Heimskringla - 21.02.1951, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.02.1951, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. FEBR., 1951 Í^ÉÍmskrin^la (StofnuB 18»aj Ketmu út ð hverjum miðvikudegl. Ei tíieridur: THE VIKING PRESS LTD. 85.'í og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsíml 24 185 Verð oiaCsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Aiíar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Oll viðskiítabréf biaðinu aðlútandi sendist: The Vikir.g Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskritt til rítstjórans: EDITOH HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Advertising Manager: P. S. PÁL3SON “Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 21. FEBR., 1951 Þjóðræknisþingið í byrjun næstu viku hefst hin mikla íslenzka hátíð hátíðanna, þjóðræknisþingið. Er vonandi að íslendingar gefi því gaum, sem það á skilið og meira en það, sæki vel þingið. t>að virðist óðum reka í það horfið, að við megum meira fyrir það greiða, að eiga sálufélag í hópnum íslenzku fíér vestra, en við höfum verið að gera, og meira en við leggjum á okkur með að sækja þjóðræknisþingið. Það er því allur varinn góður og hvaðeina, sem að því stuðlar að lengja hér líf og heilbrigði Þjóðræknisfélagsins, gerir það bæði ánægjulegra og uppbyggilegra, væri huggun gömlum og ef til vill ungum síðar, er þeir fara að átta sig betur á og skilja hvað við liggur, ef hin stærri þjóðræknis átök hér lúta í lægra haldi. Við erum svo lánsöm enn að geta sagt, að þjóðræknisstarfið gangi sæmilega. Þakka eg það nokkru því, að það hefir haft ágæta forustu undanfarin ár. Vegna þess að við erum hér að skiftast í tvo flokka, yngri og eldri, með ólíkum viðhorfum, verður margt tor- veldara en annars væri. En það hefir verið lán Þjóðræknisfélagsins, að hafa við stýrið ungan mann, sem þessa afstöðu skilur ágætlega og er þess utan mjög hæfur maður til að stjórna, fara með málefni fjöldans þannig, að flestir uni vel við. Kemur honum og þar löng æfing að miklu haldi í að stjórna öðrum hinna stærri kirkjuflokka hér vestra. Eg á hér við séra Philip M. Pétursson. Eg held að Þjóð- ræknisfélagið hafi verið heppið að hafa hann við stýrið og við eig- um hér fáa eða enga, seffl alþýðlegri foringjar hafa reynst en hann. Megi Þjóðræknisfélagið sem lengst njóta hans forustu. Það er auðvitað ekki hægt að gera alt það er hugan girnir með- an félagið er ekki öflugra, en það er. En það hefir þó ráðist í eitt sitt stærsta starf á liðnu ári, ér það réði mann að heiman til að koma vestur og flytja fyrirlestra um bygðir íslendinga. Það starf er vel rómað og er vonandi að það sé byrjun að áframhaldi af því og öðru meira í framtíð. Sambandið við ættjörðina hefir ávalt verið veigamikill þáttur í þjóðræknisstarfinu. Er því skemtilegt til þess að vita, að það hefir síðari árin eflst svo mikið, sem raun er á. Það er alveg ólíkt hvað Vestur- og heima-íslendingar þekkjast nú bet- ur og almennar, en þeir gerðu fyrir 15 til 20 árum. Með skemtanirnar á samkomum Fróns og Icelandic Canadian Club má reiða sig á fyrir fram, að gestum þingsins verða til vakn- ingar og ánægju. Nöfn þeirra frú Ingibjargar