Heimskringla - 12.09.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. SEPT. 1951
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Evrópu af því að gleypa í sig
þennan róg í bókum, tímaritum,
blöðum og kvikmyndum.
Hið sanna í þessu efni er, að
framfarir Svertingja og sam-
búð þeirra og hvítra manna í
Bandaríkjunum, er hið fegursta
dæmi um holl áhrif lýðræðis.
Hinir “kúguðustu” eru Svert-
ingjar hjá Mississippi eru stór-
um betur farnir en borgarar í
Rússlandi og leppríkjum þess.
Árið 1865 voru 95% af Svert-
ingjum í Bandaríkjunum ólæs-
ir. Nú má heita að hver einasti
Svertingi kunni að lesa og
skrifa. Það eru hvítir menn sem
komið hafa þeim þetta áleiðis.
Aldamótaárið var hálf önnur
miljón Svertingjabarna í barna-
skólum. Nú eru þar 2*4 miljón
Svertingjabarna. Árið 1900 voru
til 92 framhaldsskólar fyrir
Svertingja í Suður-ríkjunum,
en nú eru þeir 2500. Árlega út-
skrifast um 10,000 Svertingja úr
mentaskólunum, og nú eru 70,-
000 svartir stúdentar við nám,
eða tiltölulega fleiri heldur en
allir stúdentar í Bretlandi.j
Þetta gæti ekki gerst ef Svert-|
ingjar væru ofsóttir.
Árið 1900 var því spáð að
sjúkdómar mundu útrýma!
Svertingjum í Bandaríkjunum.
Nú er meðalaldur þeirra 60 ár,
eða aðeins 8 árum skemri en
hvítra manna.
Árið 1900 áttu Svertingjar
17% af þeim íbúðum, sem þeirj
bjuggu ,í en 1947 áttu þeir 34
%. Nú sem stendur eiga Svert-j
ingjar rúmlega eina miljón
húsa. Svo eru 184,000 Svertingj-
ar, er eiga jarðir, sem að meðal-
tali eiru 70 ekrur. Og nú á sein-
ustu árum hafa Svertingjar
reist í félagi 25,000 bústaði —
og það er ekki lítið átak fyrir
“kúgaðan” kynþátt.
Kommúnistar hamra á því
sýknt og heilagt að auðmenn í
Bandaríkjunum flái Svertingja.
Julius Rosenwald stofnaði sjóð
og hefir gefið til hans rúmlega
22 miljónir dollara. Þessum
sjóði er varið til þess að mentaj
Svertingja og hann hefir hjálp
að til að reisa 5000 skóla í Suð-
urríkjunum. Almenna menning-
arstofnunin, sem John D. Rocke
feller kom á fót 1902, hefir var-
ið fimta hlutanum af fé sínu til
að menta Svertingja og nýlega®
gaf John D. Rockefeller yngri
5 miljónir dollara til styrktar
háskólum, sem Svertingjar eiga.
Síðast liðin 50 ár hefir smám
saman komist meiri jöfnuður á
efnishag Svertingja og hvítral
manna. Svertingjar eiga nú 14
banka og 200 lánsstofnanir, 60,-
000 verzlanir, 26 sparisjóði og
25 stór vátryggingarfélög, þarj
sem hlutafé er rúmlega 100 milj
ónir dollara og vátryggingar-
upphæð nemur 1000 miljónum
um dollara.
Svertingjar eiga og gefa út;
150 blöð, og fjölda stórra tíma-
rita, sem samtals eru gefin út íj
3 miljónum eintaka. Ekkert
þessara blaða eða tímarita hefir
verið bannað, hvorki í Suður-
ríkjunum né Norðurríkjunum. I
Rúmlega 1^/4 miljón Svert-
ingja er í verkalýðsfélögum, og
í mörgum félögum, þar sem að-
allega eru hvítir menn, sitja þó
Svertingjar í stjórn, jafnvel íj
Suðurríkjunum. Nú er enginn
munur gerður á Svertingja og
hvítum mönnum í hernum, og
þar eru sem stendur um 3000
svartir foringjar.
Hér er þá sannleikurinn um
stöðu Svertingja í hinu amer-^
íska þjóðfélagi. Að vísu eigum
vér enn langt í land að standa j
hvítum mönnum jafnfætis. En
Bandaríkin þurfa ekki að fyrir-
verða sig, þau mega miklu frem
ur vera stolt af því hverju lýð-
frelsið hefir komið þar til leið-
ar. —Lesbók Mbl.
KAIJPIÐ HEIMSKRINGLU
útbreiddasta og fjölbreyttasta j
islenzka vikublaðið
Hvíta vofan
AMERISK FRÁSAGA
Adrienne greip fram í fyrir honum:
“Eg hefi þegar sagt yður það, hvers vegna
eg fór hingað. Eg hataði það, að vera lokuð inni
í klaustrniu alla æfi, og leitaði því húsaskjóls og
ásjár hjá afa mínum, sem þeim manni, er stóð
mér næst, án þess að mér kæmu auðæfi hans til
hugar. En ef það hefir komið yður á óvænt, að
sjá mig hérna, faðir Eustace, þá kemur það ekki
síður flatt upp á mig, að finna yður hérna í
Ameríku. Abbadísin sagði, að þér hefðuð farið
burt í einhverjum erindum, en mintist ekkert á
það, hvert þér hefðuð farið”.
“Eg var sendur hingað í áríðandi stjórnmála
erindagerðum”, svaraði hann þurlega. “Og þótt
undarlegt megi virðast, getur návist yðar orðið
mér að stórmiklu liði. Verið hlýðin og gerið
það, sem yður er sagt, og þá skal eg ekki til-
kynna biskupnum, hvar þér eruð niður komin.
Fái hann vitneskju um það, að þér eruð hérna,
getur hann látið hönd síns kirkjulega valds
hremma yður, og refsað yður jafn tilfinnanlega,
þótt þér séuð í svona mikilli fjarlægð”.
Adrienne varð föl af ótta “Á hvern hátt get
eg orðið yður að liði, faðir Eustace?” spurði
hún. “Eg hélt, að eg væri frí og frjáls eins og
fuglinn, hérna, í þessari eyðimörk—hélt, að eg
mætti lifa hér og láta, eins og eg vildi”.
“Gerið það, sem eg skipa yður. Þér getið
gert það. Eg skal þá skuldbinda mig til að
sporna ekki móti hamingju-hlutskifti því, sem
þér virðist hafa valið yður”.
“Hvað er það þá, sem þér heimtið af mér?”
Faðir Eustace hafði hingað til setið á hest-
baki, en nú fór hann af baki, batt hestinn við
tré og gekk svo alveg að stúlkunni.
“Heitið mér því við allt sent yður er heilagt
ungfrú, að segja engum lifandi manni frá því,
sem eg ætla nú að trúa yður fyrir,” mælti hann
í hálfum hljóðum. “Það eij mjög áríðandi og
mikilvægt leyndarmál.”
“Eg get bara lofað yður því við drengskap
minn, faðir Eustace, og hér er enginn, sem lík-
legt er að eg fari að segja frá leyndarmálinu.”
“Það er alveg satt, og eg held líka, að mér
sé óhætt að treysta yður. Takið nú eftir—það er
haldið, að ríkisfangi sé geymdur í greninu
þarna. Eg er sendur hingað til þess að grafast
fyrir það, hvort sá grunur er á rökum byggður,
eða ekki. Eg krefst þess, að þér hjálpið mér, og
ef þér gerið það, þá skal eg útvega yður leyfi
biskupsins til þess, að fara eftir yðar eigin vilja
að því er snertir dvöl yðar í klaustrinu.”
Adrienne hlustaði forviða á hann.
“Ríkisfangi hérna, faðir Eustace! Það virð-
ist með öllu óhugsandi”.
“Eg hefi samt mikla ástæðu til að ætla, að
það sé satt”.
“Og viljið þér fá mig til að vera njósnara
hér á heimili afa míns?” spurði hún, og áleit
sér auðsæilega misboðið. “Þér verðið að fyrir-
gefa mér það, faðir Eustace, að eg get ekki tek-
ið að mér neitt svikara-hlutverk. Afi minn hefir
veitt mér viðtöku af fúsum vilja og í góðu
skyni, og eg vil ekki sýna honum neina ótrú-
mensku”.
Faðir Eustace hvessti á hana augun og
mælti:
Þér eruð einfalt barn, og vitið ekki, hvað
þér eruð að tala um. Skyldur yðar við afa yðar
eru minna verðar, heldur en skyldur yðar við
mig”.
“Eg skil yður ekki”, stamaði hún út úr sér.
“Skelfing hljótið þér að vera samvizkusöm.
En fyrst að ekki er hægt að telja um fyrir yður
á annan hátt, þá verð eg að skýra yður frá sam-
bandi því, sem er milli okkar. Munið þér ekki
eftir því, hversu mikla umhyggju eg hefi ætíð
borið fyrir yður, hversu eg hefi ætíð látið mér
annt um yður, og að eg hefi ætíð haft opinn að-
gang að herbergi yðar, jafnvel í klaustrinu?”
“Jú, það man eg”, svaraði hún lágt. “En
hvað kemur það þessu við?”
“Þér getið eflaust gizkað á það, hvað nú
muni koma. Eg skal trúa yður fyrir því, að eg
er líka tengdur gamla einbúanum, sem býr
þarna í turninum — eg átti dóttur hans, án
samþykkis hans, og þér —”
“Og eg er dóttir ykkar? Hvers vegna hefir
mér ætíð verið kennt, að skoða yður sem vanda-
lausan mann, mér með öllu óviðkomandi, ef þér
eruð í raun og veru faðir minn?”
“Vegna þess að eg hefi fyrir löngu slitið
af mér alla jarðneska fjötra. Eg fer ekki fram á
það við yður, að þér sýnið mér barnslega ást—eg
krefst aðeins þess, að þér sýnið mér þá hlýðni,
sem þér eruð skyld að sýna föður yðar. Og nú,
ungfrú góð, viljið þér nú enn þá skorast undan,
að veita mér aðstoð yðar?”
Adrienne var svo utan við sig, að hún gat
ekki svarað. Ýmsar gamlar endurminningar
rif juðust upp fyrir henni, og hún reyndi að rif ja
upp fyrir sér eitthvert atvik, smátt eða stórt, er
gæti staðfest sögusögn prestsins. En með því að
henni tókst það ekki, leit hún á hann og mælti
seint og hægt:
“Segið mér eithvað um hana móður mína—
'hana móður mína sálugu”.
“Það er raunaleg saga, barnið gott, og mér
svíður ætíð að hugsa til þess, sárnar ætíð, er
eg minnist hennar. Við giftum okkur á laun.
Faðir hennar hataði mig, þótt hann þekti mig
ekkert, hataði mig einungis vegna þess, að ó-
stjórnlegt hatur hafði um langan tíma verið
milli minnar ættar og hans. Börnin höfðu tekið
hatrið í arf af feðrum sínum. Eg elskaði Estelle
Lecour innilega og af öllu hjarta—hún andaðist
og eg harmaði hana mjög. Eg kom dóttur henn-
ar fyrir í klaustri einu, og vann sjálfur hið heil-
aga heit, til þess að geta haft eftirlit með henni
og annast um hana. Hefi eg ekki gert það, ung-
frú, þar til skyldan bauð mér að fara í þennan
leiðangur? Og til þess að ljúka erindi mínu hér,
krefst eg aðstoðar yðar, og hefi fullan rétt til
þess. Ef þér neitið.mér, um aðstoð yðar, þá eigið
þér á hættu, að sæta afleiðingunum af því.”
“Er þetta aðferð sú, sem menn nota, þegar
þeir gera tilkall til barns síns?” mælti Adrienne
skjálfandi. “Eg hefi aldrei orðið vör við neinn
vott um föðurást af yðar hálfu, og nú ljúkið þér
þessari afhjúpun með hreinni og beinni hótun”.
“Já, og það hótun, sem vissulega skal verða
framkvæmd”, svaraði hann kuldalega. “Hlýðið
skipun minni, og þá skal eg leysa yður undan
eldri skyldum yðar—leyfa yður að dvelja áfram
í húsi þessa manns, til þess að þér getið verið
viss um, að ná í eignir hans. Er það ekki nægi-
legt agn fyrir yður?”
“Og á hvern hátt ætlið þér að hagnýta yður
það, sem eg kann að geta grafið upp?”
“Ekki á neinn þann hátt, sem getur orðið
hr. Lecour til tjóns. Viljið þér þá hjálpa mér?”
“Eg á víst ekki annars úrkosti”, svaraði
Adrienne auðmjúk.
“Nú er skriftadagur Lecours í dag—eg verð
að finna hann núna, en eg hitti yður aftur að
fjórum dögum liðnum, til þess að fá að vita,
hversu þér hafið orðið áskýnja”.
“Hann var sofandi, þegar eg fór út frá hon-
um. Er það nauðsynlegt, að vera að ónáða
hann?”
“Eg verð að finna hann núna. Eg sé hann
aðeins einstöku sinnum með löngu millibili, og
ef eg finn hann ekki í dag, þá neitar hann að
veita mér viðtal fyr en að mánuði liðnum. Eg
skal hitta yður hérna að fjórum dögum liðnum,
hérna við gossbrunninn, og eg efast ekki um ,að
þér lofið mér að sjá yður. Verið þér sælar”.
Adrienne settist á trjástofn einn, og beið
þess, að faðir Eustace kæmi aftur út frá afa
hennar. Hún var mjög hugsandi og í þungu
skapi. Hann varð að segja henni eitthvað fleira
—margt fleira—ef hún átti að geta orðið sann-
færð um það, að hún væri dóttir hans.
Að fullri stundu liðinni heyrði hún fóta-
tak skammt frá sér, og kom það henni til að líta
upp. Það var faðir Eustace, er kom áleiðis til
hennar og teymdi reiðskjótann á eftir sér.
Hann var þungbúinn mjög, og hafði auðsæilega
orðið fyrir einhverjum vonbrigðum. En þegar
hann leit upp og sá hana, mælti hann:
“Eg varð feginn að hitta yður hérna aftur.
Nú er eg sannfærður um, að grunur minn er á
rökum byggður, jafnvel þótt mér tækist ekki
að veiða neitt upp úr skriftabarninu mínu. Það
er Ijóti þrjózkuseggurinn, það verð eg að segja.
Þér verðið að útvega mér vitneskju um það,
hvar fanginn hans er geymdur, til þess að eg
geti komið honum burt, þangað, sem honum er
óhætt”.
“Honum? Er það þá ekki kvennmaður?”
“Kvenmaður? Nei, hvernig gat yður dottið
það í hug? O, nú skil eg—þér hafið heyrt talað
um hvítu vofuna, sem Lecour kallar svo, og
haldið, að eg væri að leita að henni. Nei, sá sem
eg leita að, er maður með holdi og blóði, en ekki
nein vofa.”
“Hvernig getur staðið á því, faðir Eustace,
að herra Lecour veitir tengdasyni sínum viðtal
hvað eftir annað, án þess að vita hver hann er,
eða hvaða samband er á milli þeirra?”
“Við höfum aldrei sézt, fyr en eg kom hing
að. Eins og eg sagði yður áðan, hafði hann að-
eins fært yfir á mig hatur það, er hann bar til
föður míns. Og orsökin til útskúfunar þeirrar,
bölbæna og grimmýðgi, sem fór að lokum alveg
með dóttur hans, var sú, að hún giftist manni
af minni ætt og með mínu ættarnafni. Það var
nafnið eða ættin, sem hann hataði. Eg furða
mig mest á því, að hann skyldi fást til þess að
taka við yður á heimili sitt, yður, sem eruð þó
af sömu ættinni og berið sama nafnið—hann
hlýtur að hafa haft einhvern leynitilgang til
þessa uppgerðarvingjarnleika. En nú, úr því að
þér eruð komin hingað, verðið þér að hjálpa
mér, og tryggja yður auðæfi gamla mannsins.”
Adrienne roðnaði út að eyrum ,og henni
vöknaði um augu, er hún spurði með mjög al-
varlegri röddu:
“Er það áreiðanlega víst að þér séuð faðir
minn?”
Professional and Business Directory ~
i
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyma, nefs og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingax Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlacknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 WINNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovaízos Floral Shop *53 Notre Dame Ave. ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um útfanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nli<=ir,MwTr mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg.
M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St„ Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated
The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton'sl Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg • PHONE 922 496
PRINCESS í MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466
~ •> Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á Ist Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH S. ; TIIIIS. JKKSOS & SOHS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg