Heimskringla - 18.10.1950, Síða 1
quality-freshness
Sutter-Nut
BREAD
At Your Neighborhood Grocer’s
LXV ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. OKT. 1950
NÚMER 3.
Mynd þessa tók blaðið Winnipeg Tribune af þeim séra Philip
M. Péturssyni og Hannesi Kjartanssyni, ræðismanni frá New
York, á samkomu í Fyrstu lútersku kirkju, er minst var komu
íslendinga hingað fyrir 75 árum.
FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR
Eftirtektaverð samkoma
Vér munum ekki eftir að nokkur
íslenzk samkoma hér hafi vakið
meiri eftirtekt, en sú, er haldin
var 12. október 1950, í Fyrstu lút.
kirkju og helguð var komu fyrstu
íslendinga til Winnipeg.
Hún var fyrst og fremst ís-
lendingum hér fagnaðarrík minn-
ing. En bæði dagblöð þessa bæj-
ar fóru einnig að athuga efnið og
komust að þeirri niðurstöðu, að
hér var veigamikils atriðis að
minnast úr sögu borgarinnar og
fluttu góðar fréttir af samkom-
unni. Varð mjög ljóst af því, hve
hlutur íslendinga hér í ýmsum
efnum er drjúgur og kernur
skjótt til greina í sambandi við
vöxt og viðgang bæjarins. Það
var einkum í því efni, sem athygli
enskra hér var vakin með því
sem fram fór, og ræðumenn
brugðu björtu ljósi á. Á meðan
byggingar fóru hér fram frjálst
og góðu heilli án fasteigna-
brasks stjórna, koma íslendingar
hlutfallslega öllum hér meira við
þróunarsögu bæjarins. Á vissum
tíma áttu þeir svo mikinn þátt í
húsabyggingum, að 10_% af öllu
sem í bænum var bygt, var af
þeim gert, þó tala þeirra næmi
ekki nema 3% íbúanna. En við
það sat ekki. Hugmundina að
raforku kerfi þessa bæjar átti ís-
lendingurinn Árni Eggertsson,
um skeið hér bæjarráðsmaður.
Þinghúsið var reist undir stjórn
íslendings, Thorsteins Borg-
fjörðs og í lækna og kenslumál-
um, hafa íslendingar ávalt staðið
framarlega. Mikið af þessu rifj-
aðist nú upp á 75 ára afmæli
þeirra, er fyrstir komu hingað.
Og það er útlit fyrir, af blaða-
greinunum að dæma, að starf fs-
lendinga og þýðing þess fyrir
mannfélag þessa bæjar, sé mörg-
um ríkara í huga, eftir en áður.
Aðal ræðu þessarar hátíðar
flutti J- J' Bíldfell, á íslenzku
og hlaut hann mörg hlý handtö'k
fyrir hana að lokum. Hann túlk-
aði hið sögulega og mikilsverða
efni í þeim anda, er öllum var að
mesta ánægja. Kapt. Wilhelm
Kristjánsson flutti og fróðlega
ræðu um komu íslendinganna og
sögu Winnipeg-borgar; mun hún
birt verða í The Icelandic Can-
adian. Á samkomunni skemtu og
Hannes Kjartansson, ræðismaður
frá New York með ræðu og frú
Pearl Johnson með einsöng; enn-
fremur Pálmi Pálmason með
fiðluspili. Séra Philip M. Pét-
ursson, forseti Þjóðræknisfélags-
ins stjórnaði samkomunni og
hélt ræðu. Er hún birt í þessu
blaði.
Roosevelt yngri í Winnipeg
í Winnipeg er staddur um
þessar mundir Hon. Franklin D.
Roosevetlt (yngri), sonur
Rooselvelts heitins forseta. Hann
er þingmaður fyrir N. York og
þykir líklegur til að verða at-
kvæðamaður í stjórnmálum.