Jónssonar og frú Hólmfríðar Danielssonar, er að útbúnaði munu þar mest og bezt hafa unnið, eru trygging fyrir, að samkomur þessar verði góðar. Með heillaóskum til þingsins. flétta á sér hárið á æskuárunum,! hefði heldur viljað láta sólskins- blæinn í dalnum hennar fríða, leika um lokkana frjálsa og ó- bundna. Fanst mér þetta svo táknrænt, eins og kunningjakonu hennar, um starf Margrétar hér, að eg setti það í fyrirsögn þess-! arar greinar. Þegar Margrét kom vestur um haf, settist hún að .í Dakota; vann hún þar bæði fyrir sér og stundaði nám á Garðar, í St. : Thomas og í Bathgate College.; Námið drakk hún í sig. Að fáum árum liðnum kom hún til Win- nipeg, hóf nám á kvöldskóla í bókhaldi hraðritun og vélritun. Stúlkan frá Hrafnsstöðum, sem vildi ekki flétta á sér hárið, verður foringi kven- réttindamálsins í Canada Það er réttilega að orði kom- ist hjá Þ. Þ. Þ., að kalla vestur- farir íslendinga æfintýri. Þær eru það í fylsta skilningi. Það bregður óneitanlega æfintýra- svip á það, að hverfa frá íslandi eins langt út í heim og til Norð- ur-Ameríku. Þó nú sé á daginn komið, að ísland heyri jarðfræð- ilega til Vesturheimi, var það á útflutnings-árunum ekki álitið eiga mikið sameiginlegt við þetta fjarlæga land. Á síðast liðnu sumri var eg staddur vestur á Kyrrahafsströnd Á eyju þeirri er Anacortes heit- ir nyrst við hafið Banadríkja megin og fræg er bæði fyrir fag- urt sólarlag og það, að þar luku Bandaríkin og Canada landa- mæraþrætu sinni, hitti eg konu, er eg var ekki mikið málkunnur, en þekti þó, sem íslendingar yf- irleitt, af starfi hennar í þágu kvenfrelsismála og svo af því er hún hefir ritað. Konan var Mrs. Margrét J. Benediktsson, nú hnigin að aldri. Hún var fædd 16. marz 1866 á bæ er Hrafns- staðir heita í Víðidal í Húna- vatnssýslu, einum af fegursta dölum á íslandi. Að öðru leyti en þvi, að Margréti er farin að daprast sjón, eru merki hins háa eða 85 ára aldurs hennar ekki á- berandi. Æfikvöld hennar nú er ánægjulegt, hjá ástúðlegri dótt- ur sinni Helen og manni hennar Gustaf Dalsted. Er Mr. Dalsted póstmeistari á eyjunni, og hefir 22 menn í þjónustu sinni. Á eyj- unni eru um 7000 manns. Leit eg svo til að fslendingur þessi hinn eini er þar býr, sé miklu ráðandi og sæmdar maður hinn mesti í héraði sínu. Eg get að minsta kosti ekki annað en hugsað með þakklátum huga til hans og hans góða heimilis, fyrir þær ágætu viðtökur er eg átti þar. Hann eyddi heilum degi í ferðalag um eyjunna og sýndi mér alt sem þar var fróðlegt og markvert að sjá. Áður en Margrét kom, 21 árs gömul vestur um haf, 1887, bjó hún á ýmsum bæjum í sýslunni, en síðast á Jörfa. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónsson söðlasmið- ur frá Bergstöðum í Húnavatns- sýslu og Kristjana Ebenes-dótt- ir, Sveinssonar prest í Borgar- firði, bróður Ingibjárgar konu Kristjáns kammeráðs á Skarði. | Á margt merkra manna þangað ætt sína að rekja á íslandi. Af Margréti hefir kona sagt mér sem henni var kunn ýmislegt að heiman, þar á meðal það, að á greind hennar hefði snemma bor- ið. Til marks um það sagði prest- urinn við fermingu hennar, að ekkert barn sem hann hefði nokkru sinni fermt, hefði svarað spurningum