Heimskringla - 29.11.1950, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.11.1950, Blaðsíða 1
QUALITY-FRESHNESS __^-í _ _ ' BREAD At Your Neighborhood Grocer’s For Freshness and Flavor!! CaíJada Bread 1 T> 0 U « CaOCEDS LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 29. NÓV., 1950 NÚMER 9. Er þriðja stríðið að hefjast? Ástæðan fyrir því að þannig er spurt, eru fréttirnar í gær- kvöldi frá Koreu. f fyrsta lagi hefir Sameinuðu þjóðunum borist skeyti frá Doug- las MacArthur hersforingja þess efnis, að Kínverjar hafi nú steypt svo miklum her út í Koreu-stríðið, að líkast sé því, að nýtt stríð sé hafið. Telur hann ekki líkur til, að her Sameinuðu þjóðanna megi við slíku og hann verði að auka til muna, ef leggja eigi út í slíkt stríð. Kínverjar hafa ekki einungis sent 200,000 manna her inn í Koreu, heldur hafa þeir fylktj Eða er átt við í skeyti hans, miklu meira liði að baki þessum ?1g hann grípi til atóm-hernaðar? her á landamærunum reiðu bún-j Hvernig sem úr þörfinni verg. um til að fara af stað er skipun ur greitt> er það VÍ8t> að Samein. það lið sem hann þarf með í tíma? er gefin um það Hinn fámenni her Sameinuðu þjóðanna, sá sem nú er í Norð- ur Koreu, ætti ekki kost á að verja landamæri Koreu austan frá hafi að norðaustan, norðan og alla leið til Suður-Köreu. En ef Kínverjar meina að fara í stríð verða landamæri Suður-Koreu að vestanverðu líklegasti staður- inn að sækja fram á og loka her Sameinuðu þjóðanna inni í norð- urhuta landsins. t Þarna er því ljóst, að ekki er til setu boðið. Af öllu þessu hafa Bandaríkja- menn kært á fundi Sameinuðu þjóðanna, Kínverja fyrir stríðs- árásir. uðu þjóðirnar gera það sem í þeirra valdi stendur til að jafna sakirnar án stríðs. Kínverjar hafa heldur ekki iýst yfir stríði þó þeir séu komn- ir út í það. * Fulltrúi frá kommúnistastjórn inni í Kína, Wu Hsiu-chuan að nafni, kom á þing Sameinuðu þjóðanna í gær. Erindi hans var fyrst og fremst að kæra Banda- ríkin fyrir árásar hernað í Kor- eu og fyrir að vera í makki við Formósastjórnina. Heimtaði hann að Sameinuðu þjóðirnar lýstu bölvun sinni á Bandaríkj- unum. Yfirleitt voru vammir og Krefjast þeir að Kínverjar skammir Rússa á Bandaríkin fari með her sinn burtu úr Koreu. i sem barnagaman hjá austri Wu Annað sem þeir leggja á- á þau. Austin, fulltrúi Banda- herzlu á, er að augu Kínverja séu: ríkjanna á þinginu, sá er kærði opnuð fyrir því, að Sameinuðu Kínverja fyrir innrás í Koreu, þjóðirnar séu ekki í stríði við|kvað Wu hafa lært sína rússn- Kínverja og þeir séu með fram esku lexíu ágætlega. ierði sínu, að efna til þriðja ver-! Ræða Wu var svo yfirdrifin, aldar stríðsins. ] að hinn vestlægi heimur lítur á Er hægt að senda McArthur hana sem vonbrigði um sættir. Vonbrigði Önnur eins vonbrigði hafa sjaldan sézt hér á andlitum manna, eins og þegar knatt- spyrnu-flokkur Winnipegborgar kom til baka frá Toronto í byrj- un þessarar viku. Flokkur þessi heitir Blue Bombers og áttu leik s. 1. laugardag við leikara Toronto-borgar, er nafið Argo- nauts bera. Leikar fóru þar þann- ig að Winnipeg flokkurinn hlaut ekki einn einasta vinning. Rétt áður hafði flokkur þessi farið um Vestur-Canada og orð- ið þar sigurvegarinn. í Toronto áttu þeir að gera eins að skoðun sports-trumbuslagara hér, án þp? að taka nokkurt tillit til hverjir