En spurningu kunningja hans
hér, um hvort hann ætti ekki í
vonum að verða forseti Banda-
ríkjanna, svaraði hann neitandi.
Hann sagði þeim brosandi, að
hann væri fæddur í Canada og
það gæti spilt fyrir sér. En hon-
um þætti þó ekki vænna um ann-
að en að vera fæddur hér.
Það var á sumarbústað forseta-
hjónanna í Campobello-eyju, í
New Brunswick, sem Roosevelt
fæddist 17. ágúst 1914.
f ræðu er hann hélt hér á árs-
fundi Youth Aliyah félagsins,
sagði hann frá því er fyrir hann
bar á ferð ný-verið til Isreal.
Sagðist hann spá, að þar ætti
eftir að rísa upp annað Svissland,
Sviss Asíu. En erfiðleikar væru
miklir á vegi. Eina þjóð þyrfti
að gera úr Gyðingunum; þeir er
þangað fluttu og þeir, sem fyrir
voru, hugsa ekki eins. Auk þess
væri sundurlyndi mikið milli
þess og A raba-r í k j anna sem
landeigna fyrirkomulagi mið-
aldanna fylgdu og nýungar og
framfarir væru ekki litnar hýru
auga. En hann hélt með aðstoð
vestlægra þjóða, gæti Isreal samt
orðið landið, sem Gyðingar sæu
í draumum sínum um framtíðina.
Á Wake-eyju
Eitt af því sem merkilegast
skeði í heiminum yfir síðustu
helgi, átti sér ef til vill stað á
einni af Wake-eyjunum lengst
úti í Kyrrahafi. Eyjarnar eru
þrjár um 2,500 ekrur allar að
stærð að lónunum meðtöldum
sem á þeim eru. En þama hittust
þeir Truman forseti og MacAr-
thur hershöfðingi og ræddu
stríðsmál heimsins og komu sér
saman um hvaða stefnum skyldi
fylgt í þeim í bráðina.
Hvernig samtal þeirra fór veit
maður ekki. En skoðanamunur
þeirra á hvar frekast þyrfti her-
liðs við, virtist hverfa.
Báðir vilja alt í sölur leggja
fyrir frið, sem er hið sjálfsagða.
En jafnvel þó svo sé, er sá friður
ekki enn fenginn og verði undir-
tektir daufar viðvikjandi friðar-
áformum Trumans, er auðvitað
minna góðs að vænta af þessum
fundi hinna miklu skipuleggjara.
Vonirnar um frið eru vissulega
ekki minni eftir Wake-eyja fund-
inn en áður.
Samsæti
Samsæti var New York gestun-
um, Hannesi Kjartanssyni og frú
hans, haldið s. 1. fimtudag á
Royal Alexandra hóteli í Winni-
peg. Voru þar nokkrir vinir
þeirra hjóna saman komnir í boði
Þjóðræknisfélagsins. — Ræður
héldu þar séra Philip M. Péturs-
son, forseti Þjóðræknisfélagsins,
sem birt er í þessu blaði, og Grett
ir Eggertson, er ágætlega kynti
Hannes af starfi hans, en hann
hefir verið honum samtímis í
New York um nokkur ár. Sam-
sætið var hið ánægjulegasta.
Koreu-stríðið
Fréttii; frá Koreu í gærkvöldi
bera með sér, að her suðurmanna
er nú að brjótast inn í höfuð-
borg Norður-Koreu, Pyongyang.
Er búist við að þar verði síðasta
stórorustan háð í dag eða á
morgun. Er ekki vitað um eins
mikið lið annars staðar saman
komið í Norður-Koreu og í höf-
uðborginni.
Víða annars staðar heldur her
Suðurmanna áfram að taka bæi
og þorp. Er mjög óvíða mikil
fyrirstaða. Kommúnistar flýja
til fjallanna eða gefast upp. Her-
gögn sín af þyngra tæi skilja
þeir eftir.
Næsta stríð?
Það spyrja ýmsir hvar næsta
stríð muni hefjast, eftir að Kor-
eu-stríðinu lýkur. Það er ekki
gert ráð fyrir, að til nýs stríðs
komi fyr en að því loknu. En það
má hamingjan vita, hvort eftir
lokum þess verður biðið með að
byrja nýtt stríð. Á Norðurlands-
mærum Indo-Kína, hermuðu
fréttir fyrir tæpri viku, að her
frá Kína væri að safnast saman
og Frakkar væru að hrökkva
undan honum. í fréttunum í gær,
er haldið fram, að Frakkastjórn
Mrs. Pearl Johnson söng ís-
lenzka söngva á samkomunni, í
minningu um 75 ára afmæli ís-
lenzkra landnema í Winnipeg.
Móðir hennar, Mrs. Thorólfsson,
var fyrsta íslenzka barnið er hér
fæddist.
Mrs. Hannes Kjartansson,
kona íslenzka ræðismannsins í N. York, er þar undra fagurt
N. York, sem nú er hér í heim- reglulegur draumheimur.
í Indó-Kína sé að leita fyrir sér
um hvort hjálpar sé nokkurrar að
vænta frá flugliði Bandaríkj-
anna þar ef á lægi. Þetta geta
verið flugufregnir. En sé her
kínverskra-kommúnista kominn
á landamæri Indó-Kína, er eng-
inn efi á hvað undir því býr. Á
þá ekki að bíða loka Koreu-
stríðsins.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Burðargjald á bögglapósti, er
talað um að hækka í Canada. Eru
tekjur pósthússins sagðar mestar
af bögglapósti. Þar sé því mest
tekju von.
*
Tveggja hreyfla flugvél, sem
fólksflutninga annaðist milli
London og Glasgow, fórst í gær
og fórust 28 af 29 farþegum alls,
sem í henni voru.
*
í gær var lagt fyrir ráðuneytið
í Ottawa að hafna eða samþykkja
reglugerð sem lítur að því að
banna lán í kaupum og sölum eða
takmarka slíkt. Stjórnin hættir
þá líklega um leið, að taka lán
þó þess sé ekki getið.
★
Carl Vinson þingmaður, segir
sjóher Bandaríkjanna þurfa að
vera fjórum sinnum stærri en
hann nú er. Hann sér þörfina á
þessu liggja í því, að koma flutn-
ingi til hers skjótar til vegar.
Það er aðal-ástæða hans.
*
Douglas Abbott, fjármálaráð-
herra gaf þjóð sinni vissar vonir
um eitt í ræðu er hann hélt ný-
lega. Það var að hún mætti eiga
von á hærri sköttum á komandi
ári.
*
Tvö félög hér í Manitoba kref j-
ast þess, að rannsókn sé hafinn í
sambandi við hækkun verðs á
mjólk. Það eru Canadian Con-
sumers Association (neytendur)
og Manitoba dietetics Associ-
ation (sem næringargildi fæðu
lítur eftir). Þau segja mjóllk svo
mikilvæga fæðu, að hana megi
ekki svifta fátækar fjölskyldur
með háverði, er þeim sé um
rnegn að greiða.
Mjólk sé auk þess nú svo efna-
snauð, að það beri einnig að at-
huga. Ofannefnd félög í þess-
um bæ, hafa skrifað D. L. Camp-
bell forsætisráðherra Manitoba
og dregið athygli á þörf rann-
sóknar.
★
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, heldur fram, að það sé
rangt af Sameinuðu þjóðunum og
á móti stefnu þeirra, að nota her
til að koma vilja sínum fram.
Þetta er sama kenningin og að
bjóða hina kinnina, og hvernig
hefir ekki með hana farið?
Thora Ásgeirson, Winnipeg,
var sæmd gullmeðalíu við mús-
ik-prófin í september við músik-
skóla Manitoba háskóla.
sókn með manni sínum, er héðan
ættuð. Hún er dóttir séra Jónas-
ar A. Sigurðssonar og hét áður
en hún giftist Elín Sigurðsson.
Þau hjónin Mr. og Mrs. H.
Kjartansson búa í Forest Hills í
Hr. Aðalræðismaður Hannes
Kjartansson, frú Elín og vinir:
Þjóðræknisnefndin vildi per-
sónulega sýna þakklæti sitt við!
gestina okkar góðu, sem komu
frá N. York, til að vera viðstadd-
ir minningarsamkomu félagsins,
til minningar um landnemanna
íslenzku, sem stigu í land á
Rauðárbökkum í Winnipeg fyr-
ir 75 árum. Og nefndin vildi
þakka hr. aðalræðismanninum
fyrir þær kveðjur, sem hann kom
með frá heimaþjóðinni, frá for-
seta íslands, frá sendiherra ís-
lands í Wahington og frá Þjóð-
ræknisfélagi íslands og forstöðu
mönnum þess. Eg vil biðja hann
að bera kveðju og þakkir okk-
ar til þeirra allra aftur á móti,
og svo seinna verða þakkarbréf
eða skeyti send frá nefndinni og
þar lýst ánægju og fögnuði
nefndarinnar yfir þeim góðu og
alúðlegu orðum, sem send voru.
Með öllum slíkum tækifærum
og því, sem fram fór í gærkvöldi,
þar sem að menn og konur af ís-
lenzku ætterni koma saman, og
þar sem að góður gestur frá ís-
landi j ávarpar samkomuna, og
flytur kveðjur frá gamla land-
inu, styrkjast böndin milli ís-
lendinga austan hafs og vestan,
og með því uppfyllum vér eitt af
aðal atriðum stefnuskrár félags-
ins, nefnilega það, að “efla sam-
úð og samvinnu meðal íslend-
inga austan hafs og vestan.” eins
Heim til fslands brugðu þau
hjónin sér 1947. Sagði frú Kjart-
ansson, að sér hefði komið hlut-
irnir þar ótrúlega kunnuglega
fyrir sjónir af sögunum sem hún
heyrði í foreldrahúhsum sagðar
heiman af íslandi.
og stendur ritað í þdðja atriði
stefnuskráarinnar.
Við fögnum þess vegna komu
allra góðra manna og kvenna
sem bera okkur kveðjur frá fs-
landi, og sem hjálpa okkur til að
vinna að þeim málum sem við
unnum mest.
Það var í heiðursskyni við
gestina okkar, herra Hannes
Kjartansson og frú Elínu, sem
nefndin vildi koma saman hér
með þeim þessar örfáu mínútur,
til að þakka þeim komuna hing-
að, til að vona að þeir uni sér vel
hér á meðan að þeir dvelja í
Winnipeg, og til að óska þeim
allra heilla, þegar þeir fara héðan
aftur. Og er þessi ágætu hjón
fara, þá höfum við það á tilfinn-
ingunni að inn í hóp okkar hafa
bæzt enn aðrir vinir góðir, og
við vonum að við megum teljast
,í vinahóp þeirra. Eg þakka þeim
komuna hingað og er farið er
héðan óska eg þeim góðrar
ferðar og góðrar heimkomu, og
vona að þeir hugsi oft hlýtt til
okkar.
Nú er málmöld og margir menn
fylgjast með, með gull í tönnum,
silfrað hár, og blý í fótum
★
Ef einhver kallar þig heimsk-
ingja þá skaltu ekki svara hon-
um — það getur verið að hann
hafi satt að mæla.
AVARP
flutt af Séra Philip M. Pétursson, / samsæti í heiðursskyni vi<
hr. Hannes Kjartansson, aðalræðismann Islands í N. York
og frú Elínu, er Þjóðræknisfélagið stóð fyrir, í Royal
Alexandra Hotel, föstudaginn, 13. október