sínum eins greind- arlega og Margrét. Lýsti hann| þessu yfir í kirkjunni við ferm- inguna. Önnur saga, sem hún sagði mér, var sú, að Margrét hefði haft mestu óbeit á að láta Mrs. M. J. Benediktsson En starf fékk hún ekki við það. Hafði hún um skeið mikinn á- huga á að verða hjúkrunarkona,! fanst eitthvað göfugt við hjúkr- un sjúkra og svo væri starfið nokkuð, sem alla æfina mætti læra af og stækka hvern er á það legði stund. Sótti hún um það hér á sjúkrahúsi, en hlaut ekki og þótti fyrir því. Árið 1892 giftist hún Sigfúsi B. Benediktssyni, búfræðingi og vel gefnum manni, en heilsuveil- um og þreklitlum til erfiðisvinnu. ®jug&u Þau í Mikley 3 ár, þá í Winnipeg og árið 1898 komu þau fótum undir útgáfu kvennablaðs- ins “Freyju”, í Selkirk, er kom út í 12 ár. Aflaði Margrét fyrir-! tækinu fjár með tveggja mánaða j fyrirlestrahaldi í Dakota og á-! skriftasöfnun. Átti hún að þessu öllu í lóg komið með manni sínum nokkurn fjárafgang til niðurgreiðslu í húseign í Sel-I kirk. Var Margrét ritstjóri blaðs- ins. Þó hér væri ekki um stórt fyrirtæki að ræða, var þýðing þess ekki lítið. Er það grunnur vor að hljótt verði um margt, frumherjastarf þjóðar vorrar hér er þetta er gleymt. í nýút-, gefinni bók um sögu kvenfrels- ismálsins í Canada, er vér rák-| umst nýlega á, er hreyfingar þessarar getið í hverju fylki. Höfundur sögunnar er kona í Toronto, Catherine Lyle Clev- erdon að nafni. Þegar til frá- sagnar málsins kemur í þessu fylki, er íslendingum gefinn heiðurinn af að hafa verið hefj- endur þess og með þeim allra fyrstu í landinu, að byrja útgáfu regluglegs rits um það. Er eins og vita mátti Mrs. Margrét Ben- ediktsson þar efst á blaði talinn.! Þegar aðrir en íslendingar hafa viðurkent starf hennar ótil-! kvaldir, væri íslendingum hér alveg óhætt að fara að dómi þeirra og sýna stúlkunni frá Hrafnsstöðum þá viðurkenningu sem við þjóðræknislega skuldum henni. Það kann nú að virðast minna til þessa mikla mannréttinda- starfs koma er unnið hefir ver- ið hér af Margréti, eins og ef til vill flests annars frumherjastarfs sem hér hefir fram farið. En starfið áhuginn og þrekið, sem til þess þurfti, dylst þó varla, þegar þess er gætt, að alt fram á vora daga hefir kvenfrelsismálið átt mikilli andspyrnu að sæta. ís- lenzka þjóðin var ein af hinum fyrstu að viðurkenna atkvæðis- rétt kvenna. En það var þó ekki fyr en 1915, sem konur á íslandi fengu atkvæðisrétt sinn, og tveim árum síðar en á Finnlandi. f þessu landi var hann ekki veitt- ur fyr en 1917, af Bordenstjórn- inni. Þeir sem komu til þessa lands upp úr aldamótunum, muna vel baráttu Margrétar í Kvenfrelsis- málinu. Hlýnaði mörgum um hjartaræturnar, við að heyra hana af allri sinni mælsku, hitai og krafti berjast gegn þeirri j heimsku, að kona mætti ekki lög- j um samkvæmt greiða atkvæði, | vegna þeirra kosninga skilyrða er lögin settu eins og það, að konan væri ekki persóna. Held- ur hvað? spurði Margrét, heldur hlutur, ekki persóna heldur fugl, ekki persóna, heldur ósjálfstæð vera, ekki persóna, heldur áhald? í kosningalögum víðast hvar var þess þá getið, að þeir sem kosn- ingarétt hefðu væru karlmenn þó hvorki væru læsir né skrif- andi. En vitfirringum, reynslu-! lausri æsku og glæpamönnum — og hlustið nú.á — konutn(!) var ekki veittur sá réttur. Konur, sem karlmennirnir kalla ástirnar sínar, voru settar á bekkinn með vitfirringum og glæpamönnum! Árið 1912 flutti Margrét til Seattle. Hefir hún á ströndinni búið síðan, en þó lengst af í Blaine. Starfaði hún þar fyrir| New York Life — vátrygginga-; félagið um tíma, þá fyrir klæð-j gerðarhús, tók pantanir fyrir fatnaði eftir máli, o. s. frv. Munu börn hennar bæði, Ingi og áður nefnda Mrs. Dalsted, hafa verið hjá henni mörg fyrri árin vestra. En Margrét hafði mörg önnur störf með höndum en kvenfrels ismálið. Hún var ein af stofn- endum Unitara safnaðarins ísl., í Winnipeg, og traustur málsvari þeirrar stefnu, eins og allra skynsamlegra mála. Hún var og afburða rithöfundur. Árið 1930 heimsótti hún ísland. Ritaði hún langa, skemtilega og hina ítarlegustu ferðasögu heimfar- anna það ár, sem hér hefir verið skrifuð. Af því að saga sú er eitt með því síðasta sem Margrét hef- ir skrifað í löngu máli, virðist eiga vel við, að hér sé sýnishorn gefið af ritsnild hennar. Henni farast þannig orð: “Tuttugasti og þriðji júní er fyrsti verulegi góði dagurinn síð- an eg kom heim. Fjöllin og um- hverfið fékk á sig nýjan blæ, nýtt líf, og nýja fegurð. Fjöllin, sem oftast voru skuggaleg, eins og þau geymdu sorg og kvíða í sínum hvelfdu brjóstum, reistu nú höfuðin, há og tignarleg upp í bládjúp heiðríks himins. Eins og þau alt í einu hefðu lokið við áhyggjiir og efa, en eftir langt stríð, máske bæn, fengið vissu um það, að öllu væri borgið. Sól- in kysti nú þessa gömlu vini sína, og alt varð sviphýrt dýrlegt og hátíðlegt. Enn þá get eg séð hina dýrlegu fjallasýn—hikað, með pennann í hendinni og drukkið nýjan fögnuð úr þessum minningaveigum, hikað og horft, —hvert? — Inn í mína eigin sál, því þar, aðeins get eg nú séð ís- land, eins og eg sá það í sumar, í óendanlega mörgum myndum. — Hinar átakanlegustu andstæð- ur frá dýrðlegustu sýnum til dapurlegustu auðna. —En slepp- um því að sinni. Þennan um- rædda morgun var hvarvetna Ijós og líf og yndi—jafnvel jökullinn sjálfur teygði fannhvítan koll- inn upp í heiðríkjuna, og varð hýr og hlýlegur. En í nærsýn— fjörðurinri spegiltær til að sjá og næstum sléttur inn á höfn- inni er skipafloti íslands, flestir fossarnir, eg hef séð þá þar alla í senn—varðskipin og mörg önn- ur. Úti fyrir eru tvö stör útlend skip, sem nú eru að flytja út- lenda höfðingja og ferðafólk til íslands, sem þátttakendur í þús- und ára hátíðinni, sem nú fer í hönd. Hvervetna líf og ljós, fjör og gleði. Til beggja handa blasa við “bændabýlin þekku”. Sum úr grárri steinsteypu og með ýmsu lagi, og um'hverfis þau skrúð- græn tún, og innanum græn- skrúðið, vagga hinir fornu vinir mínir glókollum sínum—íslenzk- ir fíflar og sóleyjar, og hér eru fíflarnir í mikið meiri hluta. Jæja. Geri aðrir betur. En upp aftur og aftur bregður fyrir ó- gleymanlegum náttúrulýsingum í heimferðarsögunni, sem þessum. Hvort sem er í kvenréttinda- málum eða á ritvellinum, hefir þessi mikilhæfa kona ekki látið hlut sinn eftir liggja- Hún hefir það með frumherja starfinu unn- ið, er henni, þjóðarbrotinu hér vestra og íslenzkri þjóð yfirleitt mun ávalt til verðugs sóma telj- ast. _ Steíán Einarsson (frá Árnanesi) BANTHINE Vissara er fyrir fólk, sem hefir í hyggju að sækja Miðsvetrarmót Fróns, að tryggja sér aðgöngu- miða sem fyrst því ekki verða seldir aðgöngumiðar fleirum en húsið rúmar. Aðgöngumiðar fást hjá Björnson’s Bookstore, 702 Sargent; The Electrician 685, Sargent og hjá öllum nefndar- mcnnum. Cóð frétt fyrir magasárs sjúkling Velmetinn og velefnaður verk- smiðjueigandi, hundeltur af alls- konar veikindastríði og kvillum innan fjölskyldu sinnar og hafði einnig upp á síðkastið mætt mis- lukkun í ýmsum fyrirtækjum sínum, kom eitt sinn þjótandi inn í lækningastofu húslæknis síns og kvartaði við hann um stöðug- an verk í maganum. Mynd af maganum sýndi, að hann hafði magasár og því líkur til, að ekki væri annað um að ræða en uppskurð. En læknirinn vissi þá um með- al, sem kallað er Benthine, ný- uppfundið og nýtt á sölutorginu og aðeins lítil reynzla komin á hvernig það reyndist. Meðal þetta er í mjög litlum töflum, og kom lækninum til hugar, að það myndi ekki skaða að reyna þessar nýju töflur við manninn. Það kom í ljós, að strax eftir fyrstu töfluna sem sjúklingurinn tók inn, að honum leið mikið bet- ur. Fyrir nokkrum vikum síðan kom þessi sami sjúklingur inn á skrifstofuna til að láta rannsaka sig eftir nýu mánuði undir þessu nýja meðali, og sýndi myndin sem tekin var af maganum, að sárið var alveg gróið. f dag selja læknar Banthine töflur til allra sjúklinga sem hafa magasár og hefur það hjálp- að þúsundum manna, ef þeir um leið hafa farið eftir ráðlegging- um læknanna með neytzlu í mat og drykk. Banthine er ekkert kraftaverka meðal, eða alveg ábyggilegt til lækningar magasári, því enn sem komið er þekkist ekkert slíkt meðal sem er algjör græðari al- mennt, við magasári. Banthine er ennþá alveg nýtt með tak- markaða reynzlu og sjúklingar verða stundum að nota það í tvö ár og lengur, áður en ábyggileg- ur árangur fæst af því og það geta einnig liðið mörg ár enn áður en læknum lukkast að finna upp óbrigðult meðal við maga- sári. En Banthine er í áttina og það er fundið upp af lækni sem heitir Keith S. Grímson, sem er prófessor í sáralækningum við Duke University. Dr. Grímson hefur skorið upp marga sjúkl- inga við magasári. Uppskurður við magasári er stór og dýr, og jafnvel eftir uppskurð, er engin HJelconte ! SSSS? ^lr-28 Power Whrn You Híecd II! Power when you need it! That’s what 83% of the home owners and many of the industrial and commercial firms in Winnipeg enjoy! They’re using the de- pendable, low-cost electricity provided for them by City Hydro, Winnipeg’s own utility. Since 1911, City Hydro has been a self- supporting utility, serving the people of Winnipeg with electricity at exceptional- ly low rates. In addition, Hydro profits in recent years have been used to help balance the City’s budget and prevent substantial tax increases. When you need an inexpensive, reliable electric service — whether it’s for your home, office, factory or store, call City Hydro. Phone 968 231. Remember, City Hydro is yours — use it!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.