keppinautarnir voru, að þeir voru í flokki fremstu leik- ara landsins. Þeir sem fyrir sárustu von- brigðum hafa orðið, ættu að í- huga, að hér er um leik að ræða en ekki kollvörpun heimsins og það gerir minst til, hverjir vinna, heldur hitt, hvort af list sé leik- ið. En það gera eins oft þeir sem tapa eins og sigurvegararnir, svo íþróttinni er borgið, hver sem meistarinn er í þetta eða hitt skiftið. En það er það, sem íþróttalýð sézt í æsingi sínum oft yfir. S. K. Hall heiðraður Tónskáldið og píanistinn góð- kunni S. K. Hall, Wynyard, Sask. var heiðraður með því, s. 1. sunnudag að vera gerður að lífs- tíðarfélaga í The Icelandic Can- adian Club í Winnipeg. Var til veglegs samsætis efnt fyrir Mr. og Mrs. S. K. Hall er báðum var boðið í sambandi við þetta í G. T. húsinu. Sýndi það vinsældir og virðingu íslendinga til þess- ara hjóna, að þar var saman kom- ið um 350 manns. Wilhelm Kristjánsson, forseti The Icelandic Canadian Club stjórnaði samsætinu. Afhenti hann Mr. S. K. Hall skrautritað skírteini klubbsins. Ræðu hélt hann einnig og Mr. Paul Bardal þingmiaður. Sögðu þeir margt gott um hjónin, sem sá er þetta ritar, átti því miður ekki kost á að heyra, en undirskrifar það alt saman því hann veit að það hef- ir fyrst og fremst alt verið gott og að það hefir einnig alt verið satt og verðskuldað af heiðurs- gestunum. Mrs. Hall var afhentur blóm- vöndur af Miss Halldórson rit- ara klubbsins. Sungin voru mestmegnis lög, er Mr. S. K. Hall sjálfur hafði samið. Veitingar voru að lokinni skemtiskránni. Ávarp barst Mr. og Mrs. S. K. Hall frá Fyrstu lút. söfnuði, en þau höfðu stjórnað söng þessarar kirkju um langt skeið. Að síðustu þökkuðu hjónin með sinni ræðunni hvort alla vel- vild sér sýnda og heiður og árn- aði Mr. S. K. Hall The Icelandic Canadian Club heilla í starfi sínu, er hann kvaðst viss um að við- haldi íslenzku hér og þess bezta í arfinum íslenzka mundi aldrei gleyma. Gibraltar byrgið Eitt af afreksverkum canad- iksra verkfræðinga í síðasta stríði, var þegar þeir gerðu byrgið inn í Gibraltar-bergið. Það var gert til þess að efla varn- irnar á móti árásum frá megin- landi Spánar og snýr í þá átt. Churchill talar um þetta byrgi í síðustu bók sinni um stríðið. Segir hann að fram að árinu ’43 hafi virki þetta verið álitið ó- vinnandi vegna þessa byrgis. Lít- il göt — eða vindaugu til og fráj á því, gerðu mögulegt að verjaj alt eyðið með byssum. Eitt sinn tók Churchill Mar- shall hershöfðingja þangað til að sýna honum vígið. Síðar, skrifar Churchill, sagði Marshall við hann: “Eg dáist að þessu byrgi, en við höfðum annað líkt því við Corregidor. En Japanir skutu hlífðarlaust á bergið úr nokkurra hundrað feta hæð og gátu innan tveggja eða þriggja daga byrgt fyrir dyr þess með haugum af grjótmöl’”. Churchill bætir við: “Eg var honum þakklátur fyrir viðvörun- ina, en byrgisstjórinn (Govenor) virtist sem þrumulostinn. Á and- liti hans sá eg ekki bros eftir þetta.” Frá Koreu Á mánudagskvöld lutu frétt- irnar að því frá Norður-Koreu, að Japanir sæktu þar fram með ógrynni liðs og her Sameinuðu þjóðanna hefði víðast hörfað undan. Segir fregnritinn, Leif Eirikson (sem líklega er landi með því nafni frá Boston), að um 130,000 manna her, mest kín- verskir kommúnistar sæktu nú á móti her Sameinuðu þjóðanna. ] Hvort að Kínverjar gætu lengij haldið áfram sókninni, væri að j vísu óvíst, en mannafli þeirraí virtist ótæmandi. Ennþá hefir ] þó oftast svo farið, að fremstu fylkingar þeirra hafa eftir hverja árás orðið að halda til baka. Lesta-áreksturinn mikli Ein af mestu slysfara-fréttum s.l. viku, barst vestan úr landi af tveimur járnbrautalestum C.N. R. félagsins, er rákust á s. 1. miðvikudag og afleiðingin af varð sú, að 20 manns biðu bana, en um 60 meiddust. Önnur lestin kom full af fólki að vestan, en hin frá Edmonton og var að fara vestur. Austast í Klettafjöllun- um rákust þær á eins og hvorug vissi af annari, með nefndum af-; leiðingum. Var þess og fyrst get- ið til, að gleymst hafi að vara lestirnar við að þær ættu að mæt-j ast og er alt annað en gott, ef svo skyldi vera. En að sú hafi ástæða verið, er nú ekki víst og málið er í rannsókn. Með lestinni frá Edmonton voru um 400 hermanna á leið til Koreu. Meiddust yfir 50 af þeim Kjarnorkustöð hituð upp með kjamorku Þegar er.byrjað að gera teikn- ingar að hitunarkerfinu, og við því búizt, að smíði fyrsta kerfis- íns verði hafið næsta ár. Gefi sú tilraun góða raun, er það ætl- un brezkra stjórnarvalda, að hita hús í heilum bæjum í grennd við Harwell upp með kjarnorku. Sérfræðingar telja engan vafa á því, að hægt sé að nota hita þann, sem fólginn er í kjarnork-j unni, til þess að hita hús og^ knýja rafmótora. Erfiðleikarnir' við nýtingu kjarnorkunnar er að finna málm sem þolir hinn miklaj hita. En það er verið að gera til-1 raunir með nýja málma, sem1 menn vænta, að ekki bráðni, þótt þeir komist í snertingu við gíf- urlegan hita..—Tíminn 30 okt. Ekki gaman að — \ Sámbandstjórn Canada skýrði nýlega frá því, að tekjuafgangur ] hennar á þessu ári yrði mikið meiri en við var búist. Tekju-af-1 gangur að 7 mánuðum liðnum af fjárhagsárinu nemur nú þegar orðið 363 miljón dölum, en í á- ætlun fjármálaráðherra var að- c-ins gert ráð fyrir 15 miljónum dala tekju-afgangi á öllu árinu. Hvað mikill hagnaðurinn verður á öllu árinu fara menn nærri um af þessu. En þá er spurningin, til hvers er stjórnin að rífa alt þetta fá I sínar hendur? Hvað hefir hún við það að gera? Og hver verð- ur afleiðing af þessu? Afleiðingin verður að sjálf- sögðu sú, að venja stjórnina á að lifa í óhófi — í vellestingum1 praktuglega. Að hinu leytinu leiðir af því, að vörubirgðirj verða aldrei nægar og verð1 hækkar þessvegna og framfærslu! kostnaður hækkar hóflaust. | Stjórnin er því með núverandi sköttum sem hún reitir misk- unnarlaust út, að halda við dýr- tíðinni, sem nú ríkir og sem hrun peninga eða gjaldeyri hlýt- ] ur fyr eða seinna að hafa í för með sér. Þriggja ára drengur kóngur í Nepal Þriggja ára drengur varð, 7. nóvember, kongungur í Nepal- ríki í Himalayaf jöllum. Er hann sonarsonur Bir Bikrams kon- ungs, en konungur og krónprins- | inn hafa verið reknir frá völdum | og hafa flúið á náðir indversku sendisveitarinnar. Konungar í ríki þessu eru þó valdalausir, en forsætisráðherra, sem ávallt verður að vera úr sömtu fjöl- skyldu, er stjórnandi landsins. Neapel er í fjöllunum milli Indlands og Tibet, þriðjungi stærra en fsland og hefur 5 — 6 milljónir íbúa. Eru það Gúrkar, frægir hermenn, sem lögðu land- ið undir sig á 17. öld. —Alþbl. 