Heimskringla - 18.10.1950, Qupperneq 8
8. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. OKT. 1950
FJÆR OG NÆR
Messui í Winnipeg
Messað verður í Fyrstu Sam-
bandskirkju í Winnipeg n. k.
sunnudag, eins og vanalega, kl.
11 f. h. á ensku og kl. 7 e. h. á ís-
lenzku. — Prestur safnaðarins
messar. Sunnudagaskólinn kemur
saman kl. 12.30. Sækið guðsþjón-
ustu Sambandssafnaðar, sendið
börn yðar á sunnudagaskólann og
tryggið með því málefni hinnar
frjálsu stefnu.
» * m
Samkoma
í Sambandskirkjunni á Lundar,
laugardagskvöldið þann 21. þ.m.
hefst kl. 8.30. Til skemtunar
verður: Kappræða milli þeirra
séra E. J. Melan og G. P. Magn-
ussonar; söngur, upplestur og
fleira. Inngangur 35 cents. Kom-
ið og hafið skemtilega kvöld-
stund.
Samkomunefndin
★ ★ ★
Hkr. þykir fyrir, að ræða
Hannesar Kjartanssonar ræðis-
manns frá New York, verður
rúmleysisvegna að bíða næsta
blaðs. Er beðið velvirðingar á
þessu.
Fullnægið
Þörfinni
28 “RED
FEATHER”
STOFNANIR
BYGGJA
Á YÐUR
GEFIÐ RÍFLEGA
TIL YÐAR
COMMUNITY
Chest
—rf 0ieafoi ítfúuu/wf
« HIEATRE
—SARGENT <S ARLINGTON—
Oct. 19-21—Thur. Fri. Sat.
Dcnnis Morgan—Dorothy Malone i
“ONE SUNDAY AFTERNOON”
ADDED
“JUNGLE JIM”
Oct. 23-25—Mon. Tue. Wed.
Ida Lupino—Dane Clark
“DEEP VALLEY”
ADDED
“DAYTIME WIFE”
Mrs. Anna Pétursson, kona
Ó. Péturssonar, fasteignasala í
Winnipeg, er í skemtiferð
vestur á strönd.
* « »
Kristjana Jónasson, kona Jak-
obs Jónassonar, Hoey, Man., lézt
15. október. Hún var 61 árs. Jarð-
arförin fór fram í Selkirk.
★ ★ ★
Kveðjuathöfn
í gær, þriðjudaginn, 17. okt.-
fór fram kveðjuathöfn frá Sam-
bandskirkjunni á Gimli er Sigríð
ur Guðmundsson var jarðsungin.
Séra Eyjólfur J. Melan stýrði
athöfninni en séra Philip M. Pét-
ursson var til aðstoðar.
Sigríður heitin var fædd í
Tungufelli í Árnessýslu á fs-
landi, og var orðin 86 ára að aldri.
Foreldrar hennar vory Bjarni
Jónsson og Katrín kona hans.
Systkini hennar voru mörg en
þau eru nú öll dáin. Maður henn-
ar Jón Guðmundsson, dó fyrir
tíu árum á Gimli.
Þau hjónin komu til Banda-
ríkjanna frá íslandi aldamóta-
árið, og dvöldu þar syðra í tvö
ár en fluttust svo árið 1902 norð-
ur og settust að í Grunnavatns-
bygð þar sem þau bjuggu til
1927. Það ár fluttu þau til Gimli
og áttu þar heima úr því.
Börn þeirra voru sjö alls, auk
eins uppeldissonar, Baldurs Sig-
urðssonar sem á heima í Winni-
peg. Þrjú börn eru dáin, tvö í
æsku á íslandi og ein dóttir full-
orðin, Mrs. Katrín Eiríkson hér
í landi. Börninn sem eftir eru,
eru: Mrs. Ingigerður McFarlane;
Mrs. Margrét Rutherford; Mrs.
Anna Lorraine; og Bjarni J.
Goodman.
Barnabörn eru alls þréttán, en
barna barna börn tvö.
Eftir langan lasleika, hlaut
hún frið og var lögð til hvíldar
í Gimli grafreit við hlið manns-
ins hennar, og meðal margra
vina sem þar hvíla einnig, sem á
undan fóru. Það er einlæg bæn
allra sem þektu hennar mörgu á-
gætu eiginleika, að friðurinn
sem hún hefur hlotið verði henni
sæll, og svefninn vær. Guð blessi
minningu hennar.
« * *
Mrs. H. Pálsson frá Lundar,
Man., er stödd í bænum.
