öllum ræðu- mönnum vel, og hlýhugur hinna ensku sambýlinga í garð vor fs- lendinga, var hinn sami og fyr og sem við erum ávalt þakklátir fyrir. Að öðru leyti fór hér þó sem fyr, að ræða Thor Thors mun glegstum svip bregða upp í hugum samsætis gesta og eigi síður hinna enskumælandi vina, en annara. Ummæli sendiherr- ans um að Canada og fsland hefðu mjög greitt atkvæði á einn veg á þingi Sameinuðu þjóðanna í haust í París, er Thors var staddur á, og að það benti til þess, að hugsjónalega ættu þess- ar þjóðir eflaust mikið meira sameiginlegt, en menn yfirleitt dreymdi um, duldist ensku gest- unum ekki, að þeir væru ekki einungis að hlýða á góðan full- trúa frá ísl., heldur einnig víð- eýnan og sannan mannvin! Þessi ræða Thor Thors hafði sömu á- hrif á enskumælandi gestina og segja má að ræður hans á þjóð- ræknisþinginu hefðu á íslend- inga. Dr. P. H. T. Thorlakson skýrði frá í ræðu sinni, að Thor Thors sendiherra hefði skráð sig á stofnskrá háskólastólsins. Séra Philip M. Pétursson endurkosinn forseti Þjóðræknis- * félagsins nefndar kosningar. Hlutu þessir embættin: Séra Philip M. Pétursson var endurkosinn forseti í einu hljóði. Próf. Tryggvi Oleson vara- forseti. Jón J. Bíldfell, ritari. Frú Ingibjörg Jónsson, vara- ritari. Grettir Jóhannsson konsúll, féhirðir. Árni G. Eggertson, K.C., vara- féhirðir. Guðmann Levy, fjármálaritari. Grettir Eggertson, vara-f.m.r. Ólafur Pétursson, skjalavörð- ur. Yfirskoðunarmenn reikninga voru að kosningu embættistnanna lokinni kosnir Steindór Jakobs- son kaupmaður og Jóhann Th. Beck forstjóri. Sæmdur Guttormur J. Guttormsson skáld, sem áður hafði verið sæmd- ur stórriddarakrossi Fálkaorð- unnar, var s. 1. miðvikudag á lokahátíð Þjóðræknisfélagsins afhent stjarna nefndrar orðu frá stjórn íslands. — Thor Thors sendiherra afhenti skáldinu orð- una. Hann sagði heiðurinn sýnd- an Guttormi á 70 ára afmæli hans. Koma frú Roosevelt Frú Franklin D. Roosevelt er til Winnipeg kom um síðustu helgi Og fyrirlestur flutti í Win- nipeg Auditorium s. 1. mánudags- kvöld, var tekið hér með kostum og kynjum, eins og vel sæmdi. Á erindi hennar hlýddu um 5,000 manns og varð þó fjöldi frá að hverfa, er ekki komst inn. Fyrir- lestur hennar var um störf Sam- einuðu þjóðanna. Kvað hún margt ganga þar stirt, en hallað- íst þó að þeirri skoðun, að eina vonin um frið, væri að starf Sam- einuðu þjóðanna efldist og nyti sem mests styrks frá almenningi. Af Manitoba háskóla var frú Roosevelt sæmd með því, að gera hana að heiðursdoktor í lögum. hefir ekki unnist til að geta alls, sem fyrir hefir komið. En í raun og veru má samkoman þjóðrækn- isstarf einnig heita, úr því alt er farið að kalla því nafni, þó ekki fari fram á íslenzku máli. Sjötti liður dagskrár samkomunnar var allur á íslenzku, eða f jórir söngv- ar, þó mikið væri enskt. En hvað sem um það er, var samkoman góð og vel rómuð sem slík. Lög kirkjukórsins voru mörg fögur og fóru vel. Og vissulega voru píanó-spil Miss Thóru Ásgeirs- son og fíóliín spil Pálma Pálma- sonar í þeim flokki hljómleika, er af betra tæi má hvar sem er telja. Frú Elma Gíslason hreif og gesti með sínum ágæta ein- söng, ef til vill betur en nokkur annar. Mr. P. G. Hawkins á og þakkir skilið fyrir sitt vel valda og fagra