8. nóvember Kommúnistar leggja fé inn í svissneska banka BERN— Þegar Kóreustríðið braust út, lögðu ríkisstjórnir kommúnista Austur Evrópu stórar fúlgur inn í svissneska banka. Þá fylgdi sú skýring frá viðkomandi ríkisstjórnum, að hluti fjárhæðanna yrði sendur til Tangier. Það voru aðallega 2 getgátur, sem skutu upp kollinum í hópi svissneskra bankamanna í sam- bandi við þessar dularfullu fjár- hæðir. Telja sumir, að þær hafi átt að vera tiltækar leynihreyf- ingum kommjúnista, ef til Norð- urálfustríðs skyldi koma. Hins vegar er hugsanlegt, að tryggja hafi át framtíð komm- únistaleiðtoganna, ef þeir skyldu verða að flýja ættlönd sín. Þeir vita sem er, að staða þeirra er ótrygg heima fyrir. —Mbl. 29. október i ljóðflokk, sem hann er höfund ur að og las af snild. 17da. s. m. hélt Aldan samsæti í samkomu húsi ísl. kv.fél. Líkn í heiðursskyni við Kolka lækni og til að gefa fólki tækifæri á ný að kynnást og hafa tal af honum. Eins og venja er til og konum ber, tóku íslenzkar konur hönd- um saman um allan undirbúning, skreytingu á matborðum, rausn- arlegar veitingar o.s. frv. og eiga þær konur sem utan félagsins standa sérstaklega þakkir skilið fyrir drjúga aðstoð. Til minja um komu Kolka læknis til Blaine, afhenti Mr. Andrew Danielson honum fyrir hönd Öldunnar, litmiynd í ramma af friðarboganum sem stendur hér við þjóðvegin á landamærum Canada og Banda- ríkjanna. Heiðursgesturinn þakkaði fyr- ir gjöfina, gestrisni og alúð sér auðsynda með lipurri, orðhlýrri tölu. Fullyrða má að heimsókn slíkra manna styrkir tengslin milli heima þjóðarinnar og þeirra liér, sem ennþá geta kallað sig íslenzkt fólk, þó þeir séu borg- arar annars lands. Mrs. J. Vopníjörö FRÉTTIR FRÁ ISLANDl FRÁ BLAINE, WASH. Það telst til tíðinda í þessari byggð að Páll V. G. Kolka, lækn- ir, skáld og fræðimaður frá ís- landi sem hefur verið að ferðast á vegum þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi í fyrir- lestrar erindum til hinna ýmsu deilda í þessu landi, kom og flutti fyrirlestur og sýndi ísl. litmyndir að kveldi hins 8. þ. rn- í borðsal elliheimilisins “Staf- holt” hér í Blaine. Sá staður var valin af stjórnarnefnd þjóð.deild “Alaan” til að geia þvt vistfólki að stafholti sem ekki treystir sér til að fara út að kvelcjinu, kost á að sjá og heyra Kolka læknir. Ekki mun fólk hafa orðið fyrir vonbrigðum þá kveldstund. Myndirnar voru ljóslifandi og vel útskýrðar, fyrirlesturin eins og vænta mátti, fróðlegur og kjarnyrtur fluttur með hreinum al-íslenzkum framburði, enda er læknirinn prýðilega máli farin, líka vakti það hrifningu að hlýða Kúm beitt enn Kúm er enn beitt í Suðursveit og víðar í Skaptafellssýslum. Hefur tíð verið mild og veðurfar hlýtt, og reyna menn að spara lítinn og vondan heyfeng með því að beita nautgripunum eins lengi fram eftir og unnt er . —Tíminn 3. nóv. ★ * * Forseta tsl. berst þakkar- skeyti frá Svíakonungi Forseti íslands hefur fengið svohljóðandi símskeyti frá Svía konungi, sem svar við samúðar- kveðju er forseti sendi honum vegna fráfalls föður hans: “Eg leyfi mér að flytja yður, herra forseti, innilegustu þakkir fyrir hina hlýju samúð yðar og skilning, er lýsir sér í kveðju yðar, sem eg met mjög mikils, og ekki einungis er beint að mér sjálfum, heldur allri þjóð minni. Bæði eg og sænska þjóðin taka af heilum hug undir ummæli yð- ar og óskir um áframhaldandi vináttu og bræðraþel milli ís- lands og Svíþjóðar.” —Mbl. 3. nóv. ★ * * Varö Grímur Thomsen fyrstur að viðurkenna Andersen í Danmörku? Martin Larsen sendikennari flytur í kvöld fyrirlestur fyrir almenning í háskólanum í kenn- slustof u nr. 2. Fyrirlesturinn nefnist “Grímur Thomsen og H. C. Andersen”, og mun fyrirles- arinn þar, og ef til vill í tveim- ur framhaldsfyrirlestrum, fjalla um dóm Gríms Thomsen um H. C. Andersen og áhrif hans á skoðanir Dana á ritsnilld hins mikla danska ævintýraskálds. —Alþbl. 8. nóv. W * ~ Eggert Guðmundsson listmálari á förum til Ástralíu Eggert Guðmundsson listmál- ari er á förum af landi burt á- samt fjölskyldu sinni og er ferð- inni heitið til Ástralíu, þar sem hann mun dvelja að minnsta kosti í tvö ár. Eggert mun leggja af stað um aramót og fara fyrst til London en þar dvelzt hann um tveggja mánaðaskeið og málar nokkur “portret”, sem hann hefit^pant- anir að. Síðan mun hann halda til Queensland í Austur-Ástralíu EFNILEGUR LÖGFRÆÐINGUR Eirííkur Eiríksson, B.A., L.L.B. Þessi ungi og efnilegi maður er Winnipeg-fslendingur, sonur Mr. og Mrs. Guðmundar Eiríks- sonar er lengi bjuggu að Gar- field St. hér í borginni, en nú síðari árin í Vancouver, B. C. — Eiríkur var í foreldrahúsum í Winnipeg þar til hann innritað- ist í flugher Canada 1942. Hann gengdi herþjónustu erlendis sem “Flying Officer” til stríðsloka. Er því lauk kom hann til Van- couver, B. C. og innritaðist í há- skóla fylkisins. Hann útskrifað- ist 1948 með Bachelor of Art gráðu, og í lögum 1949. Að af- loknum prófum settist hann að í New Westminster, B. C. og hef- ir þar skrifstofu sína að 513 Col- umbia St. en þar er systir konunnar hans búsett, og mun Eggert og fjöl- skylda hans dveljast þar fyrst í stað, en síðan fara til Sidney. Er ætlun Eggerts að hafa mál- verkasýningar í Ástralíu og enn fremur að vinna þar. Hefur hann með sér frumdrætti að nýjum myndum, sem hann mun fullgera ytra. Þá hefur Eggert meðferð- is íslenzkar kvikmyndir, sem hann hyggst sýna á ferðalaginu. —Alþbl. 2. nóv. ATHUGIÐ Heimskringla vill draga at- hygli innheimtumanna sinna og áskrifenda að því, að á við- skifta árið fer nú að líða og að það eru nokkrir enn, sem ekki hafa gert Hkr. þau skil sem vera ætti. En blaðareikningum er bezt lokið á hverju ári. Svo líta að minsta kosti flestir á það, en ein- staklingum yfirsézt það þó oftar en skyldi. Nú hafa, að því er maður vonar, flestir betri ráð en á nokkrum öðrum tíma ársins á að greiða blaðið sem eins ódýrt er gert eins og hægt er og vér þorum að veðja við hvern sem er um, að eru beztu matarkaupin sem á nokkru íslenzku heimili hér vestra, er hægt að gera. Að fá þær fréttir, sem næst í, á hverri viku af löndum hér sem hvergi er annars staðar að fá, svo að í nokkru lagi sé er kærkomið hverjum sönnum íslendingi. Um hina sem aldrei hafa styrkt blöð- in með því að kaupa þau, er ekki að ræða, þó skeð geti að þeir sjái einhverntííma, hvers þeir hafa farið á mis, og iðrist þess, en um seinan. Styrktarmenn og kaupendur Hkr. og unnendur þess, sem ís- lenzkt er, verið svo góðir að sjá nú sem fyrst innheimtumenn 'blaðsins eða senda áskriftagjald- ið fyrir árið beint til blaðsins. Stefán Einarsson, fyrrum að 681 Alverstone St., Winnipeg, er fluttur til Ste 10, Acadia Apts., á Victor St., nálægt Sargent. Sími 724 064. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.