MARINE COMMANDO UNIT FOR KOREA
Within 24 hours of an Admiralty announcement that a small
unit of Royal Marine Commandos was being formed to serve
with United Nations forces in Korea, the force was prepared
and ready to leave. The unit, the size and composition of
which are not disclosed, went to Korea by air.
THÖS. JtlKSOV & SIINS
LIMITED
BUILDERS’ SUPPLIES
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071 Winnipeg
You NEED Him
for
EXPERIENCE
TEAMWORK
RESULTS
It’s up to you to get out and
VOTE For Him
For MAYOR Wednesday Oct. 25
Miss Lorraine Jóhannson,
dóttir Mr. og Mrs. Jóhann-
sonar að Pine Falls, lagði af stað
í skemti ferð um síðustu helgi
til Bahama-eyja. Hún kemur við
í Toronto og Montreal í baka-
leiðinni.
* ♦ ■»
Kristján Tómasson frá Heklu,
Man., lézt 12. október, að heim-
ili sínu. Hann var 68 ára gamall.
: Hann rak fiskiútgerð og önnur
| viðskifti, var athafnamaður hinn
! mesti. Hann lifir kona hans Sig-
þóra. Jarðað var frá lútersku
kirkjunni í Selkirk.
♦ * •
Ragnar Johnson frá Wapah,
Man., kom til bæjarins í gær.
Hann er að leita sér lækninga við
| augnveiki.
.
Myndasýning á Laugardaga-
skólanum
Fallegar litmyndir (slides)
frá íslandi verða sýndar næsta
iaugardag í skólanum, kl. 10 f. h.
í Sambandskirkjunni. Börnin
mega koma með gesti með sér. —
Fjölmennið! >
* * »
•F. E. Snidal, kaupm. frá Steep
Rock, Man., og frú, komu til bæj-
arins fyrir helgina úr skemti-
ferð vestan frá hafi. Með þeim
voru 2 börn þeirra, dóttir og
sonur. Þau létu hið bezta af ferð-
inni.
« ★ *
Mrs. O. Hallsson frá Ericks-
dale, var í bænum fyrir helgina.
Hún sagðist iðulega fá bréf frá
manni sínum, Ólafi, sem er heima
á fslandi og sagði að honum þætti
hver dagurinn öðrum skemtilegri
á gamla landinu.
* * *
María Benedikta Helgason
lézt 11. október að heimili sínu
að Hnausum. Hún var 90 ára.
Jarðað var frá íslenzku lút. kirkj.
á Hnausum 16. október.
* « «
Icelandic Can. Cluh
Dear Member:
Your executive committee has
arranged a very interesting pro-
gramme for our first get-togeth-
er of the season:—
The Place — I. O. G. T. Hall
The Date — October 23rd.
The Time — 8.15 P. M.
For your Entertainment:
An address by Mr. Alex Vopn-
ford, the subject, “Exchange
teaching in Washington State;
Vocal solo by Robert Publow;
A fifteen minute sound and col-
our film entitled“ Manitoba” by
Mr. Frederickson; Violin Solo
by Allan Beck; Vocal Solo by
Garry Stefanson.
There will be a silver collec-
tion for cultural purposes.
This is an open meeting and
we are looking forward to seeing
you and your friends, so be —
SURE — to come out and give
the season an enthusiastic start.
Lilja Robinson
Cor., secretary
♦ ★ *
Hannes Kjartansson og frú
ieggja af stað klukkan eitt héð-
an í dag suður til New York. Þau
ferðast flugleiðis. Fylgja þeim
hinar beztu þakkir allra héðan er
kost áttu á að kynnast þeim.
★ ★ ★
Á sjónleiknum sem leikflokk-
ur Geysisbygðar sýndi í Sam-
bandskirkjusalnum í Winnipeg í
gærkvöldi var húsfylli áhorfr
enda. Nokkrir er sagt, að hafi
orðið frá að hverfa. Leikurinn
þótti skemtilegur og væri ef til
vill ekki úr vegi að sýna hann í
annað sinn. Leikendur hlutu
fremur góða dóma.
POULTRY WANTED
L. H. PRODUCE
1197 Selkirk Ave. — Winnipeg
We Buy Live & Dressed Poultry
— Prompt Payment —
Crates on request
E. Erickson, Prop.
M. Einarsson Motors Ltd.
Distrihutors
KAISER AUTOMOBILES
The 1951 Kaiser Car is hcre
Built to Better the Best on the Road
IMMEDIATE DELIVERY
Showroom: 445 RIVER AVENUE
Phone 44 395 & 43 527
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaftar
Winnipeg
Prestur, sr. Philip M. Pétursson,
Ph.B., B.D.
681 Banning St. Sími 34 571
Messur: ó hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kí. 7 e. h. á islenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
fimtudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: — Hvert
fimtudagskveld kl. 8.30.
Skátaflokkurtnn: Hvert mið-
vikudagskveld kl. 6.30.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju föstu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju miðvikudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.30.
Vér verzlum aðcins með fyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 37 466
Klukkurnar í Kreml
Houdini, hinn frægi töframað-
ur, lék einu sinni laglega á Nik-
ulás II. Rússakeisara. Sagan byrj
ar á því, að þau Houdini og kona
hans voru komin til Moskva og
keisarinn óskaði þess, að Houdini
sýndi sér listir sínar. Kom Houd-
ini því til konungshallarinnar og
tók keisarinn hann tali.
Nú, var Houdini glöggur
mannþekkjari og hann byrjaði á
því að tala um hinar þöglu kl.
í Kreml. Um þrjár aldir hafði
aldrei heyrst í þeim, því að svo
langt var síðan að klukknastreng
irnir höfðu fúnað og dottið nið-
ur.
Þeir töluðu um þetta nokkra
stund og alt í einu segir keisar-
inn að ef Houdini sé nú eins mik-
ill töframaður og af var látið, þá
skyldi hann nú sýna það og láta
klukkurnar hringja af sjálfsdáð
um.
Houdini gekk þá fram að
glugga, þar sem Kreml blasti við
Hann bað alla menn að vera
hljóða. Svo dró hann glugga-
tjöldinn frá og horfði um stund
á turninn í Kreml, sem bar við
dimmblátt loftið. Svo opnaði
hann gluggann og hóf upp hend-
urnar. Og nær alveg samtímis
barst gjallandi hljómur frá hin-
um þöglu klukkum. Houdini stóð
þarna nokkra stund með upplyft-
um höndum og altaf hljómuðu
klukkurnar. Svo lét hann hend-
urnar falla, og þá þögnuðu þær.
Hann lokaði glugganum og snéri
sér svo brosandi að keisaranum
og hirðinni. Enginn sagði orð.
Allir voru eins og steingjörving-
ar af undrun og ótta — þar á
meðal keisarinn.
Hvernig fór Houdini að þessu?
Það var mjög einfalt bragð. Gisti
húsið, þar sem frú Houdini var,
stóð andspænis höllinni og
Kreml. Frú Houdini stóð þar við
glugga með riffil í hönd og beið
eftir hinu umtalaða merki. Þegar
Houdini opnaði gluggann í höll-
inni og stóð þar með birtuna að
baki sér, sá hún hann glöggt. Og
um leið og hann rétti upp hend-
urnar byrjaði hún að skjóta og
iskaut stöðugt á klukkurnar þang
að til Houdini gaf henni merki
um að nóg væri komið.
Villi kom háskælandi heim og
sagði pabba sínum að strákur
hefði barið sig.
—Gastu ekki launað honum
það?
— Nei, eg var búinn að launa
honum það áður.
★
Það þarf sterk bein til að þola
góða daga — en fáir þurfa á því
að halda.
HAGBORG HIU/2^
WLn PHONE 21331 J--
MINNIS7
BETEL
í erfðaskrám yðar
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave.
Just west of New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wcdding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsagcs
Bcdding Plants
Nell Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790
Margir kvarta um minnlsleysi
— enginn um dómgreindarleysi.
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
Kaupið þennan
stóra
oboens
PAKKA
AF
VINDL-
INGA
TÓBAKI
GARNET COULTER ELECTION COMMITTEE
381 Portage Ave. - 935 090 - 936 229 - 936 379
562 Selkirk Ave. - 53 944
IN WARD 2—
For School Trustee
ELECT—
/
Mrs. M. Chunn
“More Classrooms — Not More Guns”
MUNIÐ AÐ HLUSTA laugardaginn, 21. okt.
1 9.35 e.h.
CKY
T. P. HILLHOUSE, K. C.
LIBERAL-PROGRESSIVE
Útnefndur á sameiginlegum fundi til þess að sækja
undir merkjum Samvinnustjórnarinnar
Verið viss að greiða atkvæði 24. október n. k.
TIL ÖRYGGIS MERKIÐ ATKVÆÐA-SEÐLA YÐAR
1
HILLHOUSE
THOMAS PATERSON HILLHOUSE
L
Authorized by Alfred Parkes, Selkirk, Man.,
Official Agent for T. P. Hillhouse, K.C.