orgelspil. í byrjun samkomunnar skýrðu þeir John H. Oddstad, safnaðar- forseti og séra Philip M. Péturs- son frá að arður af hljómleiknum gengi til þess að greiða kostnað við viðgerð á orgeli kirkjunnar. Þeir sem fyrir samkomunni gengust, slógu því tvær flugur í einu höggi; þeir unnu að góðu málefni og veittu fslendingum kost á ágætri skemtun. Gunnar Erlendsson stjórnaði kórsöngnum, en undirspil önnuð- ust frú S. B. Stefánsson, ungfrú Ruth Gordon og P. G. Hawkins. Þingræður á hljómplötum Manitoba þing hefir aldrei gefið út prentuð þingtíðindi- Það gerir það að vísu ekki ennþá. Á þessu ári var þó byrjað á að taka ræður þingmanna á hljóm- plötur. Hefir Hon. W. C. Miller, fylkisritari mest og bezt barist fyrir nýing þessari. Stjórnar stúlka þessu starfi. Situr hún á bak við St. George Stubbs þing- mann og kvartaði hann undan því að fá ekki að horfa á stúlk- una, sem kvað líta vel út, eins og aðrir þingmanna. En hvað sem því líður, hefir þýðing hins nýja áhalds nú þegar komið í ljós. Mr. Miller véfengdi ræðu, sem Ed- mund Prefontaine hélt nýlega. Var þá farið að rannsaka hvað Prefontine hefði sagt og sagði hljómplatan frá því öllu. Kom þá í ljós, að ásökun Millers var ekki rétt. Bað hann þá fyrirgefn- ingar og sagðist ekki ætla að verða fyrstur til að véfengja hljómplöturnar eða áhaldið, sem hann mætti heita höfundur að, þó svo hefði farið, að það hefði fyrst komið sér í koll. C.N.R. tekjuhalli 31 miljón Flutningarráð Canada, sem hefir verið að íhuga málið um hækkun flutningsgjalds með járnbrautum, er ekki frá því að hækkunar sé þörf fyrir C N R þjóðbrautakerfið. Tekjuhalli fé- lagsins á árinu 1948, nam 31 milj. dölum. ALMANAKIÐ 1949 Frá því að samsætið var sett og þar til að máltíð var lokið, spil- aði Pálmi Pálmason íslenzk lög á fiðlu sína, undur þýtt og gest- um til ununar. — Ennfremur skemti frú Rósa H. Vernon tvis- var mjög vel með einsöng. Að lokum gengu samsætisgest- ir í röð fyrir háborðið og kvöddu sendiherrahjónin með handa- bandi. Stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins 1949 Á þriðja degi þjóðræknis- þingsins fóru fram stjórnar- Dr. Helgi Péturss dáinn Morgunblaðið í Reykjavík frá 5. febrúar er Hkr. barst í dag, flytur æfiminningu dr. phil. Helga Péturss, en hann lézt 28. janúar. Verður æfiminning þessa merka manns að bíðá næsta blaðs. Yel rómuð söngskemtun Það hefir láðst að geta söng- samkomu þeirrar, er kór Sam- bandskirkjunnar hélt 14. febrúar. Þjóðræknismálin hafa orðið öllu sterkari um tíma og heimsóknir góðra gesta eins og Vilhjálms Stefánsssonar rétt áður, svo tími Almanak Thorgeirson Comp- any fyrir nýbyrjað ár, er komið út. Auk tímatalsins, sem ávalt er gaman að grúska í og leita fornra tyllidga (eins og ð í gær var t. d. sprengikvöld en í dag öskudag- ur og hálf önnur vika af góu), er margt skemtilegra greina. Þar skrifar ritstjórinn (Dr. R. Beck) um Magnús skáld Markússon, Sveinn Árnason um ferð sína frá Vopnafirði til Winnipeg (úr dagbók hans frá 1889); séra Sig. Ólafsson um Pál Jónsson á Kjarna í Nýja-íslandi, en hann varð 100 ára gamall 20. ág. 1948. Tvö kvæði frá Árna G. Eylands; Nýir heiðursféiagar í Þjóðræknisfélaginu Dr. P. H. T. Thorlakson Á lokasamkomu Þjóðræknisfé- lagsins s. 1. miðvikudagskvöld í Fyrstu lút. kirkju/voru þrír nýir heiðursfélagar kosnir. Voru þeir Dr. P. H. T. Thorlakson, Win- nipeg, Guðmundur Grímsson dómari í Rugby, N. D., og séra Guðmundur Grímsson dómari Friðrik Hallgrímsson, fyrver- andi dómprófastur í Reykjavík, íslandi. Eiga þessir ágætu ís- lendingar þann heiður skilið, sem Þjóðræknisfélagið sýnir þeim með þessu í nafni íslenzka mannfélagsins vestan hafs. Þeir Séra Friðrik Hallgrimsson hafa hver í sínum verkahring verið frömuðir í störfum sínum og framkomu allri og njóta jafnt virðingar fyrir það hjá ensku- mælandi sambýlingum sínum, sem fslendingum. Heimskringla óskar þeim til heilla með heiður- inn. Háskólafréttir um kenslustól í íslenzku Naumast hafði yfirlýsing for- seta og háskólaráðsins um stofn- un kenslustóls í íslenzku og ís- lenzkum bókmentum við Mani- tobaháskólann fyr borist al- menningi til eyrna, en dagblöð Winnipegborgar flyttu eina rit- stjórnargreinina annari fegurri, um menningargildi þessarar fyr- irhuguðu norrænudeildar og framtak Vestur-íslendinga þar að lútandi. í dagblaðinu Winnipeg Even- ing Tribune, birtist sú hin hlý- yrta og drengilega ritstjórnar- grein, sem hér fer á eftir, og sam- séra Sig. S. Christopherson skrif- ar um Oddnýju ljósmóðir Mag- núsdóttir, konu Eiríks Bjarna- sonar, Austur-Skeftfellings, er í Þingvallabygð námu land 1888; séra Sig. Ólafsson skrifar um Ólaf G. Nordal og Margréti konu hans, frumbyggja í Selkirk. Þá skrifar G. J. Oleson um séra Sig- urð Ólafsson. Sönn saga úr þreskingu frá landnámsárum er grein eftir Eyjólf S. Guðmunds- son. Loks er mjög fróðleg grein um “Kolbeinsey”; skrifar hana Bergur J. Hornfjörð hinn sögu- fróðasti maður. Síðan eru Helztu viðburðir vestan hafs, hið ágæt- asta fregnsafn, mannalát o. fl. Almanakið er prýðilegt útlits og alt eða mikið af innihaldi þess frá ári til árs gullvægt að fróðleik. BRÉF FRÁ FOAM LAKE Mr. Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu. Kæri herra: Viltu gjöra svo vel að birta í blaði þínu þessa smá-grein Eg hef fylgst með því sem skrifað hefir verið um erviðar kringum- stæður Betels nú á yfirstand- andi tímum og er leitt að vita til þess að svo skildi fara sem þó mest megnis stafar frá vöntun á fullkomnum skilningi fólksins, sem áður styrkti elliheimilið með góðvilja og gjöfum svo að hagur þess stóð í blóma eins og þyrfti altaf að vera ef það á að Pfeta staðist kostnað rekstursins. En eins og allir vita sem fylgst hafa með þessu máli, þá lagði Betelnefndin fram fé til hjálpar Frh. á 2. bls. in er af aðalritstjóra blaðsins Mr. Carlyle Allison, sem er borinn og barnfæddur í Manitoba, gagn- kunnur fslendingum, og meðal hinan hæfustu blaðamanna yngri kynslóðarinnar vor á með- al: Kenslustóll í ísienzku Útvíkkun á starfi háskólans í Manitoba á vettvangi nýrra menningarlegra rannsókna, hlýt- ur að teljast til mikilla tíðinda meðal fylkisbúa í heild, þó mest- an fögnuð hljóti tilkynningin um stofnun kenslustóls í ís- lenzkri tungu og íslenzkum bók- mentum, að vekja meðal Canad- ískra manna af íslenzkum stofni, sem hér eru búsettir. Til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi yfirlýsingarinnar frá háskólaráð- inu, verður mönnum jafnframt að skiljast, að í Winnipeg sé sam ankominn mannfjöldi af íslenzk- um uppruna, er næst gangi Reykjavík, höfuðstað fslands. Eins og öllum er kunnugt, þá hefir Manitoba fylki, árum sam- an, verið miðstöð íslenzkrar menningar á meginlandi Norður Ameríku, og það hefir verið sagt og viðurkent, að ekkert þjóðar- brot hafi samið sig fljótar að tungu og siðum þessa lands, en synir og dætur fslands; að ekk- ert annað þjóðarbrot hafi, vegna hjúskapartengsla, félagslegra, viðskiptalegra og fræðimann- legra sambanda, samlagast örar Canadískum lifnðarháttum. Það er samt sem áður mikil- vægt, að hin auðugu sérkenni ís- lenzkra bókmenta og menningar, séu ekki einungis varðveitt, held- ur verði landnám þeirra stækkað með námi og rannsókn- um á slíkan hátt og gera má ráð fyrir að hin nýja deild í íslenzku við Manitoba háskólann gefi kost á. Þessi háskóli verður sá fyrsti í Canada til að stofna slík- an kenslustól, en nú þegar eru starfandi 45 slíkar deildir við há- skóla í Evrópu og Bandaríkjun- um. Almenningur stendur í djúpri þakkarskuld við forustumenn ís- lenzka mannfélagsins í Mani- toba fyrir að koma þessu máli í framkvæmd, sem verið hefir á döfinni í síðastliðin tíu ár, eða jafnvel lengur. Manitobabúar, fæddir á fslandi eða af íslenzk- um uppruna, hafa þegar safnað $135,000.00, og eru vongóðir um að sjóðurinn komist upp í $200,- 000 til fulltryggingar starf- rækslu íslenzku deildarinnar við háskólann í framtíð allri. Stofnendur kenslustólsins ala þá von í brjósti, að íslenzkur al- menningur leggi greiðlega fram það fé, sem enn vantar. Þótt op- inberlega hafi enn eigi verið til hans leitað. Öllum tillögum frá íslendingum verður veitt þakk- samlega viðtaka. Forustumenn hins Canadíska þjóðlífs hafa fyrir löngu lokið lofsorði á menningu fslands og sona þess og dætra, er komið hafa til þessa lands. Árið 1877 fórust þáverandi landstjóra, Dufferin lávarði þannig orð við íslenzka ný- byggja á Gimli: “Eg vona, að þér um alla ókomna tíð, verndið og varðveitið hinar sálrænu bók- mentir þjóðar yðar og kynslóð eftir kynslóð haldi niðjar yðar áfram að læra það af fornsögum yðar, að iðjusemi, dugnaður og hugprýði, þrautsegja og óbilandi þolgæði, hafi á öllum tímum ver- ið einkenni hinnar göfugu ís- lenzku þjóðar.” Mörgum árum seinna sagði Tweedsmuir lávarð- ur, einnig landstjóri í Canada: “Að íslenzkar bókmentir væru þær göfugustu, er mannsandinn hefði fremleitt”, og um fslend- inga sögurnar féllu honum þann- ig orð, að þær væru “meðal stór- verka mannkynsins.” Það skal metið og þakkað, að fyrir atbeina forustumanna ís- lenzka mannfélagsins í Mani- toba, munu þessar vonir rætast og þessi orð ríkulega sannast um mörg ókomin ár við Manitoba-há- skólann. Til frekari skýringar skal þess getið að háskóinn á þegar stærsta safn íslenzkra bóka í Canada, — 4,500 bindi. Þetta auðuga safn mun stækka jafnt og þétt vegna ákvörðunar íslenzku ríkisstjórn- innar 1939 um það, að gefa há- skólasafninu eintak af hverri bók, er frá þeim tíma yrði prent- uð á íslandi. Háskólinn verður þess nú umkominn, að veita fræðslu í íslenzkum bókmentum og inna af hendi rannsóknir í samanburðar málfræði í sam- bandi við forn- og miðalda ensku. germanskar og skandinaviskar bókmentir. —“Winnipeg Evening Tribune, 20. febrúar, 1949

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.