Heimskringla - 11.01.1950, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
Hcimskringk
(Stofnuð ÍSM)
Keuroi út á hverjum miðvikudegí.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verfl oiaflsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirtram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll vlflskiftabréf biaðlnu aðlútandi sendist:
The Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Útanáakrift tll rítstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnxpeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Autborized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 11. JANÚAR 1950
Liberalstefnan óvirk og óalandi
1.
Aldrei líta menn eins í kringum sig og athuga hvað er að
gerast eins og við áraskifti. Að það sé geft um þessi áramót, lætur
að líkum, svo margt, sem nú bendir til að öðruvísi sé að fara en til
er ætlast. Fyrir bændavörur Canada, er nú markaður, svo takmark-
aður, að til mikilla vandræða horfir. Ennfremur eru nú þær illu
fréttir út flognar, að atvinnuleysi sé að halda innreið sína í landinu.
Bændur og verkamenn vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér, sem
ekki er von. Þeir hafa ekki til þess unnið, að horfast nú í augu við
krepputíma. Þeir gerðu sitt bezta, þegar þjóðin þurfti mest á aðstoð
þeirra að halda í baráttu við erlend öfl. Nú þegar því er loki», er
framleiðsla bænda og vinna verkamanna einskis nýt. Nú fer það að
verða eins og að bjóða hundi heila köku, að koma með egg, smjör,
svínakjöt, hveiti eða hvaða bunaðar-afurðir sem eru, a markaðinn,
eða að fá atvinnu, sem lífvænleg er, jafnvel þó xim andlega vinnu
sé ekki að ræða, sem presta, kennara eða ritstjóra, eða neitt sem að
sáluhjálp mannkynsins lýtur og lítils er virt á mælisnúru heimsins
barna. Það virðast fara í hönd tímar sem upp á Ktið hafa að bjóða
annað en að moka skít fyrir ekki neitt!
2.
Liberalstórnin hefir ávalt haldið fram að hún ein væri pólitísk-
ur græðari sára lands og þjóðar. Stjorn annara flokka gaeti ekki til
mála komið. En hvernig stendur þá á, að nú er svo illa komið? Hún
mun segja, að heimsástandinu sé um að kenna. En heimsástandið
er henni að kenna alveg eins mikið og öðrum þjóðum. Og jafnve!
þó svo væri ekki, átti hún að sjá betur fyrir, ef stefna hennar hefði
verið nokkuð annað en fálm út í loftið, frá upphafi vega. Sézt það
bezt á því nú, þegar markaður eða erlend viðskifti eru að þrotum
komin, að þjóðin hefir ekkí nokkurn iðnað undirbúinn að víkja að.
Einhæfni í framleiðslu, eða athafnaþroski þjóðarinnar, hefir verið
sá herfilegasti, og er nú að koma þjóðirvni í koll.
3.
Canada er eflaust einstakast allra landa í heimi, að því leyti,
að auðuppsprettur þess eru svo miklar, að engin þjóð á, í hlutfalli
við fólksf jölda, úr öðru eins að moða. En samt er landið framfaralitio
og þegar eitthvað bjátar á úti í heimi, rekur í vörður með bjarg-
ráðin. H. G. Wells sagði að stjómmálamenn reyndust oft vegna
fyrirhyggjuleysis hættulegir heimskingar. Þetta sannast betur á
liberalstjórn Canada, en nokkurri annari stjórn sem maður þekkir.
Lítum á stefnuskrá hennar þessu til sönnunar.
4.
Fyrsta boðorð liberal stjórnar í þessu landi, hefir verið frjáls
verzlun við önnur lönd og aðrar þjóðir. Þetta hefir eflaust aflað
henni mikið fylgi íslendinga, sem eftir einokunarverzluninni
mundu heima, eða hafa um hana lesið. Að hinu hefir síður verið
gáð af þeim sem öðrum, að nú er framleiðsla svo ör orðin og auð-
veld, að af frjálsri verzlun getur nú stafað eins mikið ílt og af
einokunarverzlun, ef ekki er betur fyrir séð. Til þess að geta orðið
nokkuð úr frjálsri verzlun, þarf þjóðin, sem hana leggur til grund-
vallar, að geta kept með framleiðslu sína á hvaða markaði sem er
úti um heim við allar þjóðir veraldar. En það getur Canada alls
ekki. Það getur ekki framleitt eins ódýrt smjör og Ný-Sjálendingar
eða Ástralingar, sem lítið eða ekkert þurfa að hafa kýr sínar á gjöf,
eða ekki nema A—6 vikur í stað 7—8 mánaða hér svo eitt dæmi
sé tekið. Liberalar reyndu í þessu efni frjálsan markað fyrir
nokkrum árum og Canada fyltist af Eyjaálfu smjöri á mánuði svo
að nægði til heils ár. Hér var smjör ekki keypt af Canada, heldur
af andfætingum okkar. Bannaði liberalstjórnin um hæl innflutn-
ing smjörsins aftur, og gat þó ekki gert það nógu skjótt til að
fyrra þjóð þessa lands miklu tjóai.
5.
Þetta eina dæmi gæti nægt. En nú eru menn að reka sig á
þetta sama hér, hvað ósamkepnisfært Canada er í frjálsri verzlun í
öllum greinum. Eyja-álfan getur ekki einungis framleitt ódýrara
smjör og mjólkurvörur, en Canada; Argentína framleiðir einnig
ódýrara hveiti og kornvöru og Evrópa ódýrara svínakjöt og aðrar
bænda afurðir. Það er þessa vegna, sem horfir hér eins háskalega
og nú gerir með sölu bændaafurða. Og samt er hrópað um frjálsa
verzlun hér, í landi, sem líklegast er allra landa í heimi ómögulegast
til að keppa við aðrar þjóðir. Þegar hér er kominn hraðiðnaður á
borð við það sem er í Bandaríkjunum, er ekki óhugsanlegt, að hægt
væri að keppa um verzlun heimsins, en hann á hér ekki uppreisnar-
von meðan liberalar eru við völd.
Það er ekki víst hvort telja skal það liberalstefnunni til last,
eða núverandi forvígismönnum hennar, einræðið, sem nú lýsir sér í
fari hennar. Vér sáum nýlega í einu af merkari viku-ritum þessa
lands myndimar af Lúðvík fjórtánda og St. Laurent forsætisráð-
herra birtar saman og athygli beint að hinum sögulegu orðum hins
fyrnefnda: “Ríkið það er eg sjálfur” og svo að orðum hins síðar-
nefnda: “Ráðuneytið er yfir lögin hafið! Sé þar um sanna mynd af
liberalstefnunni að ræða, virðist mesti frelsis gljáinn vera horfinn
af henni, hafi hann annars nokkur verið.
WINNIPEG, 11. JANÚAR 1950
Á VIÐ OG DREIF
Jóla leikföngin
Við athugun á leikföngum
barna, sem til boða voru — og
sem eru ef til vill það eina, sem
eðlilegt er nú eftir við nú tíðar
jólahald — kom í ljós að mikið
af þeim var frá Þýzkalandi.
— Þetta duldist ekki. — Þau
' voru með þeim brag, er þýzka
þjóðin er heimi kunn fyrir, en
það er að gera þau feguri en
nokkur önnur þjóð. Það er ólík-
legt, að þýzku þjóðinni hafi í
hug búið að hún væri með þessu
að gleðja börn víðsvegar um
heim, en eiga sjálf og börn henn-
ar við alt annað en bjarta daga að
búa. En raunin er sú, að hún hef-
ir þetta gert.
Leikföng eru að vísu gerð eins
og alt annað til þess að selja þau.
En hvaðan kemur þjóðinni þessi
tækni, að gera þau bæði smekk-
legri og betri en allir aðrir. Það
geta allir selt leikföng. En það
eru ekki allir, sem geta búið þau
til, eða uppgötvað hvernig þau
eigi að vera til þess að líta út eins
og list krefur. í því er hin mikla
áminsta þjóð fáum þjóðum lík.
Að minnast á hlut, sem brot-
in og bramlaður liggur á gólfinu
eftir jólin, og sem börnunum
stendur á sama um, getur þótt ó-
þarft. En leikföngin eru einnig
fyrir fullorðna og ef til vill
fremur en börnin. Börnin eiga
enn sína drauma en fullorðnir
ekki. Með leikföngunum birtast
fullorðnum æskudraumar sínir á
ný. Það er eitt það raunveruleg-
asta við jólin.
(Eftir Bruce Hutchison. Stytt)
ast gaman af því nema eg sjálfur.
Lengi lifi Heimskringla.
Þinn, með vinsemd,
Friðrik Nordal
B R É F
BRÉF
Leslie, Sask.,
Kæri ritstjóri Hkr.:
Hér með sendi eg yður 6 dali
fyrir Hkr. Eg hefði átt að vera
búinn að því fyr, en betra er seint
en aldrei.
Mér var að detta í hug að
senda nokkrar fréttalínur héðan
úr bygð, því það ber valla við,
að það heyrist neitt héðan nokk-
urn tíma.
Það eru nokkrir íslendingar
hér, í svo kallaðri Hólabyggð,
það er eins og 10 mílur suð-vest-
ur af Leslie. Það var þar sem eg
og mínir foreldrar fluttu 1906.
En nú er mest af því fólki sem
hingað flutti annað hvort dáið
eða flutt í burtu, samt er margt
af unga fólkinu tekið við búun-
um og farnast því vel.
Jæja, þá er að segja frá tíðar-
fari, síðast liðið ár. Síðastliðinn
vetur var með afbrigðum góður,
heldur mildur og lítill snjór,
vorið kom snemma og var mjög
þurt, svo það var gott að vinna
við sáningu.
Við fengum mikla rigninu —
þegar hún kom, helst til of mikla.
Hún drekti mestu á lálendinu,
og þjappaði svo saman jörðinni,
að hveitið hafði ekki eins gott
tækifæri að vaxa, svo illgresið
varð á undan hveitinu. Uppsker-
an varð því heldur lélegri.
Samt má eg með sanni segja,
að löndum líður hér vel. Flestir
eiga sín lönd skuld laus, og þótt
að komi kreppu ár þá þurfa þeir
ekki að kvíða að þeir hafi ekki
nóg til að lifa af.
Það er betra, en þegar kreppan
kom um árið, því nú eiga bændur
allt sem þeir hafa á milli hand-
anna.
Að endingu ætla eg að biðja
“kringlu” fyrir skilaboð til vina
minna í Selkirk og Gimli. Eg
sendi þeim mínar hjartans óskir,
um gleðilegt og farsælt ár 1950.
Veri Guð með ykkur öllum.
Kæra Heimskringla, mín ein-
læg ósk er að þú megir lifa sem
lengst, okkur gömlu mönnunum,
brygði við ef þú skildir deyja.
Mér líkar vel að þið tókuð
þann kost að hafa blaðið bara ein
falt aðra hvora viku. Það er al-
veg eins og það á að vera, að
sníða sér stakk eftir vexti.
Jæja, þá er víst bezt að hætta
þessu rausi. Enginn hefir líkleg-
Hr. ritstj. Hkr.:
Fyrst að dagsannirnar mínar
eru nú ekki orðnar aðrar en þær,
að sitja hérna á rúmdkákinni
minni og núa lófunum um hnjá-
kolla mína að gamalla manna sið,
dalt mér í hug núna hérna á þótt-
unni þar sem eg sit og ræ, að
senda þér fylgifiskana mína
gömlu, hugann og munann, til
þín með innilegt þakklæti fyrir
svo fjölmargt og fræðandi, sem
eg hef lesið í Heimskringlu á
þinni ritstjórnartíð við það blað.
Samt meina eg ekki, ritstjóri góð-
ur, að segja að allur sá málþráður
sé spunninn eða unninn úr þínu
eigin þankaþeli, nema þá bara
svona að einhverjum hlutföllum
við suma þá sem rita í blaðið.
Svo eru nú mörg þessi orð mín
Stefán minn, hver sem verður til
að helga þau því ekki get eg ætl-
ast til þess, að þú gerir það þarna
frá prédikunarstólnum þánum.
Núna þegar blessuð jólahátíð-
ni er að boða okkur komu sína í
tímanum, vil eg, gamalmennið,
hjartanlega þakka nokkrum þeim
sem núna nýlega hafa birt í
Heimskringlu bæði í bundnu og
óbundnu máli, þær fegurstu, og
eg vil segja kristilegustu hugs-
anir sem þeir eiga til í hugskoti
sínu. Þessum mönnum hef eg
orðið svo heppinn að kynnast á
snildarvegi brags og ræðu, hér í
borginni Winnipeg.
Fyrst hnígur þá umtal mitt að
skáldinu og smiðnum Hirti
Brandssyni hér í borginni. Fyrir
nokkrum árum bað núverandi rit-
stjóri Heimskringlu Hjört að
yrkja fyrir sig fallega jólavásu
til að birta í þá næstkomandi
jólablaði. Hjörtur varð fljótt við
4>essari bón ritstjórons og orti þá
þessa snildarfögru frumhendu,
sem er að mínum dómi ekta gull
að hugsun, orðsnild og rími, fyrir
það háleita efni sem hún er ort
um, jólaboðskapinn. Og af því
vísan er mér í jafn fersku minni
nú eins og hún varð þá fyrst eftir
að eg las hana, leyfi eg mér að
birta hana hér. Hún er svona:
Storðar freða starir á
stjarnan, jólabjarta,
skærsti gleði geilsi frá,
guðhdóms sólar hjarta.”
Fljótt skoðað gætu þeir sem
lesa fyrstu vísuhendinguna,
þessi orð: Storðar freða starir á,
skilið þau svo að skáldið meinti
að stjarna stari á ís og snjó,
þann sem jafnaðarlega er fallinn
á jörð á þeim tíma ársins. Storð-
arfreðinn sem jólastjarnan starir
á, er hinn heiðni trúarfreði í
hjörtum okkar mannanna, sem
Kristur var sendur til að þýða og
lækna. Vel sagt Hjörtur minn.
Næst mæti eg skáldinu Jóni
Jónatanssyni á Ross stræti hér i
borginni Winnipeg. Jón gengur
sem leið hans lá. Þetta var að
haustlagi við útfall dags. Snjó
föl á jörð og dálítið kveldkul íj
limfextu tré sem stóð þar við
gangstéttina sat snjótitlingur,'
sem var að syngja um ýms atvikj
úr æfisögu sinni. Þessi litli
fjaðrahnoðri lét kveldandvarann'
bera óminn af rödd sinni í eyru'
skáldsins, svo það gæti ef þaðj
vildi fengið sér yrkisefni úr því
sem það heyrði þarna á gang-
stéttinni. Kvæðið sem Jón yrkir
um þennan litla fugl er prýði-
lega ort, hann lætur ekki þessa
smáu skepnu kvíða komu vetrar-
ins. Eða því, þó héli væng og
köld verði sængin, heldur lætur
hann þennan smælingja lifa í
voninni um það að fá að sjá næsta
vor og sumar, með sínum sól-
skinsdögum, vini sína og leik-
systkin, blómabrekkur og berja-
runna, læki og lindir og yfir höf-
uð alt sem hann hefir unnað á
liðnum árum. Kæra þökk frá
mér, Jón minn.
Næst mæti eg Páli S. Pálssyni
*6G/S
T6/?e0
,'>•9 -V,
°ncoi
</v*r
Þetta NÝJA Ger
VINNUR HRATT! - HELDUR FERSKLEIKA
Þarfnast engrar kælingar
Nú getið þér bakað f flýti án fersks gers. Takið pakka af Fleischmann’s
Royal Fast Rising Dry Yeast af búrhillunni og notið það á sama hátt og
köku af fersku geri Þetta er alt sem þarf að gera: — (1) í ofur smáum
skamt af hálfvolgu vatni hrærið vel eina teskeið af sykri á móti einu umslagi
af geri. (2) Stökkvið yfir það þurru geri. Látið standa 1 10 mínútur. ,
(3) Hra’rið svo vel i þvf. (Vatnið sem notað er ( þetta ger, er partur af
leginum sem forskriftin segir fyrir um). Þér fáið sömu fljótu hefinguna.
Notið það svo í næstu bakninga brauðs eða brauðsnúða.
Þér munuð aldrei framar kvíða þvf að halda ferska gerinu frá skemdum.
Fáið yður mánaðar forða af Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast.
Pantið það frá kaupmanninum yðar, í dag..
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast
skáldi, með blómsveig í höndun-
um, ofinn úr því bezta stuðla-
máli, sem skáldið á til í huga
sínum. Sveigur er afmælisgjöf
til Kirstínar Þorsteinsdóttur frá
Húsafelli (á sjötugasta afmæli
hennar), 21. september árið 1949.
Kvæðið er snildarvel ort, og vek-
ur eiganda þess til hlýrra end-
urminninga um æskuár sín og1
spor heima í Húsafellsskógi. —
Síðasta versið í kvæðinu er
svona:
Þú manst þessar elfur sem um-
kringdu þig
í æsku um Húsafells skóg.
Þær sendu hver annarí kveðjur
öll kvöld
þegar kyrðina á laufskrúðið dró.
Þú heyrir þær kveðjur frá hjört-
unum nú
sem hlynti þín góðvirka mund.
Hvern morgun, hvern aftan, þær
óma þér hlýtt
í andvöku — og sætasta blund.
Þakka þér fyrir kvæðið þitt,
Páll minn. Fuglakvakið og elfar-
niðinn í Húsafellsskógi.
Gleðilegar hátíðir til ykkar
allra.
Finnbogi Hjálmarsson
Víða verzlar landinn
Það veður ekki annað sagt, en
íslendingar eigi skipti við marg-
ar þjóðir.
Allir vita um aðalviðskipta-
lönd okkar, en í síðustu hag-
skýrslum er hægt að sjá, að við
höfum verzlað beint við ýmis
lönd, sem menn grunar almennt
ekki, að við höfum átt slík skipti
við. Þar á meðal má nefna, auk
landa 1 Evrópu, Uruguay, Vest-
ur-Indíur, Austur-Afríku, —
Egiptaland, Ceylon, Filippseyj-
ar, Indland, Indonesia, Síam og
Ástralía. — Vísir
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin akuld
Sagan af Cesti Oddleifssyni
Landnámsmanni í Haga í Nýja íslandi
Skrifuð af Kr. Ásg, Benediktssyni
Framh.
13. Kapítuli
Gestur sýnir sundfimi sína. Fær
tilsögn í slagsmálalist og gengur
af slagsmáladáta
Þess er áður getið, að talsvert
margir íslendingar bjuggu kring-
um Gest á Hudson Bay flötun-
um. Einn dag í júlímánuði, leið-
ir ísl. drengur fram bát á Rauðá
skamt frá þar sem Gestur og
margir samverkamenn hans voru
að vinna við trjáviðinn. Aðdjúpt
var þar sem piltur setti fram bát-
inn, en áin tók bátinn áður en
pilturinn komst upp í hann. —
Hann hékk utanborðs, á borð-
stokknum. Móðir hans horfði á.
Áin var þá mikið hærri en nú á
dögum. Gufubátur fór norður
ána og suðu hrannir til beggja
hliða frá honum. Hættan var að
bátur piltsins lenti í vestari
• #
hrönnina, og var hann þá á hvolfi
um leið. Konan hrópaði til
manna, og bað þá grátandi að
bjarga drengnum. Sumir héldu
að einn ísl. stráksóviti mætti
drepa sig úr því að hann hefði
ekki á öðru vit. Sumir þögðu og
vantreystu sér í liðveizlu við pilt-
inn. G. snaraði af sér skóm og
fötum, og hljóp í ána. Hann náði
bátnum áður hann bar í hrönnina,
sveiflaðist innbyrðis og kipti
piltinum inn í bátinn, og réri til
lands. Öllum sem á horfðu þótti
þetta mesta snarræði, og fræk-
leiki, sem Gestur sýndi þarna, og
græddi álit allra, sem af vissu.
Um þessar mundir kyntist Gest-
ur skólakennara, sem æft hafði
slagsmálafimi. Hann Gest fýsti
að fá tilsögn í íþrótt þeirri. Kom
þeim vel saman, og kendi kenn-
arinn Gesti í frístundum, og
gekk Gesti það nám vel. Þó henti
hann slys þar við. Eitt sinn var
kennarinn að æfa Gest inn í
TTtanáskrift mín er:
H. FRIÐLEIFSSON,
1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C.
Bækur til sölu:
Fyrsta byffffing í alheimi.........$2.50
Friðarhotrinn er fag-ur............ 2.50
Eilífðarhlómin Ást oer Kærleiki.... 2.00