Heimskringla - 27.06.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.06.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. JÚNÍ, 1951 HEIMSKRINGLA 3. SfÐA FJÆR OG NÆR Úr bréfi frá Blaine Hér er alt að verða erfiðara með viðhald íslenzku. Enginn sem nennir að senda blöðunum línu öðru hvoru, og eins þó hér gerist margt, sem margvert er sem fréttir. Áhuginn þverrar svona. Kanske séu sumir sem veigra sér við að skrifa fréttirj vegna vankunnáttu í málinu,! eins og eg. En eg hefi þó gefið íslenzku hér 10 ár enn, eða ó- skólagengnu mönnunum, sem skrifa hana. Um hina er varla að ræða. Er nokkuð hægt við því að gera? Eg heyri eina úr- lausn nefnda. Hún er að halda fslendingadaga og aðrar skemt- anir okkar á ensku. Ójá. En verður það ekki eins íslenzku til glötunar? —A. D. * * * Guðsþjónustur í Nýja íslandi sunnudaginn 1. júlí: Betel, 9.30 f.h. — Dr. Harald- ur Sigmar. Geysir, kl. 2 e. h., á íslenzku, dr. Haraldur Sigmar. Árborg, kl. 8 e. h., á ensku, dr. Haraldur Sigmar. Hecla, kl. 2 e. h., bæði málin, séra Harold S. Sigmar. * * « Ungur og duglegur íslending- ur óskar eftir að komast í ein- hverskonar atvinnu hjá íslend- ing vestan hafs. Til boð oskast sent — Lúðvík Marteinssyni, Strandveg, 51, Vestmannaeyj- um, Iceland. ★ ★ ★ Framvegií. verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, ísland. GUATAMALA — ferðamannaland Guatamala, .lýðríki í Mið- Ameríku, rétt fyrir sunnan Mexiko, er eitt hið skemtileg- asta ferðamannaland, sem nokk- ursstaðar er að finna, segir H. G. L. Strange herforingi og einn af stjórnendum Searle Grain félagsins, sem nýkominn er úr ferð þaðan. Landið er kall- “land hins eilífa vors” enda er loftslag þar slíkt, að það er milli 60 og 70 gráða hiti alt árið um kring. Um 70 per cent af þjóðinni eru vefarar, að líkindum hinir beztu í öllum heimi, og eru af- komendur hinna fornu Maya- Indíána. f höfuðborginni, sem| er samnefnd ríkinu og hefir um 120,000 íbúa, er verð lægra en í Winnipeg. En á Cuba, sem Mr. Strange einnig heimsótti og sem sagt er ríkasta land í heimi á hvern í- búa, er aftur dýrara að búa en hvar sem er annarstaðar. WISCONSIN Air Cooled' Marine Motors These heavy duty inboards bring new smoothness and maneuver- ability to your boating. Every feature tbat makes for depend- able, economieal and trouble-free performance is embodied in the Wisconsin. Available in sizes from 4 to 12*,i H.P. Ask us for prices and particulars. AVJMFORP, A\edl/vnp, Phone 37 187 576 Wall St. [IMITEP, WINNIPEG Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA “Hvernig stendur á því, að hún er svona lík henni?” mælti hann við sjálfan sig. “Það er aðdáanleg líking—óttaleg líking. Göngulagið er hennar, röddin hennar, og samt sem áður kemur þessi stúlka til mín, og segist vera dótturdóttir mín. Er verið að gera samsæri gegn mér til þess, að ræna mig eignum mínum? Og er hún send hingað til þess, að gera tilkall til arfs eftir mig, sem dótturdóttir mín, þótt hún í raun og veru sé af allt annari ætt? Er það hugsanlegt, að menn ætli að beita mig slíkum brögðum? Við skulum nú sjá—eg ætla að rifja upp fyrir mér löngu liðna atburði”. Hann laut höfði og tók að rifja upp fyrir sér endurminningar, er geymzt höfðu um lang- an aldur innst inni í hugskoti hans, og varð þá svipur hans æði skuggalegur og ógeðslegur. Hann beit á jaxlinn, og tautaði við sjálfan sig: “Mendon sá það líka, að hún var lík henni, og vildi ná í hana heim til stjúpu sinnar, til þess að tryggja sér erfingjann. En eg lék á hann. Eg hefi hana hérna hjá mér, þar til er eg get komizt fyrir það, hvort grunur minn er á rökum byggð- ur. En ef hann rætist, hvað geri eg þá?” Hann fálmaði út í loftið, eins og hann gripi eitthvert ósýnilegt vopn, og augu hans leiftruðu af grimmd og hefndargirni. Að lítilli stundu lilðinni settist hann niður, og skrifaði abbadísinni nýtt bréf: “Maddama!” Eftir alla þá fyrirhöfn er eg hefi lagt á mig, til þess að fá dótturdóttur mína til að ganga í klaustur, hafið þér látið hana sleppa burt frá yður og flýja frá Frakklandi. Hún er hérna. Eg hefi séð hana og talað við hana. En við þær sam- ræður hefir vaknað sterkur grunur hjá mér. Hefir þessi unga stúlka, sem kallar sig Adri- enne Durand, í raun og veru rétt til þess, að nefna sig því nafni? Er hún svikakvendi, eða er hún barn það, er eg trúði yður fyrir? Þetta er alvarlegt málefni, maddama, og eg læt yður vita það, að það er hættuspil, að byrja á nokkru samsæri gegn mér. Eg veit, að síðari konan mín ólst upp hjá yður, og að þið voruð mjög samrýndar. Þessi vinátta ykkar gat hafa leitt yður til þess, að gera yður seka um svik, er geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef þau komast upp. Sé það svo í raun og veru, þá segi eg: minnist fyrri æfi minnar, maddama, og titr- ið af skelfingu. Skrifari jafnaðarmannaklúbbsins, vinur og samverkamaður Dantons, heimullegur ráðgjafi Robespierres—hefi eg ekki özlað í blóði á yngri árunum ,og ímyndiðjiér yður þá, að eg láti eitt einasta vesalt líf fá leyfi til þess að standa sem veggur milli mín og auðæfa þeirra, er eg hefi um langan tíma skoðað sem mína eign? Eg þekki fyrri hlutan af æfisögu Louise Monteuils, engu síður en síðari hlutan. Þessi stúlka er stórfurðulega lík henni, og ef það skyldi koma í ljós að hún—þér skiljið mig, mad- dama, og þá er tilgangi mínum náð. Örlög þessa óforsjála aumingja eru nú að öllu leyti á mínu valdi, og það er undir svari yðar komið, hvernig eg nota vald mitt. Ef þér getið ekki fullkomlega sannfært mig um það, að hún sé dóttir dóttur minnar, þá ábyrgist eg ekki afleiðingarnar. — Skrifið mér þegar aftur, og útskýrið þennan ó- skiljanlega leyndardóm, er lætur mig eiga af- kvæmi, sem er lifandi eftirmynd maddömu sál- u,gu Lecour, þar sem hún á þó ekkert viðurkennt barn. Það er sannfæring mín, að þér getið skýrt mál þetta svo, að það verði fullkomlega skiljan- legt, og eg bíð óþolinmóður eftir svari yðar. Etienne Lecour. 6. Kapítuli Adrienne og Eady gamla fóru eftir gang- inum með húshliðinni, og námu staðar hjá dyr- unum á turni frúarinnar. Eady leitaði í lykla- kippunni sinni og fann loksins lykil er gekk að skránni, en hún varð að taka á öllum sínum kröftum, þegar hún lauk upp, því að skráin var farin að ryðga. Þegar henni hafði tekizt að ljúka dyrunum upp, komu þær inn í herbergi, er var einkenni- legt í lögun, vegna þess að turninn var átt- strendur. Veggfetirnir voru þó ekki átta, með því að einn þeirra var langbreiðastur. Á þeim fletinum var stór skápur, er gekk inn í vegginn og rúmklefi, með uppbúnu rúmi í, er sömuleiðis gekk inn í vegginn. Stofugögnin voru svipuð eins og í hinum turninum. Stólar og legubekkir klæddir upplituðu damasti, er einhvern tíma hafði verið rósrautt að lit. Fyrir rúmklefanum héngu knipluð tjöld, og yfir honum var skrautbrún úr tré með haglegum útskurði. Það voru englar tveir á flugi, er héldu á blómakörfu á milli sín. Milli glugganna á ein- um veggfletinum var afarstór spegill, er náði alla leið frá gólfinu og upp að lofti, og andspæn is honum var búningsborð, með sporbaugslöguð- um spegli yfir, er íbúar herbergisins gátu séð sig í frá hvirfli til ilja. Litmyndir hengu til og frá á veggjunum, og vorú það einkum fjallamyndir. Fyrir framan eldstóna var ofurlítil gólfabreiða, jafnvel þótt slíkt þætti á þeim árunum óþarfa-viðhöfn í nýlendunum. Ábreiðan hafði auðsæilega verið búin til á‘Frakklandi, og var stæld eftir góbel- íns-vefnaði. Gluggatjöld úr þykku ramasti hengu fyrir gluggunum. Adrienne varð forviða. Hún hafði ekki búizt við svona mikilli viðhöfn í svona nýbyggðu landi. Hún hafði orð á því við Eady gömlu, en Eady var auðsæilega hreykin af því og svaraði: “Það var komið með þetta allt saman frá Frakklandi á yngri dögum frúarinnar. Hún valdi það sjálf í París, og svo kom skip eitt, sem faðir hennar átti, með hana heim úr skólanum, og hafði hún þá með sér alla þessa dýrindis muni, er hún hafði keypt fyrir peninga þá, sem aldrei var haldið í, þegar hana langaði til að kaupa eitthvað.” “Varstu þá hjá frúnni, Eady?” “Nei, en eg vildi óska, að eg hefði verið það. Eg heyri húsbóndanum til, því að hann keypti mig og manninn minn, eftir að hann giftist hinni auðugu maddömu Mendon. Eg var svo að segja nýkomin til hennar, þegar hún fór burt.” “Fór burt? Hvert?” spurði Adrienne. “Ef þú átt við það, þegar hún dó, þá kemst þú nokk- uð skrítilega að orði.” “Já, já, það er satt. Þér eruð óvön orðatil- k tækjum okkar blökkumannanna, annars mynduð þér skilja, að eg átti við það, þegar hún dó. Já, englarnir sóttu hana, en þeir segja, að hún geti komið aftur. En hamingjan hjálpi yður barn, þér þurfið ekki að verða svona hrædd, því að hvíta vofan kemur ekki hingað. Hún varð að þola svo margt og miklar sorgir og hörmungar í þessu herbergi, að hún kemur hingað aldrei aftur.” “Hvíta vofan!” endurtók Adrienne með veikri röddu. “Afi minn hefir þá ekki verið að gera að gamni sínu—þá er í raun og veru reimt hérna í húsinu.” “Verið þér óhrædd, ungfrú góð, því að þótt hér kunni að vera eitthvað á slæðingi, þá kemur það að mninsta kosti ekki til þess, að heimsækja yður. Þáð er bara gamla húsið, sem draugagang- urinn er í, því að þar lifði hún hamingjusömu lífi með manni þeim, sem faðir hennar gifti hana. Þetta hérna er bústaður sá, sem hún hafði eftir það er hún giftist afa yðar, og líf það, er hún lifði með honum, var ekki svo glæsilegt, að hana geti langað til að lifa það upp aftur”. “Fór hann illa með hana?” spurði Adrienne því að hana langaði mjög til þess að fá nánari upplýsingar um æfi maddömu Lecour. Eady hristi höfuðið, og svaraði: “Farið að mínum ráðum, ungfrú góð, og komið aldrei með neinar spurningar um afa yð- ar. Hann gæti komizt að því, og þér munið, hvað hann sagði við yður”. Adrienne roðnaði við þessa ofanígjöf. En Eady fór að skápnum og lauk honum upp. Öðru megin í skápnum voru hillur, en hinu megin var lítil hurð. Eady þrýsti á ofurlítið stáltyppi, og lukust dyrnar þá upp Sást þá mjór stigi ofan á gólfið neðan undir, og var niðamyrkur í stiganum. “Frúin vildi hafa leynistiga milli herbergj- anna, og þess vegna lét hún útbúa þetta svona. Það eru leynidýr á herbergisveggnum niðri, og þær opnast, eins og þessar dyr ef stutt er á tippi sem þar er. Þér getið því farið hér upp og ofan þegar þér viljið. Á dögum frúarinnar var ætíð hafður lampi hérna, en þér verðið að vera án hans, því að húsbóndinn þarf sjálfur á svo miklu Ijósmeti að halda, að allir aðrir verða að sitja á hakanum.” “Eg held eg vilji helzt hafa þessar dyr lok- aðar”, mælti Adrienne, og það fór hryllingur um hana, þegar hún sá myrkrið í stiganum. “Eg vil heldur nota stigann sem liggur niður á gang- inn, því að þá er eg þó leominn undir bert loft “Eg hygg nú samt, að þér komizt á aðra skonun, áður en langt um líður”, mælti Eady í byggin. “Afi yðar er vanafastur, og vill ekki láta trufla sig. Það ber stundum við, að hann fæst varla til að hleypa mér inn til sín, þegar eg færi honum matinn, og þó þykir honum allt af svo ósköp vænt um að fá að borða. Eg ræð yður inni lega til þess, að koma ekki nálægt honum, þegar hann ólmast og hamast eins og villidýr, eins og hann gerir stundum”. “Hamingjan góða hjálpi mér! Verður hann alveg óður stundum? Sé svo, þá get eg varla ver ið óhult um lífið hérna í húsinu”. “Ef þér hefðuð nokkurstaðar annarstaðar höfði yðar að halla, þá myndi eg mikillega ráð- leggja yður það, að verða ekki hérna til lengd- ar”, mælti Eady alvarlega. “Reyndar held eg ekki, að húsbóndinn sé beinlíns vitlaus; hann er bara eitthvað ofurlítið geggjaður í kollinum, og hann verður stundum svo ákaflega æstur og undarlegur af þessum græna skolla, sem hann er að tyggja”. Professional and Business . Directory Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consult.ajtions by Appointment Talsími 925 826 Heimilis 404 6S0 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræöingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Dr. P. H. I. Thorlakson WINNIPEG CLIMC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road* IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Löglrœðingar Bank otf Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 DR. H. W. TWEED Tannlaeknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth 9t. WINNIPEG PHONE 926 952 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants i • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. - • TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Rurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466 "S Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Crtfararstjóri: ALAN COUCH TBOS. .IACKS0S.& SOSS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.