Heimskringla - 01.03.1950, Blaðsíða 1
LXIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. MARZ 1950
NÚMER 22.
FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR
ÞJóÐRÆKNISÞINGINU
LÝKUR
Því lauk s. 1. miðvikudag eftir
óslitin ræðuhöld myrkra á milli
á starfsfundum félagsins í 3 daga
og söng og dans og myndasýn-
ingar eftir að skyggja tók fram
að miðnætti eða jafnvel lengur.
Að þingið hafi verið skemti-
legt, kemur flestum saman um.
Á starfsfundum var og þátttaka í
umræðum góð og heldur meiri en
oft áður.
Rök að þessu munu færð, er
þingritari, Jón J. Bíldell, birtir
útdrátt úr fundargerð þingsins
er hann sagði oss nýlega, að
bráðlega yrði gert og sem ágætt
er. Það var um skeið farið að
láta sitja við fréttir “undan og
ofan af” í blöðunum af þinginu.
En hinn senn áttræði-ungi ritari,
er ekki ánægður með það og tel-
Ur þingfréttir ekki full sagðar,
fyr en frá þátttöku einstaklinga
sé eitthvað greint og umræðna
sé að einhverju getið. Um þetta
munu flestir honum sammála.
Hér skal iþví láta sitja við,
að minnast aðeins hins fréttnæm-
asta eða þess er menn vanalega
spyrja fyrst um að hverju þingi
loknu.
Undir þinglok fóru eins og
vanalega fram stjórnarnefndar-
kosningar. Er skemst frá að
segja, að nefndin var öll endur-
kosin, en hana skipuðu þessir:
Séra Fhilip M. Pétursson, for-
seti; próf. T. J. Oleson, vara-
forseti; Jón J. Bíldfell, ritari;
frú E. P. Jónsson, vara-ritari;
Grettir Jóhannsson konsúll, fé-
hirðir; Grettir Eggertsson, vara-
féhirðir; Guðmann Levy, fjár-
málaritari; A. G. Eggertson,
K.C., vara-fjármálaritari; Ólafur
Pétursson, skjalavörður.
Af veigameiri athöfnum þings-
ins má það telja, að samþykt var
að breyta 'þingtíma. Skal það nú
'halda í jún'í eða að haustinu, en
ekki :í febrúar; er stjórnarnefnd-
inni falið að velja þar um. Kom-
andi ársþing 1951, verður því
haldið í júní eða að haustinu, í
Winnipeg, þó einnig kæmu fram
ákvteðnar raddir um að ihalda það
út um bygðir fslendinga sitt árið
á hverjum stað.
Annað mál, sem all-miklu þótti
varða, var félagagjaldið, sem nú
er $1. og er Tímarit Þjóðræknis-
félagsins með í þeim kaupum.
Var int að því, að hækka það um
helming eða ií $2, sem ekkí var ó-
sanngjarnt, eins mikið og prent-
unarkostnaður hefir hækkað frá
því að núverandi verð var ákveð-
•ð. En það mál dó í fæðingu.
Síðasta daginn heimsótti dr.
A. H. S. Gillson, forseti Mani-
toba-lháskóla þingið. Lék hann
lofsorði á það starf fslendinga
hér vestra, að koma upp kenslu-
stól í íslenzku. “Stóll sá er sér-
stakur og mun vekja aíhygli í
Vesturheimi”, sagði hann. W. J.j
Lindal kynti dr. Gillson þing-
heimi.
í háskólasjóðinn kváðu nú vera
komnir $154,000. Og eitthvað
fram yfir það í loforðum. En til
er ætlast, að hann nemi $200,000.
Á hverju ári eru 2 eða 3 heið-
ursfélagar kosnir. Á þessu þingi
urðu fyrir valinu: Guðni Júlíus
Oleson, Glenboro, Man.; Einar
Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs
og Stefán Einarsson, ritstjóri
Heimskringlu.
★
Þrjár samkomur, sem haldnar
voru í sambandi við þingið, höfðu
gestum sínum hina beztu skemt-
un að bjóða. Fyrstu samkomuna
hélt Icelandic Canadian Club og
var þar vel skemt með ræðum og
söng. Annað þingkvöldið var
samkoma Fróns. Söng þar Gunn-
ar Pálsson frá New York og
skemti hið bezta bæði með söngn-
um, stuttri ræðu og sýningu ís-
lenzkra mynda. Undir söng hans
spilaði ungfrú Thóra Ásgeirsson.
Auk Iþessa skemti frú Rósa Vern-
on með einsöng og spilaði systir
hennar, Mrs. Viola B. ísfeld,
undir. Þá las Lúðvík Kristjáns-
son upp sprenghlægilegt kvæði
er hann hafði ort út af húsaleysi
í Winnipeg. Þá skemti Pálmi
Pálmason með margrödduðu
fiðluspili íslenzkra þjóðlaga, sem
skemtilega lét i eyrum. Að því
búnu var stiginn dans.
Þriðja og síðasta kvöldið fóru
fram þingslit og fjölbreytt
skemtun. Söng þar undra ung
stúlka, Lorna Stefánsson að
nafni frá Gimli, Miss Fern Hall-
son frá Riverton las upp kvæði
og Gunnar Pálsson frá New York
söng. Ennfremur sungu Mrs.
Lilja og Miss Evelyn Thorvald-
son. Þá flutti dr. Richard Beck
ræðu um starfstilhögun Samein-
uðu þjóðanna, er hann átti kost á
að sjá í ferð á s. 1. sumri suður
til New York. Var erindi hans
bráðfróðlegt og skemtilega flutt,
í sannleika mjög tímabært, því
hinu stórfenglega starfi Samein-
uðu þjóðanna eru menn yfirleitt
ótrúlega ókunnugir. Það var lít-
ið um ræðuhöld á samkomum
þingsins og þetta var eina ís-
lenzka ræðan, sem þar var flutt.
Hugmyndin er yfirleitt sú, að
ræður séu ekki til skemtunar. Ef
menn hafa á öðru meira grætt að
sækja þetta þing, en að hlýða á
ræðu dr. Becks, er þeim er þessar
línur ritar ókunnugt um það.
Séra Philip M. Pétursson
endurkosinn forseti Þjóð-
ræknisfélagsins
Kosningarnar á Bretlandi
Úrslit kosninganna, sem fóru
fram 23. sept. á Bretlandi, urðu
þau, að stjórn Attlee’s heldur að
vísu velli, en með svo litlum
meirilhluta, að óvíst er hvað lengi
hún getur haldið völdum. Það er
undir eins farið að spá nýjum
kosningum.
Af 625 þingmönnum sem kosn-
ir voru, eru aðeins 315 með Attlee
stjórninni. Einfaldur meirihluti
er 313; sézt af því, hve erfitt
muni verða fyrir stjórnina, að
halda völdum til lengdar.
fhaldsflokkurinn undir stjórn
Winston Churchills, hlaut 296
þingmenn, liberalar 9 og aðrir
flokkar 4. Um eitt sæti er enn
óvíst.
Verkamannastjórnin hefir eigi
að síður færst í fang, að fara
áfram með stjórn.
Það þykir eftirtektavert, að
Ernest Bevin, utanríkismálaráð-
iherra, var á hvorugum fundinum,
sem haldinn var af stjórninni til
skrafs og ráðagerða um að fara
áfram með völd. Er vitað fyrir
víst, að hann og Herbert Morri-
son, vara-stjórnarformann,
greindi á um hvað gera skyldi.
En hvort að það verður til að
kljúfa stjórnarflokkinn, skal ó-
sagt látið. Að all-margir hafi
fylgt Bevin og viljað leggja nið-
ur völd og láta fara til kosninga
aftur á þessu ári, eða reyna sam-
vinnustjórn, er ekki að efa.
Þrjú mál eru nú talin stjórn-
inni hættuleg. Segja ýms Lon-
don-blöðin, að þau nægi til að
steypa stjórninni. Þessi mál eru
fjármálareikningar ársins, sem
leggja á fram fyrir páska, nýtt
fjármálafrumvarp í marz, og
skipun nefndar til að taka við
þjóðeignarekstri stáliðnaðarins.
Áður voru á þingi 2 kommún-
istar. Nú náði enginn kommi
kosningu.
Af 474 liberölum sem sóttu,
Kosnir heiðursfélagar á síðasta
\
þjóðræknisþingi
P. Jónsson, ritstj. Lögbergs
G. J. Oleson, Glenboro
Stefán Einarsson, ritstj. Hkr.
töpuðu 314 veðfé sínu, sem er
150 st.pund fyrir hvern.
Verkamannastjórnin hafði fyr
ir kosningarnar 390 þingmenn, en
íihaldsflokkurinn 220.
Eftir þingmannatap sitt, á
stjórnin afar erfitt með að beita
sér í starfi sínu. Hún hefir eins
og stjórnir víða um heim komist
að raun um, að þjóðeignastefna
jafnaðarmanna á ekki þeim vin-
sældum að fagna, sem hún eitt
sinn átti. Hefir reynsla af henni
\ verki dregið úr fylgi hennar?
Úrslit kosnjnganna er ekki hægt
að segja heillavænleg að neinu
leyti. Þau draga að líkindum
fremur úr athöfnum á Bretlandi.
Þau eru og slæmur fyrirboði um
viðskifti Canada við Bretland.
Það verður ekki við eins vanmátt-
uga stjórn og nú er, betra að kom-
ast að samningi um sölu á hveiti
héðan til Bretlands til frambúðar
eða fleiri ára en áður.
Og það, að stjórnin hefir ekki
meira fylgi sér að baki en raun er
á, veikir viðskiftavon annara
þjóða, sem Canada. Brefár voru
ein fremsta þjóðin er Marshall-
hjálpar naut og undir samvinnu
og forustu þeirra var mikið kom-
ið hvernig aðrar þjóðir Evrópu
höguðu sér ií því efni, því Bret-
land er enn á viðskiftaleið Vest-
ur-Evrópu landanna. En þegar
örugga forustu í stjórn skortir,
eins og nú gerir, getur svo farið,
að viðreisnarstarfið gangi erfið-
ara. Brezka þjóðin er tvískift
orðin í stjórnarfarslegum skiln-
ingi. Þó það sé nú ekki eins reik-
ult og stjórnarástandið er í
Frakklandi, mun það minna
marga þjóð á það.
IB r á, <5 1&v a ci «3 v
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
BERGÞÓR EMIL JOHNSON
Atomorkulyf notað til
lækninga hér á landi
í fréttabréfi um heilbrigðismál,
en svo nefnist ritlingur Krabba-|
meinsfélags Reykjavíkur, er frá
því skýrt, að fyrsta tilraunin hér
á landi, til að lækna með atóm-
orku hafi verið hér í Reykjavík,
með góðum árangri. Próf. Níels
P. Dungal, sem er ritstjóri Frétta
bréfsins segir frá þessu merki-
lega máli í janúarhefti á þessa
leið:
Fyrsta tilraun hér á landi til
að lækna sjúkdóm með atómorku
var gerð í Rannsóknastofu Há-
skólans við Barónsstíg, 2. febr.
1949. Sjúklingurinn var fullorð-
inn maður, sem hafði sjaldgæfan
sjúkdóm, sem á læknamáli heitir
polycythæmia. Hann er fólginn
í því, að of mikið myhdast af
rauðum blóðkornum, svo að blóð-
ið verður of þykt og getur verið
hætt við að æðar stýflist af þeim
sökum, einkum í heilanum. Sjúk-
lingurinn verður dökkrauður í
andliti. Þessi sjúklingur var orð-
inn lítt vinnufær og leið illa.
Atomorkulyf var pantað frá
Ameríku til að gera tilraun til að
lækna þenna sjúkling. Það er
geislavirkt fosfór, sem missir
geislaverkun sína smám saman,
og tapast hálf geislaorkan á hálf-
um mánuði. Með fyrirgreiðslu
íslenzka konsúlsins í New York,
Hannesar Kjartanssonar, tókst að
fá lyfið nógu fljótt flugleiðis,
og þegar hingað kom mældi Þor-
björn Sigurgeirsson, atómorku-
fræðingur, geislamagn lyfsins,
og eftir því var skemturinn
reiknaður út, sem síðan var dælt
inn í æð á sjúklingnum. Lyfið er
litlaus vökvi, sem lítur út eins og
vatn. Mjög þarf að fara gætilega
með það til að forðast geislunina.
Glasið var í steinsteyptri öskju
og langt band á því til að taka
í dag verður til grafar borinn
einn hinna ágætari manna í hópi
Vestur-íslendinga, Bergþói
Emil Johnson, er lézt s. 1. laugar-
dagsmorgun að heimili sínu 1059
Dominion St., V>/irin;peg. Hann
varð bráðkvaddur. Hann hafði að
vísu kent sjúkdóms áður, en lát
hans var vinum hans og öllum er
hann þektu mikið og óvænt
harmsefni.
Bergþór var aðeins 53 ára
gamall. En þó aldurinn væri ekki
hár, var hann fyrir löngu orðinn
víðkunnur maður í hópi íslend-
inga og virtur fyrir starf sitt
á meðal þeirra og átti ef til vill
óvenjulega víðtækum vinsæld-
um að fagna.
Hér var um góðan dreng að
ræða, mann greindan, einlægan
og skilningsríkan, er öllum vildi
vel og greiddi fyrir, ef kostur
var á. Þetta náði jafnt til mála
einstaklinga og félagsheilda.
Þegar starfs Bergþórs er minst,
verða ekki mörg sérmál vor fs-
lendinga hér, sem hann hefir
ekki tekið ómældan þátt í og
stutt um lengri eða skemmri
tíma með ýmsu móti, og ósjaldan
með því að hafa forustu þeirra,
ritarastörf eða hin vandasömustu
verk með höndum. Má í þessu
efni sérstaklega nefna Sam-
bandssöfnuð ísl^ndinga í Win-
mpeg og pjóöi J.knissamtok öll,
íslendingadaga o. s. frv.
Bergþór var fæddur í Mikley,
þar sem foreldrar hans bjuggu
fyrstu árin vestra, en flutti síð-
ar með þeim til Lundar, en nú
hafa bæði hann og foreldrar hans
búið um mörg ár í Winnipeg.
Mentun ihlaut Bergþór á Jóns
Bjarnarsonar-skóla, en gaf sig
að námi loknu við viðskifta-
rekstri. Síðustu 11 árin hefir
hann verið starfsmaður hjá
Union Loan and Investment fé-
laginu og haft bæði skrifstofu-
stjórn og önnur störf með hönd-
um.
Ættir á Bergþór að rekja bæði
til Skagafjarðar, þaðan sem fað-
ir hans, Einar Jónsson, kom, og
til Borgarfjargar, er Oddný
móðir hans var upprunnin.
Hinn látna lifa kona hans,
Kristín, dóttir, (Mrs. J. Árna-
son), faðir hans, Einar, og bróðir,
dr. K. L. Jöhnson á Gimli.
það með, en bannað að snerta
glasið og tappann nema með
töngum og gúmmíhönskum.
Lyfið verkar þannig, að hið
geislamagnaða fosfór sest í bein-
in og merg þeirra, þar sem rauðu
blóðkornin myndast. Geisla-
magnið er haft hæfilegt til þess
að viss hluti af rauðu blóðkorn-
unum eyðileggist jafn skjótt o^
þau myndast og verði því ekki
of mikið af þeim í blóðinu.
Oft dugir ein dæling af lyfinu
við þessum sjúkdómi og svo virð-
ist hafa verið í þessu tilfelli.
Blóðkornum sjúklingsins fækk-
aði og líðan og útlit batnaði til
stórra muna, svo að hann var vel
ánægður með árangurinn.
—Mbl. 21. jan.
•k
Franska ríkið kaupir
listaverk af íslendingi
Ungur íslenzkur listmálari,
Hörður Ágústsson, hefir orðið
þess heiðurs aðnjótandi, að
franska ríkið hefir keypt eftir
hann málverk.
Hörður hefir að undanförnu
dvalið í París, en kom heim s. 1.
haust og hélt hér sýningu sem
kunnugt er.
Sýningin vakti allmikla at-
hygli, var vel sótt, og á henni
seldist fjöldi mynda. — Fyrir
bragðið varð hinum unga og efni-
lega listamanni kleift að halda
listnámi sínu áfram og dvelur nú
í París.
Eins og að ofan getur keypti
franska ríkið fyrir skemstu mál-
verk eftir Hörð og er það mikil
sæmd fyrir hann og ættjörð hans.
Þá voru tekin fleiri en eitt mál-
verk eftir hann á haustsýninguna
í París, en hún er einn mesti og
merkasti viðburður í heimi list-
arinnar á hverju ári, og þar fá
yfirleitt ekki aðrir að sýna, en
þeir sem taldir eru búa yfir mikl-
um hæfileikum, eða hafa eitthvað
sérstætt og frumlegt til að bera.
Þá má að lokum geta þess, að
i franskt tímarit hefir birt mynd-
ir af verkum Harðar Ágústsson-
ar.—Vísir, 1. febrúar.