Heimskringla - 19.12.1951, Side 6

Heimskringla - 19.12.1951, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. DES. 1951 “En hvernig komuzt þér þá yfir hringinn? Þér gangið í svefni, stúlka mín, og þér hljótið að haía farið inn í myndaherbergið. En líf yðar er undir því komið, að þér látið hann ekki verða áskynja um það, að þér munið eftir því. Eg þori að sverja, að húsbóndi minn hafði hringinn und ir höndum”. “Það er kvenhringur”, mælti Adrienne, “og eg get ímyndað mér, að konan hans hafi átt hann.” , “Já, hún átti hann”, svaraði Eady. “Eg sá frúna oft og mörgum sinnum gráta yfir honum, og þegar búið var að leggja hana í kistuna, kom húsbóndinn og sagði, að það væri synd og skömm, að láta svo kostbæran hring fara með henni í gröfina, og svo tók hann hringinn sjálf- ur af fingrinum á henni. Síðan hefi eg ekki séð hann fyr en nú.” Meðan hún mælti þannig, virti hún Adri- enne nákvæmlega fyrir sér ,og því næst tautaði hún lágt við sjálfa sig: “Ó bara að eg þyrði að segja henni allt, en eg þori það ekki. Og hvaða gagn væri líka að því?” “En ef Lecour á hringinn .hvernig á eg þá að geta skilað honum svo, að hann fari ekki að spyrja mig? Eg hefi enga hugmynd um það, að eg sé að róta í leynihirzlum hans!” “Já, það er satt, það er alveg satt, stúlka mín, og þess vegna er bezt að eg taki við hringn um. Eg ætla að leggja hann hjá hundinum, því að þá heldur hann máske, að hann hafi slæðst út fyrir með honum. Og látið hann svo fyrir alla muni ekki fá neina hugmynd um draum yðar, því að annars fer illa fyrir yður. Nú hefi eg varað yður við, stúlka mín, og nú verð eg að fara og gæta að því, hvernin honum líður.” 18. Kapítuli Eady gamla fór. Adrienne var nú ein eftir, og braut árangurslaust heilann um það, hvað við hefði borið um nóttina. En Eady herti upp hugann, og gekk að hundinum. Á hálsbandinu var lítill hnappur, og á þann hnapp hengdi Eady hringinn, og skund- aði því næst upp til húsbónda síns. “Hvað hefir tafið þig svona lengi? Líttu á þetta — hundurinn varð bandóður, og reif slopp inn minn svnoa. Eg varð að drepa hundinn, til þess að bjarga lífi mínu. Segðu honum Pierre, að fara til umsjónarmannsins á plantekrunni, og fá hjá honum grimmasta víghundinn, sem til er. Og eg skal svei mér temja hann. Eg skal loka hann inni í herberginu hérna niðri, og láta hann svelta, þar til 'hann verður feginn að sjá mig koma með mat”. “Hvað eigum við að gera við hræið, hús- bóndi góður?” “Grafðu gryfju einhvers staðar úti, og fleygðu því í hana, aulinn þinn. En taktu fyrst hálsbandið af hundinum, og láttu Pierre taka það með sér. Eg ætla annars að líta á sárið fyrst”. Lecour fleygði yfir sig rifna sloppnum, og fór ofan með blökkukonunni. Eady nötraði af hræðslu við það, að eitthvað myndi bera við, þeg ar Lecour fyndi hringinn. En þegar þau komu að hundinum, sá hún að hringurinn var horfinn, og þótti henni það auðvitað æði kynlegt. Lecour skoðaði sárið á hundinum, og brosti ánægjulega. “Eg hefi jafn óskeikula hönd ennþá, eins og þegar eg var að leggja fjandmenn mína að velli” .tautaði hann. “Það er ætíð gott að vita, hvar líkaminn er veikastur fyrir. Ef eg hefði ekki hitt hjartað í nótt, þá hefði hundurinn orð ið mér að bana. Kallaðu á hann Pierre, og láttu hann bera hræið út og segðu svo henni Adri- enne, að eg bjóði henni að borða morgunverð með mér.” Eady hlýddi boði hans þegjandi. Hún kall- aði fyrst á manninn sinn, og fór því næst upp í turninn til Adrienne, til þess að flytja henni þetta óvenjulega heimboð. “Já, eg skal koma”, svaraði Adrienne. “En hvenær á prinsinn að fá morgunverðinn sinn? Á eg ekki að vera þar viðstödd?” “Ó, nei, stúlka mín, hann etur ætíð morg- unverðinn sinn í rúminu, veslings prinsinn”. “Hvað gerðirðu við hringinn, Eady?” spurði Adrienne áköf. Eady sagði henni frá hvarfi hringsins. “,Eg held satt að segja, að Kölski hafi sjálfur tekið hann”, mælti hún að lokum, “því að eg fann brennisteinslykt, og heyrði fótatak, eins og gengið væri á hesthófum. En hann tók auðvitað ekkert eftir því, því að hann er náttúrlega orð- inn svo vanur þessu”. To our many Icelandic Friends and Customers we offer sincere wishes for A VERY MERRY O ' ríðtmas and A Happy Neiv Year! Gleðileg jól—Farsælt nýtt ár! SAFEWAY CAMADA SAFEWAÍ LlMHED Nú heyrðu þær, að Lecour kallaði til morg- unverðar, og þegar Adrienne gekk fram hjá Eady, hvíslaði Eady að henni: “Hann drepur mig ef hann kemst að því, að eg hefi tapað hringnum. Þyrmið mér stúlka mín góð. svo sannarlega sem þér viljið sjálf vægðar vænta”. Eady horfði með svo biðjandi augnarráði á Adrienne, að hún hlaut að lofa henni þessu. — Adrienne hafði fulla ástæðu til að ætla, að Eady væri henni holl, og hún vildi þess vegna ekki steypa henni í neina hættu, jafnvel þótt hún, til þess að komast hjá því, yrði að villa afa sínum sjónir. Þegar hún kom inn til afa síns, tók hún kveðju hans stillilega, og settist við borðið. Hann skipaði Eady að fara út, og drakk svo kaffið sitt þegjandi og þungbúinn á svipinn. Adrienne hafði litla liatarlist, og borðaði að- eins ofurlítinn mola af keksi. Þeim fáu orðum, er hún dirfðist að mæla, svaraði Lecour engu; en er hann hafði lokið kaffinu, mælti hann þur- lega: “Næturgöltrið virðist ekki hafa aukið mat- arlist yðar. Vitið þér það, ungfrú, að þér kom- uð inn í herbergið mitt í nótt?” I “Það hefi eg þá gert bæði óviljandi og óaf- vitandi”, svaraði Adrienne kyrlátlega, “því að eg man alls ekki eftir því, að eg hafi komið hing að inn.” “Og ekki heldur í neitt annað herbergi?” spurði hann hastur. Hún hristi hægt höfuðið. “Eg get ekki munað eftir neinu, er hafi gerzt í nótt”. “Er það nú alveg víst?” “Það er eins og mig minni, að eg sæi ein- hverja óttalega sjón, höfuðlausa menn, er svifu kringum mig og komu fram úr myndun- um af þeim, er hengu á veggjunum. Það er það eina, sem mig rankar við.” Lecour skellihló. “Ha, ha, ha! Þér hafið auðvitað hugann fullan af því, sem þér heyrðuð í gær um skelf- ingatímabilið sem breytti bourbonskum prins í aðra eins veru og Lúðvík. Á þann hátt er auð- velt að skýra draum yðar. En eg vil vara yður við einu, ungfrú: í þetta skifti hafið þér kom- izt hjá hegningu, en eg læt það ekki viðgang- ast í annað skifti til, jafnvel þótt það sé yður ósjálfrátt. Það var ekki hérna inni, sem þér vor- uð, heldur í mínum eigin helgidómi, sem eg hefi sagt, að enginn skyldi komast lifandi út úr aftur. Ef þér hefðuð ekki verið meðvitundarlaus þá myndi eg hafa efnt orð mín. Til þess að bjarga yður undan hundinum, sem lét eins og hann væri óður, neyddist eg til'að drepa haixn. í annað skifti hreyfi eg ekki svo mikið sem litla fingurinn til þess að bjarga yður”. < Stúlkan horfði lengi á hann ,skjálfandi af ótta. En loksins dirfðist hún þó að segja: “Eg kom hingað til yðar alveg ósálf- bjarga og varnarlaus, og taldi mér vísa vernd yðar sem barn einkadóttur yðar. Er þetta með- ferð sú, sem eg hafði rétt til að vonast eftir af afa mínum?” “Hefði móðir yðar verið hlíðin dóttir”, svar aði hann kuldalega, “þá hefði von yðar máske haft við nokkuð að styðja; en hún var óhlýðin. Eg elska yður ekki, en eg læt það viðgangast að þér séuð hérna, vegna þess, að þér getið orðið mér að liði. En ef þér eruð á flakki þar, sem þér megið ekki koma, þá bjarga eg yður ekki frá afleiðingunum af því.” “En þegar eg geng í svefni, er eg meðvit- undarlaus, og það sem eg geri þá, geri eg óaf- vitandi. Hvernig á eg þá að geta varizt hætt- unni?’ ’spurði Adrienne stillilega. “Eg veit ekki annað ráð, en það, að láta Eady læsa dyrunum að utanverðu á hverju kvöldi, og taka lykilinn með sér. Þá getið þér ekki komizt út, jafnvel þótt þér reynið það.” “Fyrst það er vilji þinn, þá er bezt að láta það vera svo”, svaraði veslings stúlkan, sem nú ] fyrst fór að skiljá það, í hvílíka ánauð hún var komin. Lecour leyfði henni nú að fara, og hún varð fegin að komast upp í herbergið sitt, til þess að hugsa um hagi sína. Hún kannaðist við það með sjálfri sér, að Mendon hefði sagt satt, er hann fcagði, að sambúðin við Lecour myndi brátt verða óþolandi byrði. Presturinn hlaut að geta verndað hana, ef hann var faðir hennar; en hjarta hennar neitaði, að hann myndi fyrst og fremst nota föðurvaldið til þess, að senda hana aftur í klaustrið. Og svo var það Victor du Vernay. Hann hefði getað bjargað henni—en nú hafði hún sjálf skrifað honum bréf það, er skildu þau að fyrir fullt og allt, og bréfið var þegar komið af stað. Veslings Adrienne sat einmitt í þessum sorglegu hugleiðingum þegar Eady kom til hennar til þess að hjálpa henni að búa sig til miðdegisverðarins með prinsinum. Gamla konan var óvenjulega fámálug og að lokum spurði Adrienne hana: ^ IT S DVENTESTED FOR EVERY BAKING k NEED ASK YOUR DEALER FOR ALLPURPQSE FLOUR

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.