Heimskringla - 31.05.1950, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. MAÍ 1950
Heimskringla
(StopwD ÍSS6)
lemui út á hverjum mlðvikudegl.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verð biaOains er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viOskiftabréf blaOinu aOlútandi sendist:
The Viklng Press Limited, 853 Saxgent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáakrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnípeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heímskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 31. MAf 1950
Fyrsta orsök Rauðárflóðanna
Hver er frumástæðan fyrir áflæðinu í Rauðánni? Jarðfræð-
ingur við Minnesota-háskóla ihefir um tveggja ára skeið verið að
Hta inn í þessa hluti, og hefir nýlega birt niðurstöður sínar. Mun
margan nú fýsa að heyra hverjar þær eru; skal því í fám orðum á
þær minst.
Eins og við mátti búast, hefir hann margt fróðlegt að segja.
En það er þó eitt sem menn eru jafnnær um eftir lestur skýringa
hans. Það er hvernig koma skúli í veg fyrir áflæði úr ánni
framvegis.
Þeir sem hafa hugsað sér, að taka fram fyrir hendur náttúr-
unnar eða árinnar, og stöðva áflæðið í bráð og lengd, finna fátt í
skýringu jarðfræðingsins, sem styrkir þá í áformum sínum.
James Zumberge, en svo heitir jarðfræðingurinn, heldur fram.
að Rauðáin hafi hvorki breytt farvegi né venju síðast liðin 10,000
ár, eða meira. Hann heldur að áin hafi byrjað löngu fyrir hið sögu-
lega dögunarskeið mannsins, eiginlega á eða eftir ísöldina, er
jökulbreiða húldi Manitoba og Saskatchewan fylki, austurhluta
Dakota og mikið af vesturhluta Minnesota. Um margar aldir náði
íshellan eða jökullinn á þessu svæði alla leið suður til Des Moines,
Iowa.
Þegar ísbreiðan tók að bráðna og var horfin eins langt norður
og þar sem nú er Browns Vaflley, byrjaði tilvera Rauðár, segir Mr.
Zumberge. Vatnsaginn, sem bráðnun íssins var samfara, þurfti
einhvers staðar að fá framrás. Þá myndaðist Minnesota-áin, sem
jarðfræðingar þekkja undir nafninu jökulfljótið Warren.
Þungi jökulbreiðunnar var svo mikill áður en hún tók að
bráðna, að yfirborð jarðar seig undan henni á vestur landamærum
Minnesota-ríkis, svo land fór að halla í norður. Er mót vatnsfalla
þama suður og norður við Brown Valley. Við þessar aðfarir íssins,
mvndaðist yjðfeðmt og mikið flatlendi, vatni hulið fyrst en sem
síðar varð ruúðárdalurinn. Þegar allur ís var’þarna horfinn, sem
Hklegt er að verið hafi fyrir 12,000 árum, segir Zumberge, mynd-
aðist áll er rann norður eftir láglendi þessu og var upphafið að
Rauðánni. Fellur farvegur hennar hér um bil þar sem miðja jökuls-
ins var áður og land var mest sigið. Hallar öllu landi í Rauðárdaln-
um beggja megin að henni, sem var óheyrilega mikið aðrensli, Mörg
vötn í Norður-Minnesota og bæði Winnipeg-vatn og Manitoba-
vatn, eru leifar af ísspildum, sem losnuðu við aðal-ísbreiðuna, lágu
dýrpra og bráðnuðu seinna og náðu ekki fullkomnu frárensli.
Það skal látið þeim eftir, sem jarðfræðingar eru, að segja nokk-
uð með eða móti skoðunum Mr. Zumberge. En um eitt erum vér
honum sammála, sem er þetta: “Landfræðilega talað, var Rauðánni
aldrei ætlað að taka við öllu því vatni, er flæðir yfir bakka hennar
þar sem nú er Winnipeg.” Eigi jarðfræðingurinn við að hvorki
hallinn norður né dýpt Winnipegvatns nægi til að bera burtu
vatnsmagnið, ef vöxtur hleypur í ána, hafa þeir, sem áflæði ætla
að afstýra í framtíð, dálítið að hugsa um.
* * ★
Að þannig væri ástatt, var ekki von til að fyrstu hvítu menn-
irnir vissu neitt um, er á íbökkum Rauðár tóku sér ibólfestu, en það
voru þeir er Selkirk lávarður beindi hingað. En flóðið 1826, sem
frá var sagt 1 siíðasta blaði, var ekki hin fyrsta raun þeirra hér.
Árið 1818, er þeir voru búnir að koma sér hér sæmilega fyrir og sem
var sjötta árið þeirra hér, kom hér ein hin magnaðasta engisprettu-
plága, er sögur fara af. Eru frásagnirnar af því á þá leið, að hinir
djörfu og fjálsu bændur hér hafi horft brosandi og vonglaðir einn
fagran sólskinsmorgun á gróður akursins í blóma sínum. Nú kom
þeim í hug að þeir mundu í fyrsta sinni sjá verulegan árangur
starfs síns. Þegar þeir gættu næst að um nónbilið, hafði ský dregið
fyrir sólu mjög snögglega. Skildu þeir ekki í þessu og fóru út til
að athuga það. Sáu þeir þá þakið loft af engisprettum, og innan
fárra klukkutíma voru akrarnir svart moldarflag eins langt og
auga eygði. Engispretturnar hremdu gróðurvonir frumlherjanna.
Hefir ekkert hér fyr eða síðar gert slákt grand í mat bændanna,
korninu, nema ef vera skyldu kornhallirnar og kornsölunefnd sam-
bandsstjórnar síðari árin minti á það. Og svo kom Rauðáráflæðið
1826, íbúarnir töpuðu ekki einungis bústofni sínum, heldur og
aleigu sinni. Skyldu íslendingar nokkuð hafa um þetta yitað, er
þeir settust hér að? Hvað sem um það er, hafa þeir blessunarlega
sloppið hér hjá flóðum, þó ýmsar aðrar raunir reyndu, eins og skýrt
mun verða frá á 75 ára bygðarafmæli þeirra í Manitoba á þjóðrátíð-
inni 7. ágúst n. k. á Gimli. En margt voru þá hinir fyrstu hvítu
frumherjar hér búnir að reyna, jafnvel þó í betri búlönd hér næðu á
undan þeim, er ekki komu hér fyr en hálfri öld seinna. En það góða
við landnám íslendinga hér var að þeir tóku það ekki frá neinum,
fremur en forfeður þeirra er til íslands fluttu, heldur settust hér að
í ónumdu landi.
Kalt stríð og friðarskraf, borg-
ar sig betur en nokkurt heitt
stríð hefir nokkru sinni gert.
Hafa t. d. með heitu stríði nokkr-
ir vinningar verið unnir, sem
jafnast á við að taka Balkan-
löndin, Eystrasaltslöndin og
Kína, eins og Rússar hafa gert,
með köldu stríði á skömmum
tíma?
*
Tízkustúlkan er hrædd um að
nýtízku sokkarnir veki ekki nógu
mikla athygli.
Amerísk áhrif á Evrópu
Nýlega er komin út bók
eftir Halvdan Koht, hinn
þekkta norska sagnfræðing
og jafnaðarmann, sem fjallar
um amerísk áhrif á Evrópu
síðan á átjándu öld, er Ihinar
brezku nýlendur í Norður-
Ameríku börðust til frelsis
og stofnuðu Bandaríkin. —
Heitir bók þessi “The Am-
erikan Spirit in Europe” og
er gefin út að tilhlutan am-
erísku stofnunarinnar í Oslo
og háskólans í Pennsylvaniíu.
f grein þeirri, sem hér birt-
ist og þýdd er úr “Arbeid-
erbladet” í Oslo, er efni
þessarar nýju bókar rakið
stuttlega.
Fyrir meira en hundrað árum
spáði Tocqueville, franski sjórn-
málamaðurinn heimskunni, því,
að Rússland og Bandaríkin
mundu hljóta að ráða örlögum
heimsins í framtíðinni. Ber ekki
á öðru en þessi spádómsorð séu
nú að rætast, og ef litið er til
baka, varpa þau björtu ljósi yfir
furðulega hraða og eindregna
þróun hins bandaríska þjóðfé-
lags: frá því að vera nýlendur
til þess að verða sjálfstætt ríki
og frá þjóðfélagslegri mótun,
vexti og viðgangi til þess að öðl-
ast forustuhlutverk meðal vest-
rænna menningarþjóða.
Engan hefði getað órað fyrir
því, hve áhrif Bandaríkjanna
fóru vaxandi í efnahagsmálum,
tækni, menningarmálum og
stjómmálum nokkra síðustu
mannsaldrana. Álit landsins óx
LÍFIÐ t RÚSSLANDI
Utanríkismálaráð Breta hefir
verið að rannsaka áhrifin af verð-
hækkun rúblunnar, sem gerð var
ií febrúar, og nú er fengin nokkur
reynsla af.
Til að byrja með sýnir hún»að
vinnulaun handverksmanna nema
frá 500 til 1500 rúblum á mánuði
(það er $125 til 378 dollurum).
Ófaglærðir verkamenn, sem lang-
flestir af þjóðinni eru, fá í vinnu-
laun 250 rúblur eða $63 á mánuði.
En það sem ákveðnast sýnir,
hvort vinnulaun eru há eða lág,
er það, hvað mikið af Hfsnauð-
synjum er hægt að kaupa fyrir
þau.
Og til þess segir vöruverðið í
Rússlandi, sem annars staðar.
Eftir nýju mati á rúblunni, er
hún virt á 25 cents. Segir stjórn-
in á Bretlandi vöruverð í Rúss-
landi samkvæmt þessu, sem hér
segir:
Svart brauð: 50 cents fyrir
tveggja punda brauð.
Mjólk: 50 cents mörkina (hálf-
an pott).
Súkkulaða: $16.50 til $25.00
pundið.
Nautakjöt: $4.34 kílóið (tví-
pundið).
Reykt svínakjöt (ham): $5.60
pundið.
Handsápa: 70 cents stykkið. *
Kvenskór: frá $63 til $134 par-
ið.
Karlmannaskór: frá $50 til
$117 parið.
Það má mikið vera ef þeim
gengur vel -að skilja þessar tölur,
sem gera sér ekki hugmynd um
annað, en að Rússland sé sælunn-
ar land, Útópía. Það eru ekki
margir kommúnistar í Norður-
Ameríku. Þeir væru að sjálf-
sögðu ennþá færri, ef menn
skildu að mörk af mjólk sé þar
50 cents, kjöt yfir $2 pundið og
skór meira en einn alfatnaður
hér. Þegar menn taka þetta til
greina og bera saman við vinnu-
launin, sem þar eru greidd, kem-
ur í ljós, að almenningur í Rúss-
'landi á við svo mikla fátækt að
búa, að maður í Norður-Ameríku,
hvort sem framfærslustyrks eða
atvinnuleysisstyrks nýtur, lifir
kónga lífi borið saman við rúss-
neska verkamanninn!
—(Úr Wpeg. Free Press)
samtímis, en ekki að sama skapi.
Margir austan Atlantshafsins
áttu bágt með að viðurkenna þau
verðmæti, er leyndust með hinu
unga þjóðfélagi, og vildu ekki
sjá eða sáu ekki þá möguleika,
er þar voru fyrir hendi. En þró-
unin var söm við sig fyrir því,
og amerísk áhrif síuðust inn í
Evrópuríkin og settu mark sitt
á lönd og þjóðir, jafnvel á þá,
sem brynjuðu sig gegn hvers
konar áhrifum frá þeim hluta
heims.
Það var því heillandi verkefni
fyrir sagnfræðing að taka þetta
mál til nákvæmrar rannsóknar;
hvernig og í hve ríkum mæli
nam andi Ameríku evrópíska
grund og orkaði á lifnaðarhætti
manna og hugsunarhátt þar.
Þetta verkefni fæst Halvdan
Koht prófessor við í nýútkom-
inni bók, “The American Spirit
in Europe”, sem rituð er á ensku
og gefin út af amerísku stofnun-
inni í Osló og Pennsylvaníuhá-
skóla í sameiningu.
Bók Kohts er góð;\ óvenjulega
skemmtileg, hvort sem litið er á
hana í heild eða einstök atriði
hennar. Frásögnin er hlutlæg og
blátt áfram, og staðreyndir og
fullyrðingar sýnilega óvefengj-
anlegar, en auk þess kennir les-
andinn hlýju bak við varfærnis-
legt og ígrundað orðaval. Höf-
undinum er hlýtt til þessa unga
rókis, sem hefur ruðzt fram á
sjónarsviðið síðustu hálfa aðra
öldina og látið til sín taka á ýms-
an hátt í lífi þjóða og einstakl-
inga í öllum löndum. En fjarri
fer því, að hann sé einsýnn eða
honum verði brugðið um skort á
gagnrýni, þótt hann geri sér
meira far um að varpa staðreynd-
unum fram en meta gildi þeirra.
Auðvelt er að rekja amerísk á-
hrif í stjórnmálasögunni frá
fornu fari. Frelsisstríðið ,í Banda
ríkjunum blés frönskum her-
mönnum, sem komu frelsis hetj-
unum til hjálpar, frelsisþrá í
brjóst, og hana fluttu þeir með
sér heim. Franska mannréttinda-
yfirlýsingin frá 1789 ber greini-
leg einkenni bandarísku sjálf-
stæðisyfirlýsingarinnar. í stjórn
arskrá Noregs eru margar grein-
ar sem samdar eru eftir banda-
rískri fyrirmynd og sama máli
gegnir um þá stjórnskipan, sem
komið var á í Belgíu 1830. Síð-
ustu öld verður þáttur Banda-
ríkjanna í heimsstjórnmálunum
sífellt meiri, og Evrópulönd
mega nauðug viljug fara að taka
tillit til hins unga ríkis, hvort
heldur um er að ræða Monroe-
kenninguna, Eyrarsundstóllinn
eða afleiðingar þrælastríðsins.
Koht bendir sérstaklega á það,
að þrælastríðið örvaði stjórn-
málaþróunina í Evrópu, þar að
því lauk með glæstum sigri lýð-
ræðisins og bilið breikkaði milli
hugtakanna frelsis og þrældóms.,
Bandarókin urðu stórveldi í
byrjun tuttugustu aldarinnar.
og síðan rekur höfundur söguna
í stuttu og skýru máli fram á
þennan dag, skýrir frá upphafi
heimsvaldastefnu, fyrri heims-
styrjöldinni, friðartillögunum,
síðari heimstyrjöldinni, og valda
aðstöðunni, eins og hún er í dag.
Hann gleymir ekki að draga
fram í dagsljósið þær hugsjónir,
sem urðu til í gný vopnaviðskipt
anna og knúðu menn eins og
Wilson og Roosevelt til starfa — 1
hugsjónir, sem urðu hjálp og
von margra Evrópuþjóða í neyð
og komu þeim til að líta á hið
unga ríki í nýja heiminum sem
háborg og heimkynni frelsisins.
Samhliða stjórnmálaþróuninni
fór hin efnahagslega þróun. —
Stefna Bandaríkjanna á því sviði
setti einnig sinn svip á Evrópu-
lönd, bæði hin frjálsa verzlun og
sú, sem vernduð var af ríkinu.
Matvælaútflutningur Banda-
ríkjanna nam þegar á árinu 1870
70 milljónum dollara, og hlutur
þeirra í heimsverzluninni óx
Þetta Nýja Ger
Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger
Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger
Þarf en,grar
kælingar með
Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um
skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast
heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið*ávalt mánaðar-
forða á búrhillunni.
Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu
nýja. þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum
forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar
þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum
tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch-
mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast.
. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast!
jafnt og þétt þar til nú, að þau
hafa alveg tekið forustuna í efna
hagsmálum. Ber margt til þess,
að svo hefur farið, en þó ef til
fyrst og fremst hinn gífurlegi
flutningur fólks inn í landið, er
nam hvorki meira né minna en
hálfri milljón manna sum árin
fyrir fyrra stríð. Hóf fólk
þetta einkum að stunda landbún-
að og iðnaðarstarf vestra. En það
er ekki heldur hægt að leiða hug
ann hjá því, hversu miklar af-
leiðingar þessi útflutningur
flóks hafði í löndunum austan
Atlantshafs, ekki á efnahag og
afkomu til ills eða góðs, heldur
á hugsunarhátt og lífsafstöðu
þeirra, er heima sátu og áttu í
stöðugum bréfaskiptum við
kunningja sína vestan hafs.
Koht ver mörgum köflum bók-
ar sinnar til þess að ræða um am-
erískar uppfinningar og framfar-
ir í tækni og vísindum. Uppfinn-
ingarnar ráku hver aðra, og sum-
ar þeirra gerbreyttu atvinnuhátt-
um Evrópu landa. Á það til dæm-
is að taka við um landbúnaðar-
vélarnar amerísku, siláttuvélar
og uppskeruvélar MacCormicks.
Aðrar uppfinningar, sem Amer-
íkumenn ýmist gerðu eða áttu
þátt í, að gerðar væru, breyttu
meira eða minna lifnaðarháttum
allra menningarþjóða: eimskip
Fultons, ritsími Morses, sauma-
vél Singers, þurrmjólk Borden,
rafljós Edisons, ritvélar Sholes
og Remingtons, kvikmyndavél
Edisons, franska bifreiðin, er
Olds endurbætti, flugvél
Wrightsbræðra og margar fleiri-
Þessar tækniframfarir voru einn
þeirra þátta, er leiddu til iðn-
byltingarinnar í Evrópu á naest
r'—
Ættingjar yðar að koma til
Canada?
er einfaldasti, þægi-
legasti, fljótasti
vegurinn fyrir þá.
Frá stöðum í Evrópu, svo sem
Kaupmannaliöfn og Brussels,
geta þeir fengið beint sam-
band við London eða Glasgow
og flogið á einni nóttu til
Montreal i risabygðum 4- ”
engined “North Star” Skylin-
ers. Samband í Montreal til
allra staða í Canada. TCA hefir umboð fyrir öll aðal flug
félög veraldarinnar, og aðalumboð í Canada fyrir flugfélög
Svisslands (Swissair), Belgíu (Sabena), Italíu (Alitalia).
Alla samninga má gera við TCA. Spyrjið umboðsmann yðar
eða TCA skrifstofuna, eða sendið meðfylgjandi eyðublað
beint til
TRANS-CANADA Air Lines
DF.PT. K, TRANS-CANADA AIR LINES,
MONTRF.AL 3, P. Q.
Sendið mér upplýsinga pésann “How to Bring Friends, Relatives and
Workers to Canada by Air”, og aðrar upplýsingar viðvíkjandi ferðalagi
til Canada frá---_____;_______________
NAFN (í prentstöfum)______________________________________
ARITUN __________